Heimskringla - 25.02.1893, Page 2

Heimskringla - 25.02.1893, Page 2
HIEIIÆSKIKIlsrO-L-A. OG OLDI3ST, WllSrnSTII^EGI-, 25 ZEPIEIBIR,- 1803. “Heimsferingla «& Ö1 cl i 11 ” kemr út á Miðvikud. og Laugard. A Spmi-weekly Newepaper pub- ished on Wednesdays & Saturdays ] The Heimskringla Pt.ff. & Pnbl. Co. útgefendr. [Publishers.] Verð Maðsins í Canada og Banda- rikjunum : 12 mánuiSi $2,50; fyrirfram borg. |2,00 6 ---- |1,80;----------- 3 ---- #0,80; --- — $0,o0 Á Englandi kostar bl. 8s. 6d ; A Norðrlöndum 7 kr. 50 au.; á lslaudl 6 kr. — borgist fyrirfram. Senttil íslands, en borgað hOr, kost árg. $1,50 fyrirfram (eila $2,00). J^-Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1. Jan. þ.á. purfa eigi að borga nema $2 fyr- ir þennan árg., ef þeir borga fyrir 1.úlí þ. á. (eða síðar á árinu, ef þeir æskjaþess skriflega). __________ Kaupandi, sem skiftir úm bústað, verír aí geta um gamla pósthús sitt ásamt nýjv utanáskriftinni. Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema írímerki fyrir endr sonding fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um bréfum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr geflnn. En ritstj. svar ar höfundi undir merki eða bókstof- um, ef höf. tiltekr slikt merki._ Upp8Ögnógild að lögum, uemakaup- andi sé alveg skuidlaus við blatiið. Auglýnngawrö. Prentuð skrá yfir það send lysthafendum. ____ Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON' venjul. á skrifst. 1>1. kl. 9— 12 og 1—6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): EINAR ÓLAF8SON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst._ Auglýsinga-agent og innköllunarm. EIRÍKR GÍSLASON Advertis. Agent & Collector._ ~Utanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Heimskringla. Box 535. Winnipeg. ~Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er: The Heimskringla Pstg. & Publ. Go. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P O. Money Or- der, Registererl Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra ' banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar ineð atí'ölium. Offitk : 14« I’rincess Sfr. Lögbcrg og séra Matthíasar-sam- skotin. Uegar búið var að hreyfa máli þessu um daginn, fóru tveir af for- göngumönnflm fyrirtœkisins snöggvast inn á skrifstofu „Lögbergs" og mælt- ust til þess við ritstjórann, að hann vildi sjá um, að tekið yrði við sam- skotum á afgreiðslustofu blaðsins, og létu auðvitað í ljósi um leið að þeir gengju að því vísu, að liann mintist málsins í blaði sínu. — Þetta kom auð- sjáanlega flatt upp á ritstjórann; hann virtist í vandræðum með í fvrstu, hverju hann ætti að svara; fór að tjá 'peim, að hann hefði heyrt getgátu um það (neðan úr kjallaranum ?), að þetta mál mundi vera vakið af einhverjum djúpsettum vélráðum Unítara (!) til meins og móðgunar iútersku kyrkj- unni (!!!). En er honum var bent á, að af forgöngumönnunum væri meiri hlutinn lúterskir safnaðarmenn (þrír úr lút. söfn. hér, einn úr eldra lút. söfn. í Selkirk), og enginn af þeim úr Únítaraflokki, þá virtist sem hann sanzaðist á, að ekki þyrfti að ottast þetta. Svo lét hann á sér skilja, að hannmundi vilja hlynna að málinu, ef þeir vildu