Heimskringla - 20.12.1900, Page 1

Heimskringla - 20.12.1900, Page 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦! ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Hitunarofnar. Amerík- enskir loft- heldir hitunarofnar frá $3.25 til $18.00. Véi höfum ágæta eldastó fyrir $ 15.00. Bezta verð á öllu WATT& GORDON, Cobnbr Loqan Ave. & Main St. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ WATT & GORDON, ♦ Corner Logan Ave. & Main St. / nmnnn HenSilatnPar’borð °K fJíii • lestrarstofu lampar. Sjáið vorar margbrey tilegu vörur og vöruverð. Hvergi betra né ódýrara í borginni. ♦ ♦ ♦ !♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦0 XV. ÁR Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Ekki er alt búið enn þá i Suður Afríku. Núersagt aðBúar hafi náð 4 deildum brezkra hermanna, margir hafi fallið og særzt, en fleiri teknir til fanga, ásamt vistum og hergögnum. Aðvisusegja sum blöð að þetta sé ekki fullsanuað, en líklegast er þó eitthvað hæft í því. Oss var lofað fyrir nokkr- um vikum, þegar Kitohener lávarður tók við herstjórninni þar syðra, a,ð ver skyldum ekki fá aðrar fréttir af stríð- inu. en þær sem hann leyfði að senda, og um leið var þess getið að hann mundi sjá svo um að sem minstar frétt- ir bærust út af vígaferlum þar. Það mun mega ætla að þar gangi stöðugur ófriður, þótt vér fáum óljósar fréttir af honum, og að Búar haldi þar ekki kyrru fyrir, þótt þeir séu nokkuð das aðir og hljóti að lúta í lægra haldi um síðir. Skeyti frá Kitchener lávarði, dags. 15. þ. m., segir að 5 liðsforingjar og 326 liðsmenn, sem hafa verið fangar i Magaliosberg, hafi verið gefnir lausir, Og nýlega hafi Búar umkringt og her- tekið 120 hesta frá Brabant hershöfð- ingja í Seastrou-héraðinu. Blomíield sveitarforingi sigraði Búa herdeild á leidinnitil Vryheid. Biðu Bú- ar mikið manntjón' Var orusta þessi 13. þ. m. ,Blomfield hrakti Búa burtu úr Scheapeis Nek, og náði all miklu af hergögnum. Annað jhraðskeyti frá Kitchener lávarði kemur Jl6. þ. m. og hljóðar á þessa leið: Clement herforingi hefir komið að finna mig. Hann segir að þessar 4 herdeildir, sem Búar tóku um daginn hafi varlat á hæðunnm meðan þeim entist skotfæri. Herdeild Búa sem réðist á þá, hatl veuö 2000 her menn harðsnúnir og vel útbúnir. En á meðan hafi 1000 Búar barist við liö sitt! af fádæmá hreysti og ofurhug. Klukkan 6,20 um kvölðið hafi hæðirn- ar veríð alveg mannlansar. Hjálparlíð komst þangað ekki í tíma. Clements hershöfðingi og.lið hans barðist sam- kvæmt heireglum nema töluvert margir innfæddir kynblendingar, er önnuðust um hergagnakeyrslu, struku burtu meðan á orustunnistóð. Var því flutn- ingurinn tekinn af Búum, ogþaðafhon- um sem þeir gátu ekki haft með sór brendu þeir. Clement segir að liðs- menn sínir hafi hegðað sór sem sönn um hermönnum ber að gera. Það þykir að sumir brezku þing- mennirnir á Englandi vera orðnir ærið Búa-sinnaðir. Sagt er að þeir sýni gleðilæti þá fregnir koma um að Búar beri hærra hlut. Mælt er að á fundi, sem þessir Búa-sinnar héldu, hafi þeir