Heimskringla - 14.07.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.07.1898, Blaðsíða 1
neimsknngla. XII. ÁR WINNÍPEG, MANITOBA. U. JÚLI 1898. NK 40 STRIDID. Síðan Hkr. kom út st'ðast, hefirh'tið markvert borið við í strlðinu. Shaf^* hershöfðingi hefir verið að smásflR skipanir til Toral hins spánska hershöfð- Ingja í Santiago að gefast opp, en hann neitar stöðugt. Shafter hikar við að skjóta á bæinn samt, því hann sér þær voðalegu afleiðingar, ef landherinn og sjóherinn ynnu að því í félagi. Sm&bardagar hafa átt sér stað dag- lega svo að segja. og hafa Spánverjar hrakist undan i öllum þeim viðureign- um. Bandamenn færa sig með hægð altaf nær og nær hinum spánska höfuð- stað. Fréttsú sem barst hingað í síðustu viku og sem vér settum i Hkr., um það að Dewey hefði tekið Manila-bæinn 1. Júlí. reyndist ósönn. Hann áleit ekki tíma kominn enn þa til þess að taka bæinn meðan að alt lið hans var ekki komið. Hann vill vera alveg viss um að hafa nægan liðsafla til þess að geta séð um að uppreistarmenn fremji ekki nein hryðjuverk, þegar Spánverjar í Manila komast í hendur þeirra. Floti Bandamanna eftir hinn á- gæta sigur við Santiago yfir spánska flotanum, gerir ekki annað en skemta sér. Commodore Watson er búist víð á hverjum degi að leggi af stað til Spánar með flota sinn. Hann mun eiga að fá mörg beztu skip Bandaríkjanna í flot- ann, svo sem : Iowa, Oregon, Massa- chussetts, New Ark. Minneappolis, Xew Orleans og ef til vill fleiri. Maður gæti trúað að Spánverjar vöknuðu við illan draum þegaa Watson ber að dyrum hj'á þeim. Xaumast leiðréttingarvert. Herraritstj. Heimskringlu. Út af dálítilli fregngrein er stóð i síðasta blaði Hkr., viðvikjandi hag For- ester-stúkunnar ísafold. No. 10181. 0. F.,hefir fæðst. alveg þóað astæðulausu. ofurlítill misskilningur meðal 'lýðsins'. og hefir mér verið falið að leiðretta hann í blaði yðar, fyrir stúkunnai' hönd. Það sem þér setrið í fregninni er auðvitað orð fyrir orð alveg eins satt og orð geta verið, en í sambandi við það. er þér getið þess. að margir af meðlrmum, sem gengu inn í stúkuna á slðasta fundi, hefðu áður verið meðlim- ir félagsins Mutual Reserve (sem nátt- úrlega var satt) og hætt við það félag, hefir 'óupplýstum almúganum'' skilist að einhver t. a. m. af emliættismönn- um félagsins eða stúkan í heild sinni 'hafi sent yður þessa fregu og orðað hana þannig í því skyni aðdraga hugi manna frá hinu fólaginu (Mut. Res.) og jafnvel til að draga meðlimi út úr því. Eins og þér vitið. hefir enginn embætt ismaður stúkunnar átt neinn þátt í því, að senda yður þessa saklausu grein, og það sýnist naumast vera ''flóna færi", að draga svona hugmynd út úr jafn ó- flókinni grein, ,en þó hefir það lánast. Þar af leiðandi óska ég að mega lag- færa þen.nan misskilning, með því—ég vona eitt skifti fyrir öll—, að lýsa yfir því, að samkvæmt lögum og reglum Foresterfél,, sem og að ítrekuðum á- minningum aðal forstöðumannu þess, er hverjum Indipendent Forester sið- ferðislega bannað að snilla fyrir öðrum