Heimskringla - 16.12.1897, Qupperneq 6
HEIMSKRINGLA, 16. DESEMBER 1897.
Winnipeg.
G. Johnson (Cor. Ross and Isabel)
hefir ljómandi jólagjafir.
Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka varð
blaðinu ekki komið út á réttum tíma,
og eru menn beðnir afsökunar á þvi.
í kvöld hafa nemendur við lækna-
skólann saup á Manitoba, til að byrja
jólafríið með.
Dr. Hinman hefir opin fund á Cent-
ral Hall, Cor, Pacific og Isabol St., í
kvöld, tilaðtalaum bæjarmál,
Herra Eggert Jóhannsson, fyrver-
andi ritstjóri Heimskringlu, var hér á
ferð í þessari viku ; lagði af stað heim-
leiðis i gær.
Herra Thorsteinn Sigurðsson frá
690 Maryland St., Winnipeg, er nú kom
inn til Radway P. O., Man., og verður
þar í vetur.
Hr. J. P. Sólmundsson frá Gimli og
Jón Sigvaldason frá Icelandic River,
voru hér í verzlunarerindum fyrri hluta
vikunnar, fóru heimleiðis i gær.
Þeir herrar J, B. Holm og S, Her-
mannsson frá Pembina, N. D., komu
til bæjarins á þriðjudaginn. Þeir búast
yið að dvelja hér um nokkurn tíma.
Þeir láta vel yfir líðan landa í Pem-
bina.
Herra H. J. Gauti frá Hallson, N.
D., kora til bæjarins á sunnudaginn
var; hann býst við að tefja um viku i
bænum. Vel lætur hann af líðan landa
fyrir sunnan. Tíðin góð, og snjór tölu
vert minni en hér.
Kvæðið “Minni karlmanna”, eftir
Mrs. Benediktsson, sem flutt var á ís-
lendingadaginn á Hnausum, er til
sölu á skrifstofu Heimskringlu og kost-
ar 10 cts. Það eru fjórar síður tí stóru
áttablaðabroti, laglega prentað, dável
ort og frumlegt að hugsun.
Um þessar mundir hættir blaðið
Pionöer Express í Pembina að koma út
daglega, og verður framvegis að eins
vikublað eins og áður. Orsökin er sú,
eftir því sem blaðið segir, að dagblaðið
borgar sig ekki, og kemur í bága við
vikublaðið.
Hr. Stefán Jónsson, kaupmaður,
sem lengi hefir verið veikur og ekki get-
að sint verzlun sinni, er nú kominn svo
til heilsu að hann getur verið í búð sinni
(corner Ross & Nena St.) Hann verður
því að hitta þar núna um hátiðirnar og
vonast hann til að íslendingar skoði
vörubyrgðir þær er hann hefir, áður en
þeir kaupa annarstaðar.
Senator Hoar lagði fram bænarskrá
í efridideild þingsins í vVashington frá
Hawaii búum um það, að Hawaii verði
ekki innlimað í Bandaríkin, Bæna-
skráin er mikið skjal með 21,269 nöfn-
um, Um þessar mundir er líka í Was-
hington nefnd manna frá Hawaii. sem
er að bera fram mótmæli gegn innlim-
uninni.
Hjólreiðarbrautin í Madisongarðin-
um, þar sem hjólreiðarnar miklu hafa
farið fram, er 285 fetum of stutt fyrir
mílu hverja, og munar það um 53 míl-
um á hverjum 1000 mílum.. Þetta hefir
New York World nýlega grafið npp
með því að láta mæla brautina, og kom
það mörgum ó'vart.
Hr. B.E. Dalmann, frá Selkirk, var
hér á ferð í síðustu viku. Hann var að
kaupa verzlunarvarning fyrir jólin.
Búð hans er á horninu á Aðaistrætinu
og Clandeboye Av., Selkirk, og þar geta
menn fengið hjá honum 8J pund af
bezta kafíi fyrir dollarinn, og fínasta
brauð frá Guðmundi bakara.
Tollsvik þýkja nú all-tíð við línuna
hér fyrir sunnan og suðvestan. Mest er
af þeim í nánd við Pembina. Sendi-
maður frá Washington, R. S. Faresman.
hefir um tíma verið að rannsaka þetta,
og þykist hann hafa komizt að því að
all-mikið af gripum hafi á ýmsum stöð-
um verið flutt inn í Bandaríkin án
þess að tollur væri borgaður.
