Heimskringla - 08.02.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.02.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 8. FEBRÚAR 1900. Beiiiiskríiigla. PUBL.ISIIED BY Thc Ileimikringla News & Publishing Co. Verð blaðnin'í í Canarla 0(r Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupenle «n blaðsins hér) .00. Peningar sendist í P. O. Money Order Secistered Lett.er eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en i Winnipeg: að eins teknar með affðilum Managing Editor : R. Ií. Baldwinson, Office . 547 Main Street. P O BOX 305- Ráð":jafa-kosninp;arnar Þegí\r síðustu fylkiskosningar fóru fram, ogallir þeir sem “sjáandi rildu sjá”, vissu að liberalflokkur- inn var búinn að tapa trausti kjós- •ndanna, þa voru samt til menn sem héldu því fram að Greenway mundi miundi halda völdum áfram, að kosn- ingarnar í Dauphin og Gimli mundu ganga á móti conservativum, og að þegar nýju rftðgjafarnir leituðu end- srkosninga, þá væri svo sem sjálf- •agt að þeir tópuðu kosningunni og »vo væri alt búið með vesalings con- servativa, en Greenway, góði gamli ■parsami liberal Greenway héldi áfram að stjórna Manitoba um mörg ókomin ár, eins og ekkert hefði ískor- ist. Þeir hughreystu hver annan þessir liberalar og blöð þeirra héldu uppi sama söngnum. Free Press Barði stóru flokks-trumbuna en Lóg- berg þá litlu, og svo hélt liberal- flokkurinn áfram út í kosningarnar í Dauphin og Gimli með öllu því póli- tiska herafli sem þeir höfðu ráð á, en ferð sú varð þeim ekki til fjár, og þeir neyddust til að játa að það gæti verið tvísýnt um flokksigur sinn. En ■vo kom það fyrir að Mr. Greenway fékk meðvitund um það að hollast mundi vera fyrir hann að berja ekki lengur höfðinu við steininn, en játa hreinlega að hann væri unninn í bardaganum, og segja af sér stjórn- arvöldum . Þetta gerði hann mán- uði eftir kosningarnar og eftir að hafa breitt sem mest mátti hann yfir það allra óhreinasta í fjármálastefnu sinni og öðrum stórnar athöfnum. Nú var það eina von flokksins að búa sig sem bezt undir ráðgjafa- kosningar og gera sína síðustu og sterkustu tilraun til þess að sigra H. J. Macdonald og D. H. McFadden, ef þetta tækist, sem þeir töldu efa- laust. Þá væri ekki að sökum að spyrja. Greeway héldi enn þá á- fram að stjórna. En þá kom það fyrir að þessir ráðgjafar Ijóstruðu upp um Greeway klíkuna þeim glæpuin sem gersamlega sneru kjós- endunum á móti þeim. Það var sýnt að á nýári síðastl. var fjárhirzla fylkisins ekki að eins tóm helkur I skuld um nálega einn fjórða úr millión dollars, þrátt fyrlr það að leigutól liberala höfðu haldið því fram við kjósendurna á opinbeberum fundum, að fjárhagurinn stæði mjög blómlega. Þessi uppljóstur kom því fylkisbúum mjög á óvart og það varð kurr mikill í herbúðum liber- ala. Menn fóru að efast um að Green- waystjórnin hefði verið eins spar- söm á almenningsfé, eins og þeim hafði verið sagt að hún væri. En næst kom upp annað verra. Ráð- gjafar Greenwaystjórnarinnar höfðu talið kjósendum um þvert og endi- langt fylkið, trú um það, að ýmsar járnbrautir, sem lagðar hafa verið hér f fylkinu á síðastl. ári, hefðu ver- ið lagðar án þess að fylkis legði svo mikið sem einn dollar til þeirra. En »vo sönnuðu nýju ráðgjafarnir að þessu hafði verið logið og að allir ráðgjafarnir hefðu verið samtaka í að blekkja kjósendurna í þessu máli, því að í stað þess að