Heimskringla - 07.01.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.01.1897, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 7. JAN 1897. ••••••••••••••••••••••• Heimskringla PUBLISHED BY ITie íleiinskringla Prtg. & PubL Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfrain borgað af kaupendum bl. hér] $1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi só skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Itegistered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P O. Box 305. Þjóðólfur ■er reiður nú af því ‘agent’ Manitoba- stjórnar er heim kominn til að hvetja unenn til útflutnings og leiðbeina þeim ■sem kunna að fara. Og blaðinu er vor- kunn. Ef eitthvað ætti að gera á ís- landi má fólkið ekki fækka. En við út- strauminum verður ekki spornað á með an alt stendur í stað á Islandi, að því er snertir búnað, samgöngur á landi o. þvl. í stað þess að ávíta agenta héðan -og þá sem út flyíja, væri miklu nær sanni að ganga fram knálega og berjast fyrir umbótum á þessu og umbótum á hinu á íslandi. Með verulegum fram- kvæimaim í öllu sem til umbóta veit á íslandi veéri máskó hugsanlegt að taka fyrir útflutning, en óhugsandi alveg að gera það með álasi urn erlenda stjórn og erindreka hennar á Islandi. Vér ætlum ekki að fara langt út í þetta mál, en vildum að eins benda á að þeir eru ekki nærri eins iiræðilegir “óbygðu la'ndflákarnir, eða “eyðilönd- in” í Manitoba, eins og Þjóðólfur legg- ur áherzlu á að þeir séu. Því til sönn- unar þarf ekki annað en geta þess, að á Tslandi koma ekki að meðaltali nema 1J maður á hverja ferhyrningsmílu, en í M’vnitoba koma 3 á hverja ferhyrn- ingsmílu að meðaltali. “Óbygðu land- flákarnir” á íslandi eru þess vegna helmingi meiri tiltölulega, og þess vegna litlar líkur til að þeim sem þar búa ofbjóði “óbygðu landflákarnir” í Manitoba. Fylgjandi setning í Þjóðólfi er líka eins fjarri því að vera sanngjörn og rétt, eins og nokkuð getur verið: “En þess vegna seilist hún [Canadastjóru] eínkum eftir íslendingum, til að byggja þessí eyðiiönd, að henni virðast þeir nógu skrælingalegir til að geta sætt sig við allan skollann”. Það er óhugsandi að komast fjær sannleikanum en þetta í jafnfáum orðum, Canadastjórn- hefir ekki þetta álit á íslendingum, og að því er kunnugt er, ekki einn einasti maður i Canada. — í allri Ameríku. Canada- stjórn vill fá innflytjendur úr N orður- Evrópu allri, ánnokkurs tillits til nafns ins á landinu sem þem þeir byggja. Og það er ekkert launungarmál að hún kýs þá fyrSJ og fremst af því, að [norður- F.vrópumenn yfírleitt eru betur ment- aðir en suður-Evrópumenn, skilja þar aí leiðandi betur skyldur sínar sem þegnar í frjálsu landi og geta eftir ör- Stuttan tima tekið greindarlegan og ó- skertan þátt í öllum þjóðmálum. Alt frá þvi snemma á siðastl. súmri og til jóla hafa komið hingað hópar nærri í hverri viku, af fólki frá austur- jöðrum Austurríkis og nágrannahóruð- unum í suðaustur-Evrópu og enda aust an af ströndum Litlu-Asíu. Sumt af þessu fólki er mannvænlogt og líklegt til að verða nýtir borgarar, en það fagnar enginn yfir komu þessa fólks.