Heimskringla - 08.02.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.02.1900, Blaðsíða 1
t íieimskringla. XIV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 8. FEBRÚAR 1900. 18. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Blöðin hafa nýlega fiutt fregnir frá frá stríðinu í Afríku, sem brezkum föður- og fósturlandsvinum eru all-ó- geðfeldar, Það var búist við að Buller hershöfðingi mundi geta losað Lady smith úr umsáti Búanna, og í þeim til- gangi tók hann sig upp frá Frere Camp sunnan víö Tugela ána, með 30 000 manna, og fiutti yfir ána her og hör- gögn sin öll og gerði áhlaup á Spion Kop, Aðsókn hans á þetta vígi Bú- anna var mjög örðug, með þvi að margar hæðir voru á leiðinni, og öll sóknin upp á móti. Voru sumar hæð irnar um 500 fet á hæð, og því m jög ilt að koma fallbyssum með sér, sem sum- >ir voru svo þungar, að það þurfti 36 uxa til að draga hverja eina þeirra. samt náðu Bretar vígiuu, eða part af því, og héldu því heilan dag. En með því að vatnsþurð var þar mikil fyrir menn og skepnur, og ómögulegt að koma fallbyssum þangað á staðinn, og Búarnir þar í bezta vígi með liðsafla næganoglétu rignanldi og hiýi'yfir Breta meðan þeir voru á hæðinni. Er talið að Bretar hafi þann dag tapað 1500 manna. Var þeim því nauðugur einn kostur. að yfirgefa vigið næstu nótt. Hélt svo Buller her sínum öllum suður yfir Tugela-á. Þessi ósigur Breta kom þjóðinni og stjórninni á Englandi mjög á óvart, með því Buller var talin einn með beztu hershöfðingjum Breta og sjálfur hafði hann látið þess getið, að hann leyfði ekki her sinum að hörfa undan óvinun um. En reyndin varð öll önnur, og blöðin töluðu harðlega umópigur þenna með því að það þykir víst að Lady- smith, með 10,000 herraenn og fjarskan allan af hergögnum, muni lenda i klóm Búanna, og væri Bretum það óþægileg- ur skellur, því að þá yrði útséð um að hægt verði að binda enda á stríðið á stuttum tíma. Þyair því algerlega nauðsynlegt að auka herafia Breta að mun þar syðra, áður en vonlegt sé að þeir geti sigrað. Núhefir Mr. George Wyndham, aðstoðarfjármálaritari Breta skýrt frá því í ræðu i þinginu, að sam- anlagður her Breta í Suður-Afríku sé nú orðin 213.000 manna, og er það meiri herafli, en þeir hafa nokkurntíma iður haft á vigvellinum í nokkru striði; af þeim eru 180,000 Bretar, 7000 Cana- da- og Ástralíumenn og 26,000 Suður Afríkumenn. Þessir menn hafa als 452 fallbyssur. Af þessum her eru 10,000 drepnir og særðir og 10,000 inniluktir í liiadysmith, en 70,000 manna hafa enu þá ekki getað komizt upp í landið til herstöðvanna, af þvi flutningsfæri ern ónóg tíl þess að flytja allan þann fjölda til orustustaðanna. Af öllum þessum útbúnaðí er það auðsætt, að Búarnir eru engin börn i leik, og aldrei fyrhafa Bretar mætt skæðari mótstöðumönn um á vígvelli. Er þetta viðurkent af hermálastjórn Breta og blöðum Eng lendinga. En það hjálpar Bretum mik ið, ef sú saga er sönn, að hergagna verksmiðja Búh i Pretoria, sem býr til fallbyssukúlur, hafi brunnið til ösku fyrir nokkrum dögum. því hætt er við að Búarnir verði bráðlega skotfæralitl ir, svo að þegar Bretar verða loksins búnir að koma sér svovel fyrir, að þeir geta beitt öllu sínu atíi, þá líð,,r að lík indum ekki á