Heimskringla - 22.11.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.11.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. NR. 47. Heimskringla. WINNIPEG, MÁN., 22. NÓVEMBER 1895. FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 15. NÓVÉMBER. í sumar er leið þesar Edward Blake dvaldi í Toronto reit erkibyskupinn í Toronto honum og stakk upp á að alls- herjarfundur Ira væri haldinn til að ræða um frlandsmál, þar sem mættu þjóðvinir íra úr öllum löndum. Blake tók þessu vel og sendi bréfið formönn- um írska þingmálaflokksins í Lundún- um, sem í gær samþykti að boða þenn- an allsherjarfund. — Á sama fundi var Tim. Healy gerður rækur úr stjórnar- nefnd flokksins, með 83 gegn 24 atkv. Fullri milj. dollars á viku nemur nú herkostnaður Spánverja á Cuba, eða um §150,000 á hverjum degi, að sögn eins blaðsins í Madrid. Hvalaveiði hefir verið léleg í Davis- sundi og fyrir suður-Grænlandi í sum- ar, segja heimkomin hvalaveiðaskip frá Nýfundnalandi. Armeníu-menn eru myrtir i hrönn- um í Konstantínópel. Sem dæmi uppá aðfarirnar er þess getið, að á einum degi voru 521 lík þeirra grafið í einum grafreit og annan daginn fundust yfir 200 lík þeirra á litlu sviði, rist, stungin og hrend. En nú er soldán lafhrædd- ur síðan hann heyrði inntakið úr ræðu Salisbury’s hinn 9. þ. m. Vegna fádæma þurka er búizt við svo lítilli hveiti-uppskeru í Ástralíu í vetur (það er sumar hjá þeim þegar vetur er hér) að hún verði ónóg til að mæta heimilisþörfum. LAUGARDAG 16. NÓV. 8148 milj. er verð skattgildra eigna i Toronto í ár. Svo er áætlað, að síðan manndráp- in í Armeníu hófust í fyrra, hafi Tyrk- ir drepið yfir 15,000 manns í því héraði og í Tyrklandi sjálfu. Fylgir það, að annaðhvort nú eða aldrei þurfiaðbjarga fólkinu, því horfurnar séu þær, að þar verði um 30,000 manns hungurmorða í vetur, ef ekki kemur því moiri hjálp og það tafarlaust. Nýr ríkis-erfingi kom til sögunnar á Rússlandi í gærkvöldi (15. Nóv.), er það stúlka og hefir þegar verið nefnd Olga. Er það fyrsta barn Nikulásar III. og Alix prinzessu af Hesse. Fátæk stúlka í Philadelphia erfir $15 milj. í Ástralíu. Hvar er nú barún eða hertogi ? Gullsjóður Bandaríkja í gær var $90£ milj., eða 89J milj. minna en lögin heimta. Brezkt vöruflutningsskip fórst við strendur Danmerkur í gær. Þar drukn- uðu 15 skipverjar en 7 komust af. JOr. B. F. MerrilU Afleiðingarnar gera Vísindamenn forviða. AVFD’Q Narstt' nl Líl O ptcrllla — metlal — sem engan jafningja á Feamburðub alþekts læknis. “ Ayer’s Sarsaparilla á ekki sinn jafn- ingja sem blóðhreinsandi meðal og sum- armeðal og verður ekki nægilega lofað. Eg hefi tekið eftir verkunum hennar á langvarandi sjúkdóma, þar sem önnur meðul höfðu reynst árangurslaus, og ég hefi orðið forviða á afleiðingunum. Ekk- ert annað blóðhreinsandi meðal sem ég hefi reynt, og ég hefi reynt þau öll, er eins gagnverkandi og bætir jafnmarga sjúkdóma til fulls, eins sg Ayers Sarsa- pariUa. — Dr. H. F. Meurill, Au- gusta, Me. AYER'S o'ií.". Sarsaparilla á heimssýningunni. AYERS PILLS fyrir lifur og innýfli. cö -SH^/V3$ACKACH& féel§ §ore. ache§ wiHimu§cularftm§.ai\d fta§ju§tpur ourhat- Banigherof Backache§ Mouhol J. McLaculan, Point au Chene, writes: Noth- inp better for Lame Back and Lumbapo than the D. & L. Menthol Plaster. A. E. MacLean writes from Windsor: “The D, & L. Menthol Plaster is curinp Sore Backs and Rheumatism at a preat rate in thia vicinity. 