Heimskringla - 07.01.1897, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 7. JAN. 1897.
Winnipeg.
Einar bókbindari Gíslason í West
Selkirk heilsaði upp á oss á mánudag-
inn.
Hr. ThorlákurlThorfinnsson, Hallson
N. Dak., er útsölumaður fyrir “Bjarka”
og “Bókasafn alþýðu. — M. Petursson
Hra. Rögnvaldur Pétursson frá
HaDson, N. Dok., er nýkominn til bæj-
arins í því skyni að stunda skólanám
um tíma.
1794 sjúklingar voru fluttir á sjúkra-
hús bæjarins á siðastl. ári og 1691 sjúk-
linga vitjuðu sjúkrahússlæknarnir og
önnuðust um þá utan sjúkrahússins.
Sendibréf á skrifstofu Hkr. eiga :
Miss Vilborg Árnadóttir (frá Rvik),
Stephan Hermannsson, Mrs. Ingibjörg
Hákonardóttir, Kristján Benediktsson.
Meðal aðkomandi landa, sem heim-
sóttu Winnipeg um nýjárið, munum vér
að nefna (auk þeirra er vér nefndum í
síðasta blaði) hr. Árna Sveinsson, bónda
í Argyle, og-.hr. B. B. Olson, frá Moun-
tain, N. Dak.
Til hátiðabrigðis á nýárinu flutti
blaðið ‘Minneota Mascot’ 3 nýáiskvæði:
“Ring out wild bells”, eftir Tennyson ;
“Gleðilegt nýár, göfuga þjóð”, eftir
Matth. Jochumson, og kvæði á norsku
“Nytaar”, eftir Olav Lofthus.
Hr. Teitur Thomas.húsbúnaðarsali,
lagði af stað í innkaupsferð til Montreal
á laugardaginn var. Hann fór með
Northern Pacific og nemur staðar bæði
í Minneapolis og Chicago í því skyni að
Uta eftir nýjustu tízku þar, að því er
húsbúnað allan snertir. Þaðan fer hann
svo viðstöðulaust til Toronto og Mon-
treal. Hr. Jóhann Pálsson veitir verzl-
uninni forstöðu á meðan Mr. Thomas er
fjarverandi.
Mjólkursalarnir í bænum hafa unn-
ið frægan sigur yfir bæjarstjórninni.
Lögin um rannsókn mjólkurkúa o. fl. 1
þvi sambandi eru dauð og ómerk.
Hin nýja bæjarstjórn tók við taum-
haldinu álþriðjudaginn var. Formenn
hinna ýmsu nefnda voru kjörnir sem
fylgir: í fjármálanefndina A. J. And-
rews; verkanefndina C. H. Wilson; elds,
vatns og ljósa nefndinni B. G. Chaffey;
markaðs-nefndinni C. W. N. Kennedy;
löggjafarnefndinni Charles Hyslop.
Á seinasta fundi bæjarstjórnarinn
ar var ákveðið að veita þurfandi mönn-
um atvinnu við að brjóta stein, fyrir 75
cents teningsyard. Þeir sem vilja sinna
því, þurfa að snúa sér til formans gust-
uka-nefndarinnar, Mr. Polsons, er síðan
gefur þeim ávísun á verkfræðing bæjar-
ins og hann aftur á formanninn við
steinbrotið.
Blaðasýkin fer vaxandi á íslandi,
ekki síður en gull-sýkin hér um slóðir.
Á síðastl. nýári átti að byrja að koma
út i Reykjavík eitt vikublaðið enn, "ís-
land”, er Þorst. Gíslason ætlar að gefa
út. Fyrst um 3Ínn er ætlast til að það
komi út einu sinni í viku, en innan
skamms á það að koma út tvisvarí viku.
Hver örk á að vera um það helmingi
stærri en er “FjaUkonu” örkin.— Verða
þá í Reykjavík 5 blöð, sem koma tvisv
ar i viku og 3 sem koma einu sinni
viku.
Fundarboð.
Ársfundur hluthafa i The Heims-
kringla Prtg. & Publ. Co. verður
haldinn á skrifstofu blaðsins, Cor.
Ross Ave. & Nena St., i Winnipeg,
mánudaginn 25. Janúar, 1897, kl. 8 e.h.
B. L. Baldwinson,
Ritari. ,
Winnipeg, 22. December 1896.