hafa ekkert lagt til þessara brauta, þá höfðu þeir á stjórnarráðsfundi f sumar f Júlímán. skuldbundið fylkið til að veita um 150 þúsund dollars styrk til þessara sömu brauta, sem þeir svo síðar sögðu að væru lagðar án fylkis- styrks. Nú sáu kjósendurnir að Greenway-réðgjafarnir voru sam- safn af svlvirðilegum lygurum og að þeim var ekki lengur trúandi fyrir fylkismálum, enn þá vissu þeir þó ekki allan sanDleikann, því að nýju ráðgjafarnir gerðu það síðar opin- bert að síðasta verk Greenway-glæpa- klikunnar, eftir að þeir voru orðnir undir í kosningunum og búnir að tapa tiltrú kjósendanna, en áður en þeir flugu úr hreiðrinu, var að binda fylkið meira en þriðja úr millión dollars ábyrgðum fyrír braut sein bygð er suður í Iþmdaríkjum, án þess að fá nokkur hlunnindi ístaðin. Þegar þet-ta kom upp, og Greenway varð að játa þetta væri svona, þá var kjósendum ofboðið. Ýmsir þeir sem áður höfðu verið sterkir með liberal- flökknum, létu nú opinberlega í Ijósi óánægju sína með hann og vantraust sitt á honvyp fyrir þetta athæfl. Og svo varð þessi óánægja megn að einn af nýkosnu liberal þingmönnunum ritaði bréf til formans liberalfélags- ins og tjáði honum að hann ætli að segja af sér þingmensku undir merkj uin liberala strax og þing kemur saman, með því að hann hatii tapað tiltrú á Greenway fyrir lygar hans og sviksemi við sig og* kjósendurna. Alt þetta heflr, sem vonlegt er, haft þau áhrif á liheralflokkinn að hann befir mist móðinn og er nú ekki ba.P- dagafær um stund Þess vegna þorðu þeir ekki að setja út menn á móti nýju ráðgjöfunum þegar kom til endurkosninga, og alt grobb þeirra um hreysti og sigurvinningar í fylk- iskosningum valt um sjálft sig og varð að engu. Það er víst alveg ó- hætt að ætla að Mr. Greenway verði ekki aftur stlórnarformaður f þessu fylki. Hann er búinn að fyrirgera öllum rétti til vírðingar og tiltrúar kjósendanna í þessa fylki, og þeir sem hafa fylgt honum fastast að und- anförnu eru nú óðum að yflrgefa hann og flokk hans. Það er. af þess- um á8tæðum að ekki voru settir út menn á móti nýju ráðgjöfunum, og af sömu ástæðu er það að engin lík- indi eru til þess að'liberalar fál kos- ið nokkurn þingmann í þessu fylki um nokkur komandi ár. Ráðgjafar Manitoba- fylkis. I síðasta blaði gátum vér með örfáum línum um hverjir væru ráð- herrar í nýju conservative stjórninni í Manitoba. Nú viljum vér gera það nokkuð nákvæmar. Með því það er tilhlýðilegt að Heimskringla sem eindregið heflr stutt að því að koma flokknum til valda skýri nú lesend- um sínum frá hverjir menn þeir eru sem nú ráða löguin í landi hér. Fyrstur er formaður flokksins og stjórnarinnar, Hon. Hugh John Macdonald. Um hann er óþarfl að ræða því hann er allra manna bezt þektur um allan Canada. Þó má geta þess að hann er sonur gamla Sir John A. Macdonald, mesta stjórn- fræðingsinn sem Canada heflr átt og sem var fortnaður ríkis-'tjórnarinnar um samfleyttan fjórðung aldar, þar til hann dó. Hjá honum kyntist Hugh John fyrst stjórnmálum. Mr. Macdonald er fæddur í Kingston, Ontario 13. Marz 1850 og er hann því nú nálega 50 ára gamall. Hann útskrifaðist af Toronto háskólanum 1869, eftir það stundaði hann lög- fræðisnám þar til hann útskrifaðist sem lögmaður 1872. Hann heflr búið í Winnipeg síðan 1882. Hann var tvisvar kosinn til ottawa þingsins og var um tíma innanríkisráðgjafl þar til hann tók við formensku conserva- tiveflokksins i Manitoba fyrir 3 árum. Hon. John A. Davidson, ráðgjafi akuryrkju- og innílutnings- mála ogfylkisféhirðir, heflrverið hér f fylkinu síðan 1871. Hann er fædd- ur í Tamesíord, Ontario 1852 og mentaðist í skólanum í Brussells í Ontario. Mr. Davidson hefir mest- an tíma æfl sinnar gefið sig við verzl- un, fyrst í þorpinu Gladstone og ?