Heimskringla - 31.01.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.01.1901, Blaðsíða 1
#♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦# ♦ HciniHkrinsla er gef- ♦ J in út hveru ö.ntudag af: J ♦ Heimskriugla News and ♦ ♦ Publishing Oo , að 547 Maiu ♦ J St., Wmnipoír, Man. Kust- J ♦ ar uin árið $1.50. Borgað » ♦ fyrirfram. ♦ ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦|g '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Nýír kaupendnr fá i kaupbsetir sögu Drake Standish eða Lajla og; jóla- blað Hkr. 19o0. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til Islands fyrir 5 cents (^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 31. JANtJAR 1901. Nr. 17. Hinn nýji konungur Breta. Albert Edwaid, Prince of Wales, sera nú er nýkiýndur konungur Breta, var fæddur í Buckingnham hðllinni í Lundúnum þann 9. Nóv. 1841. Hann er elsti sonur binnar látnu Victoaíu drotningar. Ilann rar fæddur hertogi af Cornwad og flðgra vikna gainall var hann með konunglegri yfirlýsingu gerður Prince of Wales og líivarðnr af Chester. Hertogadæminu af Corn- Wall fylgdu £60,000 árlegar tekjur. Ýmsa fleiri heiðurstitla fékk prinsinn þegar á barnsaldri og fylgdu sum- im þeirra talsverðar tekjur. Fyrstu mentatilsögn fékk hann frá lady Littleton, systir Gladstones sál, sem hafði yfirumsjón á konunglegu börn- unum þar til prinsinn var C ára gamall. Þá varð séra Henry M. Birch kennari hans um 4. ára tíma, son sinn mistu þau í Janúar 1892, en hinn, prins George Frederick Ernest Albert, núveraridi Duke of York, stendur til að erfa ríki eftir föður sinn í fyllingu tímans. Hinn nýji konungur lagði af embættiseið sinn í brezka þinghúsinu hann 23. þ. m., og að honum afstöðn- um ávarpaði hann þá er viðstaddir voru á þessa. leið: “Aldrei mun ég þurfa að ávarpa yður á sórglegri tímum en nú standa yfir. Mín fyrsta hrygðarskylda er að tilkynna yður lát minnar elsku- legu móður, drotuingarinnar, og ég veit hve innilega þér og öll þjóðin, ög ég held mér sé óhætt að segja, allur heimurinn syrgir frá fall henn- ar og hefir meðaumkun með mér I því óbætanlega tjóni ,sem vér höfum allir orðið að þola. Ég þarf naumast að taka það fiam, að það skal verða staðföst við- leittii mín, að f'eta í fótspor hennar. Edward VII Bretakonungur. og í hans stað kom F. W. Gibbs og kendi hann prinsinum um 6 ára tíma, eða þar til hann var fermdur, árið 1858. Eftir það tók hann nám á Edinborgar háskólanum og notaði skólafrí sín til ferðalaga i útlöndum . Arið 1860 kom hann til Canada og Bandarikjanna, og árið eftir tók hann nám í Trinity háskólanum í Cambridge og útskrifaðist þaðan eft- ir 3 eða 4 ára dvöl þar. Ilann tók sæti í lávarðadeildinni 18‘■ 2, sem Duke of Cornwall. Ýmsa titla hefir hann einnig í sambandi við herinn, og als hafði hann 29 inntektagreinir, en stærstarvoru þó þær, er fylgdu Cornwall landeigninni. Á ungnómsárum sínum þótti hann fjör- og gleðimaður mikill og var af sumum sagður all óprins- legur í framferði, en á síðari árum hefir hann náð almennings hylli fyr- ir framkomu sína í hvívetna og er nú viðurkendur sem fyrirmynd hins æðsta félagslífs og siða á Englandi. Edward konungur er gæddur góðum