Heimskringla


Heimskringla - 13.12.1895, Qupperneq 1

Heimskringla - 13.12.1895, Qupperneq 1
IX. ÁR. WINNIPEÖ, MAN., 13. DKöEMBER 1«95. NR. 0 FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 6. DES. Ilinn naínkunni Canadiski skáld söguhöfundur, Gilhert Parker, kvong- aðist í gær í New York. Sigling um efravatn til og frá Port Arthur, var hætt i gær vegna ísa. Seint í síðastl. Okt. var gerð til- raun til að hrífa borgina Canton í Kína undan yíiiTáðum keisarans, í því skyni að mynda þar óháða stjórn. En samsærið komst upp áður en nokk- uð varð að gert. Kristnum mönnum er kent um og mun nú ekki batna hagur þcirra í Kínaveldi. f efrideiid þjóðþings Bandaríkja er framkomið frumvarp (W. E. Cha- ndler, repúblíkan, höfundur) þessetn- is, að fríslátta silfurs verði viðtekin í Bandaríkjunum undir eins og Bretar og Þjóðverjar viðtaka samskonar lög. LAUGARDAG 7. DES. Stjórn Kínlands hefir fyrirskipað járnh”autarbygging milli höfuðborg- arinnar og sjóstaðarins Tien-Tsín. Á sporið að vera tvöfalt á allri þeirri leið. •avanxNojái ‘sjojaudojfj •axT ‘ OD aDN3HAWT SIAVŒ •nao ‘nMoamBqTjrnH ‘S.LNloáV'I 'V—‘úlfltTTU OJIH •ubj u(: Xpotuaj pi'Itu ptnt o :ti8 ‘0Jt!8 v BV 0(11 us puatttuiojaj Íl3(ltJBJI8Jt[im I •o«T!qiuni pUB 3[juq oqi u{ njiiú o.ioajs joj J0J8VIJ [OllJUJHl l V a -iaoá postt JÍU[A1{1I sB|d |0i|;yei «"ira» m Xq poano pmi poAaiRii ÁuduioJj ‘apis «1 u?v,5 ‘snpta j[í[tunjx ‘siuty ailtffag ‘at|jv-ðwj ‘oqavil’1 - þings Bandaríkja í gær, er eitt sem fyrirskipar fjárútlát og fangelsi fyrir hvern mann sem þiggur titil, nafn- bét eða heiðursmerki frá erlendii' stjorn, Félag eitt í Bandaríkjum hefir að sögn tekið að sér að byggja 200 mílur af járnbrautum í Kínaveldi, Canadiska ‘Soo’-skurðinum hefir verið lokað til þess á komanda vori. Á 3 mán. sem hann var opinn fóru um hann 1189 skip, er báru til sam- ans f milj. tons. Það er mælt að Sir W. C. Van Horne, forseti C. P. R. fél, sé um það að segja af sér. Frosthörkur víða eystra, — alt að 20 fyrir neðan zero. Grísk-kaþólska kyrkjan í Rúss- landi ætlar að fara að hugsa um sauði sína í Bandaríkjum. Nafnkunn- ur byskup þeirrar kyrkju er kominn vestur og ætlar, til að byrja með, að byggja dómkyrkju mikla í Chicago, er kosti ekki minna en milj. Maður einn á áheyrendapöllun- um í þinghúsi Frakka, skaut tveim- ur skammbyssuskotum út í loftið, í gær. Dyrunum var lokað og hann tekinn fastur. Á fyrstu 5 mánuðunum á yfir- standandi fjárhagsári voru tekjur Canadastjórnar $1.344,000 meiri og gjöldin $1.800.000 minni en á sama tímabili I f'yrra. MÁNUDAG 9. DES. Hinn nafnkunni blaðamaður og rithöfundur á Englandi, George Au- gustus Sala, lézt í gær í Lundúnum eftir langa legu, 67 ara gamall. Einn af ráðgjöfum Tyrkjasoldáns, Said Pasha, er flúinn, og heldur nú Sir Pliilip Currie, ráðherra Breta í Constantinopel, verndarhendi sinni yfir honum. Ástæðan til flóttans er sú, að Said Pasha fylgdi umbótum og stjórnarbyltingu fast fram og var því í lffsháska. Vonzkuveður á Bretlandseyjum um undanfarinn tima. Af því hefir leitt skipaskaða allmikinn. Eldsumbrot mikil eru sögð f fjallinu St. Augustine