Heimskringla - 17.09.1896, Qupperneq 1
X. ÁR.
NR. 38.
neimskringia.
' '■■■'■ - 1 ■■■■■■■ 1 " — ■ ’ —
* WINNIPEG, MAN., 17. SEPTEMBER 1896.
FRETTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG 10. SEPT.
Ofsaveður á austurströnd Ameríku,
en mest í Ný Énglandsríkjunum. Var
veðrið svo mikið víða í grend við Bost-
on, að sjórinn gekk langt á land upp.
Sem svar upp á spurningu Hon. H.
J. Macdonalds, á sambandsþingi, svar-
aði Fielding fjármálastjóri því, að i
þessa árs áætlun væri ekkert fé til um-
bóta á Rauðá, en að það mályrði athug-
að að þessu þingi loknu.
Telegram frá Winnipeg til blaðsins
“Star” í Montreal segir að samningar
þeirra Lauriers og Greenway’s ábrær-
andi skólamálið, s<5 áþekkur boði Green-
way’s í síðastl. Marsmánuði.
Svo þykir mörgum að þjóðfundur
íra í Dublin, sem nú er ný-lokið, hafi á
engan hátt náð tilgangi sínum. Er sagt
að þar hafi ekki mætt einn einasti af
Parnells-sinnum og enginn af fylgis-
mönnum Tim. Healy’s.
Bryan forsetaefni kom heim til sín,
í Lincoln, Nebraska, í gær og fögnuðu
honum 5000 manns. Um kvöldið flutti
hann ræðu fyrir 5000 áheyrendum undir
beru lofti. Samdægurs var McKinley
forsetaefni fagnað jafn stórmannlega, í
Canton í Ohio og flutti hann þar einnig
ræðu fyrir fjölda áheyrenda.
Keisarahjónin rússnesku komu til
Kaupmannahafnar í gær, frá Kili á
Þýzkalandi.
Bandafélag liandverksmanna á
Bretlandeyjum situr á ársþingi sínu í
Edinburgh. Meðal annars vill félagið
að þingmönnum Breta sé launað fyrir
þingstörfin.
FÖSTUDAG 11. SEPT.
Fellibylur æddi yfir Parísarborg í
gær, og olli stórtjóni og mannskaða, þó
ekki í eins stórum stýl og samskonar
byljir í Mississippi dalnum og vestur
Bandaríkjunum. Svo menn viti nú
biðu ekki ekki bana nema 5 eða 6 menn,
en um 50 meiddust, Eignatjónið aftur
á móti er mikið, einkum af völdum fá-
dæma rigningar, er fylgdi veðrinu,
Jarðskjálpta vart varð í stöku stað
í IUinoÍ3 í gærmorgun, en ekki svo að
tjón hlytist af.
Þær fréttir eru nú útbreiddar að
stórveldin séu um það að reka Tyrkja-
soldán frá völdum, en setja annanskárri
í hans stað. í millitíðinni heldur Abdul
Hamid áfram að stjórna eftir vild sinni
Og hefir nú meðal annars skipað öllum
útlendum mönnum úr ríkinu, sem ekki
hafa fasta atvinnu.
Þræta er eins yíst og líklega í vænd-
um út af Alaska-Canada landamærun-
um. Bandaríkjastjórn vill ekki viður-
kenna að óreyndu mælingu Canada-
manna, sem nýlega var gerð og sem
segir 111. hádegislínuna þeim mun vest-
ar en áður hafði verið ætlað, að megin-
hluti gullnámanna í Alaska lendi Cana-
da-megin landamæranna. Námamenn-
irnir vilja ekki trúa að þær séu í Canada.
Friðþjófur Nansen kom til Kristjaníu
i gær á skipi sínu ‘ 'Fram” og var þar
þá mikið um dýrðir. Um 70 skip fóru
lengst suður á fjörðinn til að mæta
norðurfaranum og fylgja honum heim
að bryggjunum, þar sem tugir þúsunda
manna biðu til að fagna hinum fræga
norðurfara.
Raffræðingur í Moskva kveðst hafa
fundið upp ráð til að fiytja mál manna
með telefón mikið lengri leið en áður.
Hann hefur talað við menn í 800 mílna
fjarlægð og heyrðist hvert orð venju-
fremur vel. Hann vill nú fara til Lon-
don og reyna að tala yfir Atlantshaf.
