Heimskringla - 02.12.1897, Síða 2

Heimskringla - 02.12.1897, Síða 2
HEIMSKRINGLA, 2. DESEMBER 1887. Ileiniskriiigla. Published by Walters, Snainton & Co. "Verð blaðstins í Canada og Bandar, $1.50 nm árid (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupand- "<m blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order. Registered Letter eða Express Money O’-der. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. Einak Ólafsson, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office : Corner Princess & James. P O BOX 305 Kosningarnar. Þingmannsefni konservatívá- flokksins vann aukakosningarnar í Turtle MounJ;ain A föstudaginn var, með 141 atkvæðum fram yfir mót- sækjandann ,Mr. Nicol, liberal, þrátt fyrir það þó Greenwaystjórnin gerði sitt bezta tíl að halda kjördæminu, og þrátt fyrir það þó þrír af ráðgjöf- um Greenways, ásamt ýmsum ræðu- mönnum frá liberalhliðinni gerðu sitt ýtrasta til að bjálpa þingmanns- efni stjórnarinnar. Þetta kjördæmi hefir alt af verið liberal, þó atkv. munur hafi stundum verið lítill — 23 við síðustu fylkiskosningar — og er þessi sigur konservatíva því töluvert stórfeldur og þýðingarmik- ill, því þegar það er athugað, að af 753 atkv. sem greidd voru, fékk þingmannsefni stjórnarinnar að eins 297 á móti 456 fyrir þingmannsefni konservatíva, þá er auðséð að skoð- anir kjósenda hafa breyzt stórkost- lega, síðan um síðustu kosningar. Þeir sem hjálpuðu Mr. James John- son þingmansefni konservatíva í þessíhn kosningum voru þeir Hon. Hugh J. Mcdonald, Roblin og Hast- ings, og er það sjálfsagt mikið þeím að þakka að þessi skoðanabreyting heflr komist á. Síðan Hon. Hugh J. Macdonald varð leiðtogi konser- vatíva hér í fylkinu og síðan hann fór að ferðast um,og halda þólitiskar ræður og gefa fólki bendingar um gallana á núverandi stjórn, og bemdingar, um hvað gera þyrfti til að bæta úr þeim, hefir fylgi kon- servatívaflokksins aukizt stórkost- Jega og allur flokkurinn í heild sinni fengið nýtt starfsþrek og nýja von um sigur við næstu kosuingar. Al- menningur er nú farinn að sjá að hér er leíðtogi, sem flestum mönnum fremur er fær til að handleika stjóm mál, og um leið leiðtogi sem er “gentlimaðnr“ í orðsins fylsta skiln- ingi, hvar sem hann kemur fram; og á því persónulega skilið virðingu pólitiskra móthaldsmanna sem með- haldsmanna. Mr. Nicol, sem sótti af hálfu stjóruarinnar, er maður vel Iátinn, og er af því auðséð að hann tapaði ekki af því að kjósendur hefðu nokk uð persónulega út á hann að setja, heldur augsýniiega af því að hann hafði aðrar skoðenir á málum fylk- isins, heldur en kjósendurnir gátu 'felt sig við, og cr siguf konserva- tíva enn meiri fyrir það. Liberalar reyndu að hampa skólamálinu og Duluth-brautinni fiamini fyrir kjósendunum, en hvor- ugt dugði. Menn eru farnir að hafa litla trírá Duluth-brautar-bollalegg- ingum Mr. Greenwoys, og loforðum um niðurfært flutningsgjald etc, og skólamálsgrýlan hafði öíug áhrif við það sem ætlast var til, enda er við því að búast, og má niikið vera, ef liberölum verður ekki hált á því máli áður en langt lfður, ef þeir halda áfram að brúka það sem póli- tiska vofn lengur. Það er aðgæt- andi að afstaða pólitisku flokkanna við þetta mál heíir breyzt æði mik- id f seinni tíð. Konservatívar héldu því fram að kaþólskir menn hér í fylkinuættu heimtingu á sérstökum skólum samkvæmt stjórnarskránni; og konservatíva stjórnin 1 Ottawa gerði þar af leiðandi tilraun til að gefa þeim aftur þessi réttindi, sem hún