25c. each in air-tight tin hox. MÁNUDAG 18. NÓV. Rafmagn-sporvagn í Cleveland, Ohio, féUniður um 100 feta háa brú yjjr á í bænum og druknuðu þar 15 manns. ítalskt farþegjaskiþ á ferð til Suð- ur-Ameríku strandaði 1 gær nálægt Gibraltar. Um 20 manns druknuðu, en um 1200 farþegjar auk háseta komust af. Canadastjórn hefir ákveðið að taka engan þátt í veiðarfæra og fiski-sýn- ingu, sem haldin verður að Kili á Þýzkalandi næstk. sumar. Segir þar sé ekki um neinn markað að gera. Þýzkalandskeisari hefir verið harð- hentur á sósialísta-blaðamönnum, sem ekki hafa þótt tala um hann með til- hlýðilegri kurteisi og viðhöfn. Einn þeirra var dæmdur í 4 mán. fangelsi í vikunni er leið fyrir þá vangá. Þetta uppþot alt er nú sagt að verki öfugt við það sem ætlað var — þ. e., að það auki veg sósíalista og rýri alþýðuhylli keis- arans. Heimkominn amerikanskur kristni- boði lætur hörmulega af stjórninni í Kongo-fríríkinu í Afríku. Segir ibú- arnir séu í rauu og veru þrælar, sem sé myrtir hlífðarlaust ef þeir ekki tafar- laust hlýða boðum harðstjóranna. ÞRIÐJUDAG 19. NÓV. ítalskur stjórnmálamaður segir að ástæðurnar hafi aldrei verið jafn i- skyggilegar í Evrópu eins og nú síðan 1867. Segir það rétt kraftaverk ef Tyrkja-Armeníu-þrætan leiði ekki af sér allsherjar evrópiska styrjöld. Að stórveldin eru ekki búin að hjálpa Ar- meníu-mönnum segir hann komi af því, að hvert um sig hugsi um það eitt, að ná í ákveðinn skerf af sundurlimuðu veldi Tyrkjans. Bandaríkjamaður staddur á Koreu- skaga ritar þaðan og segir afdráttar- laust að japaniskir menn hafi valdið morði drottningarinnar, í síðastl. Okt. Drottning var stórráð og umfram alt hlynt Kínastjórn. Innan skamms eignast C. P. R. fé- lagið, járnbraut til Chicago — norðvest- an fr4 “Soo”-brautinni nálægt Duluth. Er sagt byrjað á hrautarhyggingunni. í gærkvöldi var gerð tilraun að ræna járnbrautarlest á Great-Northern- brautinni um 40 mílur norðvestur frá Minneapolis. Fullyrt er að komandi sumar verði byrjað að byggja 850 mílna langa járn- brautnorður um Klettafjöll frá Kam- loops í British Columbia — tfi Cariboo — gullnámalandsins nafnkunna. MIÐVIKUDAG, 20. NÓV. Herskipafloti stórveldanna ernú að safnast saman í grend við Tyrkland og þegar öll skipin eru þar saman komin er fullyrt, að soldán fái “síðasta boð” stórveldanna. Fulltrúi Canadastjórnar á Englandi, Sir Charles Tupper, fullyrðir, að stjórn Breta leggist á eitt með Canadastjórn í að fá stofnaða hraðskreiða gufuskipa- línu millí Canada og Englands. Árs- tillag Bretastjórnar verður $375,000. I gær var svo þykk þoka í New York, að hún olli bæði lífs og eigna tjóni á strætunum. Skattgildar eignir í Montreal hafa aukizt í verði svo nemur $5 milj. á síð- astl. ári. FIMTUDAG, 21. NÓV. Á fundi miklum í Lundúnum á þriðjudagskvöldið las Salísbury