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN
dr
BúHING
P0WDIR
IÐ BEZT TILBÚNA
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Jowder. Ekkert álún, ammonia eða
Snnur óholl efni.
40 ára *eynslu.
LAUGARDAG 12. SEPT.
Öldruð kona og 11. ára gamall son-
ur honnar voru myrt í New Brunswick
í fyrri nótt og eldi síðan slegið í húsið.
Átta ára dóttir konunnar hafði fengið
áverka mikla á höfuðið og er haldið að
hún deyi, þó henni yrði náð lifandi úr
eldinum. Konan átti peninga allmikla
í húsinu og mun það hafa verið orsökin
til morðsins.
Á útrennandi sumri hefir útflutn-
ingur manna af Bretlandseyjum verið
minni en í fyrra, svo nemur 18,000.
Samtímis hefir útflutningur til Canada
þó aukist svo talsverðu munar.
Stjórn Breta hefir sæmt Li Hung
Cliang riddara nafnbót og fóstursyni
hans báða sömuleiðis. Fengu þeir þess-
efnis telogram á leiðinni milli Efra-
vatns og Winnipeg 9. þ- m.
Bryan forseta-efni hefir breytt ferða
áætlun sinni. í stað þess að verða í
Duluth og grendinni um næstu helgi,
vorður hann í Washington og nágranna-
bæjunum, þá á norðurleið úr suður-
ríkjunum.
Bómullar-uppskera í Egyftalandi er
í ár hin mesta er menn muna. Er met-
in um 300 milj. dollara virði.
Francis J. Child, nafrifrægur kenn-
ar við Harvard-háskóla, lézt í gær, 71
árs gamall.
Á brezka liandverksmannaþinginu
í Edinburgh var i gær samþykt álykt-
un þess efnis, að hlutaðeigandi bæjar-
stjórnir ættu að eiga allar bryggjur og
skipakvíar, með tilheyrandi vöruhús-
um og fram og uppskipunar búningi en
ekki einstök félög, ein og nú er svo víöa.
MÁNUDAG 14. SEPT.
Eftir 14 ár hefir nú Pat. J. Tynan
foringi morðingjanna er 6. Maí 1882,
myrtu Frederick Cavendish lávarð í
Dublin, loksins verið fangaður. Var
það gert aðfaranótt hins 18. þ. m. í
Boulogne á Frakklandi. Til Evrópu
hafði hann komið fyrir mánuði síðan og
síðan ferðast um Frakland og Italíu.
Gokk undir nafninu Goorge Gordon, og
enda fleiri falsnöfnum. Hann liafði
mikla peninga á sér og skjöl mörg sem
honum og fleirum kemur illa að sjái
dagsljósið.
Japan-stjórn hefir fengið Englands-
banka til geymslu $55 milj. í gulli. Á
féð að liggja ósnert svo hún geti tekið
það þegar henni sýnist.
Það er fullyrt að þegar þing Breta
kemur saman næst, láti stjórnin bera
fram frumvarp til laga, er veiti írum
sjálfsforræði í sínum sérstöku málum.
En svo er eftir að vita hvort Irum goðj-
ast betur að því, en samskonar frum-
varpi, sem Gladstone-sinnar fluttu.
Almenningur á Englandi og allur
fjöldi blaðanna krefjast þeSs nú ótví-
ræðlega, að Tyrkjasoldáni séhrundid og
helzt að Tyrkjaveldi í Evrópu só látið
hverfa úr sögunni.
Bandarikja-kjósendur eru nú farnir
að veðja um úrslit forseta-kosninganna
fyrir alvöru. Einkennilegasta veðmál-
ið til þessa er á þá leið, að nái Bryan
kosningu á þessi að flytja burtu úr
Bandarikjunum, en hinn, ef McKinley
kemst að. Báðir mennirnir eiga heima
í Milwaukee.
Telefón-ujipfinnarinn, Graham Bell,
kveðst bráðum vona að geta hagnýtt
sólargeisla í staðinn fyrir vír, til að
senda telefón-skeyti eftir.
ÞRIÐJUDAG, 15. SEPT.
