Heimskringla - 17.11.1894, Síða 1
VIII. ÁR
WINNIPEGr, MAN., 17. NÓVEMBER 1894
NR. 46.
WINNIPEQ
Business College.
Verið yiðbúin að nota ykkur kveld-
skólann, sem haldinn verður í sam-
bandi við Winnipeg Business College
og Shorthand-skólann, 482 Main Str.
Þar verður kennt, þeim sem vilja,
ensku-lestur, réttritun, málfrœði, reikn-
ingur og skript. — Skólinn byrjar
snemma í Nóvember.
Viðvikjandi kennsluskilmálum snú-
ið ykkur bréflega eða munnlega til
kennaranna.
C. A. Fleming & Co.
FRÉTTIR.
GHEFTllUNAKATIIÖFN RÚSSA-
KEISARA
byrjaði á mánudaginn 12. þ. m., en
ekkiverður líkið lagt í grafhvolfið mikla,
hjá feðrum sínum og ættbálki, undir
Péturs og Páls dómkyrkjunni í Pét-
ursborg fyrr en um eða eftir næstu
helgi. Er svo sagt að á seinni árum hafi
ekki sézt svipuð útfarar-viðhöfn og sú
í Mosk\öi. A laugardaginn og enda á
sunnudaginn var unnið kappsamlega að
því að tjalda húsin og strætin í svörtum
og hvítum slæðum, og afla mánu-
dagsnóttina og fram á dag unnu 10,-
000 manns þvi verki, enda mátti svo
að orði kveða að öll borgin væri hul-
in svörtum og hvítum tjöldum þegar
járnbrautarlestin með likið og lík-
fylgdina staðnæmdist í útjöðrum bæj-
arins kl. 10J f. m., eftir ferðina, sunn-
an frá Sebastopol. Alla mánudigs-
nóttina unnu og yfir 1,000 manns að
því, að bera mulið grjót á þau stræti
er likfylgdin fór eftir frá vagnstöðv-
inni til Kremlinnar, en það var 21
mílur vegar, — Ilétt fyrir utan veggi
Kremlinnar eru 4 kyrkjur í hóp og
staðnæmdist líkfylgðin þar á meðan
salmar voru sungnir og bænir fiuttar
ar. Var kl. orðin 1. e. h. þegar lik-
ið var borið í dómkyrkjuna, Var þar
fyrir manngrúi mikill. Eftir að lík-
ræðan hafði verið flutt var kyrkju-
dyrnnum slegið opnum og almenningi
gefið tækifæri til að líta hinn látna
keisara í síðasta skiíti. Var mönnum
leyfður aðgangur eftir vissum reglum
eftir því hvaða stétt maðurinn til-
heyrði. — Svo mikið af blómhnöppum
var geíið á líkkistuna aö þ.iu komust
ekki öll inn í hina miklu kyrkju. —
Hermannagarður var óslitinn íneð-
fram veginum til Kremlinnar og á
undan líkvagninum, dremnn af 8 hest-
um, fór fremst lierfylking mikil, er
samanstóð af lierflokkum úr öllum
stór-herdeildum veldisins, þiónar með
merki keisarans og ýmsa menja gripi,
borgarstjórnin og borgarlýður án
stétta skiftingar, þá biskupar og prest-
ar, Rétt á eftír líkvagninum reið
Nikulás keisari annar, einsamall, þá
yfirmaður hirðarinnar og lífvarðar-
foringjar, þá prinzinn af Wales, ein-
samall, þá stórhertogi Mikael (yngr
bróðir keisarans), þá tveir stói'hertog-
ar til, þá Grikkja konungur, þá ýmsir
hertogar og furstar og á eftir þeim
varðmanna-flokkur, þá ekkja keisarans
og tengdadóttir hennar tilvonandi,
og stórhertoga frú, þrjár saman í
vagni með varðlið umhverfis, þá prinz-
essan af Wales og Grikkja-drottning
með tveimur stórhertoga-frúm í vagni.
— Líkfylgdin sjálf var sögð hin stór-
kostlegasta, er sézt hefir í Moskva.
Á þ-iiðjudaginn var líkið flutt til Péturs
borgar og stendur það þar uppi til þess
um lielgi.
KÍNA OG JAPAN STRÍDIÐ.
