Heimskringla


Heimskringla - 18.02.1897, Qupperneq 1

Heimskringla - 18.02.1897, Qupperneq 1
XI. AR. NR. 8. FRÉTTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG-, 11. FEBR. Þess var getið í síðasta blaði, að Kríteyingar hefðu beðið Grikki um lið- veizlu og beðið þá að taka eyna undir sinn verndarvæng. Af siðustu fregn- um frá Grikklandi að dserna ætla nú Grikkir ekki að láta standa á sva'nnu. George prinz fór af stað með flota mik- iun til eyjarinnar í gær (10. Febrúar) í þeim tilgangi að híndra tyrkneska her- menn frá að komast á land. Samdæg- urs var formaður stjórnarinnar spurð- ur að því á þingi, hvað væri stefna stjórnarinnar í þessu máli og livað eig- inlega væri erindi konungssonar til Krítar. Stjórnarformaðurinn neitaði að segja hvert væri hið fyrirsetta verk prinsins, en lét í ljósi að stjórnin væri búin að ákveða stefnu og breytti henni ekki, og bætti því við, að Grikkir og Kríteyingar væru tengdir svo nánum ættar- og söguböndum, og hefðu þjáðzt svo mikið og barizt sameiginlega á liðn- um öídum, að á Grikklandi væri enginn sem ekki kæmist við af neyðarópi eyj- arskeggja. Hafíshella hefir legið fyrir austur- strönd Nýfundnalands nú lengi, og í 3 vikur tiefir ísinn bánnað skipagöngu til St. John. í gær breyttist vindstaða og rak þá isinn burt. í gær var það auglýst í efri deild Bandaríkjaþingsins, að William Mc- Kinley væri rétt kjörinn forseti Banda- rikja. Hafl fengið 271 atkvæði, en Williams Jenning Bryan 170. Varafor- seta atkvæðin féllu þannig : Garret A. Hobart fékk 271, Arthur Sewall 149 og Thotnas E. Vatson 27 atkv. Efri deild þjóðþings hefir ákveðið að hætta við Nicaragua-skurðarmálið i bráðiaa. Hinn nafnfrægi ungverski málari, M+chael Muukacsy, tr brjálaður orðinn og sögð engin von nm bata. FÖSTUDAG, 12. FEBR. i>að liefir lengi vofað yfir. að kvikn- aoi bai í suðaustur-Evrópu. Eins og nú er komið þykir mörgum likast að það verði loks Grikkir sem bera kyndil- inn nð kestinum og kveikja i. Það er sem sé búizt við að Tyrkjum og Grikkj- um lendi saman við Krítey. Samtímis er sagt að sóknar samband eigi sér stað milli Grikkja og Bolgara, og að Bolgurum sé ætlað að ráðastá Tyrki í Macedoniu-héraðinu á meðan Grikkir þreyta við þá við Krít. Stórveldunum lízt ekki sem bezt á þessa óvæntu ferð og tala um að eyða þurfi áhrifum Grikkja í þessu efni. Þó virðast þau áh'ta að fyrr eða síðar hljóti Grikkir að eignast Krít. 18 konur í smáþorpi einu á Ung- verjalandi hafa nýlega drepið eigin- menn sina með eitri. Astæða þeirra var sú ein, að þær voru leiðar orðnar á hjónabandinu. Eidur kom upp í einni stjórnarskrif stofubyggingunni í Ottawa í gærkveldi og brann allur efri hluti hennar og þekjan. Skerif-stofurnar í neðri hluta byggingarinnar eru lítið skemdar af eldsvöldum, en vatnsflóðið niður um húsið olli þar miklu tjóni. Nokkur áriðands skjöl brunnu. Eignatjónið nemur $1,000,000. Tillaga um að veita konum kosn- ingarrétt var í gær feld á Montana-rík- isþingi með 41 gegj||'27 atkv. Það er sagt að lýðvaldsstjórnin svo kallaða á Cuba hafi gefið út í laumi og selt í laumi í Bandaríkjum 15 miljónir dollarsvirði af gullskuldabréfum hins væntanlega lýðveldis á eyjunni. Eru skuldabréf þessi innleysanleg 10 árum eftir að Spánverjar hafa yfirgefið eyna. Verð þessara skuldabréfa er 50 til 51 cts. hvert dollarsvirði. VKITT HÆSTU VT2RÐLAUN A HKIMSSÝNINÖUNN DR KáNNfi P0WWR 1Ð BEZT TILBÚNA óblönduð vínberja Cream of Tartar powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni, 40 ára reynslu. WINNIPEG, MAN., 18. FEBRÚAR. 