Heimskringla - 07.02.1896, Side 2

Heimskringla - 07.02.1896, Side 2
HEIMSKRINGLA 7. FEBRÚAR 1896. •••ooc»o»»aaeooo0#e98ooo Heimskringla | PUBLISHED I5Y • The Heimskriagla l’rtg. & Publ. Co. • • • O® • Verð blaðsins í Canda og Bandar.: ^ $2 um árið [fyrirfram borgað] • Sent til íslands [fyrirfram borgað o af kaupendum bl. hér] $ 1. • • 99« Uppsögn ógild að logum nema © kaupandi sé skuldlaus við Vilaðið. • • •«» * Peningar sendist í P. O. Money • Order, Registered Letter eða Ex- • press Money Order. Bankaávis- « anir á aðra banka en í Winnipeg J að eins teknar með afföllum. • •• •• z EGGERTJOHANNSSON • EDITOK. • EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • • •• OFFICE : • Corner Ross Ave & Nena Str. • 1» O. Box 305. * Herbúnaður. Menn hafa oft hrósað happi yflr því hvað Ameríka sé langt frá Evrópu. Hún sé svo langt frá sollinum og ná- grannakritinum, sem er höfuðorsðk í hinum endalausa herbúnaði og lier- mannasæg, að hún þurfi ekki að blanda sér neitt inn í nokkur þrætumál í Evr- ópu. Hér sé landrýmið svo mikið, að nábúakritur geti ekki átt sér stað á lík- an hátt og í Evrópu, enda ómögulegur vegna þess, að hér só landið alt í hönd- um tveggja stjórna, en einnar og sömu þjóðar, aðallega, og þær stjórnir hugsa báðar meira um búskap en barsmíð og óeirðir. Af öllu þessu og af því, enn- fremur, að landið er svo stórt, að ó- mögulegt væri fyrir aðkomandi þjóð að taka það herskildi, hefir verið álitið, að Ameríka geti um aldur og æfi verið undanþegin herbúnaðarálögunum, sem allri annari gjaldbyrði fremur eyðir þrótti og þoli Evrópumanna og fyll;r þá óánægju og löngun til að komast í frið- sældarheimkynnið — Ameríku. Þessari almennu og að virðist eðlilegu skoðun var það að þakka, að Bandaríkjastjórn stuttu ef^ir innanríkisstríðið, fækkaði stöðuhernum svo nam 40%, færði her- mannafjöldann úr 50,000 í 30,000. Ofan á alt þetta má og bæta þeirri almennu skoðun, að heimurinn, ensku- mælandi heimurinn að minsta kosti—og með sameinuðu afli getur hann ráðið ör- lögum allra annara þjóða — sé nú kom- inn á það stig, að penninn ætti gorsam- lega að útrýma sverðinu. eða öðrum slíkum vopnum. Það hafa engir talað og ritað meira um það, en Bretar og Bandaríkjamenn, að öll þrætumál þjóðanna eigi að leggja 1 gerð, en ekki framar að beita vopnum, og að ef Bretar og Bandaríkjamenn vildu gang- ast fyrir því, gætu þeir auðveldlega lát- ið Evrópuþjóðir leggja niður vopnin og þannig létt herveldisokinu af herðum þjóðanna. Alt þetta virðist vera gleymt í svip- inn. Auk þess sem Bandaríkjastjórn á síðastl. 10—12 árum hefir varið $85 rnilj. eða um það bil, til herskipagerðar, hafa nú verið lögð fyrir þjóðþingið frumvörp til laga, er ákveða öll til samans fjár- veitingar, er nema um tvö hundruð og þrjátíu milj. dollars, og öllu því fé á að verja til herbúnaðar. I einu frumvarp- inu er beðið um $100 milj, til vopna- kaupa o. þvl.; i öðru er beðið um $100 milj. til virkisbygginga og strandvarna og í hinu þriðja er beðið um nær $30 milj. til herskipasmíðis, þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn á nú alt talið um 130 herskip. Verði þetta fé alt veitt. hefir Bandaríkjastjórn á 10—15 árum varið yfir $300 milj. til herbúnaðar og her. skipasmíðis. Er það lagleg upphæð fyr- ir þjóð, sem að allra áliti stendur svo langt fyrir utan leiksvið jögunarhólk- anna í þröngbýlinu fyrir handan At- lantshaf. Virðist það benda á, að her- menskuandinn sé óðfiuga að vaxa hér í “nýja heiminum,” en ekki að því komið, eins og svo fjölda margir rithöfundar þó halda fram, að menn séu tilbúnir að leggja niður vopn öll og láta sáttarétti úrskurða öll þrætumál. En svo er ekki þar með búið. í öðru þessu 100 milj. frv. er ákvæði, sem veitir forsetanum og sjóflotastjóranum alt að þvi ótakmark- að vald til að herja á önnur lönd, kaupa eða leigja öll þau skip til herþjónustu, sem þeim sýnist o. þvl. Þessi liður frumvarpsins er þýðingarmestur, þar j sem hann sviftir fjöldann framkvæmd- arvaldinu í hermálum, en fær það ein- um eða tveimur mönnum i hendur. Þegar Bandaríkjastjórn keppir þann- ig áfram, þá er eðlilegt að Canadastjórn geri eitthvað lika, sýni einhvern lit á að auka sinn herbúnað og kaupa nýjan þar sem engin ögn var áður. I fyrra veitt $100,(X)0 eða um það bil til herkostnaðar alls, að undanskilinni riddaralögregl- unni vestra. Sú fjárveiting gerði lítið betur en hrökkva til að viðhalda her- mannaskólunum og borga fyrir heræf- ingar sjálfboðaliðsins. Það hefir af viss- um mönnum verið kvartað um það að undanförnu, að Canadastjórn vanrækti að kaupa nýustu rifflana handa her- mönnum sínum. Nú, meðan járnið er heitt. meðan allir tala um herbúnað og hermensku, með meiru slíku. á að láta þingið bæta úr þessu, því nú er það beð- ið um $470,000 fjárveiting til herkostn- aðar. Meginhluti þess fjár, sem er fram yfir venjulega veitingu, gengur eflaust til að kanpa nýjustn riffla og 'Magazin’- byssur eða hríðskeytur. Það verður ht- ið eftir til virkisbygginga o. þvl., en svo er ekki rétt að æðrast aðsvostöddu, því gefiðhefir verið í skyn, að um meira fé verði beðið til herbúnaðar siðar, ef til vill, og á ytírstandandi þingi. Verði þannig haldið áfram til lengd- ar, fer herkostnaður manna í hinni ó- hultu, friðsælu Norður-Ameríku, fyrri en menn varir að slaga upp í herkostn- aðinn sem alla er að sliga í Norðurálfu. Frum-orsökin í þessu máli öllu er Venezuela-þrætan. Sú bóla er nú hjöðn- uð, i bráðina að minsta kosti. En það er víst að um tíma voru nokkrir menn svo gruunhygnir og undireins svo ofsa- fullir, að þeir töldu víst stríð milli Breta og Bandaríkjamanna, Þá kom í Ijós, að ef svo færi voru flestar sjóborg- ir í Bandaríkjum verjulausar eða þvi sem næst og sama er um borgírnar við stórvötnin. Af þessum athugunum leiðir svo, að fram er komið frumvarþið um $100 milj. fjárveitinguna til virkis- bygginga og þykir helzt til lítið, því all- ir bæir við stórvötnín harma nú yfir verjuleysi sínu, en stendur ótti af flota Breta. Vitanlega kemst ekkert herskip sem herskip getur heitið um skipaskurð- inn fram með Lavvrencefljótinu, sem leiða til stórvatnanna, en það gerir ðngan mun. Óttinn er jafnmikill