Heimskringla - 22.09.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.09.1898, Blaðsíða 2
íiííiMSKKÍNGLA. 2Ý. SEPTEMBER 1898 HeimskriDgla. Ferð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árid (fyrirfram borgað). Sent til fslands (fyrirfram borgað af kaupend- una blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir i aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með affóllum. B. F. Walters, Útgefandi. Office : Corner Princess & James. P.O BOX 305 Sækir í sama borf. Vér gátum þess í síðasta blaði voru að tiestir myndu hafa tekið eftir breyt ingunni sem varð á rithættinum á ritstjórnargreinunum í Lögbcrgi þær tvær vikur sem hr. Magnús Paul^on var einn við ritstjórn blaðsins. En svo sigldi aðalritstjórinn heim í Fjós- garð á sunnudaginn, og hefir þá fljót- lega tekið til starfa, en irangurinn geta menn séð í ritstjórnardálkum síðasta Lögbergs Vér lásum þessa dellu og reyndum að finna eina ein- ustu sctningu, eitt einasta atriði, sem væri nýtt eða nýtilegt, eitthvað sem Tryggur væri ekki búinn að japla á í fleiri mánuði. En sú leit varð til einskis. Þar kveður alt við sama tón. Sami óþverrinn, sömu lygarnar og sama vandræða krafsið yfir sín eigin skammastryk,—alt stendur í stað. Mannhatrið og óþokkaskapurinn knýr ræfllinn til þess að hrista úr klaufun- um einusinni í hverri viku, og reyna að ata náungann. En alt sem garm- urinn fær orkað er að sparka á básn- um og þeyta upp sömu forinni, sem er buin að sitja í vilpunni hjá honum síðan hann varð fjósamaður. Og svoer þessi uppskafnings gikk- ur að rausa um það í hverri viku, að þegar annir minki (!!) þá ætla hann að taka í lurginn á þessum og hin- um og fletta ofan af þeim ; eða að nu bráðlegageri hann mikilsvarðandi(!!) athugasemdir um eitt eða annað sem þá hefir ýft við kaunum hans. Jú, 6.1 gerir nú mikilsvarðandi athuga- semdir!' "Fílolog, pyt, og fjandinn !" Hér eru þeir Einar Ólafsson, B. L. Baldwinson og ritstj. Hkr., sem hann hefir lofað hvað eftir annað að hirta svo þeim yrði minnisstætt, en hirt- ingin kemur seint. Hann er þó Iík- lega ekki hræddur am að vendinum yrði snúið að hans eigin lendum ? Það er annars ekki til neins fyrir Trygg að geypa um hvað hann ætli að gera, því enginn maður markar lengur orð svikarans. Og honum dettur ekki í hug að svívirða þessa menn meira en hann er búinn, hann þohip. það ekk. Það er svo undur margt, bæði gamalt og nýtt, í hinum krókótta ætíferli tryppa-Tryggs, sem hægt væri að draga fram í dagsljósið ef mönnum biði svo við að horfa, og það er þessi meðvitund sem hefir að nokkru leyti haldið honumískefj- um hingað til. "Ilt er illur að vera." Lestu betur. í Canadafrét*um í síðasta Lögtergi er þess getið, að tekjur ríkisins á síð- astl. fjárhagsári hafi verið rúmlega hálfri annari miljón dollars meiri en útgjöldin, og að þetta þyki nokkuð nýtt í sögu Canada. En það er ekk ert nýtt í siigu Canada, að tekjur séu meiri en íttgjöldin, því að á árunum frá 1878 til 1875 voru tekjurnar alt af meiri en útgjöldin, og sama er að segjaum árin 1881, 1882, 1883, 1884, 1887, 1889, 1890, 1891, 1892 og 1893 Öll þessi ár voru tekjurnar meiri en útgjóldin. En hitt er satt, að þetta er í fyrsta sinn sem liberalstjóra í Canada hefir getað sýnt tekjuafgang, og það varð með því eina móti, að þeir afneituðu sinni fyrri heimsku legu fjármálastefnu og tóku upp stefnu Conservativa flokksins; eins og líka Toronto Globe, aðalmálgagn Liberala í Canada, sagði 3. þ. m., að flokkurinn hefði nú gert. En svo þagði Lögberg yfir því, áð til þess að geta sýnt þennan groða, varð stjórnin að heimta í innflutningstoll rúmar 122,000,000 á síðast fjárhags- ári, og er það $2,250,000 meira en