Heimskringla - 14.03.1901, Síða 1

Heimskringla - 14.03.1901, Síða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•© ♦ ♦ Heimskrliiglaergef- ♦ in út hveru tiiutudag af: Ý Heimskringla News and ♦ Publishiug Co., ad 547 Main ♦ St., Winnipeg, Man. Kost- Ý ar uin árið #1.50. Borgað ♦ fyrirfram. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ ©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦# Nýfr kaupendur fti i k-nruphvntir sögu Duake Standish eða Lajla og jöla- biix'' Hkr. l!KiO. Verd 35 og 35 ceuts, ef sekiar, setidM: til íalands fyrir 5 cects ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦i XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 14. MAKZ 1901. Nr. 23. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Um helgina sem leið komu um 100 liðsmenn heim til Canada aftur frá Snður-Afríku, af liði því sem Strath- cona lagði til. Þeim var vel fagnað þegar þeir stigu á land 1 Halifax. Lá- varður Strathcona hefir látið borga þeim öllum mála þeirra og fyrir 2 mán- aða frí og far gjald heim til sín með járnbrautum hér i Canada. Stjórnin hefir loks fært námagjöldin í Yukon niður um helming. Það hafa verið 10pc., en eru 6 pc. Stjórnin í Ottawa viðurkennir nú að námuskatt- urinn í Yukon hafi verið langt um meiri en að borga lögreglukostnað og annan stjómarkostnað. Sum þlöð drag a það í efa. að sam- tal Botha og Kitcheners geri enda á stríðið. Þau segja að meðan Bretar nái ekki De Wet á sitt vald, þá verði alveg ómögulegt að leggja friðarsamn- inginn við Búa yfirleitt. Og önnur á- stæðan sé sú, að á meðan brezka stjórn- inbindi sig ekki til að ábyrgjast Búum eða fleiri iSuður’Afríku skaðabætur og bráðabyrgðar uppeldi, þá sættist þeir ekki. í stríðinu sé búið að eyðileggja hý- býli þeirra og lönd að meira og mlnna leyti, á sumum stöðum algerlega, og þar að auki hafi peningur þeirra verið tekinn af þeim, oftast með ráni. Þeir standi því allslausir uppi, og annað Sé ekki fyrir hendí en berjast upp á líf og dauða, sér til lífs eða dauða. Konur, börn og annað oliðgengt fólk sé á mörg- um stöðum geymt með herverði. Sum blöð segja, að það mætti að minsta kosti ekki vera minna eu Bretar byðu Búum að skila þeim öllum lífandí pen- ingi, sauðfé, nautum og hestum og leggja til bráðabyrgðar matvæli. um leið og þeir heimta alment vopnahlé af þeim. Þetta sé lélegasta tilboð sem Bretar geti boðið gagnvart sóma sínum. Moelter að Sir Alfred Millner landstjóri Breta vilji enn fremur láta brezku stjórnina flytja Búa til héraða sinna og heimila aftur og hjálpa þeim til að setja sig þar niður í lífvænlega stöðu, Verkstjóri yfir skógar höggsmönn- um austur í Outariofylki rak einn af verkamönnum sínum út úr kofa skóg- arhöggsmanna í ófæru veðri. Maður- inn fraus i hel áður enn hann náði mannabygðum. Þegar formaðurinn vissi að maðurinn hafði orðið úti.strauk hann suður til Baudaríkja, Er lög- reglan á slóð hans þar, og eru allar lík- ur til að hann fái sín makleg málagjöld. —Líkið fanst vegna þess að hundur, aem fylgdi þessum roanni, lá við líkið, og hljóp upp með gelti, þá hann varð var mannaferða. Frá Palmero á