Heimskringla - 06.05.1897, Page 1

Heimskringla - 06.05.1897, Page 1
V- XI. ÁR. WINNIPEG, MAN., kMAl. 1897. NR. 19. FRÉTTIR. Ekkert stórmarkvert að frétta af Grikkja-Tyrkja stríðinu síðan Larissa féll. Síðan hafa Tyrkir tekið sjóstaðinn Volo, um 30 mílur suðaustur frá Larissa og eru þar af leiðandi komnir þeim mun nær Aþerxu. Þeir gerðu og tilraun til að taka bæinn Valestino, er stendur við járnbrautamót 10 mílur vestur frá Volo og 15—20 mílur frá Pkarsalos, aðalstöð Grikkja nú, en þar unnu Grikkir fræg- an sigur. í Pharsalos vann Cesar sinn mikla sigur yfir Pompeyusi fyrir 20o0 árum síðan, enda er bærinn svo vel sett ur, að hann sýnist illvinnandi, ef vel er stjórnað. Þó er nú búizt við að Tyrkir taki þann stað vandræðalaust. Her Grikkja sýnist að vera stjórnlaus og þar við bætist að sagt er að hermenn beri helzt ekki við að hlýða skipuuum yfir- maun'a, þegar í orustu er komið.—1 dag (mánudag) eru því horfurnar þær, að stríðið sé bráðum á enda, af þeirri ein- földu ástæðu, að Grikkir geti ekki stað- ið á móti Tyrkjum. Bæði Grikkir og Tyrkir neituðu um daginn að leggja nið- ur vopnin, þegar stórveldin stungu upp á því, og fá þeir því að líkum að berast á banaspjótum þangað til annar hvor gefst upp og það sýnist ætla að verða hlutverk vesajings Grikkja. Að vísu halda Grikkir enn þá 8 bæjum innan landamæra Tyrkja, en lítil von til að þeir megni að halda þeim til lengdar. Aftur halda Tyrkir Larissa og Volo, en báðir þeir staðir eru mjög mikilsverðar herstöðvar Grikkja. í Aþenu halda æs- ingarnar áfram og bágt að segja hver verður eúdirinn. Sú eina breyting er þar á, til batrxaðar, að konungur hefir rekið Delyaunes stjórnarformann frá og alt hans ráðaneyti, en tekið tvo and- stæðingaflokka í staðinn. Heitir stjórn- arformaðurinn Ralli og hefir með sér úr- valalið í ráðaneytinu. Hvaða ráð Ralli tekur er nokkuð óvíst, en ein fregain segir að liann ætli að kalla til vopne livern einasta vopnfæran mann á Grikk- landi. •Vilhjáhnur Þýzkalandskeisari vill eignast mikilfenglegan sjóflota, en geng- ur illa að fá fé til þess, sem þarf. Þing- ið togar í á móti. Nú er upp komið að hanrx hefir í kyrþey sent bvéf til yfir- valda í hinum ýmsu héruðum ríkisins og sýnt þar fram á, hve verjulaust Þýzkaland sé að þessu leytinu. Bróf þetta er þannig útbúið, að hefði einhver annar en keisarinn samið það, mundi sá hinn sami hafa verið kærður fyrir land- ráð. Alexandra prinzessa af Wales hefir skrifað LordrMayor í London óg xnint hann á að það hafi til þessa verið gengið framhjá öllum hinum aumustu mexðal fátæklinganna í Louilon, í uppástung- uniTm öilura um að gleðja menn á fiOára krýningarhátíð Victoriu. Hún skorar á menn að skjóta nú saman til að gleðja þessa aumingja og sendir 100 pund sterl- ing til að byrja með. Eimm menn viðriðnir “Globe”-spari- bankann í Chicago hafa nú verið teknir fastir, kærðir um fjárdrátt. I þeim flokki er Spaldiug, forseti bankafélags- ins sem er augsýnilega þokkapiltur. Það er víst orðiö að hann gaf stúlku sem var prívatritari hans, 75,000 og sagð henni að geyma þangað til hann fengi h jónaskilnað; því þá ætlaði hann að kvongast henni. Fjármálastjóri Brot.a ílutti ársskýrslu sína 29. f. m. og sýrxdi að tekjurnar á fjárhagsárinu voru nærri 12J milj. doll- ars rneiri en gjöldin, og að á árinu var þjóðskuldin rýrð svo nam nærri 