Heimskringla - 16.12.1897, Page 3
HEIMSKRINGLA, 16. DESEMBER 1897.
Um verkamálið.
Eftir M. C. Branson.
Chicago, 1. Dec. 1897.
Heiðraði ritstjóri Heimskringlu.
I blaði yðar Nóv. 11., birtist
ritstjórnargrein með fyrirsögninni
"Verkfall.” Þér segið eitt af því er
valdið hafi mestum deilum og stríði, sé
skifting auðs og afraksturs framleiðsl-
unnar, og þér segið frekar, að “ úr því
verði fyrst að ráða ef vér viljum aftra
byltingum og fjarska tjóni. Og þér
segið en frekar að verkfall séu ónóg og
óliðleg og eitt hœttumesta meðal sem
hægt sé að beita til þess að skera úr
þessum verkamálsþrœtum. Alt þetta
get ég fallist á, og er nú þessi skoðun
viðasthvar viðurkend af verkalíðnum,
fyrir þann ósigur sem þeir á síðari tím-
um altaf mæta.
Það er velfarið. að þér viljið benda
lesendum yðar á þetta mál, og er von-
andiað meira komi um það til, að vekja
hjá þeim umhugsun og samræður um
það mikilsvarðandi málefni. Þér skrif-
ið: “Hvaða fyrirkomulag þerður þá
heppilegast?” og þér segið, “það sem
beinast liggur við að gera nú, er að
skiftaágóðanum af framleiðslunni sann-
gjarnlega milli þess er leggur vinnuna
til framleiðslunnar og þess.sem leggur tii
höfuðstólinn eða áhöldin sem unnið er
með.” Þetta finnst mér að þér misskilj-
ið á einn veg. Það er viðurkent af öll-
um merkum hagfræðingum að það séð í
raun og veru aðeins tvö aðalatriði er
taka þátt i allri framleiðslu. Þau eru
land og vinnukraftur. Höfuðstóll eða
arðfé er ekki algerlega nauðsynlegt til
framleiðslu, en það hjálpar framleiðsl-
unni. Maður, án nokkurs arðfjár,
getur framleitt auð til viðurhalds, og er
sá auður hans kaup. Það sem ég hygg
að þér meinið er, að öll framleiðslan
þurfi að skiftast réttilega á milli allra
er framleiða, þvi ef þér álítið að fram-
leiðandi hafi rétt til þess, er hann fram-
leiðir, þá hljótið þér að viðurkenna að sá
sem eigi framleiðir hafi engan rétt til
þess auðs sem aðrir frrmleiða. Sá sem
meðhöndlar arðfé (kapital) til frainleiðsu
einhvers auðs, er virkilega eigi síður
verkamaður en sá, sem vanalega er
kallaður verkamaður, því báðir verja
kröftum sínum til framleiðslu. Ef nú
þessi niðurstaða er rétt þá er það líka
rétt, eins og oft hefur verið sýnt, að
þar sem anður af arðfé stigur upp, þar
stígur og líka kaup upp, og þar sem
kaup stígur niður, þar stígur og líka
arður af arðfé niður.
Með arðfé meina ég þann part af
auð sem varið er til frekari framleiðslu.
Agóði af arðfé og það sem vanalega er
kallað kaup, er því eitt og hið sama. Ef
nú hvorutveggja er í raun og veru kaup
þá gefur það að skilja, að ágrelningur-
inn um kaup er virkilega ekki á milli
þeirra sem vinna og meðtaka kaup,
heldur á hann sina rót annarstaðar.
Ágreiningurinn er milli Jjeirra er vinna
og framleiða auð, og þeirra er hafa ein-
stök hlunnindi, með hverju móti þeir
draga til sín án endurgjalds mikinn
part af auði þeim, er verkamaðurinn
framleiðir.
Láturn oss athuga í fáum orðum,
hvernig það á sér stað, og verði það
sannað þá er gátan ráðin. Sjái menn
hvert meinið er og hvert meðalið er, þá
er bara eftir að koma því í gang, og sé
meðalið réttvíst., er spursmálslaust að
það hlýtnr að komast á hvað svo sem
verða skal.
