Heimskringla - 19.05.1894, Page 1

Heimskringla - 19.05.1894, Page 1
WINNIPEGr, MAN., 19. MAl 1894. » * VIII. ÁR. LÍFSÁBYRGÐARFÉLAG. Aðalból - - Winnipeg - - Manitoba. J. H. BROCK FORSTÖBUMAÐUR. Uppborgaður höfuðstóll.... $ 140.014.22 Varasjóður................ S 54.720.00 Lífsábyrgð i gildi við lok tyrsta ársins.......... 82.268.000 Lifsábyrgð veitt með hvaða helzt nýmóðins fyrirkomulagi sem vill. Kaupið ábyrgð í The Great West og tryggið yður á þann veg þann hagnað, er háir vextir af peningum fé- lagsins veita. Þetta jjelag dregur ekki Jje burt úr fylkinu. K. S. Thordarson - - agent. 457 Main Str., Winnipeg. FRÉTTIR. DAGrBÓK. LAUGARDAG 12. MAÍ. Fregn frá Venezuela í Suður-Ame- ríku segir að í lok Aprílmán. síðastl. hafi þar komið ógurlegur jarðskjálfti og haíi orðið þúsundum mans að bana; ef til vill hafa 10,000 manna farist. Dó útlitið sé dauflegt fyrir Coxey sjálfum og hans fámenna flokki i Was- hington, halda hinar ýmsu herdeildir hans áfram i áttina til höfuðborgar- innar. Iowa-deildin er á siglingu nið- ur eftir Des Moines-ánni og Misisippi á ýmis konar bátflekum, er “hermenn- irnir” fengu í Des Moines. í Colorado eru 500 eða fleiri á austurleið á vagn- lest er þeir stálu, og lögregluþjónarn- ir fara hamförum bæði á undan þeim og eftír og setla sór að höndla þá ein- hvern tima. I gærkveldi lenti í bardaga milli Coxey-sinna og lögreglunnar vest- ur í Yakiinadal i Washington ríki. I riistum fornborgarinnar Eretria á Grikklandi eru fundnar menjar af bæði musteri og leikhúsi. Kólera er að útbreiðast á Rússlandi. 1000 kolanámamenn í Nova Scotia gerðu verkfall í gær. Heimtuðu liærra kaup. Bandaríkjastjórn og Þýzkalands- stjórn eru samdóma í því, að þær hafi ekki haft nema fyrirhöfn og kostnað af afskiftum Samoa málanna. Það er þess vegna ekki ómögulegt, að Bretar fái að verða einir um hituna fram- vegis, ef þeir, sem sennilegt er, vilja nota eyjarnar. Að frádregnum öllum kostnaði voru tekjur Montreal-banka fél. á síðastl. fjárhagsári bankans 81.31B.289.80. Er það nálega 11% vextir af uppborguð- um höfuðstól bankans. Fyrir Washington-þinginu er tillaga að skipa 6 manna nefnd til að rannsaka liver ástæða sé til iðnaðar °S verzlunardoðans, og benda á ráð til a'~' afstýra vandræðunum. Nefndina e,Sa að skipa 3 menn úr hverri þing- deild. Tillaga er fyrir efri deild Wasbing- tons þingsins um að Wilson-tolllögin skuli ekki hafa gildi að því er snertir canadisk viðskifti, fyr eu forseti gefur leyfi til þess. Ln leyfi tii þess á liann ekki að fa fyr en nef,Kj Bandaríkja og Canada-manna hefir komið sér sam- an um báðum haghvsema vörutolla. Coxey hefir verið knúður til að flytja “herbúðir” sínar út fyrir tak- mörk Washington-borgar. MANUDAG, 14- APRÍL. Ottawa-fregnii' segja htefu]ausf að búið só að veita govcrnors-ernbættið í Manitoba; það verði okki .veitt fyrri en eftir að þingi er slitið. Kyrkjan mikla í Brooklyn. N. Y., sem Dr. De Witt Talmage prédikar í, brann til kaldra kola í gser. Talmage sjálfur var hætt kominn; var inn i kyrkjunni ásamt 200 safnaðarlimum begar eldurinn kom upp. Er þetta í triðja skipti að kyrkja þessi brennur. Bignatjónið nemur 8325 000. Nálægt