38milj. dollars. Grískur auðmaður í Parfs, M. C Averoff, hefir gefið Grikkjastjórn 30 milj. franka (6 milj. dollufs) í lxerkostn- aðarsjóðinn. Þvk i' það laglega af sér vikið. McKinley Bandaríkjaforseti hefir útnefnt prest einn. lsaac Hopkins, i At'anta, Georgia, fyrir ráðherra Banda- ríkja á Grikklandi. Er það víst alt að því dæmalaust í sögiinni að prestur verði ráðherra stjórnar í öðru ííki. Enn einusiuni gýs upp sú frétt, að Great Northern forsetinn, James J. Hill sé búinn að ná haldi á Northern Pac.ifíc félaginu. Af síðustu fregnum frá Aþeuu að dæma, þykir stjórrx Grikkja óálitlegt að halda áfram stríðinu. Tveir ráðherr- arnir voru sendir til Tiharsalos á laug- ardaginn og sögðu álit sitt á fundi í ráðaneytinu hinn 4. þ. m. Um 50 manns fórust og undir 200 slösuðust við húsbruna í Paris á þriðju- daginn 4. þ. m. yikóli ruikill, sem verið var að halda bazar í, brann til í-úst.a með öllum yarningrxum. Þegar eldur- inn kom upp voru í honum 1800 manns. Grikkir. Hvað þeir vilja. Hvað þeir starfa. Það er svo mikið talað og ritað um þessar xnundir um þessa litlu, fornfrægu þjdð, sem fyrrum réði lög- um og lofum á öllum Balkanskaga og víðar, og sem svo lengi hefir varð- veitt eina sttírkvíslina úr Mímis- brunni, er allir hafa viljað drekkaaf, að það á ekki illa við að minnast hennar lftið eitt betur, að því er nú- tiðavsögu hennar snertii,) en gert er alrnent í fréttablöðunum. Eins og flestum er kunnugt er konungdæmið gríska að eins lítill hluti af hinu forna Grikkjaveldi, og liggur á suðurbluta Balkanskagans, með öðrum orðum á suður hluta aust- asta skagans (þeir eru 3 alls), sem gengur úr Norðxirálfu suður í Mið- jarðarhafið. Á Bal kanskaganum svo nefnda, eru þessi ríki, auk Grikk- lands: Tjrrkland, Serbía, Búlgaría, Montenegro, Bosnia og Hersegovnia. Allur þessi landfláki liggur sunnan Ðunár, en fyrir norðaTi það fijót ligg- ur Rúmenía, er einnig er italið eitt af Balkanskagaríkjunum. Nyrðstu hér- uð Grikklands eru Epirus og Þessalía og liggja þau samhliða suðvestustu hóruðum Tyrkja: Þrakíu, Mace- doníu, og Albaníu. 011 fyrnefnd Balkanskagalönd lutu fyrrum veldi Grikkja, enda er ekki alllítill hluti fölks í þeim ríkjum óblandnir Grikk- ir, er viðhalda sinni gömlu grísku tungu og skoða sig Grikki og ekkert annað. Beint suður af Grikklandi, —-örmjótt sund á milli—liggur eyjan Krít og er þaðan að eins fárra stunda sigling til Piræus, en frá l’iræus, hafnstaðnum, til Aþenuborgar, eru að eins 5 mílur enskai-. Grikkland alt liggur þannig milli Tyrklands og Krítar. Þegar á það er litið og ú^það, að eyjarskeggjar eru Grikkir að ætt og eðli, að þeir eiga Grikkjum alt gott að þakka, en Tyrkjum alt ilt og að Grikkland er þeirra þrautalend- ing, og að þar og hvergi annarstað- ar eiga þeir vfst bæði skjól og hlíf, þá er sfzt að undra þó Grikkir hafi hug á að eignast eyna, og það því t'remur sem eyjarskeggjar sjálfir vilja það og ekkert annað. Hið tiltölulega víðlenda hérað Þessalíu er það sem kallað er slétt- iendi og er ágætasta akuryrkjuland, enda framleiðir það land mikið af kornmat á ári hverju. En þegar Þessalía er talin, er lika akurland Grikkja alt talið, eða því nær alt. Grikkland er fagurt land, fjöll og dalir skiftast á og firðir hvervetna inn í land, en í þess orðs almennu merkingu er það ekki akuryrkjuland. En beitiland er það ágætasta