Heimskringla - 25.03.1897, Síða 1

Heimskringla - 25.03.1897, Síða 1
XI. ÁR. WINNIPEG, MAN., 25 MARZ. 1897. NR. 13. FRÉTTIR. DAGBÓK. MIÐVIKUDAG, 17. MARZ. Bólusóttin er að stinga sér niður í New York. Sjóflotastjórar stórveldanna hafa fengið skipun um að taka nú þegar til að loka höfnum á Krít og Grikklandi. Rlóðið í Mississippi eykst en rénar ekki. Ersagtað í mannaminnum liafi ekki sézt annað eins flóð í fljótinu. Tjónið þykir ómetanlegt enn sem komið er. James J. Corbett og Robert Fitzim- mons háðu einvígi með hnefunum í Car- son, Nevada. í dag og vann Fitzimmons sigur í 14. atlögu. Kom þá einu þessu heljarhöggi, sem hann er nafntogaður fjrir, á hjartastað Corbetts, sem þá hneig niður aflvana og yfirbugaður. Fitzimmons fær $38,000 fyrir orustuna 02 Corbett $13,000. Aðgöngumiðar kostuðu frá $5 til $40, og áhorfendur voru um 5,000. Corbett er Baudarikja maður, frá California, en Fitzimmons er jCstraliumaður. Konstantinus krónprinz Grikkja er yfirherstjóri Grikkja í Þessalíu, þar sem meginher Grikkja er nú samankomin. Voru honum fengin þau völd í gær. FIMTUDAG, 18. MARZ. Ritari Byron-félagsins í London fékk í gær skeyti frá Aþenu þess efnis, að til að forðast styrjöld bióði Tyrkja soldán að sleppa Kritarey við Grikki og taka burt þaðan hermenn sína nú taf- arlaust, Skilyrðin eiga að vera þau, að eyjarskeggjar gjaldi Tyrkjum litilfjör- legan skatt á ári hverju. Fregninni fylgir og að Grikkjastjórn séu hæst-á- nægð með boðið og eyjarskeggjar að sjálfsögðu, því þeir vilja gríska stjórn á eynni miklu fremur en sjálfræði það, sem um hefir verið talað. Samtímis koma aðrar fregnir frá Aþena, er segja að hinn gríski lýður sé orðinn rétt óvið- ráðanlegur af hernaðarlöngun. l’að sé ekki um annað talað en stríð við Tyrkja og að fjöldinn vilji ekki annað þýðast; er sagt að í mannaminnum hafi ekki sézt annar eins ofsi á Grikklandi. Bretar búa sig nú kappsamlega í stríð. Senda skipsfarm eftir skipsfarm af hergögnum til eyjarinnar Malta í Miðjarðarhafinu og til Cape Town í Afríku, því þar syðra þykir útlitið nokkuð ófriðlegt. Frá Evrópu koma þær fregnir, að útlit sé fyrir að Vilhjálmur Þýzkalands keisari sé að missa vitið. Er það meðal annars höfð sem ástæða, að hann klípi gesti sína og reyni að fella þá með því að bregða sverði sínu fyrir fætur þeirra Dominion-aukakosningar fóru fram í Bonaventure-kjördæminu í Quebec í gær og náði stjórnarsinninn Jean F, Guite kjöri með nærri 800 atkv. um- fram gagnsækjanpa sinn. Fagnar Lau rier yfir þessu og segir vott um sigur yfir klerkunum. Kjördæmi þetta losn- aði fyrir skömmu síðan, en annað kjör- dæmi í Quebec fylki—Champlain—hefir verið laust svo mánuðum skifti, en þar er ekki farið aðefna til kosninga enn. Fnðþjófi N ansen var á þriðjudag- inn 16. þ. m- veitt heiðursnafnbótin “doktor í vísindum” á hásKÓlanum í Cambridge á Englandi. Col. John Hay i Washington verð- ur ráðherra Bandaríkja á Englandi framvegis, — í 4 ár. FÖSTUDAGINN, 19. MARZ. A sunnudagsmorguninn 21. þ. m. er auglýst að stórveldin byrji að loka höfnum á Krít. Að loka höfnunum þýð ir það, að frá kl. 8 á sunnudagsmorgun fær ekkert griskt skip að lenda við eyna og skip annara þjóða fá það ekki VKITT HÆSTU VERÐLAUN a heimssýninqunn DR