Heimskringla - 04.05.1899, Qupperneq 4
HEIE8KRINGLA, 4. MAI 1699.
Winnipeg.
Hr. J. P. ísdal fró, Keewatin, Ont.,
var hér á ferð í vikunni.
Ritstjóri Hkr., hr. B. L. Baldwin-
son fór vestur til Argyle í fyrradag.
Hann verður í burtu um vikutíma.
jslenzkir Oddfellows ætla að halda
samkamu og dans á Northwest Hail
17. þ. m. Program í næsta blaði,
Þeir félagar Jóhann Stefánsson og
ÍngT^r Ólafsson komu aftur frá Nýja
ísiandi á þríðjndagínn. Og fara af stað
vestur að Winnipegoosisá morgun.
Hr. H. S. Helgason frá Milton, N.
D., fór ekki heim til sín í fyrri viku eins
og hann hafði gert ráð fyrir. En þau
hjón lögðu af stað heimleiðis í fyrradag
Jón A. Blöndal, myndasmiður í
Winnipeg, hefir verið settur Commis-
sioner til þess að taka eiða af mönnum
hér í fylkinu.
Nú fer hver dagur að verða siðastur
til þess að komast á kjörlistana. Þeir
eiga að verða fullgerðir þann 16. þ. m.
Þeir sem ekki hafa enn þá fengið sér
borgarabréf, ættu að gera það tafar-
laust. Annars tapa þeir atkvæðinu við
kosningarnar.
Hr. Magnús Smith hefir beðið oss
að flytja í Heimskringlu innilegustu
þakkir sínar til allra íslendinga, sem af
hlýjum þjóðernishug studdu þaðað hann
kæmist til Montreal til þess að vinna
taflkappaheiðurinn, og sömuleiðis þakk-
ar hann fyrir þann velvildarhug og
heiður, sem honum var sýndur rneð
gullúrsgjöfinni á Albert Hall, sem vér
gátum um í síðasta blaði.
Ruby Foam maðurinn á Notre
Dame Ave. hefir tilkynt oss að hann sé
vel ánægður með árangurinn af aug-
lýsingu sinni í Hkr. og grein þá er vér
létum fylgjahenni. Segir hann að 87
stúlkur hafi leitað atvinnu hjá sér sem
afleiðing af greininni. Hann er sann-
færður um að fólkið lesi blað vort og
taki tillit til þess sem það segir. Hann
mælir satt.
Þessir unnu Royal Crown Soap
saumavélarnar í vikunni sem endaði 29.
AprílE. A. Sutter, 666 Ross Ave.
Winnipeg; Thos. H. Slack, Baldur.Man.
og Mrs. John Mowat, Prince Albert.
Félagið heldui áfram fyrst um sinn að
gefa 3 saumavél&r á viku fyrir sápu-
umbúðir.
Nú er búið að gera áætlun um kostn-
aðinn við endurbygging á Manitoba
hótelinu. Það á að standa á sama
grunni og áður og vera 6-loftað. Bygg-
ingin og allur útbúnaður á að vera
miklu betri en áður var, og er ætlast til
að byggingin kosti $238,000.
Á sunnudaginn var fermdi séra
Hafsteinn Pétursson 15 börn í Tjald-
búðinni.
Mr. A. E. Richards, Q.C., hér i
bænum, hefir verið skipaður dómari í
yfirréttinum, í stað Killam dómara.sem
gerður var að yfirdómara hér i fylkinu.
Mr. Richards hefir verið í félagi með
Mr. Bradshaw, og hefir hr. Thos. H.
Johnson lesið lög hjá þeim.
Mr. Heuback, formaður sýningar-
innar hér í Winnipeg, hefir fengið ríkis-
stjórnina til þess að lofa að veita $1000
tii i^ÍJ að byggja sérstakt hús liér í
sýningargarðinum, til þess að syna í
muni frá öðrum fylkjum ríkisins. Mr.
Heubach segir að sýninginísumar verði
stórfenglegri og betri en nokkru sinni
áður.