á fjöll- um og liæðum og niðri í dölunum er landið einkar frjósamt og þrífast þar ýmsir suðrænir ávextir, þó einkum sóu kúrennuvínberin grísku nafn. kunn fyrir ágæti sitt. Olíutré og mórberjatré vaxa þar hvervetxna, svo og bómullarhrfs, m. fl. Það eru nú liðin 65 ár siðan Grikkla.nd í'ékk sjálfsforræði að nafn- inu, en virkilega eru ekki nema 34 ár síðan. Sjálfsforræðið komekki að tilætluðum notum á meðan Grikkir sátu með Otto hinn bæverska sem konung. Búbótin fór fyrst að verða sýnileg eftirað Georg konungur hinn danski tók við ríkinu, en það gerði hann árið 1S63. Konungdæmið er smávaxið, ekki nema eitthvað 25 þfts. ferhyrningsmílur, en þó var það ekki nærri svo stórt, er Georg kon- ungur kom til ríkis. Epirus og Þessalía—* ‘kornforðabúr Grikkja’ ’— voru ekki fengin Grikkjum til endi- legrar eignar og umráða fyrri en 1881. Konungdæmið, eins ogþaðer nú merkt á landabréf'unum, er þess vegna ekki nema 16 ára gamalt. Það er þess vegna á þroskaskeiði enn, sem sjálfstajtt ríki, eins og auðsætt er þegar þess er gætt, að 6. Apríl 1821 sögðu Grikkir sig undan Tyrkjum og kröfðust að mega stjórnasér sjálfir Sú bæn var þeim veitt að nafninu 1827, og f virkileikanum 1832, er hinn óvita sóði Ottar prinz var skipaður konungur þeirra. Á þessum 65 árum, eðaöllu held- ur á stjórnarárum Georgs konungs^ hefir miklu verið afkastað á Grikk- landi. Það gat ekki heitið að alþýðu- skóliværi til þar 1832. Nú eru þar 2278 alþýðuskólar, eð barnaskólar, um 320 æðriskólar, akuryrkjuskólar, herskóhir, kvennaskólieinn með 1500 til 2000 námsmevjum; fjölfræðaskóli þar sem allskonar listir eru kéndar og allskonar smíðar; og háskóli með 120 kennurum og 3500 nemendum. Öll börn á Grikklandi og grísk börn til heimilis utan Grikklands líka, eru velkomin á hina ýmsu alþýðu og æðri skóla. Fyrir 60 árum síðan var ekki til faðmslengdarstúfur af akbraut á öllu Grikklancíi, ekkert nema slóðir og troðningar, þar sem laus fénaður og rlðandi menn höfðu farið hver á eftir öðrum. Nú eru þar vfir 2000 mílur af akbrautum, sem alls hafa kostað fullar 10 milj. dollars. Og margar af þessum brautum liggja yfir kletta og klungur og háfjallabálka, sem áð- ur voru ókleifir uinfarendum. Fyrir 25 árum síðan voru til í Grikklandi einar 5 mílur af járnbraut, — frá Aþenu til hafnstaðarins Piræus. Nú eru þar 700—800 mílur af fullgerð- um járnbrautum «g er hin síðasta, en seru tæplega er fullgerð enn norður um land til Larissa,—kölluð Piræus-Larissa-braut, þrekvirki mik- ið frá verkfræðiiegu sjónarmiði. Á sinum fáu sjálfstjórnarárum hafa og Grikkir unnið það þrekvirki, er Peri- ander hinn harðráða Korinþumann (uppi um 400 f.K.) dreymdi um, og sem Nero síðar lagði hönd á að vinna, — en það er skipaskurðurinn vfir Korinþu-eiðið. Þá hafa og Grikkir á seinni árum rist fram stöðuvatn mikið — Kopais — og fengið þar til notkunar 60000 ekrur (94 ferhyrn- ingsmílur) af figætlega frjósömu landi auk þess er þeir með þeiin fram- skurði leiddu fram í dagsljosið rústir löngu týndra og gleymdra bæja, sem fornfræðingar hafa glatt sig við að raimsaka. Skipastóli Grikkja er og álitlegur og allurtil orðinn vitanlega á síðastl. 