Ríkisþingskosningar fóru fram í
Maine í gær og unnu repúblíkar. Go-
vernors-efni repúblika fékk að sögn yfir
50,000 atkv. umfram gagnsækjanda
sinn. Þjóðþingsmennirnir 4 eru allir
repúblíkar; í efri deild ríkisþingsins eru
eingöngu repúblikar og í neðri deild að
eins 5 eða 6 demókratar.
Félag í Brasilíu er að vinna meðal
fransk-canadiskra manna eystra í þeim
tilgangi að fá þá til að flytja til Brasi-
líu, og hafa þegar um 1000 manns á-
kveðið að fara—leggja af stað í dag.
Sambandsstjórnin hefir tekið í streng-
inn og vill sýna mönnum fram á, að
þeir þoli ekki loftslagið í héraðinu syðra
sem þeim er ætlað að setjast að í. Lau-
rier sagði í gær að hann hefði beðið
klerkalýðinn að rétta umboðsmönnum
stjórnarinnar hjálparhönd í þessu efni.
Skjöl sem fundust á Tynan hinum
irska, er höndlaður var á Frakklandi á
sunnudagsnóttina, sýna að til er sam-
særi í þeim tilgangi að ráða af dögum
bæði Victoriu drottningu og Rússa-
keisara.
Eftir síðustu fregnum frá Cuba að
dæma, eru nú Spánverjar teknir að
beita sömu brögðum og Tyrkir í Ar-
meniu. Eru nú að sögn farnir að
brenna og myrða verjulausa Cubamenn
á heimilum þeirra úti á landsbygðinni.
Forsetakosningasóknin er farin að
harðna. Er svo sagt að aldrei fyrri
hafi verið hafðir eins margir almennir
fundir, þar sem málskörungar spreita
sig á gull- og silfurþrætunni, eins og í
þetta skifti. Á laugardagskvöldið var
flutti Bryan 3 ræður á 3 fundum í St.
Louis fyrir 30—35,000 manns, og á
mánudagskvöldið flutti W. B. Cochrane
2 ræður á tveimur stórfundum í Chica-
go. Þessu líkar eru sögurnar um hinn
óþrotlega mælskustraum í öllum stór-
bæjum Bandaríkja á hverjum degi.
MIÐVIKUDAG, 16. SEPT.
300 fransk-kanadiskir menn lögðu
af stað alfluttir í gær frá Montreal til
Brasilíu. Þeir eru gintir með loforði
um stöðuga vinnu á sykurræktunar-
búgörðunum. Miklu fleiri höfðu skráð
sig til fararinnar en með famtökum við
að telja um fyrir þeim tókst að kyrr-
setja alla nema þessa 300. Það þykir
engin von til að þessir menn þoli hit-
ann og loftslagið í héraðinu, sem þeir
verða fluttir i.
Ástandið í Konstantinopel er þann-
ig nú, að enda gildir borgarar hinna
ýmsu stórvelda eru hræddir um líf sitt.
Það er búiet við upphlaupi og almennu
blóðbaði nú á hvorri stundu.
Nú á hverjum degi er vænt eftir
orustu í Súdan. Herflokkar Breta á
ferðinni upp með Níl, eru nú bara fáar
mílur frá virkjum Dervishonna.
Á síðastl. 8 mánuðum hafa Banda-
ríkjamenn selt vörur upp á $38 milj. í
útlöndum, umfram það sem þeir seldu á
sama tíma í fyrra. Samtímis keyptu
þeir 64 milj. doll. minna í útlöndum en í
fyrra.
Gamli Sir McKenzie Bowell er orð-
inn ritstj, aftur. Hefir keypt sitt gamla
blað, “Intelligencer” í Belleville, Ont.