Virðingamaður bæjarins Harris
hefir lækkað virðing á eignum Winni-
pegbæjar fyrir þetta ár, og metur hann
nú land og húseignir bæjarins á 23J
miljón dollars, að undanteknum öllum
opinberum land- og húseignum og öðr-
um eignum, svo sem kyrkjur og blettir
þeir, er þær standa á, sem ekki er skatt-
skylt, og er það til samans metið nálægt
5 milj. dollara. Hann telur að í bæn-
um séu rúmlega 40,000 ibúar.
Fréttir frá Andrée. —- Kaupmanna-
höfn 30. Apríl. Þær fregmr komu frá
íslandi i dag, að flaska hafi fundist með
miða í, í hafísreki nálægt Húsavík á
Norðurlandi. Miði þessi er frá norður-
fara Andrée. Finnandinn sendi þessa
flösku til Reykjavík með þeirri ráðstöf-
un, að senda hana tafarlaust til Kristj-
aníu í Noregi.—(Vér seljum þessa fregn
ekki dýrara en hún er keypt.)
Talsverðar umbætur eru fyrihugað-
ar í 3. kjördeild bæjarins í sumar, svo
sem saurrenna á Nellie Ave frá Sher-
brook Str. til Toronto Str., áætlaður
kostnaður $5,500. Saurrenna á Toronto
St., frá Nellie Aye. til Sargent, áætlaður
kostnaður $3,600. Saurrenna á Mary-
land Str., frá Nellie til Sargent Avenue,
áætlaður kost.naður $3,700. Ýmsar
smærri umbætur verða gerðar þar í
deildinni á þessu sumri.
Þeir herrar Sumarliði Kristjánsson
og Halldór Egilsson, báðir frá Mouse
River, N. D., komu til bæjarins í sið-
ustu viku, Þeir voru á leið til Swan
River að skoða landið þar í dalnum og
umhverfís. Voru þeir sendir í för þessa
af bændafélaginu í Mouse River hérað-
inu. Þeir búast við að um 16 landtak-
endur — flestir af þeim familíufeður—
muni flytja norður yfir landamærin ef
sendimönnunum lízt vel á sig. Þeir
segja almenna velliðan þar syðra og
góða framför hjá þeim bændum öllum,
sem búnir eru að ná þar fótfestu. Þeir
búast við að verða um 2 vikur að skoða
landið þar nyrðra, og gefa þeir eflaust
opinbera skýrslu um ferð sína þegar
þeir hafa lokið starfinu.
Útsölumenn “Hjálmarskyiðu” eru
vinsamlega beðnir að borga ritlinginn
hið allra bráðasta.
Jón Hannesson.
P. O. Box 305. Winnipeg.
Þá útsölumenu Valsins, sem ekki
hafa gert mér neina skilagrein enn þá,
um útsölu sína, bið ég svo vel gera, og
láta það ekki dragast lengur
Vinsamlegast.
Kr. Ásgeir Benediktsson.
B50 Toronto Str.
Tveir eða þrír menn geta fengið
fæði og þjónustu að 358 Pacifíc Avenue.
Húsið er þægilcgá sett i bænum, stór og
rúmgóð herbergi og gott fæði. Hús-
næði, fæði og þvottur að eins $12 um
mánuðinn. En sérstök borgun fyrir að
slétta og stífa skyrtur og hálstau.
Mrs. Ingibjörg Johnson,
358 Pac'fic Ave.
Góð ráð dýr.
Það hefir flogið fyrir að það muni
vera fyrirhugað að stela atkvæðum
ýmsra Mikleyinga af kjörlistauum og
enda sumra manna annarstaðar í Nýja
tslandi, sem eru ákveðnir Conservativ-
ar. Með þessu móti hyggjast þeir menn
að gera stjórninni dálitla þægð sem hún
hefir alið á mútufé í mörg ár. En
Mikleyingar og Ný-íslendingvr yfir
höfuð ættu að koma í veg fyrir, að þessi
svik tækjust.
Þess hefir áður verið getið hér í blað-
inu, að Mr. Stefán B. Jónsson hafi feng-
ið Capt. Wm. Robinson í West Selkirk í
lið með sér. til að koma hinni nýju upp-
götvun sinni,—gluggalásnum—til fram-
kvæmda. Formleeir samningar liér að
lútandi hafa nú verið gerðir, og s&m-
kvæmt þeim tekur Mr. Robinson að sér
alla umsjón og framkvæmd fyrirtækis-
ins hér í landi frá 25. þ. m., upp á viss-
an hlut af öllum hreinum ágóða.