hrópað þá nafn K itcheners lávarðar var nefnt: “ítalinn”, ‘‘slátrarinn”, “villi- dýrið”, en þegar nöín þeirra De Wet og Steyn voru nefnd, hafi þeir sýnt gleði- læti. Taka blöðin í Lundúnum hart á þessu athæfi, sem vonlegt er. Methuen herforingi hefir nýlega náð talsverðu af nautum og sauðum frá Búum, og er það talinn sigur. Mr. William T. Stead. rithöfundur- inn mikli, átti tal við gamla Kruger, í Hague ájsunfiudaginn var. Vita menn fátt um tal þeirra. nema að Stead hvatti gamla manninn til aðleita allra ráða til að fá stórveldin í lið með sér, og þegar hann væri búinn að fara um Norðurálfuna, þá ætti hann að finna stjórnina í Washington tafarlaust og biðja hana liðveizlu. Ekki vita menn svör Krugers i þessnm ráðleggingum, en góðan llðsmann hetir hann þar sem Mr. Stead er. Stjórnin í Nýfundnalaudi hefir haft $258,000 tekjuafgang á síðastl. fjárhago- Ari. Stjórnin er nú að semja við Mr. Reid, járnbrautakónginn mikla, um að leigja járnbrautir hans þar á eyjunni um 50 ára tímabil og stjórna þeim Svo eins og þær væru þjóðeign. Mælt e. að Kitchener lávarður hafi skorað alvarlega á brezku stjórnina að senda hvern leinasta fullkominn liðs mann, sem riðið og gengið getur, til Suður-Afríku. Eftir þau stórtíðindi sem orðið hafa í Suður-Afríku síðan Roberts lávarður lagði niður völdin, spyr enska þjóðin með alvörusvip stjórnina, hví lávsrðinum sé leyft að fara heim. Stórtíðindi þau er hafa gerzt síðan Roberts lagði niður völdin en í stjórnartíð KitchenerS eru þessi: Herforingi De Wet slapp úr herkvíum WINNIPEGr, MANITOBA 20. DESEMBER 1900. í gegn um herv erði Breta við Thaba N’cbu. Hinir stóru mannskaðar og hernám við Novitgedacht, og ósigur við Zastron og Magaliesberg. Skeytí frá Lorenzo Marques stend- á þvi að allar herdeildir Búá séu ágæt- lega búnar að vopnum og hertækja byrgðum, en séu í skorti með matvæli. Bandaríkjasenatið hefir samþykt að Bandarikjastjórnin víggirði Nic- aragua skipaskurðinn þegar hann verði grafinn. Bretar lýsa í blöðum sínum megnri óánægju yfir þessu. Það er talið að allar afurðir af nám um í Ontariofylki á þessu ári nemi að upphæð $1,353,287,00. Það er sagt í enskum blöðum að keisaraekkjan í Kína hafi gengið að eftirtöldum skilyrðum, sem parti af fiiðarsamningnum við sambandsþjóð- irnar: ]. Að láta keisarann Kwang Su koma fljótlega til Pekin og hafa aðset- ur þar. 2. Að borga stórveldunum 40 milíón- ir pund sterling í herkostnað. er borg- ist á 6 árum. 3. Að veita stórveldunum leyfi til að hafa 2000 evrópiska hermenn við hverja sendiherrastöð þeirra þar eystra. 4. Að hvert fylki í landinu skuli hafa ráðanaut frá sambandsþjóðunum, út- nefndan af þeim og úr þeirra löndum. 6. Að reisa minnisvarða yfir baron von Ketteler, sendiherra Þjóðverja,sem myrtur var í fyrra í Kína. 6. Að senda e inn af æðstu prinsum Kínaveldís yfir til Þýzkal nds, til þess að biðja afsökunar á því morði o g láta iðrun Kínastjórnar í ljósi fyrir þann glæp. 7. Að hegua stranglega fyrirliðum Boxers uppreistarinnar. 