gáfum, og hefir notað þær vel til nndirbúnings þess embættis sem hann hér eftir skipar, sem stjórnari hins Brezka veldis. Konungur vor kvongaðist þann 10. Marz 18 J4 prinsessu Alexandriu frá Danmörk. Þau hjón hafa eign- ast 5 börn, 2 sonuogS dætur, annan é Það er fastur ásetningur minn, um leið og ég tekst á hendur þá þungu skyldu sem legst á mig, að stjórna rfkinu samkvæmt Jögum þess, að vera stjórnarskipunarlegur konungur í þess orðs ströngustu merkingu, og að vinna að heill og framför rikisins svo lengi sem blóð hreifist í æðum mínum. Eg hef ákveðið að ganga undir nafninu Edvvard, sem sex forfeður mínir hafa áður borið, en þó ég geri þetta þá lítilsvirði ég í engu nafnið Albert, er ég fékk af mínum jafnan syrgða, vitra og góða föður,sem með almennu sainþykki hefir, og ég held réttilega fengið naf'nið Albert góði, og ég óska að naf'n tíans megi standa scrstakt. Að endingu vona ég að þing og þjóð styi ki mig i þeim þýðingar- miklu störfum, seui nú leggjast mér á herðar að arftöku, og sem éger á- kveðinn í að leysa af hendi eftir beztu kröftum minum meðan mér endist líf”. . Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Vagnlest ein nálægt Middleburg i Suður-Afríku var sprengd út af spor- veginum með dynamite, sem Búnr höfðu lagt þar undir brautarsporið. Herforingi Kitchener var á iestinni, og Búar hafa eflaust ætlað honum slys eða líftjón þegar lestin spryngi.—Búar hafa náð 25 mönnum af lögregluliði Kítcheners hjá Maralsburg, —Afur hefir General Methuen náð um 20 Búum úr her nppreistarmanna og geymir þá hjá sér. Það er svo að sjá af öllum Suður Afríku fréttum að hvorugir vinni neitt á öðrum Búar eða Bretar. En nú eru Bretar að seuda 20 nýjar faltbyssur, sem þeir keyptu í Þýzkalandi, suður til Afríku og lið nokkurt með þeim. Landstjóri Curzon. á Indlandi, hefir með hraðskeyti til brezku stjórnarinnar gert henni aðvart um að hungursneyð vofi enn þá yfir í Indlandi vegna þurka sem gengið hafa í Bombay héraðinu. Blöð Breta á Englandi eru farin að lýsa yfir lör.gun sinni til þess að Bret- land og Þýzkaland gangi í Bandalag mót Rússum, sem nú gerast ærið yfir- gangssamir í Kína- Segja blöðin að Bretar hafi hendur fullar að verjast á- rásum Búa og Kínverja, og að þeir þurfi hjálpar víð ef Rússar sæki á þá eða geri tilraun til að hafa lönd undan ríkinu með hervaldi. eða að þrengja kostum þess og virðingu á annan hátt. Eldsábyrgðarfélögin í Montreal hafa hækkað abyrgöargjöldin þar um þriðjung síðan þau urðu fyrir stór- bruna-skaðanum í siðustu viku. í aða parti borgarinnar hafa gjöldin hækkað um nœr helming við það sem áður var. Þrir rœningjar fundust í smáhýsi í bænum Hartsveler, Tenn. Hópur manna safnaðist utan um húsið til að handsama ræningjana. Prestur nkok- ur og sonur hans gengu að dyrum húss- ins og vildu komast inn, en ræningj- arnir skutu þá báða, var þá gert á- hlaup á húsð af vopuuðum mönnum og einn ræninginn særður og varpað í fangelsi, en hinir tveir sluppu. Næst síðar. \ Vilhiálmur Þýzkalandskeisari lætur það boð útganga að hann muni senda herjmikinn á hendur Kínaveldi, ef keis arinn þar gangi ekki tafarlaust að frið- arboði stórþjóðanna, og sýni í verkinu að^hann ætli að halda sættir af fremsta megni. Blöðin segja rð opinber samskot hafi verið gerð í Hamburg á Þýzka- landi til þess að kaupa heiðurspening handa De Wet, berforingja Búanna, fyr- ir framúrskarandi heikænsku og dugn- að. Mest af samskotafénu á þó að ganga til að styrkja nauðlíðandi konur og börn fallinna Búa hermannai Suður- Afríku.