Heimskringla - 12.05.1894, Page 4
4
HETMSKRINGLA 12. MAÍ 1894.
Winnipeg.
Mrs. J. E. Peterson talar I Únitara-
húsinu annaðkveld kl. 7.
Hr. Jón Ólafsson kom heim úr
Dakota og Minnesota-ferð sinni fjTra
föstudag.
Miss G. Asgeirs leikur framvegis
á orgel við guðsþjónustur á Unity
Hall (corner McWilliam & Nena).
Séra B. B. Johnson kom vestan úr
Argyle á miðvikud. Segir að votviðrin
hafi tafið fyrir með hveitisáning.
Þrátt fyrir sárbitran
ing á sunnudaginn var,
sótt ræða hjá Mrs.
Hall.
kuldanæð-
var allvel
Peterson á Unity
Við hádegis guðsþjónustuna í lút-
ersku kyrkjunni á morgun tekur séra
Jón Bjarnason fermingareið af nokkr
um ungmennum.
Einn af bæjarfulltrúunum, E. F.
Hutchings, vill að bærinn kaupi 200
ekrur af landi út við Birds Hill og
hafi þar sameiginlegan sorpbrenslugarð,
grafreit. og skemtigarð !
Á skólastjórnarfundi á þriðjudags-
kveldið var samþykkt að ljá íslenzka
lúterska söfnuðinum ákveðinn sal
gamla Mulvey-skólanum fjrrir guðs-
þjónustur, fyrir $2 um vikuna.
Á skólastjórnarfundi á þriðjudags
kveldið var samþykt að byggja stór-
an viðauka við Argyle-skólann á Henry
Ave., í sumar. — Nemendafjöldi á al-
þýðurkólum bæjarins í siðastl. Apríl
var mestur 4,508.
Skemtisamkoma íslenzku Odd Fel-
lows stúkunnar “Geysir”, sem auglýst
var í Hkr. fyrir 2 vikum, verður haldin
á Northwest Hall á miðvikudagskveld-
ið kemur. Byrjar kl. 8. Aðgangur 25
cents. (Sjá auglýsinguna í þessu blaði
í dag).
Þeir mörgu landar vorir, sem
skilja enska tungu, en ekki hafa enn
veitt sér þá ánægju að hlusta á Mrs.
Peterson ættu að gera það nú, ef
þeir eru ekki fyrirfram fast “lofaðir”
f aðrar kyrkjur.
Good Templar-stúkan Hekla hélt
ársfjórðungsfund sinn fyrra föstudags-
kvöld og setti i embættin sína nýju
embættismenn. Meðlimir stúkunnar
eru um 200 og mun hún vera mann-
fiest Good Templar-deild í Manitoba.
Derby plötu-reyktóbak er
hið geðfeldasta og þægi-
legasta tóbak fáanlegt.
Þeir sem ekki hafa fengið “Dags
brún,” síðasta nr., geri svo vel að vitja
þess að 601 Ross Str.
Ekkert var afráðið með strætaum
bætur á verkanefndarfuodinum i
mánudagskveldið var. Á mánudags
kveldið kemur verður almennur bæjar-
ráðsfundur, Og þá verður það mál að
likum rætt til hlítar.
Huttakendur i hinu nýja blaðfyr-
irtæki Mr. Jóns Ólafssonar :
Halldór Jónsson, LongPine, Nebr. $2.00
Ólafr Hallgrímsson “ “ “
Miss G. Jónsdóttir “ “ “
Miss F. Halldórson “ “ "
Mrs. S. Halldórsson “ " “
Mrs. T. Thorarinson" “ “
Svb. Friðbjörnsson. Victoria
Ónefndur “
E. Gíslason.
601 Ross Ave. Winnipeg.
$1.00
$2.00
$1.00
$1.00
$2.00
$2.00
$2.00
í aprílmán útgáfu Sunnanfara eru
myndir og æfiágrip af H. A. Clausen
etazráði, Erlendi Pálmasyni í Tungu-
nesi í Húnavatnssýslu, og Helga
Magnússjmi i Birðingaholti í Árnes-
sýslu. Tvö kvæði eru í blaðinu
“Skútahraun,” eftir Einar Benedikts-
son og “Tekur að kvölda”, eftir Bjarna
Jónsson.
