Heimskringla - 17.11.1894, Blaðsíða 2
2
n RTM.qKMNftLA 17. NÓYEMíER 1894.
HeiEHlu'iiigla
kunr út á Laugardögum.
The HeÍMskriugla Ftg. & Publ. Cö.
útgefandr. [Pulilátkeiw.]
UlUtJárÍBB geymir akki gíBíoai, *»■
eigi T*ría upvtekaaí, og aaitoanik
þœr »igi Baua fyri* «bíb-
sendiug fylgi. liitstjórÍBB iTarat eng-
um bréfam ritstjórB riíkoBaaBdi,
í blaðiaa. NafBlausuu brífuaa ar
enginn gaamr getB.n. Bn ritatj. *Tar-
ar höfundi undir m#rki eða bókatóf-
um, ef böf. tiltek. <dík* merki.
Uppsögnógild að lögam,nema kaup-
andi sé alveg skuldlaus við blafiið.
Ritsjóri (Editor):
EGGERT JÓHANNSSON.
Ráðsmaðr (Busin. Manager):
EINAR ÓLAFSSON.
OFFICE :
Cor. Ross Ave. & Nena Str.
Ráðsmanna-skifti.
Kri ngumstæðanna vegna hefir
herra J. IV. Finney verið knúður til
að segja af sér ráðsmennsku prentfé-
lagsins, en taka aftur við eiginstjórn
á verzlun sinni. Það er ekkert gum
þé sagt sé, að enginn hafi áður stað-
ið betur í ráðsmennsku-stöðu sinni
við hlaðið enn hann. Það er enda
•óhætt að segja, að í sumum atriðum
að minnsta kosti hefir hann gert bet-
ur en nokkur fyrirrennari hans.
Það ræður því að líkum, að forstöðu-
nefndin sakni hans af starfssviði
blaðsins, enda þött hún að sjálfsögðu
tæki uppsögn hans gilda, þegar
kringumstæður hans voru teknar til
greina.
Jafnframt og nefndin tjáir hon-
um þakklæti sitt fyrir drengilega af
hendi leyst starf í þjónustu blaðsins,
«r henni ijúft að kunngera vinum
blaðsins út í frá, að framvegis öld-
ungis eins og að undanförnu mun
hún eiga kost á hans góðu [ráðum og
samvinnu í nefndinni.
Eftirmaður hans
sem ráðsmaður prentféiagsins er hr.
Einar Ólafsson, flestum kaupendum
blaðsins að svo góðu kunnur, að
meðmæli vor eru óþörf. Hann hefir
áður gengt þeim störfum og leyst
þau svo vel af hendi, að þegar Mr.
Finney fór frá var það einn maður,
og einn einungis, er nefndinni datt í
hug sem eftirmaður hans, og það
var herra Einar Ólafsson. Að hann
fékzt til að takast verkið í fang, er
gleðiefni fyrir félagsmenn alla ekki
síður en nefndina, sem stjóm félags-
ins hefir á hendi.
Framvegis eru því viðskifta-
menn blaðsms heðnir að snúa sér til
herra E. Ólafssonar með öll mál sem
blaðið eða félagið snerta og sem ekki
koma ritstjóranum við.
Bandaríkja-kosningarnar.
Hvað var það sem bruggaði de-
-mókrötum þennan ægilega ósigur
fyrra þriðjudag ? Þessari spurn-
ingu vill hver flokkurinn fyrir sig
svara upp á sína vísu. Repúblíkar
eegja. að almenningur hafi á þessum
kjörþingum sannað að rétt sé það,
sem þeir halda fram, að demókratar
séu ekki menu til að stjóma lýðveld-
isheildinni. Populistar segja, að
fyrir tveimur árum, þegar atkvæða-
skriðan hljóp yfir repúblíka og lagði
í rústir, hafi alþýða hugsað að demó-
kratar og popúlistar væra eitt og hið
sama, nema að nafninu. Á þessum
tveimur árum hafi hún nú sannfært
um, að það hafi verið grófur mis-
skilningur og að hún í hefndarskyni
hafi látið atkvæðaskriðuna leggja
demókrata í rústir nú.
