Heimskringla


Heimskringla - 22.11.1895, Qupperneq 4

Heimskringla - 22.11.1895, Qupperneq 4
HEIMSKRINGLA 22. NÓVEM8ER 1895. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN 3^' BAIONG POWNR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óboll efni. 40 ára reynslu. Winnipeg. Hra. Jón Kjœrnested fór ofan til Nýja íslands á laugardaginn var og verður kennari í Kjarnaskóla í vetur. Hra. St. B. Johnson, sem dvalið hefir í Argyle nýlendu um undanfarinn tíma, kom til bæjarins á þriðjudaginn var. Hafið þið skoðað stofuskó kvenna og barna úr selskinni, hjá E. Knight & Co. ? Þeir eru “útmeta þing” — um jólin. Maður drukknaði í Rauðá 10 mílur norður frá bænum á laugardaginn 16. þ. m. ísinn var svo veikur að hann brotnaði undan honum, Bæjarstjórnar-kosningarnar fara fram í vetur 17. Desember (þriðjaþriðju dag í mánuðinum). Útnefuingafundur fer fram viku fyrr—10. Des. Ritstj. verkmannablaðsins “Peoples Voice”, herra C. C. Kteuart, sækir um aldermans-stöðu i 4. kjördeíld bæjarins. Gagnsækjandi hans er C. H. Wilson. Séra Magnús J. Skaptason bregður sér til West Selkirk á þriðjudaginn Kem- ur og flytur þar guðsþjónustu á mið- vikudagskvöldið 27. þ. m. “Landi” vor einn í Baudaríkjunum sendir oss þær fréttir nú samstundis, að hra. Axel Tulinius sé veitt Suðurmúla- sýsla, og að gýdáinn sé í Reykjavík Jón Ásmundsson Johrisen, fyrrum sýslu maður í Suðurmúlasýslu. Skósalarnir E. Knight & Co. keyptu stórslatta af skófatnaði að gjaldþrota- félagi eystra, núna í vikunni. Þar gefst tækifæri að fá marga góða muni fyrir h'tið verð. Vetraneóur. Eftir framhaldandi blíðviðri um undanfarinn tíma brá snögglega til frosts og kulda aðfaranótt hins 18. þ. m. Á mánudaginn hélzt norðan stórviðri með hörðu frosti og féll þá snjór svo að gránaði rót. Síðan mildara, en vetrarlegt útlit. Maður að nafni G. Canniff í Gren- fell, Assiniboia, er vel á veg kominn að fullgera slökkvivél til að drepa sléttu- eld. Vélin er nokkurskonar vagn, sem sviður alt gras að rótum á 10 feta breiðu sviði, sem hún fer um. Tveir hestar ganga fyrir henni og getur hún þá brent alt að 30 mílna langa röst og 10 feta breiða á dag. Argyle-menn alla leyfum vér oss að minna á, að á föstudaginn kemur (29. Nóv.) fer fram hlutavelta í húsi ná- lægt kyrkjunni og ágæt skemtisam- koma í kyrkjunni. Takiðyður einn frí dag og gleðjið yður á góðri samkomu í þakklætisskyni fyrir hina frábæru upp- skeru í ár. — Samkoman byrjar kl. 2 e. h. á fðstudaginn kemur—29, Nóv. Allsherjar vesturríkja-fundur, til að ræða um innflutningsmál, var sett- í St. Paul, Minnesota, á þriðjudaginn var. Héðan úr bænum fóru 10 menn til að minna fundarmenn á vesturland Canada. T. M. Daly innanríkisstjóri í Canada verður og á fundinum. Gruggugt kaffi er ekki hollur drykk ur, ekki heldur gruggug meðöl. A þvi má þekkja áreiðanlegar, vel til búnar efnablöndur, að þær eru hreinar og lausar við grugg. Ayer’s Sarsaparílla er gersamlega laus við alt grugg af því hún er samandregin úr ákveðnu efni, en ekki samsteypa. “Með því að taka til að brúka Ay- ers Pills í tima gat ég forðað mér frá meltingarleysi”. Þetta er reynsla margra Ayers pillur eru gull-gildi, hvort heldur ein er tekin eftir máltíð til að örfa melt- inguna, eða þær eru teknar við lifrar- veiki, velgju, vindþembingi, útbrotum, eða öðru sliku. Mr. og Mrs. Óli P. Bérring, á Elgin Ave. hér í bænum, hafa oíðið fyrir á- takanlegum barna-missir í haust. 