Aleit vera, en henni enfist ekkí aldur til þess. Þingið var uppleyst 6ð ir en lögiu gengu í gegn, og ein mii t r;purningin um það hvort Do- ’mii. orstjórnin ætti að rétta hluta kaþólskra manna hér í fylkinu á þ uii, i Kátt, að gefa þeim aftur sér- staka skóla var aðal epurningin sem kjósendur áttu að svara við síðustu Dominion-kosningar. Þessari spurn ingu svörgðu þeir með því að setja konservatívu stjórnina frá völdum, stjórnina sem einmitt hafði lofast til að rétta hluta kaþólskra, og þeir sem aðallega riðu baggamuninn voru kaþólskir kjósendur í kaþólska fylk- inu Quebec. Með þessu hafa þeir sýnt að þeim var ekki eins mikið á- hugamál að fá umbótalögin eins og þeir létu, og svo er þá ekki lengur ástæða fyrir konservatívaiflokkinn að berjast fyrir þeim málum- Hjálp þeirra var ekki þegin þegar hún var boðin, og svo bjóða þeir hana ekki framar án þess beðið sé um. Liber- alar hafa aftur á móti geflð kaþólsk um mönnum, hér og öðrum, réttindi, sem þeir áftu enga heimtiugu á sam- kvæmt stjórnarskránni, og sem geta valdið ómetanlegum kostnaði og þvælum ef þau væru notuð, og þar eð páflnn er nú óánægður með þau réttindi sem þeir hafa fengið, þá eiu líkur til að þeir biðji um meira, og um leið ástæða til að halda að reynt S-rði að gefa þeim dálítið meira af réttindum sem þeir eiga enga heimt- ingu á, því stjórnin í Ottawa veit ó- sköp vel að ef hún tapar fylgi kaþ- ólsku þingmannanna, þá er hún bara blátt áfram dauð, og það er svo mikið samband milli fylkisstjórnar- innar og Ottawastjórnarinnar, að þær munu gera sitt bezta til að þóknast hvor annari. Eins og sterdur er þá orðið því sem næst hausavíxl á málunum. Li- eralar eru búnir að veita kaþólskum mönnum réttindi sem þeir áttu enga heimtingu á, og það eru líkur til að þeir auki þau réttindi enn meir til þess að halda fylgi kaþólsku þing- manna. Þeir ern þannig orðnir er- indsrekar kaþólskra, og óþægilega háðir þeim; en á hinn bóginn geta konservatívar nú setið hjá og látið þessi mál afskiftalaus, því fyrir að- gerðir Ifaþóiskra manna. við síðustu Dominionkosningar er konservatívi flokkurinn undanþeginn öllum sKyld um við þá, og hefðu enda ástæðu til að mótmæla þeim réttindum sem lí- beralar hafa gefið, því þau eru fyrst og fremst kák, sem ekki kemur að notum, og svo ná þau til fleiri en á- stæða var til. Konservatívar þegja nú og skoða málið dautt í bráðina, að mlnsta kosti. Þeir vilja gjarnan að það komi ekki upp aftur, þvf fæstir þeirra börðu*t með sérstöku skólun- um af þvl þeim þætti svo vænt um þá, heldur af því þeim fanst kaþólsk- ir menn eiga heimtingu á þeim sam- kvæmt stjómarskránni, en ef liberal- ar halda áfram að kreista þennan “kerlingareld” lengur, þá er hætt við að konservatívar noti sér kring- umstæðurnar, sem síðustu Dominion- kosningarnar settn þá I. Þessar nýafstöðnu kosningar virðast vera forboði þess að lífdagar Greenwaystjórnarinnar séu nú farn- ir að stytiast, og sumir segja að þær minni á aukakosningamar sem fóru fram í St. Francois Xavier nokkru áður en Harrisonstjórnin byltist úr völdum héma um árið. Aukalögin. Aukalögin sem gengið var til at- kvæða um á miðvikudaginn í fyrri viku, og sem heimila bæjarstjórninni að taka til láns $700,000 til að gera nýja vatnsleiðslu fyrir bæinn, gengu f gegn með miklum atkvæðafjölda fram yfirþaðsem þurfti; að eins 83 atkv. voru á móti. Það dugði ekkert þó gamla einokunar vatnsleiðslufélagið sendi út tilkynningu um að það mundi selja vatn sitt því sem næst 75% dýrara heldur en