Hvað snertir ummæli repúhlíka,
þá má virðast að alþýða hafi ekki
•fremur ástæðu til að treysta lýðveld-
Isheildinni í þeirra hendur, en í
hendurnar á demókrötnm, þegar lit-
ið er á stefnuleysi þeirra í þessarri
síðustu sókn. Þegar athugaðar eru
ræður aðal-leiðtoga repúblíka og sem
íbáðir ætla sér forseta-stólinn svona
tíö tækifæri, T. B, Reed og Wm.
McKinley, þá kernur í ljós, að þeir
sögðu aldrei að McKinley-lögin eða
önnur slik, skyldu lögleidd aftur.
Þeir sögðu skýrt og [skilmerkilega
að stjóm demókrata væri óhafandi,
en þeir sögðu aldrei, og fóra þeir þó
viða og fluttu margar ræður, að þess-
ar breytingar eða hinar yrðu gerðar
við núverandi toll-lög. Þeir gengu
framhjá því atriðiuu og það svo
greinilega, að það getur sjálfsagt
enginn sagt hverjar fyrirætlanir eru
að því er löggjöf snertir. Hvað það
mál áhrærir verður þess vegna ekki
séð fyrir hverju alþýða hefir geng-
ist.
Þá gengu og þessir repúblika-
jötnar báðir með þögn fram hjá
málinu um frísláttu silfurpeninga.
Því hefir verið fleygt fyrir endur og
sinnum, að Reed sé frísláttunni með-
mæltur og að McKinley mundi ekki
óviljugur, en þar við situr. Það er
engum kunnugt hvort svo er í virki-
legleikanum eða ekki, Sú þögn her
cinníg vott um vandræði, en sú þögn
tjáir eklri lengi, því silfurmálið er
stærra mál en svo að framhjá því
verði gengið þegjandi, Eftir því
sem haldið er á því máli í vestur og
suðvestur-ríkjunum, verður ekki
langt þess að híða, að það skipar
öndvegið, en toll-spurnsmálið óæðri
bekk í kosningamálum. Þó sneiddu
þessir tveir flokksforingjar hjá því.
Má vera þeir hafl ætlast til að dylgj-
ur um meðmæli þeirra með fríslátt-
unni mundi útvega þeim atkvæði
silfur-manna og má vera að sú von
liafi rætzt. En víst er það ótrúlegt,
að silfur-mennirnir hafi gert sig á-
nægða með óljósan orðasveim. Vist
er það og, að ekki gat alþýða geng-
izt fyrir stefnufestu repúblíka í þessu
máli.
í austurríkjunum flestum er
tekjuskatturinn, sem demókratar lög
leiddu á síðasta congressi, óþokka-
sæll mjög, Á meðan það frumvarp
var fyrir þingi og alt framundir
haust andæfðu repúblíkar því tiltæki
og gátu aldrei valið þeim lögum
nógu ill orð. í öllum ræðum sínum
minntust þeir McKiley og Reed al-
drei á þessi lög nema í sambandi við
alla misgerðaheild demókrata. Þeir
sögðu ekki eitt orð um stefnu fiokks-
ins í þessu máli, því síður að þeir
hugguðu menn með þeirri von, að
þessari gjaldbyrði skyldi létt af herð
um þeirra undireins og repúhlíkar
tækju við taumhaldinu.
Þessi þrjú mál, toll-málið, frí-
sláttumáiið og tekjuskattsmálið, hafa
óneitanlega valdið skörpustum um-
ræðum og þrætum í Bandaríkjunum
á síðastlíðnu ári, en af ræðum þessara
flokksskörunga og viðurkenndra leið
toga er ómögulegt að sjá hvað repú-
blíkar ætla sér að gera þau áhrær-
andi. Stefna demókrata aftur á móti
er ákveðin að því er þau snertir.
Þar sem þá alþýða hefir svo grimmd-
arlega steypt demókrötum úr völd-
um eftir tveggja ára stjórn og eftir
að hafa barizt við að koma honum í
völdin í samfleytt 30 ár, eða um það
bil, þá má í fljótu hragði virðast, að
hún vilji heldur óvissu, en vissu,
stefnuleysi fremur en stefnu. Þó
væri það sjálfsagt ekki sanngjörn til-
gáta.
