Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 8
88 NORÐURLJÓSIÐ Ég hefi þegið hana og þakka alltaf Guði fyrir, að sonur hans dó fyrir mig. Hefir þú gert þetta? Ef ekki, hvers vegna ekki að koma til Guðs núna og segja við hann eitt- hvað á þessa leið: „Ég þakka þér, himneski faðir, að það er til syndafyrirgefning handa mér. Ég þigg þessa miklu gjöf þína. Ég vil snúa mér frá syndum mínum og reyna að lifa þér þóknanlega, af því að sonur þinn dó fyrir mig. Hann er frelsari minn. Þökk fyrir þetta, í Jesú nafni. Amen.“ Þegar þú hefir gert þetta, getur þú sent ritstj. Nlj. línu eða hringt tii hans og beðið hann að senda þér ókeypis litla ritið: „Byrjunin með Kristi.“ Það leiðbeinir þér og segir þér til vegar á hinni nýju braut. EINLÆGIR, EN SKJÁTLAÐIST I Ohio-ríki í Bandaríkjunum voru tveir menn að gera við bifreið ekki alls fyrir löngu. Þetta var á sunnudegi og það var rangt af þeim að nota daginn í þeim tilgangi. Önnur yfirsjón af þeirra hálfu var sú að láta sig langa í sopa af viský. Þeir fengu sér að minnsta kosti ríflega sopa úr flösk- unni. En það kom á daginn, að viský var ekki í henni, heldur eitur til að drepa með illgresi. Annar þeirra var andaður, þegar hann komst í sjúkrahúsið, og hinn lézt fáum andartökum seinna. Mennirnir voru alveg einlægir í því að halda, að eitur- blandan væri áfengi. Þeir voru einlægir, en þeim skjátlað- ist samt; og af því að þeim skjátlaðist, hjálpaði einlægn- in þeim ekki vitund. Sama reglan gildir, þegar hjálprœðið á í hlut. Það skiptir engu máli, hve einlægur maðurinn er, nema hon- um skjátlist ekki. Orð Guðs segir: „Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum“. (Orðskv. 16. 25.). Attu hina réttu von um himinsælu að loknu lífi? (Þýtt úr „The Sword oj the Lord“). Mikilvægur boðskapur til Chicago-borgar I maí sl. var Chicago-búum tilkynnt, að þeir gætu fengiff aff heyra mikilvægan boffskap, ef þeir hringdu í ákveðið númer. Svo margir vildu heyra þennan boðskap, að símasamband rofnaði vegna of mikils álags á línurnar. Hér kemur þessi boffskapur: „Halló. Þetta er dr. Warren H. Cole frá Illinois háskóla, sem talar af hálfu Ameríska krabbameinsfélagsins. Það er nú ekki leng- ur nokkur vafi um þá staffreynd, að því fleiri vindlinga (sígarettur) sem þér reykiff, því meiri hætta er á, aff þér fáiff lungnakrabba. Ef þér reykiff einn pakka á dag, eru 8 sinnum meiri líkur fyrir því, aff þér fáiff lungnakrabba heldur en maffur, sem reykir ekki. Ef þér reykiff 2 pakka á dag, eru líkurnar fyrir því, að þér fáið lungna- krabba, meira en 20 sinnum meiri heldur en hjá manni, sem reykir ekki. Líkurnar fyrir því, að þér fáið aðra lungnasjúkdóma eða hjartasjúkdóma vaxa einnig aff því skapi, sem þér reykiff fleiri vindlinga. „Reykingamaffurinn andar aff sér aff minnsta kosti 10 efnum, sem valda krabbameini, í hvert skipti, sem hann sogar reykinn niffur í lungun, og um 90 hundraðshlutar tjörunnar, sem geymir þessi efni í sér, verður kyrr í lungunum eftir hvern reykjarblástur. Búizt er við, að um 40.000 Bandaríkjamenn