löngu að endi verði bundinn á ófrið þenna. Breta stjórn hefir ákveðið að senda tafarlaust 90,000 hermenn til Suður- Afríku í viðbót við þær 213 þúsundir sem nú ern þar. Verða þá rúmlega 300,000 manna *il sóknar á móti Búun um, og er þá ærið mikill liðsmunur, og litlar likur til að Búarnir standi lengi fyrir því ofurefli, þó vörn þeirra hafi vasklag verið til þessa. British Columbiastjórnin stendur ærið tæpt í þinginu um þessar mundir Hefir að eins 1 fylgismann umfram andstæ ingana við hverja atkvæða- greiðslu. Joseph Martin hefir enn þá ekki tekist að fella hana; en sennilegt þyklr að honum takist það með timan- um. Bretastjórn hofir gefið út yfirlýs- ingu um að Brezkaveldið sé nú í stríði við Suður- Afríku-Rúana, og skorar því á alla góða Breta að hafa engin verzl- unar viðskifti víð óvinina meðan á ó- friði þessum stendur. Sú frétt keinur frá Ottawa að lib- eralar séu fyrir alvöru tekcir að búa sig undir næsti^ Domínion kosningar og að allmarga opinbera fundi eigi að halda víðsvegar um ríkið meðan þingið stend- ur yfir, Það er enda býist við að kosn- ingar muni ef til vill verða látnar fara fram á næsta sumri. Bæjarstjórinn í Rat Portage, hefir verið sekraður um $5.00 og raálskosnað, fyrir að hafa drukkið og veitt öðrum vín í gestgjafuhúsi þar í bænum eftir kl. 11 að kvöldi dags. Þá á samkvæmt lögum öllum hótelum að vera lokað til 7 að morgni. Hermannasjóðurinn er nú orðinn yfir $100,000 dollara. Nefnd sú sem McKinley forseti setti í sumar er leið til þess að rannsaka ástandið á Philips-eyjum og gefa skýrsli* um það, og hvert stjórnarfyrir- komulag mundi verða heppilegast fyrir eyjarskeggja, hefir nú seut forsetanum fyrri helming skýrslu sinnar, og hefir hann lagt hana fyrir þingið. Nefndin ræður til að íbúum eyjanna sé veitt sjálfstjórn i öllum innbyrðismálum. Segir nefndiu að hún álíti þetta vera tryggilegt, nauðsynlegt og ákjósanlegt fyrirkomulag, borgir og sveitir ættu að hafa samskyns sjálfsstjórn og tiðkan legt er í sjálfum Bandaríkjunum. Einn- ig ættu sýslustjórnir þar að vera þær sömueinsog í Bandaríkjunum, lengra nær ekki fréttin um þenna hluta skýrsl- unnar. Stórkostlegur eldur kom upp í bæn- um Dayton í Ohio þann 1. þ. m. Skað- inn metinn hálf millión dollara og nokkrir menn létu lífið. Annar eldur í Indianapolis í Indiana ríkinu gerði $350,000 skaða. Mr. Elton Yermette andaðist að heimili sínu í St. Norbert í siðustu ýiku Hann var 109 ára gamall og talinn elzti maður i Manitoba. W. Gobel var svarin í ríkisstjóra- embættið í Kentucky þegar hann lá á banasænginni. Hann t andaðist nokkr- um stundum síðar. . Ottawa-þingið kom saman 1. þ. m. Öldruð kona að nafni Mrs Young, brann til dauða í húsbruna sem varð á heimili hennar nálægt Cypress River í Manitoba á miðvikudaginn i síðustu viku. Hún var 90 ára gömul. Dóttir hennar, Mrs. Stewart, húsmóðirin á bænum, brann einnig mikið, og er henni ekki ætlað líf. Annað fólk komst með nauminduiíi undan eldinum klæðlaust, og hafðist við i gripahúsum þar til hjálp kom. Islandsfréttir. Eftir Þjóðólfi. Reykjavík 22. Desember 1899. Séra Matthías Jochumsson hetír nú sótt um lausn frá prestskap til þess að verða aðnjótnndi þeirra hlunninda eða heiðurslauna. sem honum eru ákveðin