8. Að banna innflutning vopna og annara hergavna inn í fylkið Chi-Li. 9. Að evrópiskir hermenn hafi eftirlit með öllum umferðum milli Taku og Pekin. 10. Að útlendir sendiherJar skuli á ölluin tímum eiga aðgang að keisara- höllinni og geti haft pesónulegt, samtal við keisarann. 11. Að land- og sjávarherstöðvar milli Shaw Hai Kiwan, Taku og Pekin skuli verda eyðilögð. 12. Að mönnum frá þeim héruðum, sem hafa sýnt sig andstæða Evrópu- þjóðunum, skuli ekki leyft að taka þátt i herprófum Kína í Pekin um 5 ára tímabil. Li Hung Chang hefir verið veitt leyfi til að taka keisara innsigliðog setja það á öll embættisbréfín til stór- veldanna og samninga við þau. Er þetta meira vald en nokkrum öðrum manni hefir áður varið veitt þar í landi og sannar það, að karl er svo gott sem einráður í gerðum sínum þar eystra. Umræður mikiar hafa orðið í brezka þinginu út af væntaniegum kostnaði við stjórnina í Suður Afríku. Har- court hélt þ ví fram að lögregluliðið þar syðra. undir forustu Baden Powels munði kosta Breta £4 milíónir á ári, en það væri eins mikið og öll fjárveit- íng Búanna hefði verið á síðastl. ári til að standast allan kostnað við stjórn landsins og stríðið til samans; kvað hann Bretum mundi veröa landið ærið dýrkeyptog óvíst um framtíðarfrið þar Maður datt útbyrðis af skipi á höfn í Canton i Kína. * Það voru um 400 manns um borð og allir þntu til að sjá hvað um væri að vera. Af þunga fólks- ins valt skipið og sökk og drukknuðu þar 200 manns, en200 varð bjargað með illan leik. Samkvæmt samningum, sem Bret- ar hafa gert við Portúgalsstjórn. er nú Delagoaflóinn i Afriku orðinn eign Breta, sem hafa umráð yfir allri verzl- un þar og rétt tll að leggja tolla á inn- og útfluttar vörur, með því að borga Portúgal 15% af dollarnum- J. Austin .Chamberlain gat þess í brezta þinginu í siðustu viku, að Eng- land hefði boðið Bandaríkjunum að lækka fargjald bréfa og böggla milli landanna, en Bandarikin hafa neitað því. Jarðskjálftar miklir og jarðföll hafa orði ð á Heligoland eynni, (og er sagt að við jarðskjálftann hafi jörðin sprungið og svelgt í sig 30 íbúðarhús, Sagt er að s jór hafi gengið svo upp á eyna, að partur af lienni Jhafi verið undir vatni svo dögum skifti. Litilli eða engri hjálp varð við komið og skaðinn sem er stórmikill, er enn þá ekki tilgreindur. Samkvæmt ný útgetinni reglugerð Ottawastjórnarinnar verður innflutn- ingsskattur á Kínverjum, sem ætla að setjast að í Canada, $100 á hvern mann eftir nýár, í stað $50, sem verið hefir að undanförnu. Á síðasti. ári hafa inn- tektir stjórnarinnar af þessari tekju- grein orðið $210,152 af 4231 manni. Tveir piltar, 15 og 17 ára gamlir, urðu úti nálægt Elkhorn hér i fylkinu í síðustu viku. Þeir voru að sækja víð i skóg6 mflur frá heimili sínu, en urðu seint fyrir, og í myrkrinu töpuðu hest- arnir slóðinni og viltust. Yngri bróð- irinn fraus i hel, en hinn lifir, stór- skemdur. . Stórknstlegt regn og stormur æddi yfir bæinn San Francisco áföstu dag- innvar. Regnfallið var óttalegt og götur og hús manna flóðu í vatni. Vindhraðinn var ákaflega n.ikill og kippirnir svo