Heimskringla


Heimskringla - 26.05.1898, Qupperneq 2

Heimskringla - 26.05.1898, Qupperneq 2
Heiiskrinda. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 ttm árid (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- -m blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en Winnipeg að eins teknar með aSöllum B. F. Walters, Útgefandi. Office: Corner Princess & James. P.o. BOX 305 England og Bandaríkin Það m& kallast gleðilegt fyrir alla velunnara sannra framfara, að sjá og taka eftir hvernig hugir Breta og Bandamanna eins og ósjálfrátt dragast saman; einkum hefir það verið nú á síðari tímum, sem glöggt hefir mátt sjá þann bróðurhuga og velvild, sem hefir iegið til grund- vallar fyrir flestum viðskiftum þeirra En aldrei hefir það sést eins glögt, eins og einmit.t síðan að ófriðurinn hófst milli Bandamanna og Spánar, Það má svo að orði kveða að allir helstu skörungar Breta hafi kepst hver við annan um að geta látið í ljósi hluttekningu sína með kjörum Bandamanna og hafa þeir um leið að eins fært í orð tilfinningar alls fjöldans af þegnum hins hrezka rík- is. Einna mest áhrif hafa samt orð þeirra Salishury lávarðar og Mr. Chamberlains.nýlenduráðherra Breta haft á alþýðu manna, og mikil áhrif hafa þær haft á hin önnur stórveldi Evrópu, að því leyti, að þau þykjast sjá eins og í draumi framundan sér, hvaða þýðing það mundi hafa fyrir mörg þeirra, ef Bretar og Banda menn tækju höndum saman. Sérstaklega er það ræða Mr. Chamberlains, sú sem hann hélt í Birmingham fyrra föstudag, sem hef ir vakið stórveldin upp frá draumór- um sínum. Hann lét í ljósi í þess ari ræðu það álit sitt, að Bretar myndu áður en langt liði mega bú- ast við að mæta sameinuðum kröft- um sumra stórveldanna 1 Evrópu, og það væri því sjálfsögð skylda fyr ir þá að sameina krafta sína, og ný- lenda sinna sem bezt, og um leið treysta vináttuböndin milli sín og frænda sinna hérnamegin við hafið. Mr. Chamberlain sagði að stríð og blóðugir bardagar væri mjög svo leiðinlegt og hörmulegt, en með öll* um sínum blóðugu skelfingum væri stríð við óvinaþjóð sem ekkert, ef það gæti orðið til þess að fánar Breta og Bandamanna fengju að blakta báðir á sömu stöng, sækjandi eða verjandi rétt og háleitt málefni. Bretar haía eins og aðrir tekið eftir því, hve stórstígir Bandamenn hafa verið í framfaraáttina, og að það var að eins tímaspursmál, hve lengi þeir sjálfir yrðu viðurkendir sem hin mesta verzlunarþjóð heimsins, ef þeir þyrftu að keppa við frændur sína í Ameríku. Það hefir verið eitt af því sem kom Mr. Chamberlain til að tala eins ótvíræðlega eins og hann gerði, að hann hefir séð, að það var ekki ein- ungfs í stríði og styrjöld, sem þessar þjóðir hefðu stóran hagnað af sam vinnu, heldur miklu fremur á friðar tímum. Hann hefir séð það, að ef þær héldust í hendur og ynnu í sam- einingu, þá gætu þær á friðsamlegan hátt ráðið lögum og lofum nær því um heim allan. Þá væri ekkert það afl sem gæti kept við þær, hvorki í friði né ófriði. Slíkt ástand hlyti um leið að hafa betrandi áhrif á allan hinn mentaða heim. Hinar undirokuðu þjóðir, sem nú stynja undir keisaravaldi og hervaldi, myndu með