Heimskringla - 19.05.1894, Side 4

Heimskringla - 19.05.1894, Side 4
4 HETMSKRIN3LA 19. MAt 1894. TJndirskrifaður lœtur hér með gamla skiptavini sína vita, að hann er seztur að í stóru og rúmgóðu hvisi 530 Ross Ave., og vonast þvi eftir, að hans góðu og gömlu vinir komi og sjái hann. B. J. Skaptason. Winnipeg. Mrs. J. E. Peterson talar í Únítara- húsinu annaðkveld kl. 7. . 19 ungmenni Jvoru fermd í lút. kyrkjunni á sunnudaginn var. íbúatal Winnipeg er nú sagt 35,500, er sýnir fjölgunina á síðastl. ári meir en 2,500. Viðskiftamenn vorir eru minntir á, að nafnlaus handrit eru ekki tekin til greina. Miss Gr. Asgeirs leikur framvegis á orgel við guðsþjónustur á Unity Hall (corner McWilIiam & Nena). Ýmsar ritgerðir, sem áttu að koma i þessu blaði, urðu að rýma fyrir Islands-fréttum. Síðastl. sunnudag flutti Mrs. Pet- erson ljómandi fagra ræðu á Unity Hall fyrir allmörgum áheyrendum. Ljóðmæli Jóns Ólafssonar, innb. $1,25. Örfá eintök eftir. Jón Ólafsson, 254 Nena St. Fregnriti “Free Press” í Westbourne, Man., segir að íslendingarnir á vest- urströnd Manitoba-vatns muni ánægð- ir með hlutskifti sitt og uni vel hag sinum. Skemtiferð fyrir fólkið til Birds Hill á fimtud. kemur. Lest út á hverri kl. st. frá kl. 9. Fargjaldið 40 cents fram og aftur. Hr. Einar Ólafsson fór á laugar- daginn var vestur í Þingvallanýlendu og nágrannabygðir, í skuldheimtu er- indum fyrir verzlunarfél. hér í bænum. Únítarar hér í bænum eru að reyna að koma á fót góðum söngfiokki í kyrkju sinni; má eflaust húast við góðum söng þar framvegis. Samkvæmt skýrslu bæjarverkfræð- ingsins eru nú í bænum 134J mílur af hliðar gangstéttum, trjá og stein- lögðum, tæpar 91 míla af uppbygðum strætum. 9J mílur af brúlögðum stræt- um, og 80g mílur af sorprennum. Nafnfrægi tragediu-leikarinn T. W. Keene leikur síðartöld rit á Bijou Theatre í næstu viku: Á mánud.kv. Richelieu, þriðjud.kv. Louis XI, miðv.d. kv. Ric/uird III., fimtud.kv. Otheilo, föstud.kv. Ilamlet, laugard.kv. Ric/utrd III., og á laugard. kl. 2. e. h. Merchant of Venice. María segir, bæ frá bæ, beztu kaup í heimi tíu centa Diamond Dye; drótt því eigi gleymi. 7'' Ef þessi vísa og þessi grein er send til Weli.s & Richaudson Co. í Montreal, ásamt 25 cts. i peningum eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir hið ágæta mánaðarlega familíu-blað “Our Home” sent til sín í heilt ár; sömuleiðis bók með myndum sem heit. ir “How to make Mats and Rugs,” og einn pakka af blek-efni, sem nægir til að búa til 10 únsur af besta bleki. Segið í /tcaða hlaði þer sdud þetta. per Hús til sölu, nýlegt, afbragðs hlýtt, fyrir ágætt verð og léttustu af- borganir, sem hugsazt geta. Lítil út- borgun. Ágætis-kaup og beztu kjör. Lysthafí semji við Jón Ólafsson, 254 Nena Str. Hjálmar bóndi Hjálmarsson, úr Þingvallanýlendu, kom til bæjarins á mánud. var. Burtfararhug segir hann tálsverðan í nýlendunni. Skattgildar eignir í bænum eru í ár metnar $22 061 310, en undanþegnar skattgjaldi erueignir virtar á $4 372 080 Eignir í bænum því alls $20 433 420 virði. Þegar blaðið fer í pressu, er enn ekki komið svarið frá fylkisstjórninni upp á það, hvort hún vill eða vill ekki veita umheðinn styrk til Manitoba Suðaustur-brautarinnar. Svarið átti að koma í gærmorgun, þá í gærkveldi, en í dag (föstud.) á hádegi, er það ókomið, að því er almenningur veit. “Trihune” spáir illa fyrir að styrkurinn fáist, en það sannar litið, þó mögulegt sé auðvit- að að það segi satt endrum og sinnum. Herra Guðmundur Guðmundsson, gullsmiður, sem um undanfarin