Heimskringla - 10.02.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.02.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 10 FEBEUAH 1SC3. f .o-^-^- KJORKAUP Þessa viku bjóðum við sérstakt tækifæri til þess að kaupa God karlmannaföt fyrir lagt verd. Við höfum valið úr to alklæðnaði, sem áður séldust á »10,00, $12,00, $13,50, og 815,00, og seljum þá nú alla fyrir <tö FA Komið fljótt ef þið viljið ná í T*& CO *K^»^" þessi dæmalausu kjörkaup. *K*-',|3" Sérstök kjörkaup á húfum, vetlingnm, hönskum, nærfötum o. fl. The Commonwealth. Hoover & Co. Corn«rJHnln Str. & Clty llall fSqnare. -• f 0 t 0 Winnipeg-. Hr. Markús Guðnason frá Selkirk var hér á ferð um helgina. Bjarki er nýkominn, og er nú stækk- aður að mun ; siðan 13X9 þumlungar. Hr. Gísli Jónsson frá Glenboro var hér í bænum nokkra dasja. Hélt heim- leiðis í gær. "Hvítabandið" heflr fund á Unity Hall, cor. Pacific og Nena, á míðviku- dagskvöldið í næstu viku. VIL FA tvo menn til að fletja lax, menn sem hafa fengist við að fletja fisk áður. Skrifíð undir eins til JOSEPH CARMAN, P. O. Box 1014. Winnipeg, Man Séra M. J. Skaptason er væntanleg- ur úr Nýjaíslandsferð sinni ,á langar- daginn og verður því messa hjá Unitör- um k vanalegum tíma á sunnudaginn (13. þ. m.) "The Labor Party" hefir fengið Rev. Mr. Spence til að halda ræðu í Central Hall, cor. Pacific og Isabel St. í kvöld (fimtud.) kl. 8. Hann talar um verka- mannamál og trúmál. Allir velkomnir. Miðvikudaginn 2. þ. m. gaf séra Hafsteinn Pétusson saman í hjónaband hér í bænum Mr. Halldór K. J, Hall- dórsson og Miss ítósborgu Salome Magnúsdóttir, bæði til heimilis í West Selkirk. í þessum mánuði er von á kvenna- blaðinu ''Freyja" sem Mr. og Mrs. Benediktsson eru að byrja að gefa út í Selkirk. Þeir sem eru viljugir að ger- ast útsölumenn blaðsins eru vinsamlega beðnir að tilkynna útgefendunum það sem fyrst. JAKOB GUÐMUNDSON, bókbindari, 35 McDonald St. Winnipeg. Þeir herrar James McCabe frá Glas- ston, N. D. og J. D. Trenholme frá Bathgate, N. D., heilsuðu upp á Heims- krintlu á laugardaginn var. Mr. Mc- Cabe er vel efnaður hveitikaupmaður og á eitthvað 4 hveitihlöður (Elevators) í Pembina County. Mr. Trenholme þar á inóti hefir verið lögmaður í Bathgate, og er mjög vel efnum búinn. Samt sem áður hafa þessir menn fastráðið að fara til Klondike nú þegar. Þeir vílja geta farið frá Vietoria, B. C, 1. Marz næst- komandi. Á Jföstudagskvöldið, 4. Febrúar, setti umboðsmaður stúkunnar Heklu: 0. Olafsson, eftirfylgjandí meðlimi í em- bættifyrir komandi i<rsfjórðung: F. Æ. T. Mr. B. M. Long; Æ. T, Mr. Jóh. Bjarnason; V. T. Miss G. Jóhannson; G. U. T. Mrs. G. Friðriksdóttir; R. Mr. G. G. ísleifsson; A. R. Mrs. Svanborg Pétursdóttir; F. R. Mr. P. Thomsen; G. Mrs. B. M Long; D. Mi8s S. Eggertsdóttir; A. D. Miss Þ. Eiríksdóttir; K. Miss Þ. Þorgeirsdóttir; V. Mr. G. Benson; U. V. Mr. B. Johnson. Góðir og gildir meðlimir stúkunnar nú 133; fékk 20 nýja meðlimi á seinasta ársfjórðungi, og vonandi að hún fái aðra 20 á þessum nýbyrjaða ársfjórð ungi. Komið bæði konur og menn og gerist meðlimir í stúkunni Heklu, og hjálpið með því góðu málefni afram. ^mt?mm?m™mmmmm?mmm??mm???mm?tm?mt^ a -o ie « « kí / <» : toj) ÚTBURÐUR. Á Simcoe stræti hér í hænum býr maður að nafni Sveinn Sigurðsson. kvæntur maður en barnlaus. alt þangað til á sunnudagsmorguninn var, að þeim hjónum var sonur borinn á einkennileg- an hátt. Klukkan þrjú á sunnudagsmorgun- inn vöknuðu þau lijón við það. að barið var hastarlega á framglugga hússins eins og komumanni lægi mikið á að komastinn. Konan fór þe.uar á fætur til að vita hverju þetta sætti, og er hún kom