18. Okt. mistu þau Wggja mánaða gaml- an son sinn Agúst Uólmtrygg, úr maga- veiki, og 7. Nóv. mistu þau úr tauga- veiki dóttur sína Olafínu Margróti, nærri 3 ára gamla. SPURNING. Vegur frá heimiii mínu til vatns liggur yfir land, sem nú er ný upp tekið. Ábúandi og eigandi getur þegar hann vill bannað yfirferð um landið. Hinn rétti vegur er eftir “townships”-línu, sem er \ míla óhögg- inn austur af þjóðveginum. Er ekki sanngjarnt að sveitarstjórnin láti opna þennan linu part ? J. S. SVAR: Enginn efi. Það lætur enda nær að það sé skylda sveitarstjórn- arinnar að gera þennan spotta færann. Hra. S. Christopherson, Grund, Man., var hér í bænum i vikunni er leið. Vel þrifast sauðkindurnar sem hann um árið kom með frá íslandi, og á akuryrkjusýningu á Baldur í haust fékk hann fyrstu verðlaun fyrir þær allar. Islenzki hesturinn hans var sprettharðari og skeiðaði betur en allir aðrir gæðingar, sem þar voru saman komnir, en dómendurnir höfðu ekki sem bezt vit á að dæma um kosti hans og fékk hann því ekki nema næsthæstu verðlaun. Á föstudaginn 15. þ. m. var afmæl- isdagur séra Jóns Bjarnasonar, var þá 50 ára gamall, Sama dag var og brúð- kaupsafmæli þeirra hjóna, Rev. Mr. og Mrs. Bjarnason, höfðu þá verið 25 ár í hjónabandi. I minningu þess að þetta var silfurbrúðkaup þeirra og um leið afmælisdagur hans, efndu forvígismenn safnaðarins og ýmsir vinir út í frá til samkomu í fyrstu lút. kyrkjunni á föstudagskveldið og mættu þar fyrir hönd Dakotamanna prestarnir séra Fr. J. Bergmann og séra Jónas A. Sigurðs son og málafærslumaður Daníel Laxdal Séra Friðrik flutti ávarp til þeirra hjóna og fylgdi því ljómandi “Silver Tea Service” og yfir $400 í peningum frá ýmsum vinum þeirra. Séra Jón þakkaði gjöfina og flutti við það tækifæri ræðu þar sem hann leit stuttlega yfir æfiferil sinn til þess tima, er hann fyrir 11 árum tók við prests- þjónustu í Winniþeg. Prestarnir, séra Friðrik og séra Jónas, fluttu einnig ræður og ýmsir fleiri. Söngflokkurinn söng tvo viðeigandi sálma. Thos. John- son söng sólo og þegar Mr. og Mrs. Bjarnason gengu í kyrkjuna spilaði organistinn, hra. Gísli Goodman, “Wedding March”. Samkoman var all-fjölmenn og kyrkjan skreytt með blómum og rauðar, hvítar og bláar veif- ur, buguðu sig hringinn í kring innan á gafliríunum ogsöngpallinum, og héngu í lykkjum og bugðum á Ijósakrónunum. Enn ber oss að þakka TÍðskiftamönnum vorum fyrir goð og mikil viðskifti. Og enn bjóðum vér kjörkaup sem fylgir, áframhaldandi til þess upp- lagið er selt: Moccasins fyrir karla á 50c. Stofuskór karla á 40 cts. Moccasins fyrir börn á 35—50c. Flókaskór barna á 20 cts. $1.25skórkvennahneptirá$1.00. Flókaskór kvenna á 25c. $1.25 stofuskór kvenna, með Reimaðir moccasins fyrir ristarbandi, á $1.00. karla, saumaðir með vax- Moccasins karla saumaðir með bornu garni, á $1.50. Vel . vax-dregnu garni, á$1.25. $2.00 virði. Vér ábyrgjumst að skifta við yður svo þér séuð ánægðir, — í öllu gem lýtur að fóta eða