hréf frá Tyrkjasoldáni sjálfum. er soldán hað að lesið væri á opinberum fundi. Bréf soldáns er bæn nm vægð og loforð enn um yðrun og yfivhót. og var svar Salisbury’s á þá leið. að gott væri að hann sýndi það tafarlaust í verkinu, að hann vildí bæta sig. Sjóflotastjóri Bandarikja gengur hart tram í að útvega fjárveitingar til strandvarna við Bandaríkin. Honum lízt illa á hve stórborgirnar eru verju- lausar. Frá löndum. GLENBORO, MAN„ 18. NÓV. 1895. Héðan úr bygð er fátt markvert að frétta. Tiðin alt af heldur góð. Snjór féll hér nokkur fyrir fáum dögum, en er að mestu leyti farinn aftur. Þresk- ing hefir gengið vel, að heita má, og er nú því nær á enda. Uppskera almennt góð, og mun vera sem næst 30 bush. af ekrunni til jafnaðar. Hveitiverðið er nú sem stendur 39 cents fyrir No. 1 hard. Bændur flestir önnum Lafnir að draga hveitið til markaðar, og þótt prísinn sé ekki hár, þá hafa bændur meiri pen- ingaráð nú, en þeir hafa haft næstliðin ár. Má því sjá margann í góðu skapi með glas upp á vasann. Mr. Theodór Jóhannsson, sem verið hefir um tima á spítalanumí St. Boni- face, til að fá bót við meinsemd í háls- inum, er nú kominn heim aftur heill heilsu. Mr. Gísli Johnson hefir nýlega opa að greiðasöluhús, og eru allir honuia mjög þakklátir fyrir það, því allir er til þess þekkja munu viðurkenna, að honum farist það snildarlega úr hendi. Allir eru velkomnir til Mr. Johnsons, háir sem lágir. Landi vor, Mr. Jónas R. Johnson, varð fyrir tilfinnanlegu tjóni nú nýlega á þann hátt, að kálfur er hann átti, af Aberdeen Anguskyni, hengdist íþvotta snúru. Kálfurinn var álitinn $50 virði. Þann 29. þ. á að halda stórskostlega tombólu hér í gamla prestshúsinu. — Veitingar verða nægar, og marghreytt- ar bkemtanir verða um liönd hafðar að tombólunni afstaðinni. Þar á meðal er búist við að Mr. S. Thorarensen og Miss Jenny Finnson syngi solo. Landi. Til kjósendanna í WINNIPEG. Herrar mínir : Af því ég hefi gefið kost á mér sem sækjandi um Mayors-stöðuna, leyfi ég mér að biðja um atkvæði yðar og fylgi. Ég álít mayors-stöðuna bæði heiðurs- stöðu og undireinsábyrgðarmikla stöðu. Verði ég kjörinn mun ég þessvegna gera mitt ýtrasta til að leysa starf mitt af hendi með sannsýni og heiðri. Mér er ómögulegt að lýsa skoðun- um mínum öllum hér. En ég vona að tækifæri gefist til að skýra þær á opin- berum fundum á undan kosningadegi. í millitíðinni langar mig til að minnast á nokkur helztu atriðin. 1. — Ég álít að breyta þurfi skipu- lagi bæjarstjórnarinnar. Bæjarráðið, eins og það er nú útbúið, getur ekki stjórnað bænum ssmkvæmt vilja og kröfum gjaldendanna. Ef meðferð mála væri gerð auðveldari gengju þau undir- eins greiðar og óþörf eyðsla fyrirbygð. 2. — Undir góðri stjórn kæmist bærinn af með færri skrifstofu þjóna í City Hall. 3. — Það er skoðun mín að skrif- stofustjórar allir og skrifstofuþjónar ættu að vinna átta klukkustundir á hverjum virkum degi, og fá góð laun fyrir góða þjónustu. Það ætti að vera einhvers manus skylda að sjá um að þessi þjónusta sé veitt. 4. — Stjórnarskipulaginu skyld breytt þannig, að gjxldendurnir geti bent á hvar ábyrgðin hvilir. 