fram í fordyrið, rak hún sig á tvo bö£,rla, og kom hljóð úr öðrum þeirra. Hún greip böglana og bar þá í skyndi inn að arninum, og opnaði þá þegar. Og sjá! Innan úr öðrum stranganum kom mikið og frítt nýfætt sveinbarn, vel lifandi og vel klætt. í hinum bögl- inum voru þrír nýir fatnaðir úr finasta efni og Sló í peningum. Hver færði þeim barnið og hverrar ættar það er, er ekki ljóst, og verður máske æ*-íð leyndardómur, en þau hjón- in hafa tekið barnið að ser og hafa það framvegis, eftir því sem heyrzt hefir. Óskemtileg samkoma. Hún var nú svo sem frumleg sam- koman hans Eldons & Co., sem haldin var hérna um kvöldið. Þar rak hver vitleysan aðra eftir stafrofsröð. Það var ekki alt af þetta sama með nýja laginu, þessum sönglögum tízkunnar, heldur undir ekta rímnalagi, sem því miðurerað aflegejast, að Jón Eldon segir, og sjálfsagt dytti algerlega úr sögunni, ef ekki væri hanntil aðhlaupa undir baggann og rétta því hjálparhönd Það lá nú að, að það yrði dáltið mannsmót að viðhöfninni, þegar hann Eldon fór af stokkunum til þess að fræða og skemta fólkinu! Hann hafði verið svo heppinn að ná i tvo fábjána sér t'l styrktar, og svo hafði hann ¦'strammað upp" nokkra miður hyggna menn þar að auki, til að spila með. (auðvitað er hér ekki átt við þá sem spiluðu). Sjálfur var hann foringinu og forsetinn á þessari veglegu samkomu. Það er víst óhætt að segja það, að það sem fólki var boðið að hlýða á á samkomunni, var það afmánarlegasta og óþverralegasta sem enn hefir átt sér stað meðal íslendinga i Winnipeg. En aftur er það engin furða þó þessir menn álitu það fullgott. Ófétið og auladóm- urinn átti þar svo einstaklega hægt með að mynda sina forarvilpu. Og for- setinn stóð og stiklaði í veitunni, svo einstaklega hýr og glaðlegur á svipinn, eins og hann annars æfinlega er, þegar eitthvað er á ferðinni sem slær á hans tilfinningastrengi fremur venju. Það er mál manna að það þurfi að vera meir en í meðallagi ógeðslegt, sem ofbýður velsæmistilfinningum vissra pilta, en þó fór það svo, að þegar eitt ræðufíflið guðlastaði sem ákafast, að forsetinn þaggaði niður í þvi. En til þess að ekki yrði hlé á fögnuðinum.spjó Eldon rímu einni fram á pallinn; lof- söng um ísland og íslendinga heima, en níð um allan íslanzkan félagsskap hér, og svo um ýmsa menn, er hann nafn- greindi. Ef þetta skyldi gert i hatursskyni við Lögberg, þá er aðferðin nokkuð einkennileg til þess að rétta hlut sinn gagnvartblaðinu, en þetta eru nú samt vopnin sem sumir eru farnir að beita hér um pláss. Þessi rímu á að skilja sem svar móti "Braearímu" séra Matth. Joch- umsonar, er stóð íLögb. fyrir skömmn FráJjóðasmíðis sjónarmiði er hún saint þaoskásta af því sem ég hefi heyrt eft- ir höf.; í henni er heldur minna af þessu sem örninn misti á fluginu, 88 minningar, en í öllu öðru. sem höfund urinn heflr samansett. Þetta skal hon- um til heiðurs sagt! Það er vonandi að slíkar samkom- ur, siun þessi áminsta, eigi sér ekki stað oftar meðal landá hér í Winnipeg, því það er nóg annað til þess n>^ drepa fegurðartilfinning og smekk Wnmipeg- íslendinga, þó svona samkomum eé ekki bætt á það. Kh. Stefansson. Spurning. Getur sá maður, sem á yfir 5 mílur að skóla, sagt sig úr skólahéraðinu, og ef svo er, hver er hin rétta aðferð til að fá því framgengt ? 