Demorest Silver Medal Contest fer
fram á næsta fundi Goodtemplara-stúk-
unnar Heklu, fðstudagskveldið kemur á
North West Hall. í þessari Contest
taka þátt 6 eða 7 félagar stúkunnar,
Prógram mikið og gott með söng og
hljóðfæraslætti. Allir velkomnir. —
Inngangur ókeypis, en samskot verða
tekin. Samkoman byrjar kl. 8.30 e. h.
í þetta sinn verða engar sveítar-
stjórnarkosningar í Nýja-íslandi. Allir
þeir sömu sem voru i sveitarstjórniuni
í fyrra halda áfram að vera þar næsta
ár, því engir nýir buðust. Þetta er
gott fyrir sveitina, að svo miklu leyti
sem það sparar henni kosningakostnað-
inn, og það er vottur þess að annað-
hvort er somkomulagið orðið framúr-
skarandi, eða þá að áhuganum hefir
runnið dúr á auga.
Mr. S. G. Northfield, sem nýlega er
kominn hér til bæjarins, heldur nú til
að 458 Balmoral St. Mr. Northfield
lætur þess getið að þeir sem vilja fá
uppdrætti til að sauma eftir geta feng-
ið þá hjá honum. Einnig málar hann
fallegar jólagjafir með olíulit, vatns-
lit og Pástellit fyrir þá sem það vilja,og
gerir það bæði fljótt og vel. Hann gef-
ur einnig lexiur í málaralist, — Munið
eftir jólagjöfunum og húsnúmerinu :
458 Balmoral St. City.
Heilbrigðisnefnd fylkisins. hefir í
nokkur ár reynt til að fá leyfi til að
senda sjúkdómsefni með pósti. Nú er
þetta leyfi nýfengið, en öll þess konar
sýnishorn verða að yera geymd í sér-
staklega gjörðum tvöföldum sínk bauk-
um og mega þeir að eins sendast til heíl-
brygðisnefndarinnar eða til bakteríu-
fræðings í opinberri stöðu. Þetta leyfi
hefir þá þýðingu að hægt er að senda
sjúkdómsefni frá fjarliggjandi stöðum
til rannsóknar.
Dr. Patterson, forseti heilbrigðis-
nefndar fylkisins, fór út til St. Johnsá
laugardaginn var, til að grenslast eftir
hvað difþerinsýkinni, sem þar kom
upp, liði. Hann varð þess var að fólk
úr húsum sem sýkin var í var mjög ó-
varkárt, og hafði samgöngur við ná-
granna sína eins og ekkert er að,
Þetta hefir þeim nú verið fyrirboðið, og
hótað lögsókn ef út af væri breytt.
Difþeria er nú töluvert algeng í bæn-
um. oger óvarkárni kent um.
Nú þykist rýtstjóri Lögbergs vera
orðinn herra tímans, Hvað skyldi
hann verða næst—herra yfir sjálfum
sér? Hann segir í siðasta blaði, að hann
hafi “gefið” ritstj. Heimskringlu 6 vik
ur til að gera “bragarbót” við frétt um
það, að nýlendur hér í fylkinu, sem að
eins hafa staðið opnar fyrir íslending-
um (Reserves) hafi nú verið opnaðar
fyrir öllum. Hér var ekki þörf á neinni
bragarbót, því það sem sagt var er satt
og pláss þau sem hafa að undanförnu
verið lokuð fyrir öðrum en Islending-
um eru Nýja ísland og Mikley. —Hvað
skyldi ritstjórinn þurfa margar vikur
til að melta þetta.
Ljómandi boðseðlum með glansandi
snjókrystallsmyndum, eins og vel á við
um vetrartímann, hefir nú verið út-
býtt af forstöðumönnum hinnar sjöttu
nýársdanssamkorau, sem haldin verður
81. Desember í Oddfellows Hall. Ný-
árs-ball þetta verður sjálfsagt vandað
og skemtilegt, eins og öll þessi nýárs
böll hafa verið, og að líkindum verður
mörg sál farin að dansa löngu áður en
ballið byrjar. I forstöðunefndinni eru
þeir herrar: H, Johnson, M. B. Hall-
dórson, Dr. Ó. Björnson, B. J. Brand-
son, J. Jonston, S. W. Melsted, B. Ól-
afsson og C. B. Júlíuz.
í næsta blaði kemur frásagan af
meðferðinniá Miss Evangelinu Cisneros
meðan hún var í fangelsi á Cuba, og
hvernig manni sem sendur var af New
York Journal^ókst að ná henni þaðan.