Sannleikurinn er að líkindum
sá, að ekkert sérstakt mál, hversu
þýðingarmikið sem það annars er
fyrir þjóðina, hefir valdið þessari
stórkostlegu byltingu. Það hittist
svo á, að um leið og demókratar tóku
við stjórntaumunum, gekk harðæris-
kafli í garð, og honum fylgdu verzl-
ana-hrun, atvinnuskortur og peninga
þröng, ef til vill meiri en nokkru
sinnl áður, í landinu. Þetta tæki-
tækifæri notuðu repúblíkar og allir
andvígismenu demókrata, hverju
nafni sem nefnast. Harðærið átti að
stafa af væntanlegum toll-byltingum
demókrata, og mundi það vara svo
lengi sem sá fjandaflokkur hafði yfir-
hönd á þjóðþingi. Það er enginn efi
að þessum sögum trúðu fjölda marg-
ir, án þess að athuga 4 hverju þær
voru bygðar, og greiddu svo atkv.
samkvæmt þessari trú sinni. Þetta
mun hafa valdið byltingui.ni fremur
en nokkurt flokksspurasmál. Leiði
nú eins gott af lögleiddnm tollbreyt-
ingum, eins og demókratar vona, er
eins líklegt að haustið 1896 byltist
repúblíkar úr völdum á sama liátt
og demókratar nú.
Það má virðast að Canada-menn
megi einu gilda hvor flokkurinn er í
völdum í Bandaríkjunum, og vitan-
lega gcta þeir farið sínu fram, án til-
lits til þess, hvernig toll-mál standa í
Bandaríkjunum. Eigi að síður er
það deginum ljósara, að þeir menn
eru engir föðurlands-vinir, er mæla
með afnámi tolls í Canada, meðan
vemdartollur hannar aðgang að
Bandaríkjunum. Vilji Canadamenn
halda sínu, eru þeir neyddir til að
hafa tolla á meðan Bandaríkjamenn
viðhalda sínum toll-múr. Þeir Ca-
nadamenn þess vegna, sem æokjaeft
ir afnámi tolla, en sem ekki viija
búa til annað ísland úr Canada í til-
liti til iðnaðar og verzlunar, þeir
hljóta að þrá þann dag, að demókrat
ar nái meiri festu á veldisstóli Banda
ríkja en enn er orðið.
Orða-belgrinn.
[Öllum, sem sómasamlega rita, er
velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn-
greina verðr hver höf. sig við ritstj.,
þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu.
Engin áfellis-ummæli um einstaka menn
verða tekin nema með fullu nafni undir.
Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun-
umþeim, sem koma fram í þessumbálki]-
EIN AF TRÚARRATINUM
BANDAMANNA.
Þegar þingskörungurinn í Cana-.
da, Wil fred Laurier, flutti töiu sina i
Emerson að kveldi 23. Október síðastl.
gátu ritstjórar vors járnklædda hátolla-
blaðs—The “Pioneer Express”, með
steyptu koparaugun—ekki á sér setið,
svo þeir fóru jiorðuryflr b'nuna til að
“hlýða orðum hans”. 26. sama mán-
aðar gefur blaðið svo látandi skýrslu ■'
“Mr. Laurier is a fine speaker, and se-
veral of the others, who addressed the
audience, made good addresses. Mr,
Laurier's orguments for Canadian tree
trade, excellent and convincing as tliey
were. equally proved the admntage of pro-
tection on this side of the line".
Greinin ej hér látin óbreytt frá
frummálinu, svo að menn geti lagt
hana út, hver eftir sínu höfði—hvort
sem að betur á við þá “trú” eða skyn-
semi!
"Sælir eru þeir sem ekki sjá, en
trúa þó ”!
Democrat.
Hnetu-brot.
tínd upp af G. A. Dalmann,
Minneota Minn.
“Það er mín sannfæring að banka-
félög einstaklinga séu frelsi voru skað-
legri en setulið”,
Thomas Jepferson.
“Þegar einhver stjórn hefir* sökkt
þjóð sinni í skuldir undir vissum forða
af löglegum gjaldmiðli og svo vísvitandi
dregur saman, minkar téðan gjaldmiðil
þá hefir sú stjórn drýgt hræðilegan
glæp gagnvart þegnum sínum.
Abraiiam Lincoln.
“Hefir ekki alríkisþingið va!d til að
gefa út peninga samkvæmt grundvallar
lögunum? Þvi skyldi þá ekki þingið
brúka þessi réttindi allri þjóðinni til
gagns og blessunar, heicfur en afhenda
þau einstökum fjárglæframönnum,
landi og lýð til minnkunar og skaða.