Conservativar heimtu á sínu síðasta stjórnarári. Ekki heldur skýrði Lö'g- berg Ír4 því, að Laurierstjðrnin hefir aukið þjrjðskuldina um hartnær þrjár miljrinir dollara á árinu, svo að nú er þjóðskuldin komin upp í $264,- 086,357, eða rúmri hálfri sjöttu milj. dollars hærri en hún var þegar Lib- eralstjórnin tók víð völdum fyrir rúroum tveimur árum síðan. Út- gjöldin á siðastliðnu fjárhagsári voru $2,000,000 meiri heldur en útgjöld Conservativa á siðasta stjórnarári þeirra. B. L. Baldwixson. En vér viljum enn minna Sigtrygg á hinar borginmannlegu hótanir sem hann hefir haft við oss persónulega. Hann ætti nu að gera hreint fyrir sínum fjósdyrum, — annaðhvort að efna það sem hann hefir verið að fleipra með, eða biðja oss fyrirgefn ingar. — Ánnars er hann argasta mannskauð, sem ekki hefir vit eða þrek til neins, nema að hefja að 6- sekju árásir á heiðvirt fólk. Oss furðar ekki svo mikið á því, þótt Sigtr. Jónassyni leiki ilt orð til hr. Guðmundar Friðjónssonar. Eins ag menn muna, hefir Ijögberg verið að sletta til hans flórbalanum við og víð um alllangann tíma; en svo tók Guðmundur dálítið óþyrmilega 1 lurginn á Sigtryggi hér einu sinni í vor í tveimur íslenzkum blöðum, og munu þær greinar hafa komið illa við kaunin á hrúðurkarlinum.—("Oft fær grimmur hundur rifið skinn") — Það væri bezt fyrir kjafteininn að láta Guðmund í friði framvegis, því oss grunar að hann fái þar sína vöru selda, ef hann reyniraðelta viðhann illsakir. — Sigtryggur kemst aldrei með tærnar þar sem Guðmundur hefir hælana hvað snertir gáfur og ritfærni. Bvívirðing Canada- stjórnar. Blaðið "Calgary Herald" hefir ný- lega birt grein um ráðsmensku þeirra manna í Yukon, sem Laurierstjórnin hefir sett þar til að gegna embættis- færslu og sjá um almennt siðgæði þar nyrðra. Greinin hljóðar svo : "Hefði "Herald" haft nokkrar efa- semdir viðvíkjandi þeim sögum sem borist hafa úr Yukonlandinu um hina svívirðilegu framkomu stjórnaremb- ættismannanna þar, sem blöðin um þvert og endilangt Canada hafa sagt frá, þá hafa þessar efasemdir alger- lega horfið fyrir þeim sönnunum, sem Tér níi höfum fengið um þær sögur sem vér birtum í dag, og sem, þegar þær verða omótmælanlega sannaðar, eins og þær hljóta að verða við ítar- lega rannsókn, mynda fyrirverðan- legan kafla í sögu Canada. Þessar xögur eru þannig, að svo framarlega sena til sé í Canadaþjóðinni nokkur velsæmistilfinning,þá gefa þessar sög- ur út af fyrir sig nægt t'lefni til þesj að einn velþektur ríkisráðgjafl sé rek- inn frá völdum, og senda hálft dúsín af embættismönnum hans þangað sem þeir hefðu átt að vera komnir fyrir löngu—í fangelsi. "Sögumaður Heralds- -(af góðum og gildum ástæðum birtum vér ekki nafn hans að svo sttfddu, en tó'kum fulla ábyrgð á hverri staðhæfing sem hér er gerð)—er nýkominn frá Daw- son City. Hann fór þaðan um miðj- an Ágúst og hafði hann í nokkrar vikur áður en hann fór þaðan, unnið með og umgengist námamenn þar nyrðra, og ferðast um og skoðað hvern læk þar sem unnið er að gull- grefti. Hann talaði þar við leiðandi menn og safnaði þannig nákvæmum ogáreiðanlegum skýrslum um ástand- ið þar í gulllandinu. Þessi maður staðhæfir, að það sc alment álit fólks í Dawson og nærliggjandi héruðum, að stjórnarfarið þar só bið rotnasta og svívirðilegasta sem hugsast geti. Nálega hver eiuasti embættismaður hefir það fyrir mark og mið, að knýja mútur út úr mönnum þar. Það er orðið ómögulegt að fá þar skrá- setta góða námalóð, nema með því að mfita embættismönnunum eða gefa þeim ákveðinn part af námalóðinni. Eins er það alment aðmenn verðaað múta pösthúsþjónunum, til að fá út bréf sín. Þegar gull finnst við ein- hvern læk, þá eru námalóðir