tímanum fá næga djörf- ung og þekking, til þess að heimta réttindi sín. Þær myndu heimta að fá að lifa og þroskast undir sömu skilyrðum eins og Bretar eða Banda- menn, eða þá að öðrum kosti hrynda harðstjórunum algerlega af höndum sér. Hinir dramblátu keisarar og konungar Evrópu, ef þeir vildu halda hásætum sínum, yrðu þá að rýmka um böndin sem þeir nú þrælbinda þegna sír.a tneð ; þeir yrðu að veita þeim óhindrað tækifæri til þess, að beita öllum sínum kröftum og öllu sínn hugviti til góðs fyrir þjóðirnar, ef þær ættu að geta kept við hinai' meiri frg mfaraþjóðir heimsins,—hi’nn Engil-Saxneska kynflokk. Það er óefað álit margra hinna mestu manna nútímans, að samband milli Breta og Bandamanna, hlyti að mynda nýtt tímabil í sögunni. Það hlyti að hafa í för með sér, eins og vér höfum sagt hér að framan, ann- aðhvort mjög endurbætta stjórn, eða )á algert lýðveldi í mörgum ríkjum Evrópu. Vér vonum og óskum að bróður- böndin tengist enn fastar milli Breta og Bandamanna. Og vér erum þess fullvissir, aðafþví mundi leiða bless- un, frið og framfarir, ekki einungis fynr þessar þjóðir sjálfar, heldur fyr- ir allan heiminn. Posen-skurðurinn. Það er auðheyrt á ræðu Mr Chamberlains, að hann kann að sjá og meta það mikla afi sem liggur sem ósnortið hjá þjóð Bandaríkj- anna, hann kann að meta það afl, sem svo lengi er búið að liggja hreif ingarlaust og ónotað, að þjóðin sjálf er sér vart meðvitandi um að slíkt afl sé til; hann kann að meta það afl sem þrisvar sinnum er búið að sýna heiminum að það sé óbeygjanlegt; og hann kann að meta það afl sem nú með lítilli fyrirhöfn hefir eitt konungsríkið í Evrópu að leiksopp sínum. Hann sér og viðurkennir að það þyrítu ekki að líða margir mánuðir þangað til Bandaríkin heíðu útbúinn sjóflota, sem jafnast geti við flota hvers Evrópu stórveldisins sem væri að undanskyldum, ef til vill, brezka flotanum. Og hann eins og aðrir hlýtur nú að sjá, að þó Bandaríkja- menn samanstandi af mönnum frá nær því öllum þjóðflokkum heimins, þá eru þeir allir sem einn maður, þegar til þass kemur að verja heiður fósturlands síns. En það er einnig auðséð hvaða áhrif slíkt samband mundi hafa á heiminn í framfaralegu tilliti. Allir hljóta að viðurkenna að Bretar og Bandaríkjamenn skara langt fram úr öðrum þjóðum heimsins hvað dugnað og framfarir snertir. Það mundi því verða ósegjanlegur hagn- aður fyrir báðar þjóðirnar, ef þær gengu í sem nánast sambanu, og "eyndu heldur að greiða veginn hvor fyrir annari, heldur en að tog- ast á um hvað eina, eins og hefir Btundum átt sér stað fyr meir. Eitt af þeim málum, sem ollað hef- ir talsverðu umtali og óánægju meðal nokkurs hluta hinna íslenzku kjósenda hér í fylkinu, er hið svonefnda Posen- skurðarmál, En það mál er svo tíl komið, að nokkru fyrir fylkiskosning- arnar 1892 fann Greenwaystjórnin þörf á því, að tryggja sér atkvæði Islend- inga, sem búa í Alftavatnsnýlendu, til þess að koma Mr. Burrows þingmans- efni sínu inn á þing. En aðkvæðin voru því að eins vís, að stjórnin léti ein- hverja þóknun koma í staðinn. Hún vissi að landar vorir þar nyrðra höfðu allan á huga á því að lönd þeirra gætu orðið