Heimskringla - 30.06.1894, Side 2

Heimskringla - 30.06.1894, Side 2
HEIMSKRINGLA 30. JÚNÍ 1894. 9 komr ut á Laugardögum. Táe HeiiDskringla Ptg.&Publ.Co. útgofondr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánu'Si $2,50 fyrirfrainborg. $2,00 6 ---- $1,50 --- — $1,00 0 ---- $0,80; ------ — $0,50 Ritstjórinu geyrnir ekki greinar, sern eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frimerki fyrir endr- sendiug fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brófum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er engiun gauinr gefinn. En ritstj. svar- ar bófundi undlr merki eða bókstof- iim, ef höf. tiitekr slíkt inerki. Uppsögnógild að lögam, nema kuup- andi só alveg skuldlaus við blafiið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager); J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express iVIoney Örder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með atTöllum. 653 Pacific Ave. (MoWilliam Str.) Chicago-för raín. ‘Eftir séra Matthías Jochumsson, Ak- ureyri (prentsnaiðja Bjarnar Jónssonar). 1894. Þessi langþráða bók er nú komin. Það er engum efa bundið, að alinenn- ingur manna hér hefir gert sér mikl- ar vonir um bók þessa, ef til vill meiri • en ástæða var til. Að hún uppfylli allra vonir, er talsvert skoðunarmál, enda tæpast við því að búast af nokk- urri bók, af því vonirnar, er menn gera sér, eru svo margvislegar, ef ekki •hóflausar. Einn hefir, ef til vill, vænt eftir orðmynd, að svo miklu leyti, sem mynd verður þannig dregin með orð- um einum. af þeim landshluta, er höf- undurinn ferðaðist um. Þeir, sem eft- ir slíku hafa vonað, fá ekki vonir sín- ar uppfyltar, síst að þvi er Ameríku snertir, nem lítillega að þvi er snertir Islendingabygðirnar í Argyle og Dakota. Þeir sem hafa vonast eftir yfirgrips- miklum hagfræðilegum skýrslum um ástand manna hér, þeir einnig verða útundan að því er snertir uppfylling vona sinna. Ekkert slikt er i bókinni og við þvi var heldur ekki að búast. Höf- undurinn kom vestur um haf í alt öðr- um erindum en þeim, að líta eftir og leggja dóm á búnaðarháttu og efnalegt ástand Vestur-íslendinga. í kafianum um “Alit um vesturfarir og afkoma manna þar,” (bls. 111—117), víkur höf. á ástand manna hér í heild sinni, og það er h'ka alt og sumt sem með sann- girni varð vonast eftir. Sá kafli er mikið sanngjarnlega ritaður. Þeir aftur, sem hafa vonast eftir fjör- ugt ritaðri ferðasögu, og ferðasögu ein- ungis þeir hafa engaástæðu til aðkvarta um vonbrigði. Stílsmátinn er lipur og /jörugur og sýnir höfundurinn alt í gegn sérlegt lag á að blanda samaní áferðarfagra heild, gamanyrðum og leiptrandi myndum af þvi, er fyrir augað bar, og fram við hann kom á ferðinni. Gerir það bókina einkar skemtilega lesturs, enda er hún í heild sinni meir skemtandi en fræðandi. Það sem helzt mætti finna að bók- inni, er, að í henni skuli koma álit hinna brezku bænda á Canada-löndum, er ferðuðust um Canada að boði sam- bandsstjórnarinnar og upp á hennar kostnað sumarið 1890, (sjá bls. 117—129). Sá kafii allur er aðskotadýr, sem ekki á neitt skylt við aðalefni bókarinnar og á þar þess vegna ekki heima. Það eru nógir vegir og nóg ráð til að