ár hefir unnið að gullsmíði hjá Mr. Guðjón Thomas hér í bænum, fór á miðviku- daginn til Hallock i Minnesota (um 20 milur suðaustur frá Pembina). Ætlar hann þar að stunda gullsmíði og verzla með þess kyns vaming upp á eigin reikning. Patrick McGowan, bókhaldari við betrunarhúsið að Stony Mountain, beið bana hér i bænum á mánudagskvöldið var á þann hátt að hestar sem hann keyrði fældust, vagninn snaraðist á hliðina og hann hraut út. Annar mað- ur var i vagninum með honum og meiddist hann allmikið. Hon. Robert Reid, landvarnarstjóri í Vjctoria í Ástralíu, kom til bæjarins á heimleið á laugardaginn var. Hann mátti ekki tefja, þvi skipið sem hann tók far með frá Vancouver, fór af stað á miðvikudaginn, en fund hafði hann með bæjarmönnum á vagnstöð- inni, til að mæla með nánari verzl- unarviðskiftum Canada og Ástralíu. Mr. G. H. Bradbyry, sem talað er um að verði þingmannsefni í Lisgar, kom til bæjarins frá Ottawa á þriðju- daginn var. Segir hann alveg óvíst hver hreppi Governors-embættið í Ma- uitoba, og þvi síður víst hvenær það verði veitt. Undir engum kringum- stæðum verði neitt gert í því fyrr en eftir að þingi er slitið. Kosningar í Lisgar eru því ekki eins nærri garði eins og Lögbeuo óttast. Jóhannes Th. Jóhannesson, sem fyrir» nokkru leitaði til landa sinna hér í bænum um hjálp til að kaupa raf- magnsbelti sér til lækninga, þakkar ástsamlega fyrir undirtektirnar er hann fékk. Hann hefir nú fyrir skömmu fengið beltið og er farinn að brúka það, en of snemt er enn að gera á- ætlun um, hvort það kemur honum að tilætluðum notum. Þó virðist hon- um hann hafa meiri hvfld síðan hann fór að brúka það og eiga hægar með að sofa. Úr bréfi úr Nýja íslandi, dags. 9. þ. m. : “Að morgni hins 7. þ. m. andaðisj að heiihili sínu, Einarsstöð- um í Arnesbygð, heiðurskonan Guð- ríður Benediktsdóttir, eftir 10 mánaða þunga legu í tæringarveiki. Jarðar- förin á að fara fram 11. þ. m. ísinn er nú af vatninu fyrir strönd- um nýlendunnar.” Derby plötu-reyktóbak er hið geðfeldasta og þægi- legasta tóbak fáanlegt. börnum til fermingar, og að auki náttúrufræði, landafræði, mannkyns- saga og danska, enda er menning orðin hér óþekkjanleg í samanburði við það, sem áður var.” VORIÐ 1894. íslands-fréttir. (Framh. frá 1. bls.) 19. Apríl. uIIið íslenz/ca kvennfelag.” Svo nefn- ist félag það, er myndaðist hér í bsen- um í vetur til að styðja að stofnun háskóla hér á landi. Félag þetta hélt fund 16. þ. m. og var þar samþykt, að færa út verksvið þess samkvæmt áskorun, sem verður send um alt land til úthýtingar. Hafa konur þær, 18 að tölu, er upphaflega voru valdar í forstöðunefnd háskólamálsins, ritað nöfn sín undir áskorun þessa, en alls eru nú um 700 kvenna í félagi þessu, bajði hér í bænum og á Seltjarnarnesi. Vér vonum, að* þessi áskorun frá hinu fyrsta fslenzka kvennféliyfi, mæti góð- um undirtektum meðal íslenzku kvenn- þjóðarinnar, þvi að augnamiðiðer gott: að stuðla að efling vfsindanna hér í landi, og lyfta kvennþjóðinni ögn upp á við m. fl. Það hljóta að vera eins kon- ar nauða vantrúaðar afturhaldssálir, er slíkar hugmyndir og slíkan félags- skap níða. Tminnuvelar. Nú ætla Eyfirðing- ar að koma upp tóvinnuvél hjá sér, jafnhliða Skagfirðingum, svo ekki verða þau héruð í félagi með það, eins og gizkað var á í fyrstu. Hefir sýslunefnd Eyfirðinga ákveðið að taka 15,000 kr. lán úr landssjóði upp á 28 ára afborg- un og rentur með 6% á ári til að koma upp vélum þessum á Oddeyri. Bauðst Sigtryggur bóndi Jónsson á Espihóli til að taka að sér að koma vélunum