Bræðurnir Haildór J. og Björn J.
Austfjörð frá Cavalier, N. D., komu til
bæjarins á fimtudaginn var. Þeir segja
bleytur talsverðar syðra og að sáning
fyrir þá sök gangi seinna en i meðallagi
Allmargir islenzkir bændur eru að selja
lönd sín þar. Þykja þar landþrengsli
of mikil og vilja bændur komast þang-
að sem rýmra verður um þá. Aðallega
stefnir hugur manna þar hér norður til
Canada. Halldór Borgfjörð seldi Mr.
McCabe í Cavalier land sitt, en Björn
seldi sitt land til Guðjóns Sæmundsson-
ar.
Samkoman sem “Gleym mer ei”
kvennfélagið í Fort Rouge hóltá Albert
Hall á fimtudagskvöldið var, var mjög
vel sótt. Það mun hafa verið um 300
manna þar inni og þvínær öll sæti skip-
uð. Vér minnumst ekki að hafa i ann-
an tima séð jafnmargt af hérlendu fólki
á íslenzkri samkomu, eins og þar var
viðstatt, og má eflaust álíta það vott
þess, að þær konur sem stóðu fyrir
þessari samkomu, njóta hylli og virð-
ingar meðal hérlends fóiks. Samkoman
fór í alla staði vel fram, Það var og
mjög sraekklegt, að allar félagskonurn-
ar voru eins búnar og höfðu allar félags
einkenni sitt á brjóstinu (blómið ‘Gleym
mér ei’).— Ágóðinn af þessari samkomu
hefir eflaust verið talsverður, og er það
vel farið, þar sem honum verður varið
til hjálpar nauðstöddum fjölskyldum.
llnion menn!
FLEURY ^
hefir Hoover’s utanhafnar strigabuxur, búnar til undir
umsjón verkamannafélagsins. Komið og kaupið þær.
W.
564 Main Str.cí
Andspænis Brunswick Hotel.
Trésmiðir og blýsmiðir (plumbers)
hér i bænum gerðu verkfall 1. þ. m.
Heimta trésmi',ir minst 30c. um klst.og
9 stunda vinnu á dag. En blýsmiðir
vilja fá 40c. um klst. Það munu vera
allvænlegar horfur á, að verkgefendur
verði að ganga að þessum kröfum.
Enskir tatímenn hér hafa skorað á
Islendinga að reyna við sig taflþrautir
á morgun (trjáplöntudaginn). Tefla þar
25—30 á hvora hlið. Það verður teflt í
“Business College” herbergjunum á
Portage Ave. og byrjar kl. lj e. h. Það
er skorað á alia íslenzka taflmenn að
mæta þar, svo að flokkurinn verði sem
liðsterkastur.
Hr, Nikulás Össurarson, bóndi i
Nýja íslandi, kom til bæjarins i gær,
Er hann að reka erindi sín við eldsá-
byrgðarfélag hér, sem hafði í ábyrgð
hús hans og innanhússmuni, sem alt
brann til kaldra kola fyrir skömmu.
Væri óskandi að félagið reyndist honum
æriegt og borgaði honum þá upphæð,
sem hann með réttu á tilkall til. — Hr.
Össurarson hafði heyrt óljósa fregn’um
það, að elding hefði nýlega slegið niður
í hús eitt við íslendingafljót, og hefði
íslenzk kona beðið þar bana af. En
ekki gat hann frætt oss um nafn hennar
Vél sú er St. B. Jónsson hefir í ó-
leyfi mínu látiðstanda á landeign minni
á Selkirk Street síðasti. 2 ár, verður
flutt burtu þaðan á kostnað þeirra sem
hlut eiga að máli, nema öðruvísi sé um
samið fyrir 15. þ. m.
Winnipeg, 3. Maí 1899.
Gunnar Sveinsson,
BICYCLE.