1897. Væntanlegt þykir að Bandaríkja- stjórn skipi tvo eða 3 menn í nefnd til að ræða um viðskifti og tollmál við samskonar nefnd Canadastjórnar. Hafa þeir Sir Richard Cartwright, og Davis kotnið þessu til leiðar, að sagt, er. Sam timis keppa trjáviðarsalar í Bandaríkj- um við að fá 2 doll. toU lagðan á allan aðfiuttan trjávið — $2 á hver þúsund fet. Hafa þeir skotið saman $120,000 til að hjálpa því máli áfram á þjóðþingi. LAUGARDAG, 13. FEBR. Carter n. Harrison, sonur Carters H. Harrisons borgarstjóra í Chicago, sem myrtur var haustið 1893, liefir nú nú verið kjörinn til að sækja um borg- arstjóraembættið íJChicagoundir merkj- um silfurmanna. Jarðhristingur hefir átt sér stað í Mexico af og til nú í nærri hálfan máu- uð. Orsökin er nú fundin, þar sem fjall eitt er tekið að gjósa ösku og eldi, fjall sem ekki var kunnugt fyrr að væri eldfjall. Weyler herstjóri á Cuba hefir gefið Spánarstjórn 400 þúsundir dollars af sínu eigin fó, til að halda uppi sókninni á Cuba þeim mun lengur. Diaz forseti i Mexico staðfesti i gær samning stjórnar sinnar víð Japanstjóru um að leyfa 5000 Japanítum að flytja til Mexico og taka sér bólfestu i á- kveðnu héraði. Tilgangur .Tapanita er að stunda terækt í nýbygðinni. Fyrrverandi drottning á Havai-ey- unum liefir setið í Washington nú í mánuð og er þar enn. Er sast að hún sé að leita eftir hjálp Bandaríkjastjórn- ar til að ná htildi á hásætinu á Havai- eyjum aftur. Stjórnlausar æsingar og ofsa gleði í Aþena yfir lierför George prinz til Krít- ar og framhaldaridi herbúningi á Grikk landi. Það er álitið að Grikkir verði látnir afskíftalausir á eynni og takist þeim að ná henni af Tyrkjum muni stórveldin ekkert segja. Það er undir öllum kringumstæðura líklegt að Grikk ir hefðu öflugan talsmann á stórvelda- fundi þar sem er Nikulás Rússakeisari. Fyrst or það,*Öð jivussakeisari ög Géorg prinz eru syskinasynir, og svo á Rússa lteisari þessum frænda sinum líf sitt að launa, frá því forðum er Nikulási prinz var veitt banatilræði í Japan á ferð hans umhverfis hnöttinn. Indlandshjálparsjóðurinn í Canada er orðinn rúm $50,u00, og í gær sendi Aberdeen landstjóri 50.000 dollars til aðalsamskotanefndarinnar í Calcutta á Indlandi. MÁNUDAG, 15. FEBR. Kristnir menn á Krít tóku að herja á höfuðborgina á eynni — Candia — i gærmorgun (sunnudag). Umhverfis borgina eru hæðir og á þær röðuðu þeir fylkingum sínum, en virki borgarinnar vörðu Tyrkir. Hvernig leikslok urðu er óvíst enn, en sagt að mannfall tals- vert hafi átt sér stað. Samdægurs sendu Grikkir af stað til Kritar þrjár herdeildir á 3 gufuskipura. Þeir sýna því greinilegaað þeim er alvara.