Heimskringla


Heimskringla - 10.02.1898, Qupperneq 2

Heimskringla - 10.02.1898, Qupperneq 2
2 HEIMSRKIMtLA, 10 FEBRUAR 1898 Heimskringla. Pablished by Walters, Swanson & Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 árið (fyrirfram borgað). Sent til nds (fyrirfram borgað af kaupend- ~m blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. Einar Olafsson, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office: Corner Princess & James. P O BOX 305 Stickinefljóts-brautin. Eins og drepið var á I síðasta blaði, heflr allmikið umtal spunnizt ht af samning-i stjórnarinnar í Ottawa við þá Mann & MacKenzie, sem hafa tekið að sór að bygg-ja brautina frá Stickinefljótinu til Teslin Lake, sem á að opna mönnum greiðan veg til Yukonhéraðanna. Ráðlag hennar þykir ærið viðsjárvert og ef fréttir þær sem komið bafa um það eru sannar, þá er meira en lítil hæfa í því. Það kemur víst engum til hug- ar að átuæla stjórninni fyrir að flýta sér sem mest að opna leiðina norður, og af því fljótlegra var að gera þessa leið vestan fjailanna heldur en Ed- montonleiðina, sökum stöðuvatna og fta sem nota má mikinn hluta leiðar innar, og sökum mannvirkja sem þegar er búið að vinna þar, þá var það fyrirgefanlegt að stjórnin hlynti fyrst að þeirri leið, er.da þótt hún sé mörgum annmörkum bnndin, og verði ekki óháð öðrum ríkjum, þar eð Bandankin eiga ströndina Þar sem aðal-lendingarstaðurinn við sjó inn er. Að vísu hefir Canada leyfl samkvæmt samningi til að fleyta skipum eftir Stickinefljótinu, sem fellur úr kanadiskum landeignum gegnum landeignir Bandaríkjanna á ströndinni, en það verða samt óþæg- indi að því að flytja varning frá og að brautinni gegnum landeignirann- ara þjóða, og samningurinn sem leyf- ir kanadiskum skipum umferð um fljótið gæti orðið upphaflnn, þó ekki séu sjáanlegar líkur til þess sem stendur. Iklmontonleiðin hefðí þann kost, að hún yrði algerlega óhsð öðrum þjóðum, og óefað mundi hún gefa Canada meira tækifæri til að verzla við Yukon og hafa hag af öllum flutningura þangað, heldur en Stick- inefijótsbrautin. Ef sú leið væri í góðu lagi, mundi ógrynni af matvæl- um og afurðum bcenda hér í Norð- vesturlandinu verða flutt þangað, og olyti það að verða ómetanlegur hag- ur fyrir þá. En aftur á móti kemur Stickinefljótsbrautin þeim að litlum notum, þar eð kostnaðurinn við að senda vörur með járnbraut, fyrst vestur að hafl og síðan með skipum norður eftir, hlyti að éta upp mikið af ágóðanum. Þá er það einnig sjá- anlegt, að mikið færri kanadisk verzl- unarfélög geta ábatast á verzlun við Yukon fyrir það, að brautin er vest- an fjallanna, og gefur þannig öðrum þjöðum tækifæri til samkepni, þjóð- um sem eiga mikið hægra með að flytja varning til hrautarinnar held- ur en Canadamenn sjálfir, að undan- skildum þeim er fyrir vestan fjöllin eru (British ColU'ubia), en British Coluinbiamenn hafa lítið af bænda- afurðum, og verður það því aðallega i gegnuin atvinnuna sem verzlunin gefur, að hagnaður þeirra kemur. Fjárhagslega skoðað er því vafa- samt, hvort rétt var að byrja á braut- arbyggingunni vestra, í stað þess að byrja á heuni eystra, enda þótt aust- urleiðin hefði kostað meiri fyrirhöfn og orðið dálitið seinna fullgerð því það eitt er þó víst, að ef fólk heldur áfram að streyma til Yukon og land- ið reynist sú gullþúfa sem filitið er að það sé, þá er brautarlagning norð- vestur þangað eitt hið þýðingarmesta fyrirtæki fyrir Norðvesturlandið, sem hægt væri að vinna, og það er als ekki ófyrirsynjn að stjórninni sé hik- laust sýnt, að hennar fyrsta skylda við þetta land sé að gera leiðina frá Edmonten greiðfæra, þó önnur leið sé kómin vestra. Það