Sikileyer skrifað 10. þ. m.: I dag hefir hiinininn yfir þess- um bæ verið blóðrauður Er farið að rigna, og eru regndroparnir blóðlita&ir. Það hefir borið við örsjaldan áður að blóðlitað regn hefir fallið hér og þar, og er sá viðburður nefndur “blóðregn'1. Haldið er hér að þessi rauði litur regns ins stafi af dusti sem borist hefir í loft- inu sunnan úr eyðimörkum, lengst inn f Afríku. Hefir vindstaðan að undan- förnu verið úr þeirri átt. Prá Róm 10. þ. m. fréttist að loft- viðburðurinn, sem hvílt hefir yfir nokkrum hluta Sikileyjar í dag, sé þar liklega sjáanlegur. í Róm er sagt að loftið sé þrungið gulrauðum l>j irma, en í Neapel sé regnfali sandi blandið, en himininn dökkrauður á litinn. Þann 10. þ. m. æddi voðalegur felli bylur yfir ýmsa staði i syrði hluta Bandaríkjanna. Gerði hann hinn mesta skaða, bæði á lifi og eignum manna. Pellibylur þessi eyðilagii samgöngu- færi og freguþræði. Nákvæmar frétt- ir um manntjón og skaða eru enn þá ekki fengnar. Gamli Li Hung Cbang er mikið veikur, og segja læknar hans að lif hans hangi á veikum þræði, í vikunni sem leið fórst gufubátur r Svartahafinu, og drukknuðu þar 72 pílagrimar. Mr. M. Lyons í Queensland í Ástr- alíu, á þann ’friðasta og stærsta gim- stein, sem nú er til, og er fullyrt að hann ætli að gefa Englakonungi hann. Er hann talinn k50,000 virði. Um helgina voru stormar og óveð- ur í sundinu milli Frakklands og Eng- lands. Fórst þar töluvert af skipum og varð manntjón nokkurt, þrátt fyrir ötular björgunar tilraunir. Þann 2. þ. m. var páfinn í Róm 91 árs gamall. Var þá heilmikið um dýrð ir á meðal kaþólskra manna. Sagt er að páfinn sé enn þá við undraverða góða heilsu. Hélt páfinn þá ræðu og lýst.i hann því að hann er með heil- brigðum sönzum enn þá. Sum blöð segja að margir kaþólskir séu orðnir gramir yfir langlífi páfans ogsýnijafn vel óverðskuldada fyrirlitningu og ó þolinmæði. Manntal hefir nýlega verið tekiðá Þýzkalandi. Er fólkstalan þar nú 56,345,14 menn. Fólksfjölgunin um síðustu 5 ár hefir verið 7%, þó hefir útflutningur þaðan verið töluverður, en innflutningur enginn. Svo þessi fólksfjölgun er innbyrðis meðal þjóðar- innar sjálfrar, Rússar sem eru mikið fólksfl eiri eiu ekki nándar nærri eins frjósamir fólksfjölgandi, sem Þjóðverj- ar. Kitchener lávarðnrcg Botha hers- höfðingi eiga að hafa komið sér saman um 7 daga vopnahlé. Sumir segja að það þýði ófriðinn endaðan. Bretar og Búar háðu orustu við Lichtenburg í vikunni sem leið. Báru Bretar af Búum. Herforingi Búa, Celliers er sagtað hefi faliiðí þeirri or- ustu. Br etar náðu þar m klu af her- gögnum cg vistum, aðsagter. Efti nýútkominni skýrslu frá hermálaskrifstofunni ætlar Bretastjórn að senda 12,500 hjálparlið til Afriku á tímabilinu á milli 8. og 25. þ. m. Meira en 9000 af þessu liði verður ríðandi lið, Fréttir frá Pretoria segja að þeir Kitchener lávarðu og Botlia hershöfð- i ngi hafi átt langan samtalsfund á Gun Hill 8. þ. m. Mætti Botha einn síns liðs, en lávarðurinn hafði skrifara sinn me sér. Ekki vita menn enn þá hvað þeir hafa ráðgert né hver endalokin verða. Þann4. þ . m. var forseti Banda. ríkjanna