—Hvað stórveldin gera er óvíst enn. Þýzka- landskeisari hafði fund með ráðherrum stórveldanna á laugardaginn, en hvað þar gerðist er leyndardómur einn. — Blöðin sum í Englandi segja það óaf- máanlegan blett á Bretastjórn, ef hún láti tilleiðast að ganga í félag með öðr- um til að kúga Grikki. Ofsaveður með fannburði í Suður- Dakota, Minnesota og Wisconsin, fyrir og um síðustu helgi. Umferð á járn- brautum víða bönnuð vegna snjóþyngsla og stórfanna. Salisbury gamli á Englandi verður gerður að hortoga í vor, ef hann vill taka því boði, en sem þykir óvíst. Aðfaranótt hins 13. þ. m. ætluðu sjóflotastjórar Bandaríkja að sýna, að með nýjasta útbúningi mætti svo verja eina eða aðra höfn, að skip fjandmanna komist ekki innfyrir skipagarðinn. Svo var öðrum sjóflotastjórum falið á hend- ur að læðast inn á höfnina.og það gerðu þeir vandræðalaust. Þetta var á höfn- inni í Charleston i Suður-Carolinariki. Efnaöur hjarðmaður, af hollenzk- um ættum, í Alberta vestra, fyrirfór sér í vikunni sem leið. Um orsök veit enginn. ÞRIDJUDAG, l(i. FEBR. Stórveldin hafa kunngert Grikkja- stjórn, að þau séu aum yfir þessu ráð- lagi hennar, að senda skip og menn til hjálpar Kríteyingum, og bæta því við, að þau neiti að bera nokkra ábyrgð af afleiðingunum. í millitíðinni gengur Grikkjum vel, þó ekki hafi enn kornið til orustu. Allir krisnir menn á Ivrít standa vopnaðir og vígbúnir og sagt að Tyrkir haldi þar bara þremur bæjum. Eyjarskeggjum og Grikkjum er því tal inn vis sigurinn. En svo eru nú væn- legar horfur á, að Tyrkir vaði með her sinn úr Macedoniu inn á Grikkland, ef Grikkir ekki hverfa lieim frá eynni. Hafa Tyrkir gefið það í skyn og eru nú að auka herafla sinn í Macedoniu svo nemur 100.000 mönnum. — Blaöiö Chronicle í London bað Gladstone í gær að senda Grikkjum kveðju sína, og er svar karls (frá Cannes á Frakklandi) þannig : “Þori ekki að hvetja Grikki þegar ég get ekki hjálpað þeim, en stór- lega fagna ég ef þeir sigra. Vona að stórveldir. muni að þau þurfa að endur- leysa mannorð sitt. Svo langt er nú komið með undir- búning undir aldarerfissýninguna í Pa- ris, að íastákveðið er að hún byrji 16. Apríl 1900 og endi 5. Nóvember um haustið. Sýningarflöturinn -verður i miðbiki borgarinnar beggjamegin við Seinefijótið. Fregn frá Cuba segir að orusta hafi átt sér stað nú rétt nýlega, og að Cuba- menn liafi beðið ósigur. Gomez sjálfnr var i orustunni og særðist, — var skot- inn í annan fótinn og hestur hans drep- inn, Hann fékk annan hest og hélt á- fram að berjast þó hann væri sár. Skeyti frá Paris segir að stórveldin hafi ákveðið að banna Grikkjum að taka þátt í orustu á [Krít. Samtímis kemur sú fregn að Rússar vilji ekld leyfa Grikkjum að eignast eyna. MIÐVIKUDAG, 17. FEBR. Krítey i höndum Orilckja. Eftir síð- ustu fregnum úr suðaustur-Eyrópu að dæma er nú Krítey orðin svo gott sem eign Grikkja. Sjóliðsmenn Breta, Frakka, Rússa og ítala, fóru á land í þremur bæjum á eyjunni á mánudag- inn og með þeiin flokkur af austurrisk- um hermönnum. Landganga þeirra þýddi það, að stórveldin réðu eynni í bráð, en ekki Tyrkir, er máttu vera að- gerðalausir, enda blöktu fánar stórveld- anna á stöngum hvervetna í Candia í gær. Samtímis og stórveldín gerðu gong" her :.ienn Grikgja á land í purpi skamt frá Candia. drógu upp fána Grikkja, birtu auglýsingar þess efnis, að þeir ^ækju eyna i nafni og umboði Grikkjakonungs. Umboðsmenn stór- veldanna vildu reka Grikki burt, en gátu ekki, því í fyrirskipun þeirra var ákveðiö að þeim bæri að verja Grikkj- um landgöngu í þremur nafngreindum bæjum að eins og— Grikkir komu hvergi rtærri þeim bæjum. — Það er búizt við að stjórn Tyrkja á Krít sé nú úti um allan aldur, og ætlað að Grikkj- um muni verða leyft