Heimskringla - 06.08.1896, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.08.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR. NR. 32 Heimskringla. WINNIPEG, MAN., 6. ÁGtJST 1896. Islendinga=dagurinn 3. August 1896. Kkæði. — Ræður. Weðrið var hið ákjósanlegaeta aillan ■ daginn, glaða sólskin en hitinn ekki á-; takanlegur af því þéttings-vestankæla •var allan daginn. Vindurinn var helst tll mikill seinnipart dagsins á meðan reöðurnai Voru fluttar. Var þá svo hvast að ilt var að heyra til ræðumann- anna og ómögulegt fyrir þá, er í nokk- urri f jarlægð voru. Aætlað er að um 1,500 raanns hafi ■verið á samkomunni þegar flest var og nóg höfðu strætis-vagnarnir að gera íyrir íslendinga meginhluta dagsins. Eftir að ræðunum á dagskrá var ’lokið, flutti málafærslumaður, M. Erynjólfsson, stutta en gagnorða ræðu, þar sem hann mælti með samtökum og samvinnu íslendinga í Ameríku án til- lits tíl þess hvert þeir byggju í Canada eða Bandarikjum. Á eftir honum flutti hra Þorsteinn Borgfjörð lipurt kvæði, hvöt til Vestur- Islendinga. Var gerður að því góður rómur. Téiegrams sendu íslendingar sam- ankomnir í Park River, N. Dak., og annað frá, íelendingum samankomnum f Chicago. Park River-telegrammið var á þessa leið: “Þó vér berjumst alla aðra daga ársins, látum oss samt vera einhuga á íslendingadag, sem börn einn ar og sömu móður, hverrar tár við vilj- um þerra og hverrar hlekki vér viljum leysa. Vér óskum vorri öldnu móður allra heillá”. Undir skeytinu stóð : ‘íslendingar íiPark River’. Ckicago- skeytið sendi hra. Magnós Bjarnason og var það á þessa leið : ‘Chicago-Is- lendingar samankomnir í dag vona að ánægja og velgengni krýni hátíðar- haldið í Winnipeg í dag og alla aðra daga. Blessist og blómgist ísland”. — Porsetidagsins, hra. A. Friðriksson las þessi skeyti rétt áður en ræðurnar Joyrjuðu og var kveðjum þeim tekið með almennu iófaklappi. Alt fór vel fram og siðsamlega um daginn og kvöldið og engin óánægja átti sér stað fyrst eða seinast. Eftirfylgjandi eru kvæðin og ræð- urnar sem fluttar voru. Y estur-íslendingar. Lag: Af stað burt í fjarlægð. Vér fylkjum hér iiði með fjöri þennan dag, Sú fylking er hraustleg og öll með gleði- brag, Því frelsið hleypir hjörtunum í dans Og hitastraumum kjarksins í æðum manns. Þið finnið hve aflið, í ykkar hjarta og sál, Við áreynslu styrkist og funar elns og bál, Er frelsisblærinn blæs um lífsins unn Og bros og tár og æsku með rósamunn. Hér verðið þið framvegis landsins styrktar stoð Og straumana kljúfið á framsiglandi gnoð, Og alfrjálst blómgast manndóms þrek og þor Með þroskans sól í heiði og eilíft vor. Hér fáið þið djörfung og þrek, sem þangað snýr Hvar þrældómur, beimska og fákunn- áttan býr, Og hræðslan grefur grafir heilli þjóð, En gleymskan verndar leiðin svo stillt og hljóð. Þyrst rýmkast um hugann þá höndin verður laus, Og hugrekkið þyðnar, sem löngu síðan fraus, Þá frelsis sólin signir vegu mans Og sendir ljósið út til vors föðurlands. Og heill sé þeim hverjum, seiú heldur sína leið Og