kyrkjunni var hótel mikið, er einnig hrann. Eignatjón á því um $600 000. Derby plötu-reyktóbak selst ákaflega vel og sala þess fer sívaxandi. Torpedo-skipi, er lieitir Eirioson (eftir Jóni Eiríkssyni sæuska) var hleypt af stokkunum í Dubuque, Iowa (Dubuque er á vesturbakka Mississippi- fljótsins) á laugardaginn. Er það fyrsta Torpedo-skipið sem smíðað hefir verið svo langt inni í landi. Bandaríkjaherskipið “Chicago” er á skemtiferð meðfram ströndum Eng- lands og hefir sjóflotastjórn Breta á- kveðið að halda yfirmönnunum á skip- inu veizlu mikla í Lundúnum á af- mælisdag drotningarinnar, á fimtudag- inn kemur. 5422 nautgripir voru sendir til Evr- ópu frá Montreal í síðastl. viku. Forseti Argentínu-lýðveldisins neit- ar að viðurkenna tillögur þingsins er fara fram á að gefa út ný ríkisskulda- bréf til þess að lina þrautir alþýðu í harðærinu. — Argentína er alt að því gjaldþrota nú, ,svo miklar eru rikis- skuldirnar. ÞRIÐJUDAG 15. MAÍ. í gær var bundin endi á öll við- skifti. í bráðina, Brasilíu og Portúgal stjórna, og erindreki Brasilíu í Lissabon kallaður heim. Orsökin er, að Portú- gal stjórn neitar að framselja upp- reistarmenn Brasilíu, er flúðu á portú- gisk herskip. 16 Lappar, karlar, konur og börn, komu til New York í gær og þóttu einkennilegar manneskjur I þjóðbún- ingi sínum. Fólk þetta er í þjónustu Bandaríkjastjórnar. A að fara til Al- aska og takast á hendur að hirða og temja hreindýr á búgarðinum, sem Bandaríkjastjórn er að stofna þar. Verzlunarþing breskra nýlendna verður haldið í Ottawa, Canada, í næstkomandi Júnímán. Tveir sendi- menn þangað eru nú komnir af stað frá Höfða-þorpi í Suður-Afríku. Flokkur af Coxey-sinnum liefir setið í St. Paul nokkra undanfarna daga, en fóru í dag af stað niður, Mississippi, áleiðis til Washington. Lestaferð á járnbrautum í aust- urríkjum Bandaríkjanna er alt að því ómöguleg vegna kola eklunnar. Lest- um hefir verið fækkað að mun á flestum brautuin þessvegna. — í Cleve- land, Ohio, stendur nú yfir fundur mikill til að reyna að koma á sættum milli námaeigenda og námamanna. Hálf sjöunda vika er nú liðin síðan efrideild Washington þingsins byrjaði að ræða toll-laga frumvarp Wilsons. Þrjú til fimm atriði kláruð er meðal dagsverkið. Repúblikar í efri deild hóldu flokks- fund í gærkvöldi og afréðu að berjast gegn toll-lögunum atriði fyrir atriði. Franskur gieifi, sem um tíma hefir verið í lialdi í Quebee, kærður fyrir að hafa stolið peningum frá konu sinni í Fralcklandi, er hann hefir yfirgefíð, var í gær framseldur Frökk- um og fluttur austur yfir liafið. MIÐVIKUDAG, 16. MAÍ. Um 190 hús eyðilögöust af eldi í Boston í gær, og eru 1,000 fjöl- skyldur þarafleiðaridi húsviltar, því húsin öll voru íbúðarhús. Eignatjón tahð um SJ milj. Um 300 manns biðu nýlega bana við járnbrautarslys í 'Mið-Ameríku, i San Salvador-ríkinu, segja fróttir frá Panama. Oeirðir allskonar og smá-orustur eru tíðar i Nýfundnalandi, út af póli- tisku klækjamálunum. Bólusóttin æðir um Mexico. Fellibylur sleit’í gær stykki mik- ið úr Northern Pacific-sporinu i Minne- sota. FIMTUDAG, 17. Maí. Ofsastormur og steyjiiregn æddi yfir mikinn hluta af Minnesota