fyrir þvíog eins og stendur er svo mikill vígaiwóður á mörgum 'á þjóðþingi, að þeir taka alt til greina, sem á einhvern hátt snertir hermál og hernað. Canadamenn aftur á móti, á meðan ekki var um annað talað en yfirvofandi stríð frændþjóðanna, óttuðust og ekki að orsakalausu, ef strið kæmi á daginn, að Bandaríkjamenn byrjuðu með því að senda lið til Ontarioog Quebec. Tvær aðal-borgirnar, Montreal og Toronto, eru gersamlega verjulausar og myndu því auðfengið herfang. Jafnframt gerðu þeir sér og stjórninni grein fyrir því, að þá væri herlið Canadastjórnar æöi illa búið að vopnum. Af þessu leið- ir síðan þessa auknu fjárveitingu til herkostnaðar og loforðið um enn meira síðar, ef svo vill verkast. Það er öll ástæða til að vona, að þeir menn reynist sannspáir, sem segja að það komi aldrei fyrir, að þeir frænd- urnir Jón og Jónatan berjist. Þeir séu of miklir búmenn og hagfræðingar til þess. Þeir vitanlega halda áfram að berjast eins og nú með penna og tungu, en sú barsmíð 'brýtur engin bein’. Það er sama aðferðin og pólitiskir andstæð- ingar hafa. Þeir ‘hnakkrífast’ á ræðu- pallinum, en sjaldgæft að þeir leggi hendur hver á annan. Að fundi lokn- nm eru þeir góðir vinir, eða svo góðir vinir, að þeir geia setiðsaman að sumli, ef svo stendur á, og haldiðþannig áfram til þess næsta hreða byrjar. Sama er um þá Jón og Jónatan. Þeir jagast meir og minna iðulega, því hvorum sig vill yfirbuga hinn í viðskiftum öllum og verzlun og hvor um sig rennir hálfgerð um öfundaraugum til hins. En svo gera þeir heldur ekki meira en rífast. Eigi að síður er auðsætt hvað illu þessi blástur getur komið til leiðar. Af ó- verðskulduðum ótta fyrir árás Breta ráðgera Banda-iíkjamenn að verja hundr uðum miljóna dollars til að búa sig und- ir áhlaupið, sem aldrei kemur. Og svo af óttanum við áhlaup Bandaríkja- manna verja Canadamenn hundruðum þúsunda dollars til að byrja með, og hver veit livar það endar, til að búa sig undir það ímyndaða áhlauþ. Og með því, með þeim útbúnaði, styrkja þeir ofstopamenn í Bandaríkjunum í trúnni á það.að Bretar séu virkilega að«búa sig undir stríð við þá, og það verður til þess, að enn meira fé verður varið til ó- þarfa herbúnaðar. Þannig bindur hvað annað og leiðir til þess, ef ekki er því fyrr snúið við blaðinu, að hvað herbún- að snertir færist alt hér í sama horfið og f Evrópu, sem ár eftir ár eykur sinn herkostnað þangað til þjóðirnar rísa ekki undir honum. Iðnaðurí Japan. Því hefir verið spáð og það fyrir löngu siðan, að Austurlandaþjóðirnar verði Evrópu og Ameríkumönnum skeinuhættar í samkepninni í hverju sem er. Það leyny sér ekki í Banda- ríkjunum um þessar mundir, að stjórn- málamenn alment eru farnir að óttast Japaníta. Japanítar eru ötulir menn i hverju sem er og sýna það nú, að þeir eru til alls búnir hvað iðnað snertir. Þeir stofnsetja nú hjá sér hvert stór- verkstæðið á fætur öðru og gera sinn varning eins vel, ef ekki betur, en hér- lendír menn og menn á Englandi, en fyrir tveimur og þVem hlutum minna verð, eu verksmiðjnfélög í Evrópu og Ameríku geta gert samskonar