McKinley settur í forsetastöð una í annaðskifti. Það hafa ætíð ver- ið mikil fagnaðailæti—mikið um dýrð- ir -þegar forsetar Bandaríkjanna hafa verið settir í embætti, en aldrei kvað hafa verið j fnmikið um víðhöfn og fagnað sen nú. Um 46,000 manna voru viðstaddir innsetninguna. Seinnipart dagsins rigndi dálítið, en stytti upp um kveldið. Mælt er að Eugland, Bandarikin og Japau ætli að standa saman á móti kröfum Rússa i Kina. Kínverjar fara sér hægt og berja ýmsu við, að gera nokkuð endilegt í friðarsamningunum enn þá sem komið er. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Benjamin Harrisou er hættulega veik- ur. Þann 8. þ. m. var byrjað á undir- stöðunni undir sýningarskála Canada i Buífalo, sem bygður er í sambandivið Pan sýningarhöllina þar. Canada- stjórnin leggur $13,000 til þessarar byggingar, og verður hún fögur og vel gerð. Kýlapestin i Cape Town fer vax- andi þrátt fyxir aliar sóttvainir. í ráði er að taka hverja sál í burtu úr þriðjung borgarinnar og hreinsa þann hlutaeftir beztu föngum. SINCLAIR, MAN., 28. FEBR. 1901. (Frá fréttaritara Hkr.). Herra ritstj. Þökk fyrir Jólablað yðar síðasta. Það er aðmötgu leyti ágætt og líxlega hið frumlegasta og fullkomnasta rit- gírðablað, sem Hkr. hefir noxkurntima gefið út. Margir óska að mörg álíka J ólablöð veröi gefin út af blöðum yðar á þessari nýju öld. Tíðarfarið í vetar hefir yfirleitt ver- ið mjög gott, að undanteknum nokkr- um dögum, einkanlega seinni hluta þ. m., að frost voru skörp og renningar miklir, I dag er gott veður og vona margir að senn komi vorið og grund- irnar grói, Snjór er orðinn miHll á jörðu, og bendir því alt á, með bleyt- unni sem var í jörðinni í haust, að spretta geti orðið góð næstkomandi sumar. Fóðurlitlir verða margir hér fyrir að skepnur manna þurfi að liða úr þessu, því stðku maður hefir hey í af- gangi. — Vesöld hefir gengið alment um tima, illkynjað kvef, eða influenza, mun það hafa verið. Skilvindusali herra Gunnar Sveins son var á ferð fyrir x.okkum tíma um bygðina; mun hann hafa selt vindur upp á $6—700 meðal íslendinga.—Lesta og póstgöneur hafa verið í allmiklu ó- lagi seinnipart vetrarins, sökum snjóa. Úr þessu hugsa menn ,að hyortceggja lagist með hnignun vetrarveðranna,— Sorgarfregn þótti flestum að heyra lát hinnar göfugu konu Victoriu drottning- ar og mjög álít ég það bera vott um þegnhollustu, ást og virðing, að Mani- tobaraenn vilja reisa minnisvarða íhöf- uðstaðnum í minningu um hina látnu drottningu. Skyldu íslendingar taka nokkurn þátt í því fyrirtæki? l’að er kanske an„ar minnisvarði, sem þeir eru að hugsa um, eða ættu að hugsa um að koma upp á þessari nýju öld, það er minnisvarði Leifs Eiríkssonar, i minningu um að íslendingar fundu Ameríku. Væri það ekki tilhlýðilegt og sómasamlegt af islenzku þjóðinni í þessu landi, að koma þessu í fram- kvæmd á 20. öldinni frekar fyr en seinna. Kctfli úr Aldaraótaljóðum. Eftir Einar Benediktsson. Iíecitativ). Xrdagsins stund gefur auðinn i mund. A aldarmorgni skal risið af blund — húmtjöldin falla og hylja alt liðið, vér hringju ,i út öldina gömlu i kvöld. —I æfinnar leik sjast atvik og þættir i eilifri skifting. Alt byrjar og hættir. En landsins börn kveikja ljós yfir grund og ljóma upp framtiðarsviðið. Þau tindra hátt yfir húsanna fjöld, þau horfa til uppheimins þúsundföld. Með söngum og ljóði og lágt í hljóði að landið vort biður þau himneskn völd að styrkja vort fámenni og fylkja nú liðið, í framsókn á rétta nxiðid. Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð, nxargt hérað.sem eyðimörk köld og dauð. Sú öld, sem nú hefst, á hiutverk að inna sjá hjálpráð til alls.varna þjóðinni falls. En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbygði geimur, að hér er ei stoð að stafkarlsins auð? Nei, stórfé ! Hér dugar ei minna! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds, að græða upp lardið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna, á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds, þann lykil skal Island á öldinni finna — fá afl þeirra hluta’ er s-.al vinna. Orga með dygð reisi bæi eg bygð, hver búi að sínu með föðurlands trygð. Frelsi og ijós yfir landsins strendur, ei lausung, né tálsnörur liálfleiks o& prjáls! Því menning er eining, sem öllum ljær hagnað, með einstaklingsmenntun.sem heildinni’ er gagn að, og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni’ á laudsins féndur. Þá verður vor móðir og fóstra frjáls er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs. Er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast í sambuga fyigi þess almenna máls. Og timinn er kominn aðtakasti hendur að tengja p að samband er stendur. —Því veldur vor fátækt, oss vantar að sjá, hvað visird' yprin hér. hjóðÞo: oghl, Sja u'vUÚX'U laxidsiua VOía .-.'.luiiiu haca sjá not þeirrar menntar, sem oss væri hent. Og hugmyndir vantar. Með eins manns anda ávannst opt stórvirki þúsund handa. Skal gabba þann krapt. Er ei grátlegt að sjá, göfuga hugsjón smáða, — sjá heilbrigða tréö vera höggið og brennt en hirt það visna? Það þekkjum vér tvennt. Að virða listir og framtak er fyrsta, sem fólkinu’ á íslandi skyldi kennt. Með vísindum alþjóð eflist til dáða; það æðra því lægra skal ráða; — Vér óskum hér bóta við aldanna mót, en alt þó með gát og á þjóðlegri rót; með rækt við fortíð og fótsporin þungu, sem fyrst hafa strítt yfir veglaust og grýtt. Vér eigum sjálfir á eftir að dæmast, af oss skulu forfeður heiðrast og sæmast, sem studdu á lífsins leið vorn fót sem ljóðin við vöggurnar sungu. — Það fagra, sem var.skal ei lastað og lýtt, en lypt upp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þese liðna sést ei, hvað er nýtt, Vort land, það á eldforna lifandi tungu, hér lifi það gamla' í þeim ungu! Sá veglegi arfur hvers íslending ; þarf að ávaxtastgegnum vort lif og vort starf, sem sterkasti þáttur alls þjóðarbands- ins. við þrautirnar stríðu og lífskjörin blíð. L t fyllast hljóm þeirra fornu strengja, lát frumstoíninn baldast, en nýtt þó tengja við kjarnann, sem gerði, að kyn vort ei hvarf, sem korn eitt i hafi sandsins. Fegurra mál á ei veröldin víð né varðveitt betur á raunanna tíð; og þrátt fyrir tízkur og lenzkur og lýzkur það lifa