Það þykir nú sannfrétt að Japanítar
séu búnir að vinna stórborgina og
kastalana miklu, Port Arthur, við
Gulaflóann gegnt kastalanum Wei-
Hai-Wei. Þykja það tíðindí mikil, þvi
það er sagt rammgervast vígi Kín-
verja og var af þeim talið óvinnandi.
Eru þar hergagnasmiðjur miklar, er
Kínastjórn hefir reist og sagðar að
miklu leyti oins stórar og fuilkomnar
og járnsmiðjur Krupps á Þýzkalandi.
Þar eru og skipasmíðiskvíar Kínverja
hinar stærstu og fuflkomnustu í veld-
inu. — Er sagt að sigurinn hafi verið
auðfenginn, því Kínverjar hafi flúið
undir eins og þeir sáu Japaníta og
sumir enda verið flúnir áður en þeir
náðu þangað. Þeir sem ekki komust
burtu í tíma beiddust griða og gengu
Japanítum á liönd. Síðustu fregnir
að austan segja, að nú þessa dagana
muni lier Japaníta umkringja og hei*-
taka borgina Mukden i Manchuria-
héraðinu, því ekki er búizt við neinni
nýtilegri fyrirstöðu þar fremur en ann-
arstaðar. Skeyti að austan segja og
að Kínastjórn áliti keisara sinn ekki
lengur óhultan í stjórnarsetrinu Pek-
ing, og að nú sé í bruggi, ef- ekki
byrjað, að flytja hann og hirðina yfir
200 mílur suður í land, frá Peking.
Kínverjar augsýnilega viðurkenna
nú vanmátt sinn til að verjast á-
hlaupum “dvergþjóðarinnar,” því þeir
hafa nú sent áskorun tvisvar eða þrisva
til stórvelda Norðurálfu og til Banda-
ríkjastjórnar um að hlaupa nú undir
bagga með sér og stöðva æðisgang
Japaníta. hvað sem það kosti. En
eftir fregnum að dæma taka stórveld-
in þvi þurlega, að undanteknum
Bandarikjamönnum, Bretum og Rúss-
um. Þessar stjórnir eru sagðar fúsar
til að taka til starfa og skakka leik-
inn, en hendur þeirra eru að nokkru
leyti bundnar, ef hin stórveldin vilja
ekkert til leggja. Er mælt að Banda-
rikjastjórn sé til með og hafi jafnvel
boðið að dæma í málinu. ákveða skaða-
bætur o. s. frv., ef Norðurálfuþjóðir
fá Jnpaníta til að ganga að þeim
kostum og halda uppi friðskildi.
Bandaríkjastjórn lcvcðst ekki hafa boð-
ið slíkt, en viðurkennir að liún hafi
gefið kost á sér til sáttasemjara ef
bæði Kínyerjar og Japanítar æskja
þess. Kínverjar liafa að sögn lofað
að auglýsa tafarlaust að Kórea sé ó-
háð ríki og að þeir aldrei framar
skuli skifta sér af málum á skaganum.
Þoir eru og boðnir og búnir til að
borga Japanítum skaðabætur, en hvað
mikla upphæð er enn óákveðiö. Jap-
anítar hafa látið í Ijósi, að þcir sætt-
ist ekki upp á minna en $t00 milj.
skaðabætur og sjálfstæði Kóreu, en
svo óttast þeir að sáttasemjarinn,
hvort heldur Bandavíkjastjórn eða aðr-
ir, dæmi sér ekki svo mikla upphæð.
Á hinn bóginn eru þeir hræddir við
afieiðingarnar ef þeir þrjóskast, þar
sem Kínverjastjórn ktýpur biðjandi.
því ef Norðurálfuþjóðir á annað borð
taka sig til að stilla til friðar, geta
þær kúgað Japaníta til lilýðni, án
nokkurra verulegra skaðabóta, ef þeir
neita því sem franr kann að verða
boðiö. — Þannig stendur þessi styrjötd
nú, samkvæmt siðustu skeytum að
austan og úr Norðurálfu.
DAGBÓK.
LAUGARDAG, 10. NÓVEMBER.
Á 4 mánuðunum, sem liðnir af
eru fjárhagsári Bandarikja nemur
tekjuhafli stjórnariunar $15 miljónum.
I síðastl. Okt. voru tekjurnar $5|
milj. minni en á sama mánuði í fyrra.
— Sagt er að Bandaríkjastjórn sé um
það að taka til láns $50 milj. af gulli,
gegn skuldabréfum.