handa-búningi. ------ofo--------- Gleymið ekki staðnum E. Knight & Co„ 351 Main Street - - - Andspænis Portage Ave. Athugið merkið : Raflýst nafnspjald á hverju kveldi. Hra. S. J. Jóhannesson kom heim vestan fyrir Manitobavatn á miðvikud. Sunnudaginn 17. þ. m. voru Mr. Sigfús Eyjólfsson ogMrs. Emma Arna- dóttir gefln saman í hjónaband af séra Hafsteini Péturssyni, að 753 Ross Ave. Kaupendur blaðsius í Dakota eru beðnir að afsaka, þó ekki verði reikn- ingur þeirra á blaðinu rétt færður í þetta skifti. Verður leiðréttur 1 næstu viku. Tveir ísl. menn og 2 enskir voru á miðvikud. teknir fastir fyrir að setja í veltu falsaða silfurpeninga og væntan- legt að 2 ísl. menn til verði teknir fast- ír nú á hverri stundu. Sem stendur viljum vér ekki nafngreina mennina. Mál þeirra kemur fyrir lögreglurétt f dag (föstudag). Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & B. tinmerk sé á plötunni. Tilbúið ap The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. Tombola. A. Sölvason, Cavalier. N. Dak., tekur myndir frá þessum tíma upp að nýári fyrir $3.50 tylftina. Cab. stærð. Notið tækifærið. Fyrsti “Calender”-inn fyrir næsta ár, sem oss hafir borizt, er frá G. Olaf- son & Co., mjöl og fóðursala á King Str. Það erljómandi fallegur “Calend- er” sem hann hefir gefið út; mynd af búgarði, með mönnum, fénaði og fugl- um, á haustdegi, með hrím og snjó á jörðu og trjágreinum, lauflausum og berum. C. P, R. vélastjórinn einn, Willi- am Farr, sem í vor er leið var getið um í blaðinu að hefði gert tilraun til að krenna inni konu sína og börn, var í vikunni sem leið fundinn sekur í þeim glæp sem hann var kærður ’iyrir. Af því bein sönnun fékzt ekki fyrir því að hann sjálfur hefði kveikt í hýsinu, eru nú málafærslumenn hans, þeir herrar Crawford og Hagel, að hugsa um að fá málið hafið á ný. Kveðst Hagel hafa fundið nýja slóð, sem sig langi til að rekja. Fyrir réttinum reyndi hann ó- beinlinis að koma því svo fyrir að stúlk- an, sem Farr hefir haldið við um síð- astl, 5 ár, Miss Margaret Robertson, virtist vera hin seka, enda enginn efi á að sá grunur er talsvert almennur, þó hann ef til vill hafi ekki við neitt að styðjast, að hún hafi það verið, sem sló eldi í olíuborna viðuna og á ástæðan að heita sú, að þá yrði Farr laus til að kvongast sér. Fá mál hafa vakið eins almenna eftirtekt hér í bænum eins og þetta mál og mun hún ekki rýrna ef á • stæða þykir fundin til að hefja málið á ný. Mr. Hagel ber Miss Robertson þann vitnisburð, að hún sé hin sleip- asta kvennpersóna, er fyrir sér hafi staðið í réttarsalnum. Á þriðjudaginn féll dómur í máli Farrs og liann dæmd- ur í 10 ára betrunarhúsvinnu, Einar Ólafsson, ráðsmaður Heims- kringlu, kom til bæjarins á sunnudaginn var, eftir fimm vikna ferðalag um ís- lenzku bygðirnar í Dakota í erindum blaðsins. Viðtökur voru alment hinar beztu, og árangurinn af förinni meiri en nokkurt undanfarið haust, jafnvel þótt örðugt væri að ná í menn vegna ann- rikis, enda gengu ýmsir yinir blaðsins dyggilega fram í að hjálpa til við inn- heimtuna, en kaupendur flestir greiddu andvirðið fljótt og reiðilega, og óefað hefði blaðið því sem næst kollheimt, ef ekki hefðu verið jafnmiklir