auglýsa skoðun þessa eða hins á land- gæðum í Vestur-Canada, þótt ekki sé til þess brúkuð ferðásaga eins stór- skálds Islendinga, sem ferðast um Ameríku án þess að þiggja eins eyris styrk frá nokkurri hérlendri stjórn. í sjálfu sér er kafli þessi langt frá því að vera aðfínningaverður, en hann ber of mikinn keim af innflutninga- beitu, til þess að eiga heima í bók eins og þessari. Hið orðfáa álit höfundarins á Nýja- íslandi, sem hnýtt er aftan í þetta á- lit brezku bændanna, hefði lika gjarn- an mátt missa sig. Þó það álit sé að sumu leyti talsvert nærri lagi, þá er það í heild sinni byggt á rangri hug- mynd, hugmynd, sem sprottin er af eðlilegri vanþekking. Það er ekki hægt að skýra það mál í fám orðum, en svo mikið má með sanni segja, að þótt margir hafi flúið úr Nýja-íslandi, þá sannar það ekki að landið sé kosta- lítið. Það er skóguriun og vöntun allra samgöngufæra, sem menn hafa flúið, en ekki ókostir landsins. Hvað enskutalandi menn snertir, þá er það hvorttveggja, að þeir, eins og annars flestallir, sem fá því við komið, elta járnbrautirnar og byggja í grend við þær, enda þótt landið þar sé kosta- minna en lengra frá brautunum, og annað það, að Nýja-ísland er afmörk- uð íslendinga-bygð, og óvíst þeir fengju, enn sem liomið er, að nema land inn- an takmarka hennar, þótt þeir æsktu þess. Missagnir nokkrar mætti, ef til vill, finna í bokinni, ef vel væri leitað. En markverðar munu þær fæstar, og þess vegna ekki tilvinnandi að elta þær uppi. Þó álítum vér rétt að leið- rétta nokkrar villur að því er staða- lýsing snertir. Á 21. bls. stendur: “Montreal er fögur bórg ognæst Toronto, -stærst í rik- inu.” Þetta er ekki rétt. íbúar í Montreal eru að minsta kosti 70—80 þúsundum fleiri en í Toronto. Að víð- áttu (fiatarmáli) er Toronto stærsta borg í ríkinu, en ekki að því, er fólks- fjölda snertir. Á 23. bls. segir um Michigan vatn: “Það er umgirt Bandaríkjum: Mich- igan að austan, Indiana að sunnan, Illinois að vestan og Wisconsin að norðan.” Rétt lýsing væri: Míchigan að norðan og að austan (það ríki liggur beggja vegna við vatnið norð- anvert), Indiana að sunnan, og Illinois og Wisconsin að vestan. Svo eru og stórvötnin öll innan Bandaríkja ekki siður en Canada. Landamærin liggja eftir þeim flestum nálægt miðju. Á 28. bls.: “Næsta morgun náð- um við til St. Paul. Það er mikil borg og spáný, í Wisconsin.” St. Paul er í Minnesota, er stjórnarsetur þess ríkis og liggur um 20 mílur vestur frá landamærum Wisconsin-rikis. Minneapolis er lieldur ekki andspænis St, Paul, en er 10 mílum norð-vestar. Á 56. bls.: “Fj*rir austan bæinn (Winnipeg) rennur Rauðá, og er all- mikið vatn; í hana rennur fljótið Ass- iniboine (ekki Assiniboia) nokkru neð- ar.” Það er rétt, að Winnipeg er vestan megin Rauðár, en meginhluti bæjarins er fyrir norðan Assiniboine, þ. e. neðar með Rauðá. Á 59. bls.: “en hverjum hrepp í 36 parta (Sections), jafna ferhyrninga, sem hver er 480 ekrur.” Hér ætti að standa talan 640, því það er ekrutal- ið í hverri ferhyrningsmilu. Það leynir sér ekki, að höf. ber hlýjan hug til Vestur-íslendinga. Mann- úð hans og bróðurhu^ur skín í gegn um hverja línu, er snertir þá og þeirra mál. Þvi undarlegra