— Það kemur óboðið og tekur sér bólfestu. Stjórnin vill það helzt ekki og enginn hérlendur maður, en þóbregður hvorki stjórnin Jné þjóð því um að þa,ð se skrælingjalegt’ Stjórn og þjóð vill það ekki af því það er svo ómentað. Það vildi þannig til,að einmitt^ama daginn og Þjóðólfur kom með þennan óverð- skuldaða ósanna sakaráburð á Canada- stjórn, flutti eitt blaðið hór í bænum ritgerð um þessa suður-Evrópumen.n sem alt af eru að koma. Sú ritgerð gekk út á að sýna hvílíkur óhagur það væri fyrir þjóð og land. ef fjöldi kæmi af þessu suður-Evrópufólki, sem fæst kynni að lesa og skrifa og þá því síður aðrar meiri listir. Af sama toga er það spunnið, að Canadastjórn hefir rótt í þessu kunngert stjórn Breta, að hún vilji ekki inuflutning Armeniumanna til Vestur-Canada. Það sýnir sig sjálft að legði Canadastjórn sig fram gæti hún eins auðveldlega fengið hundrað menn til útflutninga í suður-Evrópu- löndum eins og hún fær einn mann á íslandi. Að hún þá vill heldur 10 menn á Islandi eða úr norður Evrópu. en 1000 úr Suður-Evrópu, það sannar, eða hitt þó heldur, hvort það eru ‘skræl ingjalegir’ menn sem hún “seilist” eft- ir, “til að byggja þessi eyðilönd”, eins og Þjóð’ólfur segir. Nýraæli. Nýmæli eru æfinlega mörg á tak- teinum, ef stjórn á hlut að máli. En mikið af því sem talað er um í dagblöð- unum er þannig vaxið, að vér sjáum litla ástæðu til að tína það upp og hafa eftir, á meðan alt er óvíst. En sem stendur eru tvö nýmæli á ferðinni, sem svo eru stórfengleg og undir eins svo þýðingarmikil, að vér getum ekki stilt oss um að minnast þeirra, án þess þó að geta nokkurs til um það, hvort þau eru bygð á nokkrum nýtilegum grundvelli eða engum. Fyrst er það, að sambandsstjórnin sé í undirbúningi með að kaupa að C. P. R. félaginu alla landeign þess á milli Rauðár og Klettafjalla. í raun og veru er nú þetta ekki nýmæli, því fregnum í þessa átt hefir verið fleygt fyrir í blöðum af og til um síðastl, 2—3 ár. En þær fregnir hafa æfinlega verið álitnar sem flugufregnir og hefir þess vegna verið gefinn lítill gaumur. Þegar Laurier var á ferðinni hér vestra um haustið, til undirbúnings undir kosningasóknina, talaði hann í þá átt, að það væri gott og gagnlegt fyrir ríkið' að ná haldi á allri þeirri landeign félagsins. Þaðsem hann þá sagði um þetta mál, gaf mönnum ástæðu til að ætla, að kæmust “liberal- ir” að, mundu þeir gera tilraun til að tramkvæma þetfa. Og eins og nú stend- ur, virðist nokkur ástæða til að ætla, að sú getgáta hafi verið rétt. I veizlu, sem hinuin nýja innanrikisstjóraClifford Sifton, var haldin hér í bænum fyrir skömmu, flutti Hon. Mr. Greenway ræðu, auk annara, og í þeirri ræðu fór- ust honum þannig orð, að allir álitu það fastákveðna stefnu Dominionstjórnar- innar að kaupa all.ir landeignir félagsins Það er ekki eingöngu hór, að þannig er litið á málið. Það er talað míkið um þessa ræðu á Englandi, og það álit al- ment látið í ljósi, að enginn hlutur mundi heppilegri fyrir Vestur-Canada í heild sinni, heldur en einmitt þetta, að kaupa land félagsins og slá því opnu sem heimilisréttarlandi fyrir hvern sem hafa vill. Það, samhliða gullnámunum í Vestur-Canada, sem nú laða að sór rík- ismenn úr öllum áttum, álíta menn á Englandi að mundi reynast sú