Tíðin hélzt yndæl allan Desember
út. Á gamiársdag rigndi allan dag-
inn og seig þá snjór talsvert. Byrjaði
að rigna af austri, en gekk til suðurs,
þá til vesturs og norðurs. Rigningin
hélzt alla nyársnóttina, en er leið á
nótt breyttist regnið í ís og á nýársdags
morgun gekk í norðanhríð, er jókst er
kvöld kom og hélzt til þess undif há-
degi á laugardag. Á sunnudag skaD á
norðanhríð aftur, bjartviðri en ofsi og
skafrenningur, er hélzt til þess á mánu-
dag. Isiun á sporinu bannaði umferð
rafmagnsvagnanna á nýársdag.
Járnbrautarmálanefnd sambands-
stjórnar sat á fundi í þriðjudaginn til
að ræða um leyfið sem Winnipegbæjar-
stjórnin biður um til að byggja brú
yfir C. P. R. sporvegsklasann á Salter
Str. hér í bænum. Það var búizt við
að C. P. R. félagið mundi berjast gegn
leyfinu, en er til kom sagði það ekkert.
Leyfið fæst þess vegna undir eius og
bæjarstjórnin og C. P. R. hafa lokið
samningi sinum þar að lútandi.
Fjórir bændur frá Mountain og Ey-
ford, N. Dakota, Matúsalem Einarsson,
Sigurjón Jóhannesson og þeir bræður
Kristján G. og Sigurður Kristjánssynir,
komu til bæjarins snögga ferð frá Pem-
bina á nýársdag. Á laugardaginn
brugðu þeir sér til Selkirk og héldu
heimleiðis aftur á mánudaginn, Sér-
stakar fréttir úr bygð sinni höfðu þeir
engar að segja, nema hvað þeir höfðu
heyrt í þann veginn er þeir fóru af stað
að úlfar hefðu drepið tvo menn—karl-
mann og konu—í Pembina-fjallabrún-
unum vestur af Mountain. En fregnin
var ógreinileg til þeirra komin, og gátu
þeir því litlar upplýsingar gefið.
Til hr. Thomas Klog
(eða einhverra landa. er vita utaná-
skrift hans).
Steingrímur Tómasson, af Seltjarn-
arnesi á íslandi, er fór af landi 1867,
hefir skrifað mér og beðið mig að útvega
sér utanáskrift Thómasar Klog (sem ég
hygg sé bróðir hans). Síðast er ég vissi
var Thomas Klog í San Francisco, Cal.,
og vona ég að blað þetta berist honum í
hendr, eða einhverjum landa, er geti
gefið honum visbending um það. Utan-
áskrift til Stgr. Th. er svo : Mr. Stein
grim Thomasson. C/o Post Office.
Coolgardie. Western Australia.”
Jón Ólafsson,
Newberry Library, Chicago.
Fundarboð.
Hinn 12. þ. m. (Janúar) heldur hið
íslenzka verzlunarfélag ársfund sinn í
húsi Jóns Stefánssonar, 418 Young Str.,
kl. 8 siðdegis.
JÓN STEFÁNSSON,
Forseti.
Maður að nafni G. B. Anderson var
kærður fyrir lögreglurétti í vikunni sem
leið, fyrir að hafa gert tilraunir til að
fá kjörstjóra hér í bæuum í síðastl. do
minionkosningum til að ónýta atkvæði
þegar þeir væru vissir um að Martin
ætti atkv. (það er ekki framtekið, eu
það segir sig sjálft, af því maðurinn á
að hafa sagt, að Macdonald mætti til
með að komast að). Hann á að hafa
kvatt nokkra kjörstjóra til fundar á
herbergi á Hotel Leland og sýnt þeim
hvernig ónýta mætti atkv., með þvi að
fela blýantsbrot undir fingurnögl og
gerarispu einhversstaðar á kjörseðilinn
þegar menn svo vildu. Málinu hefir
verið vísað til hærri réttar.
Dánarfregn.
Hinn 28. Nóv. síðastl. lézt að heim-
iD sínu í Portage La Prairie, Man
Ólína Pálmey Einarsdóttir Suðfjörð,
nær 33 ára að aldri. Árið 1890 gift’st
hún Páli Jónssyni Nordal frá Langhús-
um í Fljótsdal í Norðurmúlasýslu, er
lifir konu sína ásamt 3 ungum souum
þeirra. — Ólína sál. var fædd 18. Des.
