Heimskringla - 11.11.1897, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.11.1897, Blaðsíða 1
XII. ÁR NR. 5 Heimskringla. WINNIPEG, MANITOB V. 11. NÓVKMBER 1897. „ F R E T T I R. OíniíkIíi. Nýkomið bréf frá 'Vrm. Van Brussel áðurverandi konsúl B“lgíu í Canada, segir að bakarafélagið í Brussel hati gert tilraun með allar hveititegundir sem þektar eru, og hafi Manitobahveit- ið reynzt bezt. í bréfinu biður hann að senda sýnishotn af 'Extra Manitoba hard’, og ætlar stjórnin að senda hon- um það þegar. •Járnbrautarlestir rákust saman í Calgary á mánudaginn var ; fóru átta vagnar af sporinu og gufuvélin skemd- ist mikið. Einn af vögnunum sein fyr- ir áfallinu varð, var blaðinn af dynamit en ekki er getið um að skaði hafi af þvi hlotizt. Maður að nafni Davis Gowrie, frá Hamilton, Ont., er í þann veginn að liöfða skaðabótamál á móti stjórni'ini á Spáni. Maður þessi hafði verið verk- stjóri á járnbraut einni á Cuba og var tekinn fastur án saka, í Okt. 1895, og settur í fangelsi. I fangelsínu var hann í sex vikur, en var þá látinn laus, eftir að brezki konsúllinn í Santiago de Cuba hafði krafist þess. Mál hans var aldrei rannsakað, en undir eins og hann var látinn laus, var honum skipað úr landi burt. Maðurinn er nú í Santa Domingo og hefir sent öll skjöl og skilríki málinu áhrærandi til Ottawa, og verða þau send þaðan til spönsku stjórnarinnar gegnum sendiherra Breta á Spáni. Krafan er 25.000, og maðurinn gerir kröfuna sem brezkur þegn. Ekki þykja miklar likur til að Ot- tawastjórnin leggi neitt til þess að greiða götu manna til Klondyke gegn um Edmonton. Þvi eftir því sem Mr. Sifton hafa farist orð í Vanconver, þá er hann helzt með því að Stickeen Ri- ver-brautin sé gerð að aðalbraut. Þetta kemur sérmjögvel fyrir C, P. R, fé- lagið sem getur þannig fengið að flytja farangur og fólk, fyrst með brautínní til Yancouver og síðan með skipum sín- um uorður með landi. Edmouton-leiðin er austan fjallanna, og ef það er satt að stórar gullnámur séu austan fjallanna norðarlega, þá er óhjákvæmilegt að við hana verði gert áður en langt líður. Sir Oliver Mowat fer frá sem dóms- málaráðgjafi i Ottawa, hinn 17. þ. m.. en í hans stað teknr við Hon. David Mills. Sir Oliver Mowat tekur við fylk- isstjóraembættinu i Ontario. Síðastliðinn mánuð hafa útfluttar vörur frá Canada til Englands aukist að miklum mun, Eftirfjdgjandi tölur sýna sumt af þvi sem flutzt hefir út, og hve mikið hefir fengist fyrir það : Nautgripir.............17,696, á £287,230 Sauðfé...........*.....13,473, á 20.162 Bacon (100 weights á 64.480 Ham.............. 1,490,000 pd. á £30,691 Smjör............. 22.154 á £92 355 Ostur............. 242 840 á £58,488 Egg (kassar)...... 123,485 á £41,743 Hestar............. 1,021 á £25.112 Þessar tölur sýna útfluttan varning frá Canada £74,794 meira fyrir Október í haust, heldur en fyrir sama mánuð í fyrra. Bandarikin. Fréttir frá Washington segja, að Cubamálin . hafi verið lögð yfir til þess tíma er þingið kemur saman. Þessa stefnu tók stjórnin undir eins og hún hafði fengið svarið frá Spáni upp á bréf McKinley forseta, sem áður hefir verið getið um. Þetta svar Spánar verður ekki opinberað fyr en öll bréfaviðskifti Spánar og Bandaríkjanna verða lögð fyrir efrimálstofu þingsins, en það verð- ur gert strax og þing kemur saman næst.’ Það er sagt að svar Spánar sé mjög vingjarnlegt og áleit Bandaríkja- stjórnm þvi að hún gæti ekkert gert i málunum fyr en liin nýja stjórn á Spáni er búin að fá tíma til að sýna. hvort hún getur komið á friði á Cuba. . Það þykir samt mjög ólíklegt að nokkurt samkomulag komist á, og er því búist við að Congressið viðurkenni Cuba sem þjóð undir eins og það kemur saman Hið eina sem virðist geta komið í veg fyrir það , er að Spánverjum takist að koma friði á aður en þingið getur nokk- uð sagt. (Það, að Cubamenn séu viöurkendir sem þjóð, hefir meðal annars þá þýðingu að þær þjóðir að minnsta kosci, sem hafa viðurkent þá sem þjóð. geta laga- léga selt þeim vopn og vistir. Ef Banda- ríkjastjórnin t. d, viðurkennir Cuba- menu sem þjóð, geta borgarar Bandar. verzlað yið þá raeð vopn og hvað annað í fullri vernd sinna eigin laga, —liitstj.) Sagt er að innan skamms muni aft- ur verða byrjað á aö koma á samningi milli Bandaríkjanna og Euglands um að leggja öll þrætumál í gerð fram- vegis. Bretum var tilkynt fyrir nokkr- um mánuðum að McKinley forseti væri því fylgjandi, og sendiherra Breta i Washington, Sir Julian Pounsefote, sem nýlega er kominn frá Englandi, segir að stjórninni þar sé sömuleiðis rojög ant um þetta. Það er því gott út- lit með að samningar þessir takist áður en !angt líður. Nemendur við barnaskóla einn í Missouri réðústá kennara sinn er hann var á heimleið frá skólanum, eigi fyrir löngu síðan, og grýttu hann i hel. Hann hafði áður haldið nokkrum af ódælustu lærisveinunum eftir í skólanum þegar Skólatiminn var úti, til þess að láta þá bæta fyrir brot sín, en er þeim var sleft þóttust þeir þurfa að hefna harma sinna og gerðu það á þann hátt sem að ofan er sagt. Hinn 8. þ. m. var haldinn fundur í Washington til að ræða um hvernig hægt væri að hjálpa hvalveiðamönnum frá Bandaríkjunum sem eru við veiðar í Behringssundi og sem sagt er að séu vistalausir og í mikilli hættu. Akveðið var að senda herskipið “Bear” þangað til að kanna ástandið. “Bear” er nú i Seattle, nýkominn frá Alaska, og er nú þegar byrjað á að búa hann út í ferðina, Utlond. “Lord Mayors Day” var haldinn i fyrradag í London að gömlum sið; var þar mikid um dýrðir og margt að sjá. Tyllidagur þessi er afgamall, mun hafa byrfað með réttindaskrá þeirri er Jón konungur gaf London 1215. Margir eru nú farnir að álíta þetta tiátíðahald heimsku eina, og að eins fastheldui Englendinga við gamlar venjur gerir það að verkum að hann er ekki fallinn í gleymsku. A seinni áruin hefir samt verið tengt við |hann atvik sem liafa ekki svo litla þýðingu og sem verður sjálfsagt lifsafl hans framvegis. Þaðer sem sé komið í vana að einhver ráðgjaf- anna haldi opinbera tölu fyrir fólkið, um þau mál sem þjóðina varðar mestu, og í ár er það Lord Salisbury sem talar. Sendiherra Breta á Grikklandi, Mr. E. H. Egerton, er nú nýkominn aftur til Aþenuborgar, og hefir meðsér klæðn að og annan nauðsynjavarning til út- býtingar meðal hinna bágstödbu í Þes- saliu. Það er sagt að Evrópuþjóðirn- ar og Ameríka verði beðin að skjóta saman um $100,000 til hjálpar nauðlíð- andi fólki í Þessalíu. Búist er við óeirðum á Madagas- car innan skamms, Mlklir