Heimskringla - 17.02.1898, Blaðsíða 2
2
HEIMSKKINULA, 17 F£BRUAR 1898
Heiiskriiigla.
Published by
Walters, SwaiiMon &
Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
om árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupend
-m blaðsins hór) $1.00.
Peningar seudist í P. O. Money Order,
Registered Letter eða Expiess Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
Einar Olafsson,
Editor.
B. F. Walters,
Business Manager.
Office: Corner Princess & James.
P.O BOX 305
Stickinfljótið
stjórnin.
og
Það þykir nú vera vaíasamt
að Canadamenn geti farið óhindrað-
ir eftir Stickinfljótiuu upp að Glen-
ora, sem á að vera endastöð Stickin-
fljótsbrautarinnar, og er þá þegar
farið að draga úr hagræðinu sem
fást átti með brautinni. Bandaríkja
stjórnin heíir nú'verið beðin að segja
afdráttaalaust meiningu sína í þvf
tiliiti, og kemur svarið að líkindum
áður en langt líður. Reynist það
svo að Bandaríkjamenn tálmi sigl-
ingum um fljótið, er talað um að
leggja aðra braut frá Glenora suður
til Observatory Inlet, og yrði þá
brautin öll í Canada, en vegalengd-
in frá Glenora til Observatory Inlet
er um 180 inílur og mundi kosta
nokkur þúsund ferhyrningsmílur af
gulllandi, og þar að auki verða ekki
fær fyr en haustið 1899. Skyldi
þurfa lengri tíma til að lagfæra Fd
montonbrautina?
Vér gátum þess í síðasta blaði,
að samkvæmt samninga milli Breta
og Bandaríkjanna gætu Canadan.enii
siglt eftir Þeim hluta átickinfljótsins,
sem fellur í gegn um landeign
Bandaríkjanna á ströndinni, og svo
létum vér í Ijósi að sá samningur
mundi þó naumast fyrirbyggja að
óþægindi gætu hlotist af að þurfa að
fara gegn uin landeignir annara.
Þetta er nú líka einmitt útlit fyrir
að ætli að rætast. Það er enginn
efi á því að samkvæmt samninginum
hafa kanadisk skip leyfl til að fara
eftir ánni óhindruð, en áin fer svo
grunn að hafsKÍp komast ekki eftir
henni, og yrði því að afferma haf-
skipin og lóta varninginn á flatbotna
(River boats). en til Þess Þurfa skip-
in að leggjast við land eða í Jand-
helgi, og eru þau þi innan tolllínu
Bandaríkjanna, og verða að fara eft-
ir þeirn reglum sein stjórn Banda-
ríkjanna fyrirskipar, nema samn-
ingurinn ákveði öðruvísi, sem er nú
hyggja manna að ekki sé.
Þetta er það.sem verið er að graí-
ast eftir nú. Því var ckki grafist eft-
ir þvi áður en samið var um bygg-
ingu brautarinnar ? Ef sakir fara
þannig að bæta verður við brautina
180 mílum, til þess að gera leiðina
torf'ærulitla, og ef bíða verður eftir
því þangað til haustið 1899, þá gæti
maður farið að spyrja sjálfan sig,
hvort ekki hefði verið eins hyggilegt
að arta upp á Ednmn onleiðina, sem
á langri leið liggur í gegn um akur-
yrkjuland og kvikfjárræktarland og
mundi verða nvtsöm braut þó allur
námagröftur í Yukon Iegðist niður, í
stað þess að “spandera” miljónum
dollara og miljónum ekra aí landi í
braut, sem ekki getur oiðið mikið
meira en bara verzlunarbraut til
Yukon,þar eð landið með fran. henni
er víðast óbyggilegt. Það mun því
miður vera þýðingariítið að tala um
þetta nú, í þeim tilgangi að fá það
lagfært, því glapspor stjórnarinnar
munu nú stigin svo verulega, að hún
getur ekki hælkrókast út frá stefnu
sinni, nema með því móti að þingið
neiti nú að staðfesta samning þann
sem hún hefir gert, sem litlar líkur
eru til, því þó þingmennirnir hér
vestra hvestu eyrun er þeir heyrðu
um samning stjórnarinnar, og lofuð-
ust til að gefa henni löðrung ef hún
bætti sig ekki, þá mætti búast við
því áð veðrið yrði farið úr þeim þeg-
ar til Ottawa kæmi, og að þeir sættu
sig við að segja “amen” við stjórn-
artillögunum, í staðinn fvrir að segja
“nei” við þeim. Að minsta kosti
mætti naumast búast við öðru af þing-
manninum fyrir Lisgar, sem fann
köllun hjá sér til að vera með stjórn-
iuni í þvi að leggja aðgerðir á St.
