Heimskringla - 22.09.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.09.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 22. SEPTEMBER 1698. FAQŒT KJORKAUP. LÁGT VERÐ ! BEZTU FÖT !! Vér fengum í dag miklar byrgðir af ljómandi karlmanna og drengja- fötum, sem við getum selt ÓTRÚLEUA ÓDÝRT. Þau voru búin til fyrir verzlnn vestur í landi, en svo kom þeim ekki saman um kaup- skapinn. Vér keyptum þessi föt með óheyrilega lágu verði, fyrir pen- inga út í hönd. Ög nú viljum vér gjarnan unna viðskiftavinum vor- um dálítils af hagnaðinum. The Commonwealth, HOCTVIEIR, <Sc oo. CORNEE MAIN STR. & CITY HALL SQUARE. w ^^/'^^•^^^•^•^•^•^•^•^•"^¦"^'^•^•^•'^•^•^•''^' Winnipeg. Hra B. F. Walters, ritstj. þessa blaðs, fór suður til Dakota á sunnudag- inn. Hann er væntanlegur heim aft ur ídag. Hra. Jóhannes Sigurðsson, kaup- maður að Hnausa, var hér í bænum f verzlunarerindum rétt fyrir síSustu belgi. Hra. Sigurður J. Jóhannesson brá sér suður Jil Dakota um síðustu helgi og býzt við að dvelja þar um nokkurn tima. Næstkomandi sunnudagskvöld pré- dikar Ingvar Búason um vínsölubann- ið í íslenzku kyrkjunni á Kate St. Allir Islendingar boðnir velkomnir. Stúkan Einingin, í Selkirk, heldur opinn fund annaðkvöld (föstndag); það er búist við að Bergsveinn Long og Ingvar Búason, héðan úr bænum, haldi þar ræður. Hra. Jón Vestmann, úr Álftavatns nýlendu, var hér á ferð í vikunni og kom við á skrifstofu Hkr. Hann hafði brugðið -sér suður til Dakota, og leizt honum þar vel á, sagði uppskeruhorfur I bezta lagi ogbændur mjög glaðir. Mrs. Guðbjörg Sveinson, Miss Þ. J. Benediktsdóttir, St. B. Jónsson og Kr. Asgeir Benediktsson, eiga bréf á skrif- stofu Hkr. Þau hr. C. B. Július, verzlunar- þjónn hér í bænum, og tingfrú Sigur- björg Th. Swanson gengu í heilagt hjónaband þann 14. þ. m. — Heims- kringla óskar hinum ungu og efnilegu hjónum til lukku. Munið eftir fyrirlestri þeim er séra Hafsteinn Pétursson flytur í Tjaldbúð- inni 28. þ. m. Allir þekkja mælsku og skarpleik fyririesarans, og má því búast við fróðlegum og skemtilegum fyrirlestri. Sjá augl. á öðrum stað í blaðinu. Þessir hafa bætt við samskotalista J. E. Eldons : Jón Hördal 50 Ármann Bjarnason 2,00 Áður auglýst $64,45 Alls $66,95 Þeim herrum Magnúsi J. Bjarna- syni, að Geysir P. 0., Eggert J. Oliver. Sigtr. Jónassyni og Árna Eggertssyni í Winnipeg, hefir af fylkisstjórninni verið veitt umboð til þess að taka eiða af fólki til notkunar fyrir dómstólum fylkisins. Undraverð kjörkaup á fatnaði hjá CommonweaHh. Eftir nærri hálfs þriðja mánaðar dvöl mína í Winnipeg, legg ég nú af Btað heim aftur, Ég kveð því mína xnörgu og góðu vini hér með kæru þakklæti fyrir alla þeirra góðvíld og hjálpsemi, sem þeir ávalt voru svo reiðubúnir að veita mér í mínum erviðu kringumstæðum. En sérstaklega má ég þakka þeim hjónunum, Mr. og Mrs. Helgason fyrir þa mannúðlegu hjálp, sem þau veittu mér allan þann þann tima (5 vikur), sem ég var hjá þeim, án nokkurs endurgjalds af minni hendi, en ég veit og vona, að sá sem launar það smáa, sem vel er gert, láti ekki ó- launað það stóra, sem gert er i góðum og kæileiksríkum tilgangi. 