í síðustu fjarlögum, en það eru 2000 kr á ári. Mun ena óráðið, hvort hann tíytur búferlum hingað til Reykjavíkur eða verður kyr þar nyrðra. Um Ríp f Skagafirði sæki." séra Jón Magnússon á Mælifelli, og er talið vist að hann muni fá það brauð. Mannalát. Nýdáinn er Evjólfur Gislason í Nesi í Selvogi, fyr bóndi á Vötnum í Ölfusi, bróðir Sigurðar he t. á Kröggólfsöðum, á 78. aldursári (f. 27. Marz 1822). Faðir hans Gísli bóndi Eyjólfsson á Kröggólfssöðum (d. 1851) var bróðurson séra Engilberts JóuS- sonar, er síðast hélt Saurbæ á Hva'- fjarðarströnd, en kona Cisla og móðir Eyjólfs á vötnum var Solveig Snorra- dóttir merkisbónda í Engey Sigurðs- sonar samastaðar Guðmundssonar. í haust hafa látizt þessir merkis- bændur: Sigurður Ketilsson í Mikla garði í Eyjafirði (12. Okt.) Ari Guð- mundsson á Uppsölum í Seyðisfirði vestra (16. okt.J og Jón Pálsson á Mið- húsum á Reykjanesi (3. Nóv ) bróðir Gests heit. Pá.ssonar skálds. Hinn 10. þ. m. varð bráðkvaddur Jón Samsonsson dyravörður við latínu- skólann, röskur maður og knár á bezta aldri. Hann var af hinni alkunnu Sam- sonaætt í Húnaþingi. Faðir hans Samson Ingimundarson, nú í Reykja- vík, er dótturson Halldóru Samsons- dóttur sterka á Fjósum i Svartárdal, Bjarnasonar, en hhn var föðursystir Jóns Samsonssonar alþingismanns í Keldudal. 5. Janúar 1900. “Frækorn” nefnist nýtt blað, sem sem byrjað er að koma út hér um ára- mótin. IJtgefandi og ábyrgðarm. David Östlund. Er það i sama broti og Kvetinablaðið, og kostar jafnmikið (1 kr. 50 a. árg.) en keinur helmingi oftar út, tvisvar í m^nuði). Á það aðallega að verða trúarlegs efnis. Húsbruni. Aðfaranóttina 19. Des. brann til kaldra kola timhurhús í Melbæ Leiru, eign Þorsteins bónda Císlasonar, bjargaðist fólkið með naumindúm úr eldinum og misti Jiaralt sitt. Þorsteinn bóndi skeuidist mjög af bruna á hönd um og fótum, er hann var að bjarga einu barni sinu, er einnig skemdist tíl muna. Liggur hann síðan veikur. Fjós brann og 2 kýr inni. Húsið var vátrygt fyrir 2,500 kr. Heiðursmerki. Þjóðskáldið Stein grímur Thorsteinsson, yfirkennari við lærða skólanu og séra Matthias Joch umson á Akureyri hafa af konungi veri særadir riddarakrossi dannebrogsorð unnar. En hversvegua mátti Gröudal gamli ekki vera með? Lausn frá embætti hefir séra Matthías fengið. og verður því aðnjótandi þeirra 2000 kr. launa, er síðustu fjárlög veita honum. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefir og fengið lausn frá kennarembætti sínu yiðlæiða skólann með 2000 kr. eftir launum á ári, samkvæmt ákvörðun síðustu fjárlögum. Ný lög. Þessi löp frá alþingi hefir konungur staðlest 6. Des f. á, 17. Um friðun á Hallormsstaðarskógi. 18. Breyting á prestakallalögunnm 27 Febr. 1880 (um Staðarsókn í Súg andafirði sem sérstakt prestakall). 19. Um ákvörðun verzlunarlóðarinnar í ísafjarðarkaupstað. 20 Löggilding verzlunarstaðaraðSuð- ureyrarmölum í ísafjarðarsýslu. 