Andrewsstrengjunum undir fætur
sér, af því að hann væri þingmaður
fyrir kjördæmi vestur í fylkinu, sem
ekkert gagn hefði af greiðri umferð
um Rauðána!! Hann hefir nú að
vísu viðurkent opinberlega að þetta
hafi verið heimska úr sér, en iðr-
unin tóm gagnar almenningi lítið,
þegar orðið er of seint að lagfæra
það sem iðrast er fyrir.
Ei^nhelgi.
“Enginn maður heflr rétt til að
“fyrirskipa öðrum hvernig hann
“eigi að eyða peningum sínum.
“Eignarrétturinn er friðhelgur.
“Það er honum einum að þakka
“öll sú menning sem heimurinn
“hefir fengið. Það er manninum
“eins eðlilegt að kaupa hvað sem
“honum sýnist fyrir sinn dollar,
“eins og það er eðlilegt fyrir hund-
“inn að grafa beinið sitt. Ef eign-
“arrétturlnn er afnuminn, þá er
“líka afnumið endurgjaldið sem
“náttúran hefir ætlað manninum 1
“kaup fyrir iðjusemi sína, vöndug-
“heit og hæfileika.”
—Pink Paper.
Það er mifcill sannleikur í þessari
stuttu grein, þó fyrstu staðhæfingarn-
ar í henni séu ekki sem aðgengileg-
astar og ekki heldur sem sannastar.
Það getur innibundist í þeim spurn-
ingin um það, hvort einstaklingurinn
eigi ekki að hafa rétt til að lifa og
láta eins og honum lízt, án þess að
taka tillit til þess hvað öðrum kemur
vel eða ílla. Það er liðið, að hver og
einn eyði peningum sínum eins og
honum lízt, í óþarfa eða hvað sem er,
á meðan af eyðsluseminni leiðir ekk-
ert viðurkent ógagn fyrir aðra, en
þegar svo lær undir, er rétturinn til
þess takmarkaður, og það að mak-
legleikum, þómáské ekki eins tak-
markaður eins og mætti vera í sum-
um greinum. Aðeyðapeningumþann
ig, að öðrum verði ógagn af, er sama
ogað fremja eitthvert annað verk
sem leiðir til hins sama, og það vita
allir, að peningaeyðsla getur verið
þannig löguð, að aðrir líði fyrir hana
en eigandi fjárins sem eytt er. Gott
dæini upp á það er drykkjumaðurinn,
sem í ölæði sínu er öðrum til ásteyt-
ingar og fremur jafnvel glæpi sem
almenning varða. í þess konar
kringumstæðum hefir það komið fyr-
ir að réttur manna til að brúka fé
sitt að eígin vild,hefir verið takmark
aður, og þarf nauðsvnlega að vera
takmarkaður. Það geta allir séð, að
í mvmörgum tilfeilum má eyða fé
þannig, að öðrum verði ógagn að, og
að ótakmörkuð notkun fjár er sama
eins og hvert ánnað ótakmarkað vald
sem manni er í hendur gefið, því fé
er vald, sterkt eða veikt í hlutfalli
við stærð sína. Þetta er viðurkent
með því, aðámeðal siðaðra þjóðaeru
alstaðar til lög,sem að einhverju leyti
takmarka rétt einstaklingsins til að
brúka fé sitt þar sem það gæti vald-
ið óheillavænleguin afleiðingum. fyr
ir einn eða annan, eða alla í þeirri
mannfélagsheild sem um er að ræða.
