Heimskringla - 23.08.1895, Síða 2
2
HEIMSKRINGLA 23. ÁGÚST 1895.
Heimskringla
PUBLISÍIED BY
The Heimskringla Prtg. & PáL Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
• •••
Uppsögn ógild að lögwm nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
••••
Peningar sendist i P. O. Money
Oíder, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
ahir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOK.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGEK.
• • ••
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P. O. Itov 305.
Harvey- Horr þrætan.
Vinur vor einn í Bandaríkjunum
finnur að þeim úrskurði vorum fyrir
skömmu, að kappræður þeirra Harveys
og Horrs um gull og, silfurmálið hafi
verið ómerkileg, eða öllu fremur hafi
orðið það áður en hún var á enda kljáð.
Hann heldur því fram að erindrekar
auðvaldsins og fregnritar “gull-kálfs-”
blaðajina, hafi búið svo um að réttar
fregnir af því sem gerðist ksemu ekki
fyrir almenningsaugu, að hinar réttu
ræður sjái menn ekki fyrri en þær verði
gefnar út sér, eins og þar til kjörnir
hraðritarar tóku þær niður.
Þetta getur verið rétt, en svo er
heldur ekki óhugsandi að æstir með-
haldsmenn Harveys kunni að útbreiða
blandnar sögur, ef þeim ræður svo við
að horfa, ekkert síður en hinir. Annað
eins hefir þekst og það er sannast að
segja ótrúlegt ef ekki er til einn svart-
ur sauður í fiokki silfur-íta, ef þeir eru
svo margir svartir í fiokki hinna.
Fregnina um hnignum kappræð-
unnar höfðum vér úr blaði, sem allur
þorri manna viðurkennir heiðarlegt og
áreiðanlegt blað, hvað sem skoðun
þeirra á flokksmálum snertir. úr blaðinu
"Globe” í St. Paul. Og hafi Harvey
úrskurðað það vott um eðlilegt jafn-
vægi guils og silfurs sem gjaldeyris, að
maðurinn hefir 2 fætur, 2 höndur o. s.
frv., þá getur oss ekki annað sýnst en
kappræðan sé komin á það stigaðsynd-
laust sé að líkja henni við slúður og
bull. Sannist það aftur að fregnritarn-
ir hafi þar lagt ræðumanninum orð í
munn, sem hann aldrei hefir talað, en
sem vér erum tregir að trúa, þó þeir
•auðvitað leyfi sér margt á stundum, þá
skulum vér fúslega biðja Mr. Harvey
afsökunar, enda þótt það sé fremur
þeirra, er útbreiða fregnina. Því vér
getum fullvissað vin vorn um að vér
höfum ekki minstu tilhneigingu til að
gera Harvey rangt til, eða nokkrum
öðrum manni. En þann rétt hljótum
vér að tileinka oss, að minnast á fram-
komu manna í almennum málum eins
og frá henni er skýrt í opinberum og
áreiðanlegum blöðum.
Hvað silfur-málið út af fyrir sig
snertir, þá erum vér ekki þeir hagfræð-
ingar að vér leggjam út í að ræða það.
En svo sannfærumst vér ekki heldur,
þó vér lesum nokkrar ritstjóragreinar
í “Penny Press” í Minneapolis. Rit-
stjóri þess blaðs, Mr. A. J. Blethen, er
ekki nógu mikill hagfræðingur til þess,
að minsta kosti er hann ekki þannig
viðurkendur. Á meðan það er sann-
leiki, sem ekki verður vefengdur, að
maður sem frambýður bæði gull og silf-
ur óslegið fær eins mikið af vörum fyr-
ir eina únzu af gulli eins og hann fær
fyrir 30 til 32 únzur af silfri, á meðan
sannfærumst vér ómögulega um að
silfur-dollar sé virkilega eins mikilsvirði
eins og gulldollar, hvað sem Blethen
segir um það. Lengra förum vér ekki
út í þetta mál, en viljum heldur hlýða
á kappræður og rit hagfræðinganna um
það efni.