í New Mexico í suðvestur Bandaríkjum. Fyrsta gosið á að hafa átt sér stað 3. þ. m. ÞRIÐJUDAG, 10. DES. Þjóðverjar eru Bandarfkjastjórn reiðir og hefir utanríkisstjóri þeirra látið það ótæpt í ljósi á þinginu. Þóttust þeir verða varir við hótanir í ræðu Clevelands, af þvf Þjóðverjar bönnuðu innflutning nautgripa frá Bandaríkjum m. m. Utanrfkisstjóri Þjóðverjasegir hótanir þýðingar- lausar. Meðal frumvarpa til laga, sem fram voru borin í efri deild þjóð- VEITT HÆ8TU VKRÐtiAUN A HBII188ÝNINQUNN DEt BAKING WDB IÐ BEZT TILBÚNA Óblðnduð Tfnberja Cre*m of Tartar Powder. Ekkert Alún, ammonm eð» Onnur ðhoil efni. 40 in reynsla. MIÐIKUDAG, 11, DE8. Kvennmorðinginn Hemy Hay- ward, sem fyrir rúmu ári síðan myrti Catharine Ging, var hengdur í Minneapolis aðfaranótt hins 11. Des. I gær loksins leyfði Tyrkjasol- dán að herskip þau, er stórveldin vildu fá inn á höfnina í Konstantinó- pel, fengju fararleyfi um Ilellusund. Um þetta hefir verið jagast á hverj- um degi síðan 19. Nóv. Havai-stjórn hefir gefið flestum sínum pólitisku fóngum. sem tóku þátt í uppreistinni í fyrra, upp allar sakir og gefið þeim frelsi. Aföllum hópnum, sem tekinn var fyrir upp- reistartilraunir, eru nú ekki eftir nema 8 menn í fangelsi. Fannburður og ofsaveður á Þýzkalandi olla stórmiklu eignatjóni. Blfiðin á Englandi og Frakk- landi segja að Suður-Ameríku lýð- veldin litlu séu að leiða Bandaríkja- stjórn í ógöngur, sem erfitt verði fyr- ir hana að losa sig úr, í sambandi við Venezuela-þrætuna. í Boston er talað um að safna samskotafé handa Armeníu-mönnum í Ameríku. Er talað um að mynda félag er standi fyrir því og skuli það vinna í einingu með samskonar félagi, sem nú er að starfa á Eng- landi. FIMTUDAG, 12. DES. Stjórnarformaður Nýfundnalands- manna, Sir Wm. Whiteway, hélt af stað til Canada í gær. Sagt hann ætli að tala um inngöngu eyjarinnar í fylkjasambandið. Fyrir skfimmu flutti ráðherra Bandarikjanna á Englandi, Thos. F. Bavard, ræðu í veizlu í Edinborg og talaði hann einkum um hagfræði. Repúblíkar í Bandaríkjum kæra hann nú fyrir að hafa flutt pólitiska ræðu, og vilja hafa hann burtu og liggur nú þess efnis ályktun fyrir þinginu. Tvö gufuskip rákust saman í gær á Liverpool-höfn og skemdust að mun. Farþegjar allir og skipverjar komust af. Sagt er að N. Clark Wallace, comptroller of customs, í ráðaneyti Canadastjórnar, hafi sagt af sér, af því hann telji víst orðið að dominíon stjórnin láti þingið samþykkja um- bótalög fyrir kaþólíka í Manitoba. Þýzka gufuskipafélagið: Ham burg Amerícan Packet Co., ætlar f vetur að kotna upp nýrri gufuskipa- línu milli New York og Rio Janeiro f Brazilfu. Atcheson, Topeka & Santa Fe’ jámbrautin f Bandaríkjum, 10,000 mllur alls, með öllu tilheyrandi, var í g*er seld við uppboð fyrir $60 milj. Allan G. Thurman, hinn nafnfrægi demokrata leiðtogi, er látinn, 82 ára gam&ll. Smjörgerðar-skóliiin. Nú hefir fylkisstjórnin gefið útj auglýsingu, er sýnir alt fyrirkomulag- ið. Skólinn byrjar 6. Janúar ogheld-! ur áfram hvern virkan dag til 27. Janúar. Byrjar aftur.3. Febrúar og heldur áfram til 24. Febrúar. Á þessum