Heimskringla - 14.03.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 14. MAKZ 1901.
Hdmskringla.
PUBLI8HED BY
The Heimskringla News & Pablishing Go.
Verð blaðsins i Canada og Bandar. $1.50
um irið (fyrirfram borgað). Sent til
Islands (fyrir''ram borgað af kaupenle
um blaðsins bér) $1.00.
Peningar sendist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með affðllum.
B. L. HaldwinNon,
Editor & Manager.
Office : 547 Main Street.
P.O BOX 407.
Fjármál Manitoba-
fylkis.
í vikunni sem leið hélt Mr. John
Davidson, fjármálarftðpjafl fylkisins,
fjármálaræðu sína. Hún var stutt
en gagnorð. Hann hafði hana ekki
alla stykkjaða og slettrttta af gorti og
sjálfshóli, eins og siðvenja var að
gera í stjórnartíð Greenwaystjórnar-
innar. Hann sýndi skipulega og
Ijóslega án málalenginga og þvaðurs,
aðferð fjármála stjómarinnar. Sést
að fjármálum fylkisins hefði verið
stjórnað með hyggindum og spir-
semi síðaliðið ár,. Greenwaystjórn-
in skyldi við afar sjóðpurð. þegar
hún var rekin frá völdum, sem nú
verandi stjórn varð að taka og annast.
En þrátt fyrir það heflr fylkissjóður
borgað rentur og gkuldir þær sem
honum bar að borga, og beflr þó af-
gang af árstekjum, að góðum mun,
og f'ylkið hefir nú eins mikið traust
á peningamörkuðunum, og nokkurt
annað fylki i Canada. Fjármálaráð-
gjafinn sýndi og sannaði, að hann
heflr látið útgjöldin vera m i n n i en
tekjurnar. í byrjun varð stjórnin
að taka dálítið peninga lán, af því
fjárhirzlan var tóm—tæmd—til að
borga vinnulaun og áumflýjanlegan
kostnað. Sem dæmi um hversu gott
lánstraust fylkið hefir nú, má taka
það fram. að það getur íengið pen-
ingalán með sömukjörum og brezka
stjórnin fær til herkostraðar í Suður
Afrlku. Sýnirjþetfa dæmi Ijóslega
hvaða áiit peningamenn hafa á Mani-
tobafylki unðir núverandi stjórn
þess. Enska stjórnin heflr mesta
tiltrú á peningamarkaðinum, og þau
ríki eða fylki sem hafa sömu tiltrú
eru afarfá, en eitt af þeim er Mani-
tobafylki nú. Næsta ár er fjármála-
áætlun Mr. J. Davidson sú, að út-
gjðld og tekjur standist á, en flest
mælir með að tekjurnar verði mun
meiri en útgjöldin. Svo framarlega
sem sambandstjórnin verði að ein-
hverju leyti við hinum sanngjörnu
kröfum Manitobastjóruar með skóla-
löndin, þá kemur til sögunnar nýr
inntektaiiður. sem nemur töluverðri
Qárupphæð. Sir Laurier heflr sjálf-
ur látið skoðun þá í Jjósi, að fylk-
inu beri að minsta þeir peningar, og
rentur af þeim, sem koma inm fyrir
■kólalöndin árs árleg.i. Enn framur
sýndi fjármálaráðgjaflnn fram á að
útgjöldin hefðu verið mikið minni
síðasta ár, ef ekki hefði þurft að
kosta stórfé f stjórnarbyggingarnar,
sem komnar voru að falli fyrir fúa
og skekkju svo bráða nauðsyn bar
til að gera við þær í sumar sem leið.
Kostaði það stórfé. Um fjárlaga
áætlunina íyrir næsta ár mundi mót-
parturinn fella dóm ef hann sæi sér
færi, en fjármálaráðgjaflnn kvaðst
hafa þá hugmynd, að mótpartur-
inn mundi fara vægt út í þá sálma,
hversu góður sem viljinn væri, enda
kom það fram að Greenways-sinnar
höfðu lítið um fjárlögin að segja.
Manitobastjórnin er ekki einasta
fær nm að sýna að hún heflr haldið
sparsamlega og hagfræðislega- á fé
fylkisins, en hún getur lika sýnt, að
þau skuldabréf, sem húnseldi áárinu,
sem hún var nauðbeygð til að gera
vegna eyðslusemi og sjóðþurðar
Greenwaystjó narinnar, voru keypt
við hæsta verði, þar sem hún fær
sama verð fyri þau og enska stjórn-
in. Af þe»su hvortveggja, og öllu
sínu ráðlagi sést það, að sú stjórn
sem nú situr við stýrið 1 fylkinu,
aamanstendur af þeim mönnum, sem
eru færir um og hafa vilja á að
stjórna fjármálum fylkisins heiðar-
lega og hagfræðislega, og auka og
efla veg og gengi Manitoba. Og sé
stjórn þessa fylkis borin samanvið
stjórnir í öðrum fylkjum sambands-
ríkisins, þá verður hún fremst í
fylkingararmi þeirra allra.