Andrew Jackson.
“Hafi nokkur ráð á gjaldmiðli ein-
hverrar þjóðar, þá hefir sá hinn sami í
hendi sinni hennar viðskiftalegu og
verklegu framfarir”.
James A. Garfiei.d.
Han. David A. Wells segir meðal
annars í bók,er hann hefir ritað og heit-
ir 'The Deciine of American Shipping’,
“1856, og þar nm kring, fluttu Banda-
ríkjaskip J af öllu vörumagni heimsins
og meir en 76% af vorum eigín skipum;
síðan!860 hefir þessi auðsuppspretta
veri ð dregin úr höndum vorum og held-
ur enn áfram. 1881 var að eins 16% af
vorum innflutta varningi fiuttur á
amerískum skipum; sama ár sýna
skýrslur stjórnarinnar, að 73 milj. hush
af kornvöru var sent frá New York,
en ekki eitt hush. var sent með vorum
skipum, En þó er þetta ekki það
versta. Vér erum enn verr farnir í til-
liti til skipasmíða 1860 áttum. vér skips-
rúm í þjónustu útlendra þjóða, er báru
1,300,000 tons. Vér höfum ekki ein-
göngu tapað þessari atvinnu fyrir sjó-
menn vora, heldur einnig borgum vér
útlendingum nú árlega fyrir aðflutning
á 84% af því sem við hrúkum af erlend-
um varningi. Margir munu segja, að
skipasmíði borgi sig ekki, og hafi þvi
verið dregið úr höndum vorum að oss
viljugum. Því til sönnunar, að það sé
ekki rétt á iitið, vil ég benda á árs-
sSýrslu þeirra Moss & Co., er fremstir
standa af skipasmiðum Breta; þeir
segja svo : “Vér þekkjum énga atvinnu
grein, er borgar sig betur en gufuskipa-
stóll vorra tíma”.
Samkvæmt stjórnarskýrslum 1881
má sjá að verzlun heimsins er 14J billí-
ón dollars. Ef vér hefðum að eins hald-
ið voru og flutt i af þessu vörumagni,
eins og vér gerðum frá 56—61, þá hefði
vor hluti verið 5 bilj. doll. Nú er viðr-
kent af hagfræðingum, að hurðargjald
áhyrgð og þessháttar nemi 15%, og liefði
oss verið sú inntekt liðlega 730 miljón
doll. virði. Til að framkvæma þennan
starfa, hefði þurft 3—4 milj. manna,
er mundu hafa höggvið stórt skarð í
tölu hinna atvinnulausu landsmanna
vorra. Hvað veldur svo þessu hræði-
lega tapi þjóðar vorrar?” spyr höfundur
inn, og svarar svo á þessa leið .
“Ástæðan er, að á löghók vorri
stendur hin heimskulegasta og um leið
hin ranglátasta löggjöf viðvíkjandi sigl-
ingum, er nokkru sinni hefir sézt í lög-
um nokkurrar siðaðrar þjóðar,
Annað atriðið er það. að auðkýfing
ar og fjárglæframönnum hefir tekizt
með svikum og undírferli af verstu teg-
und, er annaststaðar f heiminum mundi
hafa verið hegnt sem landráðamönnum
—að takmarka peningaforða þjóðarinn-
ar svo hægt sé að kreista út úr alþýðu
gífurlegri peninga-leigur en á sér stað í
nokkru siðuðu landi. Skipasmiðir
Bretlands geta lánað peninga fyrir 2 af
hundraði, en í þessn landi, landi frelsis
og frægðar, þurfa skipasmiðir að horga
í peningum leigur 5—8 af 100. Það
reiknast svo til, að alfært gufuskip eins
og þau eru hygð nú og úthúin kosti því
sem nær \ miij. doll. Af því getur
hver maður, er kann að reikna, dregið
sína eigin ályktun; hann getur séð
hvað erviðar kringumstæður skipasmið-
ir vorir er u settir í og hversu óhugs-
andi það er að þeir geti keppt við Breta
í þessari iðn”.