varning fyrir. Orsökin til þess er sú, að í Jap- an eru vinnulaunin svo lág, að enginn hérlendur maður gæti fætt sig einan, hvað þá heldur fætt fjölskyldu, klætt hana o. s. frv. fyrir alt viku eða mánað- arkaup starfsmannanna í Japan. Með- allaun þeirra eru sögð að nemi 6 silfur “yens,” eða sem svarar $3.50 um mán- uðinn, eða rúmlega 80 cents fyrir viku- vinnuna. Það er auðsætt að hér í landi gæti enginn maður fætt sig fyrir þessa upphæð, sem Japanítar þó þrífast á og framfleyta fjölskyldu sinni með. Eina vonin virðist vera sú, að eftir því sem japaniskir verkamenn mentast meir og meir og fá fregnir um laun hér- lendra manna fyrir sömu vinnu og eftir því sem meira kemst á fót af stór-verk- smiðjum eystra, eftir því hraði þeir sér meir að taka upp hérlendra manna háttu, bindast í verkamannafélagsskap og heimta hærri laun fyrir vinnu sína. En það er hætt við að margur maður •verði kominn undir græna torfu, um það að Japanítar fá kaup nokkuð áþekt þvíerborgað er hér í landi. Jafnhátt kaup fæst þar náttúrlega aldrei, af því allir hlutir þar eru svo ódýrir, og léttir það því fyrir með að framfleyta lífinu. Það sem Amerikumenn allir *hafa á- stæðu til aðóttast er það, að Japanítar eru dverghagir menn í heild sinni. Sjái þeir einn hlut nýjan, hafa þeir um leið séð hvernig á að búa hann til og svo framkvæma þeir það undir eins. Það er ekki langt siðan þeir fyrst sáu raf- magnsljós og þann útbúnað allan, en ferðamenn úr Evrópu hafa tekið eftir þvi, að þeir búa nú þegar til betri raf- magnslampa en fást í Ameríku eða Evr- ópu, en selja þá fyrir einn fjórðung verðsins. Þannig er um hvaðeina. Það er ekki langt siðan þeir keyptu héðan og úr Evrópu mest lérept sín. Nú eru þeir að koma á fót hjá sér léreptagerðar- húsum með öllum nýustu tilfærum og í svö stórum stýl. að þeir innan skamms fara að flytja lérept hingað í stað þess að kaupa þau hér. Bandaríkjamenn óttast þennan aðgang, af því sérstak- lega, að í nýja samningnum við stjórn- ina í Japan, er ákveðið, að þeir- skuli skipa flokk vinaþjóða Bandaríkja. Á meðan sá samningur er í gildi, geta þeir þess vegna ekki útbolað japaniskum verkstæðisvarningi með tollálögum, nokkuð sem demókratablaðið “Eagle” í Brooklyn þó segir að jafnvel ákaflynd- ustu “free trade”-formælendur, þó mundu álíta óumflýjanlegt verkalýðn- um í landinu til verndar. Því, sem sagt, hérlendir menn gætu alls ekki dregið fram lífið af þeim launum, sem Japanítar enn eru ánægðir með. Frísilfur postularnir, sem ekkert láta ónotað. sem styrkt getur málstað þeirra, gera sér það sem þeir vona að verði öflugt vopn úr þessu ástandi. Þótt þeir sjái að þetta óheyrilega lága verð á verksmiðjuvarningi Japaníta er að kenna, eða þakka, hinum einskisverðu launum verkamannanna, halda þeir því ótæpt fram, að það sé misskilningur og ekkert annað. Þeir segja það stafi af því og engu öðru, að í Japan sé s’lfur- lögeyrir, en í Ameríku gull. Af því segja þeir leiði að fyrir hlut sem Japanítar selja i Ameríku sér í ágóða fyrir $1 og sem þeir fái gull fyrir, fá: þeir í raun og veru $2 fyrir hann, þ. e. þeir