er það, að hen- um skyldi dyljast hve óviðfeldið og hve þarflaust var, að snerta við við- kvæmu og happalausu ágreiningsefni, og útheiminum óviðkomandi. Sá, sem þetta ritar, var hvergi nærstaddur á því tímabili, og getur því ekki dæmt um réttmæti einnar fremur en annar- ar sagnar, viðkomandi þeim ágreiningi. En víst sýnist svo, að hinn háttvirti höf. hefci mátt álíta það málsatriði útrætt í blöðum vorum hér vestra um þær mundir. Það má óhætt gera ráð fyrir, að alt sem til er af bók þessari hér vestra, seljist á stuttri stund, enda ættu all- ir, sem mögulega geta, að kappkosta að eignast eitt eintak hennar og geyma í minningu séra Matthíasar, skáldsins, sein Vestur-Islendingar flestir unna meir en nokkru öðru núlifandi skáldi á Islandi. Hvað verður næst ? Á morgun er hið sameiaaða Cana- dariki 26 ára gamalt. Framför þess undir núverandi stjórnarfyrirkomulagi liefir verið mikil. Á þaðjafnt við hvort heldur litið er á alþýðumenntun og menntastofnanir, aða á iðnað og verzl- un og samgöngufæri m. m. s. f öllum greinum hefir framförin verið stórmik- il á þessum 26 árum, nema að því er Þjóðareining snertir. Þar stendur alt að miklu leyti í stað. Hvortveggju stórflokkurinn, sá franski og sá Anglo- Saxneski hefir tekið stórum framförum í þjóðeiningar-áttina, en—hver í sínu lagi. Hvorugur vill sveigja hið minsta fyrir vilja hins og hvor um sig vill heita ríkjandi flokkurinn. Þjóðblönd- unin í eina heild virðist í nokkurnveg- inu sömu sporum nú og fyrir 26 árum. “Aðal þjóðsynd Canada hefir verið þjóðernis þrætan að undanförnu, og þessi þræta er þjóðsynd ríkisins enn”, sagði merkur canadiskur rithöfundur nýlega í formála fyrir einni “Canada sögunni” svo kölluðu. “En þjóðsyndir allar leiða yfir sig þjóðarliegning fyrr eða síðar, og Canada-menn geta ekki fremur en aðrir menn búist við að sleppa hjá þeirri hegningu, sem verald- arsagan yngri og eldri sýnir, að er hlutskifti þeirra, er brjóta allshorjar- lögmálið”. Svo heldur hann áfram og segir, að snúi Canadamenn ekki við blaðinu hið bráðasta og taki að betra sig, þá verði ekki svo langt þess að bíða, að núgild- andi stjórnarskrá reynist útslitin und- an liinuin sifelda innbyrðis núningi og átökum. Hlytu menn þá að búast við einni styrjöldinni líkri þeim, er öðru- hvoru hafa heimsótt Vesturheim frá því fyrstaj og að á bylting þessari sé jtifnvel nú farið að bóla innifyrir sjón- deildarhringinn.” Stjórnarskráin frá 1791”segir hann, “var óbrúkleg orðin 1810. Sú er þá reis upp af rústum hinnar var ónýt orðin 1867. Bandalag fylkjanna ,’með framtakssamri aðal- stjórn var þá eina hugsanlega meina- bótin. Nú er svo komið, effcir að banda lags-stjórnarskráin heflr í gildi verið fullan fjórðung aldar, að margt bendir til að þéssi síðasta stjórnarskrá sé um það útslitin, og að önnur bylting sé í nánd”. í hvaða mynd sú bylting bir-t- ist, hvort heldur hún verður friðsöm eöa blóði roðin, það kveðst höfundur- inn ekki vita, né treysta sér sér til að gizka á. Þetta, að einhver bylting sé í nánd, er skoðun fjölda margra, ef ekki flestra manna í Canada. Auðvitað rísa menn upp og gera að engu skoðun þeiria fáu, sem djarflega ganga fram og segja tíma til kominn, að