Casca, St. John, C. kH. segir í nið-
niðurl aginu á riti sínu : “Why are we
poor”. “Hver ein og einasta löggjöf, er
samþy kkt hefir verið af alþingi þjóðar-
innar vi ðvíkjandi gjaldmiðli vorum síð-
a n 12. Febrúar 1862, hafa allar stemmt
í sömu áttina, að selja frelsi og réttindi
nlþýðu samvizkulausum okurkörlum.
Ég skal að eins henda yður á fáein
af þessum lógutn, er öll hafa verið
keypt fyri r vellíðan l.inda minna. Lög
viðvíkjandi þjöðar-bönkum, lög, er fyr-
irskipuðu eyðilegging stjórnarinnar
hréfpeninga og hreyttu þeim í skulda-
bréf, er lögðu ógurlega leigubyrði á
herðar þjóðarinnar, lög,er lokuðu mint-
inni fyrir dollarnum, lög, er sviftu silfr-
ið sínu gjaldmiðilslega valdi. en fyrir-
skipuðu að gull væri hinn eini lagalegi
gjaldmiðill o. s. frv. í nær því það ó-
endanlega. Þessi lög með mörgum
fleiri hafa gert það að verkum, að klafi
hins brezka auðvalds hefir þrengt æ
meir að hálsi þjóðarinnar; þau hafa
lokað óteljandi atvinnustofnunum og
svift miljónir ráðvandra manna heiðar-
legri atvinnu. Þau hafa slitið brauðið
frá munni harna og kvenna, þau hafa
hjálpað til að fylla myrkvastofur lands-
ins með mönnum, er var fyrirmunað
a ð neyta hrauðs í sveita síns andlitis.
Þeirra glæpur var fátækt. Þau hafa
drjúgum aukið tölu vitskertra manna.
Þau hafa fjölgað sjálfsmorðum og getið
af sér glæpi af allri mögulegri tegund,
þau hafa hjálpað samviskulausum okr-
urum með skattfríum ríkisskuldabréf-
um að draga undir sig mestan hluta
hinnar framleiddu auðlegðar framleið-
andans.
Hefir þú nokkru sinni spurt sjálfan
þig. hvernig á því stendur að fólk skuli
deyja úr hungri í hinu bezta landi
heiinsins. þar sem forðabúr eru troðfull
af ódýrri matvöru. Hefir þú nokkurn
tíma hugsað um það, hvers vegna oss
er sagt, að of mikið sé framleitt af þess-
ari eða hinni lífsnauðsyn, svo lengi sem
fjöldi meðbræðra vorra líður nauð af
vöntun þessara sömu nauðs.ynja. Það
hlýtur eitthvað aö vera bogið við þessa
kenning. Það getur ekki verið of mik-
ið til af brauði í landinu, svo lengi að
ei tt einasta af börnum þess grætur af
brauðleysi og þessi vöntun verður ekki
uppfylt.
Og svo að endin.u, hefir þú nokkru
sinni spurt sjálf in þig, hvað langt fram
í tímanum er það, að þú eða börnin þín
er þú elskar. líði nauð vegna skorts á
lífsnauðsynjum. Hugsaðu vinur, hugs
aðu alvarlega, mundu það, að hvert at-
vik er þú verður var við í viðburðanna
rás, hefir einhverstaðar orsök. Leitaðu
óhræddur að orsökinni.
Hugsunarháttur, er vill ekki laða
sig eftir tímans brennandi kröfum, er
skaðlegur eigindómur.
Ejöldinn er fæddur og alinn upp í
fátækt og niðuriæging. N okkrir erfa
auðlegð og eyða dögum sínum í mun aði
og iðjuleysi.og enn aðrir eru gerðir stór
ríkir með sérplægnum lögum.
Vér hallmælum Gyðingum fyrir
gullkálfssmíðið og tilbeiðslu hans, en
höfum ekkert að setja út á gullkálfs-
dýrkendur vorra daga. “Sjáandi sjá
þeir ekki”. Hve sláandi sannleikur.
Annaðtveggja verður innan skamms,
að stjórn þessa lands tekur járnbraut-
irnar undir sína umsjón, eða járnbrauta
félögin gleypa stjórnina með öllu sem
henni tilheyrir. Hvort vildir þú heldur
kjósa sfcm meðlimur stjórnarinnar ?