fái sem næst $2 virði af silfri fyrir eins dcllars virði af gulli, þegar þeir vixli peningun- um. í tilefni af þessu var sú tillaga riý- lega borin upp á þjóðþinginu, í efri deild að fyrir þingið yrði ,lögð skýrsla, er sýndi hvaða áhrif þessi verðmunur gulls og silfurs 1 austur og vesturlöndum hefði á akuryrkju og verkstæðisiðnað í Bandaríkjum. Flutningsmaðurinn (Senator Stewart frá Newada) lét í ljósi að þessi verðmunur málmsins, á meðan Bandarikjóstjórn hefði gull fyrir verð- miðil, væri verkstæðaeigendum í Jap- an á við 50% aðflutningstoll. Ef þann- ig væri haldið áfram og engar skorður reistar, gæti þetta orðið til þess, að verkstæði öll færðust úr vesturlöndum til austurlanda. Stewart er einn af ‘silfurítum’, og eins og aðrir flokks- bræður hans, þykist hann nú sjá, að vilji Baudaríkjastjórn halda sínu, verði hún að fara að eins og Japanítar og gera sílfur að virðmiðli sínum, en láta gullið eiga sig. Framför. Ef litið er á síðasta blað Lögbergs í samanburði við það næst-síðasta, frá sama sjónarmiði og höfundur æfisögu ritstj. þess hefir hlotið að gera, þegar hann sagði blaðið betra nú, en undir ritstjórn Einars Hjörleifssonar, þá má óhætt segja, að það hafi tekið “all-mikl- um framförum” á tímabilinufrá 23,—30. Jan. Blaðið sem út lcom 23. Jan. var kurteislega ritað, svo kurteislega, að menn “rak í roga-stanz” og misti þó málefnið éinskis í fyrir það. Það blað- ið aftur á móti, sem út kom 30. Jan. var þvert á móti, — ekkert nema ókurteisi, sama takmarkalausa ókurteisin, sem hefir einkent ritstj. þess. Hér er þess vegna um all-mikla framför” að ræða, framför, sem augsýnilega er “eftir hjarta” æfisöguritarans. I þetta skifti ætlum vér ekki að elta ólar við allan ósanninda- og illyrða- austurinn, sem borinn er á borð fyrir al- menning í þessu síðast útkomna bfiði Lögbergs. Það er hvort sem er bara endurtekning þeirra fáryrða, sem ritstj. hefir áður ausið yfir alla andstæðinga sina í pólitík, en sem hann mundi fyrir- verða sig fyrir að framsetja á enskri tungu í þeirri roynd sem þau birtast í Lögbergi. Sama er að segja um það, sem hann spinnur um skólamálið. Það er alt endurtekning þess, sem hann hefir áður sagt. Oghvað það snertir, að hann enn einu sinni kallar Hkr. ,‘kaþólska málgagnið”, þá dettur oss ekki í hug fyrr eða síðar að andæfa því. Ef hann fmyndar sér að það geri sér eða hans fylgismönnum annaðhvort gagn eða á- nægju, þá er honum sannarlega ekki of gott að beita því fyrir. Afstaða Hkr, er svo greinileg í því máli, að allir full- vitamenn sjá hana og skilja. Það næg- ir oss. Það eru að eins 2 atriði í dellunni í siðasta blaði Lögbergs, sem vér vildum minnast á í þetta skifti. Hann segir að Roblin hafi verið ‘kosinn með at- kvæðum franskaþólskra manna nærri eingöngu’. Þetta er ekki nema hálfur sannleikur, réttur og sléttur Lögbergs sannleikur, þegar um stjórnraál er að ræða, sannleikur, semviðurkent er að sé skaðlegri en eintóm lýgi. Óblandinn sannleikur í þessu efni er sá, að Roblin hafði fleiri atkv. í öllum kjördeildum í kjördæminu, að einni undanskilinni. Kjördeildirnar