Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1893næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Heimskringla - 04.01.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.01.1893, Blaðsíða 1
Yerð árgangsins : $ 2,50. OGr AFSLÁTTR EF BORGAÐ ER FYRIR JANÚARLOK, 50 cts. AN ICELANDIC SEMI-WEEKLY NEWSPAPER PUBLISHED ON WEDNESDAYS AND SATURDAVb VII. ÁR. 1VR..3. KVEÐJA til gamla ársins. Farðu vel, gamla, góða ár, með gleði’ og sorg og bros og tár og endurminningar helgar, hlýjar og heimskar vonir fornar, nýjar og dýrmæta vini’, er dauðinn stal og djúpt i grafar húmi fal. Farðu vel, aldna ár; oss nýtt annað heilsar með viðmót blítt; golan á hú0a þaki þýtur Og þýðu auga’ oss stjarnan lítur og tunglið, sem er í skýi’ að skjótast, það skín oss stundum allra fljótast alt eins og prestur óviljandi augnablik kveiki’ á sannleiks brandi og slökkvi svo fljótt sem höldi’ að hey heimurinn væri; en það er nú ei. Nei; bér er ekkert eldfimt nú; öllu hlífir in rétta trú; á öllum stöðum er ætíð við ið evangeliska slökkvilið, að kæfa niður, ef kviknar í; á, kanske þeir reyni að sjá við því! Farðu vel, gamla, góða ár, með grallarasöng og lyga-spár, með eintrjáningsskap og afturhald, með alþýðusvefn og kyrkjuvald og allan helvítis hógómann, sem hylur fyrir oss sannleikann. S. R. Benedictsson. FRÉTTIR._____________ u’tlönd. — Frakkland. t>ar rekr hver nýjiingin aðra um uppljóstr Pana- rna-svikanna. 20. f. m. vóru settir undir ákæru 5 þingmenn í neðri málstofu og 5 þingmenn í efri mál- stofu, og liafa tveir af þessum síðar- nefndu verið ráðgjafar Frakklands áðr. Meðal þessara kærðu rnanna skal fyrst frægan telja: Rouvier, er var fjármálaráðgjafi í stjórninni fyrir fám vikum. Annar, er nafn- kendr má heita, er Albert Grevy, bróðir Grevy’s, er var forseti þjóð- veldisins næst á undan Carnot, sem nú er það. Þá mí* enn nefna Jui- es Roche, er var áðr verzlunarmála- ráðgjafi. Rouvier hólt snjalla ræðu til varnar sór í þinginu, en varð þó að kannast við, að hrnn hefði þeg- 'ð tillög frá ónefndum einstökum mönnum til leyndarsjóðsins, sem svo er nefndr, en það er fó, sem stjórnin hefir nndir höndum til að auka sór fylgi, og þarf ekki að gera opinbera grein fyrir. ■ Sama dag kom inn nafnkendi æs- ingamaðr og einvaldssinni Paul Derouledc fram í neðri málstofu og sagði, að enn væri ónefndr sá maðr, er sekastr væri allra, þvf að hann þyrði enginn að nefna, hann hóldi öllum í ótta og aga með sverði sínu, skammbyssu og penna. E>essi niaðr væri Clemenceau. En Gl. er einna nafnkendastr stjórnmála- maðr af inum y3ta flokki vinstri manna, og foringi þess flokks; hann er útgefandi og ritstjóri blaðsins La Justice, og vitr maðr, en fjarr- gengr í skoðunum; hann er í raun- inni einn af merkustu og ágætustu þingnrönnum. Á. liann oftjí einvíg- um, þvi að hann er tannhvass maðr bæði með tungu og penna, en vígr vel og kann eigi að æðrast. Cle- menceau stóð þegar á fætr og lýsti Deroulede lygara, og skoraði D. hann þá á hólm. Cl. fór og hörð- um orðum um fyfgismenn Boulan- gers heitins, og svívirti þá svo í orðum, að Millevoge þingmaör skoraði hann og á hólm. Clemen- ceau hetir nú lokið einvíginu við Deroulede, en á eftir að berjast við Millevoge. Clemenceau var frá barnsbeini þjóðvaldssinni, varð hann því að fara landflótta af ættjörðu sinni, er Louis Napoleon sat að völdum, og fór þá til New York. Lifði hanti þar sem læknir, því að það er hann. Síðar varð hann kennari í franskri tungu og bókmentum við kvennaskóla í