Heimskringla - 20.12.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.12.1895, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 20. DESEMBER 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Pnbl. Co. •• •• Verð blaðsins i Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAOBR. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P O. Box 305. “ K vennfrelsism aðurinn ” sem “hafði orðið” í síðasta blaði, í til- efni af fáeinum orðum, er vér sögðum á- hrærandi klúður-söguna “Verkfall kvenna,” hugsar að hann sé stórhöggur ekki síður en stórorður. En það fer fyr- ir honum eins og Eldjárni i Heljar- slóðarorustu, að hann heggur sí og æ í loftið, svo að hamfarirnar verða fyrst og fremst til að þreyta sjálfan hann. Fyrst byrjar hann með hrókaræðu um það livers ritdómari eigi að gæta. Vitaskuld er nú ekkert nýtt í þeirri ræðu en svo getur hún veriöjafngóðfyrir þvi. En finst honum nú virkilega, að dómur- inn hefði geðjast meðhaldsmönnum þessa ritverks betur, ef vér hefðum lagt oss til og framsett aUa gallana, sem finna má og það áu þess vandlega sé leit- að ? Vitaskuld hefði þá verið minnst hinna góðu kafla í bókinni, því vitan- lega eru þeir til; það væri makalaust alveg, ef okkert væri nýtilegt í einni bók. En þeir góðu og gagnlegu kaflar hafa enganvegin yfirhöndina. Gallarnir all- ir, bæði á efni og búningi, að frádregn- um þeim göllum, sem prentarinn getur ráðið við, eru í þessari bók talsvert þyngri á metaskélunum hjá öllum, sem líta með óhlutdrægni á innihald hennar. Vér skulum játa, að það var yfirsjón vor, að hafa minst á þessa bók með einu einasta orði. Því þegar á alt er litið, þá er hún tæplega þess virði. . En úr því nú að vér létum álit vort á henni í ljósi, þá gátum vér ekki gert það með vægari orðum, en vér viðhöfðum, < g þá því að eins, að vér hefðum orðin sem fæst. Hefðum vér farið að sýna fram á þó ekki væri nema eitthvaðaf öfgunum, og á það, að hvaða frámunalegum rolum karlmenn allir eru gerðir, þá mundi “Kvennfrelsismanninum” hafa enn ver líkað. Af ósköpunum sem á honum eru mætti halda hann einnaf þeim mönnum, sem hugsa að þeir vílji alt mögulegt reform, en sem kunna ekki betur að ganga til verks með að framkvæma það en svo, að sjái þeir eða heyri eitthvað stór-nýstárlegt, hlaupa þeir til og hrópa: “Andskoti er að tarna gott!” Og svo hlaupa þeir til og berja þaðáfram, hugs- unarlaust, en með aðdáanlegri, þó ó- hyggilegri atorku. þangað til þeir, nauð- ugir viljugir, reka sig á ókleifan hamar. Þessir inenn hugsa aldrei út í það, hvaða áhrif þessi tröllabarsmíð hefir á verks- heildina. sem fyrirliggur að framkvæma, ef “reformationin,” sem þeir látast berj- ast fyrir, á að verða meira en nafnið tómt. Enginn maður, sem ætlar að sundra húsi, en halda sem mestu af viðn- um óskemdum, byrjar á þvi að taka burtu grunnrnúrinn. Enginn maðuri sem ætlar að byggja hús, byrjar á því að reisa þakið. ‘Einmitt þessi aðferð er viðhöfð í þessari makalausu bók. Að bjóða hana íslendingum. körlum og konum.nú, á meðan fæstir þeirra þekkja stafrofið í kvennfrelsismálinu, er ámóta viturlegt og það, að kenna bömum Al- gebra og latnesk og grísk fræði, áður en þeim er kent stafrofið, eða einfaldasta orðmyndun móðurmálsins. Það er ekki sýnt að “Kvennfrelsismaðurinn” vildi viðhafa þvílíka kennsluaðferð, þar sem hans börn ættu í hlut. en þó heldur