auglýs ing sem hrifi, og að þá yrði ekki laugt þess að bíða, að margfaldaðist búenda- fjöldinn í Vestur-Canada. Þetta er annað nýmælið. Hve þýð- ingarmikið þetta mál er, er auðsætt, þegar athugað er, að landeign félagsins nú er að minnsta kosti 13 miljónir ekra, eða 75 til 80 þúsund venjulegar bújarðir —160 ekrur í hverri. Ef af þessu verð- ur, er hér um meira en smáræðis jarða. kaup að ræða. Ef til vill yrðu þau rik- inu stórkostlegur gróðavegur, að þvi er bráða fólksfjölgun snertir. Það gæti líka verið að stjórnin fengi alt sitt fé, eða meginhluta þess, endurgoldið, ef hún seldi ákveðinn hluta landsins, eins og hún gerir nú. En i bráðina mundu þessi jarðakaup auka en ekki rýra ríkis- skuldina, sem Laurier og hanshægri- handarmönnum alveg ofbauð á meðan þeir stýrðu minnihlutatiokknum á þingi og sögðu þá bráðnauðsynlegt að rýra skuldina. us ” mekthbl PLASTER I hATC prMcrlbcd Monthol Plaster !n a nnmhor ofcaíesof neuralífio aud rheumatic pain8t#ftnd am Ycry much pleaacd with the effecta and jdeasantnes* of iis applicatlon — W. II. Ca&PBN- TF.r, M.D., Hotel Oxford, Boaton. I havo ukcU Menthol Plaaterji in Beroral casos of nuiscular rheumatlam. ond find in every cas* th itit jn»v«alroo8tin«tatit and permanent reiief. —J. It. MOORE M.D.. Waahinjrton, D.C. It Cures Soiat Jca, Lumbaj;o, Neu- ralgla, Pnins in Rack or Side, or any Muscuiar Pains. Price* I Davis ft Lawrence Co., Ltd, 25c. I Sole Proprietors, Montreal. • ••••»•••• «s Hitt nýmælið er þess efnis, að Dom- inionstjórnin hafi ákveðið að skella sneið austan af Assiniboia-héraðinu og auka þeirri sneið við Manitoba-fylki. Fylgir það og þeirri sögu, að fylkis- stjórnin 1 Manitoba eigi að hafa eignar- rétt yfir öllu ónumdu stjórnarlandi í þeirri sneið, og samtím:s alger umráð alls skólalandsins i Manitoba. Þetta segir sagan að verði gert í launaskyni fyrir það hve öflugur stuðningsmaður Greenway reyndist Laurier, er hann hélt uppi skólamálinu þar til það f^eytti Laurier í hásætið og hvernig Greenway svo að því verki loknu útkljáði það þrætumál svo vel, að Laurier og enda Tarte og fleiri ofstækismenn sem áður voru, eru nú ánægðir og segja, eins og líka er satt, að klerkarnir óg þeir kaþó- líkar allir, sem enn eru óánægðir, séu ó- alandi og óferjandi. Þessari sögu fylgir og sú frétt, að samtímis ogþessi ‘útdeil- ing’ eigi sér stað, verði héruðunum Assiniboia og Alberta gefin full fylkis- réttindi. Er það góð frétt, hvað sem hinni líður, og þess vegna vonandi að hún sé meira en tilgáta. Hérað-menn bafa oftar en einu sinni æskt eftir inn- göngu í sambandiö með fullkomnum fylkisréttindum, en mannfæðin þótti of mikil, er talið var í fyrra, þó litlu mun- aði til þess að það þætti gerlegt. Það er ekki ófiklegt að síðan hafi fólkið í þessum héruðum fjölgað svo, að fengin sé hin fyrirsetta tala, er nauðsynlegt þykir áður en algert sjálfsforræði er veitt. En hvort sem hin ákveðna tala er fengin eða ekki, þá sýnist ekki nema sanngjarnt að veita þeim mönnum sjálfsforræði sem æskja þess, og sem að öllum líkum vita hvað það kostar. Þetta hvorttveggja eru tilkomumik- il nýmæli, en svo er eftir að vita á hve góðum grundvelli þau eru bygð. F orseta-kosn