Stamford íJConnecti- cut. Þar kyntist hann Miss Plum- tner, dóttur Dr. Plummers í Durand í Wisconsin, er þá var nafnkendr maðr mjög. Gekk hann að eiga hana, en aldrei varð það hjónaband lánsamt, og eru þau skilin fyrir nokkrum árum. Hún á nú heima hjá föðurbróður sínum í Rockford í Illinois. Eftir að Louis Napoleon veltist úr keisaradómi hélt Clemen- ceau aftr tíl Frakklands og vann hann sór fljótt fó og álit bæði sem læknir, blaðamaðr og þingmaðr. Andrieux, sem fyrir skömmu var yfirmaðr lögregluliðsins, er grunaðr af stjórninni ttm að vera bendlaðr við æsingar og landráð; hann er einvaldssinni talir.n, og hefir verið haft við orð að taka hann fastan. Stjórnin hefir komizt að því, að ýmislegt landráöabrugg er í ein- veldismönnum; mun það vera von þeirra, að þjóðin sé svo leið og þreytt á svikum þeim, sem eru að komast upp um ýtnsa þjóðvalds- sinna í Panamamálinu, að hún muni fegins hendi taka við boðum einvalds sinna um að „frelsa“ landið. En nýlega lýsti þingið yfir trausti sínu á stjórninni með 353 atkv. gegn 91, og er það vottr þess, að stjórn- in liafi öruggt þingfylgi, og mun því mega telja ið frakkneska þjóð- veldi úr háska. —Hallœri á Finnlandi. Þar geysar mesta hungr og kvalræði. Fólkið í Norðr-Finnlandi hefiv ekk- ert að borða og gripir gjörfallnir, alt sakir uppskerubrests síðasta ár. Snjókyngi og ófærur liggja yfir landinu, og menn komast ekki fram nó aftr. Þannig eru heilar sveitir margar, sem menn hafa engar fregn- ir af haft um lengri tíma sakir sam- gönguleysis, og eru menn hræddir um að fólkið í sumum þeirra muni ef til vill vera gjörfallið. —Hússland. Megn óánægja er í herforingjum í rússneska liðinu yfir inum langgmða friði í Norðrálfunni. Þykir þeim Rússakeisari alt of frið- lyndr, og segja sór einskis frama von né upphefðar um fyrirsjáanlega tíð, nema Rússland lendi í styrjöld nokkurri. Er það ein afleiðingin af inum mikla fasta-her, að hermenn- irnir sjálfir verða frömuðar ófriðar- anda og revna að steypa löndunum f styrjaldir, til að fá upphefð og fremd og aukin laun. Ofsóknir gegn gyðingum fara heldr vaxandi en þverrandi í Rúss- landi. Óvíða er harðara að gengið í því efni en í Moscow, þar sem Sergíus stór-hertogi, bróðir Rússa- keisara er forsprakki ofsóknanna. Hann er fylkisstjóri í Moscow, og síðan hann tók við því embætti hefir gyðingum í þeirri borg fækkað úr 80,000 niðr í 30,000. Menn í sið- uðum löndum eiga örðugt með að trúa, hve æðislegri grimd er beitt við gyðingana. Allslausir menn, gamalmenni, börn og konur, eru hraktir matarlausir og kiæðlitlir út í frost og kulda og reknir út á gaddinn; deyr margt úr harðrótti, sem von er til, en konur og meyjar eru svfvirtar að ósekju af hermönn- um, þvf að engum rótti er að hugsa að ná fyrir gyðing í þessu landi. — Kóleran er að breiðast út á ný í Póllandi og fram með landa- mærum Austrríkis. Við landamær- in lætr Austrríkis-stjórn halda WIKKIPEG, MAN., strangan sóttvörð; en engum efa þykir það bundið, að margir af þeim, er flýja reyna frá Póllandi, muni sleppa inn í Gallizíu og Austr- ríki sjálft.