17. Sept. 1898. Pétur Gíslason frá Joliette, N. D. Um 200 menn frá Dawson City komu til Vancouver í siðastl. viku og b'jfðu þeir um $200.000 sem sameigin- lega e:gn. Þeir segja taugaveiki mjög skæða ganga þar um þessar mundir, og að heilbrygðisástand bæjarinssé i miklu .ólagi. Mikill fjöldi manna segja þeir að muni flytja burt úr Yukonhéraðinu i haust. En matvæli mikil flytjast nú stöðugt inn þangað, svo engin hætta mun verða þar á matarskorti í vetur. Að venju ætlar stúkan Hekla að halda hlutaveltu (samkomu) um miðj- an næsta mánuð. Samkomur þær sem Hekla hefir haldiðárlega að undanförnu hafa ætið þótt ágætar og verið ljómandi vel sóttar. Arðurinn gengur i sjúkra- sjóð stúkunnar. Það skal taka fram að stúkan ætlar að vanda til þessarar samkomu sinnar eins vel og framast er unt. Samkoma þessi verður ýtarlega auglýst síðar. Hra Stefán Sigurðsson frá Hnausa var hér í bænum snemma í vikunni, og skýrði hann oss frá að nú væri félag þeirra bræðra gengið inn í hin önnur fiskifélög hér vestra er mynda öll eina grein af einu alsherjarfélagi, sem sam- an stendur af um eða yfir 30 fiskifélög- um í Bandaríkjunum og Canada. The Lady of the Lake verður því framvegis haldið út og stjórnað af umboðsmönn- um þessa sameinaða félags. en ekki er óliklegt að þeir Sigurðssynir, annar- hvor eða báðir, verði framvegis að einhverju leyti í þjónustu félagsins. Þú mátt herða þig, ef þú ætlar að ná í eitthvað af kjörkaupunum hjá Cnmiuonwealth. Forester-stúkan "ísafold" hefir fund næsta þriðjudagskyöld á venjuleg um stað og tíma. Svo er til ætlast að aukalagamálið verði útkljáð á þessum fundi, og er því mjög áríðandi að fé lagsmenn fjölmenni. Þriðjudaginn 4. Okt. næstk. verður haldin skemtisamkoma til arðs fyrir Unitarasöfnuðinn. Þeir Jackson Ham by og Forslund syngja þar; þar sýnir og enskur dáleiðari kúnst sína. Ná kvæmari augl. í næsta blaði. Hra, ritstjóri Jón Ólafsson brá sér til Skotlands frú Reykjavík í siðastliðn um mánuði. Keypti hann þar öll nauð- synleg prentáhöld (hraðpressu, stýla o s. frv.). Hann lagði af stað heim aftur til íslands með áhöld.sín snemma i þessum mánuði. Á miðvikudagskvöldið 28. þ. m verður haldinn opinn f undur undir um sjón íslenzku bindindisfélaganna í Uni ty Hall, á horninu á McWilliam og Nena strætum. Ræðuefni verður: vín sölubannið. Ræðumenn verða Jón Kjærnested, Ingvar Búason og B. M. Long, og ef til vill fleiri; einnig verður spilað á hljóðfæri og ef til vill sungnar solos. Byrjað kl. 8. — Munið eftir að koma. Næstk. mánudagskvöld, 26. þ. m., heldur G. T. stúkan Skuld opin fund á North West Hall, í tilefni af því að þá eru liðin 10 ár frá því að stúkan mynd aðist. Mjög vel hefir verið vandað til samkomu þessarar, svo menn geta vænt góðrar skemtunar. — Meðal ræðu- manna verður Hon. J. W. Sifton, stór- templari Good templara í Manitoba. Aðgangur verður ekki seldur, en samskota verður leitað. Allir velkomnir. Einn af þeim fulltrúum frá Quebec fylki. sem setið hafa hér á sambands- þingi verkamanna, er hefir staðið yfir hér í bænum undanfarandi daga, bar fram þá tillögu á þinginu, að Laurier stjórnin væri beðin að setja nefskatt á hvert íslenzkt mannsbarn sem framveg- is flytti inn í Canada, frá $50—$500. Það hafði komið fram tillaga a þinginu um það, að svona lagaður skattur væri settur á Kínverja, sem flyttu inn i Ca- nada. En þessi náungi frá Quebec vildi láta setja íslendinga í sama númerið. En Mr. Brownlee, einn af fulltrúum verkamanna í Winnipeg, mælti fastlega á móti, og kvað hann íslendinga vera Kínverjum ólíka i öllum greinum. Mr Brownley á þökk skilið fyrir vitsmuni sína og frjálslyndi. Annars gaf þingið þessari heimskulegu og ósvifnislegu uppástungu Quebec-fulltrúans engan gaum. Hra. Sveinn Thorvaldson. smjör- gerðarmaður frá Icelandic River, var hér í bænum í gærdag. Hann lét frem- ur vel yfir hag þeirra félaga þar nyrðra að því er smjörgerðina snertir. Þeir stunda þann atvinnuveg um 4J mánuð a sumri, eða frá byrjun Júní þar til um miðjan Október. Gerði hann áætlun um að þeir félagar borguðu nýlendumönn- um um $1500 a sumri fyrir rjóma. Þeir borga 2J cent fyrir pd. af smjöri í rjóm- anum, og er það hærra verð, heldur en Ný-íslendingar hafa áður átt að venj- ast. All-marga menn kvað hann hafa farið úr nýlendunni í haust til þess að vlnna við þresking og uppskeru úti i hinum öðrum nýlendum: Dakota og Argyle, og þar sem uppskeran er nú fremur góð, þá má búast við að þessir menn flytji með sér drjúgan peninga- forða inn í nýlenduna \ haust. Þið getið fengið föt sem eru $5,00 virði fyrir að eins $2,75 hjá CJomiiion wcaltli. Hr. Pétur Árnason, bóndi ú» Álfta- vatnsnýlendu, sem fór suður til Dakota í vinnuleit fyrir rúmum 3 vikum, kom þaðan að sunna í gær, og fann oss að máli. Hann kvaðst hafa haft að eins 4 daga vinnu þar syðra og kendi vot viðrum um það. Hann kvað uppskeru ganga þar seint vegna riguinga og hveiti bænda hætta búin fyrir skomd um, ef ekki kæmi bráður þurkur. Hann kvað mundi mikla vinnu að fá þa r strax sem þornar til, því uppskera væri þar góð, um eða yfir 25 bush. af ekru til jafnaðar, og kaupgjald $2 á dag og fæði. Þar sem ég hefi i hyggju ,að takast langa ferð ú hendur innaa fárra daga óska ég að allir þeir, er égskulda, eða skulda mér, vildu gera svo vel að finna mig að máli. Ég vil ekki fara héðan af slóðum án þess að gjalda sérhverjum sína skuld. og hitt er velviðeigandi og drengilegt af skuldunautum mínum, að standa svo í skilum, að för mín þurfi ekki að heftast. — Ég skal annars láta þess getið, að hér er ekki um mikið að ræða, utan hjá þessum eina náunga — sem ég ekki nafngreini núna — er Lög bergs-fjósamaðurinn hefir verið að dylgja um. Jessie Ave , Fort Rouge. J. E. Eldon. A miðvikudagskvöldið kemur, 28 þ. m., kl. 8, flytur séra Hafsteinn Pétursson tölu um Canada i gær, Canada i dag, Canada a morgun. Ennfremur verða þar fleiri skemmt anir, svo sem samscngur, solos o.s.frv Aðgangur 25c. fyrir fullorðna 15c. fyrir börn. Wilkins & Dinwoodie Ef þér þurfið oð kaupa eitthvað af þvi sem venjulega er selt í akiúgjabúð- um, svo sem AKTÝGI, KEYRI, KISTUR, TÖSKUR, Þá fáið þér það hvergi ódýrara en hjá WILKINS <X DINWOQDIE 594 Main Str. Nú er tíminn fyris ykkur að dusta rykið og ruslið úr skápunum ykkar, og fylla þí svo aftur með nýtt leirtau frá Cliina-llnll. Þar fáið þiðbeztan, ódýrastan og margbreyttastan varning í bænum. CHINA HALL, 5'3'ii Haln St. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common Sense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlust- Í>ípa sem til er, Omögu- egt að sjá hana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. K. K. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og veL Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. ^^ ^^r ^^F ^^F ^PF^ ^^p ^^r ^^F^ ^^F ^W*^ ^^F ^^F ^^F ^^^ ^F ^^ ^^F ^^^ '^r ^^P ^^T ^^^ ^n^ ^^^ ^^^ ^^ # # m m m m m m m m m m m Fleury Þar er staðurinn sem kjörkaupin fást. Hann er nýbúinn að kaupa mikið af karlmanna, drengja og stúlkna "BICYBLE CAPS." hvítum og bleikum. Þessar húfur eru ljómandi falleg-ar, og kosta aðeins 25c. Einnig mikið af nærfötum, 85c, parið. Ljómandi hálsbindi, 2Jc. og yfir. Karlmanna og drengja stráhattar; 25c. og yfir. 13. A-tV. 564 ITIaiii Streel Beint á móti Brunswick Hotel. P. S. Að eins fáeinir klæðnaðir eftir'af hinum ágætu "S. B. square cut front" fötum- Bæði svört og grá,—al-ull. Aðeins $10.00 f # # # # # # # # # # # # # ########################## ########################## # # # # # # # # # # # # # Hvitast og bezt ER- Ogilvie's Mjel. # # # # # # # # # # # # # t Ekkert betra jezt. * ########################## ^ Við höfum haft svo mikið að gera, að við höfum ekki haft tima til ^S 2Z1 að breyta auglý&inbunni okkar. En af því að við höfum dálítið hlé 3 S*1 þennan morgun, þá grípum við tækifærið til að þakka íslendingum ^S fyrir góða og mikla verzlun. ^g ----------------------------- 3 Um leið viljum vér sýna yður fáséða prísa á nýjum og góðum skóm. ^S No. 6, 7, 8,—50c. No. 2, 3, 4,—80c. 3 " 9, 10, 11,—60c. " 5, 6, 7,—90c. % " 12, 13, 1,—70c. jj Sumt af þessum skóm eru nógu stórir handa fullorðnum mönnum ^ Allskonar kjörkaup hja okkur þessa dagana. ^S E. KNIGHT <5 CO. I ^—^^^- 35] Main St. I444444U4444Í4U4U44444444444444444444ÍÍ444U4U44444Í4U4444444ÍUU4^ — 114 — grip", hrópaði hann æstur mjög. "Þetta er eng- inn glæpamaður. Það er hann Michael Strelitz frændi minn". "'Það eru engin misgrip, heiðraði herra", mælti Pashua ofur rólega. "Strelitz kafteinn er fjörráðsmaður Czarsins. Hann hefir staðíð i sambandi við Níhilista um langan tíma og svo hefir hann auk þess fleiri glæpi á baki sér. En megum við bera hann inn í höllina? Hann á liklega ekki langt eftir". Og nú horfði Pashua einkennilega á Basil. Gregory Orfanoff leyfði það [tafarlaust og var hinn særði maður borinn inn í neðri forstof- úna. Voru svæflar sóktir að reisahann upp við og einn varðmaðurinn hljóp á stað og kom skjót- lega aftur með læknir. Laut hann ofan að kaft- eininum og skar fimlega af honum blóðstokkinn frakkann og innri klæðin. "Ég get ekkert hjálpað honum", sagði hann stuttlega. "Það hafa tvær kúlur faiið í gegn um lungun i honum. Hann kann að lifa eina klukkustund, en varla lengur". Gekk þá Pashua fram og hvislaði einhverju í eyra lækninum. Hann kinkaði kolli og dró xipp úr vasa sinum fiösku eina og helti nokkru ¦úr henni inn á milli vara særða mannsins. Þetta hreyf. Michael Strelitz opnaði augun, og brá fyrir roða litlum í kinnum hans. Var það ljóst að hann var með fullu ráði og þekti þá sem hjá honum voru. En