hann því fram, að þessi kennsluaðferð í bók- inni sé holl íslenzkum konum og kðrlum sem litla eða enga hugmynd hafa um kvennfrelsismálið, aðra en þá, að það sé arsmíð um það hvort konur eigi að fá að greiða atkvæði við kosningar eða ekki. Eu sú þekking á málinu er sama sem engin þeLking. Það sem bókin á að sýna er það, hve réttlátt sé að konan hafi alger ráð yfir sjálfri sér, líkamanum ekki síður en sálinni. Og hver neitar því, að það sé réttkrafa? En hvað þýðir fullkomið kvennfrelsi og kvennréttur, ef hann hefir ekki þann rétt i för með sér, að sjálfsögðu ? En þeir eiga sammerkt í þvi, höfundurinn og þýðarinn, að það hafa þeir ekki skilið, að fullkominn rétt- ur sé fullkominn réttur. Þeim kefir bara virst að réttur kvenna til að tak- marka barneign væri “andsk. góður” punktur til að gera öfga-ritgerð af, án tillits til þess hvert hún var þarfleg, og hvert allir sem lesa bókina eru á því mentastigi, að þeir kunni að meta um- talsefnið eins og ætlast er til. Höfundurinn, þýðandinn og “Kvenn- frelsismaðurinn” eiga líka sammerkt i því, að þeir sjá ekki öfgarnar, og má þó að virðist finna minna grand í mat sín- um. Er nokkur snefill af sanngirni í þvi, að kenna karlmönnum einum um að til eru vændiskouur og konur, sem alls konar glæpi hafa drýgt ? Fyr má nú vera blindnin og ákafinn en svo sé. Eða er nokkur sanngirni í þvi, að gera alla karlmenn undantekningarlaust, að þeim ræflum. sem gert er í sögunni? Er það líklegt, er það sennilegt, að smekk- menn, sem annars eiga að vera, hafi farið að bisa við að koma stónni sinni úr eldhúsinu inn í “skrautstofuna, að þeir hafi raðað húsgögnum öllum, svo sem kaffikönnum, steikarapönnum o. s. frv. í framstofugluggana, og að söguhetjan sjálf, mentamaður og enginn jarðvöðull að því er séð verður,hafi ekki haft meira vit eða meiri smekk, eu að láta “pjátur- baukana tóma,” að máltið lokinni, upp i bókaskápinn ! Samskonar lokleysur og þetta “vaða uppi” alt í gegnum þessa bók, sem “Kvennfrelsismaðurinn” dáist svo mikið að. Vér öfundum hann ekki af hans literary smekk. Honum kann að þykja, að þær komi málinu ekki við, þessar öfgar, en þær gera það samt greinilaga. Það sjá allir þær öfgar og þá fer þá að gruna, að margt annað í bókinni sé á líku stig, og hún fellur í verði. Það er líka sannast, að öfgarnar og ósköpin eru ekki minni, að því er snertir aðalinnihald bókarinnar þ. e. kvennamálið. Kaflinn um konu Tímóteusar þykir “Kvennfrelsismanninum” snildarlegt á- gæti. Þó það væri nú ! Því miður skýrir hann ekki frá ástæðunum til þess að Timmi var svo vondur drengur, því það, að hann var 10. barnið, gerir engin skil fyrir því. Voru það forlög drengs- ins að verða vondur, af því hann var 10. barnið ? Eða ólu foreldrar hans hann svona laglega upp ? Voru þau svo rétt- lát, að láta koma niður á honum saklaus- um hefndina fyrír það, að hann var ekki kærkominn gestur hjá þeim ? Oss er bókstaflega ómögulegt að sjá hvar ágæti þessa kafla “kemur inn,” eins og ensk- urinn segir. Kaflinn um ræðu Holworthy’s og lýsingin á hugsunum konu hans, er ekki afleitur, en ekki er Gestur heitinn Páls- son heiðraður með því, að jafna þeim kafla á móti ritverkum hans. Vitaskuld er klerkurinn orþódox, en sérlega áfellis- verður er hann ekki þó að hann taki sér fyrir texta setninguna : “Kærleikurinn gerir náunganum ekki mein.” Lýsing- in á