Innflutnings hindranir
enn meiri en þær, sem nú eru í gildi,
eru væntanlegar innan skamms hjá
Bandaríkjastjórn. Félag eitt mann-
margt, sem vinnur að takmörkun inn-
fiutnings og nefnist “The Immigration
Restriction League”, hefir ákveðið að
biöja næsta þjóöþing að leggja @10 nef-
skatt á alla, er koma frá útlöndum í
því skyni að taka sér bólfestu í Banda-
ríkjunum. Auk þess er heimtað að allir
innflytjendur frá 14 til 60 ára að aldri
séu læsir og skrifandi áeinbverju tungu
máli. Að ððru leyti eiga þau lög að
gilda, sem nú eru í gildi áhrærandi efni,
heilsu o. s. frv., þeirra, sem landgöngu
leita.
Hvað kröfuna um lestur og skrift
snertir, þá er hún réttlát og mætti
gjaman vera í gildi í öllum löndum,
sem erlendir menn flytja í. Væri. hún
í gildi mundi margur maður gerður
afturrækur, sem nú er í landinu þjóð-
inni til meira tjóns, en metið verður til
verðs. En að heima $10 nefskatt, það
er heiftarleg tillaga og lýsir meir harð-
stjómar- en jafnréttis náttúru hjá þeim
sem framfylgja henni, Félagið, sem
heldur þessu fram, er auðsælega þeirrar
trúar að peningarnir séu alt, að þá sé
alt fengið, ef innflytjandinn er læs og
skrifandi og hefir nóga peninga til að
borga [fæði og húsnæði um ákveðinn
mánaða-fjölda, eftir að hafa greitt höf-
uðgjaldið. En trúin á dollarinn leiðir
félagsmenn afvega í því eins og mörgu
öðru. Reynslan hefir sýnt að þeir eru
í raun og veru nýtustu nýbyggjarnir,
sem koma tómhentir. Þeir búazt við
örðugleikum og við því að vinna hvaða
verk sem býðst, Hinir sem efnin hafa
eru margir alt of dramblátir til þess, en
eyða tíðinni í yðjuleysi á meðan einn
peningur hrekkur, venjast á svall og
bölsótast svo yfir landinu og stofnun-
um þss, þegar síðasti peningurinn er
farinn, en engin sýnileg staða, sem full-
nægi kröfum svo “fínna” manna og vel
'að sér.
Mannaverkin á Mars.
Oss hefir verið sent hérlent blað
með all-langri ritgerð í um mannaverk-
in á Mars. Er þar skýrt frá uppgötv-
un ónafngreinds manns í Washington,
sem hvorki er minnieða mjórri en það,
að randirnar allar eða strikin (skurðirn-
ir, sem ætlað hefir verið að sé) séu þann
ig gerð, að með þeim sé skráð skýru
letri nafn guðs á hebreskri tungu og
meðhebreskri stafagerð, nafnið : "Shad-
dai”. Þetta er aðal-nýmælið í grein
þessari, en svo er og rætt um fleiri hug-
myndir fræðimanna um jarðstjörnu
þessa, um Ijósin 3, er áttu að sýna oss
jarðarbörnum að Mars-búar væru að
reyna að ná tali af oss, að minsta kosti
væru þeir að sýna að þeir væru að rann
saka jörðina með engu minni ákafa, en
vér jarðarbúar reynum að rannsaka
Mars. Alt þetta, að undantekinni þess
ari nýju uppgötvun um nafnið, sem rit-
að sé á jarðskorpuna á Mars með skurð-
unum, erlesendumHkr.meiraogminna
kunnugt, og því sjáum vér ekkí ástæðu
til a’ð þýða þessa grein. Það má alt af
sjá einhverjar tilgátur í blöðum og
timaritum um þetta og hitt áhrærandi
þessa jarðstjörnu, en það er þýðingar-
laust að elta alt slíkt uppi.
Nú er sú skoðun t. d. framkomin
(hjá stjömufræðingnum Percival Lo-
well, í Ágúst-hefti timaritsins "Atlan-
tic Monthly”), að strikin, sem menn
hafa ætlað að væri skurðir á yfirborði
stjörnunnar, séu alls ekki skurðir, held
ur landflákar (dældir), sem vatnið úr
skurðunum flæði yfir, en að skurðirnir
séu of smáir til þess þeir verði greindir
með þeim sjónaukum sem nú eru til.
Höfundur þessarar tilgátu hefir öllum
fremur lagt sig í framkróka að rann-
saka Mars og ritar um það mál í ein-
hverju liinna merkari timarita á hverj-
um mánuði. Af þessari tilgátu hans er
auðsætt að alt er á reiki að því er snert
ir þekking manna á þessari stjörnu.