skarar af innlendum uppreistarmönnum alvopn- uðum vaða nú yfir landið á ýmsum stöðum, og ern nð reyna að koma í veg fyrir að Frakkar. sem er u herrar þar í landi, geti sameinað krafta sína til varnar. Aður en langt liður er bú ist við aðeitthvað sögulegt muni ské. Kristján konungur Dana er sagður mjög veikur ; hafði fengið kvef 31. f.m. og er álitið að þaö geti orðið honum hættulegt sökum elli lians. Hinn 4. þ. m. var stofnað nýtt fé- lag á Bntlandi til að leggja telegraff- þráð frá Canada til Vest-Indíaeyjanna, og eru þá Englendingar orðnir óháðir Bandaríkjunum í því efni. Englend- irigar hafa, sem sé hingað til, orðið að senda öll skeyti sem hafa átt að ganga lil Ves-Indíaeyjanna gognum Bandan'k- in eða gegnum Canada og Bandaríkin. því þeir liafa engan beinan þráð liaft; en þegar sundurlyndið byrjaði út af Venezuela. sáu Englendingar að þetta fyrirkomulag var óhagkvæmt ef til styi jaldar kæmi, því Vestur-Indíaeyj- arnar eru ein af herskipastöðvum Breta. Nú hafa kanadiskir rikismenn, sem eiga þráðinn sem liggur milli Halifax og Bermuda (sem er ein af Vestur Ind- iaeyjunum) fengið styrk hjá ensku stjórniniii, sem nemur £40 þúsund um 20 ár, til að framlengja þennan þráð til ýmsra staða áeyjunum, og síðan til meginlands Suður-Ameríku. Þráður þessi á að vera tilbúinn fyrir 1. Febr. næstkomandi. Um leið og þessi tengsl eru sett í Atlantshafinu yestanverðu, er verið að búa sig í að leggja annan inn- anríkisþréð frá Ástralíu yfir Cape-ný- lenduna í Afríku og til Englands; er það stórvírki mikið og afar-kostnaðar- samt. Cecil Rhodes, sem sagður var dauð- ar i fyrri viku, er vellifandi. Hann hef ir verið lasinn að undanförnu, en er á góðum batavegi aftur. I aukakosningunum sem fram fóru í Lancashire á Englandi nýlega tapaði sá sem sótti fyrir konservatívaflokkinn. Það einkennilega við þetta or það, að sterkustu mótbárurnar gegn honum voru þær, að srjórnin hefði tekið svo þunglega í tillögur Frakka og Banda- ríkjamanna um að auka silfurpeninga í í ríkinu, og sýnir þetta að frísláttuhug- myndin, eða eiHhvað áþekt henni, er töluvert almenn á Engliindi. Alt gengur nú á tréfótum í Venezu- ela. Afborganir af útlendu lánsfé er ekki hægt að gera sökum fjárskorts, og sama er að segja um stjórnargjöld til ekna fallinna hermanna. Laun þeirra sem fyrir stjórnina vinna. hafa verið færð niður um 30%. Enginn borgar neitt eða fær neina borgun ; bankarnir ueita að gera nokkur viðskiftí og sum járnbrautarfélög og skipalínur hafa al- gerlega hætt að hreyfa sig. Allir bíða nú með óþreyju eftir Ignacio Aurade, sem er uýkosinn forseti, í stað General Crespo, og vona að hann geti bjargað þjóðinni úr þessn voða ástandi. Fáí'róður spyr. Herra ritstjóri Heimskringlu. Viljið þér gera svo vel og fræða mig um það. að hvaða leyti stefna Lögbergs í Canada pólitík er lik stefnu þjóðveldis- flokksins i Bandaríkjunum ? Grein um það og annað, með fyrirsögninni “Lög- berg,” kom út i 40. tölublaði Lögbergs 14. Okt., en þar eru ekki nægilega út- skýrð þau þrjú atriði sem stjórnfræð- ingana greinir mest á um, nefnilega frelsi svertingjanna, frisláttu silfurs og verndartoll í Bandaríkjunum. Hvernig veit Lögberg að það hefði verið hlynt frelsi svertingjanna. þar eð það er atriði sem kom