Sagan sem er sönn frá upphafi til enda,
er líkari skáldsögu, en jiokkru öðru, og
hún er merkileg mest fyrir það, að ef
það á eftir að ligrja fyrir Spánverjum
að lenda i styrjöld við Bandaríkin eða
önnur lönd út af gjörðum þeirra ó
Cuba, þá er það mikið fyrir hluttöku
þá í kjörum þessarar stúlku, sem vakn
að hefir hjá almenningi út af meðferð
hennar meðan liún var í fangelsi þar.
Sögunni fylgja myndir af Miss Cisneros
eins og hún leit út áður en hún var sett
í varðhaldið. og eins og hún leit út þeg-
ar hún kom úr því aftur.
Orsökin til þess að mönnunnm frá
Dakota, sem sakðair voru um hveiti-
þjófnað, var sleft íér. var sú, að Mr.
Miller State Attorny gaf út skipun um
að hætta málsókninni. og fer Pioneer
Express um það orðum á þessa leið-
“Eftir að Sheriff Truemner var [bú-
inn að ná saman vitnum sem hefðu
dugað til að fá þá McKay og McLeod
framselda, og eftir að vitnin voru kom-
in saman í Cavalier, og búið var að
geyma mennina i tvær vikur í Winni-
peg, komu orð frá State Attorney um
að bezt mundi vera að hætta málssókn-
inni ’— ’Það var búið að eyða töluverðu
í kostnað, og einir $100 hefðu að líkind-
um dugað til að fullgera verkið—.
"Þetta er að voru áliti rangt, því marg
ir bændur eru þannig settir að þeir
verða að geyma hveiti sitt langt frá
húsum sínum og þurfa því á vernd lag-
anna að halda. Stjótnin á að vernda
fólkið. Til þess er hún og til þess er
henni haldið við”.
Mr. William Small hefir fund með
kjósendum í Ward 4, í Unity Hall, cor.
Pacfic Ave. & Nena Str., föstud. 17. þ.
m. kl. 8 e. h.
Stúlkubarn, sem stolið var hér í
bænum fyrir fimm árum síðan, liefir
nú fundizt í Buffalo, N. Y. Það var
frændkona stúlkunnár sem stal henni,
og átti hún þá heima fáeinar milur hér
frá bænum. Hafði hún beðið foreldr-
ana að mega hafa hana heima hjá sér
nokkra daga, og var það leyft. En er
farið varað vitja hennar var húsið autt
og enginn vissi hvað af fólkinu var orð-
íð. Mr. og Mrs. Harris, foreldrar barns-
ins, leituðu allra ráða til að hafa upp á
því, en það lukkaðist ekki fyr en fyr-
ir nokkrum döt'um, að þau fengu frétt
frá Buffalo um að barnið væri þar hjá
fólki því er tók það á burt. Móðir
stúlkunnar lagði þegar af stað eftir
henni, eg eru þær nú báðar komnar til
Winnipeg aftur eftir 5 ára aðskdnað.
Stúlkan er 6—7 ára gömul og hefir verið
farið vel með hana í útlegðinni, en eng-
ar útskýringar um það hversvegna hún
hafi verið numin á burt fást hjá kon-
unni sem tók hana.
Spítalasamkoman
sem höfð var í lútersku kyrkjunni hinn
8. þ. m. var allvel sótt; þó vantaði mik-
ið á að húsfyllir væri. Það var líka
naumast við öðru að búast,- því ef sam-
koman hefði ekki verið í hjálparskyni,
þá hefði hún ekki verið þess verð að fólk
kæmi þangað, og ýmsir hafa máske haft
grun um það. Prógrammið var lélegra
en vánt er að vera á íslenzkum samkom-
um, styttra en góðu hófi gegndi, og
dauft eins og blávatn, og þetta alt af
þeirri góðu og gildu ástæðu, góðu og
gildu reglu, eða góðu og gildu undarleg-
heitum, að ekki má ‘klappa' i kyrkj-
unni Það var hreinn og einskær lík-
fararbragur á öllu saman. og þó sumir
af skemtendunum reyndu til að setja dá-
lítið‘púður” í það sem þeir báru fram,
þá dugði það lítið, því eldinn vantaðj
til að kveikja í þvf; og það hafa |þeir ef'
laust sjálfir fundið eins vel eða betur en
tilheyrendurnir, Þó menn hefðu verið
beðnir að koma þarna saman bara til
að sitja þar steinþegjandi einn klukku-
tíma eða svo, eg gefa fyrir það 25 cents
til spítalans um leið , þá er oss næst að
halda að menn hefðu farið þaðan með
fulteins glæsilegum jhugmyndum um
spítalasamkomureinsoggert var í þetta
sinn, Yið öðru er heldur ekki að búast
því þessi regla eyðilagði að mestu pró-
grammið fyrir tilheyrendunum, þar eð
þeir gátu hvorki örfað þá sem skemtu,
né kailað þá fram oftar en einu sinni,
og um leið gerði hún þeim er skemtu ó-
mögulegt að beita sér,vegna þess aðall-
ir sátu eins og múmiur, rétt eins og
verið væri að kveða upp yfir þeim
dauðadóm, og gátu ekki gefið nokkra
bendingu um að þeir svo mikið sem
heyrðu það sem fram fór, nema helzt
með því að sníta sér og hósta ögn við
og við — því allir mega víst gera það ?