—Sagt er einnig að Cape Colony- búar skoði De Wet meiri hetju og kænni herforingja eu Wellington eða Napoleon, og[séu fúsir að fylgja honum, Ófriðarhorfur miklar eru milli Bandaríkjanna og Venezuela lýðveldis- ins í Suður-Ameríku og talið víst að lendi í stríð ef Bandaríkin láta ekkí undan,§ Þetta orsakast af þvi að Vene- zuela stjórnin hefir lagt þungar’ byrðar á ' asphalt”-félag eitt sem bandamenn eiga þar syðra, en Bandaríkjastjórn hefir mótmælt útgialda álögum félags- ins. Venezuel-a-stjórnin situr við sinn keip og kveðst eyðileggja allar eignir félagsins og hefja stríð mót Bandaríkj- unum,[ef þau skifti sér nokkuð af inn- birðismálum Venezuela, sem þeim hvorki komi við né varði um. Sagt er, að 'Washington-stjórnin sé að opna aug- un fyrir því að það sé ráðlegt að fara varlega í sakirnar við útlend ríki, með an ekki sé víst um sígurinn á Filips- eyjum. Eldur kom upp í aðal-verzluuar- hlutanum af borginni Montreal á mið- vikudagskvöldið í síðustu viku og gerði þriggja millión doll. skaða. Meðal annara stórhýsa. sein brunnu, var verzlunarsamkunduhúsið (Board of Trade) sem bygt var fyrir 4 árum og kostaði yfir l mil. doll. Eldurinn átti upptök sín \ klæðagerðarhúsi þar skamt frá. en með því að vindur var mikill og frostharka, þá óð eldurinn á stuttri stunduyfir talsverðan hluta af þéttskipaðasta verzlunarhluta bæjarins og eyðilagði mörg stór verzlunar- og vöruhús áður en hægt var að kæfa bál ið. Margir menn sem unnu við að slökkva eldinn meiddust. og er sumum þeirra tæplega talið lifvænt. Það sem gerði eldinn óviðráðanlegan voru vín- íegundir þeirra Laport, Martin & Co Það er stórt matsalafélag og höfðu þeir vörur aínar í 6 stórum byggingum. Ein af byggingum þessum hafði að geyma allar vínvörur félagsins. Eldurinn læsti sig í hús þetta, og er hann snerti vínið sprak það í loft upp og við það jókst eldurinn og læsti sig í ýms hús í greudinni. Gestgjafahúsin þar í grendinni urðu straxi uppnámi og félk- ið í þeim varð sem vitstola. Það kast- aði kistum sínum og öðrum eignum út um alla glugga husanna.Fólkiðhentisér úr gluggunum niður á lægri byggingar, og forðaði þannig lífi sinn, en margir stórskemdust við þau föll. Mjðg litlu varð bjargað af vörum úr þeim húsnm sem brunnu og skaðinn verður ef til vill talsvert meiri en að framan er sagt. Skýrslur frá Ottawa segja að á ár- inu 1898 hafi innflutniogur til Canada verlð31 900 manna og áárinu 189944.543 manna og á fyrstu 6 mánuðunum af síðasta ári bafi 23 895 manna komið til Canaða og sest hér að, Merkilegt er það við þessar skýrslur að ísl. er að engu getið, framar en engir þeiira hefðu hefðu komið til landsins. I Skýrslun- am eru taldir Amerikanar, Englar, Skctar, Irar, Þjóðverjar, Frakkar. Doukhobors, Galiciumenn og Skandi- vavar. Með hinum síðasta flokki munu landar vorir vera taldir. En slíkt þarf að laga svo