11 X 18 SVAR : Það getur enginn sagt sig blátt áfram úr sambandi við það skóia- hérað sem hann er í, hversu langt sem hann er frá skóla. En samkværat lög- unum (127. kap. endurskoðaðra laga fyrir Manitoba^getur sveitarráð þeirra sveita, sem skólahéraðið er í, breytt landamerkjum skólahéraðanna þannig, að hlutur eins skólahóraðs falli til ann- ars; en tilkynna verður öllum hlutað- eigandi í skólahéruðum þeim, sem um er að ræða, hina fyrirhuguðu breytingu og gerast verður hún með þeirra sam- þykki. Ef fimm eða fleiri gjaldendur skólahéraðanna eru óánægðir með breytinguna, geta þeir fengið County Court dómara til að taka málið fyrir, ogerþáundir kringumstæðum komið hvort ákvæði hlutaðeigandi sveitar- stjórnar álítast réttmæt. Aðferðin til ad losast við eitt skclahérað og komast í samband við annað, er því sú. að biðja sveitarstjórnina að breyta takmörkum skólahéraðanna, með aukalögum, sem hún getur gefið út, þegar hún er búin að fá til þess samþykki þeirra sem í hlut eiga, samkvæmt núgildandi lög um. Ritstj. Hkr. " Bjarki." í vikunni sem leið fékk ég Bjarka, Nr. 48—53. Hann hefir nú stækkað all mikið, en verðið þó hið sama ($1.00). Nú fer að koma út í Bjarka fram- haldið af ferðasögu hr. Þorst. Erlings- sonar til Ameríku : "Á sjó og landi," sem svo manúr hafa óskað eftir. Og nú flytur Bjarki (neðanmáls) sögu eftir hið fræga norska skáld, Alexander Kielland. Ég sendi engum Bjarka. utan Winni- pee, nema borirað sé fyrirfram. Ti. hægðarauka geta menn snúið sér tll eftirfylgjandi manna viðvíkjandi kaup- um á Bjarka : Mr. K. S. Askdal, Minneota, Minn. " Sigfús Bergmann, Garðar, N. D. " J. G. Davíðsson, Milton, N. D. " Guðm. Einarsson, Hensel, N.D. " Magn. BJHrnason. Mountain.N.D " G. Gunnarsson. Pembina, N. D. " Gísli Sæmundsson. Seattle. Wash. " St. G.Stephanson.Tindastóll.Alta Útsölumenn óskast "út og suður, austur og vestur," einkum héríCanada. Sanngjörn sölulaun gefln. 6. Febr., 1898. Magntjs Pétursson. P. O. Box 305. WINNIPEG, MAN. B. G. SKULASON ATTORXEY AT l,AW. SKRIFSTOFA í BEARE BLOCK. Grand Forlts, Bí. 1>. "edmund l. taylor, Bárrister, Solicitor &c. Riax Block, 492 VIain Strbet, WlNNIPEO. ManhattaD liorsc and Cattle Fooil er hið bezta Frifnfóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg. Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með þessu gripafóðri. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON ...... 4i;-2 MaixSt.. Wnrarpao. Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. Jotin O'Keefe, prófgenginn lyfsali, CAVAVIER, N-D. Meðöl eftir læknisf'yi'irskrift afhent á hvaða tím.'i st íu þarf. Búðin opin nótt og- dag. John O'Keefe- Beliveau & Co. VIN-KAUPMENN, 620 MAIN STR- WINNIPEO. Kornið inn og litið yfir það sem við höfum af allskonar Víni og Vindlum Spíritus fyrir 81.00 gallonan. Fínt vín '' 1.25 Það borgar sia; að muna eftir staðnum, því vér seljum ódýrara en nokkrir aðrir "Stoek-Taking Sale" "er nú á ferðinni í' Fleury's Winnipeg Glothing House, AUar okkar vörubyrgðir hljóta að seljast fyrir hvað sem er, til þess við getum tekið á móti vorvarningi þeim sem við eigum von á innan skamms MUNIÐ EFTIR STADMUM" Fleury 564nain5t. Andspænis Brunswick Hotel. IH. Miller Selur demanta, gullstáss, úr, irV/Eli?l! klukkur og allskonar varning úr gulli og silfri. Viðgerðir allar afgreiddar fljótt og vel. -----Búðir í----- Cavalier <>g Pembina. ########################## # # # # # # # # # # # # Hvitast og bezt -ER # # # # # # # t # # # # # # # ########################## Ogilvie's Mjel. | Ekkert betra jezt. — 7- — 6 — "Feodor", sagði hann lágt. "við erum f hættu. Það getur að eins verið ein orsök til þess að frændi minn er komínn til Rússlands.