Vér höfum séð að land og vinnu-
kraftur eru þau tvö höfuðatriði er taka
þátt 1 allri framleiðslu. Þessvegna má
segja að allur arður eða framleiðsla
skiftist á milti þeirra. Með öðrum orð-
um: afnaksturinn skiftist f laun og land-
eign. Það gefur því að skilja, að þess
meira sem fer í landeign. þess minna fer
í laun, og eins á hinn bóginn, að það
sem fer í landeign eru ekki laun fyrir
vinnukraft, heldur laun fyrir* sérstök
hlunnindi sem enginn einn hefir sérstak-
lega skapað. Ég tala hér að eins um þá
leigu sem kemur af beru landi að undan-
teknum umbótum. Ef nú það er rétt,
að enginn einn skapi sérstök hlunnindi
er koma fram í landsverðmæti, heldur
að allir sem saman vinna skapi það
jafnt, þá hlýtur öllum að heyra það
jafnt til. Og ef, eins og nú viðgengst,
að fáir draga til sín nær alt þetta lands-
verðmæti, þá virðist ljóst að þeír taka
án endurgjalds það sem öllum tilheyrir
jafnt, og að því skapi er þeir draga
meira til sín, þess minni hljóta að verða
laun fyrir vinnnna. Ef einn maður ætti
alla jörðina til dæmis, þá borguðu allir
hinir leigu til þess eina manns fyrir að
mega búa á henni, og þess meira sem
þeir fjöíguðu, þess hærra stigi lands-
verðmætið, og þar af leiðandi leigan, og
þess meiri sem samvinnan yrði og upp-
findingar af allri tegund er sifelt sparaði
vinnukraft, því hærra stigi landeign og
lytu menn að tapa á einn veg er þeir
græddu á annan. Það eru aðeins tvær
orsakir til þess, að laun eru lág. Sú
fyrri er að framleiðslan er lítil, eins og
t. d. á Islandi, eða að hún er of mikil,
eíns og t. d. hér f Ameríku, og er tekinn
að miklum mun án endurgjalds.
Eitt annað atriði er nauðsynlegt að
athuga. Hvað er það sem ákveður
hæstu laun ? Svarið er : Sá ágóði sem
fæst af því bezta landí er verkamaður-
inn hefir aðgang að, sem ber enga land.
leigu. Þetta er óhrekjandi lögmál sem
á heima í vísindalegri hagfræði.
Nú er spursmálið: Hvers vegna
hefir ekki verkamaðurinn frían aðgang
að betra landi en hann hefir þar sem al-
staðar í krineum hann liggur ágætt
land ónotað ? Þrfr fjórðu hlutar af
Chicago er óbygt land, en sem er mikils
virði, þúsundum meira virði en jafn-
stórt land í Dakota. Alstaðar eru heil
flæmi af óyrktu landi, bæði hæjar, náma
og akuryrkjuland. Þvd neitar enginn,
að framleiðslan af landi sem er mikils
virði, er meiri en af landi sem er lítils
virði. Agóðinn af einu landi hér f mið-
punkti bæjarins jafnast á við ágóða af
mörg hundruð bújörðum. En hvers
vegna er svo mikið af landi óyrkt og
umbótalaust? Svarið er ósköp einfalt.
Það veit hver maður sem veit nokkuð
um skattalög, að það eru þau sem gera
það mögulegt að það borgar sig að halda
landi umbótaíausu. Alstaðar er skattur
lagður á að eins lítinn hluta þess verð-
mætis, svo að árleg verðhækkun þess
verður margfalt meiri en sem svarar
skattinum. Þetta er eina aðalorsökin.
En eins og tímar hafa verið f næstliðin
4 ár, þá hefir ekki nær þvf alt land stig-
ið í verði og mikið af því hefar fallið f
í verði. en með því hafa líka mörg stór
félög dregið undir sig mikið af landi, er
mun reynast gróði fyrir þau þegar tim'
ar batna aftur.
Hvers vegna er skattur lagður á
land líkt og á aðrar umbætur? Bein-
línis fyrir það að land er álitið sem önn-
ur réttmæt eign, og er haldið svo af rót-
grónum vana.