ingin. Eftir alt sem á gengur í forsetakosn- ingasókn í Bandaríkjunum, eftir alt sem á gekk í haust, kemur mörgum það svo fyrir, að forsetinn næsti sé yirkilega kjörinn nú, enda er það látið heita svo, alment talað. En það er langt frá því að búið sé að kjósa hann enn. Alþýðu er ekki enn veittur sá heiður, að kjósa þann háa herra. Hið lííesta'" sem hún kemst er, að kjósa forseta kjörherranna — jafnmarga í hverju ríki eins og eru fulltrúar þess ríkis í báðum deildum þjóðþings. I báðum deildum þjóðþings sitja nú 447 þingmenn og það er þar af leiðandi tala forsetakjörherranna allra í öllum (45) Bandaríkjunum. í þetta skifti Þó þessvegna sé sagt að forseti sé kjör- inn, fyrsta þriðjudaginn i Nóvember, þá er það alls ekki svo. Úrslit þeirra kosn- inga sýna að eins kjörherratöiuna, sem tilheyra þessum eða hinum íiokknum, og af þeirri tölu ráða menn svo, að hinn útvaldi forsetamerkisberi flokksins vorði kosinn, en ekki einh"er annar. Rej’-nsl- an sýnir líka að þai r óhætt alveji, aö teija þannig, en þó ■ þuð á valdi for- Setakjörherranna oi þeirra einna. hvort svo verður eða ekki. Þeir sem sé hafa óbundnar hendur,a' venjulegum liokks- böndum frádregnun . og geta því kosið hvaða mann sem þeim sýnist, En, sem sagt, til þess hefir el. ki koir.ið enn, og af því er svo komin l.efðiu . að telja fo:- setann kosinn, þegai kunnugt er liver flokkurinn hefir vald á fieiri kjörherr' uin. Frá 1845 til 1887 var svo ákveðið með lögum, að forseta-kjörherrarnir skyldu koma saman og kjósa forseta á ákveðnum degi í Desember. En 1887 var þeim ákvæðum breytt þannig, að síðan koma kjörherrarnir sarnan annan mdnudag í Janúar. Ekki koma kjör- herrarnir saman allir á einu þingi, heid- eru þau kjörþing jafnmörg og rikin sem atkvæði eiga. Ríkisstjórnin í hverju ríki ræður hvar samkomustaðurinn er, t Is Invaluable, if you are run: í down, as it ls a food as well as: t a medicine. I The D. & L. Emulsion : E Will build you up if your general healtii is \ £ impaired. t The D. & L. Ertnuision : ► Is the best and most palatable preparation of \ ' Cod Liver Oil, agreeing with tbu mostdeli- ; l cate stomachs. ; : The D. & L. Emulsion ! - Isprescribed by the leading physiciansof ; [ Canada. ; ; The D. & L. Emulsion : - Is a marvellous flesh producer acd will give \ l you an appetite. ; SOc. & S1 per Bottie : Be snre yoa get I DAVIS & LAWBtNCE C0., LTD. : : the genuine | montreal en ekki kjörherrarnir sjálfir. Þegar á staðinn er komið, er ekkert að gera nema greiða atkvæði á seðlum, er síðan eru vandlega innsiglaðir og sendir með sér- stökum sendiboða til Washington. Skal hann færa forsetanum í efrideild seðlana eða, sé hann fjærverandi, ráðherra utan- ríkismálanna. ’Að þessu loknu er samt ekki alt búið enn. Samkvæmt sama lagabálki liggja svo seðlamir í Washington í umbúðum sem ekki má snerta, þangað til annan rniðoikudag í Febrúar. Þann dag, kl. 12 á hádegi, á efrideildarforsetinn að kalla saman báðar þingdeildir á sameinaðan fund. Fyrirfram hefir hver þingdeild kosið 2 rnenn til að telja seðlana 'og at- kvæðin, en sjálfur brýtur efrideildarfor- setinn innsigli allra bögglanna og tekur út seðlana og les. Að þessu loknu stend- ur