í gær og varð 5 mönnum að bana. Eigna- tjón, er leiðir af storminutn, er motið á SJ millíón. Tilraun hefir verið gerð að kaupa nokkra af efri deildar þingmönnum i Washington til að greiða atkvæði móti tolllagafrumvarpinu. Braziliu-stjórnin beið ósigur í gær í orustu við uppreistarmenn. I orust- unni féllu 140 manns. Nokkrir egyfskir auðmcnn hafa nú ákveðið að höfða sakamál gegn Lesseps gamla í Paris fjwir fjárdrátt o. þ. h., Þegar Suez-skurðurinn var grafinn. Er Þar búist við engu hreinlegra máli en þrí um Panama-skurðinn. Saktin “Valkyrju”, er síðastliðið haust þreytti kappsigling á New Yorlt höfn, fórzt nýloga við strendur Afríku með allri skipshöfn. Var orðin oign ítalskra manna. FÖSTUDAG, 18. Maí. Timburtollurinn kom til umræðu aftur á sambandsþingi í gær og tilkynti þá fjármálastjórinn, að tollurinn skyldi einnig tekinn af borðvið, sem heflaður er annarsvegar. Martin fór fram á, að tollurinn væri einnig tekinn af hefluð- um við beggja megin og plægðum, en sú tilaga var feld. Lestagangur á Grand Trunk braut- unum í Ontario er nærri ómögulegur vegna kolaleysis. Verkstæðum hefir og orðið að loka af sömu ástæðum. Washington-þingið hefir skipað nefnd til að rannsaka kærurnar um mútu-tilraunir viðefri deildarþingmenn. Enn fremur á að rannsaka þá kæru, að sykurgerðarfél. Bandaríkja hafi lagt millíón í kosningasjóð demókrata fyrir síðustu kosningar. Jarðskjálfti gerði vart við sig á Skotlandi í gær. Stórmenni ríkiskyrkjunnar á Eng- landi afbiðja aðskilnað kyrkjunuar I Wales frá þjóðkyrkju heildinni. í gær brann aftur $600,000 virði af eignum í Boston. íslands-fréttir. Eftir Áustra. 21. Marz. Snjójlóð. Hinn 16. Febr. kom snjó- flóð á bæinn á Höskuldsstöðum í Breið- dal, sem lenti mest á bæ bóndans Ein- ars Gunnlögssonar, er var nær læk þeim er flóðið kom úr. Fjós er efst húsa með dyrum upp að fjalli og vatnshús til hliðar, einnig með útidyrum, og úr þeim liggja beinar dyr fram á hlað. Snjóflóðið braut nið- ur vatnshúsið og fór fram um allan bæ- inn, svo að hálffyltust göngin, eldhús, búr og baðstofudyr, svo ekki varð kom- izt úr baðstofunni nema út um glugga. Timburhús er neðst í þorpinu, þrí- loftað, og braut flóðið tvo glugga á mið- loftinu, sem vissu að fjalli, og hálffj'lti lítið herbergi, er var við annan glugg- ann. Kjallarinn nærri fylltist af vatni. F'jósdj'rnar brotnuðu upp og fylltist fjósið í miðja súð af snjó og vatni. í fjósinu voru tvær kýr, tarfur og kálfur nýalin, sem alt náðist lifandi nema kálfurinn. Einnig braut snjoflóðið inn töðuhlöðu með á að gizka tuttugu hest- um af töðu í, hérumbil helmingurinn náðist þiír af henni, en meiri og rúinni skemdir. Yfir alt túnið fyrir ofan bæinn, þar sem sést fj’iir flóðinu, sem er víða svo þj'kt á. liefir borið grjót og sand, en þó mun það vera verkandi. Fólk var alt á hentugum stað, svo það ,'sakaði ekki. I bæ Hóseasar kom að eins nokkur snjókrapi í fjósið, svo'nautin stóðu rtim lega í kvið í því. Snjóflóðið hafði tekið sig upp á svo- kallaöri Hólamýri í fjallinu, serner stór, en þó með litlum lialla, en hallar öll að þröngu gili, sem endar fáa faðma frá bænum. Hafði komiö svo mikill krapi í mýrinni unz alt fór