Mr. A. Cohen, 555 Main Str., rétt
hjá prentsmiðju Heimskringlu, biður
oss að geta þess, að hann hafi ágætt $85
hjól, litið brúkað, sem hann selur fyrir
$25. Þeir sem vildu sinna þessu, ættu
að gera það tafarlaust.
Hver er sendir mér pöntun fyrir Alex-
andra-rjómaskilvindu, ásamt $10—$15
niðurborgun fyrir 10. þ. m. (Maí), fær
hana flutta frítt á næstu járnbrautar-
stöð. (Aanars kostar kaupandi flutn-
ingsgjaldfrá Winnipeg íöllum vanaleg-
umtiifellum.) Önnurnauðsynlegsmiör-
gerðaráhöld sem tiiheyra, fást lánuð
með skilvindunum til langs tima, án
sérstakrar niðurborgunar. Minstu vél-
arnar, sem aðskilja 16 gallónur á klst.,
kosta$50, og þær næstu, fyrir 25 gall.
á klst., $75. — Þetta tilboð fæst ekki
aftur þetta ár.
869 Notre Dame Ave.
Winnipeg 30. Apríl 1899.
S. B. JÓNSSON,
Aðal-agent meðal íslendinga í Canada
fyrir R. A. Lister & Co., Ltd.
Winnipeg, Man.
1.0.F.
andi heldur stúkan ísafold
næsta þriðjudagskvöld (9 Maí), áNorth
west Hall. Meðlimir beðnir að mæta ;
margir nýir meðlimir verða teknir í
stúkuna.
S. Sigurjónsson, C. R.
I.O.F.
VANALEGAN FUND
sinn heldur “Fjailkonan”
laugardagskvöldið 13. Maí á Northwest
Hall. Meðlimir beðnir að mæta því það
er áríðandi mjög. Munið það að fund-
urinn er á laugardag, en ekki þriðjudag,
eins og vant er.
Rósa Egilson, C.O.
WELLANI) VALE BICYCLES
Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada.
KEÐJULAUSIR, PERFCT, ^
GARDEN CITY, DOMINION.
og yfir.
Áður en þér kaupið reiðhjól á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að líta
á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Twin Roller” keðju, “Internal
Expanders”, færanleg handföng, “Crank hangers”-ístöð í einu stykki og
sjálf-ábomings ása. Eftir að hafa skoðað hjólin okkar nákvæmlega,
munuð þið sannfærast um að við erum á undan öðrum hvað snertir til-
búning reiðhjóla í öllu Canadaríki.
Umboðsmenn í Winnipeg
TURNBULL & MACMANUS*
Umboðsmaður í Vestur-Canada Sílö McUei'inott Ave.
Walter Jackson,
P. O. Box 715 Winnipeg.
THE WELLAND VALE MANUF. CO.
St. Catherines, Ont.
Ef þér viljið fá yður ágætan alfatnað, þá komið til vor. Vér búum tilallan
fatnaðinn sjálfir og getum því ábyrgst að hann fari vel og sé úr góðu efni.
Takið eftir þessum verðlista :
Vaðmáls alfatnaður frá $8.50. Navy Blue alfatnaður frá $6.50.
Svört ullarföt frá 6.50.
Vér höfum miklar byrgðir að velja úr með hvaða sniði sem þér óskið.
J' GENSER, eigandi.
NOKKUD NYTT!
ÞESSI MYND SYNIR PART AF
ELDREDGE B VELINNI.
"Ball Bearings” í saumavélum. Sú
þróttlausasta kona getur unnið með
þcssari vél án þess að skaða heilsuna
eða þreytast. Fyrir heilbrigða konu er
það að eins skemtun að vinna með þess-
um vélum. Þær ganga hljóðlaust, hafa
sjálfþrædda skyttu og spóla sig sjálfar.
Þeim fylgja öll nauðsynleg áhöld. Þetta
er fullkomnasta vél, á lrgu verði og með
5 ára ábyrgð. Engin önnur jafngóð
fæst með líku verði. Kaupið aðeins
Eldrcdgc II. Útsölumenn eru fc
hverjum bæ.
—Búnar til hjá —
NATIONAL SEWING
MACHINE CO.
New York og Chicago.