er ekki ólík- legt að stjómin sjái og viðurkenni þetta, en hvort hún getur nú nokkuð að gert síðan samningurinn um Stickinefljótsbrautina var gerður, getur verið vafasamt, því eltir því að dæma sem frétzt hefir af þeim samningi, væri ekki óhugsandi að stjórnin hefði lofað að gefa engu öðru brautarfélagi leyfi til að leggja braut til Yukon, fyrst um sinn að minnsta kosti. Þetta værí rétt eftir iiðrum hlunnindum sem félngið hefir að sögn fengið, og sem keyra fram úr öllu viti. Brautin frá Stickinefljótinu til Teslin Lake verður um 130 mílurog liggur í gegnum smáhæðótt land,sem er tiltölulega auðvelt að leggja braut yfir. Að þeim enda brautarinnar sem liggur að Stickinefljótinu er greið umferð og ganga skip þangað reglulega, og á vatninu við norður- endann eru þegar komnir gufubátar, svo umferðin hlyti undir eins að verða mikil og ai’ðsöm fyrir brautina þegar þessar 130 mílur eru full- gerðar, og ætti félagið því ekki að þurfa á miklum stjórnarstyrk að halda, þar eð svo virðist sem brautar- lagningin gæti verið gróðafyrirtæki án nokkurrar verulegrar hjálpar frft Dominionstjórninni. Að áliti verkfræðinga fer kostn- aðurinn við mílu hverja af brautinni ekkí yflr 810,000 til 812,000, og með þeim styrk sem British Columbia- stjórnin heflr lofað, 82,500 fyrir míl- una, og með þeirri upphæð sem fé- lagið gæti fengið fyrir hlutabréf sín, ætti að fást því sem næst eða alveg nægilegt fé til að byggja brautina fyrir, og hefði Dominionstjórnin því ekki átt að þurfa að ausa út meiri landeignum til Þéssa félags heldur en annara brautarfélaga, né heldur gefa því önnur óhevrð hlunnindi. En í staðinn fyrir þetta hefir stjórnin gef- ið félaginu í hendur tuttugu og fimm þúsund ekrur af landi fyrir mílu hverja, og verður það til samans 3,500,000 ekrur, eða 5078 ferhvrn- ingsmílur fyrir þennan brautarstúf, 130 mílur, og getur félagið að vild sinni valið þessi lönd í gulllandinu sjálfu. Félagið hefir rétt til þess guls sem á löndum þess finst, en gjalda verður það stjórninni 1% af gulli því er þar fæst. Til saman- burðar við þetta má geta þess, að gullnemar verða að borga stjórninni 10% af þ”í gulli er þeir afla sér, og fá þó ekki eignarrétt á námalóðum sínum. Og ennfremur mætti benda á, að vanaleg landgjöf stjórna til járnbrautafélaga er frá 6 til 12 þús- und ekrur á míluna. Það var t. d. ætlast til þess, að Iludsonsflóabrautin sæla fengi 6400 ekrur fyrir míluna innan takmarka Manitobafylkis, en 12800 utan þeirra, og þótti það þó rífleg veiting. f sambandi við þetta má taka það fram, að stjórnin hefir að undanförnu áskilið sérrétt til allra dýrra málma sem á járnbrautarlönd- um flnnast, en«her eru löndin látin af héndi með því eina skilyrði, að stjórn- in fái 1% af því gulli sem á þeim er. tekið. Yerðmæti landanna liggur auðvitað mikið f því, að þau eru gulllönd, og hefði því ekki verið rétt að fyrirmuna félaginu að nota sér það sem helzt var fémætt á þeim, en það getur hver maður séð, að ef fá- tækir gullgrafar geta staðið sig við að borga stjórninni 10% af því sem þeir finna, þá hefði félagið átt aðgeta staðið sig við það líka, og það þó því hefði ekki veríð gefnar 25,000 ekrur á míluna. Landið sem þessu óskabarnistjórn- arinnar heflr verið fengið I hendur til þess að ráðast í fyrirtæki, sem að öll- nm líkindum margborgar böfuðstól- inn á fáum árum, og sem þar að auki fær peningalega hjálp annarstaðar frá, er nokkuð meira að stærð heldur en | hluti als íslands, eða eins og helmingurinn af Belgíu eða þriðjung- urinn af Danmörku, og á öllu þessu svæði verður auðvitað ómögulegt fyrir almenning að fi námalóðir, nem með því að kaupa þær að félag- inu, sem, eftir