Það er í sjálfu sér gott að takmarka
rétt einstaklingsins sem ininst að
komist verður af með, í öllum grein-
um, en um leið og það er gert að
reglu verður þó að gá að því, að
mannfélagsheildin hafi tækifæri til
varnar gegn valdi einstaklingsins af
hvaða tagi sem er ; og af því réttur
einstaklingsins til að eyða fé sínu
eftir vild, og að ósekju, innibindur
rétt til að áseilast aðra í öllum þeim
atriðum þar sem auður nær til, þá
verður að reisa varnir við notkun
hans, varnir sem koma algerlega í
bága við staðhæfinguna fyrstu í grein-
inni.
Ef það hefði verið tekið fram, að
enginn mætti fyrirskipa öðrum hvern-
ig hann mætti eyða fé sínu-á meðan
rétti annars væri ekki hallað með því,
þá hefði þetta getað staðist, en það
að viðurkenna staðhæflnguna skilyrð-
islaust, er sama sem að ganga úr
mannfélagssambandinu, í orði ef ekki
á borði, og viðtaka ástand dýranna á
mörkinni.
Það mætti ef til vill fóðra það,
að hver og einn ætti að hafa rétt til
að sólunda peningum sínum út í blá-
inn, það er að segja, gefa þá, kasta
þeim í sjóinn, * brenna þá, eða ann-
að því líkt, og virðist þó ekki als-
kostar rétt, frá siðferðislegu sjónar-
miði skoðað, að leyfa það. En svo
er þetta hreint ekki það sem greinar-
höfundurinn meinar. Það sést á því
sem á eftir kemur í grein þessari:
“Það er manninum eðlilegtað kaupa
hvað sem honum sýnist fyrir sinn
dollar,” o. s. frv. Það getur verið að
það sé insta eðli mannsins að inega
kaupa hvað sem hann vill fyrir pen-
inga sína, en það gæti líka verið
ínsta eðli meðbræðra hans að fyrir
bjóða honum það, og velferð meiri-
hlutans verður að ráða. Þeir sem
liafa heyrc getið um pólitiskar kosn-
ingar oftar en einu sinni á æfi sinni
vita, hve sterka löngun sumir liafa
þá til að kaupa ýmislegt fyrir dollar-
ana sína, og þeir vita líka hve háska-
legar afleiðingar þetta “ýmislega”
hefir fyrir hin eðlilegu úrslit málanna
sem um er að ræða. Fyrsta fýsnin
sem ber á hjá manninum er eigin-
girnin, og ef henni er geflnn tanmur-
inn algerlega laus,o;r líka gefin með-
ölin til að fullnægja sjálfri sér ótak-
markað, þá þroskast hún furðu fljótt,
og litur bara hornauga til þeirra sem
lakar standa að vígi, á meðan hún
kaupir fyrir dollarinn sinn tækifærið
sem sá þurfti að fá, sem var að strita
við að innvinna sér einn dollar í dag
svo hann gæti keypt sér hlut í tæki-
færinu á morgun. Hún sezt víðast
í hásætið þar sem hún heflr tækin til
og sterkasta tækið er dollarinn.
Þessvegna er notkun hans að sumu
levti takmörkuð með lögum, lögum
sem á ýmsum stöðum og tímum
kunna að vera ófullkomin, en sem
samt byggjast á þörf mannfélagsins j
heild siuni, og eru því með öllu rétt
mæt. Það er rangt að segja að þau
lög sem stríða á móti þörfum rnann
félagsins séu rétt, því réttmæti allra
laga byggist á þörfinni fyrir þau, og
reynslan sýnir þörflna bezt. Kenn
ingin sem fram er sett í þessari stað
hæflng hér að framan, stríðir á móti
reynslunni og verður því að álítast
röng þegar hún er tekin skilyrðis
laust.