á stað. Tveir menn urðu úti af sunfianpósti á Eskifjarðarheiði. er hann fór ofan á Eskifjörð með póstinn. Fengu blind- bil, fíppgáfust og gróf jióstur þá í fönn, en voru dauðir er þeir fundust. Þann 10. þ. m. héldu Good templar á Fjarðaröldu almennan málfund. Voru fjrrst fluttir heitir og áhugamiklir fyrir- lestrar af Þorsteiui Skaptasj’ni og Ant- oni Sigurðssyni um binkindísmálið og síðan tfiálið töluvert rætt á fundinum. g Gufuskipið “Vaagen” kom til Aust- tjarða um miðjan þ. m. með timburfarm frá Mandal. Með “\aagen fréttist, að herra Otto Wathne hefði keypt gufuskip, 418 smálestir, að eins 4 ára gamalt, og j-fir- hysgt. Skipið heitir “Egill” (Skalla- grímsson) og á að ganga til vöruflutn- inga til og frá íslandi í sumar. og er bráðum væntanlegt liingað og fer þá norður á ýmsar hafnir. A “Agli” verð- ur valmennið Tönnes Wathne skip- stjóri. Amtmannsembættið norðan og aust- an veitt sýslumanni Lárusi Blöndal. Emirit-prestur, séra Jakob Bene- diktsson á Glaumbæ, sæmdur riddara- krossi dannebrogsorðunnar, og óðals- bóndi Jónas Gunnlögsson á Þrastar- hóli dafinebrogsmannskrossi. 30. Marz. Þann 27. þ. m. kom hingað gufu- skipið “Egill”, skipstj. Tönnes Watline, frá Skotlandi, en þangað hafði það kom- ið frá Höfn. “Egill hefir töluvert af Vörum hing að og á Suðurfirðinaog til Norðurlands- ins. Skipið er nýtt og mjög vandað, hef- ir 2 þilför, og ágætt farþegjarúm og gengur 8J—9J mílu á “vakt” (4 tímar). “Egill” fer eftir 4 daga héðan norð- ur með vörur og farþegja, og kemur viö á Vopnafirði, Húsavík, Akureyri og Siglufírði, en í bakaleiðinni einungis á Raufarhöfn. O. Wathne hefir nú og keypt lítinn gufubát, er hann mun ætla á Lagar- fljót. Það mun mikið að þakka góðum tillögum O. Wathne, að hin danska vitastjórn hefir gefið vita til Dalatanga hér við Seyðisf jörð, sem sjálfsagt hefir mjög mikla þýðingu fyrir alt Austur- land. O, Wathne er orðinn “Assurance Agent” Frakka og Dana á öllu íslandi með 4000 kr. föstum árslaunum. . Nú er hér sólbráð og sunnanvindur á degi hver jum. 7. Apríl. Þann 30. f. m. kom strandferða- skipið “Thyra” og fór aftur norður um land um morguninn þ. 81. Með skipinu voru, kaupm. Popp frá Sauðárkrók, og Valdimar Davíðsson Sveinn Brynjólfsson og Sigurður Jó- hannesson frá Winnipeg o. fl. Með skipinu tóku sér far héðan til Akurej’rar, skólakennari Arni Jóhanns son með konu sinni og syni, og skó- smiður Anton Sigurðsson. Þann 3. þ. m. fór gufuskipið ‘Egill” héðan til Vopnafjarðar og ýmsra hafna á norðurlandi og nokkrir farþegar með honum. Vöruskipið “Skírnir”, skipstjóri Andersen, kom hingað 5. þ. m. alfermt til V. T. Thostrups verzlunar. Þessa dagana hefir hér verið ös eins og mest í Kauptíð af Héraðsmönnum, sem flestir hafa verið að sækja pöntun- arfélagsvörur Iiingað. Á annan í páskum andaðist kona séra Jóns Halldórssonar á Skeggjastöð- um, Ragnheiður dóttir séra Daníels Halldórssonar á Hólmum, eftir 23 vikna þunga legu. Frú Ragnheiður var síðari kona séra Jóns, hin ástríkasta og elskuleg í viðmóti og vel látin af öllum. Eftir Stefnih. Akureyri 14. Marz. Unglingmuiönr vtirð úli 4. f. m., Jón- as Benediktsson að nafni, frá Einars- stöðum í