félögum, eða á nokkurn hátt að telja meðlimi þeirra á að hætta við þau. Hitt er enginn sök talin, þó öllum sé gert að gengilegt að kynna sér sjálfii- kosti þá sem foresterfélag þetta hefir fram yfir önnur lífsábyrgða og hlunninda félög. Á það er og lögð mikil stundun að um bæta félagið svo að það verði sem allra lengst á undan öllum öðrum fálögum af sama eða líku tagi. Þeir 30 nýir með limir, sem Isafold bættust á 2 síðustu mánuðum, Maí og Júní, sem og allir þeir er enn eru óteknir inn, en lagt hafa fram inntökubeiðni (application) í stúk- una, vitaþessar reglur félagsins og eru hér með ámintir um að mnna þær. Um leið og ég, herra ritstj., læt yð- ur í ljósi þökk fyrir hverja vinsamlega fregn er þér hafið fært og framvegis munuð færa í sambandi við stúkuna ísafold, er ég yðar rueð virðingu, J. ElNAIiSSOX. R. S. stúkunnar ísafold. Frjettir. Markverðnstu viðburðir hvaðanæfa. Senatið í Washington er búið að samþyk^ja inntöku Hawaii-eyjanna i sambandið, og McKinley forseti er bú- inn að staðfesta það með undirskrift sinni. Nokkrar herdeildir verða sendar nú þegar þangað og er búist við að þær verði látnar þar eftir, McKinley forseti hefir tilnefnt 3 þingmenn. seni fara til Hawaii-eyjanna og sem eiga í sambandi við forseta eyjanna, Mr. Dole a'"> mynda stjórn þar og setja alt á laguirnar, samkvæmt lögftm Banda Bandaríkjanna. Leo páfl hinn XIII. er hættulega veikur um þessar mundir. Sagt er að ófriðurinn niilli Spánverja og Banda- manna hafi haft töluverð áhrif á heilsu- far hans. Læknar þeir er stunda hann telja óvist að hann lifi nógu lengi til þess að sjá frið. En það er það >em hann þráir mest. Rikisstjóri McCord í Arizona hefiv fensiið lausn frá embætti sinu til þess að geta gengið í sjálfboðaiiðsdeild. sem nú er verið að mynda þar í rikinu. — Annaðeins og þetta sýnir glöggt hvem ig ættjarðarástin i Bandaríkjunum gengur á undan öllu öðru hjá þeim æðstu sem þeim lægstu borgarar þeirra. Tvö gufuskip, Newfoundland og Regulus, lögðu af stað frá Halifax á sunnudaginn hlaðinn vistum; er búist við að þau æth' að reyna að komast inn á einhverja höfn á Cuba, fram hjá varð skipum Bandamanna. Þau fengu samt skipspapptra s-ína að eins til Samaica og Vera Cruz. Hinn s))ánski flotascjóri Cervera og 800 af liðsmönnum hans hafa verið fluttir norður á skipinu St. Louis. Er að Cervera og aðrir yfirmennirnir verði látnir vera í Annapolis, þar sem sj iforingjaskóli Bandaríkjanna er. og að þeir ver^i sem frjálsir menn. Hev- mennirnir er búist við að verði settir á Se.aoy-ey.iuua skamt frá Washington. Járnbrautarlest rendi á hestavagn seni ung stúlka keyrði og hafði hún 8 b irn í vagninum hjá sér. Eitt af börn- nnum dó. tvö meiddust mjög mikið, en hin g'ítu hent sér út úr vagninum áður en l"stin rakst á hann. Slys þetta vildi til bjá Grand Valley í Ontario. Kafteinn McKenna, yfirmaður á b-ezku skipi nýkomnu frá, Porto Rico. S"gir að ástandið þar sé hroðalegt. Hungursneyð hin mesta; bann segir ennfremur að eyjarskegsrjar óski eftir því að Bandarfkin sigri