Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 87 hluta dags og lá uppi í rúmi mínu, í hræðilegum vandræð- um, þegar rödd sagði við mig: „Villi, ef þú ert ekki sann- arlega frelsaður, þá veiztu, hvernig þú getur orðið það“. Sem elding var ég kominn á kné við rúmið mitt og sagði: „Drottinn Jesús, hafi ég aldrei veitt þér viðtöku áður sem frelsara mínum, þá geri ég það nú“. Komi það fyrir nú, að ég hrasi eða djöfullinn hvísli efasemdum að mér, þá segi ég: „Allt í lagi, djöfull, ég skal bráðum jafna um þig”. Og þá segi ég við Drottin og sný mér að honum: „Drottinn, hafir þú ekki verið Drottinn minn áður, þá ertu það nú“ “. Hættu að horfa INN á við, þar sem efasemdir einar búa. Horfðu stöðugt UPP á við, þar sem hinn særði Jesús, á- byrgðarmaður okkar, situr við hægri hönd Guðs sem sönn- un þess, að Guð sé ánægður með verk hans, og sem trygg- ing þess, að við komum þangað líka, af því að hann er þar sem „frumburður meðal margra bræðra". LÁTTU ÞENNAN SANNLEIKA FESTAST í HUGA ÞÉR. ÞAÐ ER EKKISÚ TEGUND TRÚAR, SEM ÉG HEFI, HELDUR SIJ TEGUND VERKS. SEM HANN VANN. - HIÐ FULLKOMNA VERK, SEM ALGERLEGA MÆTIR KRÖFUM HINS HEILAGA GUÐS GAGNVART MÉR, SEM GEFUR MÉR FULLVISSUNA UM FRELSUN SÁL- AR MINNAR. Þessi tegund fullvissu er alveg gagnstæð sjálfstrausti. Hún er gleðirík tileinkun og mat á verki Krists, óhaggan- legt bjarg undir fótum Guðs heilögu. Fullvissa blessuð! Frelsari’ er minn forsmekkur sælu, í dýrð kem ég inn. Hjálpræði á ég, eign Guðs svo kær, Andinn mig fæddi, blóð Krists mig þvær. --------------x--------- URÐU ÞEIR EKKI GLAÐIR? Á undanförnum áratugum hafa verið uppi raddir um það meðal manna, sem guðfræði stunda, að Páll postuli sé ekki höfundur allra þeirra bréfa, sem kennd eru við hann í Nýja testamentinu. Tveir brezkir fræðakönnuðir tóku sig nýlega til og rannsökuðu þetta mál með aðstoð rafeindaheila. Niðurstaðan varð, að það væru aðeins fjög- ur bréf í Ntm. eftir Pál, sem sé Rómverjabréfið, I. og II., Korintubréf og Galatabréfið. Um Fílemonsbréfið voru þeir ekki vissir. Rannsókn þeirra er gerð á þeim grundvelli, að rithöf- undar hafa jafnan hver sinn stíl eða rithátt. Auðvitað er talið sjálfsagt, að Andi Guðs, sem innblés rit Páls, lúti sömu lögum og venjulegir, dauðlegir menn, að Páll hafi sem aðrir höfundar átt sinn hefðbundna rithátt, sem hann hafi ekki vikið frá, hvaða efni, sem hann var að rita um. Sönnun þeirra félaga og rafeindaheilans sannar samt ekki nokkurn skapaðan hlut annað en það, að hvorki þeim eða vélinni er gefin hin andlega speki. Vélin getur talið °rð, eins og t. d. „og“, hve langt bil er á milli þess, að Páll notar það, hve oft það er endurtekið og hve oft það byrjar setningu. En efnið, sjálft innihald orðanna, fer að sjálfsögðu fram hjá vélheilanum. Er því jafnt á kom- með rafeindaheilanum og blindum manni, sem á að dæma um liti. Svo er annað. Skáldið Einar H. Kvaran fann eitt sinn ástæðu til að geta þess, að hann hugsaði þá og ritaði ó- líkt því, sem hann gerði 40 árum fyrr. Sama á sér stað um fleiri höfunda, ritháttur