eru 8 alls og af þeim eru 4 eingöngu bygðar af protestöntum, 3 bygðar kaþólíkum eingöngu og 1 hvoru tveggjum. I protestantabygðunum hafði hann fleirtölu atkvæða svo nam 69 alls, er sýnir, að þó protestantar hefðu eingöngu bygt kjördæmið, hefði hann borið sigur úr býtum eigi að síður og með sæmilegum atkvæðamun. í kjör- dæmi. sem telur 2 protestanta á móti 1 kaþólskum, getur Lögbeig ekki státað af öðru en því, að í [einni kjördeildinni hafi Greenwayingurinn þó marið 20 at- kvæði umfram gagnsækjandann. Hitt atriðið, sem vér vildum minn- ast [á er endahnúturinn í þessari grein, og sem Lögberg eflaust hugsar að sé ‘bráðdrepandi’. Vér höfðum sagt, og vér segjum það enn, að andstæðingarn- ir sem sátu á seinasta þingi, hafi verið lélegir til að herja. Af þessu vill Lög- berg gera sér mat, álíta að með þessu höfum vér ófrægt Hugh Armstrong, Dominionþingmannsefni í Selkirk-kjör- dæmi. Vér sjáum ekki að svo sé, fyrr en ef það er nú, er vér látum þess getið að á síðasta þingi sat enginn þingm. styttri stund, ’en hann, að undanskild- um F. W. Colcleugh. Vér höfum ekki gumað neitt af hæfileikum Armstrongs, en það ætlum vér víst, að hann hafi þá eins mikla og gagnsækjandi hans vænt- anlegur, McDonnell, sem kjósendur hans forðum ekki vildu nýta, eftir að hann hafði álpast á fylkisþingi eitt kjör tímabil. Það kann að vera að McDon- nell haf} meiri hæfileika til að lofa um- bótum í umboði Greenwavs og efna sem minst af þeim, heldur en Armstrong. Vér látum það ósagt, en það eru til ís- lenflingar og þeir margir, sem reynt hafa viðskifti og loforð beggja og geta af eigin reynd borið um hvorum er bet- ur gefið að lofa og efna ekki. Þá er hið opna bréf ritstj. Lögbergs til kjósenda sinna afbragðið eitt í sinni röð. Það sem ekki er sjálfshól, það eru dóna-skammir og óverðskuldaðar getsakir um andvígjsmennina og brigl- yrði á Islendinga í kjördæminu. Væri hann krafinn til sagna mundi honum veita jafnlétt að sanna hvorttveggja : i'.ð “afturhaldsflokkurinn” og “kaþólska kyrkjan og klerkar hennar” hafi lagt “fram krafta sína á móti” sér, og að það hafi verið óupplýstustu mennirnir, sem greiddu atkv. á móti sér, en það gerði meiri hluti allra Islendinga í kjör- dæminu. og hefðu þó orðið mun fleiri, ef Mr. Baldwinson hefði haft efni á að senda eftir fylgismönnum sínum norður á vatn, þar sem þeir voru við fiskveið- ár. Að tala þannig til landsmanna sinna og það í þakkarávarpi, það er virkilega það semkallað er að “dríta í sitt eigið hreiður”. Það má líklega full- yrða að hér í landi hafi aldrei sést ann- að eins þakklætisávarp frá þeim manni. sem sigurinn hefir borið úr býtum. Maður sem semur jafn þursalegt þakk- lætisávarp til kjósendanna, hann aug- sýnilega kann einusinni ekki að sigra. Vér gætum sagt sitt af hverju áhrær- andi ýms atriði í þessu makalausa “pro- dukti”, þar sem öllu er “snúið öfugt við”, en vér sleppum því að svo stöddu, þrátt fyrir það, að eftirleikurinn er ætíð óvandari. Populistarnir. Eftir því sem blaðið ‘Pioneer Ex- press’ í Pembina segir frá, er heldur að kastast í kekki