Göfuglyndi
er það besta som hver einstaklingur á
til í eigu sinni, og göfuglynd þjóð verður
mest og frægust f augum allra bestu
manna heimsins. En ég er sár hrædd-
ur um að margir menn sóu til, sem ekki
þekkja þetta sannarloga göfuga,— stór-
leik sálarinnar, mannúð og myndarskap,
sem er algerlega laus við hégómaskap,
eigingirni og ýmsar fleiri óveruhvatir
smásálar breyskleikans. Göfuglynd sál
er sá rótti arfur frá himnaföðurnum;
það er gullþráðurinn, sem má rekja sig
eftir alla leið upp til ættföðursins mikla
og volduga, sem hefir andstygð á öllu
þessu óhreina og smáa. Göfuglyndu
sálirnar eru það, sem guð almáttugur
segir að séu sínir elskulegu synir og
dætur; það er ekki roinni efi á því en
hinu, að göfuglyndum mönmyn líður
aldrei illa- Það er ekki af því að ég
liafi skarpari sjón eða skynsemi meiri
en aðrir menn, en leið mín hefir legið
svo víða, að mór hefir gefist tækifæri til
að athuga ákaflega margt í gegnum líf-
ið, og ég skal hjartanlega viðurkenna,
að ég hefi fundið fjölda af göfuglyndum
sálum, sem glansa eins og stjörnur eða
skínandi perlur í gegnum þokubláman
og fjarlægðina á farnaveginum, þegar
ég lít til baka.
Líka hef ég séð dálítið af þessu
hörmulega smáa, óhreina og óverulega,
sem er líkt og einlægir smá skugga-
fleigar innanum sólarheim göfuglyndis-
ins. Ég gæti sagt nokkrar ljómandi
fallegar sögur af göfuglyndinu, sem ég
hef orðið var við, sem best gætu skýrt
hvað ég meina með göfuglyndi; en það
yrði máske of langt mál. En meðan óg
dvaldi í 12 ár með ísfírðingum, þekkti
ég sannarlega margan skínandi, ljóm-
andi mann, og því ekki örgrant að mér
ekki hitni um hjartaræturnar þegar
einmitt Isfirðingur rekur sig hroða-
lega á smásálarskapinn og durgshátt-
inn, að hann dauðmeiðir sig og hljóðar
upp af sársauka. Því hann bjóst ekki
við að þessi f jandi væri til, af því hann
var ísfirðingur. Það er eins, síðan hing-
að kom. Eg hefi þekt langt um meira
af því stóra en því smáa. Ég hefi fund-
ið engilshöndur hjúkra líkama mínum,
og göfuglyndið og mannelskan færa frið
DRENGURINN ÞINN LIFIR EKKI
MÁNUÐ.
Það sagði læknirinn við Mr. Gil-
man Brown, 34 Mill St., South Gardner
Mass. Sonur hans leið af lungnaveikl-
un, sem hann fékk upp úr taugaveiki
og hann eyddi þrjúhundruð sjötíu og
fimm dollars til læknis, sem að lokum
gafst upp á honum og sagði: "drengur-
inn þinn lifir ekki einn mánuð”. Hann
reyndi Dr. Kings New Discovery og fá-
einar flöskur komu honum til heilsu,
svo hann gat farið að vinna eins og
hver annar. Hann _ segist eiga heilsu
sína að þakka Dr. Kings New Discove-
ry, og segir það meðal hið bezta. sem
til er. Flaska til reynslu fæst ókeypis í
öllum lyfjabúðum.
og líf sálu minni. Og ég segi það alveg
satt, að ég hefi yndi af að hugsa um og
mér þykir heiður af að geta sagt það um
landa mína. Þó reyndar aldrei sé nú
neinn heiður að því, að vera í þvi ásig-
komulagi að þigga, þá held ég samt að
aldrei sé vanheiður að taka á móti göf-
uglyndi. Ég er ekki að tala um 25—50
cent eða $1,00, eða “mannsfylli”, sem
auðvitað er gott og blessað, en oft gefið
með aftur augun og stundum fyrir hé-
gómagirni og sjálfhól. Ég er að tala
um það stóra, göfuglyndið, — hjartað,
sálina.
Þegar ég var hjá Gunnari sál. Hall-
dórssynií Skálavík, frosta-veturinn ’81,
þá segir hann nokkru fyrir páskana:
“Nú ætla ég að skera á morgun 20
lömb, kú og hest, svo ég sé vissari að
standa dálítið lengur”. Þá segir fjár-
maðurinn : “En að þú skulir ekkireka
gemlingana hans Ásgeirs af þér; það
munar um þá 12”. — “Heldur þú að ég
hafi tekið þá undan hnífnum fyrir fáum
vikum, til þess að reka þá undir hann
aftur?” spurði prestur. “Nei, mig mun-
ar ekki alt um þetta, en hann munar
nokru að halda þeim”.— “Fallega syng
ur í arngeirnum lijá þér núna, Gunnar
minn”, sagði ég. “Þetta er það, sem
hver maður mundi gere, nema smásálar
vesalingar, sem ætti að vera sópað ein-
hversstaðar út í horn á heiminum svo
þeir væru ekki að þvælast fyrir manni”.