uppþurkuð og þeim arðmeiri til griparæktar, En það er aðal at- vinnuvegur þeirrar nýlendu. Stjórnin lét því lofa íslendingum því, að — ef þeir vildu fylgja þingmannsefni hennar að málurn við kosningarnar, þá skyldi hún láta grafa skurð einn mikinn í gegn um miðja bygð þeirra, er þurkaði upp löndin. Til staðfestingar þessu lof orði lét hún verkfræðing mæla út skurð stæðið, og samkvæmt þeirri mælingu átti skurðurinn að liggja um miðbik bygðarinnar og verða til hinna mestu nota fyrir ekki einasta þá búendur sem áttu lönd liggjandi að honum, heldur einnig fyrir lönd hinna sem fjær voru. Mönnum var talin trú um það, að þar sem áður voru fen og foræði, þar mundi strax og skurðurinn væri kom- inn, myndast skinandi fjölgresis harð- velli, svo að hver þuml. landanna sem áður var lítt eða einskis nýtur, mundi á svipstundu breytast í ilmsætar engj- ar og jurtareiti, og að við þessa stór- kostlegu breytingu myndu lönd land- anna vaxa svo í verði og áliti allra jarð- fróðra manna, að sveitin mundi á fáum árum verða þéttskipuð hinum beztu mönnum svo að vellíðan og auðsæld mundi framvegis umfaðma sérhvert ís- lenzkt mannsbarn þar í sveit og mundi þetta verða hinn stórkostlegasti og ó- gleymanlegasti minnisvarði hinnar á- gætu Greenwaystjórnar. Skurður þessi hinn mikli, sem öllu þessu áiti að koma til leiðar skyldi bera nafn sveit- arinnar, og heita “Posenskurður”, eð& “Posen Canal”, því að ásamt því a3 þurka upp löndin, átti hann að verr nokkurskonar þjóðvegur til að- og frá- flutninga. Þeir sem vildu sér til dægra- styttingar skemta sér við fiskiveiðar í Manitobavatni, þurftu ekki annað ei að vinda upp segl að morgni og komi heim hlaðnir að kveldi og var það ekk- ert smá hagræði fyrir bændur þarí nærliggjandi héruðum. Reyndar voru þeir nokkrir, sen leyfðu sér að efast um fullan framganj; þessa fyrirtækis og þennan mikla á- rangur af því, svona alveg strax. Þeir höfðu alizt upp heíma á íslandi og ekki átt góðu að venjast, og sízt af ölln höfðu þeir nokkra reynslu fyrir slíkrí dásamlegri umhyggju af hendi valds' mannanna þar á landi. En það va: fljótlega þaggað niður í þessum mönn- um. Þeir voru látnir skilja það, aí þeir væru ekki annað en ómentaðir “emigrantar”, og hefðu ekkert vit 4, landsmálum eins og þeim hagaði til hér í landí, og að þeim bæiiallsekki að draga neinn efa á hina dásamlegt umhyggju sern Mr. Greenway ber fyri þegnum sínum hér í Manitoba. Þeir skyldu að eins lofa því, að kríta kross inn við kosningaborðið fyrir aftan nafa Greenway kandidatsins, og svo kæmi skurðurinn eins og af sjálfu sér: löndia þornuðu. bygðin blómgaðist og þei sjálfir yrðu ríkir, Það mun óhætt ad fullyrða, að þessar fortölur böfðu þaa áhrif að talsverður meirihluti kjósendt í Alftavatnsnýlendunni hafa greitt at- kvæði með Mr. Burrows víð kosning arnar. Enda náði hann fleirtölu at- kvæða, og gerðist þingmaður landa vorra þar í sveit. En svo leið tíminn. Burrows komst á þing, en Posenskurðurinn kom ekki Landar biðu með þolinmæði í þrjú heil ár. En skurðurinn kom ekki að heldur Löndin héldu áfram að vera blaut, fen og forræði voru í sarna stað og áður, en barðvelli og háslétturnar