prestskonunni og æfi hennar er auð- vitað ‘brennipunkturinn,’ en svo brenn- ir hann ekki neitt tilfinnanlega, þegar athugað er, að hún í huga sínura kvart- ar ekki um að hann hafi verið sér neitt sérlega vondur maður, en leggur meiri áherzlu á það, aö heiðingjarnir séu frjáls- ari og farsælli en hún, og þá ekki sízt þegar athugað er, að hún játar. að hún af frjálsum vilja hafi gifst honum vegna upphefðarinnar ! Vér sjáum ekki, að hverju leyti sekt prestsins er svo gífur- leg, að undanteknu því, að hann var faðir 9 barna konu sinnar. En þá er naumast rétt að elta hann einan fýrir það. Þeir eru svo margir sem sekir eru í því að vera feður ! Að halda því fram, að af því Jón Ólafsson hafi ritað eitthvað áhrærandi sumt af þeim málum, sem höfundur þessarar bókar er að bögglast við, og af því að fátt þyki “markleysa sem Jón hefir ritað,” þá geti þessi bók ekki verið illa samin, — að halda þessu fram er ámóta viturlegt og að halda þvi fram, að af því Bjarni Thorarensen hafi ort góð og fögur kvæði, þá hljóti það alt að vera góð kvæði, sem liggja eftir Símon Dalaskáld, eða hans jafna. “Þegar ritdómarinn fer að dylgja yfir því, að bókin sé ekki sérlega holl andans fæða, þá finnst mér hann fara að koraa með garala bibliu móralinn úr Móeses-bókunum.” Svo segir “Kvenn- frelsismaður” þessi. Hér er annað- tveggja að þessi kv.fr.m. hefir ekki at- hugað öll orð vor, eða hann vísvitandi sleppir aðal-kjarnyrði setningarinnar, því, að bókin gceti ekki heitið skaóleg, þó hún hinsvegar væri ekki sérlega holl andans fæða. Óhollnustan getur verið tvennskonar. Bókin getur verið sið- ferðislega óholl og hún getur verið óholl að því leyti, að sá sem byrjar að nema það sem hann ætti að enda á, hann verð- ur latari að sækja niður fyrir sig, að nema það sem nær lág, en fyrir heimskulega fljótfærni var hlaupið yfir. Það var sérstaklega sú óhollnustan sem vér höfðum fyrir augum, en kv.fr.m. augsælega skilur þá setningu á hinn veginn og má það þá vera svo. Hann viðurkennir sjálfur að bókin sé “á undan tímanum." Er það ekki ein- mitt sönnun fyrir því, að hversu góð meiningin sem er, sé hún þó undirorpin misskilningi, það enda skaðlegum, hræðilegum misskilningi ? Má ekki misskilja og það hraparlega þau orð, sem lögð eru í munn prestkonunnar, að heiðingjunum líði betur en henni, að þeir séu að visu fáfróðari, en “þó bæði frjálsari og farsælli, en hún, sem hafði verið neydd til þess, að eiga börn með þessum mikla manni”.........Er ekki þessi setning ágætasti texti fyrir þá, sem halda fram algerðu “lioense,” m. m. slíku? Oss dettur ekki í hug að ætla, að höfundurinn vilji að orð sín séu þann’g skilin, en vér segjum að þannig megi skilja þau. Á einhvern likan hátt máskilja meginhluta alls þess, er höf. segir áhrærandi kröfur kvennfólksins í bókinni. Að til eru meðmæli “heilla hópa af “merkum ínönnum,” sannar lítið. Það voru mariíir “merkir”, menn meðal tveggja þúsundanna, sem í haust er leið smá-steyktu lífið úr vesölum negra yfir seinvirkum eldi, suður í Texas, og sem á eftir mæltu því bót og reyndu að rétt- læta það ódæðisverk og þeir höfðu fylgi margra blaða, sem þó vilja heita heiðar- leg blöð. I»að eru kallaðir “merkir” menn líka og sem einnig liafa fjölda af blöðum til að fylgja. sér, sem nú nýlega hafa, útvegað New York-búum konu eina “nafntogaða” frá Parísarborg, til að syngja