Canada segi fyrir fult og alt skilið við England. En undir niðri hafa þeir hinir sömu, sem þá hrósa núverandi fyrirkomulagi, þó sömu skoðunina, að einhver bylting sé nærri og að hjá henni verði ekki kom- ist. Að fleiri en Canadamenn sjálfir hafi veður af því, að breyting sé óum- flýjanleg, sést lika a því, að aldrei hafa blöðin á Englandi eða stórmenni þar, lagt sig eins fram til að taka þátt í canadiskum málum, eins og einmitt nú. Stórblaðið Times hefir nú og um marga mánuði undanfarna haf stöðugan frétta ritaraí Canada, er héðan hofir sent rit- gerðir í hverri viku um öll almenn mál er þetta land og þess stjórn snertir. Allar þessar ritgerðir hafa gengið út á að mikla landið og stofnanir þess, enda hefir Times lagt sig fram til að sýna, hve nauðsynlegt sé íyrir hið brezka veldi að halda Canada í veldisheildinni. Þau ummæli með öðrum orðum þýða ekkert annað en meðmæli meðf að stjórn Breta kappkosti að efla hag Canadaríkis. Annað sem bendir á sí- vaxandi umönnun Breta, er hin öfluga tilraun ýmsra stórmenna þjóðarinnar, að koma á fót canadiskum flokki meðal þingmanna. Sá flokkur á að hafa eftir- lit á öllum málum og lagafrumvörpum, er á einhvern hátt geta snert Canada, og sjá um að Canada verði ekki afskift, og að ekki verði samþykkt þau lög, sem Canada gætu reynzt skaðleg eða ógeð- þekk, Alt þetta ber vitni um, að hugs- andi menn á Englandi ekki síður en hér í l indi viðurkenna að r.úverandi f vrir- komulag hér stendur völtum fótum, og að þörf er á svo lagaði i vinnu, að nokk ur trygging fáist fyrir framhaldandi sambandi Canada og Englands, enda þó núverandi fyiirkomulag kunni eitt- hvað að breytast. Það sýnist svo, að eina pagnlega lækningin sé, að fá franska ættbálkinn færðann niður í svo- mikinn minnililuta að þýðingarlaust sé fyrir hann að heimta völdin. Á meðan sá þjóðflokk- ur telur sér 40 af hverjum 100 íbúum ríkisins, heimtar hann alt af völdin til jafns við Anglo-saxneska flokkinn og byggir þann rétt meðal annars á þvi, að Frakkar voru hér fyrstu landnemar. í Bandaríkjunum ber ekki neitt ásliku þjóðernisstriði, og er það því að þakka, að enginn sérstakur útlendur þjóðflokk- ur hefir nóg bolmagn til að heimta sér- stakt tillit. Um sjófiota-eining Englands og Bandarikja skrifar Sir G. S. Clarke merka grein í Nokth Ame- RICAN Review í síðastl. April. Er grein sú nokkurs konar svar upp á grein um algerða eining þeirra ríkja, eftir Andrew Carnegie, er út kom í sama tímariti nokkrum mánuðum áð- ur. I grein sinni er Clarke ekki að tæta grein Carnegie’s, heldur er hann að leita eftir fyrstu sporunum, er þjóðirn- nr þurfi að íaka, ef hugsun þeirra sé að sameina krafta sína að einhverju leyti. Hann álitur hugmynd Carnegie’s um algerða einingu alls ekki óhugsandi, en óendanlega langt heldur hann að verði .