fljótt sem auðið er. Vér eigum rétt á að vera taldir sem sérstak- ur þjóðflokkur, og viljum hafa það. Tvö öflug brezk herskip hafa verið send til Kína, og er talið að það sé í sambandi við ágreiningsmál Breta og Rússa út af Blonde eyjunum sem báðar þjóðirnar gera tilkall til. Kínverska umbótafélagið, sem hef ir aðal aðsetur í Vancouver, hefir ritað konungum Þýzkalands, Englands og Jupan og forsetja Bandaríkjanna ásamt sendiherrum þessara þjóða í Kína og beðið þá að vera samtaka í því að setja fvrrvera idi keisaraKvang Hsue aftur á ríkisstól Kínaveldis, þar eð hann hafi verið að koma þeim umbótum á þar í landi, sem stórþjóðirnar óski eftir, um það leyti sam Boxarafélagið hafir grip- ið til vopna til þess að hindra fram- kvæmdir í umbótaáttina. Það er einn- ig beðið um að keisaraekkjan sé gerð út læg úr Kínaveldi og höfð undir eftirliti stjórveldanna, svo hún nái ekxi fram- ar að' hafa nein áhrif á félagið, að al- drei sé bentugri tími en einmitt nú til þess að koma þeszu i framkvæmd. Tveir Japanar komu nýlega til vancouver með þeim ásetningi að setj- ast að í Canada. En þeir voru gerðir afturreka við lendinguna af því að hvor- ugur þeirra gat skrifað nafn sitt eða starf á ensku. Er þetta í fyrsta sinn, sem slíku hefir verið beitt við útlend inga. Allir Stjórnarráðgjafar í Bretlandi hafa svarið hinum nýja konungi holln- ustu eiða. 200 námamenn í Wellington á Van- couver-eyju eru sagðir í mestn þröng, og njóta nú hjálpar almennings. Sagt er að Manitóbastjórnin hafi fengið C. P. R. félagið til að lofa að setja bráðlega niður verð á flutningi á hveiti, frá öllum stöðum í fylkinu aust- ur að stórvðtnunum, í 10 cents fyrir hver 100 pd., eða G ctsfyrir h^ert bush., Fáist það, þá er það tveggja mil. doll. hagur fyrir bændurna i Manitoba í hverju meðal ári. 17 Bandaríkja hermenn háðu nýlega orustu við fjölmennan uppreistarmanna hóp á Filipseyjum Slagurinn stóð yfir í hálfa klukkustnnd. Þá voru fallnir 100 eyjarskeggjar en hinir flýðu, einn Bandarikja hermaður féll í orust- unui. Flestar Evrópuþjöðirnar senda fulltrúa til Englands, til að vera þar viðstaddir jarðarför hinnar látnu Vict oriu drotningar. Eldspítnaverkstæði i bænum Walker- ville, í Ontario, brann og sprakk f loft upp, þann 25. þ. m., blutir hentust 200 fet upp í loftið og alt verkstæðið eyði- lagðist. 2 menn biðu bana og mrrgir særðust. John Brown, í bænum Hallson, N. D., andaðist í siðustu viku 104 ára. Maggie Neffs, mun„öarlaus stúlka í bænum Humberstone i Ontaiio, bjó ein í húsi sem hún átti og var vel þokk uð af bæjarbúum. Fyrir fáum dögum kom bróðir hennar með konu sína þang að í bæinn og settist umtalslaust að í húsi systur sinnar. Hann tók strax til ið ónáða hana og gera henni lífið svo leitt sem hann gat. Hann hræddi hana með hótunum til þess að gefa sér hús eignína. Sem var aleiga stúlkunnar, Skjölin voru til búin og ekkert skorti til að fullkomna þau nema undirskrift stúlknnnar. þegar nábúar hennar lisu npp til handa og fóta út af þessu of beldi mannsins. Þeir töku hann hönd um og keyrðu með hann út úr bænum klæddu hann úr fötunum og tjörguðu hann og fiðruðu, tóku svo myrd af honum og gáfu honum síðan kost á að hafa sig