gera svo vel að senda sér sknflega áskorun. Þeir sögðu það væri hægast að gera það. En þá ferði hann sig upp á skaftið, og bað þá að setja það í áskorunina; að þeir bæðu af- sökunar á því að það hefði ekki ver- ið leitað til Lögbergs með þetta mál jafnframt og snúið var sér til vor. Þeir sögðu honum, að þeir ætluðust til að „Heimskringla“ gengist fyrir þessu máli. Hann kvaðst skilja það, en vonast til að þeir sendu sér samt ávarp. Svo gerði nefndin hégómagirni rit- stjórans þetta til geðs að senda honum nokkrar línur; var liann þá mjög fjöðr- um fenginn, er tveir nefndarmenn færðu honum miðann, og lofaði hann þá að leggja málinu meðmœli í Lögb. En þetta var nú að eins nafngreindi „ritstjórinn", hr. Einar Hjörleifsson. En það er einkennilegt við „ritstjórn" Lögbergs, að hr. E. Hjörleifsson er bara hafðr þar til að halda á penn- anum. og skrifa meiri hlut ritstjórnar- greina, en hann verðr alt of oft að skrifa þvert um geð sér það, sem hon- um verri andi leggr fyrir liann. Yflr- ritstjórinn er Sigtryggr Jónasson, og eftir hans pípu má Einar til að dansa, stundum nauðugr, þar á meðal í þetta sinn. Hvað feginn sem hann langaði til að styðja þetta mál, þá var hann samt pískaðr til að svíkja loforð sitt í þá átt og rita í gagnstaöa átt, til að reyna að spilla fyrir því. Þetta er engin getgáta eða hugar- burðr, heldr það, sem vér ritum nieö rökum. Þegar út í það var komið, að hr. E. H. varð nauðugr að taka í þennan strenginn, þá hefir hann farið að reyna að taka sér til inntektar línur þær, sem nefndarrpenn rituðu honum eftir beiöni og áskoruu sjálfs hans. Vér getnm fullvissað herrann um, að nefndarmönnum hefir aldrei kom- ið til hugar, að fylgis Lögbergs væri nokkur minsta þörf, til að fá máli þessu framgengt. Ilitt mun hafa vak- að fyrir þeim, að það væri mestr sómi oss Vestr-íslendingum, að geta unnið sanutn í einingu að þessu máli, livað sem öðrum ágreiningi liði. Og mun þeim ekki hafa dottið í hug að ætla Lögbergi að óreyndu, að það væri svo hégómagjarnt, að snúast á móti góðu máli fyrir það, að Heimskringla hafði verið beðin að beinast fyrir fram- kvæmdir í því. Og af því að þeir gerðu ráð fyrir, að stöku maðr kynni til að vera, sem hefði viðskifti við Lögb., en ekki við Hkr., þá mæltust þeir sérstaklega til að blaðið veitti samskotum viðtöku. Lögbergi var engin ókurteisi sýnd af nefndinni. Það er ekki siðr, þótt skorað sé á eitthvert blað (sem oft á sér stað) uin að gangast fyrir samskot- um, að renna þar fyrir til allra blaða í sama bæ sérstaklega um leið og biðja þau að taka líka við samskot- um. Stundum er að eins sett við þaö tækifæri í það blaðið, sem fyrir mál- inu gengst, að „önnur blöð málinu vinveitt sé beðin að geta þes»“. Stund- um er alls ekkert átt við nema eitt blað. Og það hefði ef til vill verið sérleg kurteisi af nefndinni að ganga að því sjálfsögðu, að Lögb. mundi ó- tilkvatt leggja stuðning góðu máli. Ritstj. Lögb. lætr á sér skilja í síð- asta bl., að iiann lesi engin íslenzk blöð nema , Norðrljósið“. „Það eina“, segir Lögb., „sem mönn- um er kunnugt um þetta siemdarboð, sem séra Matth. hoíir fengið, er það, að í „Norðrljósinu“ stóðu í haust sár- fáar línur þess efnis, að fund ætti að halda í Chieago í sumar til þess að ræða um þjóðsagnir ( Eolk Lore Congress) og að séra M. hefði verið boðið að mæta á þeim fundi". Þessi orð : „Það eina, sem mönnvm er kunnugt" eiga að skiljast eins og stæði: „Þaðeina, sem I.