hann á fætur og les samiagða tölu allra atkvæðanna, sem hvor umsækjandi fyrir sig hefir fengið. Og svo lýsir hann yfir því, að þessi eða hinn sé rétt kjör- inn forseti Bandaríkja um næstu fjögur ár, frá 4. Marz. Fyrri en alt þetta vafstur er afstað- ið, er forsetinn ekki kosinn, þó svo só alment sagt. Það er þetta böggulslega’ fyrirkomulag. sem inenn nú alment vilja nema úr gildi, hvert sem ]>eim viija manna verður fullnægt eða ekki. Menn vilja að forsetanum sé gert jafnhátt undir höfði og þingmönnunum, en hærra ekki, að því er kosningu snertir, — láta atkvæði alþýðu gilda og vera einhlýt, Samkvæmt þessum lögum koma kjörherrarnir saman í vetur mánudag- inn 11. Janúar, til að greiða atkvæði. Og mánuði síðar,—miðvikudag 10. Fe- brúar koma þjóðþingsmenn allir í báð- um deildum saman til að hlýða á taln- ingnna pg yfirlýsing efrideildarforsot- ans. Þá, en fyrri ekki, er William. Mc- Kiuley orðinn forseti, í orði kveðnu. Nokknr orð ura fiskiveiðarnar. Hóðan úr Mikley er fátt að frétta, því eyjan er liæöi afskekt og íámenu og leiðir ai því, að það er fátt sem ber til tíðinda. sem i frásagnir só færandi. Það er einhver doðadrungi yfir öllum hór og er víst óhætt, að kenna ]iað fádærna fiskileysi, sem hér hefic verið í vetur, en þar eð fiskiveiðar er aðalatvinnuvegur manna hér, þá er ekki að furða þó það dragi dálitið fjör úr mönnum, þegar fiskurinn bregst eins algerlega eins og nú hefir átt séi stað í vetur. En ég settist ekki niður til þess að fara að skrifa fréttapistil héðan. Það var annað sem vakti fyrir mér. Mig langaði sem só til að koma mönnuin til að hugsa um fiskiveiðarnar eíns og þær ganga nú hér á Winnipegvatni. Mér finst það fara að verða alvarlegt mál fyrir okkur Ný-íslendinga. Af útlitinu að dæma virðast, fiskifélögin vera að færa sig lengra og lengra í þá áttina, að þrengja kosti okkar nýlendubúa og þeirra sem búa meðfram vatninu. En þegar talað er um ]ietta mál, þá er æfin- lega viðkvæðið : "Þetta er nú stjórn- inni að kenna.” eða sumir segja: “Svona hafa fiskifélögin alt áfrain sem þau ærla sér, oií þangað til verða þau að, að |> ui eyöileggja þessa atvinnugrein okkar.” En þá er spursmálið þetta : Gerimi ið alt som í okkar valili stendur til að koma ])prsu í viðunanlegt horf ? Kg segi nei. l'að er t;il Iftils að tala urn þetta siu á milli í hoimahúsum, og láta avo alt detta niður. En hvaðeigum við að i/era? Við skulum hugsa okkur livaöa aðferð félögin muni brúka til að fá [>essi auka- leyfi sem þau hafa fengið lijá stjórninni nú í undanfarandi tvö sumur. Auka- leyfi kalla ég þessi leyfi sem þau hafa fengið frá 31. Ágúst til 5. Oktober. Ég býst við aö iþau sendi bamarskrá tii stjórnarinnar og sýni fratn á hvað þetta só áríðandi fyrir verkamennina, og ]>ar að auki só öllu óhætt. með fiskinn. því hann sé nógur. Stiórnin erekkinógu kunnug líklega,. og svo eru flutnirigs menn málsins frá félagarina hendi nátt- úrlega sammála bænarskránni, og hvað er þá á inóti að veita þetta eitt ár ? Alt fer vel. Félögin biðja um það smnit næsta ár. Stjórnin hefir ekki heyrt eða séð eitt einasta mótmæli á móti þess:i. því það hefir ekki borist til eyrna henn- ar sem við mögluðum í heimahúsum, svo