Það var ekki rétt sem sagt var
1 blaðinu nýlega að Jón Jónsson á
Garðar, Dak., væri í bænum til að
leita sér lækninga. Hann hafði skrif
að hingað að hann væri að hugsa
um að koma og útaf þvi spannst
misskilningurinn. En í stað þess að
koma hingað fór hann til Dr. Hall-
dórson’s i Park River, og er nú að
sögn á góðum batavegi.
Vatnsleiðslu og Ijósa-nefnd bæjar-
stjórnarinnar fékk á þriðjudagskvöld-
ið tfiboð frá 2 félögum um að hagnýta
vatnskraft Assiniboine-árinnar. Bæði
félögin þykjast tilbúin að taka tfi
vinnu undir eins og bæjarstjórnin hefir
samþykt fjT-irhugaða samninga.
Reykháfur brotnaði og hrundi nið-
ur af hárri byggingu við Aðalstrætið á
miðvikudaginn og varð einum dreng að
bana; annar lemstraðist og liggur nú
nær dauða en lífi á sjúkrahúsinu. ís-
lendingur, sem ásamt fleirum var að
vinnu í grendinni, skaðaðist einnig á
höfðinu, en ekki hættulega. Drengirn-
ir sjálfir voru orsök í því að reykháfur-
inn hrundi, voru að flangsa í kaðla, er
festir voru við tré uppi á þakinu og
notaðir til að draga upp ýms efni til að-
gerðar þakinu. Með sífeldum hristingi
kaðlanna losuðu þeir umbúðirnar uppi
og þær sópuðu rej'kháfnum með sér.
Undirskrifaður lætur hér með
gamla skiptavini sina vita, að hann er
seztur að í stóru og rúmgóðu húsi 530
Ross Ave., og vonast þvi eftir, að hans
góðu og gðmlu vinir komi og sjái hann.
B. J. Skaptason.
Lif sábjrgðarf élagi ð
MASSACI1USETT8 BENEFIT LIFE
ASSOCIATION
er að festa sér bústað hér í bænum.
Mn. Jón Kjærnestbd gefur upplýs-
ingar um félagið, bæði á skrifstofu fó-
lagsins 544J Main Str. og að heimili sinu
527 Portage Ave.
Enskur “hnatthlaupari,” George
Griffith að nafni, kom til bæjarins
fyrra föstudagskvöld á hraðri heim-
leið. Hann ásetti sér að fara kring-
um hnöttinn á 65 dögum og fór af
stað frá Lundúnum 12. marz síðastl.
yfir sundið til Frakklands og þaðan
með vagnlest til Neapel á ítaliu.
Þaðan tók hann sér far með þýzku
gufuskipi til Hong Kong, um Suez
og Indlandshaf. Á þeirri leið græddi
hann 2 sólarhringa, en tapaði 24 kl.
stundum á leiðinni þaðan til Yoko-
hama. Þar mátti hann og bíða 76
kl. stundir áður en C. P. R. skipið
fór af stað til Vancouver. Síðan hefir
honum gengið svo vel ferðin að hann
kom til Winnipeg 36 kl. stundum fyrr
en hann i fyrstu gerði ráð fyrir.
Til Montreal kom hann á mánudags-
morgun og samdægurs fór hann á-
fram til New York og náði þar í
þýzka skipið “Trave” er þaðan fór
áleiðis til Englands á þriðjudags-
morgun. Nái “Trave” höfn við Eng-
land eftir 6J dagsferð, eins og svo
oft áður, verður Griffith auðgert að
ljúka ferð sinni á 63 dögum. — Hröð-
ust ferð, næst þessari, umhverfis jörð-
ina, var sú er Nelly Bly gerði fjrir
2 eða 3 árum. Hún fór hringinn á
72 dögum.
KVÖLDSKEMTUN.
Sumar, vetur, haust og heiðskírt vor
ef hamingjunnar viltu rekja spor,
og helgar vit þitt húsi þínu’ og bæ,
þá hafðu ætíð frægan “Diamond Dye.”