að halda henni- Það er löngun eyjarmanna og Grikkja og Grikkir nú búnir að taka eyna án blóðsúthellinga, sem auðvitað má þakka því, að séórveldin voru rétt áðr búin að banna Tyrkjum að hreyfa sig. Annaðhvort er að Grikkir hafa liér gert stórveldunum grikk, eða stórveldin viljandi hafa hjálpað Grikkjum til að taka eina án striðs og styrjaldar. Victoria drottning á að vera dóm- arií landamerkjaþrætu Chili-og Argen- tinamanna. Til kaupenda Heimskringlu. Þar eð 10. árgangur blaðsins er nú allur kominn út, er vonandi að kaupend- ur, sem enn eiga ógoldið fyrir hann,sýni nú lit á að boraa sem fyrst. Útistand- andi skuldir blaðsins eru hátt á þriðja þúsund dollars og má slíkt kalla vanskil í meira lagi. og vanskil sem koma sér mjög illa fyrir fátæk blöð. Það eru nú tilmæli vor, að þeir sem eiga óroldið fyrir síðasta árgang eða fleiri árganga, sýni góðan hug sinn til blaðsins, ekki einungis með því að taka það, lieldur með því að borga það líka. Til þess að geðjast kaupendum blaðs- ins eftir föngum, höfum vér afráðið að gera þeim eftirfylgjandi kosti: Hver kaupandi sem sendir oss $2,00, livort heldur fyrir næstliðinn eða eldri árganga getur fengið hvort sem þeir vilja söguna ‘‘Kotuiigurinn’’ oða “Mikael Strogoff,” meðan þær endast (af Strogoff eru til að eins um 40 eintök), báðar í kápu. Nýir kaupendur sem borga fyrirfram, fá Heimskringlu pg Oldina ásamt þeim f jórum árgöngum sem þegar eru komnir út af Oldinni og hvort sem menn kjósa sér söguna Strogoff eða Kotunginn—alt fyrir $1.50, — Öldin sérstök (4 árgangar) fæst fyrir $1,25. Engin blöð send til íslands nema sorgað sé fyrir fram. Heimskringla P.P.Co. Engin koma Islands-blöðin. [Kveðið um jólin, þegar von var á Islandspóstinum]. Engin koma Islands bréfin og því síður fréttastefin ; allir hættir eru að skrifa ættingjar á feðragrund. Ameríka er þeim voði, ásteitingar hættu boði. Sælla finst þeim sitja heima í sæluríkum æskulund. Heima trúa’ á mátt og megin, megni alt af sínum eigin kröftum, en það kennir reynsla kínversk skoðun sú er tál. Ef þeir litu yfir um hingað. óðara þeír feugju þvingaö venjur þær sem valdið hafa visnun bæði á lífi og sál. J. H. Lindal. Horfin sæla. Ég minnist þess frá mærri æsku stund, Þá móðurhöndin strauk mér tár af hvörmum, Þá varð svo blíð og Ijúf og hress mín lund, —Mér lífið fanst sem mey í vinar örm- um. Þá þekti ég eigi heimsins hulda tál. Né hættu þá, sem ferðamanni’ er búin, Því margt kann blekkja harnsins unga sál, Sem bugast eins og sóley vindi knúin. En barudómsárin áfram líða skjótt, Meö öllum sínura glcði’ og sorgar tímum; Á miðskeið aldurs áfram barst ég fljótt, En óvfst er hvort ég og elli glímum. Nú dreymir mig svo oft um horfna ást Og yndæl blóm í Júní-skrauti sínu. Ég held það væri, já, væri jafnvel skást Að vera genginn yfir heljailínu. Þá er enduð allskyns sorg og þraut Og aldrei framarhjarta í brjósti stynur. En komast heill af þeirri þokubraut, v- - þt.