En hvernig getur það yerið réttmæt
eign, sem er ekki orðin til af framleiðslu
Það er að eins framleiðsla sem getur
gefið rétt.an eignarrétt. John Stuart
Mill segir : “Alt landið getur verið
stjórnarinnar eign án þess að skerða
eignarrétt á framleiddum varningi,” og
hinn nafnfrægi heimspekingur Herbert
Spencer segir þetta um landeignarrétt:
“Enginn hefir leyfi til að brúka land á
þann hátt, að hindra aðra frá að brúka
það á sama hátt. Ef leyfilegt er að
halda fast eign á landi, innibindur það
að heili hnötturinn megi verða eign að
eins fárra af »búum hans. Jafnrétti
getur því eigi leyft fasteign í landi.”
Siðustu skýrslur sýna, að 10 prósent af
öllum landeigendum eiga nú þrjá fjórðu
hluta af allri Amerfku. Þegar Róma-
veldi féll, var alt landið f höndum 1800
manna. Mun þurfa lengi að biða þar
til líkt á sér stað hér undir þvf ásig-
komulagi sem vér höfum. Hér í Chica-
go eru 26 miljónaeigendur sem eiga alt
dýrasta landið í miðhluta bæjarins.
Skyldi verða langt að bíða þangað til
einn maður á það alt ?
Eignarréttur í landi byggir upr-
einokunarverzlun, oger undirstaða allra
sérstakra hlunninda sem aftra frjálsri
samkeppni á alla vegu. En hvernig
skal því aftra? Segjum nú að allur
skattur væri numinn af öllum umbót-
um og framleiðsiu, og í stað þess yrði
hann settur á,ekki land.heldur landverð-
mæti, svo hann jafna^st fullri árlegri
leigu þess. Hvað mundi þá ske ? Alt
land sem nokkurs væri virði yrðf óðara
umbættr og með því að skatturinn altaf
jafnaðist árlegri leigu þess, yrði þar
með öll land-“speculation” á enda, og
þar allur annar skattur yrði afmáður
mundi það jafnskjótt örfa alla fram-
leiðslu og umbætur í landinu. Þar af
leiddi að eftirsóknin eftir vinnumönn-
um yrði afar-mikil, og þar eð eftirsókn-
in yrði mikil, hlyti kaup verkamanns-
ins að hækka, en ekki stiga niður eins
og nú ; hann mundi þá ekki vinna fyrir
annan, fyrir minni laun en hann fengi
við að vinna fyrir sjálfan sig, á því
bezta landi sem hann fengi fríann að-
gang að, sem þá yrði afar-mikið og gott
land, þar það hefur verið reiknað út, að
ef allir fbúar hnattarins, um 1,600,000,-
000. lifðu hér gætu þeir ekki brúkað
meira en helminginn af landinu, væri
það alt aðgengilegt. Undir þessu fyrir-
komulagi þyrfti engin fátækt að eiga
sér stað og euginn að vera vinnulaus, ef
hann vildi vinna. Allir menn myndu
þá vinna er vildu það, og enginn gæti
kúgað annan til að vinna fyrir sér.
Þetta er orsökin fyrir vinnulej'si og
lágukaupi, fyrir fátækt og neyð og
óteljandi spilling og glæpum. Þetta
er kenningliins heimsfræga hagfræðings
Henry George. Þetta er sú kenning
er hann varði öllu lífi sínu til að út-
breiða. Enginn maður hefur fengið
meira hrós um allann hinn mentaða
heim, jafnvel af óvinum sinum, eins og
j,ann; fáir hafa jafnast við hann í hans
hreinu og ráðvöndu framkomu, Hann
var sannur mannvinur og óbifanleg
hetja sem aldrei hopaði fyrir óvinunum,
en hann hataði engann mann. Það sem
hann hataði var óréttvísin. Þegar
hans kenning kemst á munu menn fyrst
fá að reyna hvað frelsi er; þá munu
menn eigi lengur þurfa að óttast þá fá-
tækt sem kemur af einokun og tækifær-
isleysi; brön myndu ekki lengur ganga
nakin og hungruð fyrir það að feðurnir
finna eigi vnmu, og ástríkar mæður
þyrftu þá ekki aðeyðalifisínu í áhyggju
og eymd út af bágindum og fátækt; en
í stað eymdar og fátæktar mundi ríkja
fögnaðnr og frelsi.
