Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Nóvember 1963 11. tbl. HUGSÁÐ TIL LYKTA Eftir Robert A. Laidlaw, Nýja Sjálandi. Þegar ég heimsótti Ástralíu, var ég beðinn að ávarpa hóp nemenda við Sidney háskólann og ræða efnið „Astæð- an hvers vegna?“ sem sjálfsagt var kosið vegna þess, að ég hafði fyrir nokkrum árum ritað litla bók, sem hét þessu nafni (nefnd „Hvers vegna?“ í ísl. þýð.). Hún hefir verið prentuð í meira en 10 milljónum eintaka. Þar sem biblían segir í I. Pét. 3. 15.: „Verið ætíð búnir til varnar fyrir hverjum manni, er krefst af yður reikningsskapar fyrir þá von, sem í yður er,“ þá gladdi það mig að verða við beiðni þeirra. Það, sem hér fer á eftir, er útdráttur úr því, sem ég sagði við þá. Strangasti mælikvarðinn, á hvað sem er, verður þessi: Er það nothœft? Kemur trúin á Krist mönnum í lifandi samband við Guð? Eg vil segja frá dæmi þess. Við hjónin vorum með börnum okkar á ferð í Þýzka- landi í ágúst 1939. Er við sáum hernaðarskýin hranna sig, stakk ég upp á því, að við skyldum biðja um það, hvort hún ætti að fara til Nýja Sjálands, meðan ég væri kyrr í Bretlandi til að sinna kristilegu starfi meðal hermannanna. Því meir sem við báðum um þetta, því betur fundum við, að þetta væri Guðs vilji. Við snerum aftur til Englands á föstudag, 1. september. Eg lét strika mig út sem farþega til Nýja Sjálands, en lét bóka konu mína og börn, að fjölskyldan færi næsta þriðjudag. Bretland sagði Þýzkalandi stríð á hendur sunnu- Baginn 3. september, og næsta morgun, mánudag, sögðu blöðin frá með stórum fyrirsögnum, að „Aþenia“ hefði verið sökkt af þýzkum kafbátum. Þetta gerði mig að sjálfsögðu órólegan, þar sem mér b'innst, að vegna svo yfirvofandi hættu, ætti ég að fylgja Ijölskyldu minni. Viðskiptamál héldu mér bundnum, unz klukkan var 3. Er ég kom í gistihúsið, fann ég þar konu ftbna og einn sona minna, sem biðu eftir mér. Eg sagði þeim, hvað mér lá á hjarta. Konan mín stakk upp á því, ab við færum og fengjum okkur tebolla og ræddum málið a meðan. Þegar í stað fann ég sterka hvöt hjá mér að vera kyrr °g biðja, svo að ég stakk upp á því, að þau létu mig einan, en færu sjálf. Þetta er svo bæn mín, sem ég bað: „0, Guð, hér eru knýjandi kringumstæður, — það er enginn tími til að bíða með þolinmæði eftir þér. Það er bráðnauðsynlegt, að ég fái að vita vilja þinn þegar í stað. Eg veit ekki, hvernig þú getur gert hann mér ljósan, en ég veit þú getur það, og af minni hálfu lofa ég því að vera hlýðinn opinberuðum vilja þínum.“ Ég var aðeins búinn að segja þetta, þegar var barið á dyr, og sendisveinn rétti mér símskeyti frá Nýja Sjálandi, sem hljóðaði þannig: „Hikaðu ekki við að vera kyrr í Bretlandi og taka þátt í kristilegu hermannastarfi; við höldum öllu gangandi,“ undirritað „W. M.“ Eins og þið getið ímyndað )rkkur, kvaddi ég konu mína og fjölskyldu með fullkominni hugarró, er þau lögðu af stað í fyrstu skipalestinni, sem sigldi frá Bretlandi eftir byrjun stríðsins. Hálfum mánuði síðar fékk ég flugbréf frá hr. M., sem sagði: „Eg man, að þú sagðir fyrir tveimur árum eða svo, að kæmi annað stríð, mundir þú vilja vera erlendis og fara með fagnaðarerindið til hermannanna, og einkennileg áhrif hafa komið til mín á þá ieið, að þú sért að biðja í London um leiðbeiningu og að ég eigi að senda þér símskeyti, sem muni verða þér leiðbeining frá Guði.“ Hr. M. var 12.000 mílur (19.200) km í burtu hinum megin á hnettinum. Samt verkuðu þessi áhrif á huga hans, jafnvel áður en ég vissi, að „Aþenia“ hafði verið sökkt. En símskeytið, sem hann sendi mér frá Nýja Sjálandi fékk ég í London á nákvæmlega réttu andartaki. Eigin með- vitund mín, með fjörutíu ára reynslu að baki, sannfærir mig um, að fyrir meðalgöngu Jesú Krists geti maðurinn komizt í lifandi samband við Guð og þekkt vilja hans. Auðvitað neita ég því ekki, að trúin á sín vandamál, en það fylgja einnig vantrúnni vandamál. En Guð hefir gefið oss fullkomna lausn á öllum slíkum vandamálum í Jóh. 7. 17.: „Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja hans (vilja Guðs), hann mun komast að raun um (vita)“. Samt er þetta sú aðferð, sem við viljum sízt af öllu nota, að gefa okkur undir vilja Guðs og hætta að láta stjórnast af eigin vilja.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.