Það getur verið að hann viti fieira en við höfum hug- mynd um. Þú getur búizt við því. að það væri voðalegt ef alt kemst upp núna. Það væri þá úti um okkur". "Alveg áreiðanlegt", sagði Gunsberg. "Haltu áram". Petrov hikaði um stund. "Frændi minn vill sjálfsagt sjá okkur undir- eins", bætti hann við, "Fyr en það skeður get- um víð ekki vitað neitt með vissu. Það er að eins til eitt ráð fyrir okkur, einmitt það sem þú bentir á áðan". "Fg skil þig ekki". sagði Gunsberg. "Lof- aðu mér að skilja þig betur". Petrov skalf nú á beinunum og svitinn rann af andliti hans. Hann þurkaði sér í framan með vasaklútnum sinum, og tók síðan til máls aftur mjög æstur í skapi: 'Hugsaðu þig um, Feodor. Þú veizt hvað ég meina. Þúeit aðstoðarrnaður lðgregluráð- t'jafans. Þú hcfir "öld og getur haft áhrif. Þú getur auðveldleua sent menn til Siberíu. Skil- uiðu mig nú? Ef frændi minn reynist okkur. hættuiegur verðum viðað koma honum af okkur Það er óhjákvæmiletit bæði fyrir þig og mig. Svaraðu mér, er þetta ekki mögulegt?" Gunsberg virtist vilja komast hjá að svara þessu. Hann gekk um gólf iim istund síðbrýnd- ur mjög, vtk si'r síðan að félaga sínum og sagði: 1 Það er mögulegt. Ef frændi þinn reynist Hann kom í morgun og heldur til á, veitingahús- inu 'Royal'. Eg sá nafnið hans i gestalistanum Ivor Petrov". "Þá er úti um okkur. Hann grunar eitt- hvað. Hann hefir vafalaust komið til að fá kröf um sínum fullnægt", "Heimska !" hreytti Gunsberg fram úr ser . "Fyrst og fremst getur hann enga kröfu gert, og svo var það ekki nema rétt fem við gerðum". "En hann hefir máské komizt að einhverju, sem við höfum enga hugmynd um". mælti Pet- rov, og fór hrollur í gegn um hann. "Þaðer jafnvel mögulegt að hann hafi erfðaskrána". Það kom litbreyting á andlitið á Gunsberg við þessi síðustu orð, og hann virtist að hafa orð ið hræddur sem allra snöggvast. "Þetta er heimska, Maximy Petrov", sagði hann í sterkura rómi. Að eins einn maður veit hvað varð af erfðaskránni og hann er nú í Síberíu. Þó hún tinnist einhverntíma þá kemst hún ekki í hendur frænda þíns". "Eg vildi að raunin yrði sú", sagði Petrov. "Mér dettur stundum í hug að við höfum verið }!«¦!< 1 ur fljótir á okkur með að kenna Nicholas um þjófnaðinn. Samt sem áður er það gott að hann er hyergi nærri". "Já. útlagar í Síberíu eru eins og dauðir menn — þeir segja engar sögur", tautaði Guns- berg og beit á jaxlann. 'Ef í það versta fer—". Hér stanzaði hann alt í einu og fór að ganga um gólf í akafa. Petrov stóð upp, tók um handlegg félaga síns og horfði beint framan í hann. 1. KAFLI. Aðalstöðvar konunglega klúbbsins í St. Pét- ursborg eru á Morskaiastræti, fimta langstræti hinnar rússnesku höfuðborgar. Föstudagur er aðalsamkomudagur þeirra er klúbbnum tilheyra, og þannjdag vikunnar er ekki óvanalegt aö sjá eitt til tvö hundruð manns þar samankomin. Föstudag einn snemma í Marzmánuði 1890, gekk alt til eins og vant var. Frá klukkan 3 til 4 umeftirmiðdaginn mátti sjá ýmsa af samkomu- gestunum við gluggana á hinum mikla klúbbsal, þar sem þeir stöðu og spjölluðu saman um hina margbreyttu vagna, sem fóru fram og aftur um stræðið. Klukkan 4 fengu gestirnír sér dálitla hressingu, og hálfri klukkstundu síðar settust þeirniður við löng matborð, hlaðin krásum: og þegar búið var að drekka skál keisarans og seðja matarlystina með nautakjötssteik, svinakjöts- steik og öðru góðgæti, var rent niður nokkrum glösum af frönsku vini oS rúgöli. Frá roatborðunum færðu gestirnir sig nú inn í spilakompurnar, til þess »ð skemta sér það sem eftir var af kvöldinu og framundir morgun næsta dag. eins og vani var til. Úr öllum átt- um heyrðist stöðugur kliður, — sumir töluðu í ákafa. aðrir klingdu glösum saman, og enn aðrir hringluðu í gullpeningum, sem verið var að spila um, en spilin féllu mjúklega, eitt eftir annað nið- ur á mahogniborðin og gerðu sitt til að auka há- vaðann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.