fyrir Populistunum í Pembina County. Þeir eru þar mann- margir, og f fyrra (haustið 1894) náðu þeir flestum helztu embættunum við County stjórnina. í ráðinu hafa þeir tvo menn (af 5) og af þeirra flokki eru ritari, féhirðir, yfirskoðunarmaður og sheriff. Nú þegar þeir í fyrsta skifti hafa völdin tekst svo óheppilega til, að einn þeirra maður, Sheriff McCabe, hugsar miklu meira um eigin hagsmuni en countýisins, ef rétt er sem ‘Pioneer Express’ segir. Það er svo að sjá af blaðinu (dags. 31.Jan.), að County-ráðið hafi kært McCabe fyrir fjárdrátt og að blaöið hafi gert það ekki síður. Populista-blöðin í countíinu ruku þá til og sögðu kærurn- ar ástæðulausar og frambornar í því skyni einu, að kasta skugga á Popu- lista. Þessum kærum svarar svo blað- ið, með því að tilfæra dæmi, sem sýni, að Sheriff McCabe hafi reynt að ‘maka krókinn’. Þannig sýnir blaðið, að hann setti upp $20,40 fyrir að taka einn mann fastan, tvívegis að vísu, en í seinna skiftið í réttarsalnum, er hann var kallaður sem vitni. Segir blaðið að í þessu eina atriði séu að minsta kosti $10 ólögleg krafa og efasamt að sumir aðrir liðir í reikningunum geti staðist. Annað dæmi er það, að 7. Des. síð- astl. voru 3 menn í Walhalla teknir fast ir fyrir að selja vín, þrátt fyrir laga- bannið, Þeir voru sama daginn fluttir til Bathgate, yfirheyrðir og látnir svo lausir gegn ábyrgð—alt þetta samdæg- urs. Samt sem áður setur McCabe í reikninginn $9, sem fæðispeninga þess- ara manna, $4 fyrireinn, $4 fyrir ann- an $1 fyrir þann þriðja. Ef til vill er þetta prentvilla í ‘Pioneer Exþress’, að þar eigi að vera $4 enda líklegra að jöfn sé upphæð allra. En hvort heldur sem hér er um að ræða $9 eða $12, þykir upp hæðin ótrúlega há fyrir eins dags fæði 3 manna. En ekki þar með búið. Á móti hvorum þessara þrigg:a manna voru tvær kærur og þær vitanlega báð- ar fluttar í eitt og sama skiftið—7. Des., en ekki gerðar tvær ferðir eftir þeim. Eigi að síður sýna reikningarnir að þennan eina dag liafi sheriif McCabe farið tvær ferðir fram og aftur eftir hvorum manni oger mílnatalið þannig: 90, 60» 90, 80, 80, 80, — alls á einum degi 480! Þegar athugað er, að sheriff fær 10 cents fyrir míluna hvora leið, sem hann fer í embættiserindum, er auðsætt að hér var um rífleg daglaun að tefla—480 milur+10 cts. =$48. Enn fremur setur hann 3 daga laun fyrir þetta eina dagsverk við réttarhaldið í Bathgate, eða $6 alls. Lögin leyfa hon umaðtaka$2 fyrir lxvert dagsverk í sambandi við réttarhald, og hér gerir hann heilt dagsverk fyrir hvern þessara þriggja Walhalla-manna, sem allir voru yfirheyrðir sama daginn. I Júlí síðast- liðnum hafði einn þessara manna verið dreginn fyrir lögogdóm. í það skifti stefndi sheriff 10 mönnum sem vitnum og tók fyrir það $60; kraðst hafa ferð- ast 600 milur til að stefna þeim. í sama skiftið (í Juli) stefndi bann 11 vitnum í öðru máli, og ferðaðist í þeim erindum 690 mílur ! Mílugjald þar af leiðandi $69. En flest þau vitni segir ‘Pioneer Express’ að búi rétt í grendinni við Walhalla. “Þetta er sýnishorn einungis”, seg- ir blaðið. Og þaðer nógtil af samskon- ar reikningum. Vér höfum dregið fram þessi sýnishorn eingöngu vegna þess, að einfaldir ritstjórar og vinir McCabes hafa sagt, að ver hefðum enga ástæðu til að segja réttlátt af county-ráðinu að heimta útskýringar að McCabe, og eftir að hann hefir neitað að koma með þær útskýringar, eða ekki hirt um það, að hafa sagt réttlátt að kalla hann fyrir þau yfirvöld, er gætu knúð hann til að svara kærunum, eða þola afleiðingarn- ar”. Blaðið segir að mál þetta muni vera i höndum dómsmálastjóra ríkisins nú og muni koma fyrir rétt í Marzmánuði næstkomandi. Geti McCabe þá ekki hreinsað hendur sínar, er búist við að hann verði rekinn frá. MINNI Stephans Sigurðssonar, kaupmanns í Breiðuvík. Flutt í sam- kvæmi að Hnausum í Nóv. 1894, af A. J. Skagfeld. Sem fátækt barn af föðurlandi þínu Þú fluttir burt á vesturræna storð. Með þrek og fjör þá lífsins gekst þú línu Er lét þig heyra vina’ og frelsis-orð. Þú starfaðir það starf, er veitti gróða, Svo stóðstu framar mörgum virtum hal. Þú hreptir konu, gáfaða og góða, Sem gleður líf þitt hér í tára-dal. Fast við vatn á fögru skógarlandi, Þú festir, vinur, bústað þér um stund. Þótt bylgjur falli fast að ægissandi, Þær fá ei raskað þínum væra blund. En morgunsólin sendir geisla fríða, A svæfil þinn og vekur frjálsa lund, Sem örskot þú ert upp þá, til að stríða Og ætíð sigur vinnur heppin mund. Fram þitt lífið fjörug æskan leiðir, Þú finnur glögt hvert tímans spursmál Úr vanans flækju viturlega greiðir, [er. Og velur beztu menn til fylgis þér. Þeir oddvita í sveit sinni þig settu, Þeir sáu glögt hvar hygni var og dáð. Þeir vinarhönd fram viljugir þér réttu, Það var sú bezta gjöf ,er fékstu þáð. Þótt stormur þjóti um visinn bjarkar Og beygi niður marga fasta eik, [bala, Þú æðrast ei, en ert með ró að tala, Um alheimsmál og ga!dan þjóðaleik. Þótt lífsins öldur skelli fast á skeiði Og skapi þunga mannlífs hildarför, Þá aldr3i bregst þér ágætt fararleiði, Og að landi stýrir völdum knör. Þig vefji gæfan gullnum armi finum, Og gleðiljós æ tendri á þinni braut, Svo ellin köld með ama-færum sinum, Ei þér skapað fái neina þraut; Hún styrki þig í striti stjórnarfára, Og starf þitt leiði fram hjá mannlífs- eymd. Svo minning þín um marga tugi ára, Að mönnum verði í hjarta og minni geymd. Jatnes E. Nicholson. JSærri ótrúlegt. Mr. Jos. E. Nicholson, FlorenceviIIe, N. B., þjáðist í Sjö ár af krabbameini í vörinni - og batnaði af AVCD’Q Sarsa- M I Llri O parilla. Mr. Nicholson segir : “Eg fór til lækna, sem gáfu mér meðöl, en það hafði enga þýðingu, krabbinn fiór að grafa um sig og færðist út á kinnina, og þannig þjáðist ég í heil sjö ár. Loks fór ég að brúka Ayer’s Sarsaparilla. Innan viku fann ég á mór fcöluverðan bata. Við þetta óx mér kjarkur svo ég hélt áfram, og eftir mánaðar tima var sárið á kinninni á mér farið að batna. Eftir þrjá mánuði fór vör- in að gróa, og eftir 6 mánuði voru öll einkenni sjúkdómsins horfin.” AYER’S SARSAPARILLA HIN EINA Á SÝNINGUNNI. Ayer’s Pills lækna innýflin.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.