Rej'kjadal. Var liann á ferð með öðrum pilti yfir að YTstafelli í Kinn og ætlaði að vera þar urn tíma að mentast hjá Sigurði bónda .Jónssyni. Þegar þeir voru komnir upp á Kinnar- fellið. stall á þá ofsnlegt dimmviður af vestri. Hröktust þeir þá austur af fellinu og austur j-fir Skjálfandafljót, þar féll Jónas niður örendur, líkast sem liann hefði fengið slag; hafði hann í bjrrjun veðursins mist höfuðfat sitt. Hinn pilturinn náði bæjum um morg. uninn eftir mjög þrekaður. Jónas heitinn var greindur og efni- legur piltur. 31. Marz. Sýslanefnd Skagfirðinga hefir að sögn ákveðið að taka 20 000 kr. lán til að koma á stofn tóvinnuvélum ; er svo til ætlast, að SigurðurÓIafsson á Hellu- landi í Hegranesi taki að sér stjórn vél- anna. Á hann að sigla i ár og læra að vinna á vélarnar, og koma svo með þær og húsið næsta vor. Vélarnar á að setja á Sauðá við Sauðárkrók. Ákveðið er að brúa Austurvötnin nólægt Ási, en svifferjuna, sem á þeim hefir verið, á að flytja upp á póstleiðina. Skagfirðingar ætla að halda i vor almenna skoðun á hestum og sauðum, og eru sérstakir menn kosnir til skoð- unarinnar. Svo er til ætlast, að haldið verði á- fram með öldubrjótinn á Sauðárkróks- höfn, sem talað var um á sýslufundi í fj-rra. Tiðarfar. Þessi mánuður bj-rjaði með snjóburðarhríðum, er liéldust ná- lægt viku ; þá blotaði ofurlítið og gerði alveg jarölaust fyrir nllar skepnur. Síð- an bj rjaði aftur að snjóa, en vanalega var snjóburður ekki mikill og frost oft- ast nær mjög lítið. Hélzt þessi tíð þar til á pólmasunnudag að brá til þíðu, er hefir haldizt lengstaf siðan. Er nú koinin næg jörð víðas; hvar, enda mun ekki af því veita, því hejrtæpir eru margir bændur orðnir nú ; einkum er kvartað um lieyskort í Höfðahverfi og framarlega i F'njóskadal. Samt er von- andi, ef þessi bati helst framvegis, að menn komi skepnum sinum allvel af, því margir eru vel byrgir af heyi. Ti'o menn kól nýlega til stórskaða, Bjarna Bjarnarson frá Grenivík í Höfða hverfi og vinnumaim frá sama bæ. Þeir voru á ferð á Flateyjardalsheiði, náðu ekki til bæja sökuin óveðurs, og urðu að hggja úti. 16. Apríl. Kerðameun. Með Thyru kom hing- frá Höfn kaupmaður Valdimar Dav- íðsson, er fer héðan aftur til baka með Thyru er hún kemur að sunnan; enn fremur S. J. Jóhannesson (ætti aður úr Húnavatnssýslu), sem leng- hefir dvalið í Winnipeg og komizt þar í góð efni; hann kom nú skemti- ferð til að hitta forna vini og kunn- ingja. Ymsir fleiri farþegjar voru og með skipinu. Héðan sigldi með “Agli” Skúli Skúlason, sem þingið síðasta veitti styrk til að læra mj-ndasmiði, og ætlar hann nú að komast á verk- stæði í Kaupmannahöfn. Tíðarfar hefir verið einstaklega blítt og stillt það sem af er þessum mánuði. Afli hefir verið nú nokkur inn- arlega á Eyjafíröi. Too agenta frá Manitobastfórn eig- um við »ð hafa hér í sumar. Magnús Paulson og Sigtrj-gg Jónasson. Með komu gufuskipanna var korn- vara hjá kaupmönnum á Akurej-ri sett niður í: rúgur 7J eyri, rúgmjöl með poka 8£ eyri, bankabjrgg 10 og 11 a. eftir gæðum, baunir 11. a. og hrísgrjón 12 a. pd. Svo mun og sykur hafa lækkað að minnsta kosti niður í 35 a. og róltóbak í 1,50 a. Um aðrar prisabreytingar höfum vér ekki heyTt getið. Eftir Þjódólfi. 