þar ekki fáanlegar fyr en að embættismenn stjórnarinnar og vinir þeirra eru bún- ir að hremsa alt sem nýtilegt er þar, fái námalóð sína skrásetta, þá er hon- um sagt að bíða 2—3 daga á meðan verið Bé að komast eftir því, hvort lóðin hafi málm að geyma og hvort hún sé áður ótekin af ððrum. Þegar svo námamaðurinn kemur í annað sinn, þá er honum sagt að hann sé of seinn. Honum er ekki leyft að sjá bækurnar, en þegar hann gengur fast að embættismönnunum með að fá nákvæmari upplýsingar, þá kemst hann að því, að einhver skækja eða annar kunningi embættismannanna hefir verið látin skrifa sig fyrir lóð- inni, og þannig er því opinberlega haldið fram, að hínn verðugi náma- maður sé ræntur öllum rétti til þess að embættismennirnir geti auðgað sjálf'a sig á vinnu hans og upplýsing- um þeim, er hann hefir neyðst til að gefa þeim er hann vildi fá lóðina sér skrásetta, en sem þeir jafnharðan stela af honum. Dugandi námanienn, sem hafa flutt inn í þetta land með þeim ásetningi að íá þar gull og njóta þeirra mannréttinda, sem.menn mega alment vænta í hinu breska ríki, en f& hvorugt fyrir fégirnd og ofbeldi stjórnar-embættismannanna, er óðum að yfirgefa þetta svæði og flytja sig Bandaríkjamegin landamæranna. En aðrir bíða þó enn í von um, að liinn nýi landstjóri þar, Mr. Ogilvie, ráði bót á þessu svívirðilega athæfi. Þeir segja að það sé ekki til neins að reyna að ná þar rétti sinum á meðan hinir núverandi embættismenn ráði þar lögum og lofum. Ef þessir menn finna góða námalóð, þá þegja þeir yflr því þar til hínn nýi landsstjóri kemur. "Hinn ósanngjarni skattur sem lagður er á gullafla manna undirhin- um nýju lögum Laurierstjórnarinnar, hefir þau áhrif, að feikna mikið af því gulli sem tekið er þar úr jðrðu, er leynilega flutt út úr landinu ; hversu mikið þannig er flutt út veit enginn nema þeir sem gullið eiga.— "Einum manni mætti hann, sem hafði borgað 810 fyrir að fá bréf sín og blöð af pósthúsinu. Annar mað- ur hafði borgað $5 íyrir það, en þriðji maður neitaði að borga $5 sem hann var beðinn um. Einn maður kvaðst hafa beðið úti fyrir dyrum á 'skrifstofu gull-umsjónarmannsins frá kl. 9 f. m. til kl. 3 e. m., og þa voru 7 menn sem áttu að ganga fyrir hon- um með afgreiðsluna. En upp að þeim tíma hafði ekki tylft manna verið afgreidd um daginn. Einn af mönnunum sem biðu bankaði á skrif- stofugluggann um leið og hann benti einum skrifstofuþjóninum að koma til sín, og spurði hann svo: "II ve mikið kostar að koma hér inn ?" ' Skrifstofuþjónninn svaraði: "Tvo dollara, farðu að hliðardyrunum." Sá sem lengst hafði beðið fðr í bnrtu og kvað ekki til neins að reyna að fá námalóð sína skrásetta fyr en búið væri að skifta um skrifstofuþjóna. "Enn aðra sögu má segja, sem sýn- "ir vel hina dæmalausu ósvífni stjórn- arþjónanna þar nyrðra. Maður sem vann við matgjörð hitti kunningja sinn sem sagði: "Eg get vlsað þér á gróðaveg ef þú gerir eins og ég segi þér." Maðurinn var ekki fjærri því að græða og spurði hvað til skyldi vinna. Hinn svaraði, að hann skyldi fara og skoða vissa námalóð sem hann vísaði honum á, og taka hana ; svo skyldi hann gefa sér $10 og þar að auki gefa vissum stjðrnar- þjóni helming í löðinni. Hinn spurði hversvegna hann ætti að gefa þessum embættisraanni helming lóðarinnar, og var honum svarað, að án þess gæti hann ekki fengið lóðina. Síðan sagði þessi náungi honum, að hann hefði 72 aðrar lóðir sem hann vildi losast við á sama hátt. ir atvinnuvegir eru þar aðallega eft- irlátnir embættismönnum stjórnar- innar." Greinin í Herald er dálítið lengri, en það sem hér að framan er tekið upp af henni, gefur nokkra hugmynd um frðmlyndi og drengskap þeirra manna sem Ijaurierstjórnin