En þó að notkun auðsins sé að
nokkru takmörkuð, þá er eignarétt-
urinn samt það sem gerir menn at-
orkusama og framtakssama, og hefir
greiuarhöfundurinn að svo miklu
leyti rétt fyrir sér. Það er fyrir
eignaréttinn og það sem honum fylg-
ir, að menn leggja hart á sig til að
koma fram ýmsum fyrirtækjum, nema
listir bæta atvinnuvegu, stunda bók
nám eg yfir höfuð gera hvað sem er.
Það berjast að vísu ekki allir fyrir
peningum beinlínis, en þeir berjast
samt fyrir einhverju sem eign má
kallast. Þeir berjast fyrir frægð, fyr-
ir tign, fyrir viðurkenning, áliti og
vinskap, sem er oft og einatt ineira
virði en of fjár og sem í mýmörgum
tilfellum er beinasti vegurinn til fjár;
og það sem er aðaltakmarkið og til
gangurinn í þessu öllusaman, er
nautnin, líkamleg og andleg nautn,
sem fæst með bættum efnaliag og
auknu áliti. Þetta er það sem mann-
kynið í heild sinni gengst fyrir, og
fyrir þetta hefir það háð sitt mikla
stríð, sem svo margir hafa orðið sár-
ir í, einmitt at því fyrsta staðhæfing
greinarhöfundarins áminsta hefir
fengið ofmarga áhangendur.
Trúarboðsfarganið.
Sumir monn >æta skrifað langarrit
gerðir og viðhaft stór orð, og borizt
n.ikið á; hrúgað saman heljar óskapa
björgum og bygt stóreflis Babelsturna.
En steinarnir þeirra falla ekki samnn.
velta og standa út eða inn, á víxl. Og
svo ef snert er við einuin steini, þá
hiynur allur t.urninn. Að ritaer líkt og
að hlaða vegg. Það þurfa fyrst að vera
luefilega viðeigandi orð valin fyrir efn-
ið. síðan þarf að blaða þeim laglega
saman, svo úr því verði slétt hleðsla.
Beinar og afgjörandisetningar bundnar
saman með réttri hugsun og mentun;
það þarf að vera þessa tíma mentun,
framsett eftir sama tíma hugsunarfræði
Og ef als þessa er gætt, þá eru öll lík-
indi til að ritgerðin verði þolanleg. Það
birtist í Lögb. 36. nr. f. á. ritgjörð, er
heitir: “Trúarboðsfargan”. Sú ritgjörð
er afar-löng og stórorð og efnisrík, það
vantar ekki. en hún er ekki eins aðdá-
anlega hugsuð. Það er þessi vanalega
andans magaveiki, með súrum ropa og
klýju. Og það jafnvel virðist að ganga
báða vegu. Höf. er búinn að skemma í
sér magann með þvi aðgleypa illa soðn-
ar kyrkjukenningar, sem eru mestmegn
is kaþólskir sinabíldar og seigildi. Slíkt
er nokkuð gamaldagsfæða, en höf. skoð-
ar það “business-legt” að borða það
sama og almenningur, enda þó afleið-
ingarnar verði stundum súrar, og að
gleypa hefði farið verst með hann. Og
þegar höf. ber sig svona af að gleypa
og melta, þá er ekki furða þó lesendur
Lögb. gretti síg yfir að renna niður
þessu audlega súrmauki, sem þessi and-
legi skarfur vor Vestur-ísl. dritar á síð-
ur tvöfalda blaðsins, Það þarf að gefa
honum pillur, en einkanlega eitthvað
vindeyðandi til bráðabyrgðar.
En svo ég hætti nú öllu spaugi, þá
ætlaði ég að gera smáathugasemdir við
áðurnefnda grein hans.En ég verð und-
ur stuttorður.