á fót, ef hann fengi áður umgetna upphæð að láni hjá sýslunni gegn nægu veði, og gekk nefndin að því, en setti það skilyrði, að hann dveldi erlendis einn vetur, til að kynna sér tóvinnu- véla-iðnað. Prestvígsla. Sunnudag 15. þ. m. vígði biskup þá Júlíus Þórðarson, að- stoðarprest að Görðum á Alptanesi, og Vilhjálm Briem, prest að Goðdöl- um. Mannskaði. Enn drukknuðu 2 menn í fiskiróðri á Eyrarbakka 11. þ. m.: formaður Páll Andrésson, fátæk- ur barnamaður Eftir Þ.ióuv. Unga. ísafirði, 31 Marz. Úr Ólafsník er oss skrifað 18. jan. þ. á.: “Barnaskólinn hér í Ólafsvík er kominn í mjðg hlóinlegt ástand; þar eru nú í vetur eins mörg börn, eins og húsrúmið leyfir, 32 að tölu, og eru tveir kennarar við skólann : cand. theol. Sveinn 1 Ouðmumlsson og Sveinbjörn Jósepsson; á skólanum er kennt allt það, sem heimtað er af VEITT HÆSTU VERÐLAUN A IIEIMSSÝNINGUNNI IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óhofl efni. 40 ára reynzlu. 12. April. Skn “Litla Lovísa” kom hingað til kaupstaðarins4. þ. m. sunnan úr Stykk- ishólmi. og með henni um 80 sjómenn úr Breiðafirði, sem Bjarni skipstjóri, Jóhansson hefir ráðið þar syðra, til þess að vera á þilskipaútveg Á. Ás_ geirssonar verzlunar í sumar.' Ajlabrögð eru heldur að lifna hér við Djúpið; hafa aflazt 1—2 hundruð á skip, og þar um, í ytri veiðistöð- unum hér við Djúpið öðru hvoru und- anfarna daga. Úr Vestmanvaeyjum er oss ritað 13. Marz þ. á.: “Héðan. er að frétta frá- munalegt fiskileysi, svo útlitið er nll- ískyggilegt, ef ekki raknar úr. Með Landeyingum fluttist infiuenza hingað 8. þ. m. og geysar enn hér um eyj- arnar. í nótt andaðist einn af merk- ustu bændum eyjarinnar Ingimundur Sigurðsson, úr kvefveikinni. Bjbrmálið dcemt. Héraðsdómur var upp kveðinn hér á ísafirði 6. þ. m. af setudómara Páli sýslumanni Einarssyni í gestaréttarmáli því, sem Björn sýslum. Bjarnason höfðaði gegn S. J. Nielsen, verzlunarstjóra og 5 öðrum kaupstaðar- búum, út af ærumeiðandi áburði i vott- orðinu góða, sem Lárus Bjarnason fékk hjá þeim í vetur, og sendi með suður, er hann vildi losna við Björn; urðu dóms- úrslitin þau, að hinir stefndu voru allir dæmdir í 40 kr. sekt hver — eða 12 daga einfalt fangelsi — og til að lúka öllum kostnaði sakarinnar skaðlaust, eins og málið ekki hefði verið rekið með gjaf- sókn af stefnandans hálfu; svo voru og þau ummæli hinna stefndu, að Björn sýslum. hefði verið “svo drukkinn í rétt- inum, að hann auðsjáanlega naumlega vissi hvað hann gerði,” dæmd ómerk. Hr. L. B., sem í rauninni hefði átt að vera einasti mótpartur Björns i mál- inu, þar sem vottorðið var í hans þágu, flutti vörn fyrir hina stefndu, lét leiða 20—30 vitni, rakti hvert sporið sem B. hafði gengið, og reyndi að telja hvern bitann og sopann, semhann hafði neytt, bæði á dansleiknum nóttina fyrir (!), og eins um daginn, á undan umgetnu rétt- arhaldi; en þrátt fyrir þessa dæmafáu dánamensku aðferð, kom alt fyrir ekki og spilti fremur en bætti málstað þeirra vottorðsgefanda.'.na. 20. Apríl. Tíðarfar. Sama öndvegis-tiðin, som verið hefir hér vestra, síðan á páskum, hefir haldist þessa siðastl. viku. Afla/irögð hafa verið mikið góð hér við Djúpið um hríð, en því miður hefir “influenza”-pestin hamlað mjög sjó- sóknum. “Injluenza”-ve/ikin hefir nú gengið hér í kaupstaðnum um undanfarinn hálfsmánaðartíma, og tint upp, og lagt í rúmið, nálega hvert mannsbarn; likar fréttir berast og úr nær-sveit- unum. Aðfaranóttina 14. þ. m andaðist hér í kaupstaðnum einn af elztu borg- urum þessa bæjar, Ásmundur beykir Sigurðsson, liálf-sjötugur. 