létu ekkert á sér bera. Það leið að næstu almennum fylkiskosningum, er skyldu fara fram 1896. Það var enginn efi á þvi, að kosningarnar mundu fara fram á rétt um tíma. En skurðurinn virtist enn þá vera í eins mikilli fjarlægð sem að hann hafði nokkru sinni áður verið Þetta sveið landanum. Honum leidd ist þóf þetta, og hann varð óþolinmóð ur, og gerðist nú kurr mikill íbændum þar í sveit, og það rak að því að þeir þeir færu að haldaóánægjufundi. Nefnd ir voru kosnar er skyldu fara,—og fóru til Winnipeg. Það var hið mesta úr valalið þar úr sveitinni. Þeir gengu fyrir Mr. Greenway og hirð hans aila og ráku þar erindi sitt röggsamlega Kváðust þeir ásamt með sveitungum sínum hafa verið á tálar dregnir með skurðloforðum. og létu á sér skilja að ef stjórnin efndi ekki loforð sitt i þessu máli, þá myndu bændur þar ytra al ment taka upp það ráð að fylgja fram vegis sannfæringu sinni við kosningar S jórnin veitti þau andsvör, að hún hefði ekki að svo stöddu efni á að tak ast svo stórkostlegt verk í fang, enda hefði hún sem stjórn ekki bundist nein- um loforðum um að byggja skurðinn á þeim tíma sem sendinefndin vonaðist eftir honum, En hún kvað að hún á liti verkið nauðsynlegt, og að það mund verða gert einhverntíma ! Nefndin fór nú heim og kvað sínar farir ekki slétt- ar orðið hafa. TJndirtektir stjórnarinn ar hinar daufustu um framkvæmdirí bráðina. En bændur þar voru íslenzk- ir, “þéttir á velli og þéttir í lund”. Þeir sendu aðra jiefnd til höfuðstaðar ins og sögðu nú stjórninni, að þeir mundu allir fara úr sinni Liberal póli- tisku sannfæringu og íklæðast andstæð ingagerfi, ef þeir fengju ekki skurðinn tafarlaust, Þetta þoldi stjórnin ekki. Hún sendi ráðgjafa opinberra verka tafarlaust út í Posen-sveit, og þar lof- aði hann i eigiú persónu fyrir hönd Greenwaystjórnarinnar, að þeir skyldu fá skurðinn þá strax, ef þeir vildu enn þá vera í Liberal-sannfæringunni um stund eða þartileftir næstu fylkiskosn- ingar, að ininsta kosti. Svo var fenginn nýr verkfræðingur til að mæia út skurðstæðið að nýju, en þó ekki fyr en eftir kosningarnar 1896. Þá var búið að fleka íslendinga skamm- arlega við tvennar kosningar á þessu skurðfargani, svo að þeirra þurfti ekki framar ^jð í bráð. Það var því óhætt að liaga skurði þessum og vinnunni við hann eingöngu eftir höfði stjórnarverk- fræðingsins, án nokkurs tillits til þess, hvort hann kæmi íslendingum að not- um eða ekki, og það var gert. í staðinn fyrir að lát.a skurðinn liggja um miðja íslenzku bygðina, þar sem hann hefði getað orðið þeim að talsverðum notum, þá komst verkfræðingur stjórnarinnar (sem sjálfur býr þar ytra) að þeirri nið- urstöðu, að heppilegast væri að hafa skurðinn svo míium skifti fyrir sunnan alla íslenzku bygðina, til þess að áreið- anlegt væri, að hann gæti ekki orðið nokkrum bónda þar að hinum allra minstu notum, og var hann þvi látinn liggja frá 1 til 3 mílur fyrir sunnan ís lenzku bygðina, þar sem hann gerir gagn að eins til að þurka upp land verk- fræðings þess sem mældi hann út, og bróður hans, því þeir eru báðir góðir Liberalar. Én þessi skurðgerð er alger- lega gagnslaus íslenzku bænd-. aum