þangað til sú eining kemst á. “Það sem fyrir sjón Mr. Carnegie’s éru litlar þokuslæður”, segir hann, “eru fyrir minni sjón hávaxnir fjallgarðar, að vísu ekki ókle.vfir, en sem stendur veglausir og leiðin að auki löng”. Hvað Breta snertir, sogir hann ótrúlegt að þeir mundu ganga í slíkt bandalag. Um leið og þeir gerðu það, sleptu þeir öllum sínum völdum í hendur allsherjarþings Bandarikja, Englands og allra land- eigna Breta, þings, sem eins víst sviftu Breta sinu gamla og tignaða þjóðar- merki. I stað þessarar fjarlægu vonlitlu einingar vill hann að komi önnur, sem hann álítur að undireins gæti komið báðum þjóðunum að miklu gagni. Sú eining, sem hann mælir með og álitur svo gagnlega, er sjóflota-eining beggja þjóðanna. Báðum þjóðunum er jafn- umhugað uin að hafið haldist allherjar- eign allra þjóða, alheims þjóðvegur, fer öllum sé frjálst að fara um. Báðum þjóðunum er annt um iðnað sinn og verzlun—arfgengur eiginleiki langt frainan úr öldum, og verzlun beggja til samans er margfalt meiri á ári hverju en er verzlun nokkurra tveggja annnra þjóða. Þvi til sönnunar sýnir hann fram á, að öll verzlun Breta við Banda- ríkin árið 1891 hafi numið meir en 800 millíónuin dollars. Þetta álítur hann næga ástæðu fyrir báðar þjóðir til þess að sameina krafta sina i því augnamiði. að vernda enn betur rétt þegna sinna á úthöfuni' heimfiáns. Til þessa hafa engar tvær eða fleiri þjóðir sameinað afl sitt á sjónum á frið- artínaa. Þegar nokkur kyns flotaeining hefir átt sór stað á ófriðartímum, hefir henni verið skelt á upp úr þurru og und irbúningslaust. Um samtök hefir þvi ekki veriið að tala, nó það sameiginlega traust,. sem er svo nauðsynlegt. Frænd- semi og svo jafnt skiftir eiginhagsmun- ir ættu að útilykja alt slikt úr flotaein- ing Breta og Bandaríkja-stjórnar. Van- traustið, sem hefir reynst ásteytingar- steinn annara á ófriðartima ætti ekki að þurfa að eiga sér stað hjá þessum frændþjóðum á friðartíma, Jiegar sam- rinnan gengi út á ekkert annað en að vernda réttindi allra umfarenda, og sér- staklega Breta og Bandaríkjamanna á öllum höfum lieimsins. G-agnið af slíkri einingu er lítt met- andi til verðs^ Sjóflotastöðvar Eng- lendinga erui dreifðar um allan heiminn, og yrðu þær þá undir eins heimildar- stöðvar Bandarikja herskipa. Þaufæru inn á þær hafnir, hvenær sem þeim sýudist, til að hvíla sig og skipverjana, fá kol og vistir og aðgerðir allar, sem þyrftii. Sjóflotastjórnir beggja þjóða tengdust nánari böndum, hvor um sig tilkynntf hiinni tafarlaust allar þýðing- armiiklar fregnir, og hvor um sig gæti gripið til handhægasta skipsins án til- lits til þess, hvor þjóðin ætti það, þegar bráð þörf væri á eftirliti í einhverri sér- stakri átt. Sjóflota-stjórnir beggja ynnu sameiginlega að hagnýting nýj- ustu uppfyndinga að því er snertir byggingarlag og vopnabúning herskipa. Flotar beggja stæðu á sama grundvelli,. þeim, að vernda réttindi og efla hag fjöldans. Alt þetta og fleira álitur höf- undurinn gilla ástæðu til flotaeiningar og undir eins nægilega tryggingu fjTÍr viðhaldi hennar. Að síðustu flytur hann nýtt inál- efni, sem hann álítur aðeinnig gseti stuðlað að eínhverskonar eining beggja þjóða. Hann stingur upp á að báðar þjóðir stofni sáttarótt, er jafni og geri út um öll þrætumal er frændþjóðunum einum komi við. Báðar þjóðirnar hafa fyrir löngu viðurkennt, að nefndarúr- skurður er liinn eini skynsamlegi, þó hvorug þjóðin hafi enn rætt það mál í sinni náttúrlegu mynd. Hvor þjóðin fyrir sig þekkir hina og hennar mál betur en utiendingar geta þekkt þau og það álitur hann næga sönnun