ö or kúnst sem ég skil ekki, vinur. En eitt er víst og það veizt þú að er, Að þjökuð bein fá hvíld í grafarranni; En andinn hvort í aðra heima fer, Er enn þá bundin gáta fyrir manni. A. J. Skagfeld. “ Sá er drengur sem í raun reynist.” Ég finn mér bæði ljúft og skylt að minnast opinberlega þess drenglyndis og velvildar, sem þeir herrar, Halldór Steinmann og Pétur Tærgeson liafa ný- lega sýnt mér. Eins og mörgum er kunnugt, hefi ég verið veikur sfðan um miðjan Ágúst síðastl. sumar og hefi ekki getað tekið hendi til neinnar vinnu. — Þessir tveir ofangreindu menn stofnuðu svo til sam- komu fyrir skömmu (grímudans), og færðn mér að gjöf arð af þeirri sam- komu, að upphæð $19,00. Ég þakka þessum heiðursdrengjum og öllum þeim, sem að samkomunni studdu, innilega fyrir þessa rausnar- gjöf og óska þess að góðir drengir verði til þess að sýna þeim samskonar dreng- lyndi, ef þeir skyldi einhverntíma með þurfa. Winnipeg, 15. Febrúar, 1897. Sakarías Björnsson. Þ A.K KLÆTISÁVARP. Hér með finn ég mér bæði [ljúft og skylt að votta mitt innilegasta hjartans þakklæti til allra minna kæru landa, bæði i Scofield og Spanish Fork, fyrir alla þeirra hjálp og aðstoö, sem þeir hafa auðsýnt mér í mínum cinstæðings- skap og örðugu kringumstæðum, síðan guði þóknaðist að leggja mér þann þunga kross á herðar, að verða að sjá á bak mínum ástkæra eiginmanni Jó- hannesi Jónssyni, að Castle Gate, Utah. sem lézt 15. Febrúar 1896. Ég stóð þá eftir að kalla mátti öreigi, með 3 ung börn, öll í ómegð. * Því miður hefi ég ekki leyfi til að nafngreina neina af þeim, er af veglyndi sínu hafa rétt mér hjálparhönd og styrkt mig í stríði mfnu, bæði með fó- gjöfum og annari hjálp og aðstoð, en mér verðnr ekki bannað að biðja almátt ugan guð nf alhuga að launa öllum vel- gerðamönnum mínum þeirra hjálp og veglyndi við mig og mína á þann hátt, sem hann sér þeim fyrir beztu, jafn- framt og ég opinberlega votta þeim öll- um mitt og minna barna innilegthiart- ans þakklæti. Spanish Fork, 7. Febrúar 1897. María F. Jónsson. Frá löndum. Ur bréfi ýr Nýja-íslandi, dags. 26. Jan. “Á Nýjársnótt 1897, hélt kvennfé- lag Mikleyjar mikla og skemtilega sam- komu, og voru þar um 150 manns og þó að veðrið væri slæmt á gamlaársdag, komn margir úr N.-ísl. á þessa sam- komu, og þar á meðal Sigurðson bræð- ur með konum sinum, Pétur Bjarnason og fleiri málsmetandi menn og konur. Samkoman var haldin í skólahúsi Mikl- eyjar sem bygt var i haust, stórt og vandað hús. Um dagsetur voru allir komnir að félagshúsinu. Inngangseyr- ir var 20 cents fyrir fullorðna og 10 cts. fyrir börn. Kvennfélagið tók mjög vel á móti gestum ; er forstöðukona þess Oddfríður Þórðardóttir, kona Einars Þorkelssonar á Öldulandi ; eiga þau prýðisfallegt hús og eru bæði góð og gáfuð. Fóhirðir félagsins er heiðurs- konan Kristjana Sigurðardóttir, systir þeirra Sigurðson biæðra, en hennar maður er Bergþór Þórðarson, og er bygging og risna hjá þeim hjónum (á Söndum) lík og hjá hinum. Átta aðrar merkiskonur Mikleyjar eru í félaginu. Herra Bergþór setti fundinn með vel- orðaðri ræðu, eftir að forstöðukonurnar höfðu beðið alla velkomna og veitt kafti og brauð sem hver vildi. Að því búnu var hafinn hljóðfærasláttur og Heira til skemtunar. Sjónarleikurinn Nýjársnótt eftir Indriða Einarsson, var leikinn og tókst furðanlega vel, að dómi þeirra er vithöfðu á. Ræður héldu G. Gíslason, Pétur Bjarnason, Stefán Sigurðsson, Kolbeinn Þórðarson og fleiri og sagðist þeim vel. Kökuskurður fór fram óvið- komandi kvennfélaginu og mæltu þeir fyrir honum Bergþór Þórðarson og Stef- án Sigurðssou og sagðist læim vel. Það var leikið og skemt sér fram á albjartan nýársdagsmorgun