aa öðru lej en því, að m-Kkrir þeirra fengu ta. jrð vr • við »ð ^raiahann og var þa^ L mrðar hagnaður fyrir þá a sem gu var sá galli á góðu þingi, að allmargir þeirra manna sem höfðu atvinnu við þennan skurð, hafa ekki ennþá fengið borgun fyrir þá vinnu nema að litlum parti, og sumir alls ekkert. Þess hefir oft verið farið á leit við stjórnina. að hún sæi um að þessnm fátæku verka mönnum væri borguð vinnulaun sin Eu hún skelti skolleýrum við því, kvað sér ekki bera að borga. þar eð skurður inn hefði verið unninn á “contract.” Þessir sviknu fjölskyldufeður leituðu fulltingis hinna islenzku liberölu stjórn málagarpa, en alt fór á sömu leið,— það ienti alt í undandrætti og svikum með kaupgjaldið. Bændur kváðust mundu leita aðstoðar Mr. Roblins og annara andstæðinga stjórnarinnar í þessu máli ef stjórnin sæi ekki sóma sinn i því að borga þeim fyrir vinnu sína. En þá var þeim sagt það, að ef Mr. Roblin hreyfði við málinu fyrir þeirra hönd, þá yrði það til þess, að sljórnin borgaði þeim aldrei neitt. En bændur sátu við sinn keip. Þeir létu hvorki kúgast né hræðast við hótanir hinna Liberölu Þeim þótti það alveg nóg að hafa verið sviknir á skurðinum, þó að þeir væru ekki einnig sviknir um vinnulaunin Enda reyndust þessar Liberal-sögur (eins og flestar slíkar)lygar tónar, því að það var þá fyrst þegar Mr. Roblin bar þetta mál upp á þingi síðast, að stjórnin skammaðist sin, og lofaði hún að sjá svo til, að þessum mönnum yrðu borg uð vinnulaun sín að fullu, og á Mr. Roblin þakkir skilið fyrir að hafa kreist það loforð út úr stjórninni. Að vísu er ekki ennþá farið að borga þessum mönnum, sem eru flestir annað- hvort atkvæðislausir menn eða Con servativar. En það mun mega telja víst að það verði gert einhverntíma, þó ekki verði það fyr en um næstu fylkiskosn ingar. Eftir annari framkomu fylkis- stjórnarinnar í þessu máli getur maður raunar hugsað sér, að hún dragi að borga fram að þeim tíma, og brúki það þá fyrir keyri á Islendinga, að ef þeir ekki greiði atkv-æði með henni—hver einasti maður—þá skuli hún stela af þeim vinnulaununum. B. L. Baldwixsox. Ha waii-eyj arnar. Lýsing á eyjunum og innbúum þeirra og atvinnuvegum þar. Eftir (J. (>ooilniaii. borgun fyrir þess ’-innu sína En pao Niðurlag. Þar sem sykurræktin er hin helzta atvinnugrein hér, þá vil ég fara um hana fáum orðum Flestir lifa beinlínis eða óbeinlínis af henni hér ; mest alt láglendið, þar sem jarðvegur er góður og vatn nóg, er undir sykurreir. Þessi ræktun var ekki byrjuð fyrir alvöru þar til 1876, eða eftir að eyjarnar fengu hið svonefnda “Reciprocity Treaty" og hráu sykri var leyft tollfrítt héðan inn í Bandaríkin, og þessvegna meðfram eru nú eyjarnar að berjast fyrir inngöngu í Bandaríkin. að þeir óttast að missa þau hlunnindi sem hafa gert marga hér milí- ónera. Það er sagt að hér fáist þrefalt meira sykur af ekrunni en í Louisiana. Sem dæmi þess hvað sykurræktin gefur af sér, má nefna næstu “plantation” hér er byrjuð var fyrir 9 árum ; hún liggur 17 rnilur héðan út með brautinni. Það er hlutafélag sem á hana og þegar þeir byrj-iðu var hluturinn 8100, en nú er hann $300 virði ; hún nefnist