ögbergs-mönnum er kunnugt", þvi að aðrir menn ýmsir vita fleira en það, sem í Norðrljósinu stendr. * Lögb. heimskar mjög höfunda á- skoranarinnar fyrir það, að þeir liafa komizt svo að orði, að séra Matth. hafi verið boðið að mæta á sýningunni sem fulltrúa af íslands hendi. Lögb. heldr að sýningin sé þing, sem kjörn- ir fulltrúar ýmsra landa mæti á. Nú er sýningin sýninn, en ekki þing, og lands-fulltrúa til sjálfrar sýningarinn- ar senda vitanlega að eins landstjórn- ir þeirra landa, er láta sýna þar muni. En auk þess eru mörg þing eða mann- fundir lialdin samtíða sýningunni og sumpart í sambandi við liana. A þeim mæta fulltrúar ýmsra landa, sum- ir kjörnir af félögum í löndum sínum, sumir tilkvaddir eða boðnir af for- stöðunefndum þeirra þinga eða funda, og eru það eðlilega merkustu menn, sem boðið er, og þannig er til komið boðið fil séra M. J. Blöðin hafa fyrir löngu skýrt frá, hvernig það boð var lagað, og var óþarfi fyrir höfunda á- ,-koranarinnar að fara að útlista það nákvæmlega. „Þjóðólfr" skýrði í haust frá boð- inu þannig (4. Nóv.): „Skáldið séra Matth. Jochumsson hefirfengið tilboð um aðsækja heims- sýninguna í C.hirago að snmri sem kjörinn fulltrúi fyrir ísland á nokk- urs konar alþjóðlegum þjóðsagna- fundi (Folk Lore Congress), er þá verðr haldinn í Chicago. Velr forstöðunefnd fundar þessa fulltrúa úr öllum lönd- um, en ætlazt er til að þeir sjálfir leggi fé til fararinnar. Er séra Matthíasi sýnd allmikil sæmd með vali þesso, en því miðr mun hann ekki fátækt- ar vegna eiga kost á að ráðast í för þessa“, o. s. frv. En til hvers alt þetta langa mál um særða hégómagirni Lögbergs og um rað, hvernig strang-formlega réttast væri ad titla boðið til séraMatth. ? Slíkt er að þrefa um „keisarans skegg'*. Að e'yða heilum dálkum um þann hégóma, er að eins til að reyna aö draga athygli frá aðalmálinu og eyða áhuganum á því. Svo hefir Lögbergi alt í einu kom- ið til hugar, að bera kvíðboga fyrir því, að boðið væri nú kannske ;,hum- bug“, þjóðsagna-þingið yrði ef til vill ekki skipað svo virðulegum mönnum, að séra Matth. geti verið þektr fyrir að þiggja boðið. Það var auðgerðr hlutr fyrir Lögb. að geta verið búið að fá vissu sír.a um þetta fyrir löngu, ef því var um þaö ant; en máske það sé ekki svo frótt, að þelckja nöfn merkra manna, þótt það sjái þau? Þá er það hrætt um, blessuð var- úðar-skepnan, að séra Matth. sé ófús á að fara. Yér getum nú fullvissað alla landa um það, að séra Matthías var þess hugar, er hann fékk boðið, að ekkert annað en efnaleysi sjálfs hans mundi iiamla honum að þiggja það og fara, ef hann yrði heill á hófi. Svo fer ið gjörhugula blað að geta þess til, að séra M. muni þá hafa sótt um styrk af almennings-fé á íslandi til fararinnar. Blaðið hefir enga hug- mynd um það, að almenningsfé er veitt með íjárlögum, og að enginn hefir vald til að verja eyrisvirði af landsins fé öðruvísi, en heimilað er í þessum lög- í