BáKING POWBIR ID BEZT TILBÚNA °blönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða öflnur óholl efni. 40 ára ’-eynslu. heldur, nema þeir fyrst fái leyfi flota- foringjanna. — í gær skutu Austurrík- ismenn á griska duggu fermda vistum, og sökktu henni úti fyrir ströndum Kríteyjar. Skipverjar komust allir ti 1 lands á sundi. Flóðið í Mississippi rénar ekki hið minsta enn, en eykst heldur. Sex eða sjö eyjar i fljótinu sem stórir búgarðar eru á eru nú í kafi, fénaður allur og eignir yfirgefnar, og fólk alt flúið. 60 manns liafa látið lífið í flóðinu svo vist sé og þúsundir manna eru húsviltir og allslausir. Blaðinu London ‘Times’ er telegraf- erað frá Cape Town, að vist þyki nú að Orange friríkið gangi í bandalag með Transvaal-rikinu. Skiprekar. Eitt Allan-linuskipið kom til New York i gær með skipverja alla, að 1 undanteknum, er dó, afskipi einu sem fórst á miðju Atlantshafi. Sam dægurs náði og til New York lítið gufu skip, er gengur með ströndum Banda- ríkja suður í Georgia. Kom það með 4 menn nær dauða en lífi af frönsku skipi, sem fórst á hafinu áferð frá New York til Vest Indía eyja. Á því skipi höfðu verið 37 menn alls, en 4 að eius eftir.—Talið er víst að farizt hafi með öllum mönnum, 100 alls, hollenskt gufu skip á ferð til Java. Salisbury hefir stungið ftpp á að stórveldin gefi $50,000 hvert, til að borga kostnaðinn sem leiði af að koma á sjálfsstjórn á eynni Krít. LAUGARDAG, 20. MARZ. í gær hóf Konstantinus prinz á Grikklandi hergönguna norður í Þessa- líu og hafði með sér 4,700 hermenn. A- þenumenn létu sem óðir af fögnuði, er fylkingiu seig af stað. — Núna rétt ný- lega var sagt að Rússar væru undir niðri með Grikkjum, með því skilyrði að þeir fái Konstantinopel til umráða. Nú segir önnur saga að Rússar séu ein- dregnir með Tyrkjum og séu tllbúnir að hjálpa þeim á ýmsan hátt. Fyrir það eigi þeir svo að fá umráð yfir hafn- stöðum nokkrum, við Miðjarðarhafið. Þetta er litið sýnishorn af sögunum er berast af þessum ófriðarstöðvum á hverjum degi. Af því geta menn séð hve ervitt er að vita hvað er satt eða ósatt í þeirri frétta-þvögu. — 3,600 her- menn sendu stórveldin til Krítar núna um helgina, sem þar eiga að sitja og halda eynni á meðan sjálfsstjórnin er sett á laggirnar, en sem eyjarskeggjar ekki vilja nýta. Sáttaréttarsamningur Breta og Bandaríkjamanna var aðal-umræðuefn- ið í efri deild þjóðþings í gær. Nýtt gufuskipafélag byrjar að senda skip sín til Montreal í Aprílmán. næst- komandi. Ganga þau skip beint á milli Montreal og Manchester á Englandi. Til að byrja með verða 6 skip í förum. Tveir menn háðu hnefaleik í Phila- delphia í gærkveldi, og datt öðrum í hug að reyna aðferð Fitzimmons, og sió gagnsækjanda sinn högg mikið í hjarta- stað. Sá sem höggið fékk hneig niður aflvana og var dauður innan hálfrar klukkustundar. MÁNUDAG, 23. MARZ. Flóð allstaðar. Sögur um ómuna- leg flóð berast nú úr öllum áttum. Stór- kostlegast er það vitanlega í Mississippi dalnum sunnanverðum, en svo er það litlu betra nú í Ohio-dalnum, í Wis- consin hvervetna muna menn ekki ann- að eins flóð og þar er nú. og áþekkar eru sögurnar úr Iowa og Ulinois sunn- verðu. — í Ontario-fylki e'ru og flóð farin að valda s’órmiklu