Hæsti dómstóll landsins hefir ný-
lega úrskurðað, að Philadelphia & Erie
járnbrautarfélagið skuli ekki greiöa
ríkinu eignaskatt, er lagður var á inn-
borgaðan liöfuðstól þess og nam með
rentum $200,000. Taktu vel eftir þessu
og athugaðu hvað þér þykir ísjárvert
við þennnan úrskurð. Getur þú bent á
atriði í sögu landsins þar sem bóndi eða
daglaunamaður hafa ekki þurft að
greiða skatt af sínum skattgildu eign-
um ? og jafnvel þó eignirnar væru veð-
settar einhverjum auðkýfing? Og
samt segir þú að lýðveldinu sé engin
hætta búin frá hendi miljóna-eigend-
anna.
Það kostaði járnbrautarfélög vor
síðastliðið ár $14,000.000, að undir-
halda lögmenn til að koma í veg fyrir
að alþýða næði rétti sínum. $10.000,-
000 fleygðu þau í stórblöðin, til þess að
draga sinn taum og fela sannleikann
fyrir lesendunum. Getur þú bent á
nokkurt atvik, er likist þessu? í sam-
bandi við póstafgreiðslu-athöfnina, sem
er þó mörgumsinnum yfirgripsmeiri en
nokkurt járnbrautarfélag, eitt er at-
hugavert og það er, hinn fátæki þarf
ekki að borga meira fyrir póstmerki en
liinn ríki, í einu orði sagt, hinum fá-
tæku er þjónað eins vel og auðkýfing-
um. Væri ekki vel til fallið, að alþýöa
hugsaði nokkuð alvarlegar um þetta
efni ?”
St. Paul Globe. (gnllkálfs-hlað).
Þ að eru í Bandaríkjunum 8190152
fjölskyldur, er ekki teljast með hænd-
um. Af þessari upþhæó eru lítið fleiri
en 2000000 er búa í sínum eigin húsum
og þess utan má taka það til greina, að
f jöldi af hinum síðasttöldu eiga he:mili
sín að eins að nafninu, þar þau eru veð-
sett einhverju okurfélagi. Skyldi það
vera fjarri sanni að spyrja: Hvar
munum vér lenda ?
St. Paul Globe.
Þeir lögmenn, ritstjórar, prestar
og stjórnmála-skúmar, er feröast með
járnbrautum fyrir ekkert, hafa ekki
nokkuð að setja út á núgildandi fram-
komu félaganna gagnvart almenningi.
Skyldi það ekki eiga sér stað, að þeir
selji sína sannfæringu fyrir lítilfjörleg-
an greiða ?
Ekki alls fyrir löngu heyrði ég á taj
prests nokkurs. Hann var ungur og
gáfulegur maður og mjög fríður sýnum.
Hann var nýkominn úr langferð og
hafði dvalið um tvær vikur i Chicago,
þegar mest var talað um' verkfallið
m ikla. Honum fórust orð á þessa leið:
“Þaðeru margar þúsundir í horginni,
er ekkert hafa að lifa af yfir næst-
komandi vetur, og ekkert geta fengið
a ð gera, því félögin, er þeir unnu fyrir
áður, vilja ekki taka þá í þjónustu sína.