Spánverja sem fyrst, því þeir þykjast sannfærðir um a^ þeir muui sleppa undan oki Spán- verja svo fljótt sem stríðið endi og fríð- ur verði saminn, Uppreistin i Kína er farin að verða nokkuð stórkostleg. Uppreistarmenn hafa þegar tekið 9 borgir og; sitja nú um Woo Chou. Þeir hafa rekið herliðið a flótta alstaðar þar sem þeir hafa barizt. Spanska ráðaneytið er búið að segja af sér aftur, og er búist við að Sagasta í sambandi við drottninguna myndi nýtt ráðaneyti hið fljótasta. Óeyrðir eru hinar mestu k Spáni, og ekkert gæti verið hættulegra fyrir stjórnina en að láta þjóðina sjá að hún ætti ervitt með að mynda ráðaneyti. Kosningaúrslitin I Britieh Colum- bia urðu þau að stjórnin tapaði. Eftir síðustu fregnum aðdæma standa flokk- arnir þannig: Stjórnarsinnar 15. and- stæðingar stjórnarinnar 19 o« 2 óháðir: eftir að heyra frá 2 kjördæmum. Eldur kom upp í bænum Riasan, skamt austur af Moscow í Rúislandi. Meirihluti bæjarins er algerlega eyði- lagður. íbúatala var um 30,000. Skað- inn er sagður að vera svo tugum mili- óna rúbla skiftir. Fimtán menn biðu bana í púður- verkstæði i New York k þriðjudaginn og margir meiddust stórkostlega. Var ætlast til að verkstæðið springi alt í loft upp, því dynamite-kula hafði verið komið inn í bygginguna á hentugum stað. Önnur sprenging atti sór stað fyrir nokkru síðan í sama verkstæðinu og mistu 6 menn lífið, Hermenn hafa síðan verið á verði kringum byggingu: a en ekki verið nógu aðgætin"'-- Fréttir frá Montreal segja, að sök- um ákaflesis hita er sé þar á hverjum degi, þá sé roeira um veikindi, einkum á börnum, heldur en nokkru sinni áður. Fjöldi af börnum deyjfl |)ar á hverjum degi, og vikuna sem le ð dóu fieirib'ivn, heldur en þar hefir nokkurn tima átt sér stað. Þrjú flutningsskipin, sem færa menn, vopn og vistir til Dewey, eru nú komin til Manila. Skipin eru þessi: City of Sidny, City of Peking og Aust- ralia. Þau byrjuðu að afferma sig 1. Júlí. Herskipið Charleston fylgdi þeim alla leið. Þau komu við k Ladrone- eyjunum, sem eru eign Spánverja. og tóku hermennirnir landstjórann og alla hans embættismenn fasta og tíuttu þá með sér til Manila, en skildu eftir marga af sínum mönnum þar. til þess i.ð haldareglum, og ef þyrfti að sjá um að Spánverjar næðu ekki eyjunum aftur. Dewey hefir tilkynt j'firmönnunum á þýzku herskipunum ». Manila-höfn.að þeim sé betra að skifta sér ekkert af viðureign sinni við Spánverja, þvi hann hlyti að álíta það óvináttumerki, sem auðveldlega gæti leitt til þess, að hann yrði að skjóta á skip þeirra. Flotastjór- iun þýzki svaraði með mesta fagurgala, að sér kæmi ekki til hugar að gera neitt nema með samþykki og leyfi Deweys. Sagðist hann einungis vera þar kominn til þess að vernda þýzka borgara, ef á þyrfti að halda. Síðan hefir frétst að liann hafi sent 3 herskip sín í burtu og eru þá eftir tvö. Charles Lewis, 17 ára gamall sonur hótelseiganda í Stratford, Ont., féll út um glngga á svefnherbergi sínu sofandi á aðfaranótt laugardagsins. Hann hafði dregið rúm sitt fast út að