setur til að gegna þar embættum. B. L. Baldwinson. Með eða móti? Ef námamaður fer þess & leit að hann "Þegar gull flnnst á nýjum stað, þá eru lóðir þar ekki fáanlegar fyr en leigutól stjórnarinnar eru búnir að skoða plássið og sannfæra sig um, að þar séu auðæfi í jörðu. En þá mæla stjórnarþjónarnir og kunningj- ar þeirra sér út eins margar lóðir og þeir kæra sig um, áður en því svæði er slegið opnu fyrir almenning. Það er því engin furða þótt þær fréttir berist oss, uð fólk þar sé í illu skapi yfir þessari ráðsmennsku stjðrnarinn- ar. Einn merkur enskur blaðamað- ur, sagði er hann kom frá Dawson : "Þetta er í fyrsta sinn sem ég hefi orðið að bera kinnroða fyrir stjórn- arathðfnum breskra embættismanna. Fólkið í Yukon er ráðvant *51k yfir- leitt og rán og þjðfnaður er þar ná- lega óþekt meðal námamanna,—slík- Innan fárra daga gefst öllum hugs- andi, atkvæðisbærum mönnum í Cana da, færi á að sýna hvort þeir eru með því eða móti, að þingið í Ottawa gefi át víusölubannslög fyrir landið. Eins og við er að búast, mun sitt sýnast hverj- um, og er slíkt eðlilegt. Allar etidur- bætur, hvers eðlis sem eru, mæta æfin- lega meiri eða minni mótspyrnu. Það mun oftast vera svo, ;að þegar um ein- hverjar verulegar umbætur er að ræða, fjöldanum í hag, að það verður ekki hjá því komist að raska ró einhverra vissra manna, afnema einhver sérstök hlunnindi, |sem þeir hafa haft, en sem enginn ætti að hafa, eða þá að taka af þeim einhver viss réttindi, er fjöldan- um eða þjóðinni ber að réttu. Þessir menn rísa æfinlega upp og mynda svo öflugan mótstöðuflokk sem þeir geta.' Þrælaeigendur í Suðurríkjum Banda- ríkjanna komu á fót samtökum gegn af námi þrælahaldsins. Einokunarfélög og auðkýfingar, er hafa svælt undir sig einhver sérstök hlunnindi í borgum og bæjum, ætla að ganga af göflunumí hvert sinn og talað er um að taka af þeim þessi hlunnindi. Vínsölumenn og bruggarar rísa upp á skottleggjunum í hvert sinn sem vínsölubann er nefnt á nafn. Gróðavon þessara manna er í hættu. Atvinna þeirra er í veði, og þeir leggja náttúrlega alla sína krafta fram, til að sjá sér og sínu borgið. Það kemur aðallega undir tvennu, hversu vel mótstöðuflokknum verður til liðs. hversu miklar málsbætur eru, eða sýnast liggja til, og hve háu menn- ingarstigi fólkið hefir náð, er hlut á að máli. Mönnum hefir oft tekist að verja algerlega rangt mil, og átt sigur sinn að þakka spiltu almennings áliti, dáð- leysi og skammsýni manna þeirra, sem réttarbótin var ætluð, og sem mestan hag hefðu haft af því að slík breyting hefði verið gerð. Einsog geta má nærri, reyna vín- sölumenn að byggja vörn sina á ástæð- um sem þeir álíta vinsælar, og helzt við alþýðuskap.Og það er ekki því að leyna að sumir miður hyggnir menn komast á þeirra band með þessu móti. Það er svo sem ekki dauðhætt við að þeir komi og segi manni hreint og beint að ástæð ur þeirra séu algerlega eigingjarnar og ekkert annað. Slíkt mundi ekki duga, og þeir vita það líka. Nei, skjall og fag- urmæli eiga hér betur við. Þeir mega til með að geta talið fólki trú um, að þeir beri velferð þjóðarinnar svo mikið fyrir brjóstinu, að hagur hvers einstak- lings liggi þeim svo mjög á hjarta.og að það sé aðallega af þessum ástæðum, að þeim sé vínsðlubann heldur ógeðfelt. Það sem mestum vinsældum virðíst hafa náð hjá almenningi, af því er þess- ir höfðingjar færa fram (sem vörn eða ástæður fyrir mótspyrnu sinni,er þetta: 1. Að vínsölubann sé skeiðing á frelsi manna. 