Eftir að eins eitt ár er I sjóði
hjá núverandi stjórn f Manitoba
ellefuþúsundir, fimtíu og
s ex dollarar af árstekjum, þrátt fyrir
hina feyknamiklu sj óð þ u r ð, sem
hún tók við frá Greenwaystjórninni.
Er meira að vænta?
Mesti blaðamaður í heimi.
Sumir en ekki allir hafa heyrt
getið um Alfred C. Harmsworth.
Hann er nú 35 ára gamall. Hann
er réttnefndur blaðakóngur heimsins.
Hann á4 stórdagblöð, sem hafa fleiri
miliónir áskrifenda hvert. Þar að
auki 27 tímarit, sem öll eru mjög fit-
breidd oghafa kaupendasæg mikinn.
Hann hefir rakað saman 20 miliónum
doll. á fimtán árum. Alt þetta fé
hefirhann grætt á blaða og tímarita
útgáfum.
Koma han3 til Bandaríkjanna
þykip einn sá allra merkasti atburð -
ur þessa tíma, á blaðavísu, og hafa
þau talað margt og mikið um hana.
Þótt hæfileikar hans og auðlegð gæti
vakið mikið umtal án þess að annað
fleira fylgdi, þá heflr koma hans til
Bandaríkjanna gengið langt fram úr
því, sem hugsanlegt var um það
eíni. Hann kom til Bandaríkjanna
í herljóma blaðamenskunnar, ef svo
má nefna. Með öflugri blaða-hor-
örva ritgerð birtist hann sjálfur.
Hann reit sjálfur þessa ritgerð í North
American Kevew. Hún heitir
“Simultaneous Newspapers of the
Twentieth Century” (Samtímisblöð
tuttugustu aldariunar). I ritgerð
þessari eru meðmæli um sambands-
steypingu allra fregnblaða,|sem verði
eins öflug og “Standard Oil Co.” er
nú; og þar að auki leiðir hann í
ljós fjölda margar nýjar hugmyndir
um framtíðar blaðamensku, og þá
trú sína: “að fréttablöð tuttugustu
aldariunar verði sameinuð í einn als-
herjar hringhvirving”.
Það næsta sem hann gerði, var
það, að hann tók við öllum umráð-
um á stórblaðinu “New York World”
fyrsta dag Janúarmánaðar þetta ár.
Og byrjaði þannig hið nýja ár og
nýju öld. I auglýsingu um þessa
viðtöku blaðsins sem hann skrifar
sjálfur undir, og birtist 31. Desem-
ber 1900 í blaðinu, segir hann: “Ég
kem til Iíandaríkjanna til að breyta
hingað til ríkjandi blaðamensku og
til að Jæra, og gera nýjar uppá-
stungu á henni. Ritstj. New York
World heflr veitt mér full umráð á
blaði sínu í 24 kl. tíma, og þótt að
tíminn sé knappur, og ég stigi hér
á land á fi otudaginn var, þá ætla
ég á morgun að skýrskota þessu
blaðamensku-máli mínu til allrar
sanngirni og skynsemi Bandamanna,
sem þeir eru annálaðir um allan
heim að hafa, í flestum málum.
Þann 1. Jan, 1901 kom New
York World í dagsbirtuna að vanda.
Blaðið var 32 biaðsíður, og fjórir
dálkar á hverri síðu. Á fyrstu síðu
var fregnsafns- registur undir mis
munandi nöfnum, svo sem: Á
staðnum. Sœsíminn. Fregn-
þrœðir. Undir þessum fyrirsögn-
um var sýnt hvar mætti flnna þess
ar fréttir, t. d. á blaðsíðu 4, á blað-
síðu 8, og á blaðsíðu 24. Á þessum
tilvísunarstöðum voru aftur tveggja-
dálkabreiðar fyrirsagnir, og deild-
ust þær aftur enn þá nákvæmar, svo
sem mínútufréttir, stundarfréttir,
eyktarfréttir, og fréttir eftir miðjan
dag, og fréttir fyrir miðjan dag.
Á þenna hátt var hægt eftir registri
blaðsins fyrir hvern og einn að flnna
það sem hann kaus sér, án þess að
þurfa að grilla eftir einni fyrirsögn
inni á fætur annari, eða Ieita í mörg-
um dálkum af ýmiskonar hrærigraut
að einhverju sérstöku. Hvaða stétt-
ar lesari eða starfsmaður sem var
gat strax fundið það, sem hann vildi
vita, á strætisvagninum eða á leið í
vinnu sína.
Ritstjóradálkarnir báru þessa
skifting á ritstjóragreinum: ‘Hinn
naumasti tími verkamannsins’”
“Hagfræði fyrir þá sem auglýsa”.
Fyrir þá sem lesa á vögnum, eða
sitja f dyngju. “Það sem lesarinn
á að síinga í vasa sinn”, etc.
í sambandi við uppástungur og
breytingur sem hann fór fram á, til
að vekja eftirtekt lesenda og gera
þeim sem allra arðsamast gildi og
gagn fréttablaðanna gerði hann svo
hljóðandi tilboð:
$500.00 FYRIR EITT PÓSTSPJALD.