fyrir, að sattarettur, skipaðnr dómskýrustu mönnum beggja þjóða, gæti leitt til lykta öll þrætumál, sem )>cim þjóðum einum koma við. Hið eina nauðsyn- sé, að sjá um að engin pólitíslc flokka- skifting liafi áhrif á útvalning nefndar- innar. Nefndina vill hann "að skipi 9 dómendur, 4 frá hvorri þjóð og forset- inn á víxl frá Bandaríkjum og Eng- landi, og skuli hann skipa það sæti að eins eitt ár í senn. Fínanzmál Islands. í Austra, 8. maí síðastl., er rit- dómur um rit hr. Eiríks Magnús- sonar, í Cambridge, “Fjárstjórn ís- lands,” eftir Benedikt bónda Þórar- insson á Vestdal við Seyðisfjörð. Um rit Eiríks, segir hann : “Rit þetta. sem alls er 12 bls. i 8 bl. broti, hefir bæði mikið og dýr- mætt efni inni að halda, sem hver maður ætti að kynna sér og láta sig skifta. Mál og framsetning ritsins er snild eins og alt, som E. M. skrif- ar. Innihald rits þessa er útskýring á sambandskeðju-flækju bankans og landssjóðs og afleiðing hennar fyrir fjárhag landsins. Vér álítum nú að E. M. hafi skýrt þetta mál svo vel að engum skynberandi manni só vork- unnarmál að skilja það til hlítar, ef menn annars skilja nokkuð í aðal atriðum viðskiftafræðinnar. Eftir þetta fer langur og ljós út- dráttur úr ritinu og síðan leggur höfundurinn þessi ályktar orð á mál- ið : “Það sýndist engin vanþörf fyrir þjóð og þing að gera alvarlega gang- skör að þessu Islands fínanzmali, og láta það ekki drasla svona lengur en búið er, ár eftir ár og þing eftir þing, í athuga og skeytingarleysi.” “Því skyldi þingið aldrei hafa heimtað viðskiftareikninginn milli landssjóðs og rikissjóðs? Er það reikningur, sem ekki má koma í dags- ljósið? Til hvers eigum vér að vera að ko-ta alþing, ef það hirðir ekkert um vort allra-mesta nauðsynja og velferðamál, fínanzmálið ? Ef vér get- um trúað Dönum og Dana-sinnum fyrir fjármálum vorum, því skyldum vér þá ekki eins geta trúað þeim til að skamta oss viðunanlega stjórnar- skrá ? Og því skyldum vér ekki mega varpa allri vorri áhyggju upp á svo frjálslynda og “human” stjórn, sem hefir svarað stjórnarkröfum vorum með a iglýsingu 15. des. 1893?” “Að endingu skorum vér á alla þi alþingismenn, sem unna þjóð sinni, hennar frelsi og þjóðþrifum, að þeir skori á landshöfðingja í nafni þjóð- arinnar, að leggja fram hreinan við- skiftareikning milli laridssjóðs o« rik- issjóðs.” Af þessu er að ráða að Austfirð- ingar só vaknaðir til þess, að minnsta kosti að hyggja að hvað í húfi er í þessu máli, sem andvígismenn ekki síður en fylgismenn E. M. hljóta að viðurkenna eitt alvarlegasta málið á dagskrá allra íslandsmála. Orða-belgrinn. [öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að "leggja orðí belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun- um þeim, sem koma fram i þessum bálki]. Um tollvernd og vinnulaun. Eftir Charles M. Koiilman. (Úr St. Paul blöðum). Uadir öllum tollverndarlögum á vorum tíinum liggur sú ímyndun lögsmiðanna, að vinnumenn liljóti að vera í undirgefni undir auðvaldinu, og að þel ta sé náttúr- legasta aðferð við framleiðslu auðs og gróða. Tollverndar-postnlarnir segja, að ef auðmaðurinn sé hæfilega varðveittur og honum gefin nóg einkaréttindi af stjórn og þjóð, þá “gefi” hann