glugg- anum um kvöldið er hann háttaði, því hiti mikill hafði verið um daginn ; en í svefnórum sínum hafði hann bylt sér út um gluggann. Hann meiddist töluvert á hægri handlegg og nokkur rif brotn- uðu ; er talið óvíst um líf hans. • Dúfa var notuð sem fréttaberi á milli Chicago og 'i ¦ inn. Vegalenadin er 500 milur, og þá leið flaug hún á tæpum 12 klukknstund um. Dúfan er eifin J. Kempsí Toron- to, og er þetta sú fyrsta dúfa í Canada. sem hefir ferðast svona langt k einum degi. Tvö flutningsskip Bandaríkjanna. Iro,[uois og Cherokee, komu með 025 særða Bandaríkjahermenn frá Cuba í vikunni sem leið Þeir voru allir settir á hospítalið í Key West. Þaðan verða send nöfn mannannanna og staða. á- samt skýrslum yfir sár þeirra, beina leið til Washington. Hobson og hinir djörfu drengir hans 7, sem sökktu skipinu Merrimac í hafnarmynninu hjá Santiago. eru nú frjálsir og komnir til félaga sinna um borð á skipum Bandamanna. Spán- verjar fengus* loksúis til þess að skifta þeim fyrir aðra fanga, sem Bandamenn höfðu, á föstudaginn var. Þeir voru fluttir í gegnum landherinn, og þegar menn vissu hverjir fóru þar. glunidu við fagnaðaróp í heila hernum. Tveir menn mistu lífið ú fimtudag- inn var. skamt frá Lakefield í Minne- sota. Voru þeir að grafa brunn og ætluðu sér að brúka 1 pund af dyna- mite til þess að flýta fyrir, þegar þeir voru búnir að grafa nokkuð diúpt nið- ur. En áður þeir gætu látið það ofan í brunninn voru þeir að þjappa því í litla kollu; hafa þeir sjálfsagt farið held ur hranalegaað verkinu, því dynamitið sprakk í höndunum á þeim, Tættist annar þeirra sundur í smá agnir, setn þeyttust langt i burtu; hinn mistí báða fæturna og hægri handlegginn, og dó hann eftir hálftíma, Tvö skip. Florida og Tenta, eru kominn heilu og höldnu úr ferð til Cuba. Þau fiuttu vopn og vistir til General Gomez, sem hefir mikinn her- afla ekki all-Iangt fra Havana. Búist er við þegar Sentiago-stríðinu er lokið, að Bandamenn haldi þangað og í sam bandi við hann taki Havana. Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna Miles, með öllum sínum undirtyllum, lagði á stað frá Washington til C'irles- ton i Snður-Carolina á fimtudaginn; þaðan heldur hann til Cuba. Ekki býst hann við að taka við herstjóru þar, nema því að eins að heilsa General Shafters fari versnandi. Hann er mjög heilsulasinn þessa dagana. Emil Zola, hinn franski rithöfimd- ur, iierir verið sektaður á uý um •"> franka og )>ar að auki 15 daga fangelsi. eða 8,000 franka sekt mnir. Fjallkonan um stríðið. Kunningjum Fjailkonunnar þykir henni vera farið að förlast, 02 komin á hana elliglöp. Það er ákaflega leiðin- legt fyrir menn sem einu sinni héldu af ¦uar Asmundssyni. að sjá liann setja fram aðrareins vitleysur, eins og nú evu í Ameríku-fréttum hans hér og hvar. Það er eins og maðurinn viti ekke.