15. þ. m. andaðist hér í bænum Ólafur Þorstcinsson, húsmaður frá Al- viðru í Dýrafirði, 26 ára að aldri. Enn fremur liafa og á þessu sótt- veikistímabili andast hér í bænum gamalmennin Ingimundur Guðmnnds- son húsmaður og ekkjan Guðrún Guðmundsdóttir, um áttrætt. í Álptaíirði er sagður nýlátinn Jón Björnsson, húsmaður á Hlíð, seni um mörg ár hefir stundað lækningar hér við Djúpið. Á Snæfjallaströndinni hafa látizt: Jón Kolbeinsson á Bnæfjöllum, og Dagmey Guðmundsdóttir, kona Otúels Vagnssonar við Berjadalsá. the: Blue Store Merki: B!a stjarna. 434 Mam Str. Winnipeg. Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkum tíma hefir sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þid getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjálfir. Komið og skoðið okkar Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. Látið ekki hjá líða að heimSækja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STREET. A. Chevrier. Fáið ykkur SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. E. B. Eddys annaðhvort “indurated” eða tré- smérkollur. — Hinar ódýrustu 0g beztu á markaðinum. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KÖLLUR Eddy’s. Skrifið eftir prísum fáið sýnishorn lijá TEES & PERSSE Winnipeg, Man. KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG .... ÓDÝRASTAR VÖRUR........ Ilveiti. Bran. Fóðr-hveiti. Oil Cake. Flax Seed. Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. ... njá BLACK.ADAR, IRON WAREHOUSE. 131 Higqin Str.- 566 Jafet í föður-leit. “Þaö er það nsín, sem þér er gefið i kær- unni samkvæmt framburði meðfanga þing,” svaraði dómarinn. “Við getum auðvita(ð ekki sagt, að \ið þekkjum ið retta nafn þitt. Það er nóg að þú svarir, hvort þú, fanginn, sért sekr eða sýkn.” “Saunarlega sýkn, herra dómari,” svaraði ég, lagði höudina á brjóstið og hneigði mig fyrir honum. Rannsóknin hélt mí áfram. Armstrong var aðal-vitnið. Hann treysti sér ekki að sverja, að ég væri sami maðrinn, sem liefði ráðið á sig Gyðingrinn var leiddr sem vitni, og sór hann, að liann liefði selt mér fötin, sem í bögglinum vóru, og göngustaönn, sem Armstrong hafði náð af manninnm, sem á hann réðst. Fötin, sem ég hafði verið í þegar ég var handtekinn, vóru Jögö fram í réttinum. Að því er til Ogle’s kom, þá gat enginn vafi átt sér stað. Svo var skorað á okkr að færa vörn í máli okkar. Ogle’s vörn var stntt. Hunn kvaðst hafa verið fiogaveikr alla æfi—heíði verið á ferð til Hounslow og feng- iö kiampaflog. Það heíði hlotið að vera ein- hver annar, sem hefði framið rúnið og komizt undan, en sjalfr kvaðst hann liafa verið hand- samaðr í misgripum, tekinn fyrir annan mann en liann væri. IJessi vörn virtist ekki hafa nein önnur á- hrif, eu að gera manninn hlægilegan og vckja andstygð á ofdirisku lians að ljúga. ' Jafet í föður-leit. 571 var ég læstr inni í klefa dauðadæmdra manna. Aftakan átti fram aö fara á fimtudag, og ég hafði tvo daga til undirbúnings dauðanum. En á meðan á þessu stóð, baíði ég vakið mjög mikið hugðnæmi manna. Alt útlit mitt og framkoma gerði kæruna gegn mér svo ósenni- lega, að hver maðr var mér hlyntr í liuga- Ogle var yfirheyrðr á ný, og gaf liann þá skýrslu, sem vísaði til þess, hvar Maddox mundi helzt vera að leita; því að Ogle kvaðst vona liann fengi að sjá liann iianga við hlið- ina á sér. Næsta dag kom fangavörðr til mín og sagði að nokkrir af yfirvöldunum vildu tala við mig. En ég haíði fastráðið að láta ekkert uppskátt um fyrri æfiferil minn, og svaraði því að eins