Heimskringla - 15.07.1893, Page 3
HEIMSK RINGLA.
fjalla-jötunn, er sýnist standa þvert
fyrir sporinu og í fárra faðma fjarlægð.
En lítill sveigr á brautinni breytir
útsýninu; áðr en varir er þessi hrika-
hnjúkr kominn langt í burt. Þetta
fjall er Foss fjall (Cascade Mountain)
9,875 feta hátt yfir sjávai mál, en 5,500
fet, eða rúmlega mílu, yfir sporið á
þvísvæði, er það rirðist standa þvert
í vegi fyrir lestinni. Hæsti fjalls-
tindrinn sýnilegr frá vagnstöðinni
Baníf (920 mílur frá Wpg ) er Pee-
chee-gnípan, í noiðvestr, rúmlega
10.000 feta há. Beint norðr undan
vagnstöðinnj er Cascade-fjallið ; suðr
undan eru næstu fjöllin nefnd
Eundle Peak, Tunnel-fjall ogBrenni-
8teinsfjall, og við rætr þess og tvær
mílur frá vagnstöðinni eru brenni-
steinslaugarnar nafnkunnu, kendar
við Bantt’, er lækna öll hugsanleg
mannamein, ef peningar endast
nógu leugi,
Eiá Bantt' Upp til Laggan (36
mílur) liggr brautin eftir Bow Eiver
dalnum, en þar ylirgefr hún hanu
fyrir fult og alt, en hringar sig
þaðan upp eftir lækjardragi 7 míl-
ur til Stephen vagnstöðvarinnar (sú
stöð er nefnd eftir fyrsta forseta
járnbr.félagsins). Þessi vagnstöð er
á hæsta gurðinum á austasta fjalla-
beltinu, inum eiginlegu Klettafjöll-
um, og er sporið þar 5296 fet
yfir sjávarmál, eða 16 fet rneira en
mílu. TJm brattann á spoiiuu á
austrblið fjallanna má dœma af því,
að Calgaiy er 3,388 fet yfir sjávar-
mál, en Stephen 5,296; mismunr
því 1 ,908 fet. Vegalengdin milli
þessara staða er 123 mílur og er
því mc-ðalhalli á mílunni rúmlega
15 fet. Mestr halli á þessari leið
er á rnilli Laggan og Stephen, 366
fet á 7 mílum. Á þessum fjalls-
hrygg eru landamerki British Col-
umbia og Korðvestr-ríkjanna, og á
þeirri línu, eða rótt nálægt hsnni,
falla tveir vatnsstraumar sinn í hvora
átt, í austr lækrinn sá er brautin
fer fram með frá Laggan, en í vestr
kvísl úr Kicking Horse ánni (öðru
nafni Wapta). Niðr eftir þessu
gili liggr brautin alt til Golden-
vagnstöðvar, 43 mílur frá Stephcn,
og er meðalhallinn á sporinu á þeirri
leið um 65 fet á hverri mílu. Á
fyrstu 8 mílunuin frá Stepben er
útsýnið ægilegt, og hugdeigum
mönnum hættir þá við að hitna um
hjaitarætrnar. Brautarstæðið er hér
og þar höggvið í þverhnýptan ham-
arinn ; á aðra hönd er því hamar-
inn þótt upp að gluggunum, en á
hina hyldýpið, svo að glórir að eins
í hvítfyssandi ána í gljúfrinu 600
til 1000 fet fyrir neðan mann. En
grunnrinn er traustr, traustari en
víða þar sem sléttara er undjr fæti,
enda fer lestin 25 til 30 mílur á
tímanum eftir þessari ægilegu leið.
Til vinstri handar við sporið á
þessari leið er hæsta fjallið, Mount
Stephen, hrikalegr, linjúkr er rís
meira eu mílu yfir sporið. Til noiðrs
blasir við all-breiðr fjalla-dalr —
Kicking Horse dalrinn, og eru fjöll-
in vestan við hanu kölluð Ottertail-
fjöll, en þar að austan Van Horne
fjöll. Skamt fyrir vestan Leancboil
stöðina, 17 mílur fyrir vestan Stephen,
er brautin komin niðr á gilbotninn
og liggr eftir houum til Golden,
samhliða Kicking Horse-ánni. Er
þar sætið fyrir sporið sumstaðar
höggvið í klettinu, sumstaðar er það
bygt út í ána og víða eru þar hlaðn-
ir blágrýtisbálkar ár megin við
sporið til að verja það í leysing-
9 um. Gilið er svo mjótt, að steini
má kasta frá hamri til hamars,
hamrarnir svo háir að víða er ó-
mögulegt að sja brunina út um vagu-
gluggana, og svo krókótt er gilið,
að oftast nær má sjá sporvoginn
bæði fram og aftrundan, og er ein-
att óskiljanlegt, hvar smuga er á
milli klettasnasanna framundau.