samningnam, hefir leyfi til að velja land sitt þar sem mest útlit er fyrir að gull sé í jörðu. I viðbót við þessa landgjöf, hefir félagið verið undanþegið ákvæðum hinna almennu jámbrautarlaga, við- víkjandi takmörkun á fiutningsgjaldi með brautinni, sem “Liberalar” hafa þó altaf verið svo dæmalaust strangir með að væri beitt gagnvart C. P. R. brautinni, og sem líka er rétt að stranglega sé fylgt. Af þessu geta menn séð hvort ekki er ráðlauslega farið að. Það gat verið nauðsynlegt að gera eitthvað til þess að brautin yrði sem fyrst lögð, eu að það sé óréttlátt að eyða stjórnarlandi svona takmarkalaust, og gefa önnur óheyrð hlunnindi fyrir braut, sem að eins lítill hluti ríkisins hetir hag af, það getur engum dulizt, og það er með öllu óskiljanlegt, að ekki hefði verið hægt að fá eitthvert félag til að byggja þessa braut fyrir minna en stjórnin hefir gefið. Um það, hvort félaginu heflr verið gefið loforð um, að engu öðru félagi skyldi leyft að byggja braut til Yukon innan viss árafjölda, er ekki hægt að segja neitt með vissu ennþá, en ef svo er, þá kastar tólf- unum. Nýr fundur. Þeir sem bygðu Pyraroidana átu mannakjöt. Ný upp götvun um gamla sidu. Professor \V. M. Flinders Petrie, sem lengi heflr verið við fornmenjarann- sóknir á Egyptalandi. hefir nýlega gert einhverja hina einkennilegustu uppgötv- un sem gerð hefir verið á þessari öld. Hann hefir, að því er séð verður, fundið sannanir fyrir því, að Faraoarnir, og konungar þeir sem á undan þeim voiu, hafi verið mannætur — að þessi þjóð, sem bygði hinar undraverðu hallir og minnisvarða fornaldarinnar, og sem að mörgu leyti hefir verið á afarháu ment- unarstigi. hefir étið líkami hinnadauðu. Hann hefir hrotið upp 150 grafir og fund- ið í þeim sundurslitnar leifar þeirra sem étnir hafa verið. Prófessor Henrich Brugsch hefir haldið áfram rannsókn- unum, og segist hann vera á sömu skoð- un um að Forn-Etyptar hafi verið mannætur í stórum stýl, og kemur hann fram með sannanir fyrir því að þeir hafi ekki einungis fórnað mönnum á altari guðanna, heldur líka brúkað manna- kjöt til átu. I margar aldir hafa Forn-Egyptar, sem fyrir löngu eru liðnir undir lok, verið skoðaðir sem hin mentaðasta og göfugasta þjóð fornaldarinnar. Engin önnur þjóð hefir fyr eða síðar gert jafn stórkostlogar byggingar, né gert önnur eins stórvirki i satnbandi við þær. Mörg af verkum þeirra standa enn, að mestu óskemd, og bera vott um fjölhæfni og dugnað þeirra er þau gerðu, og bera um leið af mörgum stærri mannvirkjum nútímans. Ao verða þess vísari nú, eftir allan þennan tíma og öll þau lofsyrði sem lögð hafa verið í garð þessarar fornu þjóðar, að hún hafi verið mannætur, kemur óefað eins og. reiðarslag yfir menn úr ollum áttum. Að þetta fólk, sem frá fegurðarfræðislegu sjónarmiði skoðað, hefir staðið á mjög háu stigi. hafi étið líkami hinna dauðu, er harla ótrúlegt, en alt um það eru nú fengnar svo sterkar sannanir fyrir því, að því verður ekki neitað. Síðastliðið ár hefir Prof. Flinders Petrie grafið upp grafreit í nánd við þorpið Deshaheh, sem hann segir að sé frá því hér um bil 3500 fyrir Kristsfæð- ingu. í grafreit þessum opnaði hann 150 grafir, eins og áður er frá sagt, sem enginn liafði þekt til áður, og í þeim fundust leifar þeirra sem étnir höfðu verið—líkamir sem holdið hafði verið tekið af áður en þeir voru grafnir, og beinin síðan vafin í líndúkum og gengíð frá þeim á venjulegan hátt. Lík þessi voru í öllum mögulegum stellingum, og á sum þeirra vantaði ýmislegt, svo sem fingur, hendur og fleira, sem að líkind- um hefir glatast meðan hin hroðalega uppskurðarathöfn fór fram. A hvaða tíma var þessi siður