2. Að þjóðinni sé gerð minkun með því að innleiða vínsölubann; hver og einn eigi að passa sig sjálfan, að verða ekki drykkjumaður, og geti það líka. 3. Að það só gott fyrir manninn að hafa freistinguna sí o£ æ fyrir augun- um; það geri menn sterka o. s. frv. 4. Að landsjóður, eða rikið, mundi tapa við breytinguna. Sumt af þessu sýnist í fljótu bragði hafa einhvern snefil af sannleika að styðjast við. En ef maður gætir betur að, þá sér maður fljótt að ástæðurnar eru harla lítils virði. Að vínsölubann skerði frelsi manns í nokkru verulegu, er hin mesta lok- leysa. Það fylgir eamt sem áður allri siðfágun og mðnning, sem bygð er á kristilegum grundvelli, viss strangleiki gagnvart öllu sem er ógöfugt og lágt. En slíkt er ekkert ófrelsi. Það er aðeins alvarleg viðleitni að draga huga manns frá því sem er illt, og hefja hann upp til þess sem göf ugt er og gott. Þjóðin hefir við það að eignast meira af hinu sanna og æðra lífi, lært að skilja hvað sannarlegt frelsi er og f undið virkileik þess yið hærra og göfugra stig. Ef svo væri, að nautn áfengra drykkja gerði menn að einhverju leyti ánægðari og sælli, á einhvern hátt betri mann og uppbyggílegri sjílfum sér og öðrum, þú væri vínsölubann au^séð ófrelsi. En nú vitum vér að þetta er alveg þvert á móti, Vér vitum að hún rænir mann, annaðhvort smátt og smátt, eða þá undra fljótt, öllum hæfileik til að geta notið nokkurar verulegrar ánægju, og öllum möguleik til að geta verið sjálf- um sér nýtur maður og öðrum upp- byggilegur. Svo í stað þess að segja að vínsölubann sé ófrelsi, getur maður sagt að það [sé hinn hollasti og bezti vinur frelsisins og hin öruggasta hjálp til að geta notið þess í hinni fegurstu og beztu mynd. Það hlýtur að vera meira en lítið bogið við hugsunarhátt þeirra manna, sem kaila það ófrelsi, að mega ekki verzla með hvaða vöru sem er. Fyrst og fremst er það ekki algild regla nein- staðar, og svo riður það hreint og beint í bága við heilbrigða réttlætis tilíinn- ingu, að leyfa nokkrum manni að hafa atvinnu af því að leggja freistingarsnör ur fyrir meðbræður sína og hafa allar klær í frammi að svifta þa manndómi þeirra, og þar með möguleik til að geta verið nýtir borgarar í mannfélaginu. Það getur hver og einn fundið, að það er hraparlega rangt. Og það sem er sið- ferðislega rangt ætti aldrei að vera laga lega rétt. Öll löggjöf á að vera bygð á samvizkusemi og réttlæti. Þjóðin hefir því fullkomin rétt til að heimta að mönnum sé bannað að verzla með á- fenga drykki, engu síður en með vöru sem skemdar eru, og sem geta verið hættulegar heilsu manna og lífi. ÞA kemur annað atriði: Að þjóðin geri.sjálfri sér minkun með vínsölu- bknni, hver og einn eígi að passa sig sjálfur, og geti það líka. Það væri nú vit í þessu, ef ekki yrðu aðrir dryJjkjumenn en fáráðlingar og heimskiugjar. En svo vitum vér að iþað er ekki svo. Það er þvert á mót alkunnugt. að drykkjuskapar ástríðan á alveg eins heima hjá gáfuðum og mentuðum mönnum, eins og Æim sem eru lítt gáfum gæddir og með ölln ómentaðir, Vér Islendingar höfum sorglega mörg dæmi þess, hvernig sumir af þjóð- arinnar ágætustu mönnum hafa eyði- lagt sjálfa sig á drykkjuskap. Og dett- ur svo nokkrum manni í hug að segja að þessir menn hafi byrlað sjálfum sér eymd ogeyðileg ;ingu af frjálsum vilja ? Geta menn ekki skilið það, að drykkju- skapartilhneigingin var smátt og smátt aukin og þróuð með hófdrykkju þangað til hún var orðin að óttalegri ástríðu, er þeir réðu ekki við. Og hver vill svo segja, að þessir menn hefðu getað piss- að sig, þegar svona var komiðV tFreist- ingin átti þi með húð og hári, og þeir voru algerlega á hennar valdi. Ekkert annað en algert bann gegn tilbúningi og sölu áfengis getur læknað þessi mein Hófdrykkjan leiðir til ofdrykkju og of- drykkja til eyðileggingar. Algerð úti- lokun áfengis er eina meðalið. Vínsölu bann 'yrði því í sta^in fyrir