liverfur ei aftur þó færðin sé ei greið, En ryður sér brautir beint í sigurför Og boðskap nýjan flytur um sælli kjör. Kristixn Stefánsson. / Island. Lag: Mér um hug og hjarta nú. Gamla Fróni handan haf i hætt er við þeir gleymi, sem að auðnan annað gaf óðal vestur í heimi. Þó mun lengi lifna þrá, 1 leynd í hjörtum inni, þegar helgri hátíð á hljómar íslands minni. Þá er fritt þitt fanna skaut forna, kalda landið, stjarnan eina’ á allra braut, eina fasta bandið, 1 litil ey, sem alein ver okkar tungu’ og minn, Þegar málið þetta hér þagnar hinsta sinni. Þoustkinn Eui.inosson. Ameríka. Lag: Feðra vorra fóstur-láð. Ameríka er fagurt frón Frjótt og svipstórt víða, Full með skógar-lundi, lón, Læki’ og akra fríða, Fögru vötnin víð og blá, Víkur fram með ströndum, 'Vestra. fjöllin himinhá, Hamast brim á söndum. Þeir sem byggja þetta land — Þættir víða spunnir — _ Allra þjóða eru bland Enn ei saman rnnnir. Við þig ættar batt ei band . Börnin hvítra manna; Enn ertu’ að eins, unga land, ^®<íjörð skrælingjanna. *) Hve má vænta, hlýtt að þér hljómi strengur Braga, úr því til er ekki hér ætland, þjóð né saga ? Hlýtt samt unna, þínar, þér þeir er byggja slóðir; fóslra góð því einatt er alt að því sem múðir. Fortið vor hér ekki er, en það gerir minna, flestir voná’, að framtíð hér felist barna sinna. Þú munt verða þeim svo góð þeirra komandi’ æfi, svo mun vaxá’ upp þrekleg þjóð þessa lands við hæfi. Frjósemd gaf þér forsjónin, fæst þér gerði spara; kemur undir, kynslóðin, kunni með að fara. Greiði hjá þér gæfan spor góðri stjórn og friði, svo þig barna-börnin vor blessi’ í þúsund liði. Jón Ólafsson. *) = rauðskinnanna. V estur-Islendingar. liæða Jóns Ólafssonar. Heiðruðu tilheyrendur—kæru lönd- ur og landar ! — “Komið þið nú öll saman blessuð og sæl!” Það er gömul og góð íslenzk heilsun, og hún fellr mér einhvernveginn svo náttúrlega á varir í dag, þegar mér veitist sú ánægja að sjá ykkr aftr eftir meira en tveggja ára fjarvist, og eftir að það í dag eru rétt þrjú ár síðan ég hef verið saman með ykkr á íslendingadegi. Jæja, óg á ekk- ert innilegra orð að heilsa ykkr með, en þetta gamla íslenzka : Komið þið óll saman blessuð og sa?l — öll saman, undan- tekningarlaust — bæði vinir og mót- stöðumenn. Ég segi það með vilja : yinir og mótstöðumenn, því að á íslend- ingadag á enginn fslendingr íslenzkan fjandmann, hvað sem svo líðr hinum öllum ársins 864 dögum. Eg held ég geri ekki nema rótt gagn- vart sjálfum mér,og engum öðrum órétt með því, þó ég geti þess svo sem í afsök- unarskyni, að ég hefi ekki sjálfr valið mór hvorki umtalsefni nó yrkisefni í dag. Ég hefði helzt óskað að tala um annað, og kveða um ekki neitt; en ég hefi hlýtt því sem fyrir mig var lagt. Umtalsefnið mitt á að vera, að tala nokkur orð um Vestr-íslendinga. Ég hefi sjálfr einu sinni áðr talað um þetta á íslendingadegi hér í Winnipeg, og ég hefi heyrt aðra tala um sama efnið. Þegar ég nú minnist þess, hvað ég og aðrir höfum áðr um þetta efni talað, þá kemr mér það svo fyrir sjónir, sem við