og syngia illa, þá söngva, sem ekki mundu leyfðir á prenti í enskri þýðingu jafnvel í siðferðissnauðustu ríkjum Bandaríkja. Þetta er ekki vor dómur um þessa “nafntoguðu” frönsku kvennjiersónu, heldur dómur ærlegra blaða í Bandarikjunum. Það er enginn hlutur auðveldari í Ameríku en að fá meðmæli “merkra” manna. Hinn heiðraði kv.fr.m. leggur oss orð í munn, sem vér aldrei höfum talað. Hann segir að vér mælum með að þýtt sé úr Scott og Bulwer, en finnur það jafnframt að þeim, að þeir hafi ekki neift ritað í þessa stefnu! Vór sögðum einmitt, að gefið væri að þýða betri sög- ur en þessa um “Verkfall kvenna,” og að undanteknum þeim Scott og Bulwer væri ekkert þyngra að þýða þær, en söguruslið, sem þessi, er hér er um að ræða tilheyrir. Og satt að segja kom oss þá ekki til hugar og kemur ekki enn til hugar. að það sé allsendis það “eina nauðsynlega” fyrir íslendinga, að sjá og lesa sögur, sem hafa sömu stefnu og þessi um verkfallið. Oss virðist þvert á móti að þeim sé margt annað miklu nauðsynlegra í bráð. Fuminu öllu um “Ólaf ofvita,” um “kálfinn,” m. m. slíku, sleppum vér að svara. Vér gætum máske svarað í sömu mynd, en þykir ekkert unnið með því, enda ekki málefninu viðkomandi. En vér endurtökum það að lyktum, að hvert sem sagan er “draumur” eða dá- lciðsluringl, eða blátt áfram höfuðsótt- arringl þá er hún ófimlega samsett að öllu leyti, eftir þýðingunni að dæma, svo illa samin, að enginn vandvirkur, metorðagjarn maður mundi vilja ljá henni nafn sitt. Og hvað sem “kvenn- frelsismaðurinn” segir, þá lýsir það litl- um literary smekk þýðandans að velja hana öðrum sögum fremur. Og hafi hann leiðst til að þýða hann vegna efn- isins, þrátt fyrir að hann viðurkendi búning hennar efninu ósamboðinn, þá getum vér heldur ekki hrósað praktiskri þekkingu hans þar. Þvi annað eins öfga-hnoð og "Verkfall kvenna” er, spillir meir en það bætir fyrir kvenn- réttarmálinu. Það er hóf og kænska fremur en öfgar og sörlaskapur, sem út- heimtist til að þoka því máli áfram. Nýtt stjórnarstarf. Eins og frá heflr verið skýrt, í Hkr. hefir nú stjórn Breta látið að bænum bændalýðsins á Englandi, og bannað innflutniug nauta og sauða frá allri Ameríku, nema til slátrunar tafarlaust álendingarstaðnum. Þetta bann er sem næst rothögg fyrir kvikfénaðarverzlun Canadamanna og liggur því fyrir að finna upp ráð til að halda jafnvæginu eftir sem áður. í tilefni af þessu er það nú uppástunga foistöðumanns fyrir- myndarbúanna, sem dominionstjórnin kostar, að stjórnin takist í fang að kaupa gripina.eða ábyrgjast verð þeirra, að hún láti slátra þeim í Montreal og sendi svo kjötið frosið austur yfir hafið. Þetta hefir nú stjórnin á prjónunum sem stendur og ekki ólíklegt að hún geri þessa tilraun. Það er tvent sem virðist mæla með að hún taki vel i þessa uppá- stungu Robertsons. Fyrst það, að henni gekk svo vel í fyrra, er hún á- byrgðist bændum eystra ákveðið verð fyrir nýtt smjör (vetrarsmjörið), ef þeir vildu halda áfram að búa það til vetur- inn út. Það kostaði hana ekki nema ör- smáa upphæð. sem hún léði um nokkra mánuði, en bændur allir sem hagnýttu boðið, fengu frá 4 til 7 cents meira fyrir pundið, heldur en þeim bauðst á heima- markaðnum, f öðru lagi hefir hún á- stæðu til að hætta nokkru til að koma þessari kjötverzlun á stað, þar sem hún hefir dæmi Ástralíumanna fyrir augum. Langt