ríkj- andi ? Próf. Petrie segir það hafi verið á dögum Faraoanna, sem bygðu Pyra- midana, og konunga þeirra sem voru næstir á undan þeim. Og hver var or- sökin til þessarar hryllilegu yenju ? Hann segir: “Sú, að Egyptar trúðu því, að sá sem æti mannakjöt. yxi að þekkingu og viti, þar eð sálargáfur hins dána flyttust með holdinu í þann sem át það.” Þannig var þá ekki þetta manna- kjötsát Egypta til þess að næra líksm- ann, heldur til þess að skerpa sálargáf- urnar, með því aðauka sálargáfum hins dauða við gáfur þess sem át hann. Aður en Prof. Petrie fann menjar þessar, hafði mönnum aldrei komið til hugar að svona viðbjóðslegar venjur hefðu átt sér stað á Egyptalandi til forna, en sannanirnar sem nú eru komn- ar i ljós eru svo sterkar, að enginn efi er á þvi að þessar venjur hafa verið ríkjandi í margar aldir. Viðvíkjandi þessum fundi sínum, og mannakjötsát- inu til forna, segir Prof. Petrie : “Þegar ég var að róta í gröfunnm, á að gizka frá 3500 fyrir Krist, í nánd við þorpið Deshasheh, saxtíu mílur suð- ur frá Kairo, fann ég fyrst hauga af beinum sem hafði verið dyngjað saman í klettaskorum og voru höfuðkúpurnar sumstaðar ofan á dyngjunum. Eg hugsaði auðvitað að þetta væri komið þarna fyrir einhverjar sérstakar orsakir og ætti ekkert skylt við hina vönduðu greftrun Egyfta til forna. En það sem ég fann I næstu gröf var mér óskiljan- legra en svo, að ég gæci áttað mig í bráðina á því sem ég hafði i raun og veru uppgötvað. Utan í hæð einni rétt hjá fundum við garð úr stórum björgum bundnum saman með sterku steinlimi. Þegar við vorum búnir að brjóta veeginn nið- ur, fundum við göng inn í klettinn sem enn voru byrgð með sams konar vegg. Við rifum hann einnig niður. og komum við þá í klet.tahús allmikið, en í því stóð líkkista úr tré, og var það að öðru leyti tómt. I kistunni var lík af fullorðnum karlmanni vandlega vafið línvoðum. Eg fór þegar að reyna að ná I eitthvað af beinunum, því ég ætlaði mér að geyma þau ; en mér til mestu furðu fann ég þá að hendurnar höfðu verið teknar af handleggjimum og lagðar ofan á brjóst hins dána, en haudleggirnir lágu ofan með síðunum eins og vani var til. Hné- skeljarnar fann ég neðan við bringu- beinið, og fæturnir voru í kviðarholinu, fótleggirnir, sem vaföir voru þéttum líndúkum, lágu I eðblegum stellingum, svo að vlð fyrstu skoðun leit líkið út eins og það væri óskaddað. Þetta hlaut að hafa verið ríkismaður, kistan og her- bergið báru greinilega vott um það, og auðsjáanlega hafði aldrei verið hróflað við þessari grafhvelfingu frá því hinn dauði hafði verið færður þangað. En þrátt fyrir þessa viðhöfn höfðu ýmsir hlutar líkamans varið skornir af og látnir á vissa staði eftir vissum reglum. Næsta gröfin var ennþá einkenni- legri. Inngangurinn í hana lá út úr herberginu sem þægar hefir verið lýst, og var hann byrgður með bundnum steinvegg. I þessari gröf var önnur trékista og í henni lík af kvennmanni, sömuleiðis vafið líndúkum og vel frá gengið. Hálsinn hafði verið skorinn sundur, annar fóturinn og önnur hné- skelin voru innan í holinu. Á báðum handleggjunum var annað spörubeinið tekið burt og lögð meðfram upphand- leggsbeinunum, og hendurnar vantaði alveg. Það vantaði þannig tölnvert á þetta lík og frágangnrinn á því var ekk’ eins skipulegur eins og búast mátti við, og þó var grafhvelfingin vönduð og bar vott um óalgenga greftrun. Eg sá nú strax að hér var ekki að ræða um eitt sérstakt einkennilegt til- felli, heldur hlaut hér að hnfa verið fylgt einhverri vissri reglu. Af 36 líkum sem fundust þarna í grendinni, voru 14 sem að meiru eða minna leyti höfðu verið skorin í sundur áður en þau höfðu verið grafin