höfum talað helzt til alment um umtals- efnið: okkr hefir, að ég ætla, hætt til að tala um hlutverk og tilgang þeirra erlendra þjóðflokka alment, sem flytja til þessarar álfu og setjast hér að. Við höfum talað um immígranta til þessar- ar álfu almcntLÍ stað þess að tala um þann eina immígranta þjóðflokk, sem þó átti að vera einkaumtalsefnið, sem sé íslenzka menn og konur í Vestrheimi. Vitaskuld er í mörgu líkt ástatt fyr- ir oss íslendingum og öðrum erlendum þjóðflokkum, er hingað flytja og setjast hér að, og að mörgu leyti verðr vort hlutverk og tilgangr svipað eða sama og þeirra. En ekki að öttu. Eins og hver maðrinn er hver öðrum ólíkr, þótt allir sé þeir menn, þannig eru þjóðirnar hver annari ólíkar; íslendingrinn og Spánverjinn eru hvor öðrum svo ólíkir að það má þekkja þá sundr, án þess að heyra þá mæla orð, að eins af sjóninni einni saman. En í því er ólíkt að jafna saman þjóðunum og einstaklingunum.að breyt- ingar hvorra um sig eru ólíkum lögum liáðar. Einstaklingrinn, sem er ein ó- skiftileg vera, getr notað sína hæfileika á ýmsa vegu og tamið þá og æft á ýmsa lund; en verulega breytt grundvallar- eðli sínu, það getr enginn maðr; rétt eins og trésmiðrinn getr teglt spýtuna á ýmsa lund og búið til úr henni hvað sem hann vill; en hann getr ekki brey-tt álm- ■num í eik nó askinum í furu. Oðruvís er því farið með þjóðirnar. Að vísu geta þær breyzt á svipaðan hátt og einstaklingarnir. En þær geta og breyzt* á annan hátt; þær geta breyzt við kynblöndun. Og á þann hatt — og á þann hátt einan — geta nú myndast ný þjóðerni. Eitt bezta og skírasta dæmi til slíkrar þjóðernisrcyndunar á þeim tima, er alveg liggr innan sögunnar, er ið enska þjóðerni: eitt ið þrekinesta í heimi. Hugðnæmt er að sjá, að ýmisl. helztu þjóðeinkennin eru þar norræn. Ýmis- leg grundvallaratriði i fyrirkomulagi þeirrar þjóðar norræn — svo sem þing- stjórn ; kviðdómar — sem vór, þótt merkilegt sé, eiginlega þekkjum fyrst á íslandi. Nú á dögum er bezta dæmi slíkrar þjóðernis-nýmyndunar hér í Vestr- heimi, bæði hér í Canada, en einkum í Bandaríkjunum. Því að þótt liðnar sé nokkrar aldir, síðan land þetta fór fyrst að byggjast, þá var og er landflæmið svo stórt, að það hefir streymt til þessa sívaxandi innflutningastraumr inn í landið, sem til þessa hefir kæft allan verulega þjóðernismyndun. Því það er ekki til neis að leyna því: hér er ekkert ameríkanskt þjóðerni til enn sem komið er; það eru að eins frumefnin til þjóð- ernis, sem enn eru hér til, og i hæsta lagi allra fyrstu frjóangarnir sem sjá má votta fyrir. Rélt eins og þótt þið látið vatn og mél og salt í pott; það er ekki grautr, heldr bara efni í graut. Það þarf að setja liann yfir eld. hita og sjóða þessi efni, svo úr þvi verði grautr, og ekki gleyma að liræra í, svo alt hlaupi ekki í kekki, og það tekr tíma. Svo er ekki nóg að flytja urmul manna af ýmsum þjóðernum saman i eitt stórt landflæmi; það þarf aldanna söguglóð til að sjóða þessi blendnu efni saman. Frelsistíð Bandaríkjanna er enginn þjóðlegr