Svo eftir fáa daga kom batinn og blíð-
viðrið og 2 mjög fallegir hvalfiskar upp
um ísinn, rétt fyrir utan túnið. Ég veit
að það er ekki nógu nýmóðins að segja
að drottinn muni hafa sent göfuglynda
manninum þetta í launaskyni, en ég hefi
ósköp gaman af að hugsa mér að hann
hafi þó sent drengnum sínum þessa
sykurmola svo að hann ekki gleymdi að
vera góður, alveg eins og við gerum við
börnin, þegar þau á einhvern hátt
“spjara” sig vel.
Þegar listamaðurinn og þjóðhöfð-
inginn, séra Halldór á Hofi í Vopna-
firði sagði við manninn, sem hann var
að hjálpa síðast um björg, eitt ísa vorið:
“Nú máttn, drottinn minn, fara að
senda okkur skipið, því ég er nú sjálfur
i voða og get engum hjálpað lengur”,
þá veit ég líka að hann, skaparinn,
hvislaði i eyraö á æru-manninum: Þig
skal ekki vanta efni til að smíða úr,
elsku sotiur minn, því verkin þín skulu
prýða listaverkaböllina hjá mór. Skipið
kom lika næstu nótt eftir.
Göfuglyndið borgaf sig betur en
nokkur hlutur annar. Eg held að með
réttu mætti kalla það lykil að sannri
vellíðun manna bæði innra og ytra, þvi
að hafa góða hylli, ást og álit, er meira
virði en ég get reiknað til peningaverös
Orbyrgð og vesöld hefi ég aldrei getað
,séð taka sér bólfestu hjá göfulyndinu ;
þær madömur að eins reka þar inn höf-
uðið, en alt er þar of stórbrotið fyrir
þeirra litla heila, svo þær fara óðara
burt aftur. Það er nefnilöga þess eðlis,
að flegja því smáa, en taka það stóra,
og stefna þess er dugnaður og menning.
og þvi mjög lítið sem það treður um
götur húsgangsins, og á ákaflega illt
með að lifa á roðum og uggum og getur
aldrei uglast áfram í keng eins og Gyð-
inga-prangari. Það er teinrétt, með
opnú og djörfu augun og hreina og
skarpa svipinn.
Það er sagt — sem er óneitanlega
satt upp á marganmáta—, að vér land-
ar hér séum á mikilli framfaraleið. En
ef vér smá gleymum eða týnum göfug-
lyndinu niður, þá fer að koma ljótur
skuggi á þjóð vora hér, og jafnvel þó
stöku menn haldi því fram að alt gildi,
öll trú ánægja, friður og vsllíðan, sé
komið undir þvi, að geta annaðlivort
sem heiðursmaður eða hræfugl stendur
rétt á sama, komist yfir og klófest þann
almáttuga dollar, þá er þetta alveg
rangt og ekki heldur algild þjóðarskoð-
un. Það er göfuglyndið sem slær al-
mættisgeislunum, frægðinni og sóman-
um á vorn flokk. Og lítum í sannleika
á þjóðina hér, sem er að minni hyggju
óefað göfug, stórlát og myndarleg. Og
hvernig yrði álitið, sem vér fengjum, ef
smásálar harðneskja og ómyndarskap-
ur færi að gegnsýra og smitta eða veikja
okkar gömlu og góðu, ærlegu, islenzku
dygðir ? Það yrði náttúrlega í augum
og á tungu þeirra eins og gamli Hjálm-
ar kvað um Akrahrepp : “Eru þar
flestir aumingjar, en illgjarnir þeir sem
betur mega”. Eða hafið þið ekki heyrt
söguna af mannfýlunni hérna í bænum,
sem helti liálf-soðnum matnum niður
frá fátækri konu og barni, til að geta
hertekið stóra pottinn og alt sem til var
í húsiuu, af því maður hennar stóð í
andsvari fyrir (, fatatuskurn, 8 eða flO
dollara virði, sem einhver illa artaður
dóni hafði svikist um að borga. Væri
þetta ekki óneitanlega ljótt og leiðin-
legt að fá svona lagað álit og þessu lík-
an vitnisburð fyrir vorn mannvænlega
flokk og vora myndarlegu framkomu í
þessu göfugleikans og menningarinnar
landi ?