eignatjóni. Frá Havana kemur sú fregn, að Salvador Cisneros forseti hins svokall- aða Cuba lýðveldis só dáinn, og Barto- lome Masso, varaforseti, tekinn við stjórninni í hans stað. Aðrar mark- verðar fregnir engar af Cuba. — Frá Phdippineeyjunum aftur kemur sú fregn, að þar hafi Spánverjar rétt ný- lega unnið sigur yfir uppreistarmönn- unum. Á Krít stendur alt við það sama, nema hvað stórveldin nú banna innsigl- ing á hafnirnar, síðan í gærmorgun. Herstjóri Grikkja á eynni, Vassos ó- bersti, situr þar enn og kveðst hvergi fara. Aftur á móti er útlit fyrir að her menn Tyrkja verði látnir fara af eynni; um annað verði ekki að gera, ef friður eigi að fást. Serbar eru að safna liði 'nálægt landamærum Tyrkja til heræfinga, að þeir segja. Tyrkjum líst illa á það og búast við að senda herafla þangað á hverri stundu. Sambandsstjórnin hefir að sögn gert formlegan samning við Mr. W. Peter- son frá New Castle-on-Tyne á Englandi um að hafa fullgerð 4 skip að tveimur árum liðnum, er beri 10,000 tons og gangi yfir 20 sjómílur á klukkustund. Stjórnin á að borga félaginu $J milj. á ári og stjórn Breta J milj.—Skipin oiga að ganga milli Quebec og Liverpool. ÞRIÐJUDAG, 23. MARZ. Það eitt er nýtt frá Krít, að nú eru stórveldin að sögn farin að líta svo S, að það sé gagnslaust verk aö loka höfn- unum,—að Vassos herstjóri Grikkja hafi svo mikinn yistaforða f virki sínu, að hann geti setið í það óendanlega, en að Tyrkir aftur búi við sult og seiru og komist ekki af nema stutta stund. Ef til vill verður þvi næsta stigið það, að flytja burtu hina tyrknesku hermenn og þá fyrst er von til að Grikkir muni rýma. — Hermenn Tyrkja í Macedoniu svelta og hefir herstjóri þeirra bannað stjórninni að senda sér fleiri menn, vegna fæðuskorts. Fellibylur braut skólahús í agnir og varð 12—14 börnum að bana í Arling- ton, Georgia, í gær. Presby terian-kyrk j ust jórnin kærir hinn nafntogaða skozka prest ogrithöf- und Dr. John Watson (ritnafn: Ian MacLaren) fyrir trúarvillukenningu. í gær setti sambandsstjórnin firam menn í þjónustu sinni á eftirlaunalist- ann. Einn þeirra, J. R. Balderson, er bara 38 ára gamall, og hefir beztu heilsu. Ein síðasta fréttin frá Krit segir, að Grikkir séu nú að hugsa um að kaupa Krítarey, eða bjóða Tyrkjum og stórveldunum það. Holdsveiki er korain upp meðal Islendinga hér i bænum og það í stærri stýl en æskilegt er. Fyrst er að telja konu úr Qu’Appelle nýlendunni og að auki 2 karlmenu til heimilis hér í bænum. Hafa þesslr þrir sjúklingar nú verið settir í afskekt hús og i dag er von hingað á yfirlækninum á holdsveikrastofnuninni í Tracadio í New Brunswick, -scm tekur sjú-klingana moð sér austur, þar sein þeir svo eyða æfinni Það er almenn skoðun lækna hór í landi að í almennum skilningi sé sjúkdómur þessi ekki smittandi, þó hann undir vissum kringumstæðum geti borist frá einum til annars. Ættingjar og vanda- menn þessara sjúklinga þurfa heldur ekki að láta það hrella sig, að sjúkling- arnir fara svo langt í burtu. Það fer um þá svo vel Sem bezt m á verða. Fylkisþiugið. Á þriðjudaginn 16. Marz sat þingið að eins klukkustund og gerði ekkert markvert. Helztu umræðurnar voru um járnbrautarlagning um suðaustur- fylkið til Skógavatns, en ekkert