og þó veður væri slæmt, fóru allir glaðir og ánægðir heim til sin og höfðu fengið allar veitingar gefins. Ur bréfi frá Keewatin, dags 14. Febr. Héðan er fáttað frétta, síðan skrif- að var héðan síðast, en til skýringar við þá greii; vil ég geta þess að lestrar fé- lagið heitir “Tilraunin'’. Heldur það fundi éinu sinni » víku, og er þá ásamt skemtilegum upplestrum, haldnar kapp- ræður, og takast þær eftir vonum. Einn maður hefir farið búrt úr Lestrar félaginu. Hann vildi ekki bæta á sig meira af bókviti. hefur vísthaldiðað þá nivindi flóaútúi . Einbættisiiienn í lestr- arfélaginu eru kosnir til þriggja mán* aða. Veðrið hefir verið rnilt í vetur, frosta lítið enfremur snjóasamt. Allan Nýársnag var úða rigning. Hér er fjöldi manns þjáðir af gullsótt, en mis- jafnt gengúr mönnum að lækna hana ; helsta meðalið er að grafa í hólana, og reynist það sumum gott og gagnlegt, en sumum þvert á raóti. Gullnámurnar og gullnámunefnurnar umkringja menn hér á allar liliðar. I Rat Portage er hyer kofi fullur af fólki. Þar hækka bæjarlóðir óðum í verði; hér eru þ'ær farnar til þess líka. Húsarenta stígur upp og alt er á fljúgandi ferð, nema at- vinna, hún er hér i vetur sára lítil. HNAUSA, MAN.,3. FEBR. 1897. (Til Hkr. frá fréttaritara hennar). Veðurdtta liefir verið nokkuð ein kennileg siðastl. 3 mánuði : í Nóv. voru sífeldar hörkur, í Desember eintómar blíður, og Janúar hefir verið léttnefnd- ur illviðra-mánuður, í honum skiftust á frosthörkur og fannvoður. Snjór er nú svo mikill á jörðu að margir muna ekki eftir öðrum eins, er þó vana legt að talsvort bætist við í jFebrúar og Marz. Full ástæða virðist þvi til að óttast fremur venju flóð í fljótum og ám með vorinu, þegar fer að leysa. Iíeihufar hefir verið með lakasta móti um langan tíma, og er ekki gott enn. Það hefir verið illkynjað kvef, snertur af lungnabólgu, hálsbólp-a og mislingar, sem hefir verið og er að stinga sér niður. Mannalát. 22(?) f. m. dó Antoníus Jónsson bóndi í Geysirbygð, ættaður af austurlandi; var lengi í Seyðisfirði, nýt- ur maður og hvers manns hugljúfi. Hann lætur eftir sig ekkju og 3 börn í ómegð, en 2 dætur lians eru uppkomu- ar. /s- og fry»tihús eru Sigurðson bræð- ur að láta bygsgja langt norður með Winnipegvatni, til afnota við sumar- veiði. Fiskitciðar hafa verið með mesta móti norður á vatninu í vetur og hefir það verið mikil auðsuppspretta fyrir þá sem þá atvinnu hafa stundað, hefði þó verið meiri ef ekki hefði ’spilzt markað- urinn úr því sem við var búist í haust, þegar samningar voru gerðir. Oull og aðrir málmar eru fundnir anstanvert við vamið (um dagleið héð- an) og streymir nú þangað um hávetnr í hörkuveðrum og illri færð fjöldi manna til að skoða staðinn og steinana; nokkrir hafa komið aftur og láta.vel af útlitiuu. Ég hefi séð stein þaðan með miklum glansa og gullfiögum, en sjáan- lega voru þar fleiri málmtegundir sam- an við. Með vorinu er viðbúið að fjoldi manna flykkist þangað,að þessum gull- námum, og fyrst þær eru svona nálægt nýlendunni (Girali) ætti það ekki að vera neinn bagi fyrir hana, að minnsta kosti. Máské þar fengist atvinna og nýir viðskiftamenn. O. G, A. "EKKI ER ALT SEM SÝNIST”. í 49. nr.lO.