íð- ar í Neepawa, og hefir haldið á- byrgðarmiklum stöðum f þeim sveit- um sem hann hefir haft aðsetur f. Hann er um fram alt annað, góður “business" maður. Hann heflr gegnt þingstörfura síðan 1881, og var um tíma leiðtogi conservativa-flokksins hér í fylkinu. Hon. David McFadden heflr verið þingmaður síðan 1883. Hann er fæddur í Peterboro í Ont- ario 17. Febrúar 1856. Mentun sína fékk hann í skólanum í Bruce County og síðar f Toronto. Hann er dýralæknir. Hann hefir haldið á- byrgðar stöðum f sínu héraði og ver- ið borgarstjóri í Emerson um undan- farin ár. Hanu er gáfumaður góður og rel látinn Hon. Colin H. Campbell embættislaus ráðgjafi, er fæddur í Burlington, Ontario, á Jólum 1858, og útskrifaður úr háskólanum í Toronto sem lögfræðingur 1881. Hann kom til Manitoba 1882 og heflr stundað hér lögfræði jafnan síðan. Campbell er maður gáfaður og inikil- hæfur, og það má vænta þess að hann verði ráðhollur í nýju stjórn- inni. Hon. James Johnson, embættislaus ráðgjafi, er fæddur í Michell, Ontario 18Nóv. 1855. Ilann heflr verið mörg ár hér f fylkinu og stundað verzlun. John:-on er hæfi- leika maður mikil). Hann var kos- inn þingmaður fyrir Turtle Moun- tain-kjördæmið í Nóv. 1897, og var sú kosning fyrsta dauðamerki Green- way stjórnarinnar, sem fylkisbúar fengu nokkra vitneskju um. Hann verður óefað góður ráðgjafl í hinni sýju stjórn. Annars kom það mörgum á ó- vart að Mr- R. P. Roblin var ekki settur í ráðaneytið, því að fylkisbúar vfirleitt líta á hann—og það að réttu—sem einn af allra hæfustu stjórnmálamönnum þessa fylkis. Mr. Roblin átti að sjálfsögðu kost á að taka hverja þá stöðu í ráðaneytinu sem hann óskaði eftir, en hveiti- verzlun og annað starf hans er nú orðið svo umfangsmikíð að hann gat ekki losað sig við það að svo stöddu, og gat því ekki þegið boðið f þetta sinn. Sigurðar-málið. Mr. Geo. A. Elliott, lögmaður, hefir sent oss eftirfylgjandi skjðl: B. L. Baldwinson. Esq., City. Deer Sir:— As requested by you, I beg to hand you herewúth, copy of my letter to Lögberg, demanding an apology, on behalf of Mr. Sigurður Guðmundsson, for the article bubl- ished in their paper, at the time the charge of personation at the last elections was dismissed. I also hand you herewith the apology, which was afterwards translated into Ice landic and published in the Lög berg paper. This is I trust a satis- factory setthment of this matter. Yours faithfully. Geo. A. Elliott. B. L. Baldwinson Esq. City. Kæri HERRA:— Samkvæmt tilmælum yðarsendi ég yður hér með afskrift af bréfl mínu til Lögbergs. Hvar í ég heimt- aði, fyrir hönd Sigurðar Guðmunds- sonar, afturkall á ummælum í grein sem prentuð var í blaði því um það leyti sem sökinni móti honum um að hafa greitt atkvæði í annars nafni við síðustu kosningar, var vísað frá. Eg sendi yður einnig afturkallið, sem síðar var snúið á íslenzku og j'rentað í blaðinu Lögbergi. Þetta vona ég sé ákjósanleg endalykt æssa máls. Yðar einlægur, Geo. A. Elliott. The Lögberg Ptg. & Publ. Co. City. Dear