6. Apríl. Fólksjtutningar til Ameríku héðan af landi verða að líkindum ekki mikl- ir þetta ár. Það er ekki svo glæsilegt að frétta af ástandinu þar vestra. Einn landi í Manitoba skrifar t. d. til kunn- ingja sins hér á þessa leið . “Eg hef varla rænu á því að skrifa neinum heim núna, þegar alt gengur eins illa og nú á þessum tímum; hér um bil engin vinna fengizt í alt sumar og það sem af er vetrinum. Allir kvarta og bera sig illa, og atvinnulejrsið um alt landið svo mikið, að ég hef aldrei heyrt né sóð neitt þvílíkt. Héðan fór mesbi sægur af fólki til Norðurálfunnar í sumar, af því atvinnulejrsiö var svo alment, og enn er enginn vottur um neina breyting til hins betra.-------- Eg vil því eigi ráða neinum að fljrtja sig hingað til álfu að heiman, og tel það vitlej-su, því hér tekur ekkert ann- að við en sultur og eymd.” í bréfi úr Norður-Þingeyjarsýslu til ritstjóra þessa blaðs. dags. 28. Jan þ. á., segir svo : — — — “Eg get sagt yður það héðan með rökum, að Sigurður Krist- ófersson narraði tvo bræður sína, Sig- urjón og Pétur, báða mjög vel virta dugnaðar- og efnamenn í Mývatnssveít íneð sér til Ameríku með konu og börn- um. — Nú hafa merkir menn eftir úr bréfum frá þeiin fyrri, að hann hafi engan blett fundið í Ameriku sem hann vilji festa jrndi við, eftir langa leit, en þeim siðari, að svo só honurn gengið, að hann eigi ekki meira eftir af öllum eigum sínum, en gripsvirði, en konan, sem hér var hin hraustasta, liggur veik. Ekki virðast þær svo girnilegar þessar lýsingar af lifinu vestra, að þær ættu að hvetja landa vora að fljrtja héðan að þessu sinni. Hinn 18. f. m. andaðist að heimili sínu Bjgðarholti í Sandvíkurhreppi Gunnar bóndi Bjarnason Jónssonar Bjarnasonar frá Grímsfjósum í Stokks- ej-rarhreppi, 56 ára að aldri. 19. s. m. lézt merkiskonan Guðný Jónsdóttir á Ytra-Hólmi á Akranesi, kona Póturs Ottesen. Hún var 76 ára að aldri. Látinn er hér í bænum Nikulás Sig- valdason, faðir séra Ingvars í Gaul- verjabæ. Hvalrekar. Tvo hvali hefir rekið i Hornafirði, annan 16. f. m. 30 álna langan og hinn 20 s. m. 34 álna. og var hvorttveggja eign Bjarnaneskj-rkju. Injluenzatcikin mun nú hér um bil um garð gengin hór í bænum eftir rúman mánuð, og svo mun einnig vera í sjóplássunum hér við sunnau- verðan Faxaflóa. 13. Apríl. Hinn 2. þ. m. andaðist að Velli í Ilvolhrepp Hermanníus Elías Johnson fj-rriim sýslumaður Rangvellinga.Hann var fæddur á ísafiröi 17. des. 1825. 7. þ. m. andaðist hér í bænnm Guð- ný Gísladóttir Möllor ekkja Hans Möl- lers kaupmanns í Rejrkjavík 86 ára gömul. 5. þ. m. andaðist Ivristin Eggerts- dóttir (stúdents Magnússonar Waage’s hér í bænum og húsfrúr Kristinar Sig- ui'ðardóttur stúdents á Stóra-Hrauni) kona Helga verzlunarstjóra Jónssonar í Borgarnesi, góð kona og vel látin. NR. 20. 30. f. m. andaðist í Skálholti í Bysk upstungum Pé’.i Ejrjólfsson gullsmiður, er lengi átti neima hér í bænum, og var um hríð veitingamaður á Gejrsi, en áð- ur útgefandi “Tímans” og “íslendings yngra”. 