5. — Það er skoðun min að bærinn ætti sjálfur að eiga og ráða yfir eignum sem seldar eru öðrum til umráða, svo sem vatnsveitingar, stræta-lýsing, o. s. frv. En áður en nýjir skyldu-baggar eru látnir á bak bæjarráðsins, þarf að breyta stjórnarfyrirkomulaginu. 6. — Óháður reikningayfirskoðun- armaður skyldi yfirskoða reikninga og bækur bæjarins. Ofangreind atriði sýna aðeins nokk- uð af þeiiu málum, sem ég hefi hugsað mór að ræða ýtarlega á meðau á sókn- inni stendur. Vonandi að þér ákveðið ekki að verða á móti mér fyrr en öll málefni hafa verið skýrð fyrir yður, er ég yöar, D. W. BOLE. AVinnipeg, 13. Nóv. 1895. Náttúrusafnið. (Niðurl. frá 2. bls.) þetta muni hafa verið beinhákarl, þvi að hann hefir einkennileg tálkn og afa.r- stór, svo að maður kemst þar vel fyrir. en samkvæmt kenningu Darwins getur beinhákarl eða Selache maxima með tímanum orðið að hákarli eða Scymnus microcephalus ega jafnvel skyrhákarli, svo hér er ekki um neitt efamál oð ræða: Þessi áminsta ritgerð Gunnerus byskups er prentuð í Kaupmannhöfn 1768. Þá er ekki ekki ómerkilegra að safn ið á köUka, sem einnig ríður í loftinu og litur nú allþreytulega út eftir öll þau þrekvirki, sem hann hefir unnið um aldirnar. Þetta er sá verulegi djöfull, og þarf nú ekki lengur að segja eins og stendur í 1. Péturs hréfi 5. kap. 8. versi: “yðar mótstandari, djöfullinn, gengur um kring, sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann geti gleypt”; og ekki þarf heldur að hafa upp afbökunina úr sálmabókinni (1875): ‘Satan vítt veður títt um veraldar frón, harður eins og hungrað ljón’ — í þessum sálmi, sem Magnús Stephensen hafði gert svo snildarlega, en var allur afbakaður af Sálmabókarnefndinni, sem við var að búast. (I nýjustu sálmabókinni er þessu slept, því þeir hafa verið of fínir til að nefna Lúcifer, en svo er bætt upp með öðrum smekklevsum). En kölski er á safninu í selslíki, og það er einmitt sami selurinn sem Sæmundur fróði reið hingað frá útlöndum, þegar hann kom úr svartaskóla, og til marks um að þetta er satt, þá er það prentað í Þjóð- sögunum, og það með, að Sæmundur sló kölska í höfuðið með saltaranum, og það hreif. en ekki heiði hrifið mikið, hefði kölski verið snertur með nýju sálmabókinni: og þar sem Sæmundur sló kölska með saltaranum, þá hlaut saltarinn að hafa verið yfir kölska, eins og vænta mátti, því það guðdómlega er yfir hinu djöfullega ; en nú vildi svo til, að fjTsta daginn sem safnið var op- ið fyrir almenning, þá kom þar kona úr kjrrkju, og hélt á nýju sálmabókinni og staðnæmdist einmitt undir kölska, svo að þar sem saltarinn var yfir kolska þá varð nú nýja sálmabókin undir kölska. Kölski hefir verið að sveima mörg ár í selslíki, þangað til Markús náði honum og gaf hann safninu ; en af öllu þessu er kölski orðinn lítill og lúpulegur, og horfir nú með fyrirlitn- ingu yfir heiminn; en nú geta samt all- séð bæði að djöfullinn hefir verið til, og svo hvernig hann leit út þegar Sæ- mundur fróði reið honum. Annars hef- ir hann líka sjálfsagt verið á ferð fyrir löngu i Noregi, því af honum er kom- inn málshátturinn í