harðir að ýms hús ultu af giunninum. Telegrafstólpar og girð- ingar fuku um koll. Einn maður beið bana af því og inargir meiddust. Yms ar aðrar skemdir urðu þar. Nú hefi’ K.tchener lávarður sent hermálastjórninni á Englandi svo hljóð andi skeyti: ‘ Pretoria, 14. Desember. Clement herforingi hefir beðið stóran ósi ;ur vi 3 Nooitgedacht. Mannfallið er mikið, 5 liðsforingjar dauðir og 9 liðsmenn; horfnir 18 liðsforingjar og 555 liðmenn. Þetta tapaða herlið var í 4 liðsdeildum og höfðust þar við á hæð um nokkrum i kring um orustuvöllinn. Gáfu sum blöðin í skyn, að ekki sé þessi liðsmannatala of talin, sem gefin er út af hermálastofunni. Mælt er að Knox herforingi haldi De Wet í skefjum með 3000 liðsmönnum nálægt Thaba N’Chu, Ladybrand. Dominionþingíð á að koma saman 6. Febr. næstk. Það verður beðið um að löggilda Alberta Central járnbraut- arfél. og leyfa því að byggja járnbraut frá Tp. 38, R. 23, til Red Deer-bæjar Sýningarstjórnin á Frakklandí hef- ir tapað 2 milíónum franka á sýning- unni. Kostnaðurfnn við hana varð 116 millíónir, en inntoktirnar 114 millónir franka. Mr. Chas: T, Yerkes frá Chicago hefir fengið leifi hjá bæjarstjórninni í Lundúnum til þess að bryggja neðan- jarðar rafmagnssporbrautir um bæinn. í sambandi við það hefir stjérnarnefnd félags þess sem Mr. Yerkes er meðlim- ur í, ákeðið að byggja stórkost- legar skrifstofur þar. Land er dýrt í Lundúnum bæarlóð sú, sem lmgsaðjer aðbyggja þessar skrifstofur á, kostar $1J miljón og til þess að hafa sem mest not af lóðinni vill félægið fá leyfi hjá bæjarstjórninni til þess að byggja 455 feta hátt hús, með 3o loftum,og verður það þá stærsta og hæzta bygging i heimi. Það er álitið að byggingin kosti ekki meira en lóðin sem hún á að standa á. í þessari byggingu getur félagið haft allar sínar skrifstofur og leigtþess utan nægil. hús og skrifstofu- rúm fyrir 550 leiguliða semáætlað er að mundu borga $220,000 í húsaleigu um árið Sjö lyftivélar eiga að vera í bygg- ingu þessari og rafmagn veifur eigi að veita stöðugan straum af fersku lofti um herbergi hússins. Borgarvatn á ekki að nota framvegis, heldur á að þrýsta brunnvatni um alt húsið, sem bæði er svalara og hollara, en borgar vatnið. Það er áætlað að hús þetta hið mikla verði 21,(00 ton að þyngd, svo að eigi er hætt við foki af völdum vinda. Gull hefir fundist í stórum stíl í Alaska i svonefndu Yellow River hér- aði í vesturhluta Alaska um 300 mílur frá Holy Cross trúboðastöðuum í Yu- kon. Tólf Svíar fóru þangað vestur í Júií síðastl. og fundu bull þar í jörðu, sem þeir segja að sé eins auðug eins og Eldorado og Bonanza lækjunum i Klon dyke. Segja þeir að á þessi sé full af gulli á þriggja mílna svæði. John Ab- enson, einn af þessum 12 Svium og fé- lagar hans, grófu holu sem var 16 feta á hvern veg og 2 feta djúp, og tóku þar $34,000. Þessir menn leigðu Indíána til þess að bera gullið til Yukonlands- ins. Þeir komu til St. Michaels með allan auðinu snemma i siðastl. mánuði. Robert Morreney, sá er flutti þessa frétt, er ferðbúinn til Skagway; þaðan