60 árum. VerzlunarHoti þeirra árið 1893 samanstóð af 116 gufuskipum, er báru 83508 tons, og 944 seglskipum, er báru 250 þúsund tons. Það er Ifka sannast, að Grikk- ir eiga tiltölulega fleiri skip í förum en nokkrir aðrir meðfram Litlu-Ásíu ströndum og enda á Duná sjilfri, —mitt á meðal hrafnanna allra, sem vaka yfir hræinu, ef hin gríská þjóð verður lögð að velli. Hvað herflota Grikkja snertir, þá er það viðurkent, að hann sé miklu betur búinn að mönnum og vopnuxn en floti Tyrkja, þó ekki séu herskip þeirra nærri eins inörg. Standandi her Grikkja er smár aðtölunni til, rétt um 25000 alt talið, ogtil herkostnaðar verja Grikk- ir á friðartíma um $2,600,000 og fxr landherinn af þeirri upphæð $2 milj. en sjóherinn $600 þúsundir. Her- mannalaunin eru lág, er ráða má af því, að hæztiaunaði herforingi og að- míráll fá að eins $1200 laun á ári. Þessi herkostnaður er mikill þegar atliugað er, að þjóðin er íámenn og landið fátækt, en þó er auðsætt að hann getur ekki verið minni þegar athugað er, hvílíka hundingja Grikk- ir hafa fyrir næstu nági'anna. Það er enda sannað orðið á undanfornum dögum, að Grikkir hafa varið oíiitlu fé til herkostnaðar. • í búnaði öllum hefir framförin einnig verið mikil á stjórnarárum Gteorgs konungs. Er svo talið að jarðargróði allskonar sem þar er framleiddur á ári hverju nú í seinni tíð nemi 22—24 milj. dollars, en það er sem næst hundraðfalt meiri upp- skera en þar fékst 1830. Þó þurfa Grikkir enn að kaupa $5 til $7 milj virði af kornmat og öðrum slíkum efnum í fæðu á erlendum markaði á ári hverju. En svo smálíður að því, að taki fyrir þau innkaup, því Þessa- líuvellirnir geta framleitt allan þann kornmat og enda meira. Það sem stendur á, er járnbrautabygging um það hérað, og að því verki er nú unn- ið svo ört sem efni leyfa. Sem sagt hafa Grikkir aukið framleiðslu jarð- ar hundraðfalt á síðastl. 60 árum og samtímis hafa þar sprottið upp gufu- knúnar verksmiðjur, er samtals hafa kostað um 7 milj. dollars. Þetta hvor tveggja er órækur vottur um alvarlega framíör í búnaði öllum og verknaði. Það heíir stundum verið kvart- að um og, ef blöðunum sumum má trúa, ekki máske ab-eg að ástæðu- lausu, að Islendingar áltti landsmcnn sína og frændur ekki íslendinga held- u ’ útlendinga, frá þeirri stundu er þr ir festa sér bú í öðrum löndum. Grikkir hafa nokkuð öðru vísi álit í þýí eíni. Það cr löngu síðan viðtek- id sem hefð á Grikklandi, frá hinum æðsta valdsmanni til hins lægsta, að skoða alla gríska menn, livar í heimi s< n þeir eru, sjálfsagða þegna Ge- ox gs konungs og sanna syni gamla Giikklands, svo fraraarlega sem þeir sj v.lfir vilja heita grískir menn. Að sarneina alla gríska menn í al-grikkja v< !di (Pan-Hellenie power) er löngun þ' 'i’ra. Hvort sú hugmynd nokk- ui a tíma verður meira en draumhýr vtn, það er eftir að vita. En einu sinni að minsta kosti liafa þeir gei’t virkilega tilraun til framkvæmda 1 því efni. Það gerðu þeir þegar kjósa sWyldi konung í stað Ottars og semja ný a stjórnarskrá, eða öllu heldur, þe:;-ar umsteypa skyldi stjórnar- skrána, er Grikkir loks þröngvuðu Ot-tnr konungi til að gefa þeim árið 1843. Þá var kallaður saman “al- heHeniskur” þjóðfundur og var svo ák eðið, að hvar sem saman væru ko.nnir 100 gi’lskir menn, mættu þeir sei’da einn fuiltrúa á þjóðfundinn til að ræða sérstök þjóðmál Grikkja. Og á þeim fundi mættu síðan fulltrúar grlskra borgara i ýmsum Norðurálfu- löndum, frá Litlu-Asíu ströndum og frá Egyftalandi og sátu á sama bekk og Aþenumenn, Þebumenn og Spart- verjar. Þessum mönnum kom svo vci saman um það, hvað þjóðinni væri fyrir beztu, að af 241,202 at- k\æðurn, sem fundarmenn framvís- r.