harði þráasvipurinn breyttist, þegar Basil kom nær og kraup á kné hjá henum. — 119 — úr heimi þessum, þegar klukkurnar í Péturs- borg voru að slá miðnæturstundina. Og þegar hvert eitt slagið hljómaði í vetr- arloftinu og var að hringja inn fæðingu hins nýja dags, þá kvað það við í hjörtum þeim, sem sátu hjá látna manninum, því að þeir fundu það að með þessari fyrstu stundu hins nýja dags byrjaði nýtt og farsælla timabil fyrir þá Orfanoff frændur. ENDIK. — 118 — þeir hann Lubin og Pashua, en hann reyndi með veikum mætti að slíta sig af þeim. Michael Strelitz var í andarslitruuum, en þó gat hann eitthvað risið upp við svæflana. Horfði hann undrandi frá Gregory Orfanoff til Basils, og skildi þá loks hvernig í öllu lá og mælti: "Dmitri er ekki dauður. Hann stendur Bér við hliðina á mér. Sérðu hann ekki?" Varð þá Gregory Orfanoff hvítur í framan sem snjórinn úti fyrir. Hann riðaði og hefði dottið, ef að Basil hefði ekki hlaupið til með gleðibragði og gripið hann. Faðir og sonur voru þar sameinaðir aftur og skildi þá enginn skuggi glæps né tortrygni. Tárin runnu niður mögru kinnarnar á Lubin gamla, og augu Pa- shua voru jafnvel full af tárum. Fóru þá varð- mennirnir og Iæknirinn út úr salnum. En Na- talía hafði liðiðjí ómegin, og þegar hún smám- saman vitkaðist aftur, lá hún í hinum sterka faðmi Dmitris.Jog grúfði andlitið upp að vanga hans. "Natalia, elskan mín", hvíslaði hann. "Ég veit alt saman, Eg var vidstaddur fundinn milli þín og hins ógæfusama frænda míns. Þú hefir orðið mikið að þola. En nú er því öllu lokið, og við skulum að eins hugsa um ókomna timann—ókomna /timann, sem við skulum lifa saman", Fullviss um fyrirgefningu þess sem hanu bfcfði illa gert, leið kafteÍDn Michael Strelitz burt — 115 - "Hvað ert þú að gera hérna ?" spurði hann hálf-þykkjulega. "Þú áttir þó engan hlut í því að elta mig uppi, vinur minn ?" Það var sem tekið væri fyrir kverkar Basils og gat hann ekki svarað fyrst um sinn. Þó að maður þessi hefði mikið gert á hluta hans, þa kendi hann þó í brjósti um hann. Og allur þorst- inn í-hefnd var nú horfinn. En það sá hann glögt, að nú var Michael Strelitz að uppskera það sem hann hafði sáð, og svo hitt, að endur- gjald þetta var hæfilegt og réttlátt. "Michael Strelitz", hvíslaði hann ilágum róm. "Þú átt að eins eftir að lifa eina klukku- stund. En þá er tími til þess að gera bót fyrir syndir þínar—að bæta úr miklum glæp. Ég er Dmitri Orfanoff. Viltu nú ekki hreinsa mann- orð mitt áður en það verður of seint ? Þú játað- ir skjalafölsun þína fyrir mér, kvöld eitt í her; bergjum þínum. Þá nagaði samvizkan hjarta þitt. Ef að þú enn þá iðrast þeirra ranginda, er þú hefir gert mér, þá játaðu það nú í nærveru þessara votta—í nærveru föður míns". Særði maðurinn gerði krampakenda tilraun til að standa k fætur, en hneig svo aftur niður á svæflana og starblíndi k Basil með opnum vör- um og starandi augum. "Þú! Þá!" tautaði hanu, "Já, óg trúi þér. Þú ert Dmitri frændi minn". En enginn var þá svo nærri að hann heyrði hvað þeir töluðu. Pashua hafði tekið Gregory Orfanoff á eintal og var að hvíslagt á við hann,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.