Sir:— 1 beg to notify you on behalf of Sigurður Guðmundsson, that it is his intention to bring an action againsl you for damages, for a libel contained in the issue of your paper the Lögberg, issued from your Oflice in Winnipeg, on the 4th day of January instant. The Iibel com- plained of by Mr. Guðmundsson, is contained in an article printed partly at the bottom of the second column and continued upon the top of the third column of the 8th page of that issue. The language specially com- plained of, is as follows: “Það er leitt að svona fór, því sé “hinn kærði saklaus væri æskilegt “að það sannaðist, og sé hann sekur “—sem nijög sterkar líkur eru til— “þá er eins nauðsynlegt aðþað sann- “aðist. Lagabrot af þessu tagi er að “verða alt of tíð og ætti að “vera hegnt hvenær sem hægt er. “Það, að maðurinn er gamall, er “engin málsbót, þó Hkr. gefi það í “skyn. Menn ættu þvert á móti að “verða varkárari með ald i og “reynslu. Gamall málsháttur segir: “Grfsir gjalda, en gömul svfn valda”, “Ef málshátturinn væri viðhafður um “þetta m&l, þá yrði að snúa honum “við f aðalatriðinu”. The underlined portions of which, contain the objections particularly complained of. This notice is given you, in order that you may have an opportunity of publishing a full apology, for said libel, within 10 days from this date. If such apology is not made within that time, Mr. Guðmundsson will commence an action for libel, against you, in re- spect of the language complained of. This notificatiou is given by me as Solicitor for, and on behalf of the said Sigurður Guðnmndsson. Yours truly, (sgd.) Geo. A. Elliott. Solicitor for SlGDRÐUR GuðMUNDSSON. WÍDnipeg 8. Janúar 1900. Til Lögbergs útgáfu og prentfél. City. Kæru HERRAR:— Ilér með tilkynni ég yður, fyrir hönd Sigurðar Guðmundssonar, að það er áform hans að höfða skaða- bótarnál á móti yður fyrir ærumeið- andi ummæli sein eru í blaði yðar Lögbergi, gefnu út frá skrifstofu yðar f Winnipeg þann 4. dag Jan. yfirstandandi. Ærumeiðandi um- mæli þau sem Mr. Guðmundsson kvartar undan eru í grein sem prent- uð er að nokkru leyti neðst f öðrum dálki og áfram haldandi efst I þriðja dálki á öftustu blaðsíðu þess blaðs. Ummæli þau sem sérstaklega er kvartað undan, eru sem fylgir: “Það er leitt að svona fór, þrf sé hinn kærði saklaus væri æskilegt að það sannaðist, og sé hann sekur—tem nijön miklar líkur eru til — þá er eins nauðsynlegt að það sannaðist. Laga brot af þessu tagi nru að verða alt of tíð og ætti að verða hegnt hvenær sem hægt er. l>að að maðurinn er gamall er engin málsbót, þó Hkr. gefi það í skyn. Menn ættu þvert á móti að verða varkárari með aldri og reynslu. Gam- all málsháttur segir: “Grísir glalda en gömul svín valda”. Ef múlshátturinn væri viðhafður um þetta mál, þá yrði að snúa honum víð i aðalatriðinu. Það eru undirstrikuðu kaflarnir í þessum ummæluin sem undan er kvartað. Þessi tilkynning er gefln yður til þess að þér skuluð hafa tækifæri til þess að auglýsa afturköllun þeirra innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs. Ef slík afturköllun er ekki gerð innan þessa tíma, þá ætlar Mr. Guðmundsson að hefja sakamál á móti yður, útaf þeim ummælum sem kvartað er undan. Þessi tilkynn- ing er gerð af mér sem umboðs- manni fyrir hönd nefnds Sigurðar Guðmundssonar. Yðar einlægur, Geo. A. Elliott. Umboðsmaður fyrir Sigurð