Septembermán. — eftir að fundr- inn, sem hann er boðaðr á, verðr af- staðinn ! ! — En Lögbergi er óhætt að hvíla sig. j Vér vonum að samskotin verði öll j komin inn löngu áðr en Lögb. ráðgerii að hreyfa sig. íslendingar í Vestr-! lieimi geta ofboð vel komizt af með að ráða sjálfir nokkrum centum hver af eigum sínum án leyfis frá Lögbergi. Og þeir munu gera það. Þeir eru ekki svo einfaldir að þeir | sjái ekki í gegn um tilgang Lögb. með undirtektir þess í þessu máli. Þeir eru þegar faruir að sýna það. j að þeir ætla ekki að gera það að neinu j ágreinings-máli eða flokks-máli, að j sýna séra Matthíasi sóma. Heyrðu okkr um hálft orð, vinr! Oss langar til að vita, hvað auðið er að fa marga kaupendr handa íslenzku blaði hér. — Vér vitum, hve marga vér höfum; en vér vitum ekki, hve marga að mögulegt er að fá. — Bezti vegrinn til þess virðist oss vera, að bjóða nýjum kaupendum «ÓI) kjör. um. Ef ritstj. Lögb. hefði nent að kynna sér fjárlög Islands og athuga, hvað mögulegt var að gera samkvæmt þeim, þá hefði liann getað sparað sfr bréfið til landshöfðingja; því að ef landshöfð- ingi skyldi virða hann svars, sem harla ólíklegt er, þá mundi hann ekki geta sagt lionum annað en það, sem rits j. getr eins vel vitað hér nú þegar, ef hann vill vita það, og það er, að lands- höfðingi hefir ekki svo mikið sem 5 aura til umráða af landsfé, sem hann m gi að lögum verja til þessa. Þetta er alt að eins gert í þeim auðsjáanlega tilgangi að reyna að narra almenning til að bíða þar til alt er um seinan. Lögb. ætlar að bíða næst- næstu póstskipsferðar frá íslandi áðr það lireyfir sig til að styöja þetta mál. Næst-næsti póstr kemr frá íslandi til Skotlands í Marzlok, hingað vestr ná bréfin um miðjan Apríl. Væri þá fyrst farið að leita samskota, þá gætu þau þó aldrei hafzt saman á 3—4 vikum. Það vita allir er ómöguleyt. En þó að þau tækju ekki lengri tíma, þá næðu þau ekki í Maí-ferðina heim (bréf héðan til hennar verða að fara héðan í Apríl-lok). Þau kæmust í allra fyrsta lagi til I eykjavíkr 13. Júní, og til Akreyrar til séra M. ekki fyrri en í Júlí; væri hann þá tilbúinn und- irbúningslaust, gæti hann náð til Skot- lands um' miðjan Ágúst, og til Chlcago Eins og séra Þórhallr Bjarnarson sagði svo satt og vel í „Kyrkjublaðinu“ j í fyrra: „séra Matthías a kærleiks- j sjóð í hjörtum attra íslendinga". Það er óböta-skömm og ódreng- skapr að gera þetta mál að flokks- j máli. Vér höfurn reynt að forðast það; höfundar áskoranarinnar hafa forðazt það; landar okkar í Selkirk j hafa forðazt það; landar okkar hver- j vetna, sem vér höfum til frétt, hafa forðazt það — að Lögbergi undanteknu. Án tillits til trúarskoðana, per- j sónulegrar óvildar eða annars ágrein- ings, hafa lúterskir menn og ólútersk- ir, sterkir kyrkjumenn og utankyrkiu- menn, enda persónulegir óvinir tekizt hér saman liöndum og vinna saman að þessu máli. Það eru líka nœg ágreiningsefnin samt meðal’vor liér vestra, þó að vér reynum ekki að draga niðr í saur persónulegra ill-lynda þau sameigin- legu drengskapar og hjartans mál vor ; allra, sem ættu að geta „lyft oss yfir agg og þrretu-díki“. Vér vonum að menn lierði sig nú j að betr, og gæti þess vel, að