-t hvað hann er að skrifa um, eða hirði ekkert um hvað það er sem hann setur í blaðið. Vér skulum taka til - það sem hann segir f Fjallkon- unni 9. Maí síðastl. "Þess er getið að Bandamenn hafi tekið kaupför fyrir Spánverjum áður en þeir sögðu þeim strið á hendur. Spánverjum var hægt að gera hið sama. en gerðu það ekki, og þykjast vera betri menn en svo að þeir lítils virði svo þjóðaréttinn". Hvenær hefir Spánverjum verið hægt að taka skip Bandamanna ? Er það ekki barnalegt að segja, að þeir hafi ekki viljað gera það, þar sem það er al- kunr.ugt að þá hefir alt af dauðlangað til að gera út ræningjaskútur, en aldrei þorað það, og að það er öllum heimi jafnkunnugt, að k Parísarfundinum þegar talað var um .og samið um að hætta sjóránum, þá voru Spánverjar einir þeirra fáu sem úr leik gengu; þeir vildu einmitt senda út ræningjaskip á ófriðartímum. Eða þar sem Fjallkonan segir að Bandamenn hafi skotið sprengikúlum fyltum steinolíu á Spánverja í Manila- bartlaganum. Það er ekki nokkur hæfa fyrir þessu, Ritstjórinn hefir látið ein- hverja kerlingarsöguna hlaupa með sig ur þegar liann ritaði þetta, eða fór öðru eins. osr harðari mundi honum hafa þótt kúlur Deweys, ef hann hefði veriðá skipum Spánverja þegar þær sprungu, en steinolíu gusa En þó tekur út yfir í Fjallk. 7, Júní. legir syo: "Það vakti mikla at- hygli að herdeild ein, sem í eru ein- göngu auðmannasynir frá New York, lOOOaðtölu, neitaði sakir hugrekkis- brests að berjast gegn Spánverjum". Þetta er svo mikil óhæfa, og það sýnir svo mikla vanþekkingu og kæruleysi um sannleikann. að það má ekki ganga þei'jandi fram hjá því. Það hljóta að vera Roosewelts Rough Riders, sem nú eru á Cuba. sem hér er átt við. En ef þeir vissu hvað ritstj.Fjallk.segirumþá. Þá mundi hollara fyrir hann að vgrða ekki a vegi þeirra. Varla mun hann svo hermannlega vaxinn eða ægileílur í gjón að sjá, að þeir rynni frá honum.— l'etta er svo mikil fásinna og lýsir svo átakanlega hinni nauðaiitlu þekkingu. sem sumir hinna he.lztu Islendinga heima hafa á Bandamönnum, og það hefði engu 7 ára gömlu skólabarni um þvera og endilanga Ameríku komið til hugar að sýna fávizku sína með að láta aðra eins heimsku og þetta uppi við nokkurn mann. Þessi herdeild sem Fjallk. talar um, er einmitt álitin að vera lang-djarfasta sveitin í heila hern- um, og hún saman stendur af úrvals mönnum. Enginn má þar minni mað- ur vera en (i fet á hæð. Og þessir auð- mannasynir. sem allir hafa verið ýmist á, Harvard. Cornell eða Yale hástfólun- um, hafa haft hinar beztú líkams æf- ingar og skarað fram ;úr í öllum att- raunnm. Hinn hluti deildarinnar eru hinir alkunnu 'Cowboys' (hjarðmenn) úr vesturríkjunum. Þeir eru svo þekt ir yfir heim allan fyrir snarleik, hreysti og djörfung, að meira þarf ekki að segja um þá. Shafter hershöfðingi seg- líka um þá, að hvergi fáist betri her- menn í heimi. Við Santiago genguþeir berserksgang k undan öllu liðinu og sópuðu Spánverjum fyrir sér, þó marg- falt liðfleiri væru, Ekkert stóðst við þeim. Ritstj. skal vita það, aðþað þarf nokkuðtilað skara framúr, þar sem menn sýna aðra eins hreysti og Bandamenn hafa sýnt, og þar sem var að keppa við aðrar eins hersveitir eins og 21. New York herdeildina; sem