deyi úr lungnakrabba á þessu ári. Og hlutfallið heldur áfram aff hækka. Til allrar hamingju fara líkur þess að deyja úr lungnakrabba minnkandi hjá þeim, sem hafa hætt aff reykja. „Foreldrar, sem reykja, auka mjög líkur þess, aff börn þeirra geri það. Slíkir foreldrar geta verið viff hættunni búnir, en hvaff þá um ábyrgðina, sem þeir bera gagnvart börnunum? Ameríska opinbera heilbrigðistofnunin hefir staðhæft, aff haldist núverandi stefna ó- breytt, muni meira en ein milljón þeirra, sem nú eru börn á skóla- aldri í Bandaríkjunum, deyja úr lungnakrabba. Bezta vörnin gegn lungnakrabba er sú, að byrja aldrei á aff reykja vindlinga. Ef þú hefir byrjað það, ættir þú aff hætta. Ein athugasemd aff lokum. Á Englandi eru nú flestir læknar hættir aff reykja. Og í Bandaríkjun- um er þriðjungur þeirra lækna, sem reyktu fyrir 10 árum, hættur að reykja núna. „Ef þér viljið fá nánari upplýsingar um vindlingareykingar og lungnakrabba, hafið þá samband viff skrifstofu ameríska félagsins á staðnum. Hún er í símaskránni. Þakka yður fyrir aff hlusta og muniff, að því fleiri vindlinga, sem þér reykið, því meiri líkur eru fyrir því, að þér fáið lungnakrabba og aðra alvarlega sjúkdóma í lungum og hjarta." LÆRÐI EFTIR ÁREKSTUR Eftir Jack Brown, málafærslumann, Indianapolis. Takið einkabarn, sem missti móður sína í frumbernsku, dreng, sem alinn er upp í eftirlæti hjá afa og örnmu, sem hefir nóga peninga undir höndum, og atvinnu síðar, sem virðist krefjast þess, að maðurinn viti allt, og þar er komin framleiðsla Satans. Bætið við spillandi áhrifum valdsins, sem kemur af því að vera næst-yngsti málafærslu- maður í Bandaríkjunum, og þar er kominn sannarlegur sj álfshyggj umaður. Þá lét Guð bifreiðaárekstur drífa á daga mína. Það var eins og ég gæti heyrt til hans í sjúkrastofunni. Ef þú breyt- ist ekki, Jack, muntu vissulega deyja. Já, ég heyrði hann tala, hátt og skýrt. Ég heyrði til hans. En á minn eðlilega, hrokafulla, sjálfshyggju- og efnishyggjuhátt fór ég að reyna að vinna fyrir inngöngu í himnaríki. En það er ekki hægt. Éoksins var það dag nokkurn, að vinur minn símaði til mín tíu mínútum fyrir hádegi. „Jack“, sagði hann, „ég vil, að þú snæðir hádegisverð með manni í dag, sem getur svarað öllu“. „Drengur“, svaraði ég, „hingað til hefi ég ekki fyrir- hitt nokkurn, sem nokkru geti svarað. Við skulum fara‘ • Clay Conner, tryggingamaður í Indianapolis, sagði af- dráttarlaust, ekki af eigin vísdómi, heldur frá orði Guðs: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Jesús Kristur dó fyrir syndir þínar og mínar“. Einungis með því móti að afhenda Jesú Kristi líf sitt, getur maðurinn fundið ei- líft hjálpræði, sagði hann. Rétt fyrir rúmu ári gerði ég einmitt þetta. Ég afhenti hjarta mitt og líf Jesú Kristi sem frelsara mínum og Drottni. Það hefir verið sannarlega dásamlegt. NorSurljósið, 12 blöff á ári, kostar 30 kr., vestanhafs 1 dollar’ í Færeyjum 7 kr. færeyskar. Ritstjóri og útgefandi: Sæmundur Q. Jóhannesson, Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.