2. febr. andaðist t»ð Réttarholti í Skagafirði Helga Þorvaldsdóttir ekkja Ara knnselliráðs Arasonar á Fugumýri. í f. m. andaðist Magnús Sæmunds- son óðalsbóndi á Búrfelli í Grimsnesi og litlu fyrr kona hans Guðrún Gisladóttir frá Kröggólfsstöðum Ejrjólfssonar bæði hnigin á efra aldur. Látinn er úr heilabólgu Jóhann Sæmundsson ungur og efnilegur bóndi í Lækjarbotnum á Landi. Slysfarir. 4. febr. varð úti unglings piltur frá Gestsstöðum í Steingrímsfirði. 28. f. m. drukknaði í Norðurá skammt frá Arnarholti Árni Jónsson frá Flóða- tanga—Stykkishólmspóstur frá Arnar- holti—; hröklaðist í vök þar í ánni. Nafni hans Arni Gíslason vestanpóstur fór á undan jríir ána og komst klaklaust yfir. Oeysir og Strokkur voru fjTÍr fullt og alt seldir 9. þ. m. írskum manni Ja- mes Craig (yngra) í Belfast fjTÍr 3000 kr. I kaupinu fylgja og hverirnir ‘ Blesi” og “Litli Geysir” eða svonefnd “Óþerrihola” ásamt dálitlu svæði kring um hverina, alls um 6 500 ferh. faðmar. Ábúandinn á Haukadal hefir áskilið sér rétt til að hafa umsjón hveranna, gegn hæfilegri þóknun, þá < r eigandi er ekki viðstaddur, enn fremur forkaupsrétt að hverunum, ef þeir verði seldir aftur. Hann á að annast hestagæzlu fjTÍr ferðamenn, eins og að undanförnu, því að ekkert beitiland fylgir með í kaupinu Seljendur hveranna : Sigurður bóndi Pálsson á Laug og syifir hans Greipur og Jón bændur í Haukadal verða alls ekki ásakaðir fyrir þessa sölu, því að þeir höfðu boðið landssjóði hverina til kaups, en þingið vildi ekki, hefir líklega þótt viðkunnanlegra að hverirnir lentu í höndum útlcndinga, enda er það nú orðið og i jáir ekki um það að fást. Það getur vel verið, aðhinn nýi eigandi sýni hverunum meiri sóma, en landssjóður hefði gert, reisi þar gistihús o. s. frv., en talið er það mjög óvíst, af þeim er kunnugastir eru. Skipstrand. Aðfaranótt 7. þ. m. strandaði á Býjaskerjum skipið “Fran- ciske”, hlaðið salti til kaupfélagsins í Garðinum. Mönnum varð bjargað. Gufubáturinn “Elin” hóf hinar reglulegu ferðir samkv. áætluninni 10. þ. m. til Borgarness og Straumfjarðar en hafði farið áður nokkrar aukaferðir.í bjrrjun þ. m. ScWurprófastur í Norður-Múlapró- fastdæmi er sém Einar Jónsson á Kyrkjubæ, í stað Sigurðar prófasts Gunnarssonar, Manntjón varð á Eyrarbakka 7. þ. m., drukknuðu 3 menn, en 7 var bjarg- að af Magnúsi Magnússyni I Túni á EjTarbakka, er oftar hefir bjargað mönnum úr lífsháska og hlotið verð- la in fyrir. Þeir, sem drukknuðu voru t Oddgeir Vigfússon (sýslumanns Sigurðs- sonar Tiiorarensens) frá hæli í Ej-stra- hrepp, Þórarinn sonur Arnbjarnar bónda á Selfossi og Sigurður Árnason í Mörk á Ej’rarbakka. 16. Apríl. Hinn 21. f. m. andaðist Jakob Rós- inkarsson óðalsbóndi í Ögri, fæddur í Æðey 23. Júní 1854. Aðfaranótt 8. þ. m. andaðist að Bræðratungu i Biskupstungum ekkjan Þuríður Pálsdóttir. (Framh. á 4. bls.) Við harðlífi AYER’S PILLS Við meltingarlejsi AYER’S PIL LS Við gallsýki AYER’S PILLS Við höfuðverk AYER’S PILLS Við lifrarveiki AYER’S PILLS Við gulu AYER’S PiLLS Við ljstarieysi AYER’S PILLS Við frifit AYER’S PILLS Við köhlu AYER’S PILLS Við hitasótt AYER’S PILLS ilbúið af Dr. J. C. Ayer & G o., Lowell Miiss. Selt bjá ölhun lyfsölum. SERIIVER INNTAKA VERKAR.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.