verk- manninum hærra kaup. Tollverndai- postulinn álítur það eins og náðarverk, sem stjórn landsins sé skyldug að borga og aðstoða með einkaréttindum, að hin- ir drottnandi auðmenn "gefi” vinnu- lýðnum tækifæri til þrælavinnu, og hið stöðuga viðkvæði þvílíkra ræðumanna og blaða er, að “gefa mönnum vinnu,” McKinley sagði í Minneapolis : “Verzlunarstefna Domókrata “gefur” dagsverkið tilhinsútlenda vinnumanns, vér yefurn það hinum innlenda”. Þér eigið aö skilja það, mínir heiðruðu með- borgarar, að auðurinn vinnur eklci á- batalaust fremur en vinnulýðurinn kauplaust, og að auðurinn getur á lík- um timnm og nú standa yfir, og hve- nær sem hann vill lokað sig inni í hin- um fögru og ramlegu virkjum sínum og beðið betri tíma, en vinnandinn þolir ekki biðina”. Þarna heyrum vér óstæð ur kúgaranna fyrir hinum algorlega þrældómi vinnulýðsins undir oki auð- valdsins í þeirra réttustu og hreinustu mynd, hrokalega fluttar af predikunar- stól [iessa æðsta prests liinnar mestu og verstu tollkúgunar lieimsins. Eftir að hafa flutt þetta guðspjall ræðu sinnar, heldur McKinley áfram að leitast við að sannfæra menn um það, að hinn eini vegur til framfara viunulýðsins só, að stjórnin hagi svo fjárlögum ríkjanna og að hún efli svo verksmiðjueigendur, að þeir geti miðlað sínum fátæku með- borgurum af gróða sínum og að al. menn sæld og framför fyrir alla sé viss afleiðing af því fyrirkomulagi. Aðal- innihald í ræðum og ritum verndartolls- manna : að stjórnin eigi að fara vel með auðmennina svo að þeir geti farið vel með hina fátæku. Nú er hið sann- asta, að enginn maður “gefur” öðrum verk. Auðmaðurinn vonar að ver,ða rikur af vinnu þjóna sinna. í beinasta skilningi er það ekki auðurinn sem tek- ur vinnumanninn i þjónustu, en það eru vinnendurnir sem taka oignir hús- bóndans i þjonustu til margföldunar auði hans og framkvæmdum. Sú skoð- un, að vinnulaun verkmannsins komi eiginlega frá íjárhirzlu húsbóndans er röng, því ef að húsbóndinn hefði ekld meira upp úr vinnu þjóns sínsenað eins kaup hans, gæti hann ekki haldið áfram framkvæmdumsínum ogenn síð- ur auðgast af atvinnunni. Vinnan er skapari andans og er það þá rétt að skaparinn sé ánauðugur þræll skepnunnar ? Slíkt er náttúrleg f jarstæða og auvirðir hinn frjálsborna og skynsama þjónustumann. Væri öll- um peningum snögglega sópað af yfir- borði jarðarmnar, mundi mannkynið þá leggjast í aðgerðaleysi og deyja af hungri, af því að ekkert peningaríki væri til að taka það !í þjónustu sína? Vissulega ekki. Það mundi stefna framkvæmdum sínum beint að forðabúr um náttúrunnar og skapa nýjar eignir til framfara sér og fullkomnunar. Á- stæðan fyrir, aðvinnendur standa á þessum degi undir þrældó.nsoki auð- valdsins er sú, að trúarbrögð, menn, kringumstæður, ágirnd, eigingirni og drottnunarfýkn, neita þeim að ganga að forðabúrum náttúrunnar. Landið og vinnan eru höfuð uppspretta auðs og framkvæmda í heiminum. Vinnulýð- urinn er alls ekki í stríði við andann, eins og margir sft ímynda sér. Alt hans stríð er stílað gegn hinni geigvæn- legu kúgun auðmanna og öllum þeim voðalegu einkaréttindum og sambönd- um sem þeim eru orðin eiginleg. Vinnulaunin eru að eins lítill hluti