Ef þessi vísa og þessi grein
er send til Wells & Richardson Co.
í Montreal, ásamt 25 cts. í peningum
eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir
hið ágæta mánaðarlega familíu-blað
“Our Home” sent til sín í heilt ár;
sðmuleiðis bók með mjmdum sem heit-
ir “How to make Mats and Rugs,” og
einn pakka af blek-efni, sem nægir til
að búa til 16 únsur af besta bleki.
Segið í hvaða blaði þer táud þetta.
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN a heimssýningunni
■jÐSSL*
Ijr
CREAM
BAKINC
POWDfH
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
Kæru landar.
Þar eð einn bágstaddur bróðir
yðar, hefir beðið okkur undirritaða
að gangast fyrir samskotum á meðal
yðar, sér til hjálpar í langvarandi
veikindum hans. Þá biðjum við yður,
svo vel gera að rétta honum yðar
örlátu hjálparhönd, þó að tímar séu
nú alt annað en góðir, og margir
eigi ekki stór efni af að miðla. En
góður vilji megnar mikið. Og þér
hafið oft sýnt í orði og verki yðar
aðdáanlegu samtök í hjálp til nauð-
liðandi landa yðar. Þó þeir hafi síður
þurfi aðstoðar yðar við en þessi vesa-
lingur, sem búin er að liggja í rúm-
inu í meir en ár, í lungna tæringu,
og hefir þar að auki að sjá fyrir
gamalli móður. Þessi bágstaddi landi
yðar er Mr. Gísli Konráðsson ætt-
aður frá Búðum í Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu, á bezta aldri og gott
mannsefni.
Vér treystum á veglyndi yðar að
þér látið eitthvað af hendi rakna,
honum til hjálpar, og það sem þér
gefið, hvort það er mikið eða lítið
tökum vér þakklátlega á móti.
Winnipeg, 5. Maí 1894.
Jónas Danielson, Ketill Valgarðson,
120 Lydia Str. 236 McGee Str.
Kæru herrar. — Eg hefi meðtekið
myndirnar, sem gefnar eru með Hkr.
og er mjög vel ánægður með þœr.
Það er sannarlega góður kaupbætir að
fá þær með blaðinu. — Vinsamlegast.
Sveinbjörn Dalmann.
Baldur, 2. Maí 1894.
Stúkan LQYAL OEYSIB, I.O.OF.
M. U., heldur samkomu á Northwest
Hall (sal G. Johnsons) miðvikudags-
kveldið 16. Maí. Skemtanir verða hinar
allra beztu. Dr. Ó. Stephensen og Al-
bert Jónsson syngja “Friðþjófur og
Björn.” Sig. Helgasou syngur solo;
Hinn nafnkunni spilagosi Mr. Wal-
ley syngur gamansöngva, Tea Pot quar-
tette, kemur fram á sviðið, ágæt
string-hljóðfæra orkestra. Stutt leikrit
verður einnig leikið auk annara
skemtana. Við erum sannfærðir um,
að það verður húsfyllir. Komið því í
tima, svo þið náið í sæti innar-
lega í salnum. Samkoman verður
sett kl, 8 e. h. Inngangur 25 cts.
Forstöðunefndin.
Spámaðurinn próf. Hicks
segir i sínum siðustu veðurspádómum
að vorið komi fjrir alvöru 15, þessa
mánaðar. Stendur vel heima við það
að Mr. Elis Thorwaldsson, Mountain,
N. D., er nýbúinn að fá búð sina
hálffulla af alslags vor og sumar skó-
fatnaði. Hefir aldrei verið annaðeins
tækifæri og nú að kaupa ódýran skó-
fatuað. Alt var keypt fjTÍr peninga
og verður selt fyrir það sama. Til
dæmis selur hann $2.00 skó fjrir $1.50,
alt annað að sama skapi ódýrt.
Komið og reynið sjálfir.
borgaðir niður og $5.00 á
hverjum mánuði framvegis
kaupa bæjarlóðir á Mull-'
igan og Maryland-strætum
rétt fjrir sunnan Notre
Dame Ave. Lóðirnar eru
að stærð 32x112 fet, og
bakstígur fyrir hverri. —
Hver lóð kostar $200.