æílar hann að ferðast 2100 mílur til þessara nýfundnu gullstöðva. Dominionþingið er kallað saman þann 6. lebrúar næstkomandi. Það er búist við að þingsetan verói með stytsta móti að þessu sinni. Frakkar ætla að leggja 762,000.000 franka til þess að smíða 269 herskip af ýmsri stærð. I franska þinginu kom einnig fram uppástunga um að stjórnin legði lagabann við tilbúningi og sölu skaðlegs áfengis, sérstaklega þeirra drykkja, sem búnir eru til úr malurt. Uppástuugumaður kvað slíka drykki orsaka brjálsemi i þjóðina og orsaka eyðilegging hennar. Uppástungan gekk í gegn í einu hljóði. James Parker var dæmdur til 13 ára betrunarhússvinnu í Philadelphia fyrir þjófnað. Hann hefir setið 6 ár í fangelsinu, og er nú látin laus, af þvi að algerð sýkna hans af ákærunni hefir verið sönnuð. Um skemtisamkomuna í Geysir-bygð. Að kvöldi hins 1. Des var skemti samkoma haldin í skólahúsinu í Geysir- bygð í Nýja Islandi. Fyrir skemtun- inni stóð kvennfélagið þar í bygðinni og var alt mjög vel af hendi leyst, enda virtust allir sem sóttu samkomuna, vera mjög ánægðir; því bæði er húsið, sem skemtanin fór fram i, hið allra hentug- asta, sem huugsast getur í sveit,og eins voru veitingar ágætar í alla staðl, og voru þær bornar fram í stórum sal upp á loftinu í húsinu. Það var eins og allir bygðarbúar hefðu tekið saman höndum með að gera þessa samkomu sem ánægjulegasta. En það sem mest einkendi sam- komu þessa. var ^sjónleikurinn, sem þar var leikinn. Heitir leikur sá '‘Nihilistarnii” og er hann að mörgu leyti mjög fræðandi og tilkomumikill, sérstaklega II. og IF. þættirnir. Eru Nihilistar sýndir þar eins og þeim er oftast lýst í góðum skáldsögum frá Rússhtndi. Búningurinu á aðalsfólk- inu, í leiknum, var í alla staði hinn prýðilegasti svo góður að maður gat ekki annað en dáðst að honnm. En aft- ur voru tjöldin á leiksviðinu mjög léleg, og var það illa farið, því svona tilkomu- mikill leikur missir mikið af gildi sínu ef málverkið vantar. Þó var auðséð að öllu var þar *el stjórnað, og öllu vel til hagað eftir því sem föng leyfðu. Að- dáunarvert mátti það heita, að ár-niður skildi heyrast, og eins var öllu snildar lega niðurraðað á leiksviðinu, þegar afieiðingarnar af seinna fundi Nihilist- anna voru sýndar þar, sem Nihilistinn nr. 13 lá fallinn, og Nikulás heldur Al- exandra í örmum sinum. Hún er þar náföl, en um leið tíguleg og höfðinleg, en hann prúður og karlmannlegur, með brokkið og kolsvart hár — maður gæti p-kki hugsað sér rússneskan aðals- mann fallegri en hann. En svo sást til annarar handar hið ógurlega tröll (Petur lögregluþjónn) með tvo af Nihi- listum, en á bak við er Petroveski, og bendir á hinn fallna Nihilista. Þetta atriði var ef til vill hið tilkomumesta í öllum leiknum, og lýsti það mikilii leik- ara-íþrótt. Aitir sem léku þetta umfangsmikla leikrit, eru unglingar, að undantekinni einni konu, sem er komin á efri aldur, en bún var tilkomumesta persónan á leiksviðinu, eg sýndist jafnvel vera ung kona. Mér var sagt að leikendurnir hefðu haft mjög stuttan