örðugleikar á að koma frá sér kveitinu, eins og þar hefir verið i haust. — Uppskeran hefir alment verið góð, og víða mjög góð, en verðið mjög lágt, um þessar mundir 41 cent fyrir bezta hveiti. Töluverðum ó- tægindum hefir það valdið bændum, hve seint hefir gengið að selja hveitið. Kornhlöðurnar eru oftast því sem næst fullar, því Great Northern járnbrautar- félagið, sem hefir að mestu einveldi í norðurhluta Dakota, alt vestur á Pem- binafjöll, hefir aldrei getað lagt til eins mikið af vögnum og þurft hefir til að flytja hveitið undan. Þetta hefii bæði valdið tímatöf og snúniugum og oft orðið til þess að landar hafa fengið lægri “grade” á hveiti sínu en ella, enda auðskilið að svo mun fara þegar margir sækja um að koma hveitinn út, en lítið rúm er fyrir í kornhlöðum—þar þyrfti nýja járnbraut. — Þrátt fyrir hið lága hveitiverð er ekki annað að sjá, en að líðan sé góð yfir höfuð, enda eru þar margir ötulir drengir og munu þegar allvel í álnir komnír. Unitarasöfnuðurinn ætlar að halda tombólu og skemtisamkomuþriðjudags- kveldið 3. Desember næstkomandi. Þessi tombóla verður dreiðanlega engin ruslaskrína; munirnir nýjir og þarflegir og yfir höfuð óvanalega góðir, — margir frá $1.00 — $5.00 virði. Skemtanir verða svo góðar sem kostur er á, og í því sambandi er þess getandi, að vér höfum, með talsverðum kostnaði og fyrirhöfn, fengið frægan enskan fiðluleikara til að skemta á sam- komunni, og verður það eflaust hin besta “Music” sem ísl. hafa nokkurn tíma átt kost á að heyra. Prógrammið verður nákvæmar auglýst í Lögb. og Hkr. í næstu viku. Einn dráttur ókeypis við inngang- inn. FUNDUR. D. W. BOLE sem ætlar að sækja um borgai stjóra- embættið heldur almennan fund á Un- ity Hall cor. Pacific Ave. <% Nena Str. á þriðjudaginn kemur 26. þ. m. kl. 8. e. m. AUir kjósendur sem geta, beðnir að vera viðstaddir. Tombola Og Skemtun. Föstudaginn 29. Nóvember heldur hið íslenzka kvennfélag í Argyle hlutaveltu i húsi rétt hjá Argylekyrkju, Munirnir allir eru góðir. EKKERT NÚLL. Drátturinn kostar 25 cents. Skemtanir verða : söngur og ræðu- höld, er fara fram í kyrkjunni. — Kaffi verður selt 10 cts. bollinn með brauði. Tombolan byrjar kl. 2 síðdegis, föstudaginn 29. Nóvember. FORSTÖÐ UNEFNDIN. Það kunngerist hér með hverjum sem við kemur, að hr. Gestur Oddleifsson, Geysir. Man. hefir fengið umráð yflr öllum eigum sínum, sem af honum voru teknar samkvæmt skuldarkröfum, og að hann liefir umboð til að innheimta allar skuldir, er fyrver- andi sögunarmylnufélag: Gestur & Mit- chell á útistandandi. Winnipeg 12. Nóv. 1895. S. A. D. Bertrand. You (Affí GoTo SlXEP |N (HUKCH IF VOUVE OOT A BAD COUGH. As many good things are likely to. But you are safe in running the risk if you keep a bottle of Ptrry Davis' PAIN KILLER at hand. It’s a never-failing antidote for pains of all sorts. Sold by all Druggists. Dotn.