Frekari upplýsingar á skrif-
stofu EEIMSKRINOLU.
Peninga /dn. t
Þurfið þið að fá peninga ^
til láns gegn veði í fast- \
eignum ? Ef svo, spyrjið \
\ um upplýsingar á skrif- \
f stofu ÍIEIMSKRINQLU. f
í rakarabúð
M. A. Nicastros
fáið þið ykkur betr rakaða fjrir lOc.
en annarstaðar í bænum. Hárskurð-
ur 15c. Tóbak og vindlar til sölu.
337 Main Str.
Næstu dyr við O’Connors Hotel.
ÍSLENZKR LÆKNIR
DR. M. IIALLDORSSON,
Park River — N. Dak.
X ÍO U 8.
(ROMANSON & MUMBERG.)
Gleymið þeim ekki, þeir eru ætíð
reiðubúnir að taka á móti yður.
Þeir reykja ekkert annað, svo lengi sem þeir geta fengið Olp
Chum, þó aldrei nema þeir séu neyddir til að snýkja það eða lána,
því það er ekkert tóbak sem framleiðir jafn kaldan og smekk-
góðan reyk. — D. Ritchie & Co., Manufacturers, Montreal.
VORIÐ 1894.
Blue Store
Merki:
Bla stjarna.
434 Main Str. Winnipeg.
Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af
tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkum
tima hefir sést í Winnipeg.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þið
getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjálfir.
Komið og skoðið okkar :
Karlmanna alfatnað,
Karlmanna buxur
Unglinga alfatnað,
Drengja alfatnað og
Drengja stuttbuxur.
Látið ekki hjá líða að heimsækja okkur og sannfærast.
Munið eftir staðnum
The Blue Store
MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STREET.
A. Chevrier.
KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG
.... ÓDÝRASTAR VÖRUR........
Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti.
Oil Cake. FJax Seed. Shorts.
Hafrar. Hey. Linseed Meal.
. . . Allskonar malað fóðr. . . .
njá w. blaomlaðar,
IRON WAREHOUSE. ísi Higgin Str.-
558 Jafet í föður-lelt.
huga til Tímóteusar. Ætti ég að skrifa hon-
um linu 7 Nei, nei ! Því ætti ég að vera að
baka honum hugraun og sorg ? Ef það skyldi
fyrir mér liggja að láta lífið, þá ásetti ég mér
að leyna nafui mínu. En hvaða nafn átti ég
þá að taka mér ? Meðan ég var að hugsa um
þetta, lauk fangavörðrinn upp dyrunum og
sagði mér að taka upp rúmlöt mín og vefja
þau saman, svo að þau yrðu borin út um
dagtímaun, eins og siðr var til í fingelsinu.
Mér varð fyrst fyrir að spyrja hann, hvort
að maðrinn, sem var svo sár og meiddr,
væri hér í fangeisinu.
“Þú átt við hann félaga þinn,” svaraði
vörðurinn; “já hann er hér og er koinirm til
ráds og rænu; læknirinn segir hann komi tiL”
“Hefir hann gert nokkra játning í” spurði
ée-
Fangavörðr svaraði engu.
“Ég spyr að því,” mælti ég, “fyrir þá sök
að ef hann játar, hver var félagi hans að verki
með honum, þá verð ég látinn laus.”
“Það er mjög trúlegt,” svaraði fangavörðr
háðslega. Það vill nú svo vel til aðhérþarf
ekki á konungsvitni* að halda í þessu máli‘.
*) 1 Englandi er það nefnt konugsvitni, er
einn af tleirum samsekum mönnum gerir játn-
ing yg ber vitni gegufélögum sínum. Þurfi rett-
vísin á slíku vitni að halda til að sanna hina að
sök, er konungsvitni ^efin upp sök, og hann
sendr til annara landa a eftir. þýð.