Islendingar !
Þegar þið komið til Pembina, þá
munið eftir því að þið faið þvjár góðar
máltíðir á dag og gott og hreint rúm til
að sofa í, alt fyrir $1.00, á
Headquarters Hotel,
H. A. Ilnml, eigandi.
Pcmbina, N. Dak.
Stórkostleg kjörkaup á Loðskinna-fatnaði lijá
C. A. Gareau, 324 Main St.
Lesið eftirfarandi verðlista. Hann hlýtnr að gera ykkur a"veg forviða.
GRAVARA.
Wallbay yfirhafnir..........$10.00
Buftalo “ $12.50
Bjarndýra “ $12.75
Racun “ $17.00
Loðskinna-vetlingar af ðllum teg-
undum og með öllum prísum. Menn
sem kaupa fyrir töluverða uppliæð
í einu, fá með heildsöluverði stóra,
Gráa geitaskinnsfeldi.
TILBUIN FOT.
Stórkostlegar byrgðir.
Allir þessir fatnaðir eru seldir
langt fyrir neðan vana verð. Lítið
yftr verðlistann 0g þá munuð þér
sjá hvílík kjörkaup þar erli boðin.
•
Karlmanna-fatnaður, Tweed, alull
$3.00, $3.75, $4.00, $4.75, $5.00
og upp.
Karlmanna-fatnaður, Skotch tweed
$5.50, $6.50. $7.00, $8.50, $9.00,
$10.00 og upp.
fi'am verðið er
þér pantið með pósti.
Af þessum verðlista getið þér dæmt um, hvort eigi muni borga sig að verzla við mio-.
VERDLISTI.
Framhald.
Karlmann buxur, tweed, alull 75c.
90c., $1.00, $1.25, $1.50, $1.75
og upp.
Fryze yflrhafnir handa karlmönn-
um, $4.50 og upp.
Beaver yflrhafnir fyrir karlmenn,
$7.00 og upp. — Ágæt drengjaföt
fyrir $1.50, $1.75, $2.00, $2.25.
Pantanir mpd póstum
afgreiddar fljótt og vel.
C. A. GAREAU.
Merki: Gylt Skæri
'624: MAIN STR.
0
*
$
#
#
m
0
0
0
#
0
m
0
m
Hvitast og bezt
ER
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
m
$
#
m
m
#
m
m
m
0
#
0
#
«•*«**••*****«*****•#**#*$
Ogilvie’s Mjel.
Ekkert betra jezt.
S. W. flINTHORN,
L Y F S A LI,
CANTON, - - - N. DAK.
Læknaforskriftir afgreiddar með mestu nákvæmni.
Komið tii okkar þegar þið þurfið á meðölum að halda.
N. B. Við erum að losa okkur við það sem við hötum af hn fum og
borðbúnaði, og seljum það fyrir neðan innkaupsverð.
Sjerstok Kjorkaup
Fyrir kvennfolkid.
í næstu 30 daga sel ég það sem ég liefi nú eftir af kvennskrauti og öllu öðru
sem kvennfólki tilheyrir — med heiIdKÖIu verdi.
KVENNHATTAR ... o,
BAKNA TTT T * T* tAtt ■ ...... 0
YNDÆLAR
Og alt sem
ananait ... ... ............25 cts Off vfir
A ULLAR-PRTÓNAHÚFUR ........2ö.25ov4öc
<jLAR YNGISMEYJ A HÚFUR . 35 45 oir 45 c*
KVENNHATTAR MEÐ SKRAUTI......'.' iáður'»/.26 nú $1
a 1 G’U’X- ■ \ , “ $3,00“ $2,25
em ég nefa í buðmni með samsvarandi lágu verði.
Mrs. Q. Glassgow,
__________Cavalier, - - N. Dak.
ADAMS BRO’S
C^lVALIEH, 3ST. T~> A ~PT~
Verzla með harðvöru af öllum tegundum, tinvöru, eldavélar og hitunarvélar.
Þakplötur úr járni og blikki, mál af öllum litum, olfu og rúðugler
og allan þann varning sem seldur er í harðvöruhúðum.