Telephone-samband er nú komið
á á milli Vancouver í British Columbia
og San Francisco í California. Vega-
lengdin er nálægt 1,000 mílur.
I sumar er leið, alt til Okt.-loka
var lifandi peningur sendur til Evrópu
frá Montreal, sem fylgir : 81,775 naut-
gripir, 5,279 hestar og 126,6^5 sauð-
kindur, Frá þeim tíma til þess sigl-
ingum á fljótinu er hætt, voru þó
eftir 17 skipsfarmar af lifandi peningi
til Evrópu-flutnings.
MÁNUDAG. 12. NÓV.
Samkvæmt siðustu fregnum helga
repúbllkar sér 243 af 356 þjóðþingmönn-
um Bandaríkja í neðri deild. Ef svo er,
liafa demókratar ekki komið að nema
102 þingmönnum, því báðir flokkarnir
gömlu viðurkenna að populistar hafi
komið 11 sínum mönnum að. Á síðasta
Þingi sátu 216 demókratar, 206 repú-
blikar og 12 populistar (2 sæti auðþ
í ríkisþingskosningunum í Minne-
sota unnu repúblikar sigur mikinn eins
og hvervetna annarstaðar. í efri deild
eru 37 repúblíkar, 9 demókratar og 8
populistar, en í neðri deild 80 repúblík-
ar, 19 demókratar, 15 populistar.—
Knútur Nelson fékk 60,292 atkv. fram
yfir næst hæsta mótsækjanda sinn.
Ráðaneyti Breta hefir afráðið að
halda í hernað gegn lávarðadeildinni
tafarlaust, og á [næsta þingi heimtar
stjórnin samþykkt lög, er aftaka neit-
unarvald lávarðanna. Auk þess heíir
ráðaneytið ákveðið að leggja fyrir það
þing frumvarp til nýrra kosningarla va
um aðskilnað kyrkju og ríkis á Wales
og um landkaup.o. þvl. á írlandi.
Sambandsstjórnar-tekjurnar í sið-
astl. Október voru $175,000 minni en í
fyrra. Á 4 mánuðunum, sem af eru
fjárhagsárinu eru tekjurnar $1J milj.
minni en í fyrra,
ÞRIÐJUDAG, 13. NÓV. :
Brygeja mikil og vöruhús full af
baðmuil brann til kaldra kola í New
Orleans í gær, Eignatjón $| milj.
Skógareldar valda stórmiklu eigna-
tjóni í Tennessee.
Tyrkir drepa og myrða um 3000
manns i Armeniu. Fregnirnar eru ó-
Jjósar og ekki getið um ástæður fyrir
þessu níðingsverki.
Whitwayingar i New Foundland
hafa unnið sigur í 5 aukakosningum.
Af því leiðir að Goodridge-stjórnin er
nú í minnihluta á þingi. Hún hefir
heitið að sitja samt,- til næsta sumars,
hvað sem nú verður, er til kemur að
skora úr.
MIÐVIKUDAG, 14. NOV.
Bandaríkjastjórn auglýsir að hún
taki á móti boðum um kaup á $50 milj.
virði af skuldabréfum til 24. þ. m.
Rannsókn í mútumáli gegn bæjar-
ráðsmönnum í Toronto er nýlokið og
var einn þeirra fundinn sekur. Hafði
farið þess á leit við ýms félög að þau
gæfu sér eitthvað til að tryggja sér at.
kvæði sitt. Dómarinn, sem stýrði
rannsókninni æskti eftir að fá aukið
vald til að halda rannsókninni áfram og
veitti bæjarstjórnin það.
Englendingar, Þjóðverjar og Rúss-
ar hafa að sögn ákveðið að vera sam-
taka í að stilla tii friðar með Japanítum
og Kínvetjum. Frakkar eru óráðnir
enn.
Utflutningur svertingja úr suð-
ur-Bandaríkjum er býrjaður til Liberia
i Afriku.
FIMTUDAG, 15. NÓV.
Stjórn'.n í Japan hefir enn ekki
fengið tilboð um friðarsamuinga frá
Ivinverjum.
Páfinn sér sér ekki fært að
bannfæra verkamanna-félagsskap i
Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu ev það
gleðifregn fyrir verkalýðinn!
Sagt er að þeir Cleveland forseti og
Carlisle fjármálastjóri séu saupsáttir
orðnir. en Cleveland neitar því.