Magnússögu ber- fætta 10. kap.: ‘er-a hlunns vant’ kvað refr, dró hörpu at ísi’, því ‘harpa’merk- ir hér hvorki hörpu né hörpuskel (hörpudisk), heldur sel (phoca groen- landica), og heitir hann á ensku ‘harp’ og ‘harp seal’; nærri má geta, að refur- iun hefði ekki þurft að draga hörpudisk því hann hefði hæglega getað borið svo lítinn hlut í munninum. Þriðja furðuverkið á safninu er hreindýrshöfuðið, sem var kejrpt í sum- ar. Hreindýrið var skotið i Bláfjöll- um nálægt Henglinum af Guðmundi bróður Sæfinns. Þegar ég sá hann á götunni með hausinn, þá datt mér í hug ía stafsetningin og sagði ég si sona : ‘Skiturðu vel, Gvendur?’ ‘Já’, sagði Gvendur,.‘ef ég hef góða bj-ssu’. ‘Þá held ég komi þruma. þegar þú skítur’, sagði ég. ‘Þú getur því nærri’, sagði Gvendur. Og svo fengum við hrein- dýrshausinn, en vísindamönnunum ber ekki saman um hvernig á honum standi. Sutnir segja það hafi uppruna- lega verið hjörtur, sem hafi orðið fyrir svo nefndri ‘retrograd Metamorphose’ eða ‘Degeneration’ (afturför), og hafi það fyrst verið Aktæon, hinn mikli veiðimaður, sem sá Diönu allsbera í laug, en gyðjan reiddist og brá honum í hjartarhki; Grikkir segja raunar hann hafa verið rifinn sundur af hundum, en hann mun hafa komizt frá þeim og flakkað viða um lönd í margar ’aldir, þangað til hann komst loksins norður á Lappland og var þá orðinn að hrein- dýri; þar náðu Danir honum og fluttu hann hingað 1777, og var það eitt í “innréttinga’fárinu, þegar átti að sveifla landinu á einu vetfangi upp úr eymdar- vilpunni og upp í paradis, en alt ‘fór i hundana’. Aktæon hjálpaði ekki til framfaranna og hafðist við á fjöllum þangað til hann féll fyrir drápgirninni. —Aðrir segja þetta sé höfuðið af Eik- þj’rni, sam ‘stendur á Valhöll og bitur af limum þess trés, en af hornum hans verður svo tnikill dropi, að niður kem- ur í Hvergelmi, en þaðan af falla ár’.. en af þessum dropa er alt brennivín komið, og eiga öll náttúrusöfn tilveru sína honum að þakka. En aðrir segja að þetta sé sólarhjörturinn, sem nefnd- ur er í Sólarljóðum: ‘Sólar hjört leit ek sunnan fara, hann teymdu tveir sam an’ (nefnilega Guðmundur og sá sem með honum var) — ‘fætr hans stóðu foldu á, en tóku horn til himins’. Með löngum og flóknum samlíkingum hefir Bergmann prófessor komizt að þeirri niðurstöðu, að'sólarhjörturinn’ eigi að tákna ‘Lucifer eða djöfulinn, svo eftir YFIRGNÆFANDI er hún í hvaða skilningi sem er Walsh’s Mikla Gjafverds-sala. Á öllum stundum dagsins má sjá stórar lestir af allra stétta fólki rogast með bögla og bagga burt frá búðinni /uina Wahli — 515 og 517 Main Street, gegnt City Hall. Sýnir sú uppihaldslausa lest og sannar að þessi gjafvirðúaala vor hefir náð alþýðuhylii. Það kemur fyrir að í vetrar eða sumarlok selja kaup- menn vöruafganginn með góðu verði, en þá er ekki nema um mola að gera, stúf af þessu og slatta af hinu. Hjá osa eru áataðumar alt aðrar. Vér vorum neydd- ir til að kasta heildsölu upplagi voru í kjöltu viðskiftamannanna i bjrjun vetr- arins, til þess að losast við alt vörumagnið áður en vér lokum búð og hættum að verzla. / atað ágóða berum vér tjón