tíma til að æfa sig í þessum leik—jafnvel ekki meiraen fjóra daga og er það nærri ótrúlegt. En þó leikendurnir hefðu verið búnir að æfa sig í heilan mánuð, þá hefð samt verið ósanngjarnt að ætlast til að þeir hefðu leyst sitt verk vel af hendi. Aðal-per- sónan í leikritinu er hertoginn—gamall maður og drottnunargjarn. Guðmund- ur Erlendssou lék þá persónu, og það má með sanni segja að hann léki ágæt- lega, sérstaklega þegar hann talaði við sjálfan sig, og þegar hann varð æstur; enginn af leikendunum þurfti eins oft að skifta um skap sem hann, því her- toginn er ýmist hálfreiður, eða hissa, og á altaf í vök að vekjast, og er með köflum ofurliði boriun af heimilisfólki sínu. Ásbjörn Pálsson lék greifann, og gerði það prýðilega. Greifinn er altaf hálf drukkinn, en verður um leið að láta lítið á þvi bera. Hann drekkur oft en litíð i senn. Greifafrúna lék Ingi- björg Erlindsdóttir, og lék hún snildar- lega, sérstaklega þegar hún var að fá greifann til að þegja yfirleyndarmálinu. Gerði hún það svo náttúrlega, að fáar stúlkur á hennar aldri hefðu gert betur. Hei togafrúna lék Jóhanna kona Jóns Sveinssonar, var auðséð að hun skildi vel þann þátt, sem nún þurfti aðleika, enda kom hún vel fram á leiksviðinn og sópaði mikið af henni, en bezt lék hún þegar hún var að tala hljóðskrafi við greifRfrúna. Kristján Jónsson lék Ni- hilista-spæjaraun, og léku fáir betur en hann. Hann var lifandi af ijöri, og gletnin skein úr augum hans, og þegar hann sagði hertogauum frá viðskiftum sinum og Nihílista, þá ljk hann af hreiani suild. Nihi.istinn i>r. 13 var leikinn af Magnúsi Sigurðssyni. Var mjög erfitt að leika þann þátt. Én ef ril vill hefði euginn af öllum hiuum leikendunum getað leyst það verk eins vel af hendi sem Magnús, því þegar hann las bölbænirnar j'fir hertoganuin, lýsti röddhans þeirri geðshræring, sem ekki er ætíð gott að ger sér upp. Og tilburðir hans alllr voru í fullu sam- ræmi við rödd hans og geðshræring. Sigríður Pálsdóttir lék Katrínu (nihil- istaforingjaun). Hún lék ágætlega síð- ast í IV. þætti og þegar hún stóð frammi fyrir hertogann m. Brynjólfur Jónsson lék son hertogans og var hann vel til þess fallinn sökum þéss að hann er fríður og karlmannlegur Það var unun að borfa á hann slíta af sér bönd- in og verjast þremur eða fjórum nihil- istum. Það var engin uppgerð. Hann braust um eins og kappi og það mátti sjá vöðvana á handleggjuin hans tútna út., Jane Nordal lék Alexöndru. Hún lék ágætlega. En bezti lék hún það at- riði, þegar hún kom fram til að bjarga Nikulási. Og það eina atriði var nægi- legt til að sýna áhorfendunum að hún hefir mikla hæfileika til að koma framá leiksviðið. Siguý Þorsteinsdóttir lék þjónustustúlkuna, hún er yngst af öll- um bessum leikendum, en hún lék þó siun þátt eins vel og hinir; ekki sízt þegar hún snoppungaði lögregluþjón- inu. Húu sýndi það, að hún skildi til hlítar “karaktet” þeirrar persónu, sem húnlék. Lögregluþjóninn lék Svein- björn Pálsson. Haun er jötuu aö vexti þó hann sé að eins sautján ára gamall. Hann var mjög