21. Löggilding verzlunarstaðar við Norðurfjörð í Strandasýslu. Dáin er hér í bænum 27. Des. f. á, frú Þuríður Kald, ekkja séra Eirík pró- fast Kuld’s i Stykkishólmi (d. 1893.) en dóttir dr. Sveinbjarnar Egilssonar rek tors, og elzt þoirra systkyna, rúml, 76 ára að alkri (f. 2. Nóv. 1823) af börn- um hennar lifir eitt: Bryiijólfur stúdent í Rvík. Ein dóttir hennar. Jóhanna Friðrika, mesta efnisstúlka, dó upp- komin; hin dóu ung. Frú Þuríður var vel gáfað kona, sem hún átti kyn til, glaðlynd og tápmikil, en átti við erfið- an hag og andstreymi að búa síðustu ár æfi sinnar. Skemtanir hér í bænum um hátíð- irnar voru með allra fáskrúðugasta móti í þetta sinn. Leikfélag bæjarins gat aldrei leikið, sakir þess, að tveir helztu leikendurnir voru veikir, en skólapiltar skemtu bæjabúum nokkur kvöld með því að leika “andbýlingana” eftir Hostrup, og siðasta kvöldið annan smáleik þýddan úr dönsku. Þóttu leik- ir þessir takast vonum fremur, og sum- ir piltarnir léku dável. Ný pöstafgreiðsla. Frá 1, April þ. á. verður póstafgreiðsla sú, er verið hefir í Arnarholti í Stafholtstungum flutt að Norðtungu í Þverárhlíð og frá s. d er Runólfur hóksali Runólfsson í Norðtungu skipaður póstafreiðslumað- ur þar. Fagnaðarár fyrirllæknana og lækna- efuin íslenzku verður þetta ár, sem nú fer í hönd. Flestir lækna þeirra, er kyrrir sitja í embættum fá allálitlega launahækkun í nýársgjöf. Allir auka læknar verða efl 'ust lastir læknar með 3—500 kr. launahækkun, og læknaefnin geta gert sér beztu vonir um, að fá fljóta og góða áheyrn. Eru nú þegar aúglýst laus til umsóknar 19 læknis- héruð, er landshöfðingi veitir og eftii- launaréttur fylgir ekki. Þessi héruð eru: Skipaskagahérað, Ólafsvíkurhér- að, Þingeyjarhérað, Hesteyrarhérað, Hofsóssbérað, Höfðahverfishérað Reyk dælahérað, Axarfjarðarhérað. Fljóts- dalshérað, Mýrdalshórað og Grímsnes- hérað, hvert með 1500 kr, árslaunum, en Kjósarhérað, Mýrahérað, Reykhóla- hérað, Flateyjarhérað, Nauteyrarhérað, Þistilfjarðarhérað, Fáskrúðfjarðarhérað og Berufjarðarhérað, hvert með 1300 kr. árslaunum. Umsóknarfrestur til 81. Marz. Eftir ísafold. Reykjavík, 9. Des. 1899. Mannskaði varð á Stokkseyri 4. þ. m. Tveir menn drukknuðu, form. Þor- kell Magnússon, nál. 40ára, búsettur þar og nýlega kvæntur. Ötull sjómað- ur og heppinn. Hinn var Ögmundur Jónsson, ókvæntur, um þrítugt; þeir voru, ásamt mörgum fleiri, að koma að, og er þeir voru nýbúnir að leggja á sundið, fylti skipið og öll stjórn á þvi var ómöguleg, cn brim var talsverl og lásjáað. Jón Grímsson hafnsögum, á Stokkseyri komst fyrstur til og gat bjargað sjö mönnum. Þeir voru níu áalls. Síðan var hinum björguðu mönnum skift niður á fleiri skip, er þá voru komin að sundinu, og var brimið þá i svip svo mikið, að 2 skip leituðu til Þorlákshafnar méð þrjá af hinum björguðu mönnum, þar á meðal einn er hafði hrokkið útbyrðis. þá er skipið fylti, og var tií muna þjak aður, Guðm. Guðmundssou vfnnumaö- ur á Stokkseyri, er samt búist við að hann nái heilsu aftur. Kona varð úti í veðrinu mánudag- inn 27. f.m., Guðrún Jónsdóttm, frá Keflavík, 69 ára. Hún ætlaði frá Kefia- vík inn í Njarðvík,en viltist og fanst örend miðvikudaginn 29. nálægt Þórs- höfn. Þann 2l. Sept. andaðist að heimili sínu Húnstöðum i Húnavatnssýslu, eftir langvinna og þungbæra sjúkdóms legu merkiskonan Þuríður Andrésdótt- ir. Hún var fædd á Læk í Viðvíkur- sveit í Skagafirðf 5. Ágúst 1829, og foreldrar hennar þar lengi. Dáin ersögð frú Ingibjörg Ebenez- ersdóttir á Skarði, ekkja Kristjáns sál. kammeráðs þar, á niræðisaldri. Hafnar- öfluðust vænum Ufsaveiði var töluverð í firði, um helgina sem leið; nokkur hundruð tunnnr af ufsa. Bezta veður umliðnaviku, við aust- anátt en rétt logn, í dag 8. genginn til útsuðurs með éljum. 