skal ómengað fyr og síð. An þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins, án þess glatast metnaður landsins. Öld! Kom sem bragur með lyptandi lag og leiddu oss upp í þann sólbjarta dag. Láttu oss tómlæti’ í tilfinning snúa. í trú, sem er fær það, sem andinn einær. Því gullið sjálft veslast og visnar í augum þess vonlaus, trúlaus, dauðaúr taugum. Að elska, að finna æðanna slag að æskunn, í sálinni hlúa, það bætir oss meinin svo heimurjnn hlær, svo höllinni bjaitar skin kotungsins bær. Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær. Hverþjóð, sem i gæfu oggengi villbúa á guð sinn og land sitt skal trúa. Sól! Við þinn yl signist allt, sem er til, i afdalsins skugga, í sædjúpsins hyl. Og öflin hefjast hjá færum og fleygum. með fagnandi þrá upp í viðsýnin há. Sóttkveikjumollan í sólskini eyðist. A sviðið fram það heilbrigða leiðist, með æskunnar kapp yfiraldanna bil aðelli óg heiðursins sveíguia. Lyptist úr moldinni litblómin smá, loptblærinn andi krafti’ í hvert strá. Yngist jörðin við faðmlag um fjörðinn, með fosslokkinn gyltan við heiðarbrá. og drekki iífið í löngum teigum af ljósbrunnsins glitrandi veigum. Hugur vor bindist þér, himneska mynd, sem háfjalliðljómar þessrótogþesstind, sem opt lézt i fólksins framtiðar veiki eitt frækorn sroátt eiga voldugan þátt. Láttu vor frækorn lifna og dafua, láttu þau vaxa og oinníg þeim safna. Skapaðu’ úr klakanum læk og lind og lífsflóð úr jökulsins serki. Glæddu í brjóstunum bróðerni’ og sátt, brœddu úr heiptinni kærleikans mátt. Hreinsaðu landiðmeð heilnæmum anda, en horfðu i náð á allt kúgað og lágt. Ljómaðu í hjörtunum, ljóssins merki, hjá landslýð, hjá valdsmanni og klerki Sögnr og ævintýri. Smásaga eftir: Snæ Snæland. Ég fann engan að máli, en lagði mig fyrir til svefns. Eg svaf ekki mjög lengi. Sólin var lítið eitt komin úr hádegisstað þegar ég vakn- aði aftur. Ég gekk ofan í stofuna. Þar var fóstra mín stödd. Hún var að vanda alvarleg en þó ætíð þægi- leg og fiæðandi viðtals, þegar ég átti tal við hana einsamall. Húnfór að spyrja mig úr ferðinni. Ég lét fátt af' förinni, og kvaðst lítils haía orðið vísari. Hún spurði mig ýmsra spnrninrrn, og leysti ég úr þeim eftir iOiiguiii. iiun spurði hvort ég hefði ekki séð neitt nýtt á heimleiðinni þar í4dalnum. Eg sagði frá nautinu sem ég hafði séð, þegar ég fór ofan af Sauðárrananum, ogkvaðþað hafa látið Álla. Ég sá strax að henni þyngdist svipur við sögu mína, og vissi égtekki hvað olli. Eftir litla þögn segir hún alvarleg: “Við skulum koma og sjá nautið”. Við fórum. Þegar við komum í ltrykann, spurðihún: “Veizt þú hvað skepna þessi merkir?” Nei, það veit ég ekki. Ég held|það sé bara nautkind. “Segðu mér hvað hún merkir!” Eg sá ég átti ekki að fá undan- færi írá svarinu. Ég svaraði þess- vegna f mesta ráðaleysi, ég held það sé líking af einveldinu,—kon- ungdómi, — eða keisaradómi — eða afhjúpaðurmáttur harðstjórans. “Hvf heldur þú það” spurði hún myndug. Af þvf,—þvf að stjórn Englands er kölluð “Jón Boli”— “Nokkuð fleira”? Ég veit ekhi.