önnur stærsta saumavélaverksmiðja
í heimi. Smíðar 760 vélar á dag. Eftir-
komendur Eldredge verksmiðjufél.
▼▼▼▼▼▼▼VVffVVfffVfTVfVTffVWWWWWWWWW“VWWWWV' 1
I*Our “Model”
Wood Cook Stoves
have for yea*s
been the leaders
iu this claM of
stove i, to which
tnany thousand
users will gladly
testify.
This year we_
have produced a”
new stove called
the “ Fnmous
Model” andwhilefollow-
ing tlie lines of the old
pattem have added sev-
eral original features,
which v,-i 11 still further
commend them.
Theritiometer In oven door shows exact heat of oven at all tlmes,
every cook wIH appreciatsthls. Oven ventilated and cemented, top
and bottom, ensuring even cooking. Steel oven bottom. Steel
nickled edge. Safety expansion top. Agitable flre grate. 3
The MeClary Mfg. Co ,
T I* your local dealer cannot aupply yon, wrlte our nearest house. ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖♦♦^♦♦♦❖♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»
—102 —
Michaels prins, þá var mér kunnugt um aðhann
var ákaflega lundstór og ofsa bráður. Ég var
hálfhræddur um, að vegna þess að ég varð hon-
um ekki samferða til hallarinnar, þá yrði hann
ef til vill búinn að færa keisaranum einhverjar
þær fréttir, sem gætu komið mér í hálfgerð vand-
ræði.
Strax og ég kom til hallarinnar, var mér
sagt að prinsinn biði mín í herbergjum sínum,
og hraðaði ég mér þegar á fund hans,
Hann stóð upp þegar ég kom inn og hneigði
sig kuldalega, án þess að heilsa mér með handa-
bandi, eins og hann var ætíð vanur. Svo tók
hann til máls fremur óvingjarnlega :
‘Þú kemur seint. Mr. Derrington. F.g bjóst
við þér fyrir meira en klukkustundu síðan’.
‘Mér þykir mjög fyrir því, prins’, svaraði
ég, ‘að hafa látið þig bíða, en óhjákvæmileg
störf töfðu mig’.
‘Má ég spyrja: hefir þú verið heima hjá
mér síðan ?’
‘Ég var heima hjá sjálfum mér’.
Það var auðséð að hann trúði mér ekki, og
ætiaðist hann til þess að ég sæi það á sér. En
ég vildi ekki fara í orðahnippingar við hann og
þagði því.
Mætti ég biðja þig að að skýra fyrir mér
þetta makalausa tiltæki þitt í kvöld’, mælti
hann með þóttasvip-
‘Jú, þú átt rétt á því- En er ekki betra að
finna keisarann að máli fyrst? Yið getum svo
talað saman í næði á eftir’-
‘Hans hátign er það kunnugt, að þú átti
— 107—
hann í höfuðið með henni. Hver er það sem
ekki mundi hafa orðið á að gera hið sama ?
Hinn eiginlegi glæpamaður i sögunni af
Yvonne var Durinef. Það var hann sem ég
hataði og hugði á hefndir við, og var nafn hans
eitt á meðal þeirra, sem ég lét lesa upp fyrir mér
áður en ég lagði af stað til hallarinnaJ' Ég gaf
einnig sérstakar skipanir honum viðvíkjandi.
En það verður sagt frá þeim síðar.
Ég verð að játa það, að um leið og ég nú
gekk með prinsinum til keisarans, varég í nokkr
um vafa um það, hvernig viðtökurnar yrðu, því
ég vissi ekki hvað prinsinn kynni að hafa sagt
honum, og ég vissi mjög vel, hvað honum var
gjarnt til að ljá þeim sögum eyru, sem voru f-
skyggiiegar, og einkum ef það snerti þá, sem
voru honum handgengnir.
Ég hefði hvenær sem var getað komið illu af
stað milli hans og prinsins, og ég efaðistekki um
að prinsinn gæti gert mér það sama.
Prinsinn gekk á undan mér inn, og stóð
keisarinn upp ámóti okkur.
Hann var einn í herberginu, og gekk ég þeg-
ar fram og rétti honum höndina, eins og var
venja mín er víð hittumst í einrúmi. En hann
lést ekki sjá það og að eins hneigði sig kuida-
lega.