Korðvestr eftir þessum gjáarbotni
snarast lestin með 30 mílua hraða
á klst., ýmist að austau eða vest-
an við ána, ýmist í niðdimmum
göuguin og á næ8tu augnabliki mitt
yfir beljandi fossi f miðri ánni.
Það er minnisdaufr maðr, sem gleym-
ir iluginu niðr um þessi glæfra-
göng, undir þessum „bjargstuddu
jökulrótum".
Alt tekr enda x>g svo gera þessi
gljúfr. Alt í einu birt framundan,
lestin snarast fram á nokkurnveginn
sléttan bala, — Kicking Horse canyon
er yfirstigin. Breiðr og sléttr dalr
blasir við til beggja lianda, norðr og
suðr; stói' og vatnsmikil á er framund-
an og allmikið þorp á bakkanum.
Þorpið er Golden-vagnstöðin og áin
er Columbia-fljótið, skipgeng svo
hundruðum mílna skiftir mitt á meðal
jöklanna, og frá Golden gengr gufu-
bátr eftir heuni suðaustr að ujiptökum
hennar, um 100 mílur, til náma-
stöðva þar. Þessi dalr er svo djúpr,
að Golden er að eins 2,550 fet yfir
sjávarmál, 838 fetum lœyra en Cal-
gary. Til hægri handar sjást að eins
hæstu tindar Klettafjallanna uppyfir
hæðaklasann og skóginn í vestrhlíðum
þeirra. Til vinstri handar, fyrir
vestan Columbia-íljótið rísa snæþakt-
ir tinda-klasar, tindr við tind það
sem augað eygir, bæði norðr og suðr,
og eru inir hæstu þeirra sveipaðir
hríðarkólgu, þó hitiséniðrií dalnum,
og máenda greina skafrennjnginn hór
og þar á jöklínum.
Þessi fjöll eru Selkirk-fjöllin svo
kölluðu, og fyrjr járnbrautar fólagið
in viðreignarverstu á allri brautinni.
Frá Golden til Donald, 17 mílur, liggr
brautin niðr eftir eystriár bakkanum,
og erhallinn áþeirri leið aðeins 1 fet
á mílunni. Á milli þessara stöðva er
vagr.stöðin Moberly House, og þar
elzti húskofinn á fjölluuum austan
Selkirk-fjalla. Þanh kofa byggði
Walter Moberly landmælingamaðr
og bjó í honum vetrinn 1881—2; var
þá að leita að vegstæði gegu um fjöll-
in. Hjá Donald liggr brautin vestr
yfir úna, og niðr mcð henni, norðr
dalinn 12 mílur, til Beaver Mouth.
Þar er nyrzti blettrinn á allri braut-
inni; er það um 150 mílur fyrir norð-
an Winnipeg, en þar beygist hún alt
í einu til suðvestrs og blasir þá við
þröngr en beinn dalr framundan, og
eftir honum upp með Beaver Eiver
og Bear Creek að vestan liggr brautin
þar til hæsti hryggrinn á Selkirk-
fjöllunum er yfirstiginn. I þessari
djúpu dalskoru er og brautin bröttust
austan Selkirk-fjalla. Á fyrstu 6
mílunum frá Beavermouth er .meðal
halli brautarinnar um 80 fet á míl-
unni, á næstu 9 mílunum um 67, og
á næstu sex um 129 fet á mílunni, á
milli vsgnstöðvanna Bear Creek og
Eogers Pass. Tvær mílur fyrir vest-
an síðartalda stöð nær vegsporið í
þessum fjallgaiði mestri hæð við
Selkirk summit, og liggr þar 4,300
fet ytír sjávarmál. Beaver-dalshl>ðin
vestri, er brautin liggr eftir, er mik-
ið til slétt, nema hvað gil og lækir
skera sig niðr eftir henni hér og
þar, en vaxin liáum og þéttum furu-
skógi. Dalrinn allr er þakinn þess-
um stórskógj, og efst upp á dalsbrún
hinum megin, er blasir svo vel við
frá brautinni, að eitt tró má grema
frá öðru ; en svo er fjarlægðin, (hæð-
in) mikil, að þau virðast á stæið
við krækjuberjalyng í móbnrði á
„fróni“. Áin nidri í dalbotninum er
oftast sýnileg á milli trjánna, en lítr
út eins og bandprjónn á mosabing,
enda er maðr 1000 fet íyrir ofan hana
þegar komið er upp til Bear Creek-
vagnstöðvarinnar. Suðvestamnegin
dalsins til vinstri handar á vestrleið
rísa mjallhvítir jökultindar hátt upp
yfir skógivaxin fjöllin í óslitinni röð
suð-vestreftir svo langt sem uugað
eygir. í einu má telja 8 slíka linjuka
og er sá íjærsti, norðvestasti, Mount
Sir Donald. Til hægri handar er ekk-
ert að sjá nema fjallshlíðina gnæfandi
mörg hundruð fet yfir liöfuð nianni,
og fossandi læki með fárra faðma
millibili. í einum stað einungis á
þ ssnri leið, nálægt Bear Creek, er
dalr gegn um ljöllin nl norðvestrs,
og blasir þar við einn jökull til,
Mount Hermit.