Fyrst talar hann um kaþólíka, og
er auðséð að honum er illa viö þá. Þá
er það ekki k-iistíndómurinn, sem hann
er að halda fram, því kaþólskir eru
kristnir, [og munu gera sín kærleiks-
verk í nafni þess sem kendi fegurst um
kærleikann; á ísl. eins og annarstaðar
Grundvallaratriði þeirra og lúterskra
eru nálega hin sömu; báðar kyrkjurnar
ki istnur. Því eru hrafuarnir að kroppa
augun hver úr öðrum ?
Næst kemur Sáluhjálparherinn. Nú
er gaman að sjá hvað hann segir, Hruii
[herinr.] vekur og glæðir kristilegt líf í
kyrkjunni. Jú, það gerir hann meðal
allra lægsta "klassa” fólksins. Hefir
Lúterska kyrkjan mörg hermannaefni ?
Til að geta náð því kristilega stigi,
verða þeir að hafa óbilandi trú á að
skrattinn sé enn á'líti, þrátt fyrir upp-
lýsingar Gröndals í fyrra í því efni.
Það er nú aðallega mergur og kjarni
bessa uppbyggilega trúarboðs! Það
virðist því að vera aðalstefna Lögb. í
trúarefnum, þar það ræðst á allar
kristnar kyrkjur, og einnig á flokka sem
bera djúpa lotning fyrir Kristi og hans
verkum og viðurkenna kenningar hans
gildandi fyrir nútíðarfræði. Það t. d.
gerir Ingersoll. Það er því að eins ein
trúar og tilbeiðsluaðferð sem ritstjóra
Lögb. líkar fyrir Lögb hönd, og kallar
það sannan krútindóm. Það er trúin á
gamla bakarann ! En biðið við ; ég er
ekki búinn enu að sanna þetta nóg. Það
eru fleiri-kyrkjur sem hann amast við
en þær, sem ég hefi enn talið upp. Nú
koma Mormónar næst. Höf. segir að
Mormónar hafi reynt að afkristna Isl. á
Fróui og hafi orðið nokkuð ágengt. Nú
er sannleikurinn ögn að haggast, því
Mormónar eru kristnir menn. Þeir
skýr» eins og Jóhannes skýrari gerði
við ána forðum, trúa á Krist og byggja
kenningu sína á ritningunui. Fjöl-
kvæniskenningin stendur í Gamlatesta-
mentinu. Salómon átti t. d. 300 konur
og 700 betur o. s. frv.
Þá minnist höf. á Magnús Eiríks-
son sein óttalegan vantrúarmann.
Mann sem varði allri æfinni til að leita
sannleikans og kenna heitari og fegurri
kristindóm en áður var kendur. Hann
kendi að nota hina æðstu guðsgjöf
skynsemina, eins í trúarbrögðum sem
öðrum hlutum. Hann kendi að trúa á
góðan guð, og mnn það hvfa verið hans
stærsta synd gagnvart sinni feðra
kyrkju.
Þá fer höf. mörgum fögrum orðum
um skáldið Þorstein Erlingsson, og á-
mælir þingi og þjóð fyrir að veita hon-
um skáldalaun, og þykir það sorglegur
vottur um vantrú í landi þar. Þetta er
nú bergmál eftir -'Sameiningunni,” eins
og margt fleira í grein hans. En svo er
það ekki verra fyrir það. Hann
getur sagt: Þetta tala ég ekki af sjálf •
um mér, heldur var mér gefið það hór
ofan af Ross stræti!
IJm þetta má segja, að Sigtr. myndi
sjálfur hafa verið á sama máli, ef það
hefði verið álit meiri hlutans. (Samatr
ber Lögb. nr. 40 þ. á.)