—Uxinn Apis? “Skýringar!” í dagrennirgunni—tilbað mann kynið guð sinn í uxalíki —Þegar ögn birti slepti það guði úr þvf, en klæddi einvaldshöfðingja sína í það. —Síðan hefir nautslíkið fylgt kon- ungum og keisurum—í vöku og svefni.—Mun nautið merkja styrk- leika. —Nú er það meira hvftt að aftan og neðan en Apis var forðum, En — margar, margar aldir verða þangaðtil það ber ekki kápuna svörtu. “Vita fleiri þetta en þú”, spurði húri og hvesti á mig augun. Ekki svo ég viti. Það hefir enginn talað um það við mig. Við gengum þegjandi heimleið- is aftur. Þegar við komum suður fyrir Skollhól blöstu rollurnar við okkur. Hún tók strax eftir að ég var að veita þeim eftirtekt. Þær göptu af mæði,—nýbúnar að berjast upp á líf og dauða. Þær voru úfnar og blóðugar, og ullin hangdi f drusl- um á þeim, og var hálftuggin í snepla. Onnur var alveg komin að niðurfalli. Hún hafði haft það versta af viðskiftuuum f þetta skifti. Hin var samt hætt að lemja hana, og stóð á hærri 6tallinum, sem hin hefir eflaust haldið næst á undan. “Ilvað merkja þessar ær eða rollur”, spurði fóstra mín mig. Nú fór að fara um mig. Ég hafði litla hugmynd um hverju ég ætti að svara. Hvert er aðal einkenni sauðskepnnnnar, hugsaði ég með sjálfum mér. “Sauðþráinn” var svarið. Þær — þær merkja einhverja stétt eða flokk, sem einlægt er að berjast upp á líf og dauða af eintóm- um þráa,—og vitleysu.— “Hvaða stétt, hvaða flokk, merkjaþessar rollur”, spyrég. Pólitiskan flokkadrátt.—Liber- ala og Konservativa? — svaraði ég hikandi. Hún greiðkaði sporið. Ég fann það á henni að hún matti ekki þessar rollur mikils. Þegar við komum heim virtist sem hænsnaþingið standa enn, eða vera sezt af'lur. Hanarnir og hæn- an var alt í sama stað, og löt eins og áður. Fóstra mín greip í öxlina á mér um leið og við gengum fram hjá þinginu, og sagði: “Þú getur vist sagt mér hvað þessi garg-hænsni merkja? Já, segðu mér það!” r Eg held að haninn sem stendur þarna á gamla glerbrotinu merki þá, sem trúa á gamla bókstafinn en af- neita þeim nýja. Kennimenn og klerkaveldi. — Hænan merkir fylgilið hans og tilheyrendnr. En haninn sem er á topnum held ég merki þann, sem alt rífna niður og á ðllu treður, en tilbiður sjálfan sig. — Trúníðingur. "Hvernig veiztu þetta”? Ég veit það ekki, en ég þýði það svona.---- Við gengum heim. Eftir stund horflr hún út um gluggann, og styð- ur hönd undir kinn. Hún sýndist hugsa mjög djúpt. Og var um leið áhyggjuleg á svipinn. Þung end- urminningarský svifu fyrir í svip hennar.Ég ætlaði að byrja á að taia um góða veðrið og kvöldfegurðina, og leiða talið að því, sem f'yrir okkur bar á leiðlnni heim. En hún varð fyrri til máls og sagði: Þarna kemur hann”.— Hver þá, spurði ég. “Skólameistarinn,—hann er á- ferðinni”.— Hvað heitir hann, spurði ég. “Tfmi—hann er hálærður heim- spekingur. vísindamaður og pófessor. Hann rannsakar alla hluti — leitar eftir öllu, smáu og stóru”.— Hún þagði um stund, síðan byrjaði húr. aftur. r “Eg fann hann og talaði við hann í gær, um þig.—Ég bað hann fyrir þig uin tíma. Ég veit að þú ert sólginn í að vita og skilja sem flest, og hans tilsögn er þér meira verð en nokkur önnur. Ég verð svo önnum kafln að skrifa S ö g u n a nú um tíma—það gengur svo margt á í Þessum litlaheimi—að ég get ekki annast að öllu levti um kenslu þfna. En vertu iðinn og mundu það sem þú sér og heyrir”.