Ewa og er hér sem fyrirmyndarbú að öllu. Alt er þar ræktað með “artesian” brunnvatni; er vatn þetta hið ágætasta, kalt og tært og laust við allar bakteríur. Sykurreirinn þarf eitt ár til að vaxa og lítur hann út sem mais á öllum þroskastigum, vex hann í 10 ár upp frá rótinni, en eftir það verður að planta upp á nýtt. Bezti reirjnn er valinn til útsæðis og eru sumir hér sem að eins rækta reirfræ. Fyrst voru innlendir menn notaðir við þetta starf, að plægja og hirða um akrana, en vegna þess hvað það fólk er óáreiðanlegt og seinvirkt, þá voru Kínverjar fluttir inn hingað. Fyr- ir 15—17 árum síðan voru 1300 af Norð- mönnum og Þjóðverjum flutt inn hing- að. Það fólk gafst misjafnlega og flest af því þekti ekkert til landræktar. Það var ráðið upp á contract fyrir 3—5 ár : fékk það frian flutning hingað, húsnæði hér, læknishjálp og eldivið og $16—$20 um mánuðinn, og landblettur gefinn á sumum stöðum þeim er þess æsktu. Kvennfólk sem vildi gefa sig í þessa vinnu. fékk $10—$12 um mánuðinn. Það gafst ekki vel með margt af þessu fólki, svo landeigendur urðu fegnir að ónýta skilmálana löngu fyr en hinn á- kveðni tími var útrunninn. Eg held að helmingur þess hafi flutt til California meðan “boomið” var þar, fyrir 7—8 ár- um. Þó er það síðan að smátýnast til baka, því þau undur fylgja litlu Hawaii að flestir koma aftur sem hafa hér dvalið þó hér sé ekki gull eða aðra dýra málma að finna. — Þar næst var byrjað að flytja hingað Portúgiskt fólkfrá eyjunni Madeira, í Atlantshafinu ; nær 7000 var flutt hingað, en nú munu þeir vera hér yfir 14,000. Það er sparsamt og kyrlátt fólk, en mjög fáfrótt og fæst af því þekkir staf á bók, en úr því bætist nú óðum i g er hér af barnaskólum. i a „elje b-'ð 3Íðasta og versta af „ auttu fólkx, oaníta. Fyrir 8 árum byrjaði fyrst fl. 'ngur þeirra hingað. Þeir vinna i„-gódýrast, c fyrir að eins $12 að öðru ’ euði og sömu kji. - skýrt frá. Þeu draga fram lífið á $4—5 um mánuðinn, borða mest hrísgrjón og te og lítið af hvorutveggia. Hvítu fólki llkar betur öll viðskifti við Kínverja. Þeir lifa miklu betur hvað matarhæfi snertir og svo eru þeir áreiðanlegri sem verkamenn Það er sagt að Japinar þekki ekki neitt viðskiftasiðferði. Þeir hafa fjölda af smábúðum hér í bænum, og er óhætt að segja. að smærri verzlun er að helming í höndum Kínverja og Japana, og er t.d. öll verzlun við innlenda í þeirra hönd um. Allur þvottur er sjálfsagt starf Kinverja hér sem annarstaðar. Öll hús- verk meðal ríks fólks eru unnin af Kín verjum og Japönum. Þá er að minnast lítið eitt á kaffi- ræktina. Það er nýlega byrjað að leggja rækt við hana hér og hefir gefist mis- jafnlega, því fáir kunnu til þesser byrj- að var. Kafifið vex á tré sem verður 25 feta hátt ef það er látið eiga sig. en því er haldið í skefjum svo 10—12 fet er veniuleg hæð þess. Það eru þrjú ár þar til baun vex á því. en 5-7 ár áður full uppskera fæst, sem er 3—6 pd. af trénu. Bezta kaffi er sáð í gróðurbeð og eru 2 þuml. á milli baunanna ; þar er það sex mánuði, en á meðan er landið hreinsað af öllum trjám og grasi ; síðan eru hol- ur gerðar, 2 fet á hvern veg, og moldin muliu vel og tágar