Leiðin liggur fram hjá búðardyrunum, — komið við.
ADAMS BROTHERS,
_______ CAVALIER, N. DAK.
J. P. SHAHANE,
BACKOO, sr. IIAK.
Heflr beztu HARÐVÖRUBÚÐINA í Pemhina County, og mælist til þess
að íslendingar skoði varning sinn svoað þeir geti sannfærst um
að þeir fái hvergi annarsstaðar betri kjörkaup.
Munið eftir að koma við hvort sem þér kaupið eða kaupið ekki.
KACKOO. ADAK.
John O’Keefe,
prófgenginn lyfsali,
CAVAVIER, N-D.
Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent
á hvaða tíma sem þarf.
Búðin opin nótt og dag.
John O’Keefe-
Stewart líovil
233 Main Str.
Verzlar með mél og gripafóður, hey
ýmsar korntegundir og land-
búnaðarvarning.
Alt selt lágu verði.
Sfewart Boyd,
- 76 —
presturinn og fólk hans, þar á meðal Imozene. I
fyrstu var Ameríkumaðurinn tregur til að láta
fara betur með sig, en féh'ga sina, en bæði Ford
og F.nglendingurinn réðu honum til þess að
þiggja boð prestsins.
“ Við höfum ekkert gagn af því að gera gamla
manninn að óvin okkar”, sagði Ford. ‘Við fá-
um góða fæðu og þolanlegan stað að sofa. Ef að
þú getur fengið eittlivað hetra. þá taktu því”.
“Og meira en það”, sagði Fitch; “þú getur
máské hjálpað okkur með því að vera iunundir
hjá karlinum”.
“Svo er það, Keeth, strjúktu skinnið á hon-
um rétt og duflaðu við telpuna. Kanské þú get-
ir fengið okkur alla lausa, ef þú ert nógu sætur
við Jhana!”
En Ronald Koeth liafði einsett sér að það
skyldi hann aldrei gera, Hann skyldi sýna son-
ardóttur prestsins eins mikla kurteisi eins og
fundutn þeirra hefði borið saman i gleðiboði í
New York. Þessar ókurteisu athugasemdir
Fords um hug þann sem liann hefði á henni, létu
illa i hinum viðkvæmu eyrum vélasmiðsius.
Hann gat ekki litið á hið yndislega audlit Imo-
zene svo að houum kæmi ekki í hug hin hættu-
lega stund, er þau hengu sarnan yfir hyldýpinu
og ekki var annað milli lifs og dauða en örmjór
og veikur kaðalspotti. Hve var hún ekki hug-
rökk þá ! Og hve var hún ekki hlýieg við hann
á eftir, l egar hún kom sjálf til að smyrja sár
hans. Nei. liann gat ekki hugsað um hana með
léttúð. otr hanu hét sjálfum sór því, að hann
skyldi hvorki með orði né tilliti nota sér sakleysi
henrmi'.
S
— 77 —
Hann var tímunum saman hjá gamla prest-
inum, þvi að þessi undarlegi maður virtist hafa
fengið mætur á honutn, Svo yar hann lika sá
eini maður í musterinu sem hann í fyrstu gat
taiað við. Þebkinguna á tungu sigurvegara
þeirra höfðu prestar Incaanna vandlega geymt.
Sagði presturinn honum að hún væi i að eins
kend einum manni af hverri kynslóð.
En Keeth var gefinn fyrir tungumál sjálfur,
og laið ekki á löngu áður en hann var farinn að
læia nokkuð f máli þjóðar læssarar. Við prest-
inn talaði hann einlægt sjtönsku; en nokkrar
stundir ádegi hverjum sat hann meira og minna
hjá Imozene, og þogar tvær pevsónur ungar, sem
enga ástæðu hafa til þess að hata hvor aðra
beinlínis, eru svo mikið saman, jiá for ekki hjá
þvi að þau finna eitthvert ráð til þess að gera sig
skiljanleg hvort fyrir öðru, Ondir kenslu stúlk
unnar fór því Keeth drjúgum fram i hinni ind-
versku tungu.