Guðmundsson. Lögbergsfélagið sendi þá lög- manni Elliott svo látandi fyrirgefn- ingarbæn á ensku: Mr. Sigurður Guðmundsson takes exeption to certain portions of the article published in our paper on the 4th instant that refers to the charges vvhich had been made against him in connection with the recent eleetion. We may say that it was not our in- tention topass judgement in any way on the case, which had been before the Conrts, or to indicate or insinuate in any way that Mr. Guðmundsson was guilty of the offence charged. We hereby beg to withdraw all imputations against Mr. Guðmunds- son and regret that anyone should have taken such a construction from our article. Á íslenzku svona í Lögbergi: “Mr. Sigurður Guðmundsson fiunur að vissumkaflaí grein þeirrier vér birt- um í blaði voru hinn 4. þ. m., sem ræð- ir um sakir þær er bornar voru á hann 1 sambandi við nýafstaðnar kosn- ingar. Utaf því viljum vér segja, að það var ekki tifgangur vor að leggja uokkurn dóm ámálið, sein hafði komið fyrir dómstóla . eða að sýna eða gefa í skyn á nokkurn hátt að Mr Guðmunds- son væri seknr i misgerð þeirri, er haun var kærður um. Vér leyfum oss því að afturkalla allar getsakir móti Mr. Guð- mundssyni, og þykir auðvitað fyrir að nokkur skuli hafa lagt þann skilning í grein vora”. •Leiðrétting. Það er bara eitt nýtt atriði í síð- ustu Lögbergs samsuðunni, sem Hkr. má ekki láta ósvarað. Þar er sagt “að það sé alkunnugt að ritst, B. L, B. hafl eitt tíma sínum í kosninga- brask nieðan hann var embættis- maður sambandsstjórnarinnar á töst- um launura. Lezt vera að ferðast í embættiserindum og setti stjórninni reikninga fyrir ferðakostnað þegar hann var að smala atkvæðum fyrir sjálfan sig”. Þatta er algerlega ó- satt. B. L. B. sagði af sér stöðunni í hvortveggja skiftið, og ferðaðist þess vegna í sínum eigin tíma og á sinn eigin kostnað, og gerði stjórninni enga reikninga, hvorki fyrir þann tíma sem hann var í þjónustu stjórn- arinnar nétheldur fyrir ferðakostnaði. Þetta getum vér sannað með vott- orðum frá yfirmönnum B.L.B. í hvor- tveggja skiftið, Thos. Bennett hafði umráð í fyrra skiftið og H. H. Smith í siðara skiftið yfir þeim skrifstofum sem B L.B. vann á. Þeir eru mál- unum kunnir, og vita að vér höfum hér rétt mál. Frá löndum, KEElkATIN. 24. JAN. 1900. Kæra Heimskringla! Eigi erutn ,við Keewatin-búar fjör- menn miklir til ritstarfa, því vart get- ur heitið að héðan hafi sést lína í viku- blöðum ykkar í IVinnipeg, en úr flest- um öðrum stöðnm heyrast raddir við og við, þar sem Islendingar búa, um landsins gagn og nauðsynjar, og frétta greinar. En sanngjarnt finst mér að einnig héðan séu fréttir ritaðar. Ekki er hér stór hópur íslendinga. Hér eru 13 fjölskyldar, en tala alli a íslendinga hér er 56, — Helztu atvinnu vegir eru daglaunavinna, og stunda hana allir landar nema 1, sem Jstundar fiskiveiðar og liggur úti á vötnum ná- lega vetur og sumur, og er vikingur mikill í þorskabygðum. En sumir landar hafa hér einnig dálitla landbletti og stunda garðrækt, spretta garðávext- ir hér ágætlega og eru í háu verði. En erfitt er að rækta þá hér, því landið er afar grýtt. Heylandhafa landar ekki, og þurfa þvi að kaupa nálega alt hey sem þeir þurfa handa kúm sinum.