1863 á Breiðabóli í ísafjarðarsýslu og
ólzt upp hjá Helga Sölvasyni í Tungu í
Skutulsfirði, þar til hún flutti til Ame-
ríku árið 1889.
Meðalið bjargað lífi hans.
Mr. G. CaiUoneUe, lyfsali í BeaversviUe,
IU., segir: “Eg á líf mitt að þakka Dr.
Kings New Disc.overy. E_g fékk influ-
enza og reyndi alla lækna í nágrenninu,
en það var árangurslaust, og mér var
sagt að mér gæti ekki batnað. Ég hafði
Dr. Kings New Discovery í búð minni
og sendi ég eftir einu glasi, og fór að
brúka það, og frá því ég byrjaði á því.
fór mér að batna. og þegar ég var búinn
úr þremur glösum, var ég orðinn frísk-
ur. Ég hefi það ætíð í búðí'nni og heima
hjá mér.Fáið að reyna það fyrir ekkert.
Til í öllum lyfjabúðum.
Úr nýja íslandi eross ritað, að al-
ment virðist menn mjög ánægðir með
úrslit sveitarkosninganna; þó einkum
að því er snertir oddvitastöðuna. Segir
svo í bréfinu, að “nú þyki drengur sezt-
ur við stýrið, sem kunni að fara með og
sem búast megi við að komi fram vel í
hvívetna að því er snertir hag sveitar-
innar. Hinn nýi oddviti, Jóhannes
kaupm. Sigurðsson að Hnausum, var
eins og áður hefir verið getið um kosinn
á útnefningafundi, þar sém enginn
sótti á móti honum. En til hátíðabragðs
heimsóttu hann margir vinir hans kosn
ingadagskvöldið, til að árna honum
heiUa og láta í ljósi ánægju sína yfir
úrslitunum. Það þarf ekki að taka það
fram”, segir bréfritarinn, “að þeim er
þannig komu var veitt rausnarlega um
kvöldið, — veitt eins og þeir Sigurðsson
bræður kunna svo vel að veita”.
þakklætisávarp.
Síðan ég misti heilsuna fyrir meira
en hálfu öðru ári siðan, svo að ég hefi
verið algerlega ófær til aUra verka og er
það enn, þrátt fyrir allar lækningatil-
raunir. hafa fjölmargir af rainum heiðr-
uðu löndum og öðrum rétt mér örugga
hjálparhönd á einn og annan hátt. Of-
an á mitt eigið heilsuleysi bættist það,
að ég misti einu kúna, — eina bjargar-
gripinn sem ég átti. En landar mínir,
sem fyr og síðar hafa hjálpað mér, voru
þá fljótir til og söfnuðu samskotafé sem
bætti þann skaða. Þvi miður er hér
ekki pláss til að nefna nöfn allra vel-
gerðamanna minna, landa minna og
hérlendra, og svo veit ég heldur ekki
um nöfn þeirra allra. En meðal þeirra
eru : hr. G. W. Johnson, sem færði mér
$16,20 í peningum; Jón Árnason; Ást-
ríður Þórðardóttir; Þorbjörn Guðmson;
Sigfús Pálsson ; Jón Finnsson; Eyvind-
ur Jónsson. Þetta kærleiksfulla veg-
lyndi þessara manna og annara sem ég
kann ekki að nafngreina, bið ég guð af
alhug að launa þessum góðu drengjum,
jafnframt og ég opinberlega votta þeim
mitt og minna innilegt þakklæti.
Jónas Guðmundsson.
Toronto St., Winnipeg, 2. Jan. 1897.
Matreiðslubók frítt.
“Taðle and Kitchen” er nafn á nýrri
matreiðslbók sem Price Baking Powder
félagið í Chicago hefir geflð út. Um
þetta leyti verður þessi bók send hverj-
um sem vill án endurgjalds, ef oss er
sent póstspjald með pöntnu og þess er
minst á spjaldinu að sá sem pantar hafi
séð auglýsingu þessa í Heimskringlu.