-Oo« tsáspoonfnl In • half tlstsof wnler ar mlilt (warm lf cppvmUntj /r t\A IVE YOJ Fatnadir med heildsölu verdi! Aðkominn írá Montreal, og að auki stórt upplag af aiisKonar gravoru. Blue 5toi Merki: Rlá stjarna. Lægst verð. 434 Main 5tr. Þetta nýkomna upplag frá Montreal samanstendur af 1500 alklæðnuðum, 2000 buxum. hundruðum af yfirhöfnum fyrir karlinenn og drengi á öllum aldri. Loðkápur. kápur fóöraðar með grávöru, karlmannahúfur úr allskonar grávöru Kvennjakkar úr grávöru, kvennkragar úr grávöru, kvennhúfur úr grávöru. Hanskar og vetlingar úr grávöru fyrir karla og konur. Endalaus ósköp, sem ekki er unt að telja, með öllum litum og á öllu verðstigi. Alt þetta upplag keyptum vér ineð óvanalega lágu verði, en svo er raunin sú, að vér höfum meiru en belmingi meii’a npplag en ver getum ráðið við. Og þess vegna erum vér lcnúðir að selja þetta upplag án nokknrs rillits til venjnlegs verðs. Hugsið um verðið á siðartöldum sýnishornum og munuð þér sannfærast um, aðiBLUE STORE fáið þér þær vörur á.65cts., sem aðrir fatasalar í bænum heimta dollar fyrir : Kailmanna vaðmAlsfot $7.50 virði,.........seld á $4.50. Fín karlmannafót fyrii’ hversdags brúk $10.00 virði, seld á $6.50. Fín karlmannaföt $13.50 virði,.............seld á $7.50. Mjög vönduð föt $10.50 virði,..............seld á $9.50. Ljómandi frakkafatnaður, meb nýjasta sniði, með vaiulaðasta frágangi (ódýr á $25.00) seld á $14.50. Buxur í þúsundavís ! Karlmanna, unglinga og drengja- fatnaðir ! Alt með gjafverði í Th BLÍl A. Chevrier. DÆMALAU5 KJORKAUP! i BOSTON HOUSE i Wesí>Selkirk. -----••---- < Þar er nú á boöst ólum cnnar stór vöruslattur frá gjaldþrota verzlunarfélagi og verður all selt með frábætlesía lágu verði. Einhneft nærl'öt 50c. Alullainærföt $1.25 Yfirskyrtur 50, 75 og 90 cts. og $1.00 jSfe JÍfe Jife jMs. AR. iSfe. Ji'i jifc Jií. fe Al/. * 50 cts. I 4) verða borguð fyrir Jsnnan f? mlða hverjum þeim, scmki up- jl ir í einu upp á $5,00, í THE k ] BOSTON CLOTHINGSTORE t J Selkirk, Man. Gildirtil Su.Nóv. £ - *-■ w'w.-w wP Utanhafnar-buxur - $1.00 Ullarbnxur - - - - $1.25 Mjög vandaðar buxur $1.50 $2.00 og yfir. ATH.: Ef viðskiftamenn vorir frá Sflkirk eða grendinni koma til Winni- peg, þætti oss vænt um að sjá þá í Big Boston=búðinni, 510 «nin Str. Sú búð er alkunn fyrir kjörkaup á öll- um klæðnaði og öllu því, er tilheyrir búningí kailnianna. W. Finkelstein 510 Main Street - - - IVinnipeg. Tvær storarverzlanir! Og í báðmu IVídæma npplag af álitlegasta varn- ingi frá stór-verksmiðjunum. A'l'Iið þið til riilton eða til Edinburgh ? Það gerir engan man. Vór höfum búð í báðum bæjunum og vörumagn meir en nokkru sinni áður. Komið og lítið á búðarborðin og skápana. það er yðar hagur ekki síður en VOR. Vér höfum matjurrir allskonar. leirtau, glingur, álnavöru, fatnað og alt sem fatnaði karla tillieyrir, liatta og húfur, skófatnaðo, s. frv. Alt með ftíbeyrðuni kjörkaupum. Þér hafið aMrei .séð f.'llí’gr;.' ué fullkomnara en vort, af haust og vetrarbúningi, Kai’la og Kvenna Yfirhöfnum, alt með nýjasta tísku-sniði ®:r úr eins vðnduðu efni og nokkurn tima hefir kom- ið til Norður Dakota. Karlmanna Alkla’ðnaðir á $2.00 og yfir. Spyrjið eftir þeim. Vér erum á, undan hvuð verzlun snertir, og setlum ad sannfsera alla um, ad •Enginn gerir betur en vér. í Milton-búðinni viimiir TliorlntíHHOn. í Edinburgh-búðinni vinnur .ínroli l.indal. Þið þekkið þá allir. Finnið þá að máli. JT. J. Menes, Milton og Edinburgh^ N. Dak.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.