En svo mnnu þingmenn íslands
skoða gerðir sinar á þincri óviðkomandi
öllum “trúarboðsrassaköstum,” og þeg
ar þeir eru að veita skáldalaun. þá veita
læir þau rnönnum sem þeir álíta skáld
en ekki mönnum sem mest hræra í guðs
orði, og sýnir það sig bezt í því, að þeir
hafa gengið fram hjá biblíuskáldinu
stóra, sem yrkir meira að vöxtum en
gæðum. Þetta er annars grátlegt, fyrir
ritstj. Lögb., að þingið skyldi ganga
fram hjá horium, sem eftir hans eigin
skoðun,—já. og þá skoðun á hann sjálf-
ur—er eitt hið stærsta skáid á íslenzka
tungu. “En hvernig fer þú að sanna
þuð?” mun lesarinn spyrja. Ég sanná
það með Lögbergi og vitna í ritstjórans
eigin orð. Þar stendur skrifað í spá-
dómsbókinni Lögb., að allur skáldakap-
ur sé iygi og þar af leiðandi sé lygin
skáldskapur. Og ég fyrir mitt leyti, og
svo munu fleiri gera, hjartarilega játa
að hann, ritstj. Lögb.. sé eitt hið lang-
stærsta skáld á íslenzka tungu. á hans
eigin mælikvarða mælt. Og þetta hlýt
ur hann sjálfur að finna, jafnskynugur
maður og dómskýr. Þess vegna er ekki
furða þó hann -sé gramur við þingið
heima, sem á að vera kristið þing, og
hann líka xristinn og skáld í tilbót !
Annað atriði særir líka sálu Sk
(Sk. skammstafa ég fyrir skáldaeða....)
er fjárveiting sú er þingið veitti Jóni
Ólafssyni. Það er munur eða þegar
hann veslingurinn fór heim til íslands
fyrir Greenway til að byggja járnbraut
þar, og fékk ekki að iðgjöldum nema
háð og narr flestra betri manna þar.
Ekki svo að þeir færu með hann inn á
forngripasafnið til að sýna honum likið
Vestur-ísl. til að kasta guðstrú, vitandi
að þeir legvja áhei zlu á trúna á guð. og
að hér hefir guðstrú verið prédikuð
meðal landa í þeirri kyrkju trúlega. til
þess eru næg vitni. Svo að kalla Úni-
tara ókristna er skrítin kenning, þar eð
þeir boða orö Krists hreint og fagurt og
byggja kyrkju sína á kennjngura hans.
Þetta er því sama kristindómshatrið og
lýsir sér ávalt hjá Sk. Uuitarakyrkjan
er kyrkja þessa tima. Hún kennir sið-
fræði þá er allur hinn mentaði heimur
viðurkennir bezta, og samrýmir trú sína
við vísindin, og það gerir engin önnur
kristin kyrkja. Hún er því helsta
kyrkjan, enda fær hún einna vestan
vitnisburð hjá Sk. Hann kallar lút-
erskuna feðratrú vora. En fyrst voru
Norðmenn, forfeður vorir, Asatrúar. og
er það vor eiginlega forfeðra trú. Þvi
ekki að halda henni ? En svo voru ís-
leridíngnr þar næst kaþólskir, og má því
sú trú reiknast feðratrú öllu frernur en
lúter8kan, enda sést oft i þeim Sam. og
Lögb., að miðaldatrúin er sárt syrgð af
prestum vorum. og lútersku kyrkjunni
á Islandi brígslað um skynsemi, enda er
útlit fyrir að hér sé verið að vekja upp
kaþólskuna aftur meðal landa, ef ekki
eitthvað enn verra og vitlausara. Það
er annars ekki að orsakalausu að fólxið
hefir falliö út úr sinni svokölluðu ’feðra-
kyrkju’ og aðhylzt kennirigar Inger-
solls og Unitara. Það er af því að það
fann ekki sálarlega fullnægju í hinni
gömlu kyrkju. Fólkið fann að það
vantaði mannúð og umburðarlyndi. en
siðferðið var of mikið hræsni og yfir-
skyn, guðsdýrkunin andlaus orðatil-
tæki og venjur, friðþægingin hneyksli,
trúin- bygð á órökstuddum sögum, og
stríddi á móti heilbrigðri skynsemi,
menning og vísindum, að sáluhjálpar-
skilyrðin meiddu tilfiiiningar manna, og
deyföu skynsemi, samvizku ogréttlætis-
tiltínning þeirra; að kyrkjan gerði fólk-
ið annaðhvort að hugsunarlausum sauð-
um, eða þá að miður vönduðum hræsn-
urum, og þeir sem voru of skarpir og
skynugir til að geta blindast, en of góð-
ir til að gerast hræsnarar, féllu út úr
kyrkjunni að sjálfsögðu hvað sem það
kostaði, þó þeir við það biðu hngsinuna-
legt tjón. Enda skorti ekki ofsóknir af
hálfu kyrkjumanna. Atvinnu manna
var spilt, vinir voru rægðir, hjón aðskil-
in, menn voru úthrópnðir fyrir guðleysi
og trúnið, enda þótt þeir tryðu enn heit-
ara á einn guð, en hinir "rétttrúuðu” á
siun þrefalda gyðinga guð. Og þannig
fjölguðu þessir menn og fjölga daglega.