Það að Imozene væri lítið meira en barn að
aldri (hún var um 17 ára, eftir því sem Keeth
komst næst), þá var hún þó kotta fullþroskuð að
skilningi og tllfinningum. Og þegar er þau
lærðu að skilja livort annað, lét hún í ljósi mikla
forvitni um heiminn og það sem í honum skeði.
Marga hluti reyndi hann að segja henni, sem
hún ekki skildi, — ekki gat hann heldur útskýrt
fyrir henni meininga sína, því tungumál hennar
átti ekki orð til að lýsa því. Það fanst henni
mest til um, að heimurinn fyrir utan takmörk
fjalla honnar væri ákatíega stór, fullur af undar-
legutn lilutum og undarlegum þjóðum. Hún
— 80 —
“Hvernig líta þær ut ? Eru þær eins falleg-
ar og mennirnir ?” og nú horfði hún hreinskilnis-
lega á hann.
“Þú hefir of háa hugmynd um fegurð karl-
mánnanna, prinsessa”,- svaraði Keeth.
“Þú og maðurinn, sem þú kallar Ford, eruð
eins fríður og menn af minni eigin þjóð. Þú ert
miklu fríðari en Gounatzi, og er hann frændi
minn og veröur prestur, þegar afi minn deyr.
En hinn þjónninn þinn — hann er svo kringl-
óttur og rauður og feitur !” og nú hló hún eins
og hringt væri silfurbjöllum, er hún hugsaði til
þess hvernig Fitch leit út. “En segðu mér nú
eitthvað af kvrennfólkinu þínu, herra minn. Eru
þær fríðar stúlkurnar?”
“Sumar þeirra eru það”, svaraði Keeth hik-
andi.
“Eru þær eins fríðar og ég?” spurði hún
mestu hreinskilni. “Gonnatzl segir að ég sé
fríð, en máské finst þér annað, herra minn ?”
Keeth hló nú aftur til þess að láta ekki bera
á að hann var í vanda staddur.
"Þú ert sannarlega fögur, prinsessa”, sagði
hann.
Dálitlum skugga brá yfir andlit ’stúlkunnar.
“En i þínu landi eru stúlkurnar fríðari?” spurði
hún. “Hverju eru þær líkar?”
Keeth dróg þá fram úr leðurveski sínu,
sem hann geymdi kortið í, ijósmynd böglaða með
brotnum hornum ogsýndi henni. Hún varð ná-
föl vdd og fögru tenurnar hennar bitu svo á
rauðu varirnar, að þær hvítnuðu líka um leið og
hún beygði sig yfir myndina.
— 73 —
“Hlæðu ekki svona hátt”, ssgði Keeth.
“Þaðfersvoað þið verðið að gera liið sama
báðir”.
Hvernig þá ? Ætla þeir að láta okkur
klæðast búningi þeirra ?”
“Nei, en þessi föt ykkar endast ekki alla
tíð”.
“Við hvað áttu?” spurði Ford, og varð nú
alvarlegur.
“Eg á við það”, mælti Keeth, “að vinur
okkar gamli presturinn segir mér, að hann sé
neyddur til að halda okkur hórna. það sem eftir
er æfi okkar. Hvernig lízt ykkur á það?”
“Guð ltjáipi oss !” hrópaði nú Ford mjög al-
variegur. “erþað virkilega svo I”
“Víst er það. Eg átti tal við hann í gær-
kveldt, og það varð 'niðarstaðan. Hann iofar að
fara wl með okkur, en hér verðum við að sitja".
“ Vera hórna !” sagði Fitch með opin iitlu
grisar augun. “Ekki ef ad ég Iþekki sjáifan
mig”.
“Sama segi ég”, mælti Eord.
“Þetta er nú alt saman gott”, mælti Keeth.
“Þið skuluðekki ætla að mér þyki neitt vænt
um það heldur. En það einungis, að Segja að
við viljum ekki sitja hér, hjálpar okkur ekai út
úr vandræðunum”.
“Eg vissi ekki nema þú hefðir lofað því að
verða tencdasonur hans”, sagði p'ord lævíslega.
“Vertu nú ekki að þessu”, sagri Keeth, og
sindruðu augu hans vofeiflega. “Hbr er en’ginn
tími fyrir gapaskap. Það er alvarlegt. En við
verðum bæði að tala og haga okkor V - ■