Heimskringla - 20.12.1895, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.12.1895, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 20. DESEMBER 1895. I Winnipeg er ekki nema Ein Islenzk Gull- og Gimsteina Verslun. Það er gull- og silfur-smíða verzlun Q. Thomas, á norðvestur horninu á Main Str. og Portage Avenue. Það er hvorttvegg'ja, að ég heíi leitast við að selja ódýrar en aðrir Jewellers I borginni og vinna ódýrar en aðrir gullsmiðir, enda hefl ég ástæðu til að þakka löndum mfnum fyrir góð og furðumikil viðskifti. íslendingar eru yttr höfuð vöruvandir menn og þeim til sóma skal það sagt, að þeir meta vel og rækilega hvort verð hlutarins er sanngjarnt eða ekki og láta ekki ginnast til að kaupa einn hlut eða annan fyrir hóflaust verð. Þetta cr viðurkenning sem þeir eiga skilið og það er á þessum hæfileikum þeirra, AÐ KUNNA AÐ META VÖRU OG VERÐ, að ég vil byggja von mína um FRAMHALDANDI OG VAXANDI VIÐ- SKIFTI ÞEIRRA. Ég vil ekki, eins og sumir, byggja von mína um viðskittí þeirra 4 því eingöngu, að ég er íslendingur eins og þeir. Jólahátíðiíi og nýjárið er í nánd i Og þá eru allir að reyna að kljúfa þrítugann hamarinn til að gleðja sig og sína og er það fagur siður. Eink- um hugsa menn um ungdóminn, en menn þurfa einnig, og ekki síður, að hugsa um ástvini sfna á fullorðinsár- unum. Hvar er það heimili sem ekki yrði mun skemtilegra, ef þessi hluturinn eða hinn væri fenginn til við- bótar við það sem fyrir er ? Það játa allir að slikt heimili er ekki til. En svo ofbýður mörgum kostnaðurinn við að kaupa hluti, sem geta heitið húsprýði. Það er rétt, og það er ekki rétt — alt eftir kringumstæðum. Með sérstöku tilliti til jóla og nýjárs kaupanna hefi ég nú búið svo um, að ég get boðið löndum mínum HIN MESTU KJÖRKAUP Á GULL- OG SILFUR-SMÍÐUM sem nokkru sinni hafa verið boðin f Winnipeg. * * # # # # # # # # # # # # # Þetta þykir rnáske mikið sagt, en “raunin er ólýgnust,” Reynsla min hefir sýnt að landar kunna að meta vöru og verð, og eí ÞEIR VILJA IvOMA NÚNA óg skoða vörur inínar, efa ég ekki að þeir geti borið um hvort ég segi of mikið. Þeirra er að bjóða, mitt að hlýða. Lítist þeim á að kaupa, þá kaupa þeir, annars ekki, og við erum jafngóðir vinir fyrir því. Eg nenni ekki að telja upp vörutegundimar allar, sem ég hefi á boðstólum og þarf þess heldur ekki. Flestir af löndum mínum vita liverjar þær eru. Ef einhvei'jir eru því ókurinugir þá verður þeim fagnað. ef þeir líta inn, hvort sem þeir kaupa eða ekki. Vér höfum alt sem heimilið má prýða hvað borðbúnað snertir, o. s. frv. Gleðjið konuna yðar með því að færa henni fyrir jólin, þó ekki sé nema IIÁLFT DÚSÍN AF SILFUR TESKEIÐUM. Þær kosta furðulftið þegar PFNINGAR ERU í AÐRA HÖND. HEFIR ÞÚ IALLEGA SLAG-KLUKKU í HÚSINU ? Ef ekki, því ekki ? Þær eru ódýrar núna. Komið og skoðið þær. Ef að vanda lætur vilja margir fá EITTIIVAÐ SÉRSTAKT SMÍÐAÐ fyrir jólin. Sé svo er ÁRÍÐANDI AÐ KOMA TAFARLAUST, því ég hefi þegar fengið margar pantanir frá hérlendum viðskifta- mönnum. ÞEIR, SEM IYRST KOMA, SITJA VITANLEGA FYRIR. Gleymið ekki því, að pantanir verða ekki afgreiddar undireins. Mér og viðskiftamönnunum til mestu armæðu hefi ég stundum fengið pantanir sem þurft hefir að afgreiða saindægui-s. í þetta skifti verður það ómögulegt vegna anna. Til 11. Janúar næstk. verður búðin opin framundir miðnætti á hverju kvöldi. Q. Thomas, NORDVESTUR HORN MAIN STREET & PORTACE AVE. Manufacturing: Jeweller. Nu er mikid selt i nyju budinni hans DEEQANS, 556 MAIN STREET. ############## Yfirhafnir af öllu tagi og með allskonar verði. Karlmanna og drengjafatnaðir, og stórkostlegt upplag af skyrtum, krögum, hálsbindum, húfum o. fl. með niðursettu verði. Alt verður að seljast þegar ! Hjer er synishorn af verdlistanum: Þykkir kanadiskir ullarsokkar, parið 12 1/2 cent. Þykk ullarnærföt $1.00 og $1.25. Þykk, röndótt ullarnærföt, mjög vönduð, $1.50. Þykk Skozk ullarföt, ágætasta efni, $1.75 og $2.50. Tvö hundruð drengjabuxur á 50c. hverjar. 150 drengja-alfatnaðir $4 og $4.60 virði á $2.50. Vandaðar karlmanns Freize yfirhafnir, $4.50 og $5.00. Yfirhafnir úr svörtu Nap $5.00 Frieze-yfirhafniv, með vetrarkraga $5.00. Frieze-yfirhafnir, sérlega vandaðar, $6.50, $7.50 og $8.50. Mikið af silkivasaklútum, ■silkihálsklútum og silki-uppihöldum. Fallegir hanzkar og liálsbindi. — Hentug fyrii’ jólagjafir. DEEGAN. Merki: Stor skinn-vetlingnr. 556 Main Street, Winnipeg. ÖO tylftir af halsbindum a 25 cent hvert.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.