viðburðr ; það er enska þjóðin tveim megin hafs, sem klofnar i tvent. Þótt það í staðarlegu tilliti sé bundið við þessa álfu, er það í æðra skilningi enskr viðburðr, kafli í Englandssögu. Borgarastríðið fyrir liðugum 80 ár- um er fyrsti vottr um, að það sé að koma hitahljóð í pottinn ; enn ennþá er ekki svo langt komið að byrjað só að “krakka við barm” í þjóðernispottinum Skólamálsbaráttan hér í Canada er einn fyrsti vottr þess, nð ólík þjóðerni eru að byrja þá viðreign, að úrslitin fá þýðin gsíðar fyrir þjóðernisnýmyndun ina, ef hér annars myndast nokkurn tíma nokkurt sérstakt þjóðerni, sem tvísýnu má ef til vill á telja. t Því þótt Canada eigi fýrir sér — sem ég vona — að haldast sem sérstakt veldi, þá er hún, og verðr æ meir og meir andlegr hluti Bandarikjanna, eða ef þið viljið heldr; hún og Bandaríkin virðast eiga fyrir sér og þess óska ég — að verða andleg ljeild, mynda eitt nýtt þjóðerni, ið ame- riska. Nú erum vér Vestr-íslendingar einn af þeim þjóðflokkum, sem eiga að renna saman hér með tíð og tíma, til að mynda nýtt þjóðerni. Forlög vor eru auðsæ og óumflýjanleg; vér, það er að segja niðjar vorir, missa,. og verða að missa, sitt þjóðerni hér. Og að ætla sér að sporna við þvi, varna því, það væri eirts og að ætla að veita fljóti upp eftir brekku. En við getum flýtt þvi eða seinkað; við getum flotið viljalaust með stramn- um, eða við getum andæft eða siglt eða róið og stýrt. Ég er ekki á því að við eigum að fljóta viljalaust með straumnum, að við eigum með öðrum orðum liugsunarlaust að fylgja fjöldans straumi. Ekki er ég heldr að mæla með því, að vér andæfum eilifan barning móti straumnum ; það yrði þó vonlaus barátta hvort sem er. En ég vil ekki heldr að vór gerum alt of mikið til að hraða ferð vorri. Ég vil ekti að við gerum okkr far um, að láta börnin okkar gleyma máli voru og inn- rætum þeim fyrirlitning fyrir vorri fornu ættjörð og voru íslenzka þjóðerni. Við verðum hvorki víðsýnni né skyn- ugri ameríkanar fyrir það. Sá maðr, sem kann fleiri tungur en eina og á að- gang að bókmentum fleiri þjóða en einn- ar, er andlega ríkari, en sá, sem að eins kann eina tungu. Sá sem þekkir sögu fleir þjóða, er fróðari en hinn, sem að eins þekkir einnar þjóðar sögu. Og sá maðr, sem á forfeðraþjóð og þjóðernissögu, á dýran arf til huglyftis og eftirdæmis, sem hinn á ekki, sem enga ættjarðarsögu ■á\ Ilugsum okkr tvo sveina, er hvor- ugr hefir nokkurn tímanlegan auð að erfðum fengið; annar er sonr merks manns og fram í ætt hans hafa verið ágætismenn sinnar þjóðar, vitrir menn, góðir og göfugir; hinn sveinninn er út- burður, sem fanst með lífi í reifanum og var alinn upp, en enginn veit hverjir foreldrar hans voru. Finst yðr ekki þessir sveinar hafi fengið býsna ólíkan arf? Með nútíðarinnar fulla skilningi á þýðingu arfgengisins, mun það vera öllum ljóst að svo er. Og vér Islend- ingar, sem frá fornöld til þessa dags höfum verið svo ættfróðir, ættum að skilja þetta manna bezt, sem norska skáldið Ásmundr Ólafsson Vinje kveðr: “God Arv det er