ðu fékk Gcorgc Danaprinz 230,016 atk ’æði sem konungur Grikkja. Og a peTín lunui vai' saniín’ og samþyat stjórnarskráin sem enn er í gildi. ITve frjálsleg hún er,má rneðal annars ráða af því, að á Grikklandi hafa 311 af hverjum 1000 manns kosningar- rétt, en á Englandi hafa þann rétt ekki nema 166 af 1000 og á Frakk- landi, þar sem þó er talið að allir hafi atkvæði, ekki nema 270 aí hverj- um 1000 manns. Með þesájim þjóð- fundi sýndu Grikkir að það er meira en meiningarlaust orðaglamur, að allir grískir menn séu grískir þegnar ef þeir vilja nýta það. En á hverju byggist þá þessi al-grikkjaveldis hugmynd? Það er ekki anðið að segja, en víst cr það að, eldgömul þjóðtrú á ekki all- lítinn þátt í að þessi hugmynd helzt við Ilði og verður skýrari og greini- legri eftir þvl sem árin li'ða. Þessi gamla þjóðtrú er þess efnis, að þeg ar Grikkir í annað sinn eignist kon- ung sem Konstantinus heiti og drotn ing hans heiti Sophia, þá hnígi Mikligarður (Konstantinopel) í skaut Grikkja á ný og allar þær landeign- ir, sem þeirri borg fylgja. Nú heit- ir ríkiserfingi Grikkja Konstantinus og kona hans heitir Sophia (systir Vilhjálms á Þýzkalandi), og fari alt með feldu verða þau á sínum tíma konungur og drottning á Grikklandi Eftir er að vita hvort þjóðtrúin þá rætist að því er Milclagarð snertir. Það sýnist enganveginn óhugsandi, þó víst verði .Konstantinus þá að verða sigursælli í orustum, en hann hefir verið undanfarna daga, því ekki verður betur séð en veldi Tyrkja hljóti bráðum að verða af- máð úr Evrópu, og þá sýiiist enginn standa nær eignunum, en hinir upp- runalegu eigendur þeirra—Grikkir, Þeir eru virkilega betur komnir að allri landeiguinni sunnan Dunár en annaðtveggja Rússar eða Austurrík- ismenn, en báðir vilja ná landeign Tyrkja undir sig, eða þeim hluta hennar, em þeir ekki nú þegar hafa náð haldi á til hálfs, ef ekki að öllu leyti. Að vísu er langt frá að stór- veldin viðurkenni rétt Grikkja til síns forna veldis. Þvert á móti hafa þau ekki enn afbent Grikkjum alla landspilcluna, sem þeim var veitt með Berlínar-samningnum 1878. Cheapside, Abatast a reynslunni. Centa afslattur i fatabud vorri. Hver sem sýnir oss þessa auglýs- ingu, á heimting á því að 20% sé sleginn af öllum alfatnaði sem hann kaupir ef verðið er ixpprurialega meira en $5,00. T. d. föt sem eru merkt $6,00 fást fyrir $4,50 og föt sem kosta $10,00 f.ist fyrir $8,00. Vér höfum eitt hið stærsta og bezta upplag af fatnaði sem til er hér í Winnipeg, og verðið er mjög lágt. CHEAPSIDE, 578 og 580 Main St. Rodgers Bro’s CCO. P.O. Box 639. Það var ekki fyrri en 1881 að þeir fengu Þessalíu og Epirusog enn eiga þeir eftir að fá sneið allmikla þvert yfir landið. Landamerkjalína sú sem nú er látin heita í gildi liggur nokkru sunnar en Olympusarfjall, en samkvæmt Berlínar-samningnum liggur húnæðispöl fyrir norðanfjallið Að til er bandalag stórveldanna til að halda Tyrkjum við líði innan Norðurálfu—þessum austrænu bar- börum, sem ekki hafa meiri rétt en Kínverjar til að ráða ríki í Norður- álfu, það er sú skömm sem seint verð ur þvegin af hinum kristnu stórveld- um. Og enn á þessum allra sein- ustu árum upplýsingaaldarinnar verður ekki betur séð en að