°,en sem ekki eru margar, — 1—2 og 3 hjá einum. Þó má vera að þeim takist með tímauum að rækta bletti til hey- skapar, sem nægi til fóðurs 1 eða 2 gripum. Hey er hér mjög dýrt, 10—12 dollara tonið, þá það er ódýrast. Atvinna hefir verið hér nægileg sið astl. ár. Því nær allir íslendingar haf a hafL stöðugi atvinnu til þessa dags og hafa liklega veturinn út. Efnahagur Islendinga hér mun vera í betra lagi, ef miðað er við landa vora í öðrum bæjum, sem sömu at- vinnu stunda. Af þessum 13 fjölskyld- um, sem hér eru, eiga 12 húsin, sem þeir búa í og sumir fleiri en eitt. Ekki er þó sagt að allir eigi húsin skuld- laus, sem eigi er heldur von, þar þeir hafa bygt þau, sumir þeirra, síðastl. suma, en sumir fyrir 1—2 árum, en all- ir eru þeir komnir vel á veg með að eignast þau, og margir eiga þau ger- samlega skuldlaus. Og stórum st'ga þeir fram árlega hvað efnahaginn snert ir. Og vel má vera, að sumir þeirra verði gullkóngar, áður en hérvist þeira likur. Því gullnáma eiga þeir sumir, þó arðlausir séu enn þá, því skort hefir þá peninga til aðláta vinna í þeim. Þeir hafa að sönnu borað skráargatið, en lykiliinn er í smíðum, og enginn veit hvað iður jarðar geyma. Þar við situr. Verzlun. Hér eru stöðngt tvær verzlanir og msð köflum fieiri, er selja matvöru og fatnað, og dýr er sú vara öll. Hór er ein kjötverzlun, og dýrast er þar drottins orðið; getur ekki heitið að ætt kjöt fáist þar fyrir minna en 8—lOcts. pd.. jarðepli 50c. bush., þegar það er ódýrast. Það hygg eg að hér mundi gott tækifæri fyrir kjötsala, að setjast hór að, það er að segja ef hann vill ná í peninga. Heilbrigði: Fremur hefir hér verið kvillasamt síðastl. ár. Og þar af leið- andi hafa ýmsir landar orðið fyrir ærn- um kostnaði. Af fullorðnum hafa mest vanbeilindi beðið: Sigurðjir Pétursson og Gísli Jónsson, sem báðir hafa legið tiðuin síðastl. ár, og hefir hvorugur þeirra en fengið bót. meina sinna. Það er grönnum þeirra sorgarefni, því þeir eru dugandi menn og drengir góðir. Einnig hefir gengið ýms vesöld í börn- um, mest kíghósti og tanntökuveiki. Engir hafa hér ástvinamissi beðið síð- astl. sumar, nema Mr. og Mrs. Þor- steinson; þau mistu 12. Ágúst síðast. son sinn 8 raánaða gamlan, úr tann tökuveiki og kíghósta. Félagsskapur. Helzti félagsskap- ur hjá oss er Lestrarfélag. Það stend- ur með hiuum mesta blóma. Þó hefir það oft mátt liða súrt og sætt, eins og flestur anuar félagsskapur. sem fæðzt liefir í þessari gömlu og grályndu ver- öld. En þegar mikið hefir heyrzt af hinu kynlega glamri, sem Jónas talar um, þá höfum við ætíð hóað í ‘'lætin”, og hefir þá vanalega Htið orðið úr sköinminni. I gegn um súrt og sætt hefir það vaxið, og aldrei hefir það ver- ið þroskameira en nú. Það á nú orðið uml70bindi af bókum. Félagið heitir “Tilraunin”. Em bættismenn félagsins eru 5: forseti, skrifari, bókavörður, gjaldkeri og fjár- málaritari. Þeir eru kosnir árlega, en fundi heldur félagið 4 á ári.— Ýmsan fleiri félagsskap höfum við reynt að mynda meðal vor, svo sem pöutunar- félag, málfundafélag og kappræðufélag. En ekki hafa þau geta þrifist. Hafa þnuöllfengið gulu af ergelsi og oltið ut af i sokkabolunum, og óp hinna æðstu presta fylgt þeim til grafar. Skemtanir. Um þær er lítið hjá oss. Lestrarfelagið hafði hlutaveltu og skemtisamkomu 9. Desember f. á Það varð rneð storum ágóða fyrir félagið. Einnig skemtu menn sér vel. Hið helzta til skemtana var: ræður og flutt kvæði og söngur, upplestur og síðast hoppað (dansað). — Á jólanóttina var hér höfð