það fer á sömu leið. Stjórniu álit.ur þetta bestu aðferðina og veitir le.vfíð sem fyrri. Væri nú ekki ráðlegt fyrir okkur að sýna félögunmn að við getum líka sent umkvörtun eða bænarskiátil stjórnarinnar og látið hana vita aö við séum óánægðir með þetta fyrirkoirnii. g? Fara fram á að félögunutn só ekki veitt þetta aukaieyfi og að haldið sé áfram með fiskiklakið í Selkirk, og að fiskin- um úr því sé ekki slept í Rauðá, lieidur sé hann fluttur út á vatn, o. s. frv , eft- ir því sem mönnum kann að sýrui ’ iieppilegust. Ef ]ietta yrði svo eL l,i tel;- íð til greitia, þá getum við með sanni sagt að þetta só stjórninni að kennu En til að kotna þessu í verk, þurfuin við að sameina krafta okkar. Kg álít sum sé að það sé til Jítiis fyrir einn eða • -o menn að fara að senda umkvörtuu. l>að þarf að vera meirihlutinn af nýlendubú- um. En þá eru erviðleikarnir að koma þessu.í verk og vita tillögur manna í þessu máli. Ég held að heppilegast yrði að halda fundi í hverri deild í riýlend- unni til að heyra tillögur manna, og senda svo af þeim fundum 2 eða 3 menn til að fara á einn aðalfund fyrir alla ný- lenduna. Sá fundur ætti að geta kom- ist að einhverri heppilegri niðurstöðu með rneðferð málsins. Það er leiðinlegt fyrir okkur íslend- inga að láta fiskifélögin geta sagt, að við séum ánægðir með þessa frammi- stöðu sína. Ég hefi átt tal við hérlenda menn um þetta, og spyrja þeir undir eins : Hafið þið sent umkvðrtun til stjórnarinnar? Ég hefi orðið að játa, að mér • vitanlega hafi ekki verið gerð nein almenn umkvörtun. Mér finst að þetta fiskiveiðamál sé of þýöingarmikið spursmál fyrir okkur hér, til þess að láta það svoua afskifta- laust lengur, ef ske kynni að eitthvað mætti fá lagað. F.g vona aö þessar fáu línur verði til þess að fieiri fari að hugsa og rita um þetta mál. Og mór finst nauðsyn- legt að reyna að komast að einhverjum framkvæindum sem fyrst. Hekla, Man., 21. Des. 1896. B. Þórðarson. Haríinn. Eftir Sunnanfara. Jörðin hringsnerist eins og skopp arakringla í himingeiminum, gullgljá andi og heit öðrupiegin, en hinumegin koldimm og köid. Sólargeislarnir voiu á harðahlaupi kringum kúluna eins og þeir eru vanir, og sumir þeiria stefndu á ísland sem lá utarlega á svörtu hlið- inni. Nú hafði sólin verið tíu klukkutínia undir sjóndeildarhringnum, og engum leiddist eftir.henni, því allar skepnur sváfu og nutu næturinnar ljúfu drauma Sólin er líka enginn gleðigestur, að minsta kosti ekki fyrir þær skepnur er dreymir, því þær eru allar svoleiðis gerðar, að þeim líður betur i svefni en vöku. Eu nú kom hún samt sem áð- ur. Jóreykur sást í austri; það varföl dagshrún. Og nú komu geislarnir ríð- andi austanyfir hafið. Nóttin satenn á fjallatindum Islands. En nú hafði hún gáð að dagsbrúninni í austrinu og var farin að draga sjalið að sér. Það var að smáslokkna á stjörnunum á austur- loftinu, en í vestrinu týrði en á nokkr- um stjörnum, og þær áttu að vísa henni leið. Svo zekk hún hægt og soint vestureftir og blés rólesra á stjðrn- urnar um leið .og hún gekk framhjá þeini. En fyrstu morgungeislarnir stöðvuðu hestana sem snöggvast á eystri fjallabrúnunum og litu á eftir henni. Svo skeltu þeir undir