Þau hafa fyrirkomulag, er þau kalla
“Black list”, sem hver maður er settur
á. er mestan þátt tók í verkfalhnu eða
var embættismaður í einhverri deild
vinnufélaganna, og hver sá maður, sem
var settur á þennan “Black list”, getur
ekki fengið atvinnu hjá nokkru járn-
brautarfélagi um þvert og endilangt
landið. Ég hefi enga meðlíðun með
þessum mönnum. Þeir hafa engan rótt
til að gera verkfall, Auðvaldið hefir
réttindi er verður að athugast fyrst og
síðast. Það eru auðfélögin, er hafa
gert land vort það sem það er”. Það
er san narlega merkilegt”, svaraði ég
•‘að heyra iærisvein hins fátæka meist
ara tala eins og þú talar. Þú hefir
enga meðlíðun með hinum hungruðu
meðbræðrum þínum, þú finnur ekki til
neinna ónota, þó þú hugsir þá klæð-
1 ausa, hrakta stað úr stað í hinu vægð-
arlausa vetrarfrosti, sem erþó í sann-
leika talað töluvert mildara en hjarta
sumra þeirra dýra, er vér köllum
mann. Þú álítur glæpi þeirra stærri en
•að þeir séu fyrirgefanlegir. Og hvaða
gl æpi hafa svo þessir menn drýgt ? Þá,
að þeir reyndu að verjast með vopnum
þeim, er fóndur þeirra brúkuðu, þeir
gerðu samtök í því skyni, að varðveita
auðjegð sína—vinnukraftinn—gegn auð
valdinu, er myndað heíir verið með
sveita fyrirrennara þeirra og þeirra
sjálfra, og hlutdrægri löggjöf. Vinur
minn! Berðu afstöðu þína gagnvart
þeim er*lifa á handafla sínurn saman
við orðin, er þú að öllum iíkindum les
daglega : “Fyrirgef oss vorar skuldir
o. s. frv.”. Þcgkr ég sleppti þessum
orðum, stóð nann upp, bauð okkur
góða nótt og sagði um leið og hann
gekk út: “Þó ótrúlegt þykí, þá hefi
ég aldrei skoðað málið frá þessu sjónar
miði”. Ég er sannfærður um að mað'
urinn var að náttúrufari góðmenni, en
hið viðhjóðslega aldarfar hafði deytt í
honum tilfinninguna fyrir þvi sem helg-
ast er í mannfélaginu—bróður-kærleik-
ann—*
Þú sem ert andvígur hinum nýja
flokki, hefir þór nokkru sinni komið til
hugar, að enginn járnbrautarkonungur
enginn kola-barún. enginn bankaeig-
andi, enginn, sem heldur fram, að ein-
okun sé affarasælasta aðferð fyrir al-
menning, enginn, sem safnar auð fjár
af ólaunuðu erviði meðbræðra sinna ;
enginn þeirra er populisti, þeir bann-
færa fjTi- og seinn hinn nýja flokk.
Getur það skóð, vinur, að þú, sem
’innur fyrir lífi þínu sem heiðarlegur
borgari, byggir hatur þitt á sama
grundvelli og íðjuleysingjarnir í Wall
Street gera ? Heldur þú það geti ekki
skeð, að þú hafir verið svíkinn í trygð-
um? Hugsaðu alvarlega um það, hvort
það geti skeð, að velferð þín og iiugur
iðjulausra auðkýfinga sé hið sarna. At-
hugaðu söguna og vittu hvertþú finnur
dæmi þar, að auðvaldið hafi nokkru
siuni beinlínis gert nokkra réttarbót.
Það er skylda þín sem borgara að
byggja þína pólitísku trú á eigin rann-
sókn, en ekki annara sögusögn. Legtu
það sem allar liliðar hafa að segja, en
um fram alt hugsaðu.
Hvort boðið verður tekið?
Hinar canadisku húsmæður þurfa
að framkvæma lieilmörg nauðsynja-
verk á tveimur eða þremur næstu mán-
uðum. Þær gera verkið sjálfar, en
efnið verða þær að fá að. Þaðeru
margir, sem bjóðast til að leggja það
til og þó undarlegt sé, allir fyrir sama
verð. Það sem þá liggur næst fyrir að
skoða, er efni og innihald þessara til-
boða. Margir lofa Iþessu eða hinu, en
þegar til framkvæmdannn kemur, geta
þeir ekki staðið við þau, og við það
lirynur álit almennings á þeim og þeirra
boðum. Það er samt til eitt tilboð—frá
Diamond Dye—, ohætt er vegna reynsl-
unnar að reiða sig á það.
Vilji þið reyna Diamond Dye, sem
margsannað er að só hinn bezti litur.
eða ættu þið að reyna eitthvað nýtt, er
engin sönnun er fyrir að sé að neinu
gagni.
Frásaga prestsins.
EITIRTEKTAVERT SAMTAL VIÐ
SÉRA W, J. CHAPLIN.
Af áreynslu í prédikunarstólnum var
hann orðin heilsulaus.—Hvernig
sjukdómnnm var hagað og hvernig
hann komst til heilsu og gat sint
skyldum sínum.
Tekið eftir Springfield Journal.
í hinu fagra þorpi Chatham, 111.,
býr baptista prestur einn, sem ekki ber
á sér önnur merki þess að hann sé yfir
sjötugt en hinar snjóhvítu hærur sínar.