það hefir gert, ef aukalög þessi væru samþykt, og er það hrós- vert að menn skyldu taka svona hik- laust fyrir kverkarnar á þessu einveldi sem hefði getað; orðið bænum til hins mesta háska. ef þvi hefði verið leyft að búa um sig betur, og gera bæinn háð- ari sér heldur en enn er orðið. Það getur verið að félagið standi við orð sín og hækki' verðið á vatninu, — bæði því vatni sem það leiðir inn í prívathús, og eins því er bærinn kaupir af þvi til að skola með lokræsi á götunum —, upp í hæsta verð, sem leyft er i réttindaskrá þess, og gæti leitt af því töluverð- an kostnaðfyrir bæinn, scm uadir ðll- um kringumstæðnm yrði aÓ fá hjá því vatn til að skola flest lokræsi á götun- um, en það væri heimska fyuir félagið að gera slíkt. Það sem félagið langar til fyrst og fremst, er aðhafa algert ein- veldi, og það sem það langar til næst, ef það getur ekki komið því fram. er að selja bænum þau áhöld (vatnsleiðslu- pipurnar að minsta kosti), sem það hef- ir, en því meir sem það þröngvar kost- um bæjarins nú. því minni likur eru til þess að hann kaupi nokkuð af áhöldum þess, enda hvílir engin skylda á honum að gera það. Félagið hefir að eins leyfi til að starfa um vissan árafjölda, og á þeim tíma hefði það átt að sjá svo um, að það yrði ekki í bapi þó það þyrfti að hætta að þeim tíma liðnum, og það mun það líka hafa gert; en alt um það er auðvitað ekkert á móti því, að bær- inn kaupi áhöld þessi sanngjörnu verðí, ef þau reynast brúkleg, og ef félagið setur bænum ekki neina afarkosti, þetta sem eftir er af starfstíma þess, en brúki það ósvífni, er engin ástæða til að geðjast því, Hin nýja vatnsleiðsla kostar bæinn afar-mikið í fyrstunni, en eftir þeirri reynslu sem fengizt hefir annarsstaðar. þá margborgar hún sig með tímanum; fyrir utan það sem vatnið ætti að vera betra, ef þær rannsóknir sem gerðar hafa verið eru nokkurs virði, og svo mikið að það dygði bæði til húsa og til þess að skola ræsin, sem hingað tilhafa verið hreinasta pestaruppspretta í bæn- um sökum vatnsleysis, Yfir höfuð virðist heppilegast að bærinn eigi sjálf- ur öll þau áhöld sem þarf til ljósa, vatnsleiðslu og annars, er kemur að sameiginlegum notum, og hafi sjálfur umsión á því. Með því móti mundu fieiri geta notið þessa útbúnaðar og kostnaðurinn hlyti að verða minni, heldur en hann yrðí ef félög hafa ráð yfir þessum málum, þar eð allar álög- ur i sambandi við það rynnu í bæjar- sjóð. og bærinn fengi þannig ágóðann, sem annars rennur í einstakra manna vasa, en sá ágóði gæti aftur orðið til þess að skattsr á eignum manna lækk- uðu í bænnm. Að það sé ástæða til að halda þessu fr^uu. sést af því, að t. d. í Glasgow á Skotlandi eru engir skattar borgaðir af fasteignum í bænum, því bærinn fær allar þær tekjur sem hann þarf fyrir ljós, vatnsleiðslu og ánnað, sem til saraeiginlegra nota heyrir, Það er auðvitað að þessu verður ekki komið á alt í einu. í ungum og hálfbygðum bæjum, en að voru áliti ætti að halda i áttina til þess eins fljótt eins og tæki- færi gefast; og það er vonandi að hin röggsamlega framkoma Winnipeg- manna í þessu máli sé byrjunin en ekki endirinn á því að losast algerlega úr höndum einráðra einveldisfélaga, sem hingað til hafa haft íöglin og hagldirn- ar, og eru reiðubúin að stiga á hálsinn á bæjarbúum hvenær sem er. Leiðarþingið. (Niðurlag.) Stj órnar skrár niálið. Jón frá Sledbrjót skýrði í örfáum orð- um frá gangi málsins á þingi, en kvaðst ekki finna ástæðu til að fara lengra út, í það, með því að fundarm. væri