eins og þeir eru frá Liverpool og London, senda þeir ómæld ósköp af nauta og sauðakjöti til Englands á ári hverju. Að sú verzlun eykst en rýrnar ekki sýnir, aðhún er ábatasöm. Þeim mun hægra ætti þá að vera að senda nýtt kjöt frosið héðan, svo tiltölulega stutta leið. Það sem mestum kostnaði veldur í því efni.er útbúnaður skipanna Þau þui fa að geyma svo og svo stór frystihólf og frystihús til að taka á móti kjötinu þurfa einnig að vera til á lend- ingarstaðnum á Englandi, og sá hnút- urinn er nú liklega auðleystur. En það, sem sagt eru skipin. Eigendur þeirra vilja að líkum ekki hætta fé i jafn kostbærar breytingar eins og þe.ssi fyriihngaða verzlun krefst, nema þeir eigi vist annaðtveggja að þeim verði bættur skaðinn, ef fjTÍrtækið heppnast ekki, eða. ef það heppnast, að þá eigi þeir vísan fullan kjötfarm í hverri ferð skipsins. Það eru sumir, margir merkir menn enda, sem eru andvígir öllum slikum afskiftum stjórnar; þykir hún helzt ekki eiga með að reka þannig verzlun, eða bætta fé alrnennings í óviss fyrirtæki. En undir þessum kringumstæðum, sér- staklega, ef fyrirtækið heppnaðist, muridu fáir finna að afskiftum þessum, Eins og stendur sýnist heldur ekki um annað að gera. Á meðan andróður gegn gripuin héðan er eins mikill og nú er á Englandi, er nauðsynlegt að stjórn- in ábyrgist það kjöt, sem flutt væri austur, en það getur hún ekki eins þægilega, að minsta kosti ekki eins kostnaðarlítið, ef einn verzlunarmaður hér og annar á hinum staðnum, slátraði gripuin og sendi í frystivögnum til hafnstaðarins. Skipaeigendurnir yrðu líka latari til að leggja mikið í frysti- hólfakostnað á skipum sínum, ef verzl- unarinenn útaf fyrir sig vildu gera til- raunina. Þegar á alt er litið sýnist því réttlátt að stjórnin geri tilraunina. Heppnist fyrirtækið vel getur hún hætt þegar vill, og gerir það líka sjálfsagt. Það má virðast að þetta fyrirtæki sé rnáskee gagnlegt austur-fylkjabúum, en að það komi Manitoba-mönnum að engu liði. En það er ekki rétt. í sum- ar er leið voru sendir um 50,000 naut- gripir til Englands frá Manitoba og vestur-héruðunuin, þaraf áætlaður nærri belmingurinu, eða 22,000—25,000, úr Manitoba-fylki einu. Það gefur að skilja að gripirnir eru ekki vel útlítandi eftir alla ferðina héðan til Englands. nærri 4,500 mílur, og er þessvegna eyði- legging þessarar árlega vaxandi verzl- unar vís, þegar boðið er útgengið að gripunum skuli slátrað undireins og þeir eru komnir af skipsfjöl. Manitoba bændur, ekki siður en þeir eystra, hafa því ástæðu að vera þakklátir ef tæki- færi fæst að selja gi ipina eða kjötið af þeim gegn saina verði og áður, þrátt fyrir þetta innflutningabann. I Ia«;<skýrsla fylkisstjðrnarinnar, hin síðasta í ár, er nú út komin, dags. 10. Desember, og hefíi margan fróðleik að geyma. Korn- uppskeran er áætluð þannig: HardvarA! Lesið fylgjandi upptalningu og notið svo tækifærið til að spara peninga yðar: Ullarkambar, vonjuleg stærð, á 85 cts. Ullarkambar stórir á... .45 cts. Bezta exin í búðinni á.85 cts. Góð exi á.75 cts. Blikkfötur 40 centa virði, & ... .80 cts. Hamrar 35 centa virði, á 25 cts. 25 centa olíukönnur á.20 cts. 5 gal. olíukönnur með Hitunar-stór á.