Bók þessi er ein af þeim hestu af þessari
tegund, auk þess sem í henni eru um
400 fyrirsagnir um það,hvernigbúa skal
tU ýmsar kökuá, steikja ket o. fl. Þá
eru þar einnig ýmsar leiðbeiningar um
það, hvernig ganga skal frá á borði og
allskonar leiðbeiningar viðvíkjandi mat-
artilbúningi og frágangi innahúss. Mun
ið eftir því að “Table and Kitchen” verð
ur sent hverjum sem vill að kostnaðar-
lausu. Utanáskriftin verður að vera
greinileg. Bókin fæst á þýzku og dönsku
ef menn vilja. Pantanir sendist til:
Price Baking Powder co.
Chicago, 111.
Napóleon vissi þýðingu sig1-
ursins.
Þýðing hans kernur einnig í ljós á þess-
um timum.
Napóleon skildi vel hvaða þýðingu
sigurinn hafði. Eftir bardagann við
AusterUtz virtist heimurinn að tilheyra
honum. Frægðin gerði honum auðvelt
að afla auðæfa; alt hjálpaðist til að
greiða götu hans. Með vaxandi valdi
safnaði hann ávöxtum sigursins og
þannig hefir þab ávalt verið. Láninu
lánast alt. Þetta sannast á sigri þeim,
sem Dr. Price Cream Baking Powder
hefir unnið á heimssýningunni 93 og
Miðsvetrarsýningunni í California 94.
Meiri sala er afleiðingin. Fólkið hefir
skrifað uudir dóm úrskurðarnefndar-
innar sem sagði. að Dr, Price Baking
Powdor væri hið bezta. Dómur þeirra
þykir heimsfrægur sigur ekki síður en
þeir sigrar, sem Napóleon vann.
“BJARKI,”
ritstjóri Þorsteinn Erlingsson,
langbesta blaðið sem gefið er út á ís-
landi. Kemur út í hverri viku. Kostar
að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá
góð sölulaun. Skrifið til
M. PÉTURSSONAR,
P.O. Box 305, Winnipeg.
“ SnnDanfari,”
Fræðiblað með mjmdum. Kemur út
í Reykjavík einu sinni á hverjum
mánuði. Eina íslenzka ritið er stöð-
ugt ílytur myndir af nafnkunnum fs-
lendingum. Ritstjóri og eigandi
Þotsteinn Gíslason.
Blaðið kostar í Ameríku, fyrirfram
borgað, einn dollar árgangurinn.
Nýtt tímarit:
“Bókasafn alþýðu.
Svo heitir nýtt timarit, sem hr. Oddur
Björnsson, í Kaupmannahöfn, er byrj-
aður að gefa út. Er svo til ætlast að
það komi út i flokkum og verða þrír ár-
gangar í hverjum flokki, en hver árg.
verður um 300 blaðsíður í venjulegu 8
blaða broti. Hver árgangur kostar, í
kápu, 80 cent. Innbundinn í vandað og
fallegt band $1.20 —$1.30.
Að öllu forfallalausu fæ ég 1. bindj
safnsins seint í þessum mánuði og hefir
það inni að lialda öll
Ljóðmæli
Þorsteins Erlingssonar,
með ágætri mynd af höfundinum.
Má búast við að kvæði þessa alkunna
snildarskálds seljist mjög ört, er þau
koma, og er því vissast fyrir þá sem
vilja eignast þau, að senda pantanir til
mín nú þegar ; en ekki þarf að borga
fyr en við móttöku bókarinnar.
Þar sérstaklega hefir verið vandað
mjög til útgáfu Ljóðmælanna, verður
þetta bindi nokkuð dýrara en hin önnur
bindi Bókasafnsins. Fyrir áskrifendur
að “Bókasafni alþýðu” kosta þau :
I mjög vönduðu og sterku bandi $1.00
í ágætu skrautbandi, gylt í sniðum $1.20
M. Pjetursson.
P.O. Box 305, Aðal-útsölumaður.
PYNY-PECTORAL
Positively Cures
COUGHS and COLDS
in a surprisingly short tirae. It’s a sci-
entific certainty, tried and true, soothing
and licaling in its effects.
W. C. McComber & Sow,
Couchettc, Que.,
roport In a lcttor that Pyny-Pectoral cured Mr*.
C. Garcea.il of chronic cold in chestand bronchial
tuh*», and also cured W. G. McComber of a
lonj-BtaiiUiu, cold.
. J. II. IIutty, Chemist,
528 Yonge St., Toronto, writes:
geueral coul'Ii and lun<r syrup Pyny-
' a most invaluablo prcj.aration. It
the utmoat aatisfaction to all who
riod it, many havlng ipoken to me of the
lieiicfiri dcrived from ita use in their families.
lt is miitable íor old or young, being pleasant to
tlie t:i.«to. Its a.ile witli me lnis becn M’onderftil.