—í Hamborg er sýkin að breiðast út á ný. 29. f. m. komu fyrir sjö ný sjúkdómstilfelli af kól- eru og eitt mannslát. BANDARÍKIN. — Blaitie virðist vera á batavegi, þótt hægt fari. —Harrison forseti hefir í hót un að svifta járnbrautarfólög frá Ca- nada róttinumtfl að flytja tollskyld- ar vörur undir innsigli („in bond“) yfir landainærin alla leið til mót- tökustaða í Bandaríkjunum. CANADA. -- Inn merki þingmaðr Dalton McCrthyúr flokki íhaldsmanna, hefir látið í ljósi, að hann gæti ekki lengr fylgt stjórninni í tollverndar-stefnu hennar. Stjórnarblaðið Empire veltir sór yfir hann með sköminum út af þessu, og lætr í veðri vaka, að enginn geti tekið mark áneinu, sem hann segi. En sjálf árás blaðs ins er ljósastr vottr þess, að stjórn- in er ákaflega smeik við Mr. Dalton McCarthy; enda eru nú loks farnir að fjölgá þeir menn í íhaldsflokknum, sem fráhverfast tollverndar-stefnuna. RADDIR ALMENNINCS. Mountain-fundrinn. Það er hvorttveggja að það er nýiunda, að heyra samskonar fyrir- lestr fluttan, og það af presti, eins og þann er séra Jlagnús Skaftason flutti að Mountain, N. D„ þann 29. Nóv. síðastl., enda ætlar mönnum að verða all-skrafdrjúgt um hann og ræður þær sem út af honum spunnust þar á fundinum, og er slíkt í sannleika ekki vítavert, ef sanngirni og sannleiksandi róði þar mestu um; en það virðist alt ann- ar andi hafa stýrt huga og hönd fróttaritara Winnipeg-blaðanna fs- lenzku. Meðan þeir vóru að sjóða saman þvætting þann, er út kom bæði í Hkr. og einkum Lögbergi um atferli manna á fundi þessum, er líkara að andi sá, er Jehóvasendi í munn spámanna sinna, ogsem tókst að ginna Akab til að leggja út í sína hinstu herferð (fyrri Kon.bók, 22. kap.), og sem minst er á í fyr- irlestrinum,—hafi haft meiri áhrif á þá en andi sannleikans. Þaðer sök- um ranghermis fróttaritara þessara,að óg finn hvöt hjá mór til að taka til máls og bera sannleikanum vitni. Um fyrirlestrinn skal óg ekki vera fjölorðr, einkum þar líklegt er að hann komi fvrir almenningssjónir áðr langt um líðr, en að hann hafi verið sá „níðslegasti og dónalegasti samsetningr og guðlast, er heyrst hefir“, get óg ekki samþykzt, nema ef slaðir þeir úr biblfunni, sem þar eru tilfærðir, eiga þann titil skilið, og er þá ekki fyrirlesaranum um að kenna, heldr rithöfundum biblfunn- ar. Auðvitað er fyrirlestrinn únítar- iskr í anda, en að hann þurfi að teljast guðlast fyrir það, get ég ekki skilið, heldr þvert á móti. Hann að sönnu lýsir ekki guði sem grimdarfullum og miskunnarlausum harðstjóra, eins og ritningin gerir, heldr sem miskunnsömum,alvísum og algóðum guði og föðr, en eigi slíkt að teljast ið mesta guðlast, þykir mór guðshugmyndin fara að fara út um þúfur. Að svo mæltu sleppi óg fyrir- lestrinum að sinni, en ætla að koma með dálítið ágrip af ræðum manna eins og það var tekið niðr þar á fundinum. 4. JANTlAR, 1893. Að loknurn fyrirlestrinum tók sóra F. J. Bergmann til máls, hann kvað þeúnan fyrirlestr að sumu leyti gera mikið gott, þvf nú væri engum ivafa butidið, hvar sóra M. Skaftason stæði; hann hefði nú tekið af öll tvímæli um það, og um leið sann- að alt, sem hann (sóra Fr. B.) hefði um hann sagt. Áðr hefði menn skilið að það væri bara kenningin um eilífa útskúfun,er sóra M. greindi á um við lút. kyrkjufélagið, en nú kæmi það f ljós, að haun tryði ekki innblæstri biblíunnar; hann kvað kyrkjufólagið ekki uppástanda að hver punktur og komma f biblíunni væri snnblásin; hann kvað biblíuna ► oft hafa orðið fyrir þunguin árásum af hendi vantrúarmanna, en samt stæði hún enn föstum fótum, engin pók í heimi hefði mætt jafnmikilli mótspyrnu sem hún, og engin bók hefði líka haft jafnmikil áhrif og náð jafnmiklum völdum í heiminum sem hún; hann kvað merkilegt að Kristr hefði trúað þessari bók og fylgt henni, en séra M. virtist að trúa á hann. Ræðum. kvaðst geta svar- að fyrirlestrínum ef hann vildi og tími ieyfði, en sagðist þó ætla að leiða