Ég staðnæmdist þegar, horfði framan í
hann með djörfung og beið svo eftir að hann
tæki til máls.
‘Þér komið seinst’. mælti hann. ‘Ég hefi
beðið eftir yður’.
‘É-g vissi ekki að yðar hátign byggist við
- 106-
klíkan hataði mig hjartanloga, en þorði þó ekki
að sýna það opinberlega eða reyna t.il þe3S að
gera mér nokkurt mein. S aða mín og starf á
Rússlanni var þeim alt af ráðgáta, og því óttuð-
ust þeir mig.
Jafnvel hin hrvllilega saga sem piinsessan
var nýbúin að segja mér. breytti ekki að neinu
áliti mínu á keisaranum. því ég skyldi mikið bet-
ur en hún, hversu mikill rógburður og fortölur
hafði verið látið gjalla í eyrum á honum, til þess
að telja hann frá því að fyrirgefa þessari stúlku,
sem citrið hafði fundist hjá. Ég trúði því ekki,
að hann hefði skipað svo fyrir, að hún skyldi
send til eyjarinnar Shagalien, og því siður datt
mér i hug að kenna honum um allar þær hörm-
ungar og smán, sem veslings Yvonne vavð að
líða i Síberiu. Hann trúði þvt, að hún hefði
ætlað að brugga sér eiturbikar, og fyrir þá sök
rak hann hana í útlegð til Síberíu. Þar með
enduðu afskifti bans af málinu.
Hann vissi ekki hót um hinar voðalegu
hörmungar, sem þessir ólánssðmu Síberíufangar
urðu að þola, því að enginn einasti af vinum
hans, að méreinum undanteknnm, þorði aðsegja
honum sannleikann. Ég var meira að segja oft
heyrnarvottnr að þvi, að sjálfur prinsinn
skrökvaði aðhonum.
Og hvað viðvíkur því, er hann drap Stanis-
laus, þáer tæplega hægt að áfelja hann bart fyr-
ir það. Stanislaus reyndi að drepa hann, —
hleypti tvívegis af skammbyssunni beint framan
i hann. *og miðaði henni á hann í þriðja sinn,
þegar keisai inn reif hana af honum og barði
- 103 —
að koma til mín fyrst. Viö getum orðið sam-
ferða til hans eftir aðég hefi heyrt sögu þína’.
‘Á ég að skilja orð þín svo, prins, að þú haf-
ir þegar sagt keisaranum nokkuð um það, sena
gerðist í kvöld ?’
‘Já, þú átt einmit að skilja það svo. Ég;
hefi sagt honum alt af létta sem ég vissi’.
‘Einmitt það. Fyrst að svo er, þá skulum
við verða samferða til lians. Þær afsakinir sem
ég hefi fram að færa. verða að eins sagðar i hans
návist. Þessar afsukanir eru að eins fyrir hönd
prinsessunnar, og ég sé nú eftir þvi, að ég trúði
þér til þe»s að bíða þar til ég kæmi. Hún þakk'
ar þér eflaust sjálf að verðleikum við tækifærl
siðarmeir’.
Ég sá að hann átti mjög bágt með að stilla
skap sitt. Æðarnar blánuðu og þrútnuðu á enn-
inu á honum og hann ikrefti fingurnar inn í lóf-
ana.^ Við stóðum svo þegjandi og horfðumst i
augu. Svo vatt hann sér á hæl og gekk áundan
til herbergis keisarans.
‘Prins Michael’, sagði ég rétt óður en við
gengum inn í keisarasalinn, ‘þú hefir enga á-
stæðu til að vera mér reiður. Mundu það á með
an á þessum viðræðum stendur’.
Hann stanzaði alt í einu, sneri sér við og
horfði á mig.
'Ertu alveg viss um það?’ spurði hann.
'Já, það er engum efa bundið. Ég man vel
eftir öðrum fnndi mínum við keisarann, þegar
þú gafst mér holl ráð um það, livað ég skyldi
ekki gera. Vertu þess fullviss, prins. að þú átt
engan betri vin í Rússlandi. en Daníel Derring-
ton’.