varð þar endilegt. Greenway sagði stjórnina tilbúna að gera eitthvað ef fáanleg væri braut alt til Efravatns, annars ekki. Á miðvikudaginn 17. var leidd til lykta umræðan um skólalögin, en ekki fyrri en seint um kvöldið. Tillaga Robl- ins, að frumvarpið yrði ekki yfirfarið í annað sinn fyrri en að 6 mán. liðnum, var feld með 32 atkv. gegn 5. Breyting- aruppástunga er Pare framsetti, þess efnis, að umbótalög skyldu satnin sam- hljóða úrskurði leyndarráðsins brezka, var feld með 32 gegn 3 atkv. Með þeirri breytingu voru að eins frönsku þing- mennirnir : Pare. Marion og Lauzon. Á fimtudaginn 18. urðu snai par um- ræður um meinsærismál W. G. Kings, er Roblin bar fram þá uppástungu að þingið lýsti óánægju sinni yfir að dóms- málastjóri ekki tók það mál fyrir og kærði King. Uppástungan var feld með 27 atkv. gegn 5, eins og við var að bú- ast, en illa kom hún stjórninni, og ald- rei fyrri á þinginu reiddist dómsmála- stjórinn. Á föstudaginn 19. gekk þingt íminn aðallega til að yfirfara lagafrumvörp,— 14 talsins er þá komu til umræðu. Þá lýsti og þingið yfir söknuði sínum yfir óvæntu andláti Crosby þingmanns frá Dennis. Greenway framsetti þá yfir- lýsingu og uppástungu um að þingi væri þegar siitið, svo að þingmenn • * ti fylgt hinum látna meðlim áleiðis til grafar. Roblin studdi uppástunguna. Sirrett þingmaður talaði og nokk r orð um hinn látna, en aðrir ekki og var npp ástungan samþykt í einu hljóði. Á mánudaginn 22. Marz voru frum vörp mörg yfirveguð og urðu helztu umræðurnar um hagl-ábyrgðarfrumv,, er ákveður að sveitastjórnir leggi á menn aukaskatt til að bæta fyrir skaða af völdum haglélja. Þingmenn voru fleiri á móti en raeð þessu frumvarpi, og er lítil von til að það verði samþykt. Detta úr sögunni. Kaupmenn og lyfsalar selja vona- lega deildaliti eru farnir að verða varir við það að þeir eru að detta úr sögunui Þegar einu sinni er búið að svíkja út við konu ónýtan lit, þá fer hún ekki í sömu búðina til að kaupa aftur. Þeir sem fá viðskiftavinum sínum Diamond Dye þegar þeir biðja um liti eru menuirnir sem halda áliti sínu sem verzlunarmenn í öllurn hlutum Canada. Diainond Dyes eru ágætir í öllu tiiliti þe r eru fallegir og endurgóðir, og hinir eihu lítir sem kaupmaðurinn getur með góðri sannvisku gefið meðmæli sitt með AUir sem sem kaupa liti ættu að muna eftir að gá að þvi að á umbúðunum standi “Diamond” þá fyrst mega þeir yera öruggir. Frá löndum. '*tr MARSHALL, 15. MARZ 1897. Herra ritstjóri, Af því að ég man ekki eftir að ég hafl séð þessa bæjar eetið í blöðunum, og hafa þó landar búið hér lengi, þá ætla ég að biðja þig, minn gamli góði kunningi, að lofa eftirfylgjandi línum að .slæðast með í Hkr. En jafnframt skal ég taka það fram, að ef þér þykir ég rausa helzt til of mikið rúmsins vegna, þá blessaður notaðu blöðin fyrir íkveikju, og er það öldungis reiðilaust af minni hendi. Og nú að efninu. betur við þau; þau eru viðkunnanleg í allri framgöngu. Sex kyrkjur eru hér i bænum, tveir barnaskólar og einn lærði skóli (High School), sem svo mörgum hættir við að kalla háskóla, en sem þó er varla á við latínuskólann í Reykjavík, sem engum kemur til hugar að kalla háskóla. A þennan skóla ganga í vetur 5 landar, 3 stúlkur og 