það hjá sór. Hann sagði fyr- irlesarann hneikslast á því að Jaaob hefði glímt við guð, en slíkt væri als ekki hneykslanlegt, glfman hefði verið andleg, Jakob hefði glimt við guð f bæninni; líka fór ræðum. nokkrum orðum um inar fornu sög- ur íslendinga, en óg skildi ekki sam" band þeirra við aðalefnið og sleppi því svo. Næstr tók til máls Hon. Skafti ,'Vynjólfsson. Hann kvaðst hafa hlustað á fyrirlestrinn og langa ræðu sem svar upp á hann, en sagðist ekki sjá það hefði verið mikið svar, þar sem við aðalefni fyrirlestrsins hefði ekki verið hreyft. E>að liti svo út sem ræðum. hefði ætlað að tala nógu mikið og nógu lengi til þess að aðalefni fyrirlestrsins yrði gleymt. Ræðum. lót sig ekki furða þótt ritningin stæði enn og hefðj náð miklum völdum í heiminum, þar sem valdstjórnir landanna hefðu skipað öllum, æðri sem lægri, að halda hana heilaga og trúa henni eða láta lífið að öðrum kosti; það væri óttinn og hræðslan, sem hefði gefið henni völdin; hann kvað ekkert sannara en það sem E>orsteinn Er- lingsson hefði sagt í kvæðinu „Örlög guðanna“, þetta: Næst var svo krossinn með nau’Sung og praut Að norrænu þjóðunum borinn, Og svipan og morðvopnin brutu ’onum braut Og blóðug og mörg vóru sporin. Það væri svipan og morðvopniu sem hefðu gefið biblíunni yfirráðin. Hann neitaði því, að biblían hefði mest völd allra bóka heitnsins, þvi in helgu rit heiðingja hefðu miklu fleiri fylgjendr en hún. Hvað því viðvóki, að Kristr hefði trúað ritn- ingunni, þá kvaðst hann sjá,að hann hefði oft verið I vandræðum með að komast í kring um suma staði henn- ar, því mannúðartilfinniugar hans hefðu ekki leyft honum að fylgja þeim, en á hinn bóginn hefði hann verið viss um, að gyðingar mundu grýta sig í hel ef hann mótmælti nokkrum stað hennar, og sem dæmi upp á þetta benti hann á þegar gyðingar færðu hórkonuna til hans (Jóh. 8. kap.). Ræðum. kvað það geta skeð, að glíma Jakobs við guð hefði verið andleg, að Jakob hefði glímt við guð í bæninni, en óþarfi virtist sór það hafa verið af Jehóvaaðsetja Jakob úr liðií mjöðm- inni þó hann hefði verið að biðja hann heila nótt, að minsta kosti hefði það verið álitið óþokkabragð af sór undir sömu kringumstæðum. Ræðum. sagði að kyrkjufól. íslenzka hóldi því fram, að ritningin væri öll bókstaflega innblásin, því forseti þess hefði sagt í Sam., að „heilagr andi stæði á bak við ina mannlegu höfunda og stýrði öllu þeirra máli, róði öllum þeirra orðatiltækjum“. Svo- tók sóra F. Bergmann til máls aftr. Hann kvaðst ekki vita? hvort hann ætti að taka til máls aftr eða ekki, því hann vildi ekki eyða inum dýrmæta tíma Mr. Brynj- ólfssons, þar honum fyndist svo litlu að svara í ræðum sinum; hann lét sig furða á, hversn lengi Mr. Brynj- ólfsson hefði verið að tala út í þessa ræðu sfna, sem honum hefði þó ekki þótt svara verð. Hann kvað ritö- inguna ekki hafa stuðzt við morð og blóðsúthellingar á inum fyrstu tím- um. Kristindómrinn hefði byrjað með friði og á mjög svo lítilfjörleg- an hátt, og samt hefði hann lagt undir sig allan inn siðaða heim; Hann kvað annars eitt sérlega ein- kennilegt við þennan fyrirlestr, hann væri svo mjög líkr því, að hann væri eftir mann, sem svo oft hefði verið talað um hér í þessu húsi og sem væri orðinn hór svo ákaflega frægr, það væri rótt eins og hann væri eftir Robert Ingersoll; það væri líka auðsóð sambandið milli sóra Magnúsar og Skafta Brynjólfs- sonar, það væri auðsóð, hvert sóra M. stefndi, hann stefndi inn I Menn- ingarfólagið og ætlaði sór að