ljós stefna þingmanna f málinu. Þoret. Erl.: Það er rétt, við þekkj- um úr blöðunum gang málsinsog stefn- ur þingmannanna. En hitt er oss óljós- ara, hvað ráðið hefir þessum stefnum. Um framkomu þess þingmans, sem hér er ekki staddur, skal heldur ekki talað hér, en Jón frá Sleðbrjót vil ég spyrja að þessu : Hvernig stendur á því, að hann greiðir atkv. móti fry. efrid., þegar þingmálafundur hér í vor fer eindregið í miðlunar átt og sjálfur þingm. lýsir því að hann sé kosinn miðlunarmaður? Þetta gæti þingm. skýrt fyrir okkur. Ji'rn. frá Slb.: F.g hefi verið miðlun- armaður og er það enn, en ég tek ekki miðlun svo sem það sé sjálfsagt að gleipa við hinu fyrsta og versta sem stjórnin býður, og auk þess skoða ég þetta frv, ekki einu sinni sem stjórnartilboð held- ur biður þingið um þetta, og auk þess sem lítið væri unnið, þá væri þetta bein uppgjöf á kröfunni um, að mál okkar vseru utan ríkisráðsins þegar þetta væri samþ. orðalauat, og gengist eins og þegj- andi undir skilyrði stjórnarinnar í ráð- gjafabréfinu. Þannig skildi ég og fleiri þetta bréf og samband þess við frv. En með þessu væri aftur gefin upp sú aðal- krafa sem öll okkar stjórnarbarátta hefði snúist um. Ráðgjafinn sæti eftir sem áður í ríkisráðinu, væri búsettur í Danmörku og yrði fyrir áhrifum Dana. Eg álít þjóðina ekki svo þreytta, að svo þurfi gjörsamlega að hopa á hæi og leggja árar í bát. Þ. Erl.: Hvað er gefið npp og Uvar komur sú nppi |öf fiam ? G t'ir nokkur raannlegur ki,.ft"r bannað mér, þing,- manninum eða nckk-’im öörum að láta dynja á ráðgjafauum J;ogar á íyrsta þingi ailar okk.ir stj; r.rbót "ki öfur fullor, o'i bækkaðar uia l. fliui^gef /ið viljum ? Og ráðgjafinn getur hvergi vitnað í orð eða eið þar sem þessar kröf- ur séu t efnar upp, og því síður í ráð- gjafabréfið. Sú þræta er dómstólamál. sem löggjöfin þarf ekki að mótmæla. Þessi uppgjöf er því ósönn og ekki rétt að beita slíkum vopnum. — Ég sé ekki beldur að neitt sé satt í þvi, að lausnin úr ríkisráðinu hafi verið kjarninn í stjórnarskrárbarátiu okkar. Ég hefi skilið hana alt öðruvísi, og meira að segja, ég sé ekki að við værum hótinu bættari þó mál okkar væru nú alger- leva laus við ríkisráðið, en væru þó i hðndunum á dómsmálaráðgj. danska eftir sem áður. Það er þvi svo langt frá að vera kjarninn, að það er einu sínni ekki aðalkrafan. — Stjórnin bauðst ein- mitt sjálfkrafa til að ganga að þessu frumv. Dr. Valtýs. Það er miðlnn sem engu spillir en eetur vel orðið til mikils góðs, og móti henni hefir þingm. greitt atkv. Jón frá Slb.: Ég átti að eins við það að þjóðin gæfi upp bardagann fyrir því sera hún hefði barizt fyrir hingað tll o? tæki nú það sem hann áliti mjög lítið gagn að. Þorst. Erl.: Ég hefi skilið svo alla okkar stjórnarskrárbaráttu, og það er mín skoðun og mín stefna, að við höf- um barist og eigum framvegis að berj ast fyrir því. að ná löggjöf og landstjórn sem mest undan áhrifum Dana, en til þess er fyrsta stigið að við finnum veg, sem við hrincLum ekki hver öðrum út af og getura sern flestir fylgst á. Það mætti stefna béiná leið að algerðri sjálf- stjórn í einhverri mynd, svo sem frest- andi neitunarvaldi. skorðuðum st.aðfest- ingarrétti Iandstjóra. eins og í nýlend- um Breta, eða þá algerðu þingræði. Þessi stefna er mér kærust, og þó get ég ekki fylgt henni, og ég skal segja af hverju : Leiðin er afarlöng og dýr, og ég sé engan þann foringja, sem geti haldið hernum saman á þeim öræfum. Eg sé þar ótal tvístranir, ótal miðlanir, ótal