eitt úr býtum, eftir haustið og veturinn til jóla. Þetta stafar af heilsuleysi formanns vors og engu öðru. Yðar er gróð- inn, vort er tapið. “Seljið alt með hálfvirði” er skipun vor til afhendingarmann- anna. Yfirhafnir karla fjrrir hálfvirði ; unglingspilta j’firkápur fjrrir hálfvirði; yfirkápur fyrir börn fyrir hálfvirði; alfatnaðir karla fyrir hálfvirði; alfatnaðir fyrir unglingspilta fjwir hálfvirði; alfatnaðir fyrir börn fyrir hálfvirði; nærföt fjwir hálfvirði; sokkar og vetlingar fyrir hálfvirði; jrfirskjrrtur fyrir hálfvirði; hálshindi og kragar fyrir hálfvirði; hattar, liarðir og mjúkir, fyrir hálfvirði; axlabönd fyrir hálfvirði ; vasaklútar fjrir hálfvirði; húfur og hanskar fyrir hálfvirði; — alt í búðinni fyrir hálfvirði. rir. Joseph Skaptason vinnur í búðinni, og væri honurn stór á- nægja í að spara löndum sínum nokkra dollara, er þeir þurfa að fá sér föt eða eitthvað er til klæðnaðar heyrir. Komið inn og spjallið við hann. Búðin til leign. - - - Hyllur og skápar til sölu. Walsh’s Clolhing House s,Mai„5,s7tr. því á safnið hann í ‘dúpló’, og munu þessa hvergi dæmi annarsstaðar í lieim- inum, og höfum vér þannig tvær óræk- ar sannanir fyrir að ekki þurfi að ótt- ast kölska. Fjórða furðusjónin er rostungshaus með tönnum í. Sá rostungur var drep- inn í Grindavík í Nóvember í fyrra og heitir sá Ilelgi er at honum vá, en mun hafa fengið litið fjrir. Rostung- urinn var sagður 7 álna langur, og er það venjuleg stærð, þótt sumir verði stærri. Rostungar voru áður kallaðir ‘rosmhvalir’ og voru tiðari hér fyrrum ; við þá er kennt ‘Rosmhvalsnes’. Samt fara ekki margar sögur af þeim, ég þekki einungis tvær (fyrir utan þá úr Grindavík): Espólín segir að einn hafi verið unnin á Miðnesi 1694 og 1190 vann Rafn Sveinbjarnarson rostung í Dýrafirði, og þótti svo mikill fengur, að Rafn hét á Tomas erkihyskup hinn helga, að hann skjddi gefa honum ‘haus fastar tennr or hval’ ef hann næði hon- um, og það efndi hann. En þá voru rostungstennr konungagersemar og gullvægar. Annars finnast rostunga- tennur (og stundum bein) ósjaldan hér. og eru þá orðnar steingjörvingar. í Skuggsjá er sagt þeir séu 14 eða 15 áln- ir að lengd, en þær álnir eru miklu stj’ttri en nú. Tennurnar eru alt að al- in á lengd. húðin þumlungsþykk og var höfð í svarðreipi. Rostungar nærast einkum á sjóarjurtum og þarategund- um. eða þá líka á smádýrum, fiskum og kröbbum. Kjötið er sagt vel ætt, og hafa sjómenn tekið það fram yfir saltað sauðakjöt. Rostungar eru ófælin dýr, illir viðureignar ef á þá er ráðist; þeir eru i stórhópum, og ef ráðist er á einn, þá koma allir hinir til að hjálpa. og er mesta hætta að eiga við .þá, því þeir leggja tennurnar upp á bátinn til að hvolfa honum, eða reyna til að brjóta gat á hann, því vit vantar þá ekki. Tekizt hefir að temja unga rostunga og verða þeir gæfir og viðfeldnir, en sjó verða þeir að hafa. Á fyrri öldum voru þeir algengir í Norðurhöfunum. Nú eru þeir ekki nema við jrztu strendur íshafsins. Vinarlegt ráð VARÐ TIL ÞESS, AÐ SJÚKLING- URINN FÉKK HFILSU AFTUR. Dr. Williams Pink PiUs hjálpuðu, þar sem læknarnir höfðu ekkert getað á unnið í þrjátiu ár.