lu'r ríðr á fljótum undirtektum ef vér eigum ekki að verða of seinir og koma „'ftrr ftvk 'og disl'ý. _ I Síðan í Marz 1892 til ársloka stóðu í Hkr. sjo neðanmálssögur, samtals 610 Ms. Á sama tíma hefir blaðið flutt ofan- máls heilar elleín sögur sem sam- svarar fyllilega ‘AHO I»1m. með smá- letri. Alls nm «00 blaðsíður af sögum. F R i T T ! Alt þetta ofanritaða inniheldr Hkr] frá í Marz 1892 til ársloka, auk fjölda ritgjörða, kvæða o. s. frv. — Og alt þetta gefnm vér ókeypis hverjum nýjum kaupanda, sem ekki hefir keypt blaðið síðasta ár. Og slíkum nýjum kaupendnm seljum vér þennan árgang j (1893) fyrir einmigis $ l.oo, j ef borgað er um leið og pantað er, og J gcfnm þeim ennfremr Ú RV ALS-K V Æ Ð I Jónasar Hallgrímssonar. Fyrir eiim einasta dollar gefum vér nýjum kaupendum: 1.) Hkr. frá í Marz til ársloka 1892 með um H»ls>. -irf nf>gnr|r (meðan upplag hrekkr). 5Í.) Hkr. VII. árg. 1893. !{.) Úrvolskveeði Jónasar Hallgrímsson- ar (alt það bezta, sem bezta skáld íslands kvað). tW Sendu dollarinn strax, vinr. Þú lifir það ekki að fá nokkurn tíma meira upp úr honum. Kiinilniii kanpendnm, sem borga oss þetta ár fyrir 1. Marz eða gönilum kanpendnm, sem borga oss skuld sína fyrir 1. Marz þ. á. eða gtfmlnm kanpendnm, sem senda oss borgun frá minst tveuu nýjum kaupendum gefnm vér Ún VAL8LJÓÐ Jónasar Hallgrímssonar, Hkr. Prtg. & Pnbl. Co. 6 Minnisblöð Heimskringlu. PÓST-BURÐARGJÖLD I CANADA. 1. Bref. Burðargjald fyrir bréf, hvort heldr frá ein- um stað til amiars í Canada eða til Bandaríkj- anna, er 3 cts. fyrir hverja 1 oz. (ounce) að vigt. —Fyrir bréf til annara landa (t. d. íslands) 5 cts. fyrir iiverja j oz. — Fyrir trygging (registra- tion) á bréfi greiðist sérstakl. 5 cts. 2. Blöð og tvmarit. Dagblöð og tímarit, er eigi koina út sjaldnar en einu sinni á mánuði, eru flutt frítt með póst- um, þá er þau eru send beint frá útgefenduin til fastra áskrifenda eða útsölumanna í Canada eða Bandaríkjum.—Ef blöð eru send á ann- an hátt (en frá útg. beint til kaupar.da), þá er burðargjaldið (í Canada og til Bandaríkja) } ct. fyrir alt að 1 oz., efi ef meira vegr, þá 1 ct. fyrir iiverjar 4 oz. eða brot. — Til annara landa er burðargjald tindir blöð 1 ct. undir hverjar 2 oz. 3. Batkr. Hver böggull má vega 5 pd. mest til staða í Canada, en 4 pd. mest til annara landa. Slíkir bögglar verða að vera opnir í enda eða á hlið, og ekkert bréf eða ritað mál innan í. Burðargjald 1 Canada er 1 ct. undir hverjar 4oz(}pd.), en til Bandar. og annará útlanda 1 ct. undir hverjar 2 oz. Utan á alla bóka böggla ætti að rita efst á röndina: l*l\ ISook l’o»(. Minnisblöð Heimskringlu. 11 Ef skuldunautr borgar nokkuð upp í skuld, sem orðin er ógild að lögum, þá verðr hún við það gild á ný. Ef verðbréf, sem hagnýta má af handliafa týnist eða því er stolið, þá hefir finnandi eða þjófrinn er.gan rétt til að hagnýta sér það; en liafi hann hagnýtt það, þá getr þriðji maðr, sem í góðri trú liefir fengið það fyrir borgun, hald- ið því gegn rétti þess er átti það, er það týndist. Stundum liefir handhafi veðliréfs rétt til að krefjast borgnnar á því áðr en það feilr í gjald- daga. T. d. ef sá sem ávísun eða víiill er stýl- að upp á (greiðandi) neitar að samþykkja, og lögleg mótmæli iiafa fram farið, þi getr liandiiafi undir eins snúið sér að útgefanda eða ábekingum og lieimtað borgun þegar. Ef víxill eða ávísun á að greiðast í sama landi (ríki) sem það var gefið út í, þá gildít þess lands lög um það að öllu leyti. Ef lijúskapar-skilmáli var gildr í því landi, sem liann var gerðr í, þá gildir liann hvervetna. Um samninga og gjörninga um lausafé gilda lög þess lands, þar sem þeir vórugerð- ir. — Uin samninga um fasteign gilda lög þess lands, þar sem fasteignin liggr. Nú fær maðr hanka í heiþlr skuldhréf ti! trýggingar fyrir láni, og felír skuldbréfið í gjalddaga meðan það er í höndum bankans, þá er það skylda bankans að krefja borgunar 10 Minni blöð Heimskringlu. Húsbændr bera ábyrgð þeirra gerða þjóna sinna, sem liggja fyrir innan verkaiiring þeirra. Efekki er tekiðfram í skuldbréfi, að vöxtmn skuli svara, þarf enga vexti að greiða af npp- iiæðinni fyrri en frá þeim degi, að hún fellr í gjalddaga. Leigusamningr um land fyrir lengri tíma en eitt i er ogildr nema skriflegr sé. Ábekingr (indorsers) skuldbréfs losnar við alla ábyrgð af því, þótt það verði ekki borg- að, ef lengra líðr eu 24 stundir frá því borgun var neitað og þangað til tilkynning um það er birt honum eða bréf uin það til hans sent á pnsthúsið. Ff útgefandi skuldbréfs deyr, þarf hand- hafi þess ekki að tilkvnna ábyrgðarmanni van- greiðslu á því, fyrri en skiftameðferð á búinu er lekiö. Ef enginngjalddagi er ákveðinn í skuldbréfi, þá er skyldugt að burga það iivenær sem krafizt er. Ábekingr getrforðazt ábyrgð með því að rita orðin „without reeoursc^ undir nafn sitt aftan á skuldbrcfið; hverfr þá áhyrgð lians yfir á fyrir- rennarann eða fyririrennarana á bréfinu. Nú gefr maðr út ávísun til annars manns, er borgnn á að fá (gjuldþegja), og ef skuldbrcfið kemrsiðar fram i höndum útgefanda með nafni gjaldþegja rituðu á bakið, þá er það næg sönnun talin fyrir því, að ávísunin sé greidd (inn leyst). Minnisblöð Heimskringlu. 7 Burðargjald í Kandarikjniinm innan- laiuls og eins til Oanada er 2cts. undir bverja 1 oz. hréfa liegi-triUion-gj&yf er þar8cts. tW tslenzkar bækr eru toll-fríar til innflutnings í Bandoríkin (sama er um allar beekr, seni eru að öllu á öðnuaali en ensku). PÓST-RÁÐ. 1. Borgaðti fyrirfram burðgjald með pví að líma frírnerki á bréfið eða sendinguna; annai s fer sendingin á óskila-skrifstofuna (dead letter office). 2. Ritaðu nafn og lieimilisfang skýrt og greinilega, auðvitað með enskri stafsetning en ekki eftir ísl. framburöi (t. d. Seattle, en ekki Síattel). 3. Ritaðu nafn og heimili þín sjálfs (bréf- ritatis) í vinstra lioruið efra á bréfinu. Það kemr þá aftr til þín óopnuð, ef sá finst ekki, sem bréfið er til. 3. Senilii peninga aldrei lausa í einföldu iiréfi, heldr registraðu það, nema þú getir feng- ið /'. 0. Money Order eða Express Order. Sendu aldrei Postal JJotts. 5. Vtrtta aldrei frímerkið, sem þú ætlár að setja á bréf eða sendingu; límið getr strokizt af við það og frímerkið losnað þá eða síðar. Væltu umstagið, þar sem þú ætlar að setja frímeikið á; þá mun frímerkið tolla vel.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.