stóð mmmmmmmm*mmmm*m*mmmmmmmmm* | Gjaldþrota=Sala. * ^^^^ * í*t Vér erum að selja út hinar miklu byrgðir af fjfc * Stísrvélum 02; skóm m i m sem Thos. H. Fav hafði að 558 Main St, og sem voru $12.450 virði. * m ------------------— m 3»F Svo höfum vér og eihnig aðra stórsölu að SJ55Í Jlain St., þar sein 1(F m m m # i F. Cloutier hafði hina stóru búð sína, fulla af hinum beztu Karlmanna- og drengja-fötum. f # # # Þessar vörur allar voru keyptar fyrir 60J cent dollars virðið # (raiðað við heildsölu verð), og vér ætlum að selja þær svo ddýrt, # að hver einasti maður sjái sér hag í að kanpa af okkur. ^* # # # # # # # # # Munið eftir búðunum J Skor og Stigvjel 558 Main Str. | Fatnadur 252 Main Str. é _____ _____ | P. FINKLESTEIN. i eins og óbifanlegur steinveggur undir kúlnadrífu Spánverja, til þess aðvernda stórskotaliðið, sem var að koma fall- byssum sínum í lag á bak við þá, og sungu á meðan þjóðsöng sinn með stakri ró, og sem með hinni sömu ró gerðu áhlaup móti ginandi fallbyssu- kjö]itunum og kafþykkri kúlnahríð Spánverja; þegar þeir tóku eina hæð- ina eftir aðra og eínn víggarðinn eftir annan, alt inn að takmarkum Santiago Það þarf hrausta menn til þess að skara fram úr öðrum eins drengjum, en það gerðu Roosewelts Rough Riders, sem ritstj. Fjallk. vill leggja bleyðiorð á bak. Hann ætti nú sem allra fyrst að hiðja lesendur sína hinni glæpsamlegu og ónáttúrlegu heimsku sem hann hefir borið á borð fyrir þá í þessum stríðsfrétturn sínum. Frá löndum, MILTON, N. D., 7. JÚLÍ 1898. Tíð .rfar hefir verið hér með bezta móti í sumar og eru landar yfirleitt mjög ánægðir með útlit fyrir hið kom- andi uppskeru ar, og sama er a"ð segia um heyskapar horfur manna. Mentalíf er hér fjörugt. Margir ungir menn eru á góðum vegi með að verða færir menn, en lítið legaja þeir rækt við íslenzku, en eru ræðumenn liprir á enskri tungu, Allir kaupa hér AVinnipeg blöðin íslenzku. Flestir segja að Heímskringla sé mikið skemtilegri og kurteisari í ritun en Lögberg, nema hvað strðngustu kyrkjumenn kunna að segja að Lögberg sé ekki verra, en sanngjörnum mönnum þykir þá Lög- bergi hælt alt of mikið. — Nokkuð er hér keypt af íslenzku blöðunum að heiman, og líka mönnum þau misjafnt, en sérstaklega fékk þetta fyrsta hefti af Sunnanfari góðar viðtökur, þó að stöku menn væru búnir að fá mjög háa hugmynd um Grettis-ljóð séra M. Jochumsonar, og aðrir sem búnir voru að fá ranga hugmynd um hinn marg- umtalaða fyrirlestur Jóns Ólafssonar. — Hér eru nokkrir ungir menn og svo stúlkur, se.v. hafa mikinn mentahug og eiga sjálfsagt mikla og góða framtíð fyrir höndum, svo framarlega sem þau haldadjarft í sama horfið og gefastekki upp. Hér er ágætt lestrarfélag í bygð inni til uppbyggingar fyrir alla þá sem vilja. Bindindismál eru hér i góðu lagi, síðan Miss Ó. Jóhannsdóttir kom hing- að síðastl. vetur. Hér var síðar mynd- uð Good Templar stúka, nú með 50 meðlimum; reyndar höfðum við ekki bráða þörf fyrir þá stofnun, því hér voru alls engir drykkjumenn. Með beztu óskum til ritstj. og