Ég vildi óska fyrir börn ^mín og af-
komendur að þeimifylgdi æfinlega göf-
ugleiki og myndarskapur.^Það er taug
sem tengir saman. Og þess sama vildi
ég óska fyrir alla'mina þjóð.
LáRus Guðmundsson.
Ýmislcgt.
NJ.jo-oríai tir. Það er engin nýung að
heyrist sögur um að þessi eða hinn hafi
séð ógurlega höggorma í sjónum, en það
er sjaldnar að fréttist, að nokkur slíkur
ormur sé fangaður. Nýlega var þó einn
slíkur fangaður á Puget-firði, ekki all-
langt frá Tacoma í Washington-ríki.
Ormurinn er 17 feta. langur og hefir
meðal-manns gildleika. Hann flæktist
í sterku neti hjá tveimur fiskimönnum,
sem nær dauða en lífi af hræðslu við
skrímslið drógu netið á land upp, með
orminum i. Þegar á land kom lét hann
ófriðlega mjög og beit hann og wolaði
“gaffalinn” og rár, sem veiðimennirnir
ætluðu að stytta honum stundir með.
Með einhverjum ráðum tókst þeim samt
að binda hann með traustum böndum,
en bundinn eins og hann var slapp hann
þó hvað eftir ánnað og skreið með fluga
ferð niður sandinn og út í sjóinn á með-
an reipið gaf eftir. Húðin er áferðar
slétt eins og á höggormi og dökk-blá á
lit, með ljósum dílum, en ugga hefir
hann ekki ólíka þeim á lúðu. Hausinn
er stór og nærrihnöttóttur,með ægilega
víðum munni, með stórum og mörgum
tönnum. Augun eru stór oa: skær og
eru sífelt á hreyfingu. Án þess að
hreyfa hausinn athugar hann með ná-
kvæmni hreyfíngar manna og alls um-
hverfis, sem auðsætt er af því liýernig
hann rennir augunum. — Ormurinn var
sendur á Smitlisonian-safnið I Washing-
ton City.
Victovisi (irettiiiiii', Um Victoriu
drotningu ritar Sir Edwin Arnold með-
al annars á þessa leið, í tímaritinu “For-
um”, nú nýlega: “Hið viðkvæma. gull-
skýra hjarta, viljinn af járni, hið kon-
unglega stál-tempraöa skap, stoltið, föð-
urlandsástin, guðrækni Victoriu, hefir
verið verndað í smárri en sterkbygðri
umgerð, og það hvað hún er lítil vexti,
er það sem sórstaklega vekur athygli
allra er sjá hana í fyi-sta skifti, einkum
nú siðan ellin heldur henni sem oftast í
sæti sínu. Það er sagt þegar Albert
prinz lá banaleguna, þá var óráð á hon-
um annan spréttinn. En á milli óráðs-
kastanna snéri liann sór til hennar og
sagði með sinni ósegjanlegu blíðu, er
hann kysti hana: “Elsku litla konan
míri!” Og sföar, þegar hann var í and-
arslitrunum, eftir 21 árs ástúðlegustu
sambúð, gengu einnig sögur af því, að
Victoria drottning hefði í angist sinni
beygt sig niður að honum og hvíslað að
honum: "Það er konan þin litla !” Og
engill dauðans lyfti hendinni af herfangi
sínu eitt augnablik og gaf hinum deyj-
andi manni tækifæri til að opna sín
brestandi augu og brosa framan í litlu
konuna síua, drottninguna sína, í sið-
asta sinn. En þó hún sé svona lítil, þá
geta allir sem heiðraðir hafa verið með
því að kynnast henni og eitthvað hafa
dvalið í sölum hennar, borið um það, að
hún er eins tignarleg persóna og fram-
ast má verða, þó framgangsmáti hennar
allur og tilburðir beri jafnframt vott
um þýðlyndi og gæzku. Rödd hennar
hefir og ætíð hjálpað til þessa. Ilún
hefir verið svo þægileg og hljömfögur
og er það enn. Höndi'n sem heldur
veldissprotanum yfir úthöfunum er hin
mýksta, er manni getur hlotnast að
snerta. Augun sem orðin eru döpur
fyrir áreynslu við stjórninál Breta og af
alt of marg-ítreknðum tárastraumum,
eru hin blíðlegustu, er manni getur
hlotnast að sjá”.