fyrir fyrir löngu siðan. á með- an Lögberg var ekki enn komiðí ruggu? Hvernig fer Lögberg að samrýma það, að fríslátta silfurs sé villukenning, þar eð þjóðveldisflokkurinn hefir þó reynt að koma á "International Bimetalism,” með því að senda nefnd til Norðurálfu- þjóðanna til að fá þær til að taka bátt i að koma þvi á. Því var verið að hafa alla þá fyrirhöfn, ef það var villukenn- ing og gull-“standard” hið eina rétta ? Og hvernig fer Lögberg að samrýma verndartollastefnu repúblikana við lág- tollastefnu sina i Canada, vitandí að repúblíkanar í Bandarikjunum hafa aldrei þreyzt á að halda fram hátolla- stefnu ? Ef þú vor kærkomna Heimskringla getui gert sanpræmi í ofangreiridum at- riðum, þá sé þér heiður og þökk. Fdfróður. Helena, Montana. Herra l,Fáfróður.” Vér veröum að játa að vér skiljum mjög lítið í samræminu í stefnu Lög- bergs, og oss er nær aö halda að hún yfirgangi skilning flestra. Það er aö eins eitt atriði sem hún samrýmist vel og gieinilega, og það er matatþörfin. Það er oss nær að halda að sé stórmálið sem ræður fyrir ölbnn öðrum stórmál- um, og höfum vér i síðustu Hkr. gert nokkra gteiri fyrir því. Afnám þræla- baldsins var mannúðarverk sem allir, bæði demókratar og repúblikanar við urkenna nú, en viðhald þess var bygt. á kenninuutn ritningarinnar, sem svo mörgum hefir tekist að toga eins ov hrátt skinn yfir bresti sína. og kemur það því skringilegar fyrir, þegar Lögb. fer að liafa hoin í síðu þrælahaldsins.áu þess að gefa frekari útskýringar við- vikjatidi því. Sem kyrkjublað og um leið ritningarblað hefði það þó ekki mátt minna gera, um leið og það sagð- isn vera með afnámi þrælahaldsins, en að segja að þrælahaldið hefði ekki verið bygt á réttum skilningi ritningarinnar ; en svo hefir það nú máske ekki þorað þetta af ótta fyrir því að það yrði krafið sannana. — Hver orsökin er til ósam- ræmisins í tollmálunum syðra ogn.yrðra er ekki alveg augljóst, en af Lögbergi að dæma væri hugsanlegt að það kæmi til af því að “repúblíkanar börðust fyrir frelsi svertingjanna,” og “eru framhald af Whig-flokknum á Englandi” ! Ef þetta dugar ekki, þá getum vér ekki annað en beðið: ‘'Faðir fyrirgef þeitn, því þeir vita ekki hvað þeir gera.” Jtit.it). llkr. Frá löndum GIMLI. 4. NÖV. 1897. Tíðin er eins og við værum komin í Paradís, hjá því aem var í fyrra um þetta leyti. Vatnið skín eins og speg- ill, en þó hvergi kominn vottur um ís hér nálægt. Sb'an þingmennirnir voru á ferð- itini hefir Y'tthvað svolítið veriðlagað til hérna í næstu keldunum, og þar aö auki hafa einhverjir menn komið hing- að vestan frá Rockwood í því skyni að undirbúa eitthvað viðvíkjandi vegagerð þangað vestur, og eru þannig horfur á að Rockwood-búar ætli að hafa það einsamlir, að útvega okkur veg í gegn um bygð sína, jafnvel þóttafáir eða eng- ir í þessu bygðarlagi hafi skrifað undir bænarskrá er þeir Sömdu til þess að fá þessu framgengt, hvort sem því hefir valdið skeytingarleysi almenniags, eða hitt, að þeirri bænarskrá hafi verið stungið undir stól einhvers einstaks og aldrei komist lengra. Hkr, er farin að koma sér dável hér hjá allmörgum, og naenn eru upp á nýtt farnir að hafa séra Jón og Jónas Kortson á milli tannanna, hvað sem næstverður uratalsefni, þegar allir hin- ir