$4, $5 og $6.00. pumpu, á. $1.65. Og allar aðrar varningstegundir að sama skapi. Komið og lítið á varninginn. Yður verða sýndar vörurnar með ánægju, hvert sem þér kaupið eða ekki. C. Indriðason vinnur í búðinni og fýsir að spjalla við “landa” þegar þeir eru á ferðinni. John E. Truemner, Main Str., næstu dyr við Town. Hall. Cavalier, North Dakota. Hveiti meðal Bush. ekratal uppskera 31,775,038 1,140,266 27.83 Hafrar 22.555,783 482,658 46.73 Bygg 5.645.036 158,839 36.69 Af þessum þremur korntegundum er þá uppskeran samtals....59,975,807 bush, en þar við bætist..... Hörfræ...................... 1.281,854 Rúgur.......................... 81,082 Ertur'......................'. 28.229 Kornuppskeran öll 6I.g06,472,20 Kartöflu-uppskeran er áætluð 4, 042.562 bush., af 16,716 ekrum, ,er gefur 243.5 bush. sem meðal- uppskeru af hverri ekru. Uppskeran af næpum og öðrum slíkum rótávöxtum (engir hinna fínni garðávaxta eru taldir) er áætluð 2,285.283 bush. af 6,785 ekrum, er gefur 336,8 bush. sem meðal uppskeru af ekr- unni. Hinn 25. Nóv. síðastl. (lengra fram nær skýrslan ekki) var áætlað að búið væri að flytja til marltaðar alls 12,521, 612 bush. En svo er þess getið sérstak- lega, að viku síðar (1. Desembei j muni 14J milj. bush. hafa verið komin til markaðar. Kvikfénaðarhöld telur skýrslan hin beztu almennt yfir í fylkinu. Kvikfén- aðareign fylkisbúa er nú talin : Nautgripir talsins...........192,525 Hestar talsins................... 91,914 Svín talsins.................. 59 457 Sauðfé talsins.................. 35,766 Á síðastl. sumri segir skýrslan að selt hafi verið út úr fylkinu, af na»t- penmgi 22,000 höfuð; af svfnuin 10.000. Á sumrinu voru búin til 1,553,192 pund af osti, á 52 ostagerðarhúsum og var meðalverð ostsius tíundi úr centi ininna en 7 cents pundið að raeðaltali. Á sumrinu voru og búin til 529.812 pd. af smjöri á 19 smjðrgerðaihúsum, sem seldist á 16 1/6 cents pundið að meðal- tali. Á bújörðunum er ætlast á að á sumrinu hafi verið búin til alls 1 238,440 pund af smjöri, er seldist á 9| til 12 1/5 cent pundið að meðaltali. — Þetta sýnir ljóslega hve áríðandi er að sinjörið sé vel til búið og hve áríðandi er að sem flest smjörgerðarhús komist upp. Verð nýrra bygginga á bújörðum bænda, er upp hefir verið komið í suin- ar, er áætlað $792,640. — Skaði af völd- um sléttuelda í öllu fylkinu, á siðastl- hausti, er áætlaður $138,840. Vegna þess hve uppskeran var mik- il varð miklu minna plægt en venja er og er því miklu minna af landi búið undir sáning næsta vor en vant er. Talið er að 99.835 ekrur af landi hafi verið plægðar í fyrsta skifti síðastl. sumar og eru þær ekrur allar undirbún- ar fyrir sáningu og að auki 307,190 ekr- ur, er hvíldar höfðu verið. En hvað rnikið af landinu, sem var undir korni síðastl. sumar, hefir verið plægt upp, er ekki sýnt, en aðeins sagt að haustplæg- ingin sé ekki fjórðungur á móti því, sem venja sé'að plægja. Þess er getið að yfir 5000 menn austan úr landi hafi verið feniíiiir til að vinna að uppskerunni og er áætlað að samlagt kaup þeirra hafi verið $400,000. Viðsöfnun upplýsinga í þessar hag- skýrslur skiftir stjórnin fylkinu i 5 deildir, er hún nefnir: Norðvestur, norður-mið, austur, suður-mið. og suð- vestur-deildir og eru fjölmargir menn í hverri fyrir sig, sem senda stjóriiinni svo nákvæmlega rétt svör, er fáanleg eru, npp á þær spurningar er húu framsetur. Þreski-laun i fylkinu ei u nokkuð mismunandi, voru í haust, er leið. sem fylgir, í hinum ýmsu deildum : 1 Norðv. deild : fyrir bush. af hveiti 31/5, og fyrir aðrar korntegundir 2§ cents bush. í suðv. deild: Hveiti 4, aðrar korn- tegundir 3 1/7 cts. bush. í Norður-miðd.: Hveiti 3J og aðr- ar korntegundir 8 cts. bush. I Suður-miðd.: Hveiti 4J og aðrar korntegundir 8| cts. bush. í Austur-deildinni: Hveiti 84 og aðrar korntegundir 2 5/6 cts. bush. Hagl er sagt að hafi valdið mjög litlum skemdum, en frostið sem kom aðfaranótt 19. Ágúst nokkrum. Þó er sagt að mest sé tjón bænda í ár af “smut” í hveitinu og þykir það leið við- urkenning af þvi mögulegt sé að gera við því. Hættulegir vitfirringar. Ofsatrúin i Ameríku birtist í mörg- um myndum, en skaðlegust er hún hjá þeim flokki manna, er nefna sig “Christ- ian Scientists.” Hin “kristilegu vís- indi” þeirra vitfirringa eru svo skaðleg, að dómstólar ættu að fara með þá eins og hverja almenna vitfirringa — hneppa þá inni á vitfirringaspítala. Það er eins með þessa menn eins og “Sálu- hjálparhermenn,” að undir aitxo «« þeír hafa gengið í félagið —• “Christian Science”-félagið, eru þeir syndlausir menn og konur — heilagir menn og kon- ur! Alinennir sjúkdómar ná því ekki til þeirra — helgra manna og kvenna. Hversu sjúkur sem einhver meðlimur þeirra verður viðurkenna þeir ekki að þar sé um sjúkdóm að gera, að eins ímyndunarveiki, að guð láti þá ímynda sér þetta, af því þeir í einhverju hafi ekki fullnægt boðum hans. í stað þess að vitja lækna safnast því “bræðurnir og systurnar” saman, syngja andlega sálma og lesa bænir og só sjúklingurinn svo gamall orðinn að hann kunni að biðja, er skylda hans að gera það óaflát- anlega og hverfur þá sýkin fyrir sam- einuðum bænum og söngvum fólags- manna. Sé sjúklingurinn aftur á móti of ungur til að biðja sjálfur, er einhver háttstandandi félagsmaður fenginn til að stunda hann sem læknir. Þessi vitfirringa félagsskapur er meira og rainna fjölmennur í öllum bæj- um og borgum í landinu. Læknunum og heilsuábyrgðamefndunum er vitan- lega illa við þann félagsskap og sitja um að ná höggfæri á félagsmönnum, en það er ekki auðfengið. Þó félagsmenn deyi en sem líkur eru á að hefðu lifað, ef lækna hefði verið vitjað, geta lækn- arnir ekkert aðgert nema sannað verði að veikin hati verið sóttnæm. Þetta hefir enn ekki orðið sannað eins greini- lega og þurfa þótti og á meðan leika þessir menn lausum hala, enda óvíst að þeir tækju sér fram, þó einhver þeirra yrði sektaður eða settur í fangelsi fyrir skaðlegt brot gegn heilbrygðisreglum Öllum. Þeir mundu kalla það ofsókn og æsast því meir. Eitt þetta mál gegn “kristilegum vísindamönnum” er ný-afstaðið i Tor- onto og eins og oftar féllu kærendurnir, en þessir seku vitfirringar sluppu. Það virðist vera lítilfjörlegur lagakrókur, sem í þetta skifti hlífði þeim, sá, að þar sem engin meðöl væru gefin, þar ætti sér engin læknistilraun stað. Það var þessi úrskurður, sem hlífði þeim í þetta skifti og jafnframt það sjálfsagt, að það vaTð ekki sannað eins rækilega og þurfti að banamein hins dána (en það var drengur á 6. ári) hafi verið tauga- veiki. Læknafélag bæjarins tókst í fang að fá þetta mál tekið fyrir og taldi sér vísan sigur, en eins og svo oft áður unnu þessir “Christian .Scientists,” og eflir þannig hvor slíkur sigur flokk þeirra, sem trúa meir á bænir og söngva, og rainna á lækna og læknis. dóina.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.