Jafet í föður-leit. 563
LX. KAPÍTULI.
[Ég er dæmdr til að hengjastágálga,
og yfirgefa þannig heiminn án þess að
komast fyrir. hver sé faðir minn.— Síðar
verðr saklej-si mitt uppvíst, og mér er
fleygt vitstola út á víðavang].
Morguninn eftir sagði fangavörðr mér, að
stórkviðrinn hefði úrskurðað, að múl skyldi gegn
mér höfða; og á laugardaginn næsta átti að
heyja dómþing. llann færði mér og skrá yfir
mál þau, sem koma skyldu fyrir þetta dómþing;
sá ég af lienni, að mitt mál var eitt af inum síð-
ustu og var ekki líklegt að það kæmi fyrir fyrri
en á mánudag eða þriðjudag. Ég bað fnngavörð
að senda fyrir mig eftir góðum skraddara, því að
ég vildi vera vel búinn er ég mætti í réttinum.
Og með því að þaðer lieimiit fanga að mæta í
réttinum í sínum búningi í stað fanga-fatanna,
þá var mér leyft þetta. Þegar skraddarinn
kom, var ég mjög nákvæmr um fyrirsögn á öllu
sniði, og það svo, að hann varð alveg hissa.
Hann útvegaði mér og alt annað, sem mig vant-
aði, til þess ég gæti verið að öllu vel búinn, og
bafði hann alt til á laugardagskveld ; því að ég
562 Jafet í föður-leit.
fanga hingað til, en aldrr.i fyrri svona glingr.
En sama er mér; þú skalt fá þetta, sem þú
biðr um, þó skratta korninu ég hafi hugmynd
um, hvað hó-du-kolum er, og rrefillinn liafi
sem ég lield ég geti munað það. Það er þó
aldrei eitr — því að það er bsnnað her í fang-
elsinu ?”
“Nei, nei,” svaraði ég, og gat ekki að mér
gert að brosa snöggvast; “ef þú spyizt fyrir,
þá mvn þér verða sagt, að það er helzt um
hönd lraft af konum, sem ékki eru eterkar
fyrir hjartanu.”
“Nú, ég liefði heldr hugsað að þú mundir
l eyða skildingunum þínum fyrir eitthvað gott
að borða ; það er svo miklu náttúrlegra. En
hvað um það; við höfum allir okkar grillur.”
Að svo mæltu íór hann út frá mér og læsti
dyrunum.
Jafet í föður-leit. 559
annars kynnir pú nð sleppa með að verða sendr
utan. En hér eru nœgar aðrar sannanir fyrir
höndum, svo að þú verðr að treysta hamingj-
unni einni. Stórkviðrinn * kemr saman í dag,
og ég skal láta þig vita, hvort málshöfðun verðr
úrskurðuð gegn þér. eða ekki.”
“Hv»ð lieitir hinn maðrinn ?” spurði ég.
“Nú, það er synd að segja að þú getir ekki
gert þé;r «PP ólíkindalæti. Þú setr upp þann
sakleysissvip, að ég mætti halda þér væri alls ó-
kunnugt um glæpinn.”
“Það er mér líka,” svaraði ég.
“Eg kalla þig heppinn, ef þér tekst að
sanna það—ég segi það eitt.”
þú hefir ekki svarað spurning minni:
hvaö lieitir hinn maðrinn ?”
“Jæja,” svaraði fangavörðrinn hlæjandi:
ur Því þú lætr þér svo ant um að ég segi
þér það, þá skal ég líka gera það. Það verðr
*) Þegar glæpr er drýgðr og lögregluvaldið
liefir tekið fasta þá sem grunaðir eru og sóknari
ríkisins safnað sönnunum gegn þeim, þá er
þetta lagt fyrir stór-kviðinn (23 menn), sem líta
á máliðmg skera úr, livort kæran virðist á rök-
um bygð (“true bill”) eða eigi (“no bill”). Líti
stórkviðrinn svo á, að útlit sé fyrir að kæran sé
áröknm bygð, er mál höfðaö fyrir kviðdómi
(“petit jury”) ; það eru 12 menn. Þeir heyra
vitnaleiðslur og skera úr, livort kærði sé sýkn
eða sekr. Dómari ákveðr svo hegninguna. fiýð.