þeirra breytist með aldrinum. Orðaforðinn vex, smekkurinn og skoðanir standa ekki í stað. Fróðlegt væri að láta rafeindaheila skera úr því, hvort lofsöngurinn „Ó, Guð vors lands“ og „Vísur Skugga- Sveins“ væru eftir sama höfund. Eða „Lísa í Undralandi“ og stærðfræðiritgerðir höfundar hennar. Eigi að síður er þetta þó fróðlegt að einu leyti. Svæsn- ustu niðurrifs-guðfræðingar Þýzkalands viðurkenndu á sínum tíma einmitt þessi fjögur áðurnefndu bréf, að þau væru óneitanlega eftir Pál. Þeir menn, sem stríða við efa- semdir, geta því lesið þessi bréf með þeirri fullvissu, að nú sé það vísindalega sannað, að þessi bréf séu eftir Pál, upprunalegar heimildir um trú hans og boðskap, sem ger- breytti öllum, sem tóku hana, líkt og hann sjálfur var gerbreyttur orðinn. Efagjarni vinur, viltu nú ekki taka Nýja testamentið þitt og lesa þessi bréf Páls með bæn til Guðs um skilning á þeim og með fúsleika hjartans að trúa öllu því, sem þú lest þar, og breyta samkvæmt því? Láttu mig vita, ef þú skyldir gera þetta og iðrast þess eftir á. Mergur málsins er sá, að maður, sem trúir sannleikanum, sem Páll boðar í þessum fjórum bréfum, mun á eftir trúa öllu, sem stendur í biblíunni. S. G. J. ---------x-——-—— Er unnt að brenna syndir sínar? Sunnudaginn í föstuinngang s. 1. gerðist það í meþó- distakirkju í Norfolk, Virginia, Bandaríkjunum, að tvö kertaljós brunnu á altarinu, á milli þeirra stóðu grunnar vatnsskálar. Safnaðarfólk gekk upp að altarinu með pappírsmiða í hendi, sem á voru skráðar þær syndir, sem fólkið taldi sig hafa drýgt undanfarið ár. Miðana brenndi það í logum kertanna, en fleygði öskunni í vatnsskálarnar. Blað nokkurt, sem ritaði um þennan atburð, komst svo að orði: „Væri það ekki gaman, ef við gætum komið öll- um okkar smágöllum fyrir á einum pappírsmiða, og að það væri svona auðvelt að losna við sínar vondu venjur.“ Ritstj. Nlj. finnst, að annað hvort hafi þetta verið frá- bærlega vandað fólk eða þá hitt, sem er öllu líklegra, að það hafi verið andlega sjóndapurt og illa uppfrætt í heil- næmri kenningu Drottins Jesú Krists. Því fer víðs fjarri, að unnt sé að brenna upp syndir sínar í kertisloga. Hefði það verið unnt, hefði Drottinn Jesús getað sparað sér sálarstríðið í Getsemane, húðstrýkingu í höll Pílatusar og krossfestingu á Golgata. Ef það væri kleift að brenna syndir og afmá þær á þann veg, þá hefði Faðirinn á himni svarað bæn Sonarins í Getsemane og látið bikar kvala, smánar og syndabyrðar fara fram hjá honum. Hvers vegna svaraði Guð ekki bæn hans? Það var vegna þess, að „eigi fæst fyrirgefning án úthell- ingar blóðs.“ Synd er dauðasök. „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja,“ hefir Guð sagt. Þeim dauðadómi varð ekki brtytt, nema vegna friðþægingarblóðs Krists, úthelltu á Golgata. Þess vegna hlaut Kristur að deyja, hversu sárt og kvalafullt sem það var. Uthelling blóðsins, blóðs Krists, hefir átt sér stað. Þess vegna er til örugg syndafyrirgefning handa þér og mér.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.