Beaver-línu-félagið hefir viðurkent
sig gjaldþrota. Eru nú eignir þess í
höndum dómstólanna.
Landsala bæjarins fyrir óvoldnum
skatti er afstaðin. Áður en salan var
liafiu, hafði um helminguréignanna ver
ið innleystur. Skattupphæöin, sem
hvíldi á eignunum, er seldar voru, var
afls rútnlega $10,000, en í eignirnar var
boðið $83,590.
Á aukafundi 14. þ, m. afréði bæj«r
stjórnin að draga til þess eftir nýár að
veita leyfi til gas-veitinga um bæinn.
Lægsta boð framkomið er $2,65 fyrir
1000 fetin.
FÖSTUDAG, 16. NÓV.
Ofsaveður og steypiregn hefir ætt
yfir England undanfarandi daga. I
gær fórzt’við strendur landsins gufu-
skip með 22 mönnum,
^ Skógareldur veldur $11 milj. eigna-
tjóni í Colorado.
' Ekkert er afráðið enn að því er
snertir dómsúrskurð Bandarikja í Kína
Japaw-málinu. En nú segir skeyti frá
Berlín, að Kínar hafi beðið Þjóðverja að
dæma í málinu.
ÍSLANDS-FRÉTTIR.
Eftir Stefnir.
Akureyri, 10. Sept. 1891.
25. Ágúst síðastl. var holdsveik-
islæknirinn danski, Dr, Ehlers, búinn
að fara um 15 sýslur og finna alls
138 holdsveikamenn. Skýrslan er birt
í “Stefnir” og fylgir henni stutt bréf
til skýringa frá lækninum. Segir hann
þar meðal annars :
Holdsveikin er i hlutfafli við fólks-
fjölda meir en helmingi útbreiddari
á íslandi en í Noregi, sem hefir verið
orðlagður fyrir veiki þessa.
Holdsveikin er í sumum sveitum,
t. d. í Gullbringusýslu, Barðarstrand-
arsýslu og ísafjarðarsýslu heldur að
minnka. en aftur á móti er hún ó-
efað mjög að aukast i Rangárvalla-
sýslu, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar-
sýslu, Þar er veikin nýbyrjuð á sum-
um og á mörgum mjög svæsin.
Af sjúkdómi þessum er öllu land-
inu voða hætta búin, það er því mál
til komið að vara þjóðina við slíku.
llerra ketmari Stefán Stcfánsson á
Möðruvöllum kom heim úr rannsókn-
arferð sinni um síðastliðin mánaða-
mót. Ferðaðist hann í sumar um
nokkurn hluta Rangárvallasýslu og
meiri hluta Skaptafellssýslna, alt aust-
Stórkostlegur afsláttur!
Betra verd en adrir geta bodid.
Um nokkrar næstkomandi vikur fást vetrarföt og yfirhafnir með
óheyrilega lágu verði í búð WALSH’S 515 og 517 Main Str.
BUXUR.
— Um 1,700 ALLS. —
200 af þeim verða seldar á 95 cents.
Á meðal þeirra eru buxnr úr kanadisku
vaðmáli Union vaðmáli (til slits) og
Ameríkönsku Worsted, sem uppruna-
lega átti að seljast fyrir $1,50.
300 góðar vaðmálsbuxur á $1,50
upprunaverð $2.00.
350 enskar oikanadiskar Hair Line
buxur, og úrvals vaðmálsbuxur fyrir
$2.70 vanaverð $1,00.
Og enn 500 buxur út skozku vað-
máli og West of England-buxum á $2,95
og $3.50. Vanaverð $5.00 og $6.00.
KARLMANNA ALFATNAÐIR.
— Um 1,100 ALLS. —
Um 100 gamlir vaðmálsfatnaðir
verða seldir á $3.00.
Um 125 alullar fatnaðir úr kana-
disku vaðmáli nf ýinsu tagi fyrir $5.85.
Upprunaverð $7.50 til $10,00.
Um 285 vandaðir fatnaðir úr cana-
disku vaðmáli á $5.75 en kostaði upp-
runalega helmingi meira.
Um 500 fatnaðir úr skozku vaðmáfl
og Worsted af beztu gerð fyrir $8.5 0
$10.50 og $11.50.
DRENGJA FATNAÐIR.
— Stórkostlegt upplag. —
Nærri 3.000 “Sailor suits” fyrir
drengi á 95 cts. til $1.75.