2 piltar. Gestgjafahús eru 4 og Lyon Co. ráðhúsið, stór og smekk leg bygging úr múrsteini. Götur bæj- arins eru breiðar og beinar og trjám plantað fram með þeim flestum og er skógurinn hin mesta bæjarprýði. Hér eru gefin út 3 vikublöð: “The News Messenger”, “The Reporter” og “The Lyon Co. Leader”. Eins og áður er sagt er þetta vín- laus bær,og verðamenn nú að iifa þurra búðarlífi hvað það snertir alla leið fram með Norhwesternsbrautinni frá Trace til Canby,eða um 50 mílur. Eng in furða þó menn þoli illa gaddinn og grimdina, hríðarnar og hretviðrin. Landar eru hér. eins og áður er sagtum 60 talsins, ungir og gamlir, 13 búendur, og eiga 10 þeirra húsin sem þeir búa i að meira og minna leyti og og sumir að öllu leyti. Þegar tillit er tekið til þess hvað kaupgjald er hér lít- ið og óstöðug vinna, þá getur maður ekki annað sagt, en að þeir hafi barizt góðri baráttu, því hús þeirra eru góðar eignir og allstór sum þeirra, vel búin -utan og innan og allir þeir hýbýlaprúð- ir menn. Stöðuga atvinnu hafa að eins 7 éða 8 menn þeirra, 1 við verzlun, 1 við skóla, 2 á járnbraut og 4 að mylnunni: 3 eru .iðnaðarmenn og vinna annars hvaða vinnu sem er. Kjólasaumur. Mrs. W. A. Johnson, 96 McDonald Str. tekur að sér að sníða og sauma kvenn- kjóla og annan kvennfatnað, gegn lægsta verði. TIL SOLU ÁBÝLISJARÐIR alstaðar í Manitoba, HUS cg LÓÐIR með lágu verði í öllum pörtum bæjarins. Aðgengilegir skil- málar fyrir kaupendur. Nares & Robinson. Financial & General Ag3nts, Basement Livingstone Block, VVinnipeg, Man. W.Brown & Co. verzla með Tóbak, Vindla, Pípur og annað tóbaki tilheyrandi. Hórlendur og útlendur varningur fáanlegur. Army & Navy 541 MAIN STR. heildsölubúð, Winnipeg, Auglýsing Þeir sem vilja eignast hið ágæta íyf “Our Native Herbs” sem er heilsustyrkjandi og gott fyrir blóðið, geta fengið það hjá undirrituðum eða hjá Mr. Gunnlögi Helgasyni, i búð Á. Friðrikssonar. sem einnig hefir það til sölu. Jóh. Th. Jóhannesson, 392 Fonseca Str., Winnipeg. Abýlisjörð. Ef þig langar til að eiganast 75 ekrur af ágætu plóglandi, hesta og aktýgi og sleða og yms jarðyrkjuáhöld, aðsins 9 mílur frá Winnipeg, þá getur þú fengið það mjög billegt — fyrir peninga, eða skuldlausar fasteignir í bænum, hjá Guðm. Jonssyni, So. West Cor. Ross Ave. og Isabel Str. “ISI.ANi I>.” Blað þetta er gefið út í Reykjavík. Ritstjóri er Þorsteinn Gislason. Laugstærsta og ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Kem- ur út einu sinni í viku, í atóru arkar- broti. Áskrift að eins bindandi fyrir einn ársfjórðung. Verð ársfjórðungsins er 35 cent. Borgist fyrirfram. Menn snúi sér til H. S. BARDAL, 613 Elgin Ave., Winnipeg. Fluttur. Ég hefi flutt flutt frá Notre Dame Ave að 561 Elgin Ave. (Jemima Str.) og er mig þar að hitta með alslags góðgæti sem öllum er kunnugt. Ég vonast eftir að sjá mina fyrrum skiptavini, og marga nýja. HANS EINARSSON 561 Elgin Ave. (við endan á Kate Str.) Bmnswiclx Hotcl, á horninu á Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi í bænum betri viðurgerningur fyrir $1 á dag. Bestu vín og vindlar. Frfflutn- ingur að og frá járnbrautarstöðvum. McLaren Bro’s, eigendur. “BJARKI,” ritstjóri Þoesteinn Erlingsson, langbesta blaðið sem gefið er út