árg Hkr. (10. Des.f. á.) sendi minn garnii, góði kunningi, G. Thor- steinson, ritari Gimlisveitar, mér kveðju guðs og sína í nokkuð langri rit- gerð : “Orsök er til nlls”. (G. þekkir frepnritann á Hnausum að fornu og nýju, og hver ætti að þekkja matsmann sveitarinnar ef ekki ritarinn). Nú hefir sveitarráðið séð um að hann ritaði mér aftur, en dálítið öðruvísi, og set ég það bréf hér orðrétt. Það er opinbert mál: “Gimli, 11. Jan. 1897. O. G. Akraness Esq. Heiðraði herra! Á seinasta sveit- arráðsfundi 5. þ. m. varst þú skipaður virðingarmaður Gimlisveitar fyrirþetta ár, 1897. Um tilhögun á starfi þinu og hvað yfirgripsmikið það skuli yera, verður bezt fyrir þig að snúa þér ýtil) oddvitans Mr. J. Sigurðssonar. ' Ég skal geta þess að ákveðið var að við- taka gömlu matskráua, án þess að hafa nýtt mat um alla sveitina. Þinn með virðingu G. Thorsteinsson. Clerk Mpty Gimli”. Ég vona 'að menn sjái af þessari á- kvörðun sveitarráðsins, að því hefir ekki fundizt ástæöa að taka til greina vanþekking eða fljótfærni þá, sem rit- arinn ber mér. Ég skal geta þess til skýringar, að þessi ‘gamla matsrá’, sem hann nefnir, var af m é r lagfærö í fyrra, og að hún nú er “viðtekin” fyrir Jietta ár, kemur að öllum líkindum af því, að hún hefir þótt óvanalega fullkomin. því það er dæmalaúst i stjórnarsögu Gimlisveitar, að |>að só óvíst að nokkrar breytingar verði á matskránni gerðar á árinu. Sem sagt er grein G. nokkuð löng, en mér virðist sem mér sé ekki ætluð hún öll; hefði mér ekki virðzt svo, þá hefði óg sýnt lit á á að svarn henni ná- kvtQsaai.' • — Hnausa, 4. Febrúar 1897. O. G. Akraness, matsmaður Gimlisveitar 1896 og 1897. Kvala-þrenuing. Margvíslegar kvalir árura saraan. Maður 74 ára verður ungur aftur. Paines Celery Compound veitir honum nytt blóð, fjör og heilsu. HIÐ ÓBRIGÐULA LYF EYÐIR ALLRI MÆÐU HANS OG HINUM ÞUNGBÆRA SJÚKDÓMI . Friðdómari einn sannar og stað festir lækning hans. Mr. Thomas R. Baxter ffá Kars- dale, N. S., 74, ára að aldri. rétt kom- inn á grafarbakkann fyrir óttalega sam blöndun sjúkdóma. Hann hafði heima komu i 40 ár, blæðandi gylliniæð í 15 ár og mjaðmagigt ineira en ár, og þó batn aði honum þetta alt saman, og var það Paines Celery Compound, sem leysti hann frá kvölum og dauða, er öll önnur lyf reyndust ónýt. Hvernig getur uú nokkur heilbrygð ur maður, karl eða kona, efast um lækn isafl þessa Hfsgefandi lyfs, er hann hefir lesið vottorð þetta ? Herra Baxter segir svo frá : ‘Mig langar mjög til að gefa yður til kynna hiua dásamlegu lækning mína af yðar dýrölega lyfi, Paines Celery Compound. Éf? þjáðist af þeim sjúkdómi, sem gerði lifið þungt og gleðisnautt. Ég hafði lwimakorau í 40 ár, opna gyllini- æð í 15 ár og mjaðmagigt í meira en ár. Ég reyndi lækna og allskonar lyf, en ekkert linaði, og gat ég hvorki etið né sofið. Var inór þá ráðlagt að reyna Paines Celery Compound, en, ó. sú b eyting! Fyrsta flaskan kom mór til að eta og sofa, og þegar ég var búin með 7 flöskur var ég orðinn alt annar maður. Eg var allæknaður og sem ungur aftur. Alt sem ég hefi skrifað get ég sanna látið kanpmenn, lækna, yfirvöld og guðspj illabræður þrjá, og fjölda annara manna. Ég mun ætið vera yður þakklátur og yðar dýrðlega lyfl Palnes Celery Compound. Hér með votta ég að Paines Celery Compound hefir gert heilan mann úr Thomas R. Baxter. James H. Thorne friðdómari.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.