nára og hleyptu á spretti niður í dalinn. En þ-'tta voru að eins þeir sem á undan riðu, það voru meðreiðarsveinarnir; höfðingjarniv. sjálfir sólargeislarnir, voru enn á leiðinni austuríhafi, en þeirra var nú von á hverri stund á brúnirnar og þá riðu þeir í einum sprotti vesturaf- Fyrstu geislarnir litu inn um hað- stofugluggann á fyrsta bænum sem þeir kotnu að, eu fólkið víssi ekkert af þeim; það hafði góða samvízku og svaf vel. Sumir gægðust inn um eldhús- gluggann. Þar fyrir innan bjó haninn, og það er karl sem tekur eftir livað fram fer í heiminum í kiingum hann. Hann svaf á priki og tvær hænur sín til hvorrar hliðar. l>að var rauöur hani. Undireins og fyrsti f.vrsti geisl- ii)n guðaði á gluggaiin ieit hariinn upp. "Já, já”. Harm tók eina eða tvalr teygjur á prikinu, svo hoppaði h-inn of- an og gekk með lönguip skrefum friun að augnnu h hænsahúsinu, stakk höfð- inti út, lagði þrisvar tindir llatt og leit til veðurs; svo va)ipaði hann út á lilað- ið. Fleiri og fleiri geislar höfðu smá- saman safnast niður í dalinn. Hann tók upp þrjú eða fjögur korn, sem liæns in liöfðu gleymt þegar þeim var gefið daginn áður, svo lappaði hann litla stund kri’ngum bæinn, gekk svo upp á fjósbustina. Hundarnir steinsváfu í kálgarðinum og gamli Brúnn hraut í varpanum. Þá sást á kollana á sólar- geislunum, Haninn lagði undir flatt og leit í kringum sig eins og skynugur hani; svo rétti hann úr hálsinum, opn- aði nefið og hnikkti á. Það var nú aldrei roka : gogg—ogg—gó—ó—ó—ó Hann leit í kring um sig. Hundarnir höfðu losað um svefninn. Hann reigði sig aftur og hnikti á, og þá kom hver rokan af annari : gogg—ogg—gó—gó —ó—ó—gó—ó—ó—gó— Hundarnir glaðvöknuðu og brá í brún, eins og von vár.því þá he.fði dreymt að þeir lægi á miðju baðstofugólfí með mergjaða sauðarhnútu milli tannanna, en nú vöknuðu þeir skjálf- andi út á kálgarðsvegg raoð kjálkann á köldum torfuhnaus. Þeir þutu upp í reiði sinni. Og þá var ekkert nær til að skeyta skapi sínu á en gamli Brúnn. Hann hafði í draumum sinum, aum- ingja karlinn, þótzt standa niðrí á engi í grænum gróandanum á hlýjum sum- ardegi, feitur og bústinn, eins og þegar hann var fimm vetra foli, saddur og sældarfullur og sópa mýbitinu af gijá- and' skrokknum með taglinu. Nú vakn aði hann við að hundstennurnar stóðu djúpt inní hælunum á honum ; sumar- dagurinn varð að köldum haustmorgni og mýið, sem hann sópaði svo léttilega af sér í svefninum, var svitabólurnar á bakinu á honum, en þær sátu fastar. Og þegar hann ætlaði að grípa til fót- anna og forða sér viidi annað lærið ekKi koma moð. En “vaknaðir eru þessir”, sagði haninn, þurkaði nefið á fjósbust- nni og gekk svo upp á baðstofuna. Hann gól af öllum kröftum og lagði undir flatt og hlustaði eftir hergmáliuu Þegar þaðdó byrjaði hann aftur. Hann rembdist við og hnikkti á eins og hann áliti það bráðnauðsynlegt heiminum til viðurhaids að hann nú ekki þegði, en léti til sín heyra. — Geislarnir riðu i tún fleiri og fleiri, það smábirti. Og haninn ímyndaði sér að það væri galinu ad þakka; svo gól hann í ákafa. Bað- stofan fyltist af morgungeislum og hanagali; myrkrið skreið undir rúmin og út i hornin og hroturuar lækkuðu og urðu