Þessir menn geta bezt borið um hvernig
kyrkjulífið er, þvi þeir komu beint úr
kyrkjunni og fara þangað ekki aftur.
Kyrkjustólparnir halda því fram, að
þetta sé af lóttúð og kæruleysi, að þess-
ir menn verða vantrúaðir, sem þeir
kalla, og er það eins rangt eins og ann-
að frá kyrkjunnar hálfu gagnyart
þessu fólki. En það er þvert á móti af
því. að þeir voru alvarlegir og þ'ddu
ekki hina ógeðfeldu guðsdýrkun, sem
lýsir sér í kyrkjunni, og þegar hér kom,
í frjálst land, notuðu þeir frelsið og
kvöddu. Það er efalaust, að fjöldinn af
þessu utankyrkjufólki hefir heita, á-
kveðna og skynsainlegji trú á einn góð-
ari guð, þó það hafi kastað kreddum og
trúarsiðum að meira eður minna leyti.
Það er þvj ósvítíð og illa gert, að dæma
alla til vitis og lýsa þá samvizkulausa,
siðlausa. trúlausa og guðlausa, sem ekki
heyra til hinu lúteraka kyrkjufélagi Is-
lendinga í Vesturheimi. íslendingar
heima á Fróni eru allir álitnir guðlausir
nema Valdimar Briem og örfáir aðrir.
Ein helzta sönnun þess er meðal annara
sú, að þingið yeitti Þorsteini Erlings-
syni skáldalaun. Og hór eru allar kyrkj-
ur rangar. Presbyterianar voru “að
reyna að eyðileggja lútersku kyrkjuna,’’
af því það var “ekki sannur kristinn
andi í starfi þeksara manna.” Ekki
sannur kristinn andi, segir Sk. ! Pres-
byterianar eru kristnir mótmælendnrog
mjög líkir lúterönum að siðum. Þeir
eiga hér háskóla og eru eins siðaðir og
mentaðir menn eins og föng eru á al-
ment í hinu’m kristna heimi. Sömuleiðis
ber Sk. á Baptistum, og segir að Miss
Irigjaldson só að snúa íslendingum
Selkirk. (Miss Ingjaldson er ekki Bapt
isti, svo að þetta er bara bull). En hvað
Baptistum viðvíkur, þá er það sama að
segja um þá og Presbyteriana.
Exchange Hotel.
612 JNÆ^KIJST ST.
Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK,
Þegar þið viljið fá GÓÐA MALTÍÐ,
Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ
þá rnuniðeftir því. að þið
fáið h-vergi betri aðbúnað
að öllu Íeyti, en hjá.
H. RATfflSlIKIV,
EXCHANGE HOTEL.
ttlá llain Str.
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA
0
Fæði $1.00 á dag.
718 .Tlain 8tr.
Bninswick Hotel,
á horninu á Main og Rupert St.
Ev eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í
bænum. Allslags vín og vindlar fást
þar mót eanngjarnri borgun.
McLaren Dro’s, eigendur.
Islending*ar !
Þegar þið komið til Pembina, þá
munið eftir því að þið fáið þrjár góðar
máltíðir á dag og gott. og hreiut rúm til
að sofa í, alt fyrir $1.00. á
Headquarters Hotel,
H. A. »1 urrel, eigandi.
Perabina, N. Dak.