bríxl og illyrði, og á meðan bíður þjóðin í hers höndum með öllum at- vinnuvegum í ólagi. Hin leiðin er að fara það sem kleyft er, þar er hægra að fylgjast að, og hvernig sem fer höfum við heldur unnið en tapað. Verði ráðgjafinn okkar megin getur hann gert okkur stórgagn, en svíki hann okkur ætti það að verða nóg til þess að þjóðin sameinist móti honum sem einn maður, ef hún er ekki dáðlaus. Hvorugri þessari stefnu hefir þingm. orðið að liði, og því köllum við hann hafa illa að verið. Frv. neðri d. á jafn- langa leið til sigurs eins og algerð sjélf- stjórn, en launin að lokum ærið mögur fyrir þær þrautir, svo mögur, að um þau verður Islendingum aldrei safnað, og engri þjóð annari. Fundnretjóri : Allar ástæður móti þvi, að ráðgjafinn sitji i ríkisráðinu, eru óþarfar. Ég veit engan Islending sem því hefir haldið frarn og stjórnarfkráin segir að sérmál íslendinga eigi þar ekki að vera. I ráðgjafabréfinu sést að eins skilningur annars málspartsins á því at- riði, og getur ekkí verið bindandi fyrir skilning okkar né löggjöf, því stjórnin veit eins vel og við að þetta er laga- skýringarspursmál og úr því eiga dóm- stólar að skera en ekki þing eða stjórn. Hugsunargangur þingmannsins um að frv. efri d. lögleiði ríkisráðið, er mér ó- skiljanlegur. Jón frá Slb.: Ég get ekki við því gert. en svona skildi bæði ég og fleiri bréfið. Mér þótti aðstaðan 111 að báðum þessum stefnum sem Þorsteinn benti til Eg er miðlunarmaður og hallaðist því að frumvarpi neðri deildar. Af tvennu illu taka það skárra. (Þorst. Erl.: Betra að ganga en að ríða flókatrippi). Sknfti Jón.: Gaman að heyra ástæð- ur Jóns i Múla fyrir sinni stefnu af því hún var svo skyld stefnu hins þingm. okkar; skora á þingm. að gera það þó það sé reyndnr ekki skylda hans að gera það hór. Þoret. Erl.: Altaf gott að heyra Jón í Múla tala, en ég vil þó sérstaklega skora á Skafta að standa upf» aftur og segja sína skoðun á málinu, sem hann hefir lofað okkur og við bíðum eftir. Hór er hvorttveggja ágætt, stund og staður. (Skafti: nei, ekki núna). Fundnntjóri : Frv. neðri d. vand- ræða frv., rangt að gefa Dönum það undir fótinn, að við álítum ákvæði stjórnarskrár okkar marklaus eða ónýt. JónfráSlb. spurði hvort fundar stjóri áliti S"tu ráðgjafa í ríkisráðinu þýðingarlausa ? Fundurstj.: Mjög þýðingarmikla á- lít óg hana ekki, en einkum legg ég á- herzlu á það, að hefði frv. efri d. orðið að lögum, þá hefðum viðfljótt fengið að sjá hvort hann átti að sitja þar eða ekki Jón frá Sl. Það er einmitt þýðing- armesta atriðið í stjórnarskrárbaráttu okkar eins og ég hefi tekið fram. það sést bezt á því, að Danir haldadauða- haldi í þetta atriðið sem sterkasta band ið millí ísl. og Danm. Þont. Erl.: Þetta er engin sönn- un. Það eitt að Danir halda fastast á einhve ju er engin óræk vissa fyrir því að okktir ríði mest á að ná einmitt í það, Okkur getur verið miklu betri ísl. ráðgjafi i ríkisráðlnu, en danskur ráð- gjafi. sera ekki er í því, og hvar er þá sönnunin;? Jón i Múla: Eg hafði ekki ætlað hér að gera grein fyrir stefnu roinni á þingi eða ástæðum mínum, óg skýti Niðurhg á 3. bls. Fyrir Hatidirnar seljum við allar tegundir af yíni með óvatialega lágu verði, svo sem SPÍRITUS, ROMM BRENNIVIN, WHISKEY, o. fl. Einnig höfum vér það sem kallað er NATIVE WINÉ, Ijómandi dryakur, fyrir 25c pottinn. E. Belliveau & Co. 620 Main Street. Sérstök Kjörkaup ----A ALLSKONAR - — CHINA HALL. 572 Tlain Str. L H COMPTON, ráðsmaður. THE—— Hart Comyany <>-«) Bóka og rit- fanga-salar. Farið til þeirra þegar þið þarfnist bóka og ritfanga. Númerið er 364 Main St. WINNIPEG. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, N. Dak. PAT. JENNINGS, eigandi. Bnmswick Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bl'O’s, eigendur. THE GREAT NORTH-WEST SADDLERY HOUSE er staðurinn þar sem hægt er að kaupa alt sem Jýturaðaktýgjum og hnökkum, einnig leður og allan útbúnað sem brúkaður er við hesta, og svo kistur, töskur og svipur og stígvélaleður af öllum tegundum. Sendið eftir verðlistanum okk- ar. Það kostar ekkert. Corner Main og Market Street. WINNIPEG, MAN. $40 ANNUAL EXCURSIONS til allra’staða í; Austur Canada fyrir vestan Montreal. Til staða fyrir austan MoAtreal tikölulega jafnlágt fargjald. Farbréf verða seld frá 6. til 31. Des. Tíu dagar leyfðir til ferðarinnar austur og 15 dagar til baka. Farbréf gild fyrir ÞRJÁ MÁNUÐI frá söludegi, og fram- lenging á þeim veitt ef um er beðið. Menn geta kosið um hvaða braut sem'er TIL - - EVROPU. Farbréf seld með sérstaklega lágu verði og sérstök hlunnindi í sambandi við þau CALIFORNIA EXCURSIONS. Farbréf með lægsta verði aðra eða báð- ar leiðir til Kyrrahafsins^og allra staða I Californiu. — Umboðsmenn Northern Pacilic félagsins gefa allar nánari upp- lýsingar, munnlega eða skriflega. H. SWINFORD. Aðal-agont • - Winflipeg. Ward 4. E. D. Martin, forseti Martin Bole & Wynne fé- lagsins, gefur hér með kost á sór til þess að sækja um bæjarfulltrúa- embættið í Ward 4, og gerir hann það fyrir beiðni flestra skattborg- enda í þeirri kjördeild. Þeir sem þurfa að kaupa - harðvöru, ættu að’ sjá okkur áður en þeir kaupa. Við seljum meðal annars HITUNARVELAR, HUSBUNAÐ, LKIRTAU. GLERVARNING, &c. Alt með lægsta hugsanlegu verði. W. J. Craig & Co. Cor. Main & Logan St. Islending’ar ! Þegar þið komið til Pembina, þá munið eftir því að þið fáið þrjár góðar máltíðir á dag og gott og hreint rúm fcú að sofa í, alt fyrir $1.00, á Headquarters Hotel, H. A. Murrel, eigandi. Pembina, N. Dak. -tSteinoliar- ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill odýrara en nokkur annar 1 bænum. Til hægðarauka má panta olíuna hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA Fæði $1.00 á dag. 718 Jluiit 8tr. Lítið á eftirfylgjaudi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i CavalieR. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfnr og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur med sómasamlegri brúkun. 16 Áður seldar Nú á potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ Ið potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 " 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. F (J FOI’d 81» WainSt- L. U. 1 VI U, WINNIPEGi er nýbyrjaður að verzla með Leirtau og Glervarning, og langar hann til að fá að sjá ís- lendinga í búð sinni og lofar að gefa þeim betri kaup en nokkur annar í bænum getur gert á sams- konar vöru. Muniðeftir númerinn 819 Main Street. Béttfyrir norðau C P.R. járnbrautina. E. Gr. FORD. “Rétt eins gott eins og brauðið hans Boyd’s” hafa margir af Winnipegmönnum heyrfc sagt hvað eftir annað. Þetta þýðir að leggja á tvær hættur með það sem þið borðið, en að gera það er ætíð viðsjár- vert, og alveg ónauðsynlegt.þc^r verð- ið er eins lágt eins og hjá öðrum. Candy Kökur og Pastry fæst eins ódýrt hjá Boyd eins og i lélegustu búðum í bæn- um. Þvi ekki að kaupa hjá honum ? Bezta brauð í Canada. W. J. Boyd, S70 og 579 Main öt.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.