að ég bæði þá að gera svo vel að lofu mér að vera einum stundirnar, sem ég ætti eftir að lifa. Eg minntist nú kenningar Melchiors um forlögin og hélt hann hefði rétt fvrir sér. “Þetta eru forlög mín,” hugsaði ég, og svo sat ég í ein- hverri meðvitundarleysis-leiðslu. Ég liafði á- kafan höfuðverk; pað var eins og lieilinn í mér væri í hruna-báli, og bjartað barðist svo hart í brjósti mér, að það mátti sjá bjartaslögin á mér utan klæða. Eg haíði tekið sótt og var fár- veikr. Þennan dag nllan og inn næsta lá ég í rúm- inu og breiddi upp yfir mig* Ég var svo veikr að ég gat ekki lyft höfðinu frá koddanum. Á miðkudagsmorgun fann ég að einliver studdi 570 Jafet í föður-leit. halda í hestinn lians; en þá sá hann mig ekki. Ég stal þi stafnum hans og bögglintim, sem bann liafði lagt frá sér á bekkinn, og þannig stóð á því að þetta fanst í okkar vörzlum. Nú liefi ég sagt ykkr sannleikann, og nií getið þið gert hvort sem þið viljiö, viðrkent að réttvísin ykkar sé lítils virði með því ad éta ofan í ykkr aftr orð ykkar; eða þið getið iiengt liann saklausan heldr en að viðrkenna að ykkr hafi yfirsézt. En hvernig sem fer, þá skal nú blóð hans koma ytir yðr, en ekki mig. Ef Phill Maddon hafði ekki flúið eiti8 og hugblauð geit, þá væri ég ekki hér. Því segi ég nú sannleikann til að reyna að frelsa þann mann, sem reyndi að rétta mér líkn- arhönd, en koma hinum í gálgann, sem flúði frá mér eins og ódrengr.” Dómarinn hað dómritarann að bóka skýrslu þessa, svo að mál þetta yrði frekara rannsak- að, og sagði kviðmönnunnm, «ð aftöku minni skyldi fresta fyrst um sinn. En ég vissi ekk- ert um neitt af þessti. Með því að varlega þótti trúnaðr leggjandi á orð slíks rnanns sem Ogle’s, þá var álitið nauðsynlegt að fá hann til að endrtaka þessi ummæli sín á aftöku- staðnum rétt áðr en hann væri hengdr, og fangavcrði var bannað að segja mér neitt frá þessu, svo að hann vekti ekki lijá mér vonir, sem ekki kynnu að rætast. Þegar ég raknaði aftr við úr yfirliðinu, þá var ég í setstofu íangavarð.ir, og undir eins og ég var orðinn svo hress að ég gæti gengið, Jafet í föður-leit. 567 Þar næst var skorað á mig að færa vörn fyrir mig. “Herra dómari,” mælti ég; “ég liefi engar aðrar varnir fyrir mig ag bera en þær, setn ég skýrði frá í frumprófi máls þessa, að ég vék af vegi mínuni til að rétta náunga mínum liknar- hönd, og fyrir það hugsuðu menn að ég væri fé- lagi þessa manns. Frammi fyrir svo miklum mannfjölda er ég sakaðr um glæp svo andstyggi- legan að mig hryflir við ; en ég vil ekki vinna það til að kveðja hingað til meðvitnis mér þá menn, sem gætu borið um, hver minn æfiferill hefir verið til þessa, og liver atvik það vóru, sem komu mértil að taka á mig dulbúning þann, sem eg var í þegar ég var handtekinn. Ég er ó- lánsmaðr, en saklaus er ég af öllum glrepum. Það virðist sem það sé að eins einn vegr til sýknu fyrir mig, ogliann er kominn undir hrein- skilni þessa manns, sem liér stendr ákærðr við hlið mér. Ef hann vill lýsa yfir því fyrir réttin- um, að liann liafi nokkru sinni séð mig áðr. þá skal ég taka dómi mínum mögiunarlaust, hver sem hann verðr.” “Mér þykir leitt að þú skulir beina þeirri spurning að mér, drengr ntinn,” svaraði nú með- fangi minn ; “því að ég hefi séð þig áðr ;” og það hlakkaði niðri í þrælnum af lilátri. Ég varð svo forviða, svo þrumulostinn við þetta svar, að ég laut höfði niðr og svaraði engu. Dómarinn hélt ræðu til kviðdómsins og benti á árangr vitualeiðslunnar; á sekt

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.