í línumbúðum sínum. Mörg af þessum líkum voru af kvennfólki. Hér um bil helmingurinn af líkum þessum voru i trékistum. Hin voru að eins vafin líndúkum og lögð á gólfið í grafhvelfingunum. Sum þeirra voru í steinhólfum Sem lágu út frá gröfum sem grafnar voru beint niður í jörðina. en önnur voru í gröfum sem lágu í röð- um hver við endann á annari. í einni gröfinni fundum við fallega kistu alveg óskemda. I kringum haua voru stein- ker nokkur, og í henni var trjábolur sem höfuð líksins hvíldi á. Þegar farið var að hrófla við höfðinu, losnaði það frá og fylgdu því þá fjórir hálsliðir; við endann á þeim hafði verið bætt fjögra þumlunga löngum vafning úr þykkum duk til þess að tengja höfuðið víð bolinn Handleggirnir höfðu ekki verið teknir af en hendurnar voru lausar frá og lágu á f ramhandleggnum, og hnéskeljarnar voru undir herðum á líkinu. Mjaðma- beinin voru sundurlaus, lærleggirnir lausir frá og öklabeinin voru með öllu týnd. Á þessu líki sást einnig greinilega að holdið hafði verið tekið af beinunum áður en það var grafið, því frágangur- inn á umbúðunum, sem var mjög vand- aður, sýndi það, og' sést af því, að hver sem hefir tekið holdið af beinunum, hefir gert það eftir einhverium ákveðnum forskriftum, því annars mundi hann ekki hafa gengið eins vandlega frá bein- unum og grafið þau með jafnmikilli við- höfn. í annari gröf var barn grafið með fullorðnum manni. Barnslíkaminn var óskaddaður, en líkami fuilorðna mannsins hafði verið meðhöndlaður á sömu leið og hinir. Á sumum stóðum voru beinin alveg hvít og skafin, en lágu þó í nokkurnvegin réttri röð og voru vandlega vafin líkklæðum. Hvaðan Egyptum kom þess siður er vafamál, en líkur eru til að þeir hafi fengið hann frá Libyumönnum, ná- grönnum sínum, sem herjuðu á land þeirra og höfðu einmitt til siðs að fara þannig með lík sin. Libyumenn, sem réðu yfir Suður Egyptalandi um 850U fyrir Krist, skáru oft höfuð og hendur af líkum, eða þá að þeir skáru þ u öll í stykki. I einni gröf fundust bein af fimm möunum til samans og voru sum þeirra brotin, en það virðist bendaá það að ein af greftruuarathöfnunum hafi verið það, að éta holdið af líkunum. Hvort Forn-Egyptar hafa étið hold- ið undir eins áður e i teinin voru grafin, eða geymt það, verður ekki sagt með vissu, en það virðist áreiðanlegt, að lík- amirnir hafi verið soðnir, þar oð ekki var hægt að losa holdið við beinin með nokkru öðru móti fljótara og betur. Að sjóða skrokkana hefði verið hið bezta ráð til að hreinsa beinin, og er því góð ástæða til að ímynda sér, að þeir hafi haldið áfram að sjóða holdið meðan verið var að búa beinin undir greftrun, hafi þeir annars ekki étið það, eins og margt bendir á, Á dögum Rómaveldis var til munn- mælasaga sem sagði. að Osiris hefði kent Egyptum garðrækt og látið þá hætta mannakjöts áti. Hvaða ályktun getum vér svo dreg- ið út af þessari tilbreytni í greftrunar- siðunum a Egyptalandi á þeim tíma sem Pyramidarnir voru bygðir ? Vér sjáum á fornleifum þessum að greftrunarsið- irnii hafa verið brúkaðir því sem næst jöfnum höndum, oe bendir það á sam- bland tveggja ólíkra trúarbragða eða venja. Mismunurinn á frógangi líkanna hefir liklega verið kominn af misiöfnum trúarskoðunum, sem þó að líkindum hafa verið í nokkurnvegin jöfnu áliti meðal almennings, þar eð mismunandi greftrunarreglum hefir verið fylgt við sarna grafreitinn. Þegar búið er að skoða Egyptaland visindalega, verða menn margs vísari um fornöid þess. Nú þegar eru fyrstu ávextir rannsóknanna komnir I Ijós, og getum vér nú staðhæft að konungarnir sem bygðu pyramidana, hafi verið mannætur.” Prof. Petrie álítur að betta manna- kjötsát hafi fluzt