á ts- landi. Kemur út í hverri viku. Kostar að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið til M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg. “ Siuinanfari,” Fræðiblað með myndum. Kemur út K Reykjavík einu sinni á hverjum mánuði. Eina íslenzka ritið er stöð- ugt flytur myndir af nafnkunnum ís- lendingum. Ritstj'óri og eigandi Þotsteinn Gíslason. Blaðið kostar í Ameríkn, fyrirfram borgað, einn dollar árgangurinn. Matur á reiðum höndum dag og nótt. Stærstur og skrautlegastur “Billiard” salur í bænum. Ekkert nema vönd- uðustu vín og vindlar á boðstólum. Pat. O’Connor, Eigandi. Marshall er litill, snotur bær og liggur beggja megin við Chicago & Northwestern-brautina, 12J mílur í suð austur frá Minneota, binum íslenzka “Metropolis” i Minnesota. I vestur- jaðri bæjarins sker Great Northern- brautin Northwestern og er því kross- járnbraut, í bænum. Á báðum þessum brautum er allmikil umferð þegar bæri- legt færi er, en f vetur hafa eimlestir því nær engri reglu getað bundizt, sök- nm snjóa norðurundan. Samkvæmt reglunnm koma og fara hóðan tvær maimtíutníngsíestir og tvær vöruflutn- ingslestir á dag á Chicago & North- western og eins á Great Northern, eða tieiri. Verzlan er rekin hér allmikil þegar vel lætur í ári og sækja hingað menn býsna langt að stundum. Hér fæst margt sem ekki er til í smærri bæjum hér um slóðir, og svo eru bændur hér í kring 1 góðum efnum, enda gott land og frjótt í nærliggjandi héruðum. fhúar í bænum eru um 1800, flestir innfædd'r Ameríkanar, nokkrir Frakk- ar og Þjóðverjar, fáeinir Belgíumenn og Skandinavar og 60 íslendingar. Atvinnuvegur manna er verzlun og landbúnaður; litill er hér iðnaður og verksmiðja engin sem teljandi sé. Ein stór hveitimylna er þó hér og hafa all- margir raenn þar atvinnu við, þar á ineðal 4 landar; gengur hún nótt og dag árið um kring; kaupgjald þar eitthvað um $1,25. Að koma hingað ;frá Chicago, þar sem ég hefi dvalið um undanfarin 12 ár, er líkast þvi að koma úr kóngsríki í garðshorn, og fátt sem minnir mann á stórborg, nema ef vera skyldi rafmagns liósiii á götum og í búðum. vatnsverk- ið, ein ‘Department-store’, 1 hveiti- niylua, dálítið alþýðubókasafn og svo- lítil lækjarspræna, sem Marshall-ingar kalla á, en sem væð er hverri meðal rnús, nema í leysingum á vorin; en þá kvað hún vera heljarmikið vatnsfall og ekki fær nema jötnum einum. En “Margt er það í karlsins koti, sera kongs er ekki á ríku sloti”. I Chi- cago var kvartað undan hvað vatnið væri vont og það ekki að orsakalausu ; hér Jiarf Jiess ekki.hér er bæði gott vatn og mikið, og loftið auðvitað ágætt;þess sknl |ió um leið getið, að í Chicago er að luinni hyggju betra loft enn í nokkurri annari stórborg í Ameríku eða að íuinsta kost,i eins gott. F,l> kom hér fyrir eitthvað 13 árum á ferð minni frá gömlu mömmu Winni- peg i il Chicago, og þekti ég varla þetta garðshorn aftur. Karl og kerling hafa talsvert stækkað hornið sitt og nú oru þar snotrar húsaþyrpingar sem þá var auðn ein og óræktarblettir. Þau gömlu hjónin berast allmjög á og kotið í hengjandi skuld, mest fyrir Jiessa stóru vatusdælu sína og skóla og önnur nauðsynjaverk. Ekki eru þau á hausnum fyrir það að J au gjaldi svo ríllogft verkalaun; ég