Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 4
84 NORÐURLJÓSIÐ ETHEL EKKERT Eftir Hope Evangeline. 18. kajli. (Framhald). Elsie. Það var ekki löngu eftir jól, að Elsie, sextán ára stúlka frá yndislegu heimili, kom til að finna Ethel. Hún grét eins og hún ætlaði að springa. Ethel reyndi að hugga hana og tókst að lokum að fá hana til að segja allt af létta. „Ó, frú Burkhardt,“ sagði hún, „ég hefi gert eitthvað hræðilegt, ekki eingöngu sjálfri mér, heldur foreldrum mínum. Ég er aðeins sextán ára, og ég vildi endilega vera með hópi af unglingum, sem móðir mín hafði varað mig við. Þetta var mjög léttúðugt fólk, og móðir mín var svo áhyggjufull út af því, að ég var með því. Ég hélt samt áfram með þrjózku, unz ég komst að því fyrir nokkrum dögum, að ég var orðin vanfær. Ég blátt áfram gat ekki sagt móður minni það, frú Burkhardt, svo að ég nældi miða á koddann hennar, og ég skrifaði á hann: „Ég er vanfær.“ Ég get ekki sagt þér frá því, sem þá kom fyrir. Það er svo skelfilegt.“ „Haltu áfram, góða, þú getur sagt mér alla söguna, og það getur verið, að ég geti hjálpað þér.“ „Jæja,“ sagði Elsie snöktandi, „þegar vesalings móðir mín las miðann, datt hún niður dauð, hjá rúminu.“ Síðan grét hún eins og hún mundi springa. „Eaðir minn fann hana, og þegar hann las miðann, sagði hann mér að fara og koma aldrei aftur. Ó, hvað get ég gert? Ég hefi engan að fara til. Ég er enn í skóla, og þangað get ég ekki farið aftur. Einhver sagði mér frá þér, frú Burkhardt, og ég held þú getir ekki neitt, en ég varð að segja einhverjum frá, hve hræðilegt það er, sem ég hefi gert.“ „Þú getur ekki gert neitt viðvíkjandi því, sem þú hefir gert, Elsie, en ég þekki einhvern, sem getur það. Nafn hans er Jesús, og það skiptir engu máli, hvað þú hefir gert, hann mun fyrirgefa þér. Það er ekki hið allra versta, sem komið getur fyrir, að þú eignist barn, þó að þú sért ógift. Allra versta syndin er sú: að hafna Kristi. Honum stendur ekki á sama, hvað verður um þig, og hann getur læknað brostna hjartað þitt, Elsie. Við skulum sjá, hvað hann segir í orði sinu um fólk eins og þig.“ Hún lauk svo upp biblíunni og las Hósea 14. 4., 5.: „Hjá þér hlýtur hinn munaðarlausi líkn. Ég vil lækna fráhvarf þeirra, elska þá af frjálsum vilja, því að reiði mín hefir snúið sér frá þeim.“ Þú skilur það, Elsie, að jafnvel þótt þú sért föður- laus nú, getur þú fundið miskunn hjá þínum himneska Föður. Hann mun elska þig. Hann er ekki reiður við þig, ef þú ert hrygg vegna synda þinna, og hann mun lækna fráhvarf þitt.“ „Heldur þú í raun og veru, að hann geri þetta, frú Burk- hardt? Ég hélt, að Guð mundi aldrei fyrirgefa mér, og að ég kæmist aldrei til himnaríkis, þegar ég dey.“ „Elsie, hann segir: „Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn.“ Þú þarft ekki nema að veita honum viðtöku, og hann mun fleygja fortíð þinni bak við sig og aldrei minnast hennar framar. í Filippí- bréfinu 3. 14. segir hann: „Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna, sem himinköllun Guðs fyrir Krist Jesúm býður.“ Krjúptu niður með mér, Elsie, og við skulum biðja hann að koma inn í hjarta þitt og létta af þér byrði syndanna og hjálpa þér til að treysta sér.“ Er þær báðust fyrir, vissi Elsie, að hún var endurfædd og að hún treysti Drottni Jesú til að sjá um alla framtíð sína. Hún dvaldi hjá Ethel, og dag nokkurn talaði Guð til föður hennar, og hann kom að finna hana. Hann varð undrandi að sjá, hve vel og ánægjulega hún leit út, þrátt fyrir það, hve einmana hún var eftir lát móður sinnar. Þetta gaf henni tækifæri til að vitna fyrir honum. Hún sagði honum frá Drottni Jesú Kristi, sem hafði mætt henni og hreinsað hana af allri synd og algerlega fyrirgefið henni. Er hún sagði frá þessu, þiðnaði hjarta föður hennar, og hann tók einnig á móti Kristi sem frelsara sínum. Seinna kynntist hann og kvæntist dásamlegri stúlku í Hjálpræðis- hernum. Elsie giftist líka ungum, sannkristnum manni, og saman fóru þau út í þjónustu Drottins. Enn þá einu sinni hafði Ethel rétt fram hendur kærleika síns og meðaumk- unar til að bjarga týndum sauð, og nú hafði hún enn einn til að bæta við í sauðabyrgi sitt. 19. kafli. Veikindi Ethelar. Ethel hélt áfram starfinu dag eftir dag. Hún svaraði símahringingum fólks, sem átti í erfiðleikum, hún baðst fyrir hjá hinum sjúku í sjúkrahúsum og í heilsuhælum. En hún vann of mikið og fékk þess vegna alvarlegt hjarta- kast. Hún var flutt í sjúkrahús, og færustu sérfræðingar voru fengnir til hennar. Hjúkrunarkonur varð hún að hafa hjá sér allan sólarhringinn, og enginn vissi um tíma, hvort hún mundi ná sér og geta haldið starfi sínu áfram eða ekki. Hún hafði mjög hægt um sig vikum saman. Þegar henni fór að batna, sagði hún við einn gesta sinna: „Ég held ekki, að ég muni deyja núna, vegna þess að ég vil ekki deyja. Ég finn, að Drottinn hefir enn meira handa mér að gera. Þegar við eigum að deyja, hefir Drottinn lofað að gefa okkur náð til að deyja, og ég hefi ekki fengið hana, svo að ég held, að tími minn sé ekki kominn enn þá.“ Hún styrktist betur með hverjum degi, unz hún gat setið uppi í rúminu, tekið á móti heimsækjendum og opnað sjálf bréfin sín. Sjáanlega var tími hennar ekki kominn enn, og hún vissi það. Dag nokkurn leit hjartasérfræðingurinn mikli inn til hennar. „Hvernig líður yður í dag?“ spurði hann. „Ég lofa Drottin, læknir,“ svaraði hún. „Þér vitið, læknir, að Drottinn hefir bræðsluhert hjarta mitt.“ „Bræðsluhert hjarta yðar, frú Burkhardt. Hvað eigið þér við með því?“ spurði hann og furðaði sig á notkun orðsins „bræðsluhert“.“ „Ég á við, að hann hefir læknað það. Mér líður ágæt- lega.“ Læknirinn varð að viðurkenna, að hjarta hennar virtist miklu nær réttu lagi, og hann sagði, að héldi henni áfrarn að batna svona, gæti hún bráðum farið heim. „En,“ sagði hann, „hvernig ætlið þér að fara að þVJ

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.