Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.11.1963, Blaðsíða 6
86 NORÐURLJÓSIÐ Molar frá borði Meistarans. (Greinir handa lœrisveinum Krists.) Fullvissa. EFTIR ROBERT A. LAIDLAW, NÝJA SJÁLANDI ( Niðurlag.) Við skulum nú draga líkingu frá páskunum í Egypta- landi. I II. Mósebók 12. kafla lesum við: „Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður.“ Tveir unglingar eiga heima í samliggjandi húsum. Hvor um sig er elzti sonur í sinni fjölskyldu. Lömbunum hefir verið slátrað og blóðinu roðið á dyrastafina og dyratréð. Miðnætti nálgast. Annar ungi maðurinn stendur fölur og skjálfandi, hinn í næsta húsi er algerlega rólegur. Þó er hvorugur öruggari en hinn. Guð horfir á blóðið, en ekki á tegund trúarinnar, hvort hún er mikil eða lítil hjá þeim, sem blóðið verndar. Þoð, sem veitir mér hjólpræðið og fullvissuna, er ekki það, sem ég trúi um sjólfan mig, — trú mín — úkvörðun min, eða traust mitt, heldur það, sem ég trúi um Krist, úlit Guðs á synd minni og fullnægingin, sem gildi Krists og verk veita honum. Þegar þú skoðar málið frá sjónarmiði Guðs, þá mun fullvissan fylla svo hjarta þitt, að út úr flóir. Blóðið gerir mig ÓHULTAN. Orðið gerir mig FULLVISSAN. Setjum svo, að ég skuldi manni 12.000 kr., og að ég hafi ekkert til að greiða þær með. Faðir minn segir við mig: „Hvað gengur að þér, sonur minn?“ Ég segi: „Ég hefi fengið að láni 12.000 kr. hjá honum Smith, sem lánar peninga, og nú hótar hann mér lögsókn.“ „Hvað er þetta?“ segir faðir minn, „veiztu ekki, að ég elska þig?“ „Ég þarfn- ast ekki elsku þinnar, faðir minn, heldur peninga þinna til þess að geta á réttlátan hátt losað mig við skuldina hjá Smith.“ Faðir minn greiðir þá 12.000 krónurnar og færir mér kvittunina. Gáðu nú oð: 12.000 krónurnar gera mig óhultan, en kvittunin gerir mig öruggan, alveg eins og það er blóð Krists, sem gerir mig ohultan, og Orð Guðs, sem gerir mig öruggan. Kvittunin er ekki hið sama sem greiðslan, — þessu tvennu má ekki rugla saman. Næsta dag mæti ég Smith, lánsala, og hann segir: „Heyrðu, karl minn, nú er ég bú- inn að krækja í þig, borgaðu mér 12.000 krónurnar.“ „Nei“, segi ég, „ég skulda þér ekki grænan eyri.“ „Þú hefir ekki borgað mér nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann. Ég viðurkenni það, en bæti við: „Einhver annar hefir greitt skuldina alla til fulls, og ég hefi kvittunina frá þér.“ En setjum svo, að Smith sé heiðarlegur maður, taki í hönd mér, þegar hann mætir mér, og segi: „Ég óska þér til hamingju með að vera laus við skuldina hjá mér og úr allri hættu.“ Mundi ég þá vera nokkuð hræddur um, að skuldin væri ekki greidd? Þetta er sú afstaða, sem Guð setur mig og þig í. Hann var sá, sem við skulduðum. En einkasonur hans greiddi skuldina á krossinum á Golgata, og Guð hefir gefið okkur skriflega kvittun sína hér á jörð í orði sínu. Og til þess að forðast allan hugsanlegan mis- skilning, hefir hann sett Jesúm sem lifandi kvittun sér til hægri handar með stimpilmerki greiðslunnar í lófum sér. RITAÐA ORÐIÐ Á JÖRÐU, LIFANDI ORÐIÐ Á HIMN- UM, — er ég þá örugglega orðinn hólpinn? Alveg eins áreiðanlega og