jólatréssamkoma. Það var allgóð skemtan; ræður og kvæði flutt (íslendingar yrkja hór sem aunarstað- ar). Ekki hafa aðrar samkomur verið haldnar hér í vetur. Þó ekki sé mikið um samkomur hér hjá oss, þá er þó fé- lagslífið all fjörugt; og ekki hefir það víða verið betra, þar sem ég hefi verið. Pólitik, Um hana er ekki mikið að skrifa. Við erum engir ofsamenn í þeim greiuum, en flestir fylgja hér Con- servatívum, fáir Liberal. Og glaðir erumviðyfir kosningaúrslitum Mani- toba-fylkis. Og nýja islenzka þing- manninum óskum við til hamingju og hann uppfylli vonir landa sinna og verði þeim og sór til sóma á þingi. Húrra fyrir B. L. Baldwinson. Hór skal staðar numið. Og vona ég að þú, Heimskringla mín, flytjir leseridum þínum þessar fréttir, og fyr- irgefir þó ófimlega sé ritað og eins þó að bréfið só nokkuð langt, þar sem svo sjaldan er ritað. Hljóttu langa lífdaga og hilli manna. Gellir. MOUNTAIN, N. DAK.,25. JAN. 1900. Frá fréttaritara Hkr. Frost og hreinviðri þessa dagana og alveg snjólaust. Þeir herrar Dr. Ólafur Björnsson og H. S. Bardal frá TVinnipeg hafa verið hór f kynnisför til vina og vandamanna Hr. Jóhann Bjarnason höfuðskeljafræð- ingur frá IVinnipeg, er hér í kynnisför til systkyna sinna, og svo að reka iðn SÍna. I Cements-námunum hefir verið hætt vinnu um tíma, sökum vatnsleys- is. Félagið segist byrja aftur með vor- inu og vinna þá nótt og dag. Herra J. V. Leifur á Mountain hef- ir verið settur agent hér til að selja far- bréf fyrir hinar ýmsu skipalínur, hvert sem er til norðurálfunnar. Hann seg- ist geta selt þau ódýrar en menn geti keypt þau í St. Paul eða annarstaðar.— Það væri sanngjarnt að landar vorir sem hafa í hyggju að heimsækja gamla Fron 1 sumar; eða þá Parisar-sýning- una, vildu finna herra Leif að máli áð- ur en þeir kaupa sér farbréf fannarstað- ar. Hveitiverðið helzt alt-af lágt (51c.), og eru bændur að skeggræða um, að farn að stunda meiri kvikfjárrækt, og svo að sá meiru af "Flax”, sví það er í afarháu verði, nú $1,50 búsh., og allar líkur tii að gott verð haldizt á því fram- vetris, því bæði Linseed Oil Mills og Flax Fiber Mills er verið að reisa víðs- vögar um ríkið. Góð tíðindi hljóta það að vera öllum, sem veikireru að rafmagnsbelti mín (Electric Galvao- ic Belt) eru þau undraverðustu belti í heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma betur en önnur belti, sem kosta $5 til $30. Þessi belti mín endast æfilangt og ganga aldrei úr lagi. Það eru áreiðan- legaðlækna liöaveiki, gi.t, tnnnpínu, kirtlaveiki, alskonar verk, sárindi og kvalir. svefnleysi, hægalðeysi, lifrar- veiki, hjartveiki, bakverk, nýrnaveiki, magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La- Grippe, andarteppu, taugasjúkdóma og alskonar kvensjúkdóma. Engar á- stæður að vera veikur, þegar þér getið orðið læknuð. Þér verðið varir við ✓erkanir beltisins eftir 10 mínútur. Af því ég vil að allir kaupendur Heimskringlu eignist þessi belti, þá sel ég þau á $1.00 hvert, eða 6 belti fyrir $4.50 um næstu 60 daga, eftir 60 daga hækkar verðið. J. Iiiikander. Maple Park, Kane County, Illinois, U. S. A. Anny and IVavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessurn bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum ver meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. f. Brovn & Co. 541 Main Str.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.