Hvorki hann eða aðrir nafntogaðir
stjörnufræðingar hafa enn séð nafnið,
sem þessi nafnlausi spekingur í Was-
hington hefir séð. Þess vegna mun
mega geta á að slíkar sjónir og upp-
götvanir nafnlausra manna, séu upp-
findingar fregnrita, sem hafa ónógefni,
en stórt skarð að fylla í dálkum blaða
sinna.
Útclráttur úr ræðu
eftir
R. íi. Skulason, K. A.
Flutt á Þjóðhátíð Bandarikja að
Mountain, North Dakota*.
Það er venja á Þjóðhátíð vorri að
líta yfir sögu þjóðarinnar. Það er einn
ig venja að reyna að gera grein fyrir
uppgangi og vexti vors stjórnarfyrir-
komulags. Vér sjáum allir að það að
ýmsu leyti er einkennilegt, og það, að
þó önnur lýðveldi séu til og þó margar
umbætur liafi verið viðteknar í kon-
ungsstjómar löndum, í þvi skyni að
nálgast vort stjórnarfyrirkomulag, þá
samt er vort fyrirkomulag að mörgu
leyti ólíkt öllum hinum. Þ'd gleggri
var þó þessi eiginleiki við upphaf þessa
lýðveldis. Stjórnarskrá vor framleiddi
algerlega nýjar stjórnfræðishugmyndir.
Þar er þjóðinni allri sameiginlega veitt
æðsta valdið og hún álitin uppspretta
alls stjómarvalds. Einn maður, eða
fáir saman, voru sviftir valdinu' til að
gera kröfur til æðstavalds, tilaðstjórna
lýðnum “fyrir guðs náð”. Önnur lýð-
veldi höfðu að vísu verið til áður. til
dæmis hjá íslendingum, Grikkjum og
Rómverjum, en þau voru ólík þessu
lýðveldi að flestu öðru en nafninu. Hér
var valdinu, er þjóðin fekk þjónum sín-
um í hendur. skift í 3 aðal flokka : lög-
gjafarvald, framkvæmdarvald og dóms
vald—nokkuð sem var algerlega ný upp
finding. Margar aðrar tilbreytingar
voru gerðar. Áður réðu stóttirnar,
auðæfin og fæðingarstaður mestu i því
hver skyldi hafa áhrif á stjórnmál og
hver ekki, en með ákvæðunum í sjálfs-
stjórnarskránni: “Allir menn eru jafn-
ir” var alt slíkt borið fyrir borð. Þessi
ákvæði, einn hyrningarsteinninn í
stjórnarskipun vorri, ofbuðu stórmenn-
unum flestum í Evrópu og framleiddu
bæði háð og hrakspár. En “tímarnir
breytast”. Sá tími er að nálgast, að
einveldisherrarnir, sem þá drógu dár
að jafnréttis ákvæðum nýbyggjanna,
hverfa úr sögunni og fylla þann flokk
útdauðra tegunda, er fornfræðingar
einir hafa ánægju af að athugaf ( En
hugmyndin sem þeir hlógu að.áeftir að
ríkja alvoldug hvervetna á hnett.i vor-
um. Já, stjórnarskrá vor er imyDd
sannarlegs persónulegs frelsis í þess
orðs fyllstu merkingu, og þess ómetan-
lega réttar að mega hafa áhrif á öll mál
þjóðarinnar.
Sem sagt er það siður á þessum
degi að athuga vöxt og viðgang hug-
myndarinnar, sem fiamleitt hefir stjórn
arfyrirkomulag vort. En mér sýnist
fáir bera við aðrekja þá hugmynd nógu
langt—að upptökunum. Það er iSnóg
að byrja við fyrstu ávexti hennar á
ströndum Vesturálfu og helga fyrstu
landnemunum fyrstu einkenni lyndis-
einkunna þjóðarinnar. Landnemarnir
fyrstu, sem flúðu vestur um haf, höfðu
fengið frelsisandann i arf frá forfeðrum
sínum. Sá andi hafði lifað og smá
þroskast þrátt fyrir allar þrautir undir
einveldisstjórn í Norðurálfu. “Píla-
grímsfeðurnir” eiga að vísu allan þann
heiður skihð, sem afkomendur þeirra,
andlegir afkomendur eigi síður en lög-
legir afkomendur, sýna þeim og
enda klettinum sem þeir fyrst stigu á af
skipsfjöl, En þeir voru að eins börn
sinnar tíðar. Það var ómótstæðilegt
innra afl, sem knúði þá áfram, ekki
síður en aldarandinn. Aður en þeir
fóru af landi burt hafði lýðurinn dæmt
ógildar kröfurnar, að konungurinn
hefði guðgefin rétt til að stjórna. Öld
hugsunarinnar var hafin. Lénsréttind-
in fornu voru að því komin að hrynja
og það roðaði fyrir betri og bjartari
dögum á hinum dimma himni Norður-
álfu.
Ef nú frelsisandinn var ekki borinn
og barnfæddur hérmegin hafsins, en
fekk hér að eins þann jarðveg er þurfti
til að framleiða hann og færa á full-
þroskunarstig, hvar eigum vér þá að
leita uppsprettunnar ? Það er ómögu-
legt að segja. Löngunin til að vera
frjáls er öllum mönnum meðsköþuð.
Og það mætti enda segja um hin óæðri
dýrin, sem maðurinn á að vera komin
af. En það er ekki tið til þess hér að
þreifa fyrir sér á löngu hðnum öldum,
meðan myrkur ríkti og sagan var ekki
til. Vér skulum því hlaupa yfir alt
það myrka tímabil, en renna heldur
auga yfir Evrópu á 15. öld.
Norðurálfa er að vakna, að slíta
sig úr þrælsböndum myrkra-áranna.
Og aflið sem braut þessa hlekki, sem
útrýmdi dimmunni og drunganum. var
lærdómur og menning Grikklands hins
forna og Rómverja. Undan rústum
fallinnar dýrðar Grikkja og flúins mik-
illeiks Rómverja draga menn fram á
sjónarsviðið meistaraverk hinna fornu
skálda, vísindamanna, mælskumanna
og lögfræðinga. Þetta er endurfæðing
inannsandans og sézt greinilega að svo
er hjá þeim Dante, Bocaccio, Raphael
og Robelois. Þetta var tímabil and-
legrar byltingar, og þó sú bylting end-
*) Annríkis vegna höfum vér ekki
fyrr komizt til að þýða útdrátt úr þess-
ari ræðu, þó hún sé búin að vera í vor-
um höndum síðan um miðjan Júlí, og
biðjum vér höfundinn velvirðingar á
þeim drætti. Vér ætluðumsttil að hún
kæmi miklu fyrr og kæmi því betur að
notum þeim hinum mörgu, er ekkihafa
full not af ræðu, sem ‘flutt er á ensku.
En "betra er seint en aldrei”. — Ritstj.
aði með undirgefni og dýrkun klass-
iskra fyrirmynda, þá er það hér og
hvergi annarsstaðar, sem fyrst verður
merktur sá andi, sem siðabótiu er af-
komin, sem olli því að Ameríka fannst
og að mögulegt varð að stofna Banda-
ríki Vesturheims. Frá þeim degi lærð-
ist þeim, sem þreyttir voru og þjakað-
ir, æ betur og betur að lítaí kringum sig
og,leita eftir ráðning gátunnar, sem
öld eftir öld hafði verið óráðin. Árang-
urinn varð sá að Ameríka fanst, sönn-
un fyrir því að jörðin er hnöttótt, komp
ás var uppfundinn, prentletur m. m.
o. fl.
Til þessa tímabils er ætlun vor að
megi rekja frelsisþrána, sem stjórnar-
fyrirkomulag vort á að sýna á þroska-
stigi. Menn þreyttu við að fuhnægja
þessari þrá, en hvort sem þeir sneru
sér var sviðið of takmarkað. Á aðra
hönd bannaði einvaldsstjórn aha lausn,
en á hína klerkavaldið. AUsstaðar var
þvingun og ofsókn vís, ef möglað var
eða uppreist gerð.
Auðvitað hafði þessi andlega bylt-
ing blóðug stríð og styrjöld í för með
sér. Það var eðlileg afleiðing af um-
brotum vaknandi frelsisalda og oás
hryllir við að hugsa til afleiðinganna,
hefði mönnum ekki gefizt kostur á að
flýja burt úr Norðurálfu. Én það vUdi
til, að þegar einmitt ofsókn þeirra stóð
sem hæst, er dyrfðust að rísa upp gegn
viðteknum reglum og siðum, þá fóru
menn að meta þýðing Ameríku-fundar-
ins. Þar, á þessari fjarlægu, vestrænu
jörð, höfðu einvaldir þjóðhöföingjar
aldrei reist merki sín. Ekkert ofbeldi
engin kúgun hafði fest rætur i skógun-
um miklu, meðal fljótanna miklu og
stöðuvatnanna stóru i þessum fjarlæga
landgeimi vestursins. Þar voru menn
frjálsir að dýrka guð eins og samvizk-
an bauð þeim. Mönnum kom það svo
fyrir, að alveldis-höndin, sem öllu ræð-
ur, hefði af ásettu ráði hulið þetta
mikla land fyrir handan ólgandi hafið,
til þess undirokaðir menn í öllum lönd-
um gætu flúið þangað og búið þar
frjálsir um allan aldur.
I þessa átt fóru menn nú líka að
renna augum sínum og í öruggri von
um sigur að flykkjast á hinar óbygðu,
en frjóvsömu strendur Vesturheims.
Hér var friðarins heimkynni fyrir Púr-
ítana, Hugonotta og alla aðra flokka,
sem flýja máttu undan ofsókn og bál-
för. Þeir eiga allir sama hrósið, sem
skáldið setur upp á Púrítana,
Þrengingar landnámsmannanna
fyrstu er óþarft að rekja. Fyrsta stór-
byltingin var sú, er nýlendurnar ekki
lengur þoldu harðstjórn Englendinga
og ásettu sér að leggja alt í sölurnar til
að tryggja sér sjálfstjórn og sjálfræði.
Þá sögu ætlum vér ekki að rekja né
telja upp nöfn þeirra, sem í broddi fylk-
ingar lögðu til orustu við herfylkingar
Breta. 011 sú saga, öll þau nöfn, eru
almenningi kunn. En það vildum vér
segja,,að þegar vér dýrkum Washing-
ton megum vér ekki gleyma þúsundun-
um, sem sagan hefir ekki nafngreint,
en sem börðust undir merkjum hans, og
sem með blóði sínu keyptu það frelsi, er
vér síðan njótum.
Að sigrnum og sjálfstæðinu fengnu
tók þjóðin svo bráðum framförum, að
annars eins eru ekki dæmi í sögunni.
Fólk úr Evrópu flyktist að ströndum
vorum í hundrað þúsunja tali og auð-
æfi landsins, sem enginn til þessa
kunni að meta sem mátti, voru fram-
leidd og færð mannkyninu til nota
með ótrúlega miklum hraða.
Þannig liðu árin og allstaðar stik-
aði framför risafetum, til þess er hófzt
hinn ægilegi, siðasti þrikaleikur milli á-
nauðar og frelsis i Ameríku—innanrík-
is- eða þrælastríðið. Lýðveldið var
kallað heimkynni frelsisins, en á suður-
helmingi þess öllum hvildi bölvun
irælahaldsins ; menn og konu voru seld
eins og búpeningur væri. í þessu á-
standi voru 4 milj. manna, seldir og
keyptir og píndir svo, að dauðinn var
þeim sönn lansnarhátíð. I sinni röð á
hrikaleikur sá, er hér var hafinn, ef till
ekki sinn líka, enda frelsisvinir í öllum
löndum kvíðandi því, að lýðstjórnar-
tilraun vor reyndist tál. En hið góða
málefnið sigraði. Norðanmenn gengu
um síðir sigrihrósandi af hólmi, forseti
lýðveldisins, Abraham Lincoln, leysti
hina svörtu menn úr ánauð. Eining-
arbandið slitnaði ekki og frelsið ríkti
um síðir yfir gjörvöllum Bandaríkjum
Vesturheims.
Síðan þessum ógnabyl slotaði hefir
framför og allsnægtir ríkt. Þjóðin hef-
ir eflzt og aukizt frá hvaða sjónarmiði
sem skoðaðer. Jarðvegurinn hefir gef-
ið af sér allskonar auðlegð; verkvélar
hafa verið uppfundnar ein eftir aðra og
hafa aukið vinnustyrk ríkjanna hundr-
aðfalt, og Bandaríkjamenn eru heims-
frægir orðnir fyrir verkvélafundningar
sinar. Andlegur þroski og 'menntun
hefir aukizt að sama skapi og engu síð-
ur. Alþýðuskólar vorir eru viðurkend-
ir með hinum beztu í heimi; bókmennt-
ir vorar eru óðum að nálgast sama stig
og bókmentir Englendinga, Þjóðverja
og Frakka, ogmunu, eins og svo margt
annað hérlent, með tið og tíma komast
enda á hærra ’ stig. í stuttu máli, að
undanteknum einstöku lítilfjörlegum á-
gjöfum og andstreymis kyljum, hefir
framsókn vor verið stöðug og án tálm-
ana. Ameríkönsk kænska hefir bugað
allar þrautir ; stjórnarskipun vor er hin
bezta í heimi og þjóðin í heild sinni er
nú von framtíðarinnar ekki síður en
hún er prýði nútíðarinnar.
Sumum af yður kann ef til vill að
virðast þessi síðustu orð of stór og lýsa
of mikilli von. Yður kemur máske í
hug að benda á harðindakaflann og fjár
þröngina, sem vér erum nú að losast
við, sem sönnun fyrir því gagnstæða.
Og yður kemur máske í hug, að þó vér
séum lausir undan oki Breta, sóum vér
samt enganveginn frjálsir, að vér séum
enda tilfinnanlegar fjötraðir þrælsbönd-
um nú en nokkru sinni áður. Þó ein-
völd konungsstjórn sé ekki tii, til að
ógna oss, þá sé hér allsherjar óvinur engu
betri viðreignar—auðvaldið. Oss er
sagt að auður lands vors só allur að
safnast saman i hendur fárra manna,
en að þúsundir manna svelti. Þetta er
aðal kvörtunarefni þeirra, sem krefjast
umbóta.
%
Tíminn leyfir oss ekki að flytja langt
mál um þetta efni, en fáein orð í þá átt
dettur oss í hug að ekki eigi illa við.
Fyrst þá að því er snertir harðærið.
Það virðist vera almenn skoðun, að það
sé mönnunum að kenna, að tilsóillbug-
andi samband milli auðvaldsins og
stjórnarinnar, bæði í þessu landi og
annarsstaðar ; að þetta samband auki
og rýri gjaldeyri í veltu og viðskifti öll
eftir því sem þörf auðvaldsins krefur í
þetta og hitt skiftið. Það getur verið
að einhver hæfa sé í þessu, en sagan
sýnir manni þó, að í stað þess að vera
af mannavöldum og takmörkuð á vissu
svæði, eru þessir harðæriskaflar gjör-
vallir og óviðráðanlegir. Enn fremur
er þess að gæta, að hagfræðingunum
hefir til þessa veitt létt að sýna ástæð-
urnar, án þess að kenna auðfýsn og
mannvonzku um. Hagfræðingarnir
hafa sýnt að iðnaður og viðskifti, eins
og alt jarðneskt, eru háð allsherjar-
lögum og hafa sin framfara- og hnign-
unar-timabil, og að harðæris-kaflarnir
þarafleiðandi séu ekki mönnum að
kenna, heldur óbreytanlegu alheims-
lögmáli.
Næsta spurningin er, hvert ástæða
sé að óttast að auðvaldið beri frelsi vort
ofurliði. Setjum svo að þetta vald sé
til, er þá nokkur ástæða til að ætla að
það færi okkur að lyktum í þrældóms-
fjötra ? Er nokkurt það afl til í þess-
um skilningi, sem er undanþegið því
að hlýða boði lýðsins ? Hvað segir sag-
an? Neyddu ekki alþýðumenn forn-
Rómverja höfðingjana i Rómaborg
einu sinni til að hlusta á kröfur þeirra
og hlýða boðum þeirra ? Neyddu ekki
alþýðumenn á Englandi John konung
“ til að veita þeim réttarbætur þær er
ákveðnar voru i Magna Charta árið 1315?
Og að síðustu : Gerðu ekki alþýðu-
menn á Frakklandi á siðustu öld upp-
reist gegn margra alda kúgun og léns-
herradæmi, umhverfðu þeir ekki ein-
valdsstjórninni í lýðveldi? Éf þetta
var mögulegt á liðnum öldum, þrátt
fyrir fáfræði og fátækt lýðsins, er þá
mannskapslegt að segja það afl til nú,
semgeti svift börn 19. aldarinnar, borg-
ara Bandaríkjanna, frelsi Jog þjóðrétt-
indum ? Nei, það afl er ekki til. Úr-
skurðarvaldið æðsta er í höndum al-
mennings og hann sleppir því ekki með-
an lönd eru bygð. Ef engin önnur ráð
verða til að yfirbuga auðvald og órétt,
verður því sópað burt með blóðugri
styrjöld, en víkja verður það fyrir al-
þýðustjórninni, sem hlýtur að ríkja öll-
um stjórnum, öllum völdum æðri.
Að endingu leyfi ég mér að segja
fá orð um sjálfa oss. Nálægt 9 af hverj-
um 10 mönnum hér samankomnum
telja sig með réttu afkomendur þeirra,
er fyrir þúsund árum yfirgáfu heldur
óðul sín og hættu sér út á ókunn höf,
en að beygja sig undir ok Haraldar hár-
fagra. Vér höfum ástæðu til að stæra
oss áf þessum ættfeðrum. Andinn sem
á sautjándu öldinni knúði þúsundir
manna til að leita sér hælisfyrir vestan
Atlantshaf, hafði um margar aldir ver-
ið rikjandi hjá forfeðrum vorum í Nor-
egi og á Islandi. Og því skyldu menn
aldrei gleyma, að þennan frelsisanda
færðu þessir menn með sér vestur á
itrandir Norður-Ameríku fimm hundruð
árum áður en Columbus fann hólmann
litla, eyna San Salvador. Og imynd
þessa anda frelsis og framaðar er stjórn-
arskipun vor nú. Vér erum þess vegna
ekki ókunnir menn í ókunnu landi,
heldur erum vér hingað komnir til að
gera kröfur eftir erfðafé voru. Hér
finnum vér vort forna frelsi. frelsið sem
ríkti á litla Islandi þau fjögur hundruð
árin, sem þaðvar lýðveldi og óháð er-
lendri stjórn. Látum þá sannast að
frelsisandi víkinganna, sækonunganna
frægu, sé ekki útdauður hjá oss, en hafi
að eins legið í dvala, — verið hulin í
ösku undir felhellunní, farginu, er út-
lend harðstjórn hefir haldið yfir ís-
lenzkristjórnarskipun i mörg hundruð
ár. Og látum oss reyna að koma fram
sem verðugir afkomendur forfeðranna,
jafnframt því er vér gerumst sannir,
þjóðhollir borgarar lýðveldisins. Lát-
um hvern komandi fjórða Júlí minna
oss á það, að þó vér að réttu minnumst
forfeðra vorra með stærilæti, þá á lýð-
veldið, sem vór böfum talað um í dag,
fyrsta rétt til þjóðhylli vorrar. Því og
því einu eigum vér að unna og vinna
vorn hollustueið. Látum oss rækta ást
vora til vors nýia fósturlands, svo að
vér, eins og mennirnir nafnfrægu forð-
um, séum ætið viðbúnir að setja að
veði þvi til varðveizlu : líf vort og eign-
ir og drengskap”.
Enn eitt guðsþjónustu-íorm.
Það kennir margra grasa í trúar-
akriVesturheimsmanna. Fyrir skömmu
Var getið um söfnuð í Nebraska, er sæti
alsnakinn í kyrkjunni, og frá Marshall
County í Mississippi kemur nú fregn
þess efnis, að þar sé alt að ganga af
göflunum af svo kallaðri “offur”-kenn-
ing (orðið offur þekkir hver kristinn
maður), sem Rev. “Summey”—aðstoð-
aður af 2 irú-konum—hefir byrjað að
prédika þar fyrir 2 Vikum síðan. Marg-
ir negrar hafa þegar snúist til þessarar
trúar og verið skírðir í olíu, sem nefnd
er “olía hinnar helgu kæti”. Eftir
skírnina hafa negrarnir fengið ill-þol-
andi höfuðpinu, og enda sýnst verið vit
lausir, og hafa svo verið fluttir heim
frá guðsþjónustunni. Að kvöldi sunnu
dagsins 11. þ. m. dönsuðu þessir menn
allsnaktir fyrir framan negrakyrkjuna.
Þá voru þeir lokaðir inni, en látnir svo
lausir þegar-af þeim dró guðsþjónustu-
fjörið. Klukkan 2 um nóttina vakti
eldklukkan alt nágrennið. og þá stóð
bústaður Davíðs Heralds, eins af “um-
snúningum” “Summeys”. í ljósum loga.
Þessir fjörugu trúmenn báru eigur sín-
ar, sem þeir gátu höndáfest, inn í
logann og tilraun var gerð að lemja
uxa-par húsbóndans þangað líka, en
nágrannarnir gátu aftrað því. Mr.
Herald og kona hans báðu aumkunar-
lega að þau mættu steikja sig h’ka, því
að guð hefði boðið þeim að enda hf sitt
á þann hátt.
Lögregían lánaði þá hópnum hús-
næði.
Faðir og sonur ná heilsu.
EFTIRTEKTAVERÐ SAGA FRÁ
ÞORPlNU WHITECHURCH.
Faðirinn veikist af gigt, og sonurinn af
riðu. — Saga sem allir nábúar
þeirra geta borið vitni um að er
sönn.
Tekið eftir The Wingham Advance.
Mr. Joseph Nixon er eigandi eina
gestgjafahússins sem til er i White-
church, og er kunnur að því á meðal
allra sem þekkja hann að fara vel með
efni sín, og um leið að vera góður fé-
lagsbróðir. Það vita flestir um þessar
slóðir i Ontario að gestgjafahús Mr.
Nixons brann til ösku hér um árið; að
hann sýndi mikinn dugnað og þrek í að
láta endurreisa það. Saga hans eins og
hún var sögð fregnrita blaðsins Wing-
ham Advance, sem einu sinni heimsótti
hann er mjög eftirtektaverð. “Ég var
að hjálpa til að grafa kjallara, og af
lculdanum og sagganum fékk ég slæma
gigt sem setti sig í hægri mjöðmina á
mér. Eg varð svo slæmur að ég gat
ekki setið í stól með öðru móti enn þvi
að leggja fæturna aftur með stólnum,
og í vagni gat ég ekki keýrt nema með
því að láta fæturna hanga útbyrðis. Eg
þjáðist meira af þessu en nokkur getur
imyndað sér, sem ekki hefir haft sams-
konai eiki sjálfur. Hvernig að ég
Ég var að hjálpa til að grafa. kjallara.
læknaðist er enn eftirtektaverðara.
Einn dag sá ég mann, sem ég vissi að
hafði verið yeikur af gigt hlaupandi á
veginum. Ég kallaði til hans og bað
hann að segja mér hvernig hann hefði
læknað í sér gigtina “Dr. Williams Pink
Pills.” hrópaði hann, og kom það mér
til að reyna þær. Nú, nú, afleiðingin
varð sú að Pink Pills læknuðu mig, og
það er meira en önnur meðöl gátu gert.
Ég veit ekki úr hverju þær eru tilbún-
ar, en ég veit að Pink Pills er ágætis
meðal. Það er ekki einungis fyrir mína
eigin reynslu að ég hefi ástæðu til að
hrósa Pink Pills, sagði Mr. Nixon.
Fred litli sonur minn fékk mjög slæmt
kvef sem breyttist í lungnabólgu, og á
endanum veiklaði svo taugakerfið að
hann fékk upp úr því syo slæma riðu
að hann gat með engu móti staðið kyr.
við létum hann brúka Pink Rills, og
batnaði honum svo vel af þeim að hann
lítur hreint ekki út fyrir að hafa verið
veikur nokkurn tíma á æfi sinni, og ef
að þessar sögur sem allir nágrannar
minir vita að eru sannar geta verið til
nokkurs gagns fyrir almenning þá er
velkomið að opinbera þær í blöðunum.”
Dr. Williams Pink Pills eru óyggj-
andi við sjúkdómum sem orsakast af
slæmu blóði og veikluðu taugakerfi. svo
sein riðu, gigt, limafallssýki, mjaðma-
gigt, eftirstöðvum af influenza, lystar-
leysi, höfuðverk, svima langvarandi út-
brotum, kirtlaveiki o. fl. Þær eru einn-
ig óyggjandi við sjúkdómum sem eru
einkennilegir fyrir kvennfólk, þser
styrkja líkamann, og gera útlitið faliegt
og hraustlegt. Á karlmönnum lækna
þær alla sjúkdóma sem orskast af of
mikilli andlegri áreynslu og óhófi af
hvaða tagi sem er. Dr. Williams Pink
Pills eru seldar í öskjum með merki fé-
lagsins á umbúðunum (prentað með
rauðu bleki), og fást hjá öllum lyfsölum,
og með pósti frá Dr. Williains Medicine
Co. Brockville Ont. og Schenectad.v N.
Y., fyrir 50 cts, askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50.