— Prófessorinn kom inn til okkar. Hann heilsaði fóstru minni kunnug- lega. Hún sagði honum að ég væri piltur^in sem hún mintist á við hann. Hann leit við mér, og mér fanst leggja kuldasúg af tillitinu, svo inér fór ékki að lítast á blikuna.—Ég hélt með sjálfum mér að hann yrði einhverntíma útinn á svipinn þegar hann færi að kenna mér, úr því hann gat ekki litið mig hýrari aug- um í fyrsta skiptið. En fóstra mín hafði stundum verið allharðdræg við mig, svo ég örvænti ekki um, að ég kynni að þola aga þessa skóla- meistara. Ég fór með þessum ekólameist- ara beim uil hans um kvöldið. Þegar við komum fram úr dalnum,—blöstu við okkur miklir og fríðir vellir. Á þeim miðjnm stó$ himingnæfandi bygging eða turn. Þóttist ég vita að hér mundi skólameistarin n eiga heima. Qkkur bar fljótt að Hlið- skjálfi þessu. Neðsti hluti turnsins var dimmur og drungalegur. Daufa Ijósglætu lagði fyrir innan við glugg- ana sem allir voru smáir og í fornum stíl. Þegar ég leit hærra, sá ég birt- una aukast, og turninn fríkka. Efst upp við himinblámann sýndist mér turn þessi renna saman í afarstóra ljósakrónu, og var það dýrðleg sjón og undraþrungin í kvölddimmunni. Turn.inn var minstur um sig að neð- an, en stækkaði um sig eftir því sem ofar dró, jafnt alt í kring. Þess vegna sýndist, sem hann væri bygð- ur á stólpa. Við gengum inn i turn þenna og voru dyraar láréttar við jörð- Þær voru frekar lágar og litl- ar um sig, og rökkur var á þá inn kom. Hafði eg nóg með að fylgjast meðskólameistaranumí raiðjmnturn- inum komum við að stiga sem vafð- ist uppum stöpul. Var fólksumferð þar ekki mikil. Prófesforinn gekk að stöplkium og drap hendi við. Luktust þar upp dyr, og gengum við inn, Rann þar lyfta upp og niður, Gengum við í hana og rann hún upp með okkur all lengi. Þar sem hún stansaði voru auðsæileg bygginga- mót á turninum. Gengum við af lyftunni, og sá ég þá að tvær lyftur tóku við þar ofan við. Var þarna allbjart um að litast. Sú lyfta sem við gengum í, var dregin gyltum rúnum all víða. en þó var það ekki gert nf list og s ui.ræmi. R.irm hún með meiri h- aða og sléttar, en sú sem flutti okkur áður. Lyftumað- urinn spurði: “Hvaða tala”? Pró- fessorinn svaraði: “1900”. Á leið- inni sá ég að birtan fór óðum vax- andi og umsýnin varð æ friðari og skemtilegri. Framh. VINSAMLEG TILMÆLI. Eg undirritadur bið hér rueð herra S. Benediktsson ritstj. blaðsins "Sel- kirkings” aðgera svo vel og leiðrétta á prenti við fyrsta tækifæri, að vísan: "Hjörðin þá talin herraxis þar1' etc. er ekkieftir mig, heldur eftir mann mér að öllu óskildan. Ég treysti því að hra S. Benediktsson verði við þess- um tilmælum mínum hið allra fyrsta, og gefl “Lögbergi" þóknanlega leið- beiningu líka, að hafa ekki þesta mis- sögn eftir neinum, fordæmdum eða réttlátu mmanni. Vinsamlegast. Kiustjín’ Jónsson. Frá Geitareyjum. einkum ef seint vorar; ekki lítur þó út

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.