gæðingarnir fara að ná ; ér á sprettinn. Þetta uppihald liefir verið líkast því sem brjóstgjarðir hefðu brost- ið af nokkrum þeirra, og bið hlotist af þvi fyrir allan bópinn, meðan treyst voru týgin og skaflarnir, til þess að geta aftur hleyft á svellið. BRÉF FRÁ BIRCH BAY, WASH., 29. OKT. 1897. Ritstj. Heimskringlu. Eftirfylgjandi línur sýna að ailir eru ekki dauðir hér, endaþött islenzku blöðin hafi sjaldan til meðferðis greinir héðan, og er það þó einkennilegt, þar eð margir lesa þau hér í grendinni. Það er töluvert líflegt hér nú. Verð á þakspæni, sem er ein aðalvörutegund hér hefir stigið að mun síðustu mánuð ina, og laxveiðin gengur vel. Eitt fé- lag hér í grendinni hefir fengið 150.000 kassa, og er verð á honum að stíga upp. Uppskera var óvanalega góð og verð í betra lagi. Heyafli var góður, epli, sveskjur, perur og yfir höfuð allar aldina tegundir spruttu vel, og seldust í betra lagi. — Gullnemar verða sjálf- sagt rnargir á ferð næsta vor. Þeir sem fara til Mt, Baker námanna kaupa á- höld sin í Whatcom. svo pað eykui veizlun, og eftirsókn eftir þeim vörum sem við höfum á boðstólum. Yfir höf- uð lítur hér betur út en að undanförnu. í vetur geta fjöl-margir fengið vinnu við skógarhögg, þakspónagerð og kola- náinur með dágóðu kauþi, og með vor inu byrja tiskveiðarnar, sem gefa mörg- utn atvinnu. Fjöldamargír, sem hafa fengið gull sýkina fara sjálfsagt til Alaska næsta vor. en fáir reyna að komast þangað í haust, þvi oss er sngt að það sé svo gott sem ómögulegt að komast til Daw- son City eftir Skagway brautinni í vet- ur. Það er verið að tala um að láta gufuskip ganga reglulega milli Whatcom og St. Michael. Ef við förum í Mt. Bakers náinana næsta vor skulum vér láta lesendur Heimskririglu heyra frá okkur. O.scAU E. Lee. F ornleifar. Nýlega hafa fornfræðingar fundið leifar af mjög gamalli borg i Arizona. sem ekki hufa verið rannsakaðar fyr en nú. þó óljósar sagnir hafi gengið manna á meðal af tóftabrotum allmiklum frá fornum tíina, skamt frá austurlanda- mærum Arizonarikisins, þar sem borg- arstæðið hefir nú fundizt. Borg þessi hefir verið töluvert stór; á að gizka eins og Rómaborg, og mjög ^einkenni- lega bygð. Húsaskipun hefir verið lík eins og hunaugsbaukar í býflugna- búi, fjöldamörg samföst í röðum, sem mynduðu hjalla hvert aftur og upp af öðru, því borgin stendur í dalverpi báðum megin við læk eða á. Yzta röð- in af húsunum eru borgarveggirnir, og vita allir gluggarnir inn, og þegar litíð er yfir borgaistæðið lítur það út eins og geysimikil skál með kjöllum eins og stólaröðum í leikhúsi. Um sögu þjóð- flokks þess sem bygði þessa borg vita menn ekki, en af fornleifum sem hafa fundizt þar hafa fornfræðingar ráðið að hún hafi verið náskyld eða hluti af þjóð tíokk sem kallaður er Zunii. I rústum sem að eins eru lítt rannsakaðar enn, ltafa fundizt ýnrsir gamlir munir, svo sem ilát úr leir með alskonar krpti, og áhöld af ýmsu tagi alt mjög haglega gert. Grafreitir hafa fundizt á einum einum stað utan við borgarveggina, og altari útskorið með dýra og fugla myndum, á öðrum stað kringum það afmarkað svæði sem mun hafa verið hofgarður. Bein voru grafin upp úr grafreitnum svo heilleg, að þau hafa nú verið flutt á burt, og verða höfð á gripn söfnum. Mörg merki sérstakra bygg- inga sjást út frá borgarstæðinu, og eru líkindi til að við nánari rannsóknir komi margt í ljós viðvíkjandi þeim þjóð flokki sem hafa búið þar i fyrndinni. Winnipesf-markaðurinn. Gott, heimagert smjör 12 —14 “ ‘Factory”-ostur .......... 