Heimskringlu. A. J. S. KATHLEEN, B, C, 27. JÚNI 1898. Stuttu eftir að ég ritaði frá Vernon fluttum við Svb, Loftssontil Peachland: smíðuðum 'dalla' og fluttum þar k alt fólk og farangur. — Það var byrjað að byggja Peachland í vor. Eru þar nú 1 i hús og ntkkur fleiri verða bygð í sumar. Ég keypti lóð og kom upp húsi. — Peachland er fast við Okana- gan-vatnið að vestanverðu; er þar að- alstöð Canadian American gullnáma- fdlagsins. Hvort Peachland á nokkra framtíð fyrir hendi er alt undir því komið hvernig námurnar reynast, — F.g fekk strax vinnu eftir að ég kom til Peachland. Kanp $2 á dag fýrir al- genga vinnu. Var ég ekki nema tvær vikur í Peachland; fór þaðan með nokkr um mönnum 24 mílur upp að námum; fóru þeir þar að byggja hús fyrir náma menn, og er ég matreiðslumaður hjá þeim, með $35 launum um mánuðinn. ið er uiikið álit á þessari Ke leen-námu, en svo vita mennekki hvern hún kann að reynast. — Landslag er hér Ijótt, alt bratt, skógi vaxið og grýtt. Með frara vatninu er sléttir blettir á stökn stað, og er þar hægt að rækta flestar aldina tegundir. — Fiski- veiði er sögð mikil í vatninu um tíma á haustin, annan tíma árs mjög lítil. — Þeir sem kunna að fara með byssu skjóta dýr ótæft, þvf hér er mikið til af þeim. — Gufubátur, sem C. P. R. félag- ið á, gengur eftir vatninu frá Vernon til Penticton þrisvar í viku; eru því samgöngur eins greiðar og þðrf er á.— —Okanagan-vatnið hefir ekki lagt i (i Ar, svo það hlýtur að vera mikill mun- ur á tíðtrfarinu hér og í Manitoba. Ef það eru nokkrir af míuum kunn ingjum, sem dettur í hug að flytja hingað. vil ég heldur rAðlegL'ja þeim að sera það ekki. Hér er ekkert að gera fyrir marga menn, en allar nauðsynjar dýrar, Th. Thorlakson. DANARFKEGN. Þriðjud. 28. f, m. andaöist ekkjan Sigríður Einarsdóttir að heimili sínu, IÖ9 Walter Str., hér í bænum. Sigríður sál. var 70 ára og 9 mánaða gömul. Hún var ættuð úr sveitinni Kjósá íslandi. Olst hún þar npp hjá foreldrum sínum og fluttist þaðan til RevkjavÍKur. Þar giftist hún Jósepi Helgasyni. Þau bjuggu á sjálfseignar- jörð sinni Hlíð í Norðurárdal. Eftir 11 ára ástríka sambúð misti hún mann sinn. Bjó hún síðan að Sveinatungu í Norðurárdal, þangað til hun flutti híng að vestur 1870. — Þau hjón eignuðust 3 börn. sem öll eru komin hingað vest- ur: I'orsteinn Jósepson. Cartwright, Man.; Mrs. J. Polson. 169 Water Str., Winnipeg, og Miss Þórunn Jósepson, sama'staðar. Eftir að Sigríður sál. kom hingað vestur var hún fyrst í Dakota og Nýja Islandi, en 10 seinustu ár æfi sinnar var hún hér í Winnipeg hjá dóttur sinni. Mrs. ,T. Polson. Fyrir 12 árum byrjaði sjúkdómur sa, er varð banamein henn- ar. að þjá hana. og bar hún þann kross með stöku þolgæði. Hún var jarð- sungin af séra Hafsteini Pétursyni i Brookside grafreitnum 30. f. m. Sigriður sál. var guðhrædd kona, trygglynd og vinföst; gestrisin og mjög góðgerðasöm, og vel látin aföllum, e» kyntust henni. — Blessuo veri minning hennar. Vinur hinnaf látnu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.