og rusl tekið burt og er ho!a.n síðan fylt með jarðveg og plant an sett í miðja holuna. Ef landið er vot- lent eru skurðir grafnir um það. Alla tíð verður að halda þyí hreinu frá ill- gresi og lagfæra limina, og eru greinarn- ar beigðar á tvo vegu og standa beint út svo sól komist að jarðveginum. Einn maður getur að eins hirc um 10 ekrur, svo vel sé. Ekki þrífst kaffið á láglendi og ekki nálægt sjó og ekki of hátt, svo sjá má, að ræktun þess er ýmsum örð- ugleikum bundin. Það eru um 12,000 ekrur samtals hér undir kaffirækt og altaf bætt við, og. er það víst sú bezta atvinnugrein hér fyrir þá, sem hafaefni og þolinmæði til að halda sér að því. Land er selt og leigt hér af stjórn inni upp á ýmsa skilmála. Hefir hún landspildur hér og þar, einkum á eyj unni Hawaii og er það mest skógland Það kostar 8—15 dollara ekran eftir gæðum. en plöntuð með þriggja ára gömlu kaffi kostar ekran $300. Þá er að minnast á ástand Kana kanna. eða innfædda fólksins eins og það er nú. Hér um bil þriðji partur af því á heima hér í bænom eða í kringum bæinn. (Áður en því var leyft að kaupa víuföng, átti flest af því heima út um landsbygð). En þar sem flest vinnu brögð láta þeim illa, þá eru þeir auðvit að allir fátækir. Þeir hafa nú veðsett hér um bil síðasta landblettinn af því sem þeim tilhej-rði, og er sagt að þeir reyni aldrei að innleysa landið, úr því þeir hafa einu sinni fengið lánið. Þeir bera alls engar óhyggjur fyrir morgun deginum og þurfti enga guðspjalla- gauka til að kenna þeim það því það er þeim eiginlegt. Þeir skifta bróðurlega þessa heims góssi á milli sín og hafa ótal skyldmenni. Það er gömul vinaregla þeirra að skiftast á um krakkana, og er því stundum ekki þægilegt fyrir þá að rekja ætt sína. Þeir eiga ekkert orð er tákni skýrlífi kvenna eða þakklæti. Þeir hafa einlægar samkomur eða dansleiki og drykkjuveizlur, er þeir kalla “túan” og er ekkert til sparað að veita eftir föngum. Þjóðdans þeirra nefnist "hula- hula” og þykir vera heldur grófur Kristniboðar hafa reynt að fá þá til að leggja niður dansa sína, en hefir ekki tekist það enn. Hin svonefnda Taro- planta er þeirra aðal-læða ; það er líkt og stór gulrófa, hvít á lit og ræktuð á sama hátt. Þeir mylja rót þessa á flöt- um steini með barefli úr járnvið. gera svo deig úr mélinu, láta það síðan súrna og þegar borða skal þynna þeir það út með vatni. Þeir brúka fingurna í spón stað. Allan fisk éta þeir ósoðinn með ýmiskonar sjóslýi eða mosa. Steikt villisvín eru í mesta afhaldi hjá þeim ; hundar eru aldir til sláturs á laun, þv; þeir vita að hvítt fólk hefir viðbjóð á þeim sem fæðu. Alt er þetta fólk les- andi og skrifandi á sitt eigið mál, og fjöldi talar ensku, eru þeir fljótari að nema að meðaltali á skólunum en aðrir þjóðflokkar. Hér eru tveir skólar fyrir þetta fólk, sinn fyrir hvort kynið, og eru þeir því nær ókeypis, $50 um árið fyrir kenslu, fæði og húsnæði. Auk al mennra fræðigreina eru þar kend ýms handverk ; stúlkurnar læra húshald og matartilbúning og drengirnir t.ré- eða járnsmíð o. fl. Einkennilega er Kanaka þjóðin söngfróð, og spila þeir allflestir á gítar ; “The Native Band,” sem