16. Des. Mannalát. Skrifað er af Eyrar- bakka 6. þ. m.: “í dag er látinn Frið- rik bókbindari Guðmundsson, Péturs- sonar frá Minna Hofi á Rangárvöllum, 62 ára að aldri. Ari Guðmundsson, bóndi að Uppsöl- um i Seyðisfirði vestra, andaðist 16. Okt. þ. á,, vart fertugur. Jón Páls- sou, bóndi á Miðhúsum í Reykhólasveit lézt 3. f. m. úr lungnabólgu, nær tímt- ugsaldri, bróðir Gests heitins Pálssonar Sigurðar fakors Pálssonar á Hesteyri fl. Albert bóndi Sigurðsson á Ytri búðum í Bolungarvík andaðist 31. Okt stakur atorku og dugnaðarmaður, á bezta aldursskeiði, dó úr lungnabólgu. Arni bóndi Helgason á Brekkum í Holtum, bróðursonur Árna prófasts Helgasonar, er og nýlega dáinn Sömu- leiðis Einar bóndi Einarsson á Bjólu í Holtum.áður nndir Eyjafjöllum. Úr Strandasýslu fréttist lát Lofts bónda Bjarnasonar í Eyjum, var gildur bóndi og vel látinu. Bráðkvaddur varð hér í Reykjavík sunnud. 10. þ. m. dyravörður við la- tínuskólann, Jón Samsonson, vaskur maður á bezta aldri. 20. Des. Skagafirði, 17. Nóv. Barnaveiki geisar enn i Fljótum, ^siðan i fyrra sumar. Hún barst þaðan inn í Skaga- fjörð á einn bæ, Efra-Ás, og 3 börn 8 til 12 ára dóu þar sömu vikuna. Sá bær einangraður með banni, er hefir veriö hlýtt rækilega. Strandasýslu sunnanv. 9. Desemb.: Hausttíð hér stöðugt stórhretalaus, en úrkomur miklar. Nú hefir vikutíma verið haglaust af áfreða og snjóþungi talsverður, einkum Innan til í firðinum (Hrútafirði). Fiskiafli varð í haust lítill hér í sýslunni. Inn í Hrútafjörð gekk ekki fiskur, en á Steingrímsfirði vantaði lengst af beitu. Þar fekst aldrei síld í haust og lítiðaf smokk. 3. Jan. 1900. Norðanveður mikið var hér alla jóla- vikuna og rúmlega það. frá því á Þor- láksmessu og fram á nýársdag. bál- viðri dag eftir dag, en frostlítið að jafnaði og snjókoma engin. SPURNINGAR OG SVÖR. 1. Sp. Hvað er maður skyldugur til að búa lengi á hálfu landi (80 ekrum) undir núverandi heimilisréttarlögum ? 2. Sp. Er ein Section af landi 640 ekrur, að frádregnum brautarstæðum? 1. Sv. 3 ár; ekki minna en fulla 6 mánuði á ári, að sumrinu. 2. Sv, Já. Fáfróður. The Home Life Association of Canada. Incorporated by special act of Parliament. Hon. R. HARCOURT, A. J. PATTISON, Esq, President. Gen. Manager. 'Höfuðstóll—ein millíón dollars.' Einn kemur öðrura vern. I síðasta blaði gátum vór þess, að Mr. Young, Liberal þingmaður í Deloraine-kjördæminu, hefði bréf- lega auglýst að hann ætlaði að segja af sér þingmensku undir merkjum Greenways, og að hann væri búinn að afneita honum sem leiðtoga. Nú kemur annar Liberal þingmaður, sem ætlar að taka sömu stefnu. Það er Mr. Ennis þingmaður fyrir Beau- tiful Plains kjördæmið. Hann, eins og C, A. Young kennir lygum og prettum Greenways í j&rnbrautar- málinu um stefnubreyting sína. Sömuleiðis sterkustu Liberal-blöð- in hér í fylkinu eru að yfirgefa Greenway, þar á meðal The Duffe- rin Leader í Carman, Killarney Guida, Neepawa Press o. fi. Það er á orði að Liberal flokkurinn í Ma- nitoba haldi bráðlega