til Egyptalands með Lybiumönnum, sem tóku landið her- skildi 3000 árum fyrir Krist, og segir hann líklegt að Egyptalandsmenn hafi haldið áfram að sjóða holdið af beinun- um um næstu aldir eftir að þeir losuð-- ust undan yfirráðum þeirra, enda þótt þeir kunni að hafa hætt við að éta það eins og forfeður þeirra gerðu. Það ér alkunnugt, að til forna skoð- uðu allar þjóðir fórnfæringar hina há- leitustu guðsdýrkun. Því meira sem um var beðið af guði þeim sem dýrkað- ur var, því kostuglegri þurfti fórnin að vera sem fram var borin,og urðu mann- blótin þannig tíð mjög á meðal margra þjóða. Og því ástfólgnari sem sá var sem fórnað var þeim er bar fórnina fram, því meiri var sjálfsafneitun hans, og því geðfeldari var fórnin guðinum sem hún var borin fram fyrir. Þessar fórnfæringar voru algengar til forna. Amoritarnir, Moabitarnir og aðrir ná- búar gömlu Gyðinga brúkuðu þær.einn- ig voru þær algengar hjá Cartagóborg- armönnum, sem gáfu börn sín hinum mikla Molech, — eldguðinum— og létu brenna þau á báli. Mannblót voru einnig tíð hjá Rómverjum og Grikkjum til forna og þau gengu ekki úr gildi fyr en þjóðir þessar höfðu náð töluverðum rroska og skoðanir manna á keuningum reim sem siður þessi bygðist á, voru orðnar gersamlega breyttar. Germanir höfðu þann sið að fórnfæra herteknum mönnum, jafnvel eftir að þeir höfðu tek- ið kristni, og sami riðurinn var mjög al- gengur meðal Mexico-manna. Exchange Hotel. 612 nSÆ^IJST ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H. MTHIU RN, EXCHANGE HOTEL. 612 liain Str, OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA 718 ITIain Str. Fæði 81.00 á dag. Brnuswick ilotcl, á horninu á Maiu og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót *anrigjarnri borgun. McLaren Hro’s, eigendur. Islending'ar ! Þegar þið kornið til Pembina, þá munið eftir því að þið fáið þrjár góðar máltíðir á dag og gott og hreint rúm til að sofa í, alt fyrir $1.00, á Headquarters Hote/, II. A. iTlnrrel, eigandi. Pembina, N. Dak. Lítið á eft rfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst, að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, .... i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 " 14 " “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 i. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. THE GREAT NORTH-WEST SADDLERY HOUSE er staðurinn þar sem hægt er að kaupa alt sem lýtur að aktýgjum og hnökkum, einnig leður Qg allan útbúnað sem brúkaður er við hesta, og svo kistur, töskur og svipur og' stígvélaleður af öllum tegundum. Sendið eftir verðlistanum okk- ar. Það kostar ekkert. Corner Main og Market Street. WINNIPEG, MAN. PIidiio 111 Þegar þú þarfnast fyrir BRAUÐ af hvaða tegund sem er, eða “candy” og “chocolates,” þá láttu oss vita það Hvað sem þú biður um verður fiutt heim til þín samstundis. Við höfum altaf mikið að gera, en getum þó ætíð uppfylt óskir viðskiftavina vorra. En það að Egyptar, sem greftruðu lík sin með svo mikilli umhyggjusemi og með svo frábærum hagleik og til- kostnaði, skyldu endur fyrir löngu hafa skorið af þeim holdið og ótið sumt af þvi, gefur manni alveg nýja hugmynd um þjóð þessa dularfulla lands. Prof. Henrich Brugsch, hinn merki þýzki fornfræðingur, segist halda að Forn- Egyptar hafi á sínum tíma verið hinir verstu villumenn, og kemur hann með ástæður fyrir því að þeir hafi brúkað KOL! KOL! Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið. Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið. Winnipeg Coal Co. C. A. Hutchinson, ráðsmaður Vöruhús og skriftsofá á Htggins og May strætftm. Phone 700.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.