tíma verður smjörgerð kend einn daginn, en ostagerð hinn, og á þessum skóla er ætlast til að verði þeir einir, sem ætla sér að vinna að smjör og ostagerð í þess konar verk- smiðjum. Kennsla í smjör og ostagerð og meðferð mjólkur o. s. frv.. til nota á heimilinu, byrjar 2. Marz og helzt til 30. Marz. Á þessu tímabili er ætl- 'ast til að bændadætur og synir, sem ekki gera ráð fyrir að vinna á smjör og ostagerðarhúsum, en búazt við að stunda búið, — á þessum tíma, í Marzmán., er ætlast til að bændalýð- urinn sæki skólann. Eins og gefur að skilja verður tiisögn öll og kcnslu- aðferð meira og minna frábrugðin þegar verið er að sýna aðferðina á heimilinu, og þess vegna þýðingar- lítið fyrir þá sem búast við að halda kyrru fyrir á bújörðinni, að ganga á skólann f Janúar og Febrúar. Þessi tími er svo stuttur, einn einasti mánuður, að allur þorri ís- ienzkra bænda getur hagnýtt hann. Setjum svo að 3 eða 4 þeirra .samein- uðu sig og sendu skýran pilt eða stúlku. Þá yrði kostnaðurinn ekki tilfinnanlegur fyrir hvern einn. Kostnaðurinn verður þá: eins mán- aðar fæði í bænum, flutningsgjald (með járnbraut eða öðruvísi) til bæj- arins og frá honum, og verð einkenn- isbúningsins hvíta, sem allir nemend- ur verða að vera í á skólatímanum á hverjum degi og sem fæst iijá for- stöðumanni skólails, hr. C. C. Mac- donald, fyrir mjög lágt verð og fyr- irhafnarlaust. Allur þessi kostnaður er svo lítill, að væri honum jafnað niður á milli 3 eða 4 bænda, setn vildu vinna í saralögum, fyndu þeir alls ekki til hans. En sé nemandinn sem þeir senda skýr og láti sér um- hugað að neina, getur hann á þessu tímabili numið svo mikið, að tiikostn- aðurinn borgi sig á einu sumri, þann- ig, að þeim mun meira verð fáist fyr- ir smjörið, sem þá verður búíð til samkvæmt fyrirsögn nemandans. I Aprílmánuði öllum verður Jit- ið yfir alt sem gert hefir verið á 3ja mánaða tímanum. Er það gert í þeim tilgangi. að nemendunum verði alt sem þeim heflr verið kent í fersku minni þegar vorannir og smjörgerð byrjar á bújörðinni. I því yfirliti er öllum nemendum boðið að taka þátt, kvert iteldur þeir hafa stundað nám- ið í Janúar, Febrúar eða Marz. Það er enginn efl, að það er gagnlegt að nemendurnir taki þátt í þessu starfi í Apríl. Kostnaðurinn eykst þá að vísu sem nemur eins mánaðar fæði en sá kostnaður er sjálfsagt meir en tilvinnandi. Eins og vér mintumst á fyrri, þessu skólanámi viðkomandi, gætu ísl. bændur eflaust komist létt út af að borga fæðiskostnað nemendanna. Fyrst og fremst eiga margir vini eða ættingja í bænum, er mundu fúslega ljá lið sitt, og í öðru lagi gætu þeir samið við húsráðendur nú þegar, um að taka að sér nemanda í Marz eða I Marz og Apríl, og borgað fæðið fyr- irfram, eða nokkurn hluta þess, í PYNY-PECTORAL Positively Cures COUGHS and COLDS ln a surprisingly short time. It's a scl- entifie certainty, tried and true, soothing and healing in its effects. W. C. McComber 8c Son, Bouchette, Que., npori tn s letUr that Pyny-Peetorsl eured Mrs. C. Gsrceau of chrenle cold In cheet snd Þronchisl tuhoe. and also rured W. G. McCombor of a long-etanding