burtu úr nágrenninu innan 12 kl. tima. Hann þáði boð það feginsam- leva og lofaði að koma þar aldrei aftur. Systir hans heldur eign sinni óskertri, en býst við að búa þar ekki einsömul framvegis. Landstjórinn í Canada hefir boðið að laugardagurinn í þessari viku (2. Febr.) skuli haldinn sem almennur sorgardagur um alt Canadaveldi. Frétt frá Yukon segir frogt mikil þar í vetur, alt að 75 gr. fyrir neðan zero, en það er jafngildi 47| gr. á Raumeur. Manni að nafni R, S. Osborne var nýlega varpað í fangelsihér í Winnipeg, hann er kærður fyrir að eiga 3 eigin konur á lífi, eina í Michigan, aðra i Yorkton, Assa, og þriðju i Winnipev. Frétt frá Þrándheimi í Noregi segir að fellibylur hafi komið þar fiann 22. þ. m. 8 hús hrundu og 60 bátar sem lágu á höfninni fyltust af sjó og sukku, 35 manna létu þar lífið. Annar stór eldur kom upp í Mont- real þann 25. þ. m. 2 ostageimslu hús bruunu oger skaðinn metinn á $300 000 Mrs. Maybrick, Bandaríkjakona, sem kærð var um að hafa myrt mann sinn í Englandi fyrir nokkrum árum. hefir setið þar f fangelsi gíðan. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að fá hana úr fangelsi, en alt árangurslaust. Nú á að gera enn þá eina tilraun i þessa átt og biðja hinn nýja konung Breta að náða konuna. Vona vinir h8nnar að fá góða áheyrn. Sagt er að Nicola Tesla sé nú búinn að fullkomna rafljós uppfindingu sína og sé nú farinn að framleiða raflampa, se/n gefi margfalt meira betra og skær- ara ljós en áður hefir þekst. Hann kvað hafa um tuttugu fet af ljósvír í þessum nýja lampa stnum, sem kvað vera í líkingu við marga samfasta glas hólka. Ljósið kvatí vera lík ra dags- ljósi en nokkuð sem aður er uppfundið. Tesia segir lampa sína verða fáanlega alstaðar í þessu landi inan lítils tíma. Ungur piltur sem var að b&ða sig í sjönum hjá-Vancouver, og að eins 60 fet frá ströndinni var bítinn af hákarli og sökk samstundis. Þegar líkið fanst sást að það var bitið nær því í tvent. Laugardaginn 19. þ. m. var stofn- sett hér í bænum námsmannafélag fyr- r þá íslendinga, sem gengið hafa á hér. lenda skóla. Þeir einir, sem hafa af- lokið alþýðuskólanámi, eða hafa fengið uppfræðslu, sem félagstjórnin álítur því samsvarandi, geta fengið inn- göngu í félagið. Á stofnfundi þessum yar meðlima- skráin skipuð þessum nöfnum: Ingvar Búason, Thomas H. .Johnson, Arni Anderson, Þorvaldur Þorvaldsson, Þorbergur Þorvaldsaon, Stefán Gutt- ormsson, Egill Skjöld, Maria Anderson, Guðrún Jóhannsdóltir, Oliver Olson, Magnús Hjaltason, Fred Olson, Ólafur Eggertsson, Jóhann P. Sólmundsson, Jóhann Bjarnason, Ólafur Björnsson. í núverandi stjórnarnefnd félagsins eru: Ingvar Búason (Forseti) Þorv. Þorvaldsson (varaforseti), Árni Ander- son og J. P. SólinuEdsson (ritarar), Guðrún Jóhannsdóttir (féhirðir). Svo er til ætlast að félagsskapur þessi leitist við að glæða þekkingu manna á hérlendum fræðum, og lát* sér jafnframt annt um velgengni hinna islenzku ungmenna, sem gefa sig við bóknámi hér í landi, Sérstaklega ósk- ar félagið eptír að þeir. sem gefa sig við skólakenslu eða annari bók legri starfsemi, gefi sig sem fyrst fram til inngöngu í félagið, svo að þeir geti sameinað þar krafta sína viðvikjandi