ferðað- ist um Bandaríkin fyrir nokkrum árum, fékk 1. verðlaun í San Francisco. Margt af þvf er laglegt tilsýndar, flest heldur stærra en hvítt fólk, með mikið og slétt kolsvart hár. Víst er það, að stúlkurn- ar eru betur vaxnar og liðlegri á fæti en hinar hvítu systur þeirra. Sumu af nú- tiðar mentafólki hefir látið sér vel líka háttu þessa fólks, þar á meðal R. L. Stevenson, skáldsöguhöfundur, og hið svonefnda "fjallaskáld” Californiu (Poet of the Sierras) Joaquin Miller, Kate Field og fleiri. Stevenson átti hérheima af og til; heimili hans var á Samoa- eyjunni; hann talaði máli þeirra og lifði eins og Kanaka að fiestum hætti, Bærinn hér mun telja 25—30 þús. “ 'illu samtöldu. Tekur hann j jr 6 miiu. trandlengis, en er nokkuð mjór, því fell lítið, 500 feta hátt, skerst út frá- aöalfjöllunum og út í bæjarstæð- ií' Flest af ríkarr fólkinu hefir stór- ■i, garð i kring um hús sín, og alt er plantað ýmiskonar skraut-trjám „ 70 yfir að lítr er bærinn að sjá sem einn stór aldingarður, lýstur með raf- magni. Fegurst allra blóma hrr er hið fagra “Victoria regía” blóm. Það er hárautt að lit og vex á stórum trjám, sem eru alsett þúsundum af þessum yndisfögru blómum. — Flestar bygg- ingar hér eru að eins tvíloftaðar, en þó eru nú í seinni tíð bygðar nokkrar tví- loftaðar og ein 5-loftuð er nú í smíðum. Fólk hér er mjög gefið fyrir að baða sig og sinda í sjónum, sern er altaf um 75 gráður, vetur og sumar. Hér koma við 4 gufuskipalínur, auka seglskipa og ó- reglulegra gufuskipa. — Fargjald tij Ameríku er $25 á 2. plássi, til San Francisco eða Vancouver, en $75 á 1. plássi, og er vegalengdin um 2000 mílur. } Photo= ígraphs * * * Það er enginn efi á því að A vér getum gert yður á- \ nægða bæði hvað snertir \ verðið og verkið. PARKIN— ^ ^ 490 flain St. BEN SAMS0N, —J árnsmiður.— <^West Selkirk, Man. Gerir við og smíðar að nýju vagna, sleða, “bugy’s,” “cutters,” reið- hjól, byssur, saumavélar og yfir höf- uð gerir við flest sem aflaga fer, svo það lítur út sem nýtt væri Hann selur einnig tvær tegundir af Steinoliu með mjög lágu verði Stríðs-kort. af heiminum með landafræðislegum upp lýsingum um Cuba, Spán, Bandaríkin, Puerto Rico, Kanari-eyjarnar, Cape Verde eyjarnar, Havanahöfn, Tortugas eyjarnar, Key West, Philippine eyjarnar o. s. frv.; þetta er Ijómandi fallegt og stórt kort og ættu allir að eignast það. Verðið er að eins 10c., í silfri eða frí- merkjum. Ágæt mjmd af Bandaríkja- herskipinu “Maine” lOc. Hnappa með Baudaríkja og Cuba-flöggum, lOc. Alt þetta frítt sent fyrir ein 25c. ' J. LAKANDER, Maple Park, Cane Co., III., U.S.A. Canadian Paciíic Railway. Austur yfir stórvötnin Mikið niður- sett fargjald. Þessi gufuskip fara frá Fort William. Alberta hvern Föstndag Atliabasca hvern Sunniíd. Manitoba hvern Þriðjud. Lestin kemur frá Winnipeg til Fort William kl. 8.50 e. h. hvern Fimtudag, Laugardag og Mánudag. Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 " 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1,10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvem af keirurum vorum og verzlið við hann.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.