cold. Mr. J. H. Huttt, Chemist, 528 Yonge St., Toronto, wrltes: “ As a goueral cou«h and lun* syrup Pynr- Poctoral Is a inost iiiTaluablo pr«i>aratlon. It has glTon tho utrao«t satlsfacuon So all who havii iriod it. nianr haring spofeen to rae of the beoofita derÍTod from 1U uae in thoir fauiliea. It ia aulUhle for old or yonnc. being ploaaant to tho taate. IU aale with ra« haa bœn wundovftU. and I can alvaya reeorataand it aa a aafo and rélUblo ooogh maálcino. * br,c BolO*. fef C1». DAVIS & LAWRKNCE CO., Ltd. Sole Proprietore Momtrku. kjöti, smjöri o. s. frv. Að minsta kosti er það reynandi, og því von- ai\di að Islendingar sleppi ekki þessu tækifæri án þess að gera tilraun að hagnýta það. Formaður skólans verður C. C. Míiedonald, Dairy Superintendent fvlkisstjórnarinnar. Fyrirlesarar verða þeir herrar, fylkisþingmenn- irnir: John Hettle í Boissevain og J. G. Rutherford í Portage La Prairie og S. J. Thompson, dýralækna-um- sj-inarmaður fylkisstjórnarinnar og Richard Waugh í Winnipeg. ÚR ARGYLE-BYGÐ. Mánndaginn 25. f. m. fór séra Haf- steinn Pétursson vestur í Argyle til þess að vera við jarðarför Bjarna Jósefsson- ar, er andaðist þar 21. f. m. Bjarni sál. var myndarmaður og vellátinn. Hann átti fyrir konu Lilju I. Chr stopherson, systur Sigurðar Christophersonar á Grund og þeirra systkina. ( Þau höfðu gipzt 5. Agúst síðastl. suraar. Jarðar- förin fór fram þriðjdkv. 26. f. m. Séra Hafsteinn dvaldi viku tíma í Argyle. Hann prédikaði í kyrkju safn- aðanna sunnudaginn 1. þ. m. Þá voru liðin 6 ár síöan hann pródikaði þar í fyrsta sinn (1. Des. 1889). f þessari ferð skírði hann 8 börn og gaf saman tvenn hjón. Þau eru: Mr. Sigurður Guð- brandsson og Mjss Guðný Þorbjörg Guðjónsdóttir; Mr. Andrés Helgason og Miss Elín Jósafatsdóttir. Giftingar þessar fóru fram 2. þ. m. Kvennfélag Argylgbygðar er í tveimur deildum eða skift í tvö félög, er vinna saman i mestu einiugu. Kvenn- félög þessi héldu nýlega tvær arðber- andi samkomur, aðra í austurhluta en hina í vesturhluta nýlendunnar. Báðar þær samkomur fóru í alla staði vel fram Séra Hafsteinn var ó annari þeirra og hélt þar tölu. —Kvennfélag Argyle- bygðar hefir unnið mikið og margt í þarfir Argylesafnaða. Ilið seinasta, sem það hefir gert fyrir kyrkjuna, var að láta mála (varnissa) hana að innan. Til þess kostaði kvennfélagið $15. Mr. Bæring Hallgrírnsson hefir s-uiðað ljómandi fallegan ræðustól og gehð íslenzku kyrkjunni i Argyle. Séra Hafsteinn heinrsótti allmarga af sínum göinlu viuum í Argyle, en þó voru þeir auðvitað miklu fleiri, er hann vegna tímaleysis eigi gat komið til. Allstaðar var honum tekið ágætlega, eins og vant er. Hann er Argylemönn- urn einkar þakklátur fyrir hina marg- reyndu trygð þeirra og ást til hans. Eins og kunnugt er, þá hafa Argyle- menn haft Agæta uppskeru í ár, enda er hagur þcirra með langblómlegasta móti. Þótt hveitiverð sé nú lágt, (38—39 cts.), þá fá þó margir þeirra mikið fé fyrir hveiti sitt, og geta þannig að meira eða minna leyti losað sig úr skuldum. Fram- tíðarhorfur manna þar eru því yfir höf- uð mjög góðar. Mr. Friðjón