líkind- um að gerast forseti þess; að vísu væri það nú dautt. Gaman væri að vita, hvernig söfnuðum sóra M. litist á, ef þeir vissu þessa fram- koinu hans, (séra M. úr sæti sínu: Ég flutti þennan fyrirlestr fyrir löngu síðan í Nýja íslandi). Það væri annars furða, ekki meiri vits- munaniaðr en sóra Magnús væri, að hann skyldi alt í einu hafa upp- götvað svona ákaflega mikinn sann- leika, en við hinir veslingarnir, sem trúum því að biblían só innblásin, ó, hve vór erum brjóstumkennanlcg- ir! Mr. Brynjólfsson segir að það sóu ekki nema fáfræðingar, heimsk- ingjar og börn, sem trúi þessari vitleysu lengr. (S. Br. úr sæti sínu: Hvenær hefi óg sagt það?) Þú hefir svo oft sagt það. (S. Br. úr sæti sínu: Ég leyfi mór undir alla þá votta, sem hór eru viðstaddir, að lýsa slík ummæli herra klerksins hel- ber ósannindi). Svo tók Mr. Þorl. G. Jónsson til máls. Hann vildi vita, hvenær séra M. hefði breytt skoðun sinni, hvort hér eða á íslandi. Hann sagði biblí- una vera sór ina dýrmætustu bók heimsins; já, dýrmætari en alt gull heimsins, með öllum hennar hryðju- verkum og blóðsúthellingum, sem fyrirlesarinn talaði um, þá væri hún sér svo kær. Þessi tími væri eaki mikið betri, ef maðr færi að skoða allar þær svívirðingar, sem nú ættu sór stað. Það væri ekki víst að nú- tíðin yrði neitt glæsilegri ef rótt væri saman borið. Svo tók S. B. Brynjólfsson enn til máls Hann kvaðst vel vita, að hryðjuverk ættu sór enn allvíða stað, enn sá væri þó munrinn, að menn segðu nú ekki með jafnaði að guð hefði skipað sór að breyta þann- ig; enn Móses gleymdi aldrei að segja »Svo segir drottinn guð“, þeg- ar hann var að segja fyrir um ein- hver skammaverkin. Hann kvaðst ekki geta að því gert, að hann áliti Móses að hafa verið bæði fant og lygara, því hann gæti ekki trúað þvl, að guð hefði skipað honum að ljúga, myrða og stela og svívirða saklausar meyjar. Guiteau, morð- ingi Garfields, hefði sagt að guð hefði blásið honum I brjóst að drepa Garfield, en 12 manna nefndiu, sem sat I dómi yfir honum, trúði því ekki og lót hengja hann. Ræðum. kvaðst álíta, að hann hefði inn sama rétt til að efast um sannsögli Mós- esar, sem dómnefndin hafði til að efast um sannsögli Guiteaus. Hann sagðist vilja taka það fram, að það skyldiekki valda neinni misklíð milli TÖLVBL. 357 sín og nokkurs manns, þótt hann tryði a guð, bara ef hann tryði á góðan guð, en ekki á skrifli og níð- ing, eins og Jehova væri látinn vera. Hann kvað sóra Fr. vera að leitast við að gera séra M. tortryggilegan með því að gefa I skyn, að hann sigldi undir fölsku flaggi meðal safn- aða sinna i N. íslafidi, og líka með því að sýna, að samband væri milli hans (sér M.) og sín; enn séra M. hefði flutt þennan fyrirlestr I Nýja Islandi fyrir löngu síðan. Hann kvaðst vera glaðr að játa, að sóra M stæði nær sór I trúarbragðalegu tiHiti enn aðrir íslenzkir prestar hór, og þess vegna sagðist hann styðja mál hans, enn væru þeir kunnleikar af sór I þessu nágrenni, að það skað- aði menn að hafa kunningskap af sór, þá, gott og vel, kyrkjufólagið íslenzka hlyti að græða á því, enn væri því ekki þannig varið, þá græddi kyrkjufólagið heldr ekkert. Ræðum. vildi spyrja sóra Fr. spurningar, og kvaðst vilja fá beint svar. Hann vildi vita, hvort sóra Fr. tryði því, að guð hefði sagt Móses, að ef faðir manns, sonr, bróðir eða kona, eða einhver annar ástvinr vildi lokka mann til að trúa á aðra guði, þá skuli maðr lemja þá með grjóti til heljar, sjá 5. Mós. bók, 13. kap., 6. til 