af á- vexti vinnunnar, og í þeim skilningi greiðir vinnan kaup til auðsins, þó hún hafi fengið sinn litla liluta af þeim á- vexti undir nafninu “vinnulaun”. Fyrir fáuin árum siðan var ég í þjónustu stórfélags, hvers höfuð-eig- endur voru mikilhæfur ritstjóri og vit- ur og séður ráösmaður, og voru þeir báðir vel þekktir yfir alt landið. Einn miðdagstíma ræddi verkstjórinn yfir þeirri deild, sem ég vann i, um hæfi- leika þessara tveggja heiðursmanna : •‘Joe er skarpur og maður og góður rit- höfundur, en hann þekkir lítið inn { fjárstjórn og atvinnumál. Hvað væri hann, ef ekki væri Fred?” Þá gengdi einn af samvinnendum mínum : “Hvar mundu þessir heiðursmenn standa án okkar vinnumannanna”? Þessi orð gerðu skjótan enda á samtalinu, en vakti mikla umhugsun hjá ritara þessa Mna. Nei, vinnubræður mínir! Vór megum ekki líða að vér séum álitnir gustukamenn auðvaldsins—vér Jerum skaparar auðsins og réttbornir með- stjórnendur hans, erum “salt jarðar” og atkvseðalega í meiri hlutanum! Og ef vér notum ekki þann rótt vorn, er það að kenna ómennsku sjálfra vor og af því að vér höfum ekki rænu [il að menntast í vorum eigin lifsspursmál- um. Hvilík fjarstæða er ekki kenning McKiníeys og annara tollverndar- manna, að framför landsins hvíli á þessum verndartollum ! Meira en í 30 ár hefir atvinna mín verið daglauna- vinna og allan þann tíma undir hátolla- lögum og um allan þann tíma hefi ég séð, að hafið milli auðs og fátæktar breikkaði stöðugt. Þessi ár hafa verið sönn striðs og styrjaldar ár á millí auð- valds og vinnulýðs og mestmegnis i tollvernduðum verkstæðum. Útlitið fyrir 25 árum var alt öðru visi en það er nú. Þá vóru fáir millí- óna menn og fáir flökkumenn, og auð- manna sambönd (trusts) voru þá óþekt- ir lilutir. Vissulega er nú verndartolls- fyrirkomulagið og afleiðingar þess sann að af reynslunni að vera alt annað en sainveldismenn prédika mönnum að það sé. Fyrir stuttum tíma kom ég inn í eina af stærstu sælgætisvörubúðum hér í bænum St. Paul, til að kaupa nauð- synjar og kom eigandinn sér strax í tal við mig um hina “hörðu tíma”, og sagði við mig : “Ef land þetta heldur áfram á leið til frjálsrar verzlunar, þá vinnur þú bráðum fjTÍr að eins 7 cents á dag”. “Oho”, sagði ég, “hvernig er því varið? Veiztu ekki að af 17 miljónum vinn- anndi manna í þessu landi eru færri en 3 millíónir á tollvernduðum verkstæð- um, Þú og ég erum af hinum síðar- nefnda flokki. Hvernig er það mögu- legt í alvöru að tala, að verndartollur- inn sé góður fyrir okkur, eða að liann sé bætandi fj-rir okkur vinnandi menn? Eða. enn fremur. Hvaöa rétt liefir stjórnin til þess að hjálpa einstökum mönnum áfram í þeirra prívat atvinnu á kostnað hins almenna ? Ef þú hefir ekki vit eða hæfileika til að stjórna þinni eigin sölubúð fyrir utan hjálp stjórnarinnar, þá áttu að rýma sætið fyrir öðrum, sem getur einuöngu gert þaö sjálfur. Víst ertu þó ekki þeirrar meiningar, að Washington stjórnin skuli gofa þér einkaleyfi til allrar sæl- gætisvörnverzlunar í St. Paul, með því á einn eða annan veg að hindra inn- flutning á öllum sælgætisvörum annara manna í bæin ? Þú veizt, að þú átt að

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.