Friðriksson hefir reist sér ágætlega vandað og mjög fallegt ibúðarhús í Glenboro. Undir því er steinkjallari með hitunarofni í (Furnace) Björn Sigvaldason bóndi í Argyle hefir og komið sér upp í sumar vönduðu íbúð- arhúsi með steinkjallara undir. A seinasta kyrkjuþingi var vígður nýr prestur til Argyle-safnaða, séra Þovkell Sigurðsson. Hann var orðinn veikur þegar hann tók vígsluna, 1 g hef- ir verið sjúkur ávalt siðan. Dr. M. Halldórsson i Park River tók hann þá til lækninga og hefir séra Þorkell verið undir læknishendi hans síðan. Með því að séra Þorkell er svo langt frá söfnuð- um sínum, þá eiga þeir erfitt med að fá greinilegar og áreiðanlegar fréttir af sjúkdómi hans. Það væri óskandi og vonandi, að séra Þorkell kæmist sera fyrst til heilsu og gæti tekið til starfa hjá söfnuðum sínum r Argyle. Söfnuð- irnir þrá heitt og innilega að fá prestinn til sín. Það er útlit fyrir.að póstmeistarinn á Baldur standi eigi vel í stöðu sinni. Að minsta kosti reyndist séra Hafsteini það svo. Hann ætlaði að senda 3 ''Post Cards til Winnipeg fimtudaginn 28. f. m. Þessi "Post Cards” voru lögð inn á pósthúsið á Baldur í tækan tima. Þar lágu þau yfir tvær póstferðir til Winni- peg. Og að síðustu sendi póstmeistar- inn þau, ekki til Winnipeg eftir utaná- skriftum læirra, heldur sendi hann þau öll til Grund P. O. Slík axarsköft ætti póstmeistaranum á Baldur eigi að liðast óátalin. Halló, íslendingar! Hór með læt ég mína góðu og gömlu viðskiftavini vita.að ég hefi opnað mína rakarabúð aftur, með öllum útbúnaði betri en áður. Prfs sami og áður, núm- erið 617 Aðalstrgeti, að austanverðu, milli Alexander og Logan Ave. Á. Thordarson. Tiltru almenninp sýnir sig í vorri stór-miklu verzlun á dejri hvorum. WALSH ER ADHÆTTAVID VERZLUN! Eng'ir þvílíkir prísar áður þektir í Winnipeg. Peningasparnaður almennings ómetanlegur. Aftur og aftur kemur folkid. Allir hlutir í búðinni seldir með stór-niðursettu verði. Stór afsláttar á yfir- kápum, rlfatnaði buxum, skyrtum allskonar, ullaruærfötum, vetl- ingum og hönzkum, húfum, hálstaui, manshettu.skyrt- um, krögum, axlaböndutn, o. s. frv. o. s. frv. Alt í búðinni fyrir hálfvirði. Alt fer fyrir 40, 50, og 60 cts. dollarsvirðið. rtr. Joseph Skaptason vinnur í búðinni, og væri honum stór á- nægja í að spara löndum sínum nokkra dollara, er þeir þurfa að fá sér föt eða eitthvað er til klæðnaðar heyrir. Komið inn og spjallið við harm. Búðin til leigu. - - - Hyllur og skápar til sölu. Walsh’s Clothing House ^vSn^tr. Jolagjafir handa börnum er eitt af því sjálfsagða. Það má ekki gleyma þeim og þess er heldur engin þörf því JOHN HALL hefir jólagjafir handa börnum við allra hæfi, í öllum myndum, er kosta frá 5c. upp. Alt fallegir munir, sem gleðja litlu hjörtun. En svo þurfa menn fleira en leikföng barna til að gleðja sig með á jólunum, og PT alt er til hjá Hall sem þar að lýtur. Epli og aldini og Candy allskonar, hnetur, sætabrauð, o. o. frv., alt með lægra verði en í stóru búðunum niðri í bænum. Komið inn, landar ! Sjáið og skoð- ið vörurnar og fregnið um verðið. JOHN HALL, 405 Ross Ave. Ivomið í Bakaríið