stórveld- in ætli að leyfa Tyrkjum að strá- drepa Grikki, ef þau ekki beinlínis hjálpa þeim til þess, er nokkuð ligg- ur nærri að sé. En ein* (g nóttiu er myrkust rétt fyrir aftureldinguna eins vona, Grikkir xið á eftir myrkr- iiiu, sem nú er umhverfis þá, omi innan skamms bjartur dagur heilla- ríkrar framtfðar. Og sú von þeirra er ekki algerlega fistæðulaus Ilvort sem hin nýbyrjaða styrjöld heldur á fram eða ekki, er útlit fyrir að bandalag stórveldanna sé um það að rofna, er ciginlega rofið nú, nema í orði kveðnn og í orði kveðnu haxigir það saman að eins vegna alinennrar löngunar að fyrirbyggja allslierjar Norðurálfustríð, en sem liæpið er að komist yrði hjá, ef það rofnaði alger- lega. En sem sagt er.það svo gott sem rofið nú og er þá þannig skifi, að með Grikkjum eru undir niðri, ef ekki á ylirborðinu, Bretar, Frakkar og Italir, en með Tyrkjum, Rússai, Þjóðverjar og Austurrfkismenn. Það leynir sér ekki að Grikkir og veidin þrjú með þeim gætu á stuttri stund tekið Konstantínópel og lokað Ilellu- sundi. Það leynir sér heldur ekki, að það er hagur þessara þriggja ríkja að aftra Rússum frá að hremma og verða alvöldum yfir innsigling- unni á Svartahafið og þess vegna auðvitað eru þau nú undirniðri með Grikkjum. Þessi afstaða tekur að lík um lítilli breytingu, þó svo færi nú að gengið yrði á milli Grikkja og Tyrkja og friði á komið um stund. Af því leiðir svo, að þegar loksins Tyrkinn verður flæmdur austuryfir sundið, og að því líður óðum undir öllum kringumstæðum, að það er enganveginn ólíklegt, að þessi þrjú veldi, sem nú eru með Grikkjum í anda, kysu þá heldur að fá þeim Miklagarð’en Rússum 0g þá að lík- um mesta ef ekki alla hina forn- grísku landeign sunnan Dunár. Það er valt að treysta því, að ein eða önnur þjóðtrú rætist, en margt hefir komið fyrir ólíklegra en að hún rætist hjá Grikkjuin. Það er öll von lilað Konstantinus og Sophia verði stjórnendur Grikklands innan í;'.rra ára, þaðw OH voti vil að inn verði flæmdur úr Evrópu innan fárra ára og þá er það enganveginu ólíklegt að Grikkir, fremur en Rúss- ar, fái hina svo kölluðu tyrknesku landeign til umráða. Verði það, rætist þjóðtrú Grikkja. Eins og Grikkland er nú af- markað telur það í mesta lagi 3 milj. íbúa, 0g er að flatarmáli 25,000 ferhyrningsniílur. En eins og Grikk- ir vilja að það verði og vona stað- fastlega að þxxð verði, þegar Duná vcrður landamerkjalínan, telur það 21 milj. íbúa og er að fiatarmáli 193, 000 ferhyrningsmílur, Fylgjandi skýrsla sýnir stærð og fólasfjölda Balkanskagarikjanna sunnan Dunár og sem Gaikkir rvona að verði sín viðurkend eign'fyrr eða síðar: Nöfn ríkjanna Ferh.mílur íbúatal Bosnia og Ueizegovri'a 57,000 4,700,000 Montenegro 3,500 300.000 Búlgaría 24 500 3,500,000 Serbia 19.000 3,000,000 Tyrkland 64,000 6,500,000 Grikkland 25,000 3,000.000 193,000 21,000,000 Tlfi PÉfifi cifitií Stl'fi, 458 MAIN STREET. ---*--- Hver sem kemur í búð vora til að kaupa eitthvað og hefir með sér þessa auglýsingu eins og hún stendur f Ileimskringlu til sýnis, fær 20% afslátt af öllu sem hann kaupir, — alfatnaði og yfirhðfnum, buxum og öðru fatnaði tilheyrandi------------------------- Góð kaup á höttum, húfum, skyrtuin, hálsbindum, krögura og öðru þessháttar. The Palace Olothing Store, 458 >1 A.IINT STBEET.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.