('r(K[k('s-i>i;)Ui‘M:ir. Þær pípur eru
tíðnefndar í seinni tið í sambandi við X-
geisla Röntgens. Eru þær kendar við
höfundinn sem fyrstur fann þær upp.
Uppfinnari þessara gler-pípna er nafn-
kunnur vísindamaður á Englandi, Wil-
liam Crookes, fæddur 1832. Meðal ann-
ara merkra uppfindinga hans, er síðan
hafa verið endui bættar og sem verið er
að endurbæta enn, er notkun rafmagns
til að draga gull úr grjóti, en sem með
öðru móti verður ekki náð. Aulc þess
sem liann alla æfi hefir unniðlátlaustað
rannsóknum og tilraunum í starfstofu
sinni. hefir hann ritað manna mest í
vísindaleg títnarit og hefi verið ritstjóri
tveggja þeirra á Englandi, “The Che-
mical News”, er hann stofnaði 1859, og
hins merka vísinda-rits: “Quarterly
Journal of Science”. Áður en hann var
tvítugur var hann orðinn aðstoðarmað-
ur kennara síns í efnafræðis-skólanum
og 22 ára gamall tók hann við aðal-um-
sjón veðurfræðisstofnunarinnar í Ox-
ford.
Ijitið lyðvelííi. Það hefirlengíverið
talið, segir “Westminster Gazette”,
London, að af sjálfstæðum ríkjum sé
annaðtveggja Andoira, eða San Marino
hin smærstu, sem til eru. En nú er víst
orðið að ótalið er það ríkið, sem lang
minnst er al!ra þeirra, er menn þekkja.
Það er hólmi litill fram af norðvestur-
strönd Sardiniu, sem Tavorelo heitir.
Hólmi þessi er 3 mílur enskar á lengd
og hvergi breiðari en J úr enskri mílu,
en samt er þossi liólmi sérstakt lýðveldi.
íbúarnir eru 55 talsins, eða voru uú fyr-
ir skömmu. Frá 1836 til 1882 réði þar
ríki maður að nafni Paolato og hafði að
öllu leyti konungsréttindi og völd. En
áður en hann dó ráðlagði hann hólm-
verjum að stofna þar lýðveldi að sór
látnum. Ráðinu var hlýtt, og hebrþar
síðan staðið lýðveld nú i nærri 14 ár. —
ítalir helga sér hólmann, en hafa aldrei
gert tilrau til að skifta sér af íbúunum
og eru þeir þvi algerlega óháðir öllum
rikjum, þó ekki sé það klárt hvort þeir
eru alvaldir eigendur hólmans eða ekki.
Hvað var það? í ritgerð um ýmis-
legt einkennilegt, sem fyrir sig hafi bor-
ið um dagana, segir “Mark Twain”
þessa sögu í “Harpers Magazine”, nú
nýlega:
“Það eru mörg ár síðan að George
W. Cable og ég ferðuðumst saman og
fluttum fyrirlestra á sama ræðupalli,
víðsvegar um landið. Þegar við vorum
í Montreal vorum við heiðraðir með
gestaboði, til þess við kynntumst sem
flestum og til þess sem flestir fengju að
heilsa okkur. Þessi athöfn fór fram í
stórum, löngum sal. í Windsor Hotelinu.
Stóðum við Mr. Cable við þann endann,
er fjarstur var aðal-inngangi og sem
gestirnir komu inn um. Klukkan var
tvö eftir hádegi þegar fólkið byrjaði að
koma inn. Gekk það yfir þveran salinn,
inn eftir honum til vinstri handar við
okkur, heilsaði okkur með handabandi,
einn af öðrum, eins og venja er til við
slík tækifæri, töluðu fáein orð við okkur
og héldu svo áfram göngunni og út með
hinni hliðinni á veggnum. Alt í einu,
mitt í fjöldanum frammi í salnum, sá
ég andlit sem ég þekti og sagði ég við
sjálfan mig: “Ja, þarna er þá Mrs. R...