-—Sjúklingur- inn er einn af hinum heiðvirðustu bændum í Northumberlands hér- uðum. Tekiðeftir Trenton Advocate. Veikleiki Mr. John Frost’s er sér- lega ertirtektaverður. Hann er einn af beztu bændunum i Northumbcrland hér, og hefir inikil verzlunar viðskifti í nærliggjandi townships. Við höfum þekt hann persónulega meir en tfu ár. Síðastl. Febrúar sagði hann okkur sögu sína á þessa leið : “Ég er fæddur á Englandi. Tólf ára gamall flutti ég til Canada með foreldrum mínum, og sett- umst við að í Prince Edward County ogdvöldum þar í þrjú ár. Þaðan flutt- nm við til Rowdon township í grend við Hasting héraðið. Þrjátíu ár bjó ég í Rowdon og var þrjú ár í Seymour towuship. en á nú heima i Murray township og hefi verið hér hin tíu síð- astl. ár. I þrjátíu ár hefi ég kvalist af gigtveiki. Allan þann tima tefi ég reynt tugi lækna, sem tiltölulega litið gátu að gert, og á sama tíma reyndi ég Kveljandi að komaat í vagninn. ósköpin öll af ýmsum meðulum, en alt til einskis, ekkert gat læknað mig. Varlaleið mánuðursvo að ekki væri ég með köflum ófær til vinnu og lá stund- um margar vikur rúmfastur og gat hvorki hrært legg né lið fyrír kvölum. Tveir læknarnir sögðu mér einu sinni að það yrði að taka af mér annan hand- legginn, til að bjarga mér frá bráðum dauða. Ég segi ykkur satt, að ég hefi liðið mikið og vildi gefa alt til þess að mér batnaði. Sökum verzlunaranna er ég neyddur til að aka, en það er kvöl fyrir mig að komast í vagninn og úr honum. Eftir að hafa hej’rt sögu hans, sem við vissum sanna, vildum við rejrna hvert Df. Williams Pink Pills gætu ekki læknað hann, og hvöttum Mr. Frost, þvert á móti vilja hans, til að reyna þær. Hann fékk svo sex öskjur og byrjaði aðbrúkaúr þeim. í fyrstunni brosti hann að okkur fyrir trúua á þess um pillum. Við komum svo að finna hann eftir að hann hafði brúkað úr fyrstu öskjunum, oglét hann þá ásann- ast að hann væri betri og að eitthvað mundi varið í þetta meðal. Hann hélt svo áfram þar til hann hafði brúkað úr sex öskjum og var þá eins frískur og hraustur eins og nokkur maður getur verið. Tveir mánuðir eru liðnir síðan ogviðvitum með vissu. að lækningin hefir hepnastágætlega. Yið sjáumhann stöðugt gegna störfum sínum með dugnnði og þakkar hann heilsu sina Pink Pills. Enginn sem þekkir Mr. Frost efar orð hans. í gær ávörpuðum við hann þannig: “Mr. Frost; ertu al- læknaður og laus við gigtina fjwir fullt ogalt?” “Égernú hraustur”, svaraði hann. “Pink Pills liafa upprætt gigt- ina algerlega. og ég «r eins og nýr maður. Þær hafa gefið mér nýtt lif og ég segi öllum sem ég sé hvað læknaði nug. Þeir, sera þekkja Mr. Frost og vita hvað hann hefir liðið í fjölda mörg ár, og sjá hann nú sistarfandi og eins og ungan í annað sinn; þausnöggu um- shifti frá þreytandi veiki til algerðrar heilsu, meiga álíta að það sé kraftaverk En við undrumst ekkert yfir því, af því við heyrum úr öllum áttum sam- kyns sögur um lækningar með Pink Pills. Lyfsalarnir hafa tekið eftir hinni auknu sölu þeirra og ánægju viðskifta- maunanna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.