líkur lögregluþjónum eins og þeir alment gerast, og va ð mörgum starsýnt á hann. Þorsteinn Þorsteinsson lék nihil’stanu nr. 11. Hann virtist vera óvanur við að leika, því hann talaði oiiágt, en að öðru leyti kom hann vel fram; sá þáttur, sem hann lék, var tilkomuminstur. Sá sem lék leynilögregluþjóninn var Jóhannes kennari Pálsson. Að mínu áliti var lang- vandasamast að leika þann þátt. En Jóhannes lék hann meistaralega, og ekki er hægt að hugsa sér þá persónu betur leikna. Þegar á- horfendurnir gátu ekki hlegið að hon- um, sem þó var oftast, þá urðu þeir að dást að honum. En það mátti glögg- lega sjá að Jóhannes er vanur við að leika peisónur með líkum “karakter” og þessi. Það merkilegasta við þenna unga leikflokk í Geysii-bygð er það, að hann hefir leikið hvert leikrítið á fætur öðru án þess að fá hina allra minstu hjálp utan að, hvað tiisögn snertir heldur æfa þessir unglingar sig alveg tilsagn- arlaust. Meðan Geysir-bygð hefir þenna leikflokk verða samkomur þeirra vel sóttar. Einn ap áhorfendum. Islenzkur raálaflutningsmaður Thomas H. Johnson Barrister, solicitor etc. Room 7 Nanton Block, 430 Main Street, Winnipeg Manitoba. TELEPHONK 1220 p. O. BOX 750 CHINA HALL 572 main Str Komið æfinlega til CHINA HALL þeg- ra yður vanhagar um eitthvað er vér höfum að selja. Sérstök kjörkanp á hverjum degi. ‘Tea Sets” $2 50. “jjoilet Sets” $2.00 Hvortveggja ágæt og ljómandi falleg. L. H COMPTON, Manager. FERÐA-AÆTLUN Póstsleðinn, sem gengur milli Winnipeg og Nýja íslands í vetur, fer frá Wicnipeg kl. 12 á suunudögum, frá Selkirk kl. 7 á mánudacsmcrgna, frá Gimli kl. 7. á þriðjudagsmorgna. Kem- ur að íslendingafljóti á þriðjudagskvöld og dvelur þar yfir miðvikudaginn. Fer frá tíjótinu kl. 7 á fimtudagsmorgna, frá Gimli kl. 7 á föstudagsmorgna og kemur til Selkirk á föstudagskvöld. Fer frá Selkirk kl. 9 á laugardags- morgna áleiðis til Wínnipeg. Burtferðarstaður sleðans frá Win- nipe™ er að 701 ELGIN AVENUE- Þeir sem fara frá Winnipeg með járnbrautarlest á sunnudögum, til Austur Selkirk, geta fengið þaðan kevrslu með sleðum okkar tíl West Selkirk og náð í póstsleðann þaðan. Mr. G. Gíslason keyrir sleðann* Hann er æfður og gætinn keyrslumaður og á- reiðanlegur í öllum viðskiftum, og lætur sér annt um velliðan farþegjanna. Vakið far með honum. miflge & We»t Selkirk. JOLIN I NAND_ Fjarska afslattur! 16 pund molasykur..... 10 stykki af góðri sápu. #1.00 25c Barna og stúlku treyjur fyrir lægra verð en þær kostuðu oss. Kvenntreyjur mjög ódýrar,—6 centa og átta centa mislit léreft fyrir að eins 3c. yardið,—85 centa lífstykki fyrir 05c.—200 pör af skóm með 35 per cent afslœtti.—Vorir 75 centa upp- hleyptu kjóladúkar kosta nú að eins 40c, yardið. Vorir karlmanna $6,00 yfirfrakkar fást nú fyrir að eins #4.50. Yfirskór mjög ódýrir. 3 pund engiferskökur................................... 35c Karlmannafatnaður fæst hjá oss fyrir lægra verð en vér borguð úm fyrir hann, _ _____ * C. A. Holbrook & Co. CAVALIER, NORTH-DAK.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.