fyr Mannen av Godtfolk vera född”; þaðer á ís- lenzku: “þvi arfur er það góður, að eiga göfugt kyn”. Og við Islendingar þurfum sem þjóð ekki að skammast okkar fyrir kynið; í ongrar annarar þjóðar æðum flýtur göfugra blóð—konunga, hersa og vík- inga-blóð. Þetta eigum vérað muna. og þegar vér komum hingað til lands, til að setj- ast hér að, þá eigum vér ekki að koma sem auðmjúkir, niðurlútir, lítilsigldir menn, heldr eigum vér að bera höfuð liátt; ekki fyrirverða oss fyrir þjóðerni vort, heldur vera stoltir af þvi, og segja hnarreistir við Enskinn : “íslendingar erum vér, skilgetnir afkomendr þeirra manna, sem þér eigið alt það að þakka, sera bezt er, í stjórnarfari yðar og stofnunum, í lífsskoðunum og luud- erni”. Ég get ekki stilt mig um, að segja ykkur dálitla.sögu af Göngu-Hrólfi; hún stendr ckki í Göngu-Hrólfssögu, sem er mestmegnis samsetningr. En Göngu-Hrólfr var norrænn víkingr, sem í byrjun 10. aldar herjaði á Frakk- lands strendr og lagði þar undir sig mikið land.það er síðan heitir Norman- dí. IÁarl heimski, sem svo var nefndr, róð þá fyrir Frakklandi; hann gerði frið við Göngu-Hrólf, er hann sá sitt ó- vænna, og gerði hann að hertoga yfir Normandí. Það var tízka þá, að her- togi, sem þág land að lóni af konungi, skyldi kyssa á fót konungs eða stóru-tá til merkis um, að hann tjáði konungin- um hollustusem yfirdrotni sínum. Karl heimski sat í hásæti er Göngu-Hrólfr gekk fyrir hann. Þegar Hrólfr skyldi tána kyssa, vildi hann okki beygja sig eða lúta Karli, og mælti til manna sinna: "Jæja, réttið þið mér þá, pilt- ar minir, löppina á konunginum". Þeir gerðu það, beygðu sig og tóku um fót Karli og réttu hann upp að munni Göngu-Hrólfs, en Hrólfr var höfði hærri en aðrirmenn, ogdrógst konungr við þetta niðr úr hásætinu og veltis t á gólfið. — Það var afkomandi Göngu- Hrólfs i beinan legg, sem síðar lagð i undir sig England. Hér í álfu er nú enginn konungr, sem kyssa þurfi á tána. En hér eru lög og landstjórn, og þeim erum vér hollustu skyldir. En ég vil að við sýn- um þá hollustu, eins og Göngu-Hrólfr, án þess að beygja oss fyrir því, sem ekki er lotningar vert. Ég vil vór séum löghlýðnir menn dyggir landsþegnar, en að öðru leyti metum það eitt i siðum og háttum hérlendra manna, sem nokk - urs er vert, en liöfnum hinu, sem fánýtt er, og höldum þar voru, sem það er betra. Beygjum oss fyrir engu fyrir það, að það er enskt, enaðeinsfyrir því, sem jafnframt er nýtilegt og gott. Höldum fast við fögur dæmi feðra vorra og ættarþjóðar; þá höfum vér nokkuð fram að leggja í sumblið til myndunar ins nýja, unga ameriska þjóðernis. Ég sagði áðan að við skyldum reyna að halda þvi skriði á skipi voru, að það láti að stjórn, er vér siglum hér áleiðis og stefnum í ameríska þjóðernisliöfn. Það er margt í roru þjóðerni, margr erfðagripr, sem ekki er vert að kasta fyrir borð, heldr holt að hafa fyrir segl- festu : vér höfum frá alda öðli til þessa dags á Islandi notið meira persónulegs frelsis, en nokkur önnur þjóð i heimi, og það enda á þeim tímum þcgar póli- tisku frelsi voru var hvað mest misboð- ið. VarðveÍÞöm ástina á þessu frelsi og gerum vort til að ryðja þvi rúm hér í landi; þess er engin vanþörf; vór ber- um meiri virðing fyrir ráðvendni i stjórnmálum, en menn gera hér i landi; varðveitum þann arf; vér höfum fleiri einkenni, svo sem ró og hugsunarsemi, virðing fyrir röksemdum og allnæma réttlætistilfinning. Eflum slíkt ogvarð- veitum, og drekkum oss þar til heilsu- lyfs holla teiga úr vorum forna og nýja sögu og bókmenta brunni. Hvort hald- ið þið só betr fallið til að vekja göfugar hugsanir í brjóstum ungra manna, forn- sögur vorar með sínum snildardæmum drengskapar og þreks, eða liversdags sögur meðalhöfunda samtíðar vorrar hér í lnndi ? Blandast nokkrum hugr um svar- ið? Og á siglingu vorri mun mæta oss ýmislegt það af hérlendu, sem ekki er vert að innbyrða. Eitt vil ég sérstak- lega vara yðr við að vera eigi of bráð- látir upp að taka, og það er þjóðtrúin í þessu landi. “Hvað þá—þjóðtrúin ? Hór er eng- in þjóðtrú” heyri ég ykkr segja með sjálfum ykkr. Vitaskuld ætla ég ekki að fara að tala um kyrkjumál í dag, og því megið þér skilja, að ég er ekki að tala hór um neina lögboðna kyrkjutrú. Alt slíkt er frjálst og fjölbreytilegt í þessu landi. En þjóðtrú hefir Ameríka samt, 'og það svo ríka, að Ameríku- menn liafa sinn sérstaka þjóðguð fyrir sig, sem flestir 'þeirra trúa á, livaða kyrkju sem þeir að öðru leyti kunna að tilheyra. Þessi þjóðguð heitir: “inn almáttugi doliar”. Þennan kumpán vil ég ekki hvetja ykkr til að tigna. Ef þið getið gert hann að þræli ykkar , það er annað niál; beygiðaldrei kné fyrir því arma goði ; afneitum aldrei fyrir þá sök vorum fornu þjóðvættum : ís- lenzkum drengskap og dáð. Vér Islendingar eigum einkennilega sögu : fyi st vort glæsilega sjálfsstæðis- tímabil; svo undirokunina, glötun frelsisins, vesaldóms og myrkra tíma- bilið, og nú loks byrjandi endrreisn : “Fjögurra alda frelsis glæstar brautir, —þá frægðai tið ei sagan gleymast læt- ur— sex hundruð ára þrældóm, smán og þrautir, svo þrek og dáð til samt að rísa á fætur: mín ættarþjóð, fyrst þín er saga slík, svo þrátt fyrir landsins fátækt ert þú rik”. Þó að íslendingar se enn ekki búnir að vinna upp 600 ára vanrækt, þá eru þeir þó byrjaðir, og þó stundum miði enn smátt, þá miðar þó sýnilega fram í rétta, horfið. og á framtíð ætt- jarðar minnar hefi ég bjargfasta trú. En engin þjóð gengur óskemd í gegn um sex alda kúgun, svo hún tapi ekki einhverju af fornum kostum sínum og ég er ekki frá því, að rénað hafi hjá oss íslendingum kjarkur, þrek, manndómur, hreysti. En margt gott höfum vér og geymt. Vér erum t. d. löghlýðin þjóð og lítt við stórglæpi kendir. Það er aldrei svo minzt á okkr hér í blöðum eða ræð- um, að vér sóum eigikallaðir inir “ráð- vöndu íslendingar.,, Já, íslenzka ráðvendnin klingir oss svo sifelt í eyrum, að ef við værum ekki slíkir dánumenskunnar stólpagripir sem við erum, þá væri ekki kyn þótt við værum farnir að fá hálfgerða skömm á íslenzku ráðvendninni. Það er orð- ið væmið að heyra þennan ein- róma ráðvendnissöng. Það vekr manni óneitanlega löngun til að heyra. einhvern tíma eitthvað annað talið oss til gildis jafnframt. Þvi heyrum við aldrei um nein íslenzk afrek? Já, þó synd og skömm só að segja það: mér liggr enda við að segja: því heyrum við aldrei um svo mikið sem einn ærlegan íslenzkan glæp — stórglæp, meina ég, en ekki daglegar hversdagsyfirsjónir? Ég veit enginn misskilur mig svo, sem ég reyndar unni glæpum eða vilji mæla þeim neina bót. En það sem fyr- ir mér vakti, var þetta, að andleear og líkamlegar einkunnir einnar þjóðar má marka eins af glæpum hennar að sína leyti eins og af afreksverkunum. Ofg- arnar mætast. Afreksverkið og stór- glæprinn geta átt að nokkru leyti sam- eiginlegan grundvöll: hugdirfð, þrek, hreysti. Það er komið undir því, hvern- ig menn verja þessum eiginleikum, hvort árangrinn verðr afreksverk eða stórglæpr. Lítilmennið vinnr aldrei af- reksverk né drýgir stórfelda glæpi. Þvi segir Henrik Ibsen : ‘Der skal mere til end at eöle sig i Dynd; der skal baade Mod og Kraft til en Synd. * Þ. e. á íslenzku : ‘að ata sig í for — nei, það þarf meir, svo það sé mynd ! það skal mannskap til og þrek, að drýgja alminlega synd P Hefir nokkur heyrt þess getið, að Gyðingr hafi framið innbrotsþjófnað, rán, víg (sem ekki var ragmannlegt launmorð) eða aðra þá glæpi, er karl- mensku og hug þarf til ? Nei, þeir kunna bara að smá-stela, svíkja. flá — snillingar að flá — og þegar lengst nær að myrða á laun til fjár varnarlaus ör- vasa gamalmenni. Þá sjaldan þeir myrða, er það ávalt til fjár. Nú vona ég þið skiljið, við hvað óg á, án þess að misskilja mig. En—munu margir segja—vér ísl. erum svo fámennir ; við getum engin á- hrif haft, okkar getrað engu gætt. Það er ekki alt undir fjölmenninu ko.nið. Hverjir eru það, sem nú á tímum setja sinn stimpil á heimsins skáldskap? Eru það enskir, franskir eða þjóðversk- ir menn?—Önei, engin af stórþjóðunum stendur nú i þeim efnum fremst. Það er ein af heimsins smæstu ogfátækustu þjóðura, og það er sú þjóð, sem oss er skyldust. Það eru Norðinenn. Hinrik Ibsen er nafnið, sem nú er viðast þekt um allan mentaðan heim, á allar tung- ur og í öllurn álfum. Og hvaða höfunda. eiga enskar þjóðir nú eða Þjóðverjar eða Frakkar, er nefna megi við hlið Björnsone, Kjellands og Lie’s? Enskr ferðamaðr. sem nýlega var að ferðast i Asíu, segir frá því um eina þjóð þar, að hann hafi verið í vafa um, hvort hann ætti að telja hana til ment- aðra þjóða eða hálfmentaðra. Svo var hann í heimboði eittkveld hjá höfðingja þarlendum, og í ræðu, sem einn af in- um innlendu gestum hélt yfir borðum, mintist hann á "heimsins ’nierkasta. samt.ðaskáld, sem vér allir þekkjum, Henrik Ibsen”. Eftir það, segir ferða- maðurinn, var ég í engum vafa; sú þjóð lieyrði til inum mentaða heimi. Núna í vor kom út á Þýzkalandi 1. hefti af allstórri bók, sem heitir : “Saga íslenzkra bókmenta á 19. öld’r. Hvaða útlendr höfundr hefir tekið sér

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.