að vera þjóðinni til minkunar, hin öruggasta vernd sem ríkið gæti veitt hverjum sín- um einstakling. Það er háskaleg kenning annað eins og það, að segja að manni sé holt að hafa freistinguna ætíð fyrir augunum; það færi mannj siðferðislegan styrk o. s. frv. Að eins þeir sem freistingin hafði ekki Jneitt verulegt vald yfir, mundu verða sterkari, Hiniryrðuenn veikari en eila. Það verða því að eins þeir sem eru sterkastir fyrir, sem yrðu sterkari; að eins mennirnir sem ekki þurftu þess með. Og þeir urðu það með þvi móti, að fórnað var svo mörg- um af þeirra veikari bræðrum, er kom- ist hefðu hjá eyðileggingunni, hefði freistingin ekki verið til. Allir sjá hversu heilnæm svona kenning er og hversu mikið af skynsemi húu hefir við að styðjast. Svo kemur nú spursmálið um tekju hallann, ssm landsjóiur, að dómi þess- ara manna, yrði fyrir við breytinguna. Stjórnarkostnaðurinn í Canada er eitthvað um$38 millíónir á ari. Af þess ari upphæð leggur áfengisverzlunin til rúmar $7 millíónir. En tekjuhallinn yrði samt ekki sem þvísvarar. Spíritus til meðalabrúkunar, brenslu og þess- háttar, mundi verða búinn til, eða flutt ur inn eftir sem áður. Tekjur af þvi yrðu um $t millíónir á iri hverju. Hall- inn yrði því að eins 3 millíónir. Þessa upphæð mætti fi með mörgu móti; 'það msetti fi hana með því að leggja of ur- lítinn aukatoll á einhverja vörutegund, en lang-líklegast er að þess mundi ekki þurfa með. I stað þess að eyða nilega 40 millíónum á ári í ifengadrykki, eins og þjóðin gerir nú, þi mundi hún nú t S. Gudmundson, Notary Public. .lloiiiitaiu. \ Dak. ^••¦^- Útvegar peningalin gegn veði fasteignum, með lægri rentu en alment gerist. Svo að þeir sem þurfa að fá peningalán eða að endurnýja lin i löndum sín- um í haust, geta sparað sér pen- inga með því að finna hann eða skrifa honnm iður en þeir taka lin hji öðrum. B. G. SKULASON ATTORNE* AT LAW. SKRIFSTOFA í BFARE BLOCK. Orancl Forlís. X. D. EDMTJND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Street, WlNNIPEG. K OMIÐ inn hjá Harry Sloan. 72ZX1BESTAURANT DuxiiAR hefir umsjón j-fir vínföng- unum, og þið fiið meira fj'rir pen- inga j'kkar hji honum en nokkrum öðr- um í bænum. Nloans Hcslaiiraiil —523 Main St.— Victor Safes. Abyrgðir aö þola hvaða eldbað sem er. Allar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Komið inn og skoðið þær eða sendið eftir príslista. Karl K. Albert, Western Agent. 1481'rincessSt., Winnipeff. Brunswick Hotel, i horninu i Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta o^ bezta gistihús f bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót fanngjarnri borgun. McLaren Bro's, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús l gæðum), sem til er í Pembina C Jennings House, Cavalier, \. Dak. PAT. JENNINGS, eigandi. Nationel Hoiel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta ogþægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fædi ad eins fl.OO a dag. Agæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENEY McKITTRICK, —eigandi.— I shiid iiiííiix! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk's Blikkvöni, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvc5rubúðinni hans TRUEMNER, "'^^^^^i Cavalier. Mr. Truemner ibyrgist vöruna sjilfur og lofar að gefa ykkur nýjann blut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hji ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar 16 potta fðtur 90 cts. 14 potta fötur 75 " 12 potta fötur 70 " 14 " " meðsigti $1.10 17 potta diskapönnur 90 ct. No. 9 þvatta Boilers $2.50 J. E. Truemner Cavalier, N-Dak. Núá 67 cts. 55 " 52 " 78 " 70 " $1.90

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.