almennan fund til þess formlega að reka Greenway frá formensku flokksins, , Yfir fjögur hundruð þúsund dollars af höfuðstól HOME LIFE félagsins hafa leiðandí verzluuar- menta og peninpa menn í Manitoba og Norðvestur- landmu keypt. HOME LIFE hefir þessvegna meiia afl á bak við sig í Mani- toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lífsábyrgðarfé'.ag. Lífsábyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af öllum er sjá þan álitin að vera hin fullkomnustu lífsábyrgðarskýrteini, er nokkru sinni hafa boðist, Þau eru skírt prentuð, auðskilin, laus við tviræð orð. Dánarkröfur borg- aðar samstundjs og sannanir um dauða félagslima hafa borist félaginu. Þau eru ómótmælanleg eftir eitt ár. Öll skýrtejni félagsii s hafa ákveðið peningaverðmæti eftir 3 ár. og eru pen jngar lánaðir út á þau með betri skilmálum en nokkurt annað lífsábyrgðai félag býður. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EGGERTSSON, MANAGER. Jlcliifyro ItlocK. WÍ III) Í|H‘JÍ I’ GENKRAL AGENT. O Itox 845. Feykilegur vöru=afslattur! Takið eftir: 10—35c, af hverju dollarsvirði. Ladies Jackets 20—85c. Húfur,^kragar og- öll loðvara Karlmanna yfirhafnir,|*treyjur o. fl, 20c. Flóka- 20c skór 20c. og ýmsar aðrar skótegundir IOc. ásamt mörgu fleira. þessar og allar vörur eru daglega að hækka í vei ði hjá heildsölumönnunum. En þær vörur sem hér eru boðnar með þriðjungsafslætti voru* keyptar áður en prísarnir hækkuðu. Fólk ætti að nota 'sér þetta afarlága verð, sem að eins mun vara stuttan tíma. Komið öll! Komið fljótt! Gudmundur Johnson, Cor, Ross & Isabell. Jlexandra ob Melatte 'RJOMA-SKILVINDUR. Ef þú hefir sjö kýr, þá eru þær, með því nota rjómaskil- vindur þéreins arðsamar og þó þú ættir tíu kýr og enga skilvindu, og þess utan er tímasparnaðurinn, og sparnað- ur á vinnu og ilára kostnaði. Bændur sem seldu smjör á 8 til lOc. pundið hafa fengið 16 til 20c. fyrir þaö síðan þeir keyptu skdvmdurnar og haft einn fjórða meira snijör til 8olu. Ef þú óskar eftir sönnunuii fyi ir þessum staðhæf- ingum eða vilt fá upplysingar um vei ð og söluskilmála á þessnm skilvindum sem orka þenna vinnusþarnað aukna gróða, þa skrifaðu á íslenzku ef þú vilt til K. A. I.istcr & KING °f? C’o. 232 ST. Ltfl. WINNIPEG. Hujj;suiiarsamar matreiðslukonur vilja ætíð vanda sem bezt það sem þær bera á borð. Boyd’s brauð ev hið bezta. Marg-ra ára reynzla heflr sannað það. Hefurðu ekki veitt því eftirtekt hvað það er ágætlega smekkgott ? W. J. Boyd, 370 Qg 579 Main Str. MJÖG STÓR Flaiiiielettes Teppi Hvít og grá að lit 75C. parið. Einnig hvít ullateppi ágæt, 7 pnnd að þyngd $2.75 Auglýsing. Eins og að undanförnu hefi ég tvo lokaða sleða í förum í vetur milli Sel- kirk og Nýja íslands Annar sleðinn leggur af stað frá Selkirk á hverjum fimtudegi kl. 8 f, h, kemur aftur til Selkirk kl. 6. á mánudagskvöldum. Hinn sleðinn leggur af stað frá Selklrk kl 8hvern mánudagsmorgun og kemur aftur þangað á föstudagskvöld, V’anir, góðir keysslumenn, þeir Kristján Sig- valdason og Helgi Sturfögsson. Geo. S. Dickinson, HrEST SELKIRK, - MAN. 574 n»in Telefón 1176. Úrmakari Þórður Jónsson, Itlain Str. Beint á móti rústunum af Manitoba Hotelinu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.