fyrir jólin. G. P. THORDRRSON tekur af ykkur alt ómak með að baka til jólanna. Hann lætur ykkur fá jóla- köku góða og ljómandi fallega, fyrir ekki öllu meira en þið þurfið að borga fyrir efni i góða köku. Auk þess gefur hann hverjum sem kaupir fyrir $5.00 frá því í dag og til aðfangadagskvölds kl. 11 $1 00 Jólaköku. Þeim sem á þessum tima kaupir fyrir $3.00, gefur hann 50 centa köku; þeim sem kaupir fyrir $1.50, 25c. köku; þeim sem kaupir fyrir $1.00, 1 pd. af góðu mixt Candy, og þeim sem kaupir fyrir 50c. 1 kassa af Candy. Sama er hvort keypt er brauð, brauð-tickets eða Cakes. Komið strax og semjið við G. P. Thordarson Gleðileg Jól! Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & CO. 50« .Tluin Str. horninu & Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, og útbúin eins 0g þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. Til kjósenda! Um atkvæði yðar og fylgi er virðingarfyllst beðið fyrir James Scott sem skólanefndarmann frá 4. kjördeild bæjarins fyrir árin 1896 og 1897, Þegar ég bið um atkvæði yðar ætl- ast ég til að þér eingöngu farið eftir því, hvernig ég hefi komið fram í skóla- nefndinni á síðastl. 2 árum. Yðar. JAHES SCOTT. “Chris.” Sigvaldason hefir nú hafið hraðflutniny milli Selkirk og Islendingafljóts. Eer frá Selkirk á þriðjudaysmorgrui kl. 9, undireins og lestin (vestan Rauð- ár) er komin og kemv.r samdagurs að Giwli. Á 10 kl.st. komast menn þannig fi á Winnipeg að Gimli og — altaf í ofn- hitnðum sleða með mjúkum sætum. Til Selkirk koma menn aftur frá N. ísl. á föstudagskvöid eða laugardagsmorgun, eftir vild, og ná i laugardagslestina. vestan árinnar til Winnipeg. Sama, Idga fargjaldið og fyrrum. Frekari upplýsingar fást hjá hr. J. W, Finney, 535 Ross Ave,, og á skrif- stofu Hkr. Kr. Sigvaldason, WEST SELKIRK. ATH. Tek farþegjana á vagnstöðinni, eða sæki þá hvert i bæinn sem vill. Kr. S. Gullrent úr fyrir $7.50 Viltu fá góð kaup ? Viltu fá hið besta úr sem fæst fyrir þetta verð? Hik- aðu ekki við að segja já. Sendu okkur þessa aug- lýsingu med nafni þínu og utanáskr- ift, og líttu okkur v'ta hvort þú vilt. kvenmanus eða karlmaiitis, open eða hunting Case- úr, og viðskúlum seudu þér hið besta úr sem hægt er að fá fyrir þetta lága verð. — Úrin eru gullrend með 14 k. gulli, og verkið gott Ámerican Nickel verk, sem ver ábyrgj- umstaðendi8t20ár. Úrið gengurréglu- lega <ig vel og lítur út eins og $50 00 úr. Þú skoðar úrið hjá Express Agentinum og ef það er eins og því er lýst og þú á- lítur það kaunandi, þá borgar þú hon- um $7 50 (heildsöluverð), og burðargjald á því.—Ef þér lýzt ekki á það, þá taktu það ekki . Við vrljum selja fljótt og mik- ið með litlum gróða á hverju fyrir sig. Við seljum að eins góð úr. Þegar þú biður um úr, þá strykaðu út það sem þú vilt ekki hafa af því sem á eftir kemur : Send me—llunting—OpenFaee—Gents —Ladies—Watch. — Ef þú vilt fá $3.50 festi með úrintt fyrir 50c. þá láttu þess getið. — Sendið til The llDÍTcrsal Witeh i Jewelery M&nuf. Co. Depot 68—508 Schiller Theatre. (Verðlisti fri.] Chicago, 111.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.