«'i‘l I '••-•n always recommend it as a safo and
icli.kblo cougli medicine. “
Larjc IBottlc, 2.í Cfs.
K J- n. 1:
/ 5=8
“Aaageui
Y Pectoral is a 1
rj lina glven tiie
»j have tried it, n
D.YVTS
& LAWRENCE CO., Ltd.
Sole Proprietors
Montreal
fcjv:
BLUE STORE.
MERKI : BLÁ STJARMA.
434 Main Str.
VORU-UPPLAQ
25 til 30,000 dollara virdi !
^cssar^örur^erð^^ðjc\jastT^i^n^áu Og til þess að það geti orðið þarf ein-
einhversstaðar að taka æði djúpt í árinni. Vér megum til með að fá inn peninga
og sé hægt að hafa þá saman með niðursettu vöruverði, þá stendur ekki á því.
Samskonar vörur hafa aldrei fyr verið seldar í Winnipeg með því verði, sem vér
nú bjóðum. Komið inn og látið reynsluna sannfæra yður.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
js fO
cS
eð C
I
c3
'52
ö
C
bí
o
cð
a
a
ci
B
<0
e3
«
c3
r—4
o
"O
o
♦
o
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦
o
Ö5
co
7?
O'
l_t5
V
fT
a
p
QX
QX
&
a
p
<!
O.
o.
0 ■■ ta z
p 2 83 I ð "1 I
p i
p < X
co 2. ♦
pr 0/ ♦
0 ♦
a p . % 1
X
♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Nýárs-“ballið.” Það var ein hin
skemtilegasta samkoma, sem lengi hefir
verið haldin og viðbúnaður forstöðu-
mannanna betri en nokkru sinni áður.
Hljóðfæraslátturinn var góður, kveld-
verðurinn ágætur, og að auki ókeypis
alt það “lemonaðe,” sem menn vildu
drekka. Um nóttina kl. 3 var borið
fram “Ice-cream,” og mátti hver fá af
því sem vildi. Þegar flest var á sam
komunni voru þar um 200 manns og um
130—140 héldu það út til kl. 5 á nýjárs-
dagsmorgun og fannst ekki langt. Þeir
sem ekki dönsuðu, skemtu sér við spil
o. s. frv. Forstöðumenn samkomunnar
voru : O. A. Eggertsson, forseti; M.
B, Halldórsson, ritari; Páll Olson, dans-
stjóri; S. W. Melsted ; H. Sigurðsson ;
K. Johnson; O. Björnson; J. Ander-
son; Karl K. Albert. Sem vott um álit
hérlendra manna á samkomúnni, má
geta þess, að Nor’-Wester segir þessa
dans-samkomu eina hina fallegustu á
vetrinum. Áþekkur er dómur hinna
blaðanna.
Skófatnaðar-upplag.
Yfir $6.000 virði af skófatnaði allskonar. Ruhher-skór,
yfirskór, "Moccasins,” flókaskór, fyrir karla, konur og
börn, — þetta fyrir veturinn. Að auki allar tegundir af
leðurskófatnaði fyrir unga og gamla, úr fínasta geitaskinni
eða grófustu uxahúðum, eftir vild hvers eins.
Fatnaðar-deildin.
Yfir $10.000 virði af karlmanna og drengjafatnaði. Loð-
kápur og alullar yfirkápur. Alfatnaðir, nærfatnaðir, ótal
tegundir. MiUiskyrtur, sokkar, vetlingar, húfur, og yfir
höfuð alt sem að karlmannabúningi lýtur. Aldrei betra
tækifæri að velja úr en einmitt nú.
K yennbúnings-d eildin.
Yfir $4.000 virði af allskonar kvennbúningi. Jakkar,
prjónapeisur, morgunkjólar, húfur, hanzkar og herðaskýl-
ur úr grávöru, með ýmsum litum og á öllu verðstigi.
Sjöl og treflar, nærfatnaður, sokkar, vetlingar o. s. frv.
Enginn vandi að gera öUum til geðs.
Álnavöru-deildin.