heyri sagt að þau eins og skeri livert cent framan af fing- urgómunum á sértil útgjalda. En þau eru stakir bindindismenn bæði tvö og selja e.kki diopa af nokkru áfengi, og það auðvitað rýrir að mun tekiurnar. Mér fanst fyrst er óg kom hér, ein- hver oddborgaraþefur að þeim, en þeg- ar ég fór að kynnast þeim betur, þá [ annaðhvort vandistég honum, eða hann j hvarf með öllu, og kann hverjum degi Flöstir landar hér eru vopnfirðing- ar; hinir eru hingað og þangað að af Islandi. — 20—30 manns eru í söfnuði, og svo er hér líka dálítið kvennfélag, en lítið ber á þessum félögum í vetur, lík- lega vegna kuldans og snjóarins, en samkomulagið er gott og það er óhætt að segja, að friður og góður vilji só ríkjandi landa á milli. Kjn-kja safnaðarins er laglegt hús og rúmar um 150 manns; stendur hún á hæð einni vestan til í bænum. Hún er ekuldlaus mtð öllu og allvei úr garð* gerð bæði utan og innan. Jólatrés-samkoma var haldin i kyrkj- unni í vetur og var hún löndum hin mesta ánægjustund. Veikindi hafa ekki gengið til muna hér meðal landa síðan ég kom hór á siðastliðnu suinri. — Þau Kristjén Vopnfjörð hjónin mistu á jólaföstunni í vetur ungt og efnilegt stúlkubarn, og svo hafa þær konur Jóns Daviðssonar og Hallgríms Þorkelssonar verið mjög lasnar, og barn Hallgr. verið veikt í allan vetur. Miss Jónína Edvarðsdótt- dóttir, sem lengi hefir stundað kjóla- sauma hér í bænum, varð hættulega veik rétt eftir jólin af brjóstveiki, og varð að hætta að sauma. Er hún nú komin heim til móður sinnar Mrs. Se- selju Edvarðs (dóttur Jóns frá Papey), sem býr í austurbygð íslendinga. Hún var á batavegi þegar hún fór, og er það ósk vor hér. að hún megi ná heilsu siiini aftur og fylla flokk vorn enn ura langa stund. Oestur var hér í sumar, góðkunn- ingi okkar Grímur R.. Guðmundsson prentari frá Chicago. Hanu hvarf austur aftur í haust og tók til sinna gömlu starfa og fer hann nú að verða mosavaxinn hjá Skandinavanum. Hing- að kom í vetur Miss Guðrún Pálsdóttir Snæbjarnarsonar frá Duluth, og er um það leyti á förum þangað aftur.J— Rétt fyrir skömmu kom og hingað Mrs. Ól- afsson [móðir Jóns Ólafssonar í Chica- go] og dvaldi hér nær hálfan mánuð, Hún var á ferð frá Chicago til Ólafs bróður síns, sem býr hér eitthvað 18 mílur hér suðvestur af. Ætlar hún að vera úti á landi næsta sumar sér til heilsubótar. Nú er gamli kunningi okkar Sveinn Magnússon alveg seztur að í Minneota og byrjaöur að taka myndir. Ég þyk- ist vita að þið vinir hans þar nyrðra óskið honum eins og við hér alls góðs gengis með þaö fyrirtæki, og vonið að landar reyni þennan eina íslenzka myndasmið hér syðra. Það er óhætt að fullyrða það, að hann er ekki einu- sinni góður, heldur er hann afbragðs- góður ljósmyndasmiður, þar sem hann í 14 ár hefir unnið i einu hinn bezta myndatökuhúsi í Chicago. Það er hægðarleikur fyrir hann Svein litla að breyta öldurmenni í ung- ling og karlægri kerlingu í korn-unga stúlku rétt á svipstundu, en hann getur lika gert alveg náttúrlega mynd, ef hann er beðinn þess — færri sem gera það. Með óskum allra heilla og hamingju til þín og Hkr. set ég hér langt þagn- arstryk og stórau punkt. Þinn einl. S. Paulson.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.