velferðarmálutn sínum. Ársgjald hvers meðlims er ákveðið að sé 50cts. Félagið býst við að geta framvegis veitt skólanefndum allar nauðsynlegar upplýsingar um íslenzka kennara i fylkinu, J P. Sólmundsson, 511 Yong St., Winnipeg, veitir fyrst um sinn mót- töku Öllnm bréfum, sem félaginu verða send. Á næsta fundi‘(‘2. Feb.) verður rætt um það hvert álit hérlendir mean hafi á oSs Islendingum, og hvernig ráða megi bót á því, sem ábótavant kann að vera i því efni. LEIÐRETTING. Herra ritstj,—Það haf* slæðst illar villur inn í fiéttagrein, sem kom í 13. nr. í handritinu stóð: Tveir yngri synir G. G. eru við verzlun. Reyndar er annar á skrifstofu. En i stað þess er prentað, að 2 synir G. G. gaugi á háskóla; en þeir eru útskiifaðir af háskólanum, en sleppt því úr að yngri dóttir þeirra hjóna G. G. og S. gengur nú á háskólann hér. Sturla Jóhannesson er líka útskrifaður af há- skólanum. Það ! leymdist fyrir mér að geta þess, að Júlía Magnúsdóttir, dótt- ir Magnúsar heitins, er var bér fiski- maður í Duluth, hefir útskrifast af há- skólanum og gengur nú á æðri skóla, því þótt þetta sé kallaður háskóli, þá gerir hann ekkl annað en uidiibúa nemendur undir emhættaskólana, eins og öllum er kunnugt, sem þekkja skóla- fyiirkon.ula.aið.hér —Það eru líka leið- inlegar villur í greininni, t. d. t u r fyr- ir "aftur” og veeksmiðjur, fyrir verk- smiðjur o. fl. I athugasemdinni aftan við þýddu grelnine, í nr. 14. er: orðið djúp staðfest, fyrir: ærið djúp staðfest, og: tí<ka, fyrir teikn. Á þessu bið ég leiðréttingar. Duluth, 14 Jan. 1901. Jóh. Sigurðsson. Alveff ny Skilvinda RJÓMASKILVINDA MEÐ NÝJU LAGI og GERÐ, Þægileg og vel smíð- uð, Það er rjómavél sem ekki er orðin handónýt ef ir eitt ár, eins og sumar sem hafa verið seldar að undanförnu, og sem aðskilur ágætlega, og er afarlétt í snúningi. Ef þér hafiðí huga að kaupa rjóma- skilvindu, þá stórskaðið þér sjálfa yður ef þér skrifið mér ekki áður (ritið á ís- lenzkuef þér viljið), ogfáið upplýsingar um þessa nýju og óþektu rjómaskil- vindu. Þegar þér skrifi þA takið fram hvað margar kýr þér nytjið. Utanáskrift. mín er : Wm. SCOTT 206 Paciíic Ave. Winnipeg. Til sölu eru : reizlur, smjörmót, hita- mælar, smjörspaðar, umbúðapappír m.fl FERÐA-ÁÆTLUN. Póstsleðinn, sem gengur milli Winnipeg og Nýja íslands í vetur, fer frá Winnipeg kl. 12 á sunnudögum, frá Selkirk kl. 7 á mánudagsmorgna, frá Gimli kl. 7. á þriðjudagsmorgna. Kem- ur að íslendingafljóti á þriðjudagskvöld og dvelur þar yfir miðvikudaginn. Fer frá fijótinu kl. 7 á fimtudagsmorgna, frá Gimli kl. 7 á föstudagsmorgna og kemur til Selkirk á föstudagskvöld, Fer frá Selkirk kl. 9 á laugaidags morgna áleiðis til Wínnipeg. Burtferðarstaður sleðans frá Win- nipeg er að 701 ELGIN AVENUE- Þeir sem fara frá Winnipeg með járnbrautarlest á sunnudögum, til Austur Selkirk, geta fengið þaðan keyrslu með sleðum okkar til West Selkirk og náð i póstsleðann þaðan. Mr. G. Gíslason keyrir sleðanir Hann er æfður og gætinn keyrslumaður og á- reiðanlegur i öllum viðskiftum, og lætur sér annt um vellíðan farþegjanna. Vakið far með honum. MíUiflge & McLean Went Sclkirk.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.