færri. Bóndinn vaknaði fyrstur og geisp- aði að sér morgunloftinu. En um leið og hann opnaði augun, mætti virkileg- leikinn honum eins og skúr úr heiðríkju Hann hafði í drauininum verið sæt- kondur að taka út vörur á hestana sína í kaupstaðnum, og þargekk alt vel. En um leið og hann reif opin augun mundi hann fyrst eftir þvi, að í kaupstaðnum átti hann tómar skuidir, hafði lítið inn- legg og ekkert lánstraust. Hann stundi við, tók skrotugguna af lausholtinu of- anvið rúmið sitt ogsettist framaná.IIan inn gól. Konan vaknaði frá draumum um sína fyrstu brúðkaupsnótt og sá bóndann gráskeggjaðan, herðalotinn og hrukkóttan á rúmstokknum. Vinnu- menn og vinnukonur smávöknuðu og hver geispaði í sínu rúnfl. Og ekki prís- uðu þau morguninn. Svovaknaði smal- inn í fletinu sínu fremst í baðstofuimi. Það voru umskifti. Hann hafði í svefn inum verið þar sem hann helzt vildi óska sér, í rúminu innanvið dyrastaf- inn. Þar velti bóndadóttir sér í dýj- andi dúnsængunum innanvið sparlakið og oft hafði hann hugsað sér að þar væri gott að vera. Þegar liann vakn- aði var eins og honum væri velt úr volg um sængunum og kastað fram í hroll- kalt smalafiotið. Bóndadóttir vaknaði líka. En hún kærði sig sjaldan um að láta vita hvað hana dreymdi og hugsaði að engan grunaði það. Nú var alt vaknað. Haninn þóttist góður, labbaði með merkissvip suður í hlaðvarpaun, rótaði moldiun' dálítið til, lyfti upp öðrum vængnnni. lagðist niður á móti sódunni og fór hálfdotiandi að dreyma um korn o.s grautarskófir, sein liaun vouaðist efiir að sér yiðu sendar innan úr búr- i IIII. En iun i búrinu sagði húsfreyja við hónda sinn: “Guð minn góður! nú kemur piesturiun í kvöidog enginn ær- iegur biti til handa houum að borða”. Og þeiin kom saman um að þau yrðu að höggva hanann lianda prestinum. Litlu síðar fauk höfuðiö af hananum suöur á hlaðinu. Svo var hann hengd- ur upp franian á skemmuþilið. Þegar presturinn kom sagði hann í spaugi, að svona væri nú farið með söngfuglana hérna. En bóndinn sagði af kurteisi að engin eftirsjón væri að honum, fólki hefði aldrei líkað galið úr honum. Þeg- ar búið var að borða um kvöldið stóð prestur upp og strauk hendinni niður eftir maganum. Þar innifyrir var nú haninn og þaðan fór hann sömu leiðina og alt annað, sem þangað liafði komið. Og það var bæði margt og mikið. «#»•«•**•«*»*»««•«##««*##» f • 1 HÁRAUTT OQ HVÍTT. # # # # m m m m m m # m # # Það er flestum bæði konum og körlum hætfc við að verða mórauð í skapi þegar fyrstu hvitu hærurnar fara að sýna sig. Þetta er mjög eðlilegt. I flestum tilfellum eru hærur samfara elli. Þær ættu alls ekki að vera í höfði á ungu fólki sem eklti er farið að fara aftnr. Það er öllum ijóst að hárið verður stundum grátt þrátt fyrir það þótt menn séu ungir. Stundum orsakast það af veikindum, en oftast er það af skorti á hirðusemi. Þegar hárið hvítnar eða verður grátt, er engin þörf að brúka liti. llinn eðlilegi litur hársins viðhelst ef menn brúka Ayer’s llair Vigor. # # # m m # # # # # # # # # # # f ########################## Ayers Cureboock. Saga sögð af hinutn sjúku, Fæst frítt. J. C. Ayer Co., Lowell, Mass.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.