Lítið á eftirfylg'jandi verðlista á
hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru,
sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún
fæst í harðvörubúðinni hans
TRUEMNER,
Cavalier.
Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur
og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir
sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks
Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með
sómasamlegri brúkun.
Áður seldar Nú á
16 potta fötur 90 cts. 67 cts.
14 potta fötur 75 “ 55 "
12 potta fötur 70 “ 52 "
14 " “ með sigti $1.10 78 “
17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “
No. 9 þvatta Boilers $2 50 $1.90
J. E. Truemner,
Cavalier, N-Dak.
National Hotel.
Þar er staðurinn sem öllum ber saman
um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog
skemtilegasta gestgjafahús í bænum.
Fæili a«I eíus 11 .OO a dag.
Ágæt vín og vindlar með vægu verði.
Munið eftir staðnum.
NATIONAL HOTEL.
HENRY McKITTRICK,
—eigandi.—
Presbyterianar, Baptistar og Metho-
distar eru mjög sterkir hér, og allur al-
menningur eða meirí hluti fóiks hér í
Manitoba heyrir þessum kyrkjum til.
Mér er því ekki hægt að sjá að það geti
verið nokkurt niðurlægim-'arefni fyrir
íslendinga aö lenda inu í þær kyrkjur.
Og ef lúterska kyrkjan er sú eina rótta,
og fólkið bæði fróðara og betra í henni
en öðrum kyrkjum, þá má vera mikil
skammsýni hérlendra manna að sjá ekki
það. og ganga tafarlaust inn í hana,
Nei, þetta er öðruvtsi. Hérlendir menn
finna ástæðu til að senda trúboða inn í
lúterska söfnuði, en sneiða hjá Unitör-
um. Ég er hræddur um að það sé af
því, að þeir álíti þá nær því að vera
kristna menn bæði í orði og verki.
Að þeir Jónas voru vinalegri við
Unitara var aðallega af þvi, að þeir sáu
þar einskæran kristindóm og urðu þar
af skrattanum. Það hefði þó orðið hon- fyrir minni hnjóð en hjá lúterskum,sem
um mikil trúarbragðaleg uppgötvun og | 11PP til handa og fóta og rituðu í
kærkomin sjón, ef hann er eins kristinn
og hann lætur.
Og svo vík ég mér vestur yfir með|
Sk. Ég kem þar að sem hann segir að
þetta sé saga þeiirar hreyfingar, að fá
Vestur-íslendinga til að kasta guðstrú
og afkristna þá. Þetta er vel ort; að
Unitarar í Bandaríkjunum séu að fá
blöð sín sterk mótmæli gegn guðleysi
þeirra, og prestarnir hömuðust sveittir
á stólnum, á móti sínu eigin fólki með
sömu trúbrögðum, en að eins meiri hita.
Þessi mótróður lúterskra móti öðr-
um kristnum kyrkjum, er bæði
heimskulegur og illgjarn. Þeir sýna
með því að þeir unna ekki kristindómn-
Munið eftir Því
að beza og ódýrasta gistihús (eftir
gæðutn), sem til er í Pernbina Co. er
Jennings House,
Cavaliei', IV. Dak.
PAT. JENNINGS, eigandi.
Phone 177
Þegar þú þarfnast fyrir BRAUÐ af
hvaða tegund sem er, eða "candy” og
“chocolates,” þá láttu oss vita það
Hvað sem þú biður um verður flutt
heim til þín samstundis. Við höfum
altaf mikið að gera, en getum þó ætíð
uppfylt óskir viðskiftavina vorra.
W.J.
9
370 og 579 Main St.
KOL! KOL!
Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið.
Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið
Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið.
Wínnipeg Coal Co.
C. A. Hutchinson,
ráðsmaður
Vöruhús oj? skriftsofti á
Hlggina ag May sfrwimm.
Phone 700.
I