Það veít hver maður sem nokkuð
veit að það er hjálp fyrir þann sem
kemur fram opinlerlega að honum sé-
sýnt að honum sé veitt eftirtekt, sér-
staklega þegar um skemtisamkomu er
að ræða, og það var alt sem hér þurfti
við, þvi á þessari samkomu komu fram
ýmsir af þeim sem bæði geta og hafa
skemt einna bezt á íslenzkum samkom-
um hér, og þeir hefðu óefað gert það í
þetta sinn líka, ef skilyrðin hefðu verið
fyrir höndum, og ef menn hefðu fengið
að njóta þeirra.
Ræða forsetans var engin, en það
talar rnaður ekki um. Hitt var verra,
að fólk skuli hafa ástæðu til að hafa
lakarí hugmynd um spítalasamkom-
una heldur en flestar aðrar samkomur.
DAUÐAFREGN.
Hér með tilkynnist vinum og yanda-
mönnum austan hafs og vestan, að síð-
astliðinn 27. Oktober þóknaðist guði að
burtkalla minn elskulega eiginmann,
Einar Árnason Friðrikssonar frá
Rjúpnafelli í Vopnafirði, eftir rúmra 14
ára ástúðlega sambúð í hjónabandi.
Dauðamein hans var gallsteinn og lá
hann þungt haldinn í 3 vikur.
Hinir heiðruðu ritstjórar Austra og
Bjarka ern vinsamlega beðnir að geta
um þessa dánarfregn í blöðum sínum.
Marshall, Minn., 1. Des. 1897.
Ólafía Ólafsdóttir.
»»»»»»»»»»»»»#»»»»»»»»»»»»#»»»»»»»»#
####»#
#
#
#
#
#
m
#
#
#
#
##############################
#
#
9
9
#
#
#
i.v
#
#
#
#
#
#
#
*»V
#£
##
#
#
#
#
# £
##
##
• *
#*
#2
#
# •***'
#2
#Í2[
##
#fl|
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
Hvad
Það getið þið fengið að vita ef þið komið inn í búðina til
G. THOIVIAS,
598 MAIN STREET.
Og svo er hann einnig til með að
láta ykkur taka klukku meðykk-
ur, svo þið þurfið ekki að vera
að spyrja náungann
Hvad er klukkcin ?
Ég hefi nú hinar fullkomnustu og
og langbeztu byrgðir af
r
Urum og
klukkum
af öllum mögulegum tegundum
og sel ég alt saman með af'ar-
miklum afslætti núna fyrir jólin.
Gullskraut.
Ég hefi aldrei haft eins fullkomn-
ar og ágætar byrgðir af því eins
og nú. Það er sannarlega þess
virði að koma inn og skoða þess-
ar vörur, þó menn ekk'i kaupi
neitt. Og auðvitað sel ég alt
þetta gullskraut með afarmiklum
afslætti núna fyrir jólin.
Klukkan ?
Gleraugu.
Það er sannarlega þess vert að minnast hér með fóum
orðum á hin alkunnu
Ég vel þau eftir sjón
hvers eins, með þeim fullkomnustu verkfærum sem þekl
. eru. Ef augu ykkar eru mjög
veik, þá komið til mín. Ég seg
ykkur skýlaust hvort þið þarfn
ist læknishjálpar fyi ir augun, eð£
hvort að eins góð gleraugu nægjí
Ég hefi ákaffega mikið af fyrir
taks gleraugum, og sel þau eins
og annað, langt fyrir neðan hi2
vanalega verð.
Það borgar sig líka fyrir ungu
piltana að kaupa hjá mér
Giftmgar-hringina.
Ég sel þá sérstöku tegund al
hringum mikið ódýrara en nokk-
ur annar í borginni.
G. Thomas,
598 Main Str.
P. S. PANTANIR eða AÐGERÐIR ut-
an af landsbygðinni afgreiddar fljótt og vel.