Vaðmálsföt $1.50 til $3,50. Worsted
föt $2.75 og yfir. Velvet fðt. Sergeföt.
Jerseyföt, og um 100 fatnaðir af ýmsu
tasi $2. Upprunaverð frá $3.00 til
$5.00.
Stuttbuxur 40, 50 og 75 cents.
Reefers $2.00 $2.50 og $3.00.
Yfirhafnir með slagi eða hettu á
$2.50, $.300, $4.00 og $5.00.
Y F I RHA"FN I R .
Mildo upplag til að velja úr. Ileitar og góðar yfirhafnir verða seldar
yrii’ lítílræði ÁGrÆTAR VETRAR-YFIRHAFNIR úr ensku “Rolling Nap” með
kraga og belti og af beztu gerð, verða seldar fyrir að eins ^7,50. IMikið upp-
ag af vatnsheldum Melissa kápum.
515 & 51? lain Slr, iept Citj Hall.
ur i Lón. Þaðan hélt hann með
fjörðum austur á Djúpsvog og brá
sér þaðan út í Papey- Leið þangað
er ifl sökum liinna hörðu strauma í
álunum milli eyjar Qg skerjaklasa þess
sem liggur milli lands og eyjar. Frá
Djúpavogi fór hann inn með Berufirði,
Berufjarðarskarð, Breiðdalsheiði og
niður í Skriðdal. Siðan skoðaði hann
Hallormastaðaskóg og fór um héraðið
allt út að Eiðtjm; þaðan hélt hann
póstleiðina í Mývatnssveit dvaldi þar
í tvo daga; fór svo niður í Bárðar-
dalinn og þaðan heim.
Góður árangur mun verða af ferð
þessari, því bæði var veður í sumar
að jafnaði liið bezta til slílcra rann-
sókna, og líka er jurtagróður mjög
einkennilegur og áður lítt rannsakað-
ur víða í Skaftafellssýslum; þar við
bætist og að horra Stefán er mjög
duglegur grasafræðingur og hefir lif-
andi áhuga á þeirri vísindagrein, enda
hefir þekking manna aukizt mikið á
gróðrarríki landsins síðan hann byrj-
aði að ranusaka, þótt margt sé enn
ógjört, sem við er að búast, því til
nákvæmra rannsókna um alt land
þyrfti marga menn í mörg ár.
Vér vonum að “Stefnir” geti áður
langt um líður fært lesendum sinum
ýmislegt til fróðleiks og skemtunar
um rannsóknarferð þessa. Til bráða-
byrgða setjum vér hér kafla úr pri-
vatbréfi til vor frá hr. St. Stefánssyni:
“Gróður á Suðurlandi og þeim
hluta Austfjarða, sem ég fór um, er
allmikið frábrugðinn gróðri hér
nyrðra, bæði að því er gróðurlagið
snertir, en þó eimkum að því leyti,
að ýmsar plöntur eru þar algengar,
sem ekki sjást liér, og sumar liinar
algengustu plðntur hér sjást ekki
syðra, Eg fann þar margar sjald
gæfar og nokkrar áður alveg óþekkt-
ar plöntur hér. En okkert spaug er
að ferðast um Skaftafellssýslur sakir
vatnanna, og alldýrt, þótt Skaptfell-
ingar séu allra manna gostrisnastir
og greiðvíknastir. — Maður kemst elA-
ert fylgdarlaust.
Markaðsverð á sauðfé hér í hausl
hefir almennt verið þett.a: Vetur-
gamflr sauðir 8—10 kr., veturgamlar
ær 7—9 ltr, tvævetrir sauðir 13 — 15
kr., geldar ær 10—12 kr.
Verð á slálurfé er þetta: Kjöt
12—18 aura pd., mör 17 au. pd., gærur
22 au. pd., haustull 38—40 au. pd.
Tcö gufuskip hafa komið hingað
til að sækja fé, annað frá Zöllner,
fór með 8000 fjár frá pöntunarfélög-
unum o. fl. hitt frá Slimon, fór með
ri'im 5000. Alt útskipað af Oddeyri.
Sama ágœtistiðin lielzt enn, opt-
ast þurviðri, aðeins stundum nætur-
frost.
Eftir AUSTRA.
13. Oct.
Dauðs manns líkami kom upp á
línu hér utarlega í firðinum þann 2.