Ég var búinn að gleyma að liún er í
Canada”. Ég hafði sem sé kynst hennj
mörgum árum áður, í Carson City í
Nevada. Og síðan hafði ég ekki séð
hana og fyrri en óg sá hana hafði mér
ekki dottið hún í hug. Eg hafði, satt
sagt, gleymt að hún var til og það var
alis ekkert, mér vitanlega, sem nú frem-
ur en endrarnær, gæti vakið minningu
um hana í huga minum. En ég þekti
hana samt í mannþrönginni, undir eins
og ég kom auga á hana. Og ég sá hana
svo greinilega, að enda smáræði ein, að
því er snerti klæðaburð hennar, festust
í huga mínum. Ég varð strax óþolin-
móður og óskaði hún vildi flýta sér að
koma og heilsa mér. Ég hafði því aug-
un á henni öðru livoru og sá hana sein-
ast í á að giska 25 feta fjarlægð frá
pallinum sem við Cable stóðurn á. Svo
hvarf hún sjón minniogleið svo klukku-
stund eftir það, að ég hélt hún væri í
salnum og mundi þá og þegar koma til
heilsa okkur. En það reyndist tálvon.
Um kvöldið þegar ég kom inn í
salinn, þar sem við ætluðum að halda
fyrirlesturinn, sagði einhver við mig, að
ég skyldi korna inn í stofu til síðu. — að
þar væri vinur minn, sem langaði til að
sjá mig, og bætti þessu við: “Þér verð-
ur ekki sagt nafn þessa vinar. Þú átt að
syna hvað minnisgóður þú ert”.
Ég sagði undir eins við sjólfan mig
að þar væri sjálfsagt komin Mrs. R.. ..
og að mér mundi því ganga slysalítið að
þekkja hana.
í stofunni sátu á að giska tíu konur
og í miðjum hópnum sat Mrs. R...,
eins og ég hafði búizt við. Hún var öld-
ungis eins og um daginn þegar ég sá
hana í salnum í Windsor hótelinu. Ég
gekk svo rr.kleiðis til hennar, heilsaði
henni með nafni og bætti þessu við :
“Ég þekti þig undir eins í dag við gesta-
boðið”.
Hún leit upp stórum augum,— öld-
ungis hissa. “Ég var þar- ekki”, sagði
liún. “Ég kom beina leið heiman frá
méríQuebec. Það er ekki klukkustund
siðan ég kom í bæinn!”
Nú varð ég hissa ekki síður en hún
hafði áður orðið. “Eg get ekki aö því
gert,” sagði ég, “og ég legg drengskap-
arorð mitt við að ég segi satt. Ég sá
þig i dag og þú varst þá klædd alveg
eins og núna. Og áðan, þegar mér var
sagt að hér biði mín vinur, sem ég ætti
að þekkja tilsagnarlaust, komst þú óð-
ara í huga minn, öldungis eins og ég
hafði séð þig tilsýndar í dag.”
Þetta er sannleikurinn. Hún var
ekki i mannfjöldanum í salnufn og hvergi
þar nálæg. En samt sá ég hana þar og
það svo greinilega sem orðið gat. Eg
gæti svarið þess dýran eið, að þetta er
satt. En hvernig á svo að skilja þetta?
Ég hafði ekki hugsað um hana, — ekki
i mörg, mörg ár. En hún, — hún hefir
efnlaust verið að hugsa um mig. Var
það hugur hennar. sem þannig sveif til
mín á vængjum vindanna vfir mílnatug
á mílnatug vegar ofan, og sem svo lram
loiddi þessa viðfeldnu mynd' af lienni
sjálfri fyrir sjón rninni? Það hugsa ég.
En þar með er lika lokið sögunni. Fyrr
eða siðar hefir mér í vöku aldrei birst
önnur mynd eða svipur. Það er máske
hugsanlegt að ég liati eins og sofnað eitt
augnablik. þar sem ég stóð í salnum, og.
að myndin þess vegna hafi veriðdraum-
ur. En það er þá samt ekki aðal-atrið-
ið. Eða hví skyldi þá konan hafa birtst
mér einmitt þá og þarna, en hvorki fvrr
eða síðar? Ef ekki hugur hennar, á
ferðinni til að finna mig, hvað var þr>ð
þá, sem framleiddi mynd hennar?”