10 —12 “ Egg, tyl'tin ............. 15 —16 “ Endur (parið) ............ 15 —30 “ Gæsir, viltar.hver ........ 30 —50“ Svínafeiti, 20 pd. fata... $1.70 Nautakét...................... 4 —5“ Kindakét...................... 7 —8 “ Svínaket...................... 6 —7 “ Kálfakét.................. 5 —7 " Lambakét ..................... 7 —8 “ Nautahúðir. pundið ....... 6J—7 “ Fersk sauðskinn .......... 30—35“ Hestahúðir................ 75—1.25 Ull, pundið (óþvegin)..... 8—9J “ Tólg ......................... 3J Jarðepli...................... 25—35 “ Naut, á fæti, pundið ..... 2—2J “ Hey (tonnið)..................... $5—7 Eldiviður (faðmur) : Tamarac............. $4,25—4,50 Pin«.................. 4,00—4,25 Poplar................ 3,00—3,25 Látið raka ykkur , OG HÁRSKERA HJÁ S. J. Scheving, 200 Rupert Str. Alt rert eftir nýjustu nót- um og fyrir lægsta verð. S. G. Geroux, Eigandi. BOi Dlaiu St. Kaupir og sebtr fisk og fugla af öilum tegitndnm. Aðal-tiskmai knður bæjar- ins. Peningar borgaðir út i hönd fyrir hvað eina. W. J. GUEST, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gist hús i bænum. Albdags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. - Orgel = Uegar þú ætlar að kaupa orgel, þá er það skylda þín, gagnvart sjtilfum þér, að fá það ódýrasta og bezta fyrir peninga þína Til þess að þér takist þetta, verð- ur þú að koma til okkar og kaupa eitt af hinum frœgu DOMINION ORQELUH. Við erum þeir einu umboðsmenn fyrir þau hér. Verðið og skilmálana ábyrgjumst vér að gera þig ánægðan með. W. QRUNDY & Co., 431 Main Str., Winnipeg. Bsn. Zimmerman, 731 ILST ST. Andspænis^Manor^Kforr^^^^ Selur loðkót, taukót. úr. gull og silfur- gripi og flest alt það er þér þarfnist við. Alt “second hand” vörur og því seldar mjög ódýrt. begar þið þurflð að kaupa fatnað og alt sem að fatnaði lýtur þft komið þið við í Winnipeg Glothing Kouse, beint ft móti Brunswick Hotelinu. Þar tinnið þið - - - - Mr. D. W. Fleury, Sem síðustu sex ftr liefir verzlað í THE BLUE STORE. Hann getur selt ykkur karlmanna og drengja klæðnaði, hatta, húfur, grftvöru og'margt fleira. Munið eftir númerinu Næstu dyr fyrir norðan W. Welband. D. W. Fleury LÍTTU Á fæturna ft þér, og hugleiddu svo hvað hú ættir að brúka á fótunum í vetur. Við höfum mestu byrgðirnar og lægsta verðið á Flókaskóm, Elókastígvélum, Sokkum, Moccasins, Rubberskóm og Yfirskóm. Einnig Vetlinga og Hanska. Kauptu hjá okkur og sparaðu þér peninga. Thos. H. Fahey, 55S iVlain street. Cavalier, N-Dak. Eigandi - - - - John Gomoll. Verzla með beztu matvöru, ávexti og sætindi af öll- um tegundum - - Kaupið m&ltiðir ykkar hjá houum þegar þið kornið til bæjarins. - - - Odýrasta búðin í bæn- um, sem selur nær- föt, karlmannafatn- að og yfirti eyjur, er búðin hans Benny’s 568 Main St., Winnipeg. THE^— Hart Comyany j-td) Bóka og rit- fanga-salar. Farið til þeirra þegar þið þarfnist bóka og ritfanga. Númerið er 364 Main St. WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.