10. v. og sömu bók 17. kap. 23 v. Ræðum. þagði svo um stund og be ð svars. (Sóra Fr. úr sæti sínu: vantar þig svarið strax?) Ræðum.: Já, nú strax. (Sér Fr. úr sæti sínu: Já, óg trúi því). Ræðum.: Ef nö hann eða einhver annar hlýddi þessu boði og dræpi konu sína fyrir þess- ar sakir, þá mundi sá inn sami vafa- lanst verða hengdr og lög Jehova mundu ekki stoða hann. Hvers vegna væru menn nú líflátnir fyrir aS fyigja lögum guðs? Svo tók sóra Fr. enn til ináls. Hann kvað Mr. Brynjólfsson fara mjög svo strákslegum orðum um þá hluti sem öðrum væru heilagir; hann tæki engan vara á tilfinningum manna; hann kallaði guð níðing og skrifli. (S. Br. úr sæti sínu: Það er undir vissurn skilyrðum). Hann færi feti framar enn aðrir menn af hans fiokki, þar sem hann kallaði Móses fant, lygara og druslu. (S. Br. úr sæti sínu: Ég hef aldrei sagt, að Móses væri drusla, menn geta verið rnikil- menni, þó þeir sóu fantar og lygar- ar, og óg álít Móses hafa verið mik- ilmenni). Ræðutn. sagði, að S. Br. bríxlaði sór um, að hann (ræðum.) leitaðist við að gera þá tortryggi- lega, en hann kvaðst vilja óska, að Mr. S. Br. hefði ekki gert meira I þá átt en hann. Ræðum. vildi, að Mr Br. hefði eins hreina samvizku og sjálfr hann I því að hafa ekki baktalað sig Svo tók Mr. S. B. Brynjólfsson enn til máls. Hann kvag ræðu þessa taka að gerast áheyrilega. (Sóra Fr. úr sæti sínu: Jæja, bara einu sinni). Ræðum.: Já, bara einu sinni. Hann kvað sóra Fr. gefa I skyn, að hann (S. B.) hefði baktalað hann, en hann kvaðst aldrei hafa sagt neitt um hann, sem hamn væri ekki reiðubú- inn að segja við hann; og kvaðst mana alla, að sanna nokkuð til ins gagnstæða. Annars áliti hann, að séra Fr. færist ekki að bríxla öðrum um bakmælgi, ef hann myndi til sinnar eigin framkomu I þessu húsi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ilann hefði miklu heldr ástæðu til að fyr- verða sig en bríxla öðrum. (Sóra Fr. úr sæti sínu: Hvaðvarþað?) Ræðu- maðr: Það var það sem þú sagðir um Jón Ólafsson. (Séra Fr.:Oghvað sagði óg?) Ræðum.: Það gerir ekki inikið til, hvað það var. (Sóra Fr.: Ég vil fá að vita það). Ræðum.: Þú sagðir öldina og ritstjóra henn- ar vera eitthvað það svívirðilegasta, sem til væri, að Jón Ólafsson væri svo ómerkilegr, að eftir að menn hefðu hjálpað honum á marga vegu, (Niðrl. á 4. bls.

x

Heimskringla

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1181-3679
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
3834
Gefið út:
1886-1958
Myndað til:
29.07.1959
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jón Ólafsson (1892-1894)
Eggert Jóhannsson (1894-1897)
Einar Ólafsson (1897-1898)
Baldvin Lárus Baldvinsson (1900-1913)
Gunnlaugur Tryggvi Jónsson (1913-1913)
Rögnvaldur Pétursson (1914-1914)
Magnús J. Skaftason (1914-1917)
O.T. Johnson (1917-1919)
Gunnlaugur Tryggvi Jónsson (1919-1921)
Björn Pétursson (1921-1923)
Stefán Einarsson (1921-1924)
Sigfús Halldórsson (1924-1930)
Stefán Einarsson (1931-1959)
Ábyrgðarmaður:
Frímann B. Arngrímsson (F.B. Anderson) (1886-1886)
Útgefandi:
Prentfélag Heimskringlu (1887-1897)
Walter, Swanson & Co. (1897-1898)
B.F. Walters (1898-1898)
Baldvin Lárus Baldvinsson (1898-1900)
The Heimskringla News & Publishing Co. (1900-1913)
The Viking Press, Ltd. (1914-1959)
Efnisorð:
Lýsing:
Almennt vestur-íslenskt fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (04.01.1893)
https://timarit.is/issue/151324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (04.01.1893)

Aðgerðir: