Heimskringla - 15.11.1895, Qupperneq 2
2
HEIMSKRINGLA 15. NÓVEMBER 1895.
Hardvara!
Allskonar harðvara fyrir alla.
Stærsta og bezta upplag af harðvöru og olíu í Cavalier, selt við
rajög’ vægu verði.
Vér höfum vörur sem allir þarfnast, og yfir höfuð allar þær vörur,
sem mönnum getur dottið í hug að spyrja um, og sem tilheyra
harðvöruverzlun, ásamt steinolíu, Etc. Heimsækið oss og skoðið
vörurnar. Landi yðar, Mr. Chr. Indriðason, vinnur í búðinni.
Gangið ekki framhjá. Gáið að yðar eigin hag.
John E. Truemner,
Cavalier, North Dakota.
Lögbergs Bósinn.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskriogla Prtg. & Pabl. Co.
•• ••
Verd blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [lyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
• •••
TJppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERT JOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
P <>. Kox 305.
••••■••••••••••••••••••
Umbætur
ýmsar eru í vændum að því er bæjar-
-stjórnina snertir. Á fundi fyrir nokkru
siðan var kjörin nefnd manna til að at-
huga það mál og gera ályktanir, ef til-
tækilegt þætti að breyta skipulagi bæj-
arstjórnarinnar, Aðal-umbótanefnd-
in skipaði svo aftur 10 manna nefnd til
að ráða og semja ályktanir, er aðal-
nefndin síðan skyldi samþykkja eða
fella. Aukanefnd þessi hefir nú lokið
starfi sínu og skilaði því af sér á mánu-
dagskvöldið. Tillögur hennar eru með-
al annars þær, að bæjarstjórnin saman-
komin ,'á fundi kjósi einn umsjónar-
mann, er kallist “general superintend-
ent,” er hafi umsjón á öllu, er að stjórn
bæjarins lýtur, hafi heimild til að sitja
á öllum bæjarráðsfundum og nefndar-
fundum og liafi fult málfrelsi, en ekki
atkv.rétt. Mayorinn og formenn fjár-
mála- og verkanefndanna skulu mynda
Táðaneyti bæjarstjórnarinnar og með
‘gen. suy., hafa á hendi alt fram-
kvæmdarvald innan bæjarins. Þessir
4 menn, ráðaneytið og ‘gen. sup.’, skulu
tilnefna alla skrifstofustjóra og for-
menn, erbæjarráðið á fundi síðan sam-
þykkir. e/ ekkert verður út á þá menn
-sett, sem tilnefndir eru. Eina undan-
tekningin er comptroler aða fjár-
gæzlumaður bæjarins. Bæjarráðið í
heild sinni ákveður hver hann skuli
vera. Alla verkamenn og þjóna bæjar-
stjórnarinnar tilnefnir ‘gen. sup.’einn.
í sumum greinuin hsfir þessi máður
alt að því einvaldsráð, Hann getur
rekið menn burtu þegar honum sýnist,
en ef ástæða þykir má hinn rekni klaga
það fyrir ráðaneytinu. Ef verið er að
▼inna eitthvert verk íyrir bæjarstjórn-
ina hefir ‘gen. sup.’ vald til að banna
framhald þess, ef honum þykir eitt-
hvað að.
Ef aðal-nefndin viðtekur þessar til-
tögur, á hún að flytja þær fyrir bæjar-
stjórnina á fyrsta fundi hennar 1896.
Er þá bæjarstjórnin skyld til aðinn-
dima þær i bæjarlögin, og skulu þau lög
þá samþykt á sameinuðum fundi bæjar
ráðsins og aðal-nefndarinnar. Verði
þau samþykt á þeim satneinaða fundi,
skal bæjarstjórnin biðja fylkisstjórnina
um leyfi til að efna til allsherjar kjör-
þings í bænum innan þriggja mánaða
itil þess kjósendum bæjarins gefist kost-
ur á að samþykkja eða fella þessi
’breyttu lög. Við þá almennu atkvæða
greiðslu skal hagnýta kjörskrár bæjar-
ins, sem nú eru í gildi (1895). Ef al-
menningur þá samþykkir þessar breyt-
ingar, skulu lögin ganga í gildi þann
dag mánaðar, er fylkisstjórnin með
.ráðaneyti sínu ákveður.
Það voru fáir við þegar þessar til-
lögur voru gerðar oþinberar og þegar
þetta er ritað hefir aðal-nefndin ekki
Ikomið saman til að ræða um þær. Þess
-vegna er ómögulegt að segja hvernig
hyr þær fá.
Aðal höfundar þessara tilrauna, að
fá stjórnarskipun bæjarins breytt til
bóta, eru verkmanna yfir-félagið og stór-
kaupmenn. í nefndinni, sem bjó út
þessar tillögur, eru fulltrúar hvort-
tveggja flokksins, en færri miklu voru
fulltrúar verkalýðsins. Verða þeir því
alvarlega ;ið gæta gf S.s, að þeir verði
ekki leiddir í gönur. Breytingar til
bóta eru nauðsynlegar, en það er ekki
sýnt, enda engar skjTÍngar framkotnn-
•ar enn, að urabæturnar vorði miklar,
þó menn losni við einn einvaldsherra til
að fá annan. Eins og nú er, er “City
Engineer” sem næst því einvaldur að
því er verk öll snertir, og yfir því hefir
verið klagað. Það má því búa vel um
hnútana, ef væntanlegur eftirmaður
hans, þessi ‘general superintendent’,
reynist nokkuð betri.
Önnur breyting til bóta er það, að
skólastjórn bæjarins hefir skipað nefnd
til að athuga hvort tiltækilegt er að
losa alþýðu við skólabóka-kaup, en að
skólastjórnin útvegi þær og leggi verð
þeirra afturá alþýðu með hinum almenna
skólaskatti. Það er viðurkent að þau
bóka og áhalda kaup séu þyngri en svo
að fátæklingar, sem mörg börn eiga á
skóla þoli þau árlegu útgjöld, en findu
lítið til þess þó skólaskatturinn væri
aukinn sem svarar bóka- og áhalda-
verðinu. Með [þessari breytingu væri
og það unnið, að bækurnar yrðu miklu
ódýrari. Skólastjórnin vitanlega fengi
þær fyrir það verð, sem útgefandinn
selur þær heildsalanum. Heildsalinn
selur þær ekki smásölunum nema til að
græða á þeim og smásalinn auðvitað
selur þær ekki ágóðalaust. Öll þessi
hringferð bókanna væri af tekin með
fyrirhugaðri breytingu.
Úrslitin
i ríkiskosningunum í Bandaríkjunum
um daginn þykja óræk sönnuu fyrír
því< að forsetakosningin að árí sé töp-
uð demókrötum og að næsti forsetinn
þar af leiðandi verði repúblíkani, Þetta
er skoðun repúblíka að sjálfsögðu, en
það er líka skoðun miklu fleiri manna—
allra þeirra, eða flestra, sem ekki eru
því strangari demókratar. Demókrot-
ar viðurkenna samt ekkert þvilíkt, en
þessar síðustu ófarir—og þeim finst
míkið til um þær, þar sem töpuð eru 2
þeirra gömlu og góðu demókrata ríki,
er aldrei hafa brugðizt, Maryland og
Kentucky — þessar seinustu ófarir,
eins og þær stóru í fyrra, kenna þeir
stefnubreyting, svikum og aðgerðaleysi
domókrata á þjóðþingi. Þetta segja
demókratar ástæðuna til ófaranna í
heild sinni, en svo eru sérstakar ástæð-
ur dregnar fram í sérstökum héruðum.
Cleveland forseta hefir aldrei verið
brugðið um hverflyndi, honum hefir
þvert á móti verið hrósað fyrir það, að
hann, ásamt J. G. Carlisle, fjármála-
stjóra sínum. hafi í öllu og æfinlega
framfylgt viðtekinni stefnu demókrata
á flokksþingi 1892. Á undirbúnings-
fundi í Kentucky var honum og Car-
lisle þá þakkaðfyrir stefnufestuna,þrátt
fyrir þrætur og hringl flokksins á
þingi. Á þeim fundi sást að 2 af hver-
um 3 demókrötum í ríkínu voru Cleve-
íand hlyntir og svo voru kjörnir sækj-
endur í því skyni, að þeir í sinum ræð-
um framfylgdu vilja fundarins, en þeir
sneru þvert úr leið. Þeir lögðu aðal-
áherzluna á að ávita þá Cleveland og
Carlisle, en halda fram gerðum ymsra
manna, er fjölda demókrata var illa við.
Afleiðingin var, að þessir menn voru
feldir. Af tvennu illu vildu kjósendur
heldur selja ríkið í hendur repúblíka.
en í hendur þeirra manna, sem svona ó-
svífníslega rufu öll sínheit og genguí
öllum aðalatriðum þvert á móti vilja og
boðum kjósendanna. Þannig glataðist
Kentucky. I Maryland voru ófarirnar
aftur greinileg afleíðing af óánægjunni
með gerðlr 53. þjóðþingsins. Aðal-
höfundar toll-laganna, sem allri óá-
nægjunni valda, voru þeir senatorarnir
Arthur P. Gorman frá Maryland og
Calvin S. Brice frá Ohio. í Maryland
er Gorman einn þessi stóri pólitiski
“boss”, er með einhverjum brögðum
ræður mestu íflokksmálum öllum. Til
þess þá að sýna honum hvað allur
fjöldi demókratanna'í ríkinu væri hon-
uin hlyntur og stefuu hans, kusu kjós-
endurnir heldur að fylla flokk repú-
blíka en kjósa nokkurn þann mann er
Gorman væri hlyntur. Þannig glatað-
ist Maryland. '
Meðmælismenn frísláttu silfurs
þykjast aftur á móti geta greint kom-
andi stórsigur sinn i þessum síðustu
kosningum. Þeir eins og fleiri búast
við að forseta- og Congress-kosningarn-
ar að ári snúist um gull- og silfurmálið
fremur nokkru öðru. Og. með nokkr-
um undanrekningum þykjast þeir nú
sjá sigtirinn vísan haustið 1896. Ber
það til þess. að í New York, Massashu-
setts, New.Tersey, Pennsylvania, Mary-
and, Kentucky. Ohio og Iowa, höfðu
demókrafar í heild sinni verið andvígir
frisláttti silfurs. og af þvi þeir svo biðu
ósiguriöllum þessum ríkjum, þakka
silfur-itar það sínum fylgismönnum og
telja visan fyrirburð útslitanna að
hausti. Einstöku undanteknfngar eru
þó til, sem virðast draga úr gildi þess-
arar skoðunar.
Gerðir alþingis í sumar
munu mæta misjöfnum dómum venju
fremur. Ber margt til þsss, enn eink-
um þó meðferð tveggja mála, sem eru
helztu áhugamál þjóðarinnar, enn það
er stjórnarskrármálið ogsamgöngumál-
ið, — Um stjórnarskrármálið verður
síðar talað í þessu blaði, enn þess skal
að efns getið, að sundrungin í því máli
varð einnig til þess að spilla samheldi
þingm. í öðrum málum og aldrei hafa
verið aðrar slíkar viðsjár með þjóðkjörn
um þingmönnum sem i sumar.
Samgöngumálin hafa komizt á góð-
an rekspöl hjá þinginu, en ýmsar af
þeim samgöngubótum, er fé var veitt
til í fjárlögunum, verða víst ekki fram-
kvæmdar á fjárhagstímabilinu, enda er
hætt við, að grynna tæki í landsjóðn-
um, er ofan á annað bættust útgjöldin
til landssjóðsleigu-skipanna(170.000kr,)
eða kaupverð gufuskips (350,000 kr.),
auk styrks til gufubáta á fjörðum og
lánveitinga til gufubátakaupa og til
skipabryggju í Reykjavik (samtals um
200,000 kr.). Það gæti þannig orðið
talsvert yfir hálfa milj. kr. á einu ári,
sem notað yrði til samgöngubóta á sjó.
—Enn þingmenn létu þó ekki hér við
lenda, heldur gerðu þeir einnig ráð fyr-
ir, að landið tæki þátt í að leggja frétta
þráð til landsins og telefón milli Rvík-
ur og Akureyrar, Má þvi með sanni
segja, að þetta alþingi sé hið langstór-
stígasta. sem háð hefir verið. Þetta
framtak þingsins mun alment mælast
allvel fyrir, þó misjafnt verði álit á
sumum atriðum samgöngumáianna,
svo sem því, að landssjóður leigi eða
kaupi eimskip til að halda uppi sam-
göngum, í stað þess að einstökum
manni sé veittur styrkur til þess, eins
og æskilegást hefði verið og upphaflega
var lagt til í þessu blaði, o. fl.—Gufu-
bátarnir er hætt víð að ekki svari
kostnaði í byrjun, en einhverntíma
verður að byrja með þá. — Um flutn-
ingabrautirnar eru sumir þeirrar skoð-
unar, að þær verði í rauninni ekki ó-
dýrari en járnbrautir, og ætti þing og
þjóð að hafa það málefni í huga, sér-
stakloga af því að rafmagnsbrautir eru
nú stöðugt að fjölga, t. d. í Ameríku,
og hér á landi hagar víðast svo til, að
flutningabrautirnar geta einmitt legið
samhliða straumvötnum, sem gætu
knúð járnbrautarvagna.
Fjárveiting þingsins til atvinnu-
veganna er með ríflegasta móti. Þann-
ig er styrkurinn til búnaðarfélaga færð-
ur úr 12000 kr. upp í 32000 kr., og ætl-
um vér það sé rétt gert.—Á fjárauka-
lögum voru veittar 2600 kr. handa
norskum dýralækni, er rannsaka skal
bráðafárið og er ætlazt til að hann
komi í haust. Vonandi er að einhver
árangur verði af því. þótt eflaust megi
búast við að nokkurra ára reyuslu og
æfingu þurfi til þess að almenningur
læri að verjast sýkinni. En líklegt er
að bændur hér gæti þó Lomízt á lag
með bólusetningu gegn br&ðapestinni,
áiíka og bændur sumstaðar erlendis
bólusetja gripi sína gegn miltisbrandi
með góðum árangri.
Sjávarútveginum hefir þingið nú
gefið nokkuð meiri gaum enn að undan-
förnu, þar sem það heflr veitt 5000 kr.
styrk til skipaábyrgðarfélaga við Faxa-
flóa og gert landssjóðslán til þilskipa-
kaupa aðgengilegri, með því að skipin
má veðsetja fyrir lánum. Styrkurinn
til Bjarna Sæmundssonar mun og vel
ráðinn, en naumast má búast við
árangri að slíkum rannsóknum fyrr en
eftir mörg ár.
Við skólana hefir verið bætt ýmsum
fjárveitiagum, Sem misjafnlega munu
mælast fyrir, Það er ætlast til, að einn
kvennasKÓli verði á Norðurlandi úr
þeim tveimur sem nú eru, og virðist
það munu geta orðið sparnaður. Þá
sjáum vér ekki heldur, hvers vegna
Austfirðingar þurfa að hafa sérstakan
kvennaskóla fremur en Vestfirðingar,
sem eru miklu fjölmennari. Eftir því
sem samgöngurnar verða greiðari, verð
ur síður þörf á að hafa sinn skólann í
hverju landshorni. — Flensborgarskól-
inn, hefir enn fengið talsverða viðbót þ.
e. kennara-skólinn, sem kallaður er, og
gegiiT ft rðu nð þingið sktili láta ginn-
azt af >liuti ' hunbúggi”, sem kennara-
fræðslan í Flensborg er.
Um hina ýmsu styi ki til einstakra
manna mætti margt segja og sérstak-
lega ætti þingið að fara varlega í það,
að veita sumum af þessum listamanna-
efnum fjárstyrki. — Styrkurinn til
skáldsins Þorsteins Erlingssonar er
maklega veittur, þvi hvað svo sem sum
af íslenzku blöðunum segja um skoð-
anir þær sem koma fram í einstökum
kvæðum hans og nánar verður um tal-
að í þessu blaði, þá munu flestir vera
samdóma um hæfileika hans, en því
miður hefir hann ekki getað notið sín,
af þvi hann hefir átt við svo þröngan
kost að búa.
Fjárlögin eru nú í mörgum grein-
um með myndarlegasta móti, þótt ýms-
ir miður þarfir bitlingar hafi slæðzt
með. Því hefir verið fleygt, að stjórnin
mundi nú ekki samþykkja fjárlögin,
sérstaklega vegna 5000 krónanna til
Skúla Thoroddsen, en það mun vera á-
stæðulaust, að bera kvíðboga fyrir því.
Þess munu varla dæmi, að nokkur
stjórn hafi leyft sér að ónýta fjárlög,
sem samþykt voru af öllu fulltrúaþing-
inu. Það var alt öðru máli að gegna
með hin mörgu bráðabirgðafjárlög í
Danmörku, þar sem ríkisþingið kom
sér aldrei saman um fjárlögin, og stjórn
in gat því engin f járlög haft fyrir sér til
staðfestÍDgar.
“Skúla-málið” eyddi miklum tima
fyrir þinginu, en árangurinn af því
starfi varð enginn, sem við var að bú-
ast, nema þýðingarlaus dagskráryfir-
lýsing, og svo þessar 5000 kr. til Skúla,
sem munu helzt hafa verið veittar í
þeim tilgangi, að storka stjórninni.
Framkoma Skúla sjálfs í þvi atriði á
þinginu vildum vér óska að verið hefði
gætilegri, því að engaréttarkröfu hafði
hann til þessarar fjárveitingar á hend-
ur þinginu (o: landsjóði), og átti það
því miður vel við, að hann greiddi sjálf-
ur atkvæði í því máli, — Fylgismenn
Skúla á þingi voru af báðum stjórnar-
mála flokkum, bæði tillögumenn og
frumvarpsmenn, og er engin ástæða til
að ætla, að þeir sem voru á móti fjár-
vpitingunni til Skúla hafi viljað gera
stjórninni greiða með því eða verið á
bandi landshöfðingja, og aldrei hefir
séra Sig. Jenssyni, sem vildi færa niður
Skúla-gjaldið um 2000 kr., verið brugð-
ið um, að hann væri fylgifiskur stjórn-
arinnar.
Lög þau sem síðasta alþingi sam-
þykti eru fæst mjög þýðingarmikil.
Eftirlaunalögin, prestkosningarlögin,
lagaskólinn og afnám hæstaréttar eru
einna helzt, en líkindi eru til, að fæst af
þessu verði samþykt. Af þeim lögum,
sem liklegt er að nái staðfestingu og
nokkurs eru verð, er að eins að nefna
sóttvarnarlögin, sem geta orðið að liði
ef vel er á haldíð, lögin um nýja frí-
merkjagerð, sem geta áunnið bæði
landssjóði og landsmönnum margar
þúsundir króna (og hefir þetta blað vak
ið fyrst máls á því efni), og lögin um
borgaralegt Jtjónaband þjóðkyrkju-
manna.
Af frumvörpum þeim sem feld hafna
verið og vonandi er að aftur komi fram
á næsta þingi, og ef til vill umbætt, má
nefna frumvarp um fjárráð giftra
kvenna, umvarnarþing í skuldamálum,
um þurrabúðarmenn og um áfanga-
staði. Enn fremur féllu frv. óútrædd,
sem nokkurs voru verð. svo sem frv. um
flutning þurfamanna. eyðing sela o. s.
frv. — Þá er og vonandi, að máhð um
söl’i landssjóðsjarða á erfðafestu komi
fram á næsta þingi. Sum af þessum
málum fengu nú nokkurn undirbúning.
Það gæti verið gagnlegt fyrir al-
menning, að blöðin flytti hlutdrægnis-
laust ágrip af ræðum þingmannaí ýms-
um málum, enbæði hetir Fjallkonan lít-
ið rúm til gess, og í annað stað eiga
ritstjórar hér naumast kost á að ná
ræðum þingmanna, þar sem þeim eru
engin sérstök sæti ætluð á þingi, eins
og annarsstaðar gerist. Að vísu hefir
ritstjórunum eitt sinn verið leyft að
sitja inni í þingsalnum, og í sumar fékk
einn Rvikur blaðamaðurinn það leyfi.
en sjálfur forseti neðri deildar var þá
eigi frjálslyndari en svo, að hann hafði
síðar við orð að reka blaðamanninn á
brott. — Af þessu leiðir, að biöðin geta
naumast flutt greinilegar eða réttar
fregnir af þinginu meðan það stendur
yfir. [Eftir Fjallkonunni.]
g' /
Jón Olafsson og Is-
lendingadagurinn.
Enn þá einusinni byrjar rithöfund-
urinn að Brú P, O. að “vella spóann”
og þessa vellu lætur hann vella niður
niður dálka Lögbergs 24. f. m. Það lít-
ur út fvrir að grein min í Hkr. 4, f. m,
hafi orðið til þess að “ergja illt
skap”, því Mr. Jón Ólafssou er orðinn
alveg bálvondur við mig út af því, að
hann er sjálfur flæktur orðinn í sinum
eigin mótsögnum, vitleysum og endi-
leysum út af þessu íslcndingadagsmáli,
sem hann alt af er að burðast með, sjálf
um sér til vanvirðu, en öðrum til leið-
inda. En í stað þess að gera mér sömu
skil og ég honum, að svara með still-
ingu og ástæðum og “rita með lipurð”,
eins og Mr. J. Ó. hefir sjálfur játað, að
ég geri, þá verður nú þessi mikli mann-
kærleikans vinur upp með fúkyrði og
og persónulegar getsakir um mig. Mr.
J. Ó. hefir nú hvorki meirané minna til
wiu .ú> segja. eu þaö, að*óg hafi opin-
berlega látið í ljósi skoðun mína á einu
sérstöku, alrnennu málefni, en þólæt-
ur hann sér særaa, að gefa það í skyn,
að hann þekki “lífestefnu” mina og "eig-
inlegleika", að hann taki sér ekki nærri
þó “annar eins maöur" og ég segi þetta
eða hitt, að ég hafi gert mig sekann í
“þussa-skap” og “ókurteisi” og að það
sé vafasamt hvert “heimurinn” só svo
—illa?—staddur að eiga nokkurn minn
líka. Það mátti nú ekki minna kosta!
En af því þetta er svo dæmalaust líkt
því, að vera tilraun tíl maunorðsþjófn-
aðar, þá væri Mr. J. Ó. nær að skýra
hvað hann á við með þessum dylgjum
sínum, heldur en að skríða í skúmaskot
eins og barinn hundur og ýlfra þar og
urra—það er að segja, ef hann kynni að
eiga til nokkra vitund af því sem kall-
að er drenglyndi. Þá segir Mr. J. Ó.
að ég sýnist bera jafna virðingu fyrir
lýginni og sannleikanum o. s. frv. Að
égekki beri virðingu fyrir sannleikan-
um, kristninni. kærleikanum, fróðleikn
um og svo frv, hefir Mr. J. Ó. engan
rétt til að segja. En hitt getur hann
“hengt sig upp á”, að ég ber alls ekki
virðingu fyrir “lýginni”, “þussaskapn-
um”, hatrinu, fákænskunni, vitleys-
unni og drambinu. Það er svo langt
frá, að ég hafi nokkurntíma borið virð-
ingu fyrir ritsmiðum Mr. J. Ó. og ég
ber líka sára litla virðingu fyrir per-
sónu hans. Og svo vil ég leyfa mér að
segja Mr. J. Ó. hvað ég sérstaklega og
fremur flestu öðru álít óvirðingar vert,
og það er, að vera æ og æfinlega að slá
um sig með biblíunni, kristinni trú og
bróðurkærleikanum, en stökkva svo
eins og “glepsandi vargur” á menn
fyrir engar sakir og ef ekki tekst að
bita, þá að reyna að svipta menn mann
orði þeirra, með auðvirðilegum róg og
lygadylgjum.
Það er ekki satt, að ég hafi tekið
Mr. J. Ó. nokkrum “tökum” ‘,út af
vanheilsu” hans. Ég vissi elcki að hann
ætti nú orðið við nokkra vanheilsu að
búa, nema ’.hvað rafmagnið virðist hafa
æði ill áhrif á skapsmuni hans. En úr
því þetta æfisögubrot Mr. J. Ó. eftir
sjálfan hann er alt af öðru hverju prent-
að í opiníeru blaði, þá sé ég ekki að
honum sé gengið of nærri, þótt eitthvað
sé minnst á það, sem þar stendur. Ef
Mr. J. Ó. er ekki mikið heimskari
heldur en fólk 1lest, þá getur honum
naumast fallið illa þótt minst sé á
heilsu hans eða vanheilsu, en hitt getur
vel verið, að honum falli illa að hreyft
só við æfisögu hans, — en hann hefði
þá ekki átt að láta prentajbrot úr henni.
Ég hefi áður látið í ljósi skoðun
mína í þessu íslendindingadagsmáli, og
finn ekki ástæðu til að fara um það
mörgum orðum nú. Það kemur ekkert
nýtt atriði fram þvi viðvíkjandi í þess-
ari vellu eða “dellu” Mr. J, Ó., nema
hvað hann kemur með eitt nafnið enn
þá: “Danakonungslegur”, og felli ég
mig ekki betur við það, heldur en hin
nöfnin, sem hans vizka—eða sérvizka—
hefir fundið upp. En þá er það naum-
ast fjarstæðara heldur en að velja dag-
inn með tilliti til þess, að Guðbrandar-
biblía var gefin út, en kalla daginn svo
Leifsdag, því vitlausari uppástungu
man ég ekki til að ég hafi séð, fyr eða
síðar.
Og svo skaHíg að síðustu geta þess,
að ég vil ekki ræða þetta mál frekar við
Mr. J. Ó. að Brú P. O. Maður, sem
eys illyrðum yfir mótstöðumann sinn í
stað þess, að verja mál sitt með skyn-
samlegum ástæðum, hann á ekki skilið
að opinbert mál sé við hann rætt.
F. J.
Menn vilja fá að vita hvað
nafnið Bósi þýðir.
Nafnið: Bósi hefir hjá fornmönn-
um verið haft sem mannsnafn, sjá sögu
Herrauðar og Bósa. En með því að
BÓ8Í sá var kvennamaður hinn mesti
eru þeir nú kallaðir bósar og kvenna-
bósar sem leggjast út með blökku dýr-
um. Vanalegaerþó nafnið Bósi haft
sem nafn á vissum tegundum dýra.
Það sem einkennir þessa dýra-tegjmd
frá öðrum dýrum, er að þau eru mjög
gjörn á ástafa t.g ei.,i . k> t. m (jt'-’i le •
Þessi dýr eru ekki horuótt og eklti held-!
ur með klaufnm. lieldur atfiiilegf. kollótt
með klóm sem þau rífa með og vígteun-
ur sem þau bíta nteð, þau eru nokkuð
minni en missirisgamall kálfur, haus-
inn mjög lítill, frammjór, augabrýrnar
upp undir hársrótuin, augun djúpt i
hausnum og augabrýrnar hanga yfir
þau, kinnbeinin standa hátt rétt niður-
undan eyrunum, nefið flatt út á kiitnar
efri 8kolturinn hangir yfir þann neðri.
tranturinn er framþykkur á Bósa lík-
astur sem á‘ ‘Bulldog”; hálstuttur erhann
meðhöfuðiðniður í herðum. Þetta bósa-
kyn hefir æði langa rófu loðnaáendanum,
sem hangir niður á millum afturfóta
dýrsins, hún hringast alla jafna uppá
við þegar æti er i nánd. Náttúrufar
dýrsins er að vilja, gúknayfir öllu, ráða
öllu og bola alt undir sig, hefir ]>ó aldrei
komið neinu til leiðar nema upp á
grimdarfullann dýrslegan liátt.
Kemur hann enn! í 41. númeri
Lögbergs síns þ. á. Mikil snild er nú á
þeim útbúningi! Þar geta nú allir séð
Lögbergs Bósann uppntálaðan í sinni
eigin mynd, hann sýnir þar sína eigin
mynd, hann sýnir þar sína fjölbreyttu
hæfileika, framúrskarandi mentun og
hversu siðaður ritstjóri hann er. Bós-
inn hefir nú reiðst svo af sannleikanum,
er óg sagði að hann hefði byrjað rit-
deilu þessa, og benti ég á þann stað í
Lögbergi, svo ekkert var um að villast.
Útaf, þessu bölsótast Sigtr. froðufell-
andi og segir eins og heimskinginn,
“þú lýgur, lýgur öllu en ég segi allt
satt.” Eg sendi Sigtr. áskorun sem
flestir halda að hann hafi hlotið að skilja
og sjá svo hvað hann gerir! Reynir
ekki með einu orði og ekki einusinni
með vöflum, að sanna neitt sem hann
hafði sagt. Stendur hann því einn uppi
eins og ég áður sagði. afhjúpaður mann-
orðsmorðingi og níðingur. Sigtr. er því
algerlega fallinn í skammakrókinn á
sínu eigin bragði sem slúður og rógberi.
Það er ósjálfræði sem ætlar að keyra
hann lifandi til grafarinnar, með hroka-
belging og öllum níðingsverkum á herð-
unum.Meira vil ég ekki eiga við skömm-
ina hann getur farið með sitt dýrslega
æðí hvernig sem hann vill fyrir mér.
En ef vel viðrar býst ég við að fá að sjá
hann einhvernvegin áður en þessi vetur
er úti.
Hnausa, Man.,4. Nóv. 1895.
Stephan Sigurðsson.
Akaflegur munur.
Hvernig greina skuli
liið ekta frá eftir-
líkingum við
fyrsta tillit.
Paine’s Celery Componnd
gerir fólk heilt heilsu.
Önnur læknislyí villa og
skaða.
Það er sannarlega furðulegur mun-
ur á því, þegar hin lireina, skíra, þunga,
löggilda gulltnynt er borin saman við
illa gerða eftirstæling.
I fullum trúnaði gengur hin ekta
mynt úr einni höud i aðra; allir menn
bera traust til hennar. En hvernig er
því varið með eftirstælinguna — hina
óekta mynt sem gerð er og gefin út af
glæpafuilum skuggasveinum ? Hún er
gerð á myrkum stöðum ; hún er gefin
út, þjófslega til þess, að blekkja og fé-
fletta; og allir, sem standa í sambandi
við svik þessi eru í sífeldum ótta fyrir
lögreglunni.
Hin ekta gullmynt hljómar með
skæru sömrhl jóði: en óekta myntin
hi'lir dimt og skerandt iiljóð fyrir eyrað.
En eius og mutiurinu et inikill á
hiiini ektrt gull nynt oghinni óokta, eins
er mutntrinn míkill á Paiue’s Celery
Compound og Celery-eftirsrælingiim
þeim, sem menn vanalega eru svikntr á.
Pairte’s Celery Compouud hefir al-
þýðuhylli, sem eingöngu stafar af því,
hvað það reynist vel. Allssiaðar heilsa
menn því setn hinu góða lyfi, er stillir
kvalir og lækuar sjúkdóina. Læknar
sjálfir taka þvl tveím höndnnt á öllu
tneginlandi álfu þessaaar. Það er ekta,
áreiðanlegt I alla staði heiðarlegt og
“veitir fólki heilsuna.”
Eftirstælingarnar og alt hitt sullið
er gert til þess, að seljast einungis. en
ekki lækna, og þeir sem ginnast til þess,
að kaupa það. eru vanalega reiðir yfir
því, að bafa tapað peninguin sínum. eu
sitja með sjúkdótninn hélfu verri en
áðttr. Þegar rnentt brúka þessar og
þvllt'kar eftirstnTingai i r lífið i veði.
Hið ekta Paine’s Celery Compound
— lyfið, sem læknar — er auðkent með
orðunum ‘Paine’s Celery Compound,”
og Celery legg, sem er á flöskmmi og
ytri myndiuni. Ef að þér takið eftir
þessum einkennum, þá get ð jitir ein-
mitt fengið lyf það, sem á v.ð sjúkdóm
yðar.