þ. m. og var síðan fluttur hér inn i
bæinn eftir ráðstöfun sýslumanns Axel
Tuliniusar og nákvæmlega skoðaður
af honum og síðan krufinn upp af
þeim læknunum Jóni Jónssyni og G.
B. Scheving, er sögðu liklegast að
maðurinn hefði verið dauður áður en
hann kom í sjóinn. en það þykir
sýslumanni fullsannað að maður þessi
hafi verið Englendingur. Andlitið á
líkinu var mjðg skaðað og ókennilegt,
en fötin voru óskemd og í vösum
hins dauða fundust enskir smápening-
ar. Ljósmynd var tekin af líkinu og
verður hún ásatnt fötunum síðar send
til frekari eftirlits og rannsóknar af
hinu íslenzka ráðaneyti.
Sýslumaður og hinn broski vici-
konsul I. M. Hansen gerðu útförina
mjög heiðarlega.
Það þykja miklar líkur komnar
fram fyrir þvi, að þetta muni líkami
þe?s manns, er enska stjórnin gerði
fyrirspurn um í sumar til landshöfð-
ingja og áleit að hefði verið drepinn
í vor úti á skipi hér á firðinum.
Fundið lík. Fjárleitarmenn af
Hólsfjölluin fundu í haust mannslík í
gljúfragili á takmörkum Fjalla og
Áistilfjarðarafrétta norðaustur frá
Fjallbygðinni. Líkið var að mestu
sandorpið en bakið bert, skinin beinin
því fötin liöfðu fletzt fram yfir höf-
uðið af leysingarvatnsstraum að vor-
lagi, þótt nú væri þar þurt. Fötin
voru arfafúin og hold alt liorfið af bein-
unum og beinin brotin annarsvegar. í
eyfinu af fötunum fanst þó peninga-
budda heilleg og lokuð, með 5 kr. seðli
og 8 kr. í silfri og fáeinum aurum, en
engin bréf eða neitt annað, Skamt frá
fannst stafur og 1 skíði, samkynja skíði
og fundist hafði á sama sræði í fyrra
haust af Fjallamönnum og þeir þá þótt-
ust þekkja að væri skiði Hrólfs nokk-
urs Hrólfssonnr, sem vetrinum áður
hafði farið austur um fjöllin og niður í
Vopnafjörðinn; og liafði skömmu síðar
lagt á stað aftur heim á leið og farið síð
ast frá Haukstöðum í Vopnafirði, en
ekkert spurzt til hans síðau-..
22. Okt.
Tíðarfar má heita altaf ágætt, þó
dálítið sé nú farið að kólna og grána í
fjöllum, en engin snjókoma má heita
að hafi enn verið, og er það æði mikill
munur á því og værið hefir undanfarin
haust um Jietta leyti.
SíklarhUiup kom hér töluvert inn á
Seyðisfjörð þann 15. þ. m. og veiddist
bæði í lagnet og vörpur.
Á Suðurfjörðunum hefir og nokkuð
veiðst af síld, og hefir O. Watline sent
aftur töluvert út af henni með “Vaag-
en” ag nú þann 18. þ. m. fór fiskiskipið
danska, “Cambria” með c. 500 tunur af
nýrri sild í ís til Englands.
Spurning.
Hvað kemur til að ein verzlun
blómgast meir en önnur undir sömu
kringumstæðum ?
SVAR: Til þess getur margt borið,
en þó ekkert eins og blátt áfram hrein,
óhlutdræg og samvizkusamleg viðskifti
við alla og æfinlega. Það er sú. lifernis-
regla, sem ég hefi settmór og fundið
borgá sig. Með hana hefi ég fleyzt
oft gegn um harðar kringumstæður í
full sjö ár við verzlun, og alloft þokast
áfram, fet fyrir fet. Hér eftir mun óg
halda henni því fastar. Tímar hafa
aldrei verið eins harðir og nú, og er
því meiri hvöt fyrir mig að skifta sann
gjarnlega við alla.
Kæra þökk fyrir viðskifti ykkar að
undanförnu. Munið að ég hefi nú vör-
ur meðlangmesta, bezta og billegasta
móti. Munið að gera ykkar bezta með
að borga mér það sem þið skuldið, og
munið að ég lána ekki nú sem stendur.
Með vinsemd,
T. Thorwaldson.
AKRA N. D.
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vinberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.