Guð er á himnum og alveg eins áreiðanlega og það, að ég verð að standa frammi fyrir honum, svo fullviss er ég um það, að ég er óhultur. Hvernig fer, ef ég syndga? Mun ég þá ekki syndga? Jú. Og mun ég þá ekki efast um frelsun sálar minnar? Jú, ef þú lítur ekki á málið frá sjónarmiði Guðs, heldur þínu eigin. Vér skulum muna það, að vér erum nú í fjölskyldu Guðs. Þegar móðir er að kenna barni sínu að ganga og það dettur, þá fleygir hún því ekki út um gluggann. Hún tekur það upp og læt- ur það leggja af stað aftur, af því að hrösun þess slítur ekki fjölskylduböndin. FAÐIRINN SÝNIR NÝFÆDD- UM BÖRNUM SÍNUM í KRISTI LANGTUM MEIRI VIÐKVÆMNI EN NOKKUR MÓÐIR. Það getur komið fyrir, að við syndgum, en hér er orð hans, ritað til kristinna manna, ekki óendurfæddra, í I. Jóh. 1. 9.‘. „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti“. Og fyrsta versið í 2. kafla sama bréfs segir: „Börnin mín, þetta skrifa ég yður, til þess að þér skuluð ekki syndga; og enda þótt einhver syndgi, höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta“. Guð hefir séð fyrir þessu að öllu leyti. Hann fyrirgefur, af því að syndin er móðgun við Guð. Hann hreinsar oss, af því að syndin er persónuleg saurgun. Gáið svo að því, að það er enn þá Jesús Kristur hinn réttláti, sem er fulltrúi vor á himnum. Vinur minn einn var vanur að mynda þetta þannig: Það er lítill drengur að leika sér í eldhúsinu hjá móður sinni að knetti. Á bak við húsið er allt blautt og forugt. Móðir hans þarf að bregða sér frá andartak og varar drenginn við að fara út í forina. Utidyrnar standa opnar, knöttur- inn skoppar út, drengurinn þýtur á eftir, skrikar fótur og dettur og verður allur forugur. Móðir hans kemur aftur og hittir hann grátandi. „Mér leiðist þetta svo, mamma, ég ætlaði ekki að óhlýðnast þér, en ég hljóp út til að ná í knöttinn minn“. Játning hans og iðrun eru sannar. Móð- irin segir: „Sonur minn, ég skal fyrirgefa þér í þetta sinn, vertu ekki óhlýðinn aftur. Farðu nú burt og leiktu þér“. En litli snáðinn lítur á forug fötin sín, fætur og arma og segir: „En, mamma, ætlarðu ekki að hreinsa mig?“ Þeg- ar svo búið er að þvo honum og gera hann hreinan, leggur hann handleggina um hálsinn á mömmu sinni. Samfélagið er hnýtt að nýju. Þannig hefir Guð séð um það, að við játningu vora fáum vér hvort tveggja fyrirgefningu hans og tilfinningu um persónulega hreinsun. Ég man eftir því, að ég dvaldi í sumarbúðum K.F.U.M- fyrir 30 árum. Þar bar ungur sjómaður fram vitnisburð sinn. Hann sagði: „Ég er sjómaður. Áður en ég sneri mér, notaði ég viðbjóðslegan munnsöfnuð. Þegar ég hafðx veitt Kristi viðtöku sem frelsara mínum, steig ég á skip og viðurkenndi hann. Hér um bil mánuði seinna gerði sjómaður nokkur mig afskaplega reiðan. Ég hellti yfir hann blótsyrðarunu, og í sex mánuði á eftir var ég í Vítx á jörðu, óttaðist, að ég væri alls ekki frelsaður. Óvinur- inn hvíslaði stöðugt í eyra mér: „Villi, þú getur ekki ver- ið sannkristinn, annars hefðir þú ekki gert þetta“. Eg man svo vel eftir því, að ég var ekki á vakt einn seinni

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.