Hin skarpa sjón hans, fjöruga sál og
hi n hkamlegi kjarkur bera öll vott um
reglusamt líferni, Þessi frumherji i
drottins víngarði er séra W. J. Chaplin,
sem nú er 72 ára gamall og e» frum-
smiður að mörgu kristilegu góðverki.
I samtali við blaðamann einn, sem
mæltist til að fá að heyra eitthvað af
æfisögu séra ChaplÍDs; Jsagði hann að
þrátt fyrir það þó hann liti hranstlega
út nú, hefðisamt enganvegin altsittlif
verið sólskinsdagar.
“Eins og bygging mín sýnir var
það uppr unalega mitt hlutskifti aðhafa
hraustan og sterkan hkama. En eins
og oft kemur fyrir, hrepti ég oft mjög
mikla áreynslu á heilsu miua og gáði
um seinan að því að ég hafði því nær
tæmt heilsu mínnar bykar. Þetta var
fyrir átján árum. Um það leyti þurfti
ég að gegna prestsverkum i prédikunar-
stólnum, en ég varð að hætta áður en
ræðan var ó enda. Sjúkdómurinn var
skaðlegt taugaveiklunar-aðsvif, og nm
langau tíma var mér mér ekki ætlað hf.
Eg varð algerlega að hætta öllu starfi
og til reynslu afréð ég og Mrs Chaplin
að taka okkur stutta ferð á hendur til
hressingar. Mér skánaði svo að ég gat
tekið til starfa aftur, en náði mér þó
enganveginn til fulls. Mér fanst ég
vera andlega og líkamlegt þrot. Ég
hafði mist svo vald yfir sjálfum mér að
ég misti stundum pennann úr hendi
mér máttvana. Síðastl. vor bættist þar
ofan á, ég fékk ákafa influenza. Ég
náði mér nokkuð aftur, en þjáðist samt
alt af annaðslagið af árásum þessarar
veiki og hinum slæmu afleiðingum henn
ar. Ég leitaðist við að fá mér meðul
við þessu og að lokum sá ég frásögu um
Dr. Williams Pink Pills for Pale People
Þær áttu við mig svo ég fór að brúka
þær, þær styrktu mig þegar frá byrjun
og læknuðu svo hina áköfu taugaveikl-
un svo ég gat farið að gegna prestsverk
um aftur. Batinn var stór-merkilegur,
og algerlega að þakka Dr.Wilhams Pink
Pills.
Mrs. Chaplin var viðstödd og sagði:
“Ég heid að Mr. ChapHn hefði aldrei
orðið fær til að sinna prestverkum eftir
að hann fékk influenza-aðsvifið, hefði
hann ekki farið að brúka Dr. Wifiiam’s
Pink Pills. Þær bættn honum svo vel,
að ég afréð að reyna þær sjálf. Eg hefi
í mörg ár þjáðzt af því sem læknar
kalla gigtarflog, en síðan óg fór að
brúka pillurnar, hefi ég verið laus við
þær þjáningar að kaila má. Við höfum
ætíð pillur á heimilinu og brúkum þær
vlð og við til að liressa og styrkja lik-
amann.
í öllum iíkum tilfellum er nú liafa
verið nefnd eru Pink Pihs óyggjandi;
þær hafa beinlínis áhrif á blóðið og
taugakerfið.—Seldar af öllum lyfsölum
og sendar með pósti fyrir 50 cents askj-
an, eða $2,50 6 öskjur, frá Dr. Williams
Medicine Company. Brockville, Ont.,
eða Schenectady, N. Y.—Varið ykkur
á eftirstælingum, sem sagðar eru “al-
veg eins góðar”.
KIRKJUBLAÐIÐ
mánaðarrit handa íslenskri alþýðu,
15 arkir á ári auk 5 nr. af Kristileg-
um Smáritum (gefins) árg. 60 cts.
Útgefandi Þórhallur Bjarnarson,
forstöðumaður prestaskólans í Reykja-
vík. Sendið
1 dollar
til útgefanda og þér fáið næsta árg.,
1895, með Smáritunum, og að auki
sent um hæl alt sem út er komið af
Kbl. og fylgiritinu. Samtais um 75
arkir. Þetta boð stendur til Janúar-
loka næsta árs.
Reykjavík, 16. Okt. 1894.
ÞÓllHA LL UR BJA RNA ltSUN.