Yfir $6000 virði af álnavöru aUskonar úr alull, hálf-uU,
bómull. Kjóladúkar stykkjóttir, einlitir og með öllum lit
um, einbreiðir og tvíbreiðir. Flanelette frá 5 cents og
upp yd. Flannel frá 12J cts. upp yard, æðardúnsklæði,—
ekkert þyí líkt í barnakápur, á 50 cts. yard; ‘Beaver’-klæði
J tvíbreitt á $1 og upp yard—afbragðs verð. Tími vinst
ekki til að telja meira, en nog er til af bolum allskonar á
35 cents upp, sirz, ginghams, muslin, flos, fiöjel, silki,
borðum og kantaböndum o. s. frv.
Smávöru-deildin.
Það vinst ekki tími til að telja alt sem er á boðstólum í
þessari deild, en rétt sem sýnishorn má nefna hárbúnað
kvenna, svo sem : hárnet, kamba og prjóna; brossiur,
lokuprjóna, títuprjóna, bandprjóna; allskonar skraut-
hnappar og almennir hnappar, perlu-trimmings, allavega
litt, selt í yarðatali, og í ‘setts’, blanséttur og ’ allskonar
bolspengur o. s. frv.
Special
Nœstu 30 daga böfum vér ákveðið að
selja vorar tvíhneptu, húðþykku vetrar-
alfatnaði úr ‘-friese,” -‘serg-e” og “tweed”
með stór-afföllum, svo sem: Hjá öðrum
$10, $12 og $16, — hjá oss $7, $9 og $11.
Yfirkápur sem aðrir selja á $9, $11 og $16,
seljum vér á $6 50, $8 og $12. Þetta verð
stendur mánuðinn út, ef upplagið endist.
Það er oss gleðiefni að tilkynna við-
skiftavinum vorum öllum, að vér erum
búnir að fá alt vort mikla upplag af
haust og vetrarvörum. Umboðsmaður
vor er rétt heimkominn og færir þær
góðu fregnir, fyrir oss, að fatnaðinn
fékk hann fyrir það sem linnn band.
Er sú orsök til þess, að geypistórt heild-
sölufélag í Montreal varð gjaldþrota og
seldu skiftaráðendur vörurnar fyrir
framboðna upphæð, þegar mikið var
tekið í senn.
Af þessu leiðir að í Blue Store geta
menn nú fengið sönlu vörurnar fyrir
HELMINGI LÆGRA verð en aðrir
kaupmenn selja þær. Því til sönnunar
eru hér talin örfá sýnishorn af vöru-
verðinu.
$1,75 buxur á ......$1.00;
$2,50 buxur á ......$ 1,50;
$3,50 buxur á.......$2,00;
Drengjabuxur á.......0,25;
$1,00 drengjabuxur á 0,50.
Alklæðnaður karla $ 6,00 virði á $3,50.
“ “ 7,00 “ 4,00
“ “ 8,50 “ 5,00
“ “ 13,00 “ 8 50
Alklæðnaður drengja $3,50 virði á $2,00;
“ “ 6,50 “ 3.50
Alklæðnaður barna á 0,75.
“Racoon” kápur karla á $20,00 og
upp; yfirkápur karla úr Ástralíu bjarn-
arskínni á $15,00 og upp; yfirkápur fóðr-
ar með grávöru $20,00 og upp.
Kvenn-jakkar úr “Persian” lamb-
skinnum á $48,00; úr vönduðum “Coon”
feldum á $38,50; úr Ástralíu bjarnar-
feldum á $18,50; úr rússneskum “Coon”
feldum á $20,00.
Alt með nýjasta sniði.
434 - - MAIN STR.
A. Chevrier.
jortta Pacific fy.
CANADIAN
EXCURSIONS.
$40
To Toronto, Montreal and all points
west on the Grand Trunk System. Tic-
kets on sale Dec. lst to 31st—good for
three months with stopover privileges.
Choice of Routes.
Finest train service.
G. JOJHNSOþi,
Suð-vestur liorn Boss Ave. 02: Isabel Str.
CALIFORNIA
EXCURSIONS.
Lowest one way and round trips to the
Pacific Coast and all California Points.
The old established tians-continental
route. Through Pulman Tourist Cars
to San Francisco for the convience of
íirst and second class passengers.
Quickest time.
Finest equipment.
Write for quotations or call upon
H. Sn ÍHford,
Getieral Agent.
Cor. Mine&WaterSt, í Iíotel Manitoha,
V íuuipeg, -Uiui.