(Niðrl. nrost).
XIL SOLU.
Hús fyrir $500 til $1000; þægilegar
afborganir.
Lóðir á Nens og Boundary strætum
á $50 til 250.
Þ r getið gert samninga við oss um
þregilegar, litlar mánaðar afborganir
og einnngis 6 pc. teknir í vöxtu.
Hamilton & Osler,
426 Main Str.
ARIDANDI AUGLYSING.
C. A. GAREAU,
hefir nýfengið byrgðir úrvalstegunda af ensku, frönsku, skosku og Canadisku vuðmáli (Tweed), hentugti
í karlmanna og drengjafatnaði, sem hann Snidr eftir* mali upp á menn fyrjr óheyrilega lágt
verð, sem hór á eftir greinir, og er það svo lágt sem nokkurstaðar í austrfylkjunum.
Alfatnaðir úr canadisku Tweed - - - - $14.oo
,, . ,, blu Serge á - - - - - - - I6.00
,, ,, góðu eftirgerðu skozku Tweed - 17.00
,, ,, ekta skozku Tweed $20} 22, 24oo
frakki og vesti úr góðu, svörtu Serge
með buxuin eftir vild - - 23.00
,, bezta svörtu Serge með buxum eftir vild 30.00
Ljómandi ullar-alfatnaðir fyrir 23, 25, 27> og 28 dollara.
Vér höfum afbragðs-buxnaefni, sem vér búum til úr buxur
og seljum algorðar fyrir 5» 61 7, 8 og 9 dollará.
höfum vér af nýjasta sniði, úr bezta efni, með beztu gerð og-
fyrir lægsta verð, sem auðið er *að fá. Þetta eru afbragðs
vörur og það borgar sig fyrir yðr að skoða þær. Vér höfum æfðasta sníðara.
Vér höfum fullbyrgðir af Ií AIÍ Ió I'1ArFN Al )^V H \ () l tU, ólituð nærföt, náttskyrtiy
armlín, kraga og hálsbindi. Vér höfum gott úrval af Hottum af beztu gerð og nýjasta sniði.
Það er sjárfra yðar hagr að koma tU vor og sjá varning vorn og verð áðr en þér farið annað.
TAKIÐ EFTIR NAFNI OG STAÐ:
O.
324 Main Str.
Merki: gullnn skærin, andspænis Manitoba Hotel, Winnipeg.
SKOR~öG~STHaVg)Eh>
Fyrir kvennmenn, konur og börn.
Vér höfum byrgðir af öllum stærðum og gæðum.
Eeimaðir skór. Hueptir skór.
Lágir skór. Sterkir vinnuskór.
Allar tegundir.
Vér höfum allar inar nýjustu og algongustu tegundir af
öllum stærðum, prísar vorir eru ætíð inir lægstu
í borginni.
RICHARD BOURBEAU.
360 Main Str.
Næstu dyr við AVatson sætimlasala.
Hardvara.
. H. W. STEEP,
540 Main Str.
Verzlav með eldavélar og tinvöru og alís konar harðvöru.
Billegasta búðin í bænum. Komið og spyrjið um prísa.
H. W. STEEP.
O’CONNOR BROTHERS & CRANDY,
CRYSTAL, N. DAK.
Fullkomnustu byrgðir af þuttu timbri, veggjarimlum og þakspón, einnig
allar tegundir af harðvöru einnip til. Nér ábyrgjumst Jað prísar voair eru
jafnlágir þeim lægstu og vörur vorar eru þær beztu í borginni.
Gjörið svo vel að heimsækja oss.
Radiger & Co.
Vínfanga og vindla-salar
513 llnin Str.
Allskonar tegundir af
\ indlum með innkaupsverði.
TtRkY^AviS’
wiii quiclcy Cure.
])i|) htAeúd ,í|uíiu/,
CoGí,
Corl'iííroat
25Wtls.
I