Mér er mjðg ant um að fá úr-
skurð Bandaríkjamanna óhikaðan
um tímasparnaðar kröfu mína fyrir
lesendur.
Sendið mér að eins póstspjald—
sem ekki heflr inni halda meira en
200 orð,—sem skýrir afdráttarlaust
skoðun yðar á þessu tölublaði World,
og ef þér álítið annað betra en ég,
svo látið mig vita það.
Öll þessi póstspjöld sem send
eru, verður stfnað saman á skrif-
stofu “London Daily Mail”, í New
York, númer 1215 og 1216, í Amer-
ican Tract Society byggingunni. Á
hádegi á sunnudaginn kemur, 5, Jan.,
ætla ég að ganga þangað—í herbergi
1216 og taka fyrsta póstspjaldið sem
fyrir mér verður. Þeim sem skrifað
heflr skeytið skal ég tafarlaust senda
bankaávísún sem giídir eitt hundrað
pund sterling, og sem alstaðar verð
ur nægt að býtta fyrir fimm hundr-
uð doll. Sendið póstspjöldin ekki
síðar en að kvöldi þ. fjórða þessa
mánaðar.
Blöðin skýra síðan á þessa leið
frá endalykt þessa tilboðs. Á milli
25,000 og 50,000 skeyti voru send
Mr. Harmsworth. Sá sem verð-
launin hlaut heitir H. L. Baker,
blaðamaður í New York. Mr.
Harmsworth kom á ákveðnum tíma
þangað sem skevtunum var safnað
saman. Hann lét fleygja þeim öll-
um í hrúgu á gólfið, og síðan lót
hann 6 menn, hvern á eftir öðrum,
hrista hrúguna upp. Gekk hann
síðan að henni og tók skeytið sem
efst lá. Skeyti þetta hljóðaði svo:
“Mr. Alfred Harmsworth.
Kæri herra:—
Það virðist ekki neitt sérstakt
við þetta framtíðar “ritsýnis” tölu
blað af World, en ef til vill liggur
blaðagaldurinn í látleysinu. Niður-
röðunin er ftgæt, ég gef ekki mikið
fyrir örstuttar fyrirsagnir, né iangar
og samtvinnaðar sögur, og svo fram-
vegis.
Með virðingu.
Herbert L. Baker.
Þegar Mr. Baker kom að veita
móttöku verðlaununum og var gerð -
ur kunnugur Harmsworth, mælti
hinn síðarnetndi: “Eg vonaði það
yrði einhver fátækur og peninga-
þurfi, sem fengi þe3sa skildinga—
100 punda ávísun á Englandsbanka.
Ég hefl leitað eins og að saumnál í
þessari borg að hundrað punda ávís-
un, en ekki fengið hana. Hérna
eru tjórar 25 punda ávísanir, sem
gilda hið sama. Takið við launum
yðar”.
Auk ágætrar niðurröðunar á
efni blaðanna, og fjölbreyttu vali
handa ölium stéttum, og verðlaun-
um sem allir geta náð í, þá álíta
hinir beztu blaðamenn, að blöð Mr.
Harmsworth hafl enn þá fieira og
meira til síns ágætis. Framsetning-
urinn sé ef til vill aðal-galdurinn f
blaðatöfrum hans. Atburðirnir í
fregnunum eru ekki faldir innan f
löngum og óljósum málalengingum,
heldur er þeim með fáum skýrum og
viðeigandi orðum þrýst sem letri inn
í huga lesarans, og geymast þar síð-
an ófölnaðir. Hið sama er um rit-
gerðirnar að segja. Þær eru laus-
ar við stagl og mælgi, en kjarnyrtar,
og mála ljóslifandi einkenni þess sem
þær fjalla um, í hugskot lesandans.
Þær fjúka ekki eðaafmást fyrir vindi
né vatnaroki, hinnar algengustu
glamurkynjuðu blaðamensku. Blaða-
menskuaðferð Mr. Harmsworth sýnir
að hægt er að lo3a lesendur við hina
lúalegu og óbrúkandi aðferð fiestra
ritstjóra nú, sem teygja efnið á lang-
inn og spinna út úr því efablandinn
vaðal og vífllengjur, og annað hvort
eyðileggja fyrri setninguna með
þeirri seinni, eða flækja umræðuefnið
svo, að enginn fær heila brú úr því,
upp eða niður.
Um blaðamenskuferil Mr. Harms-
worth er þetta að segja: Faðir hans
var lögfræðingur vellærður, og dá-
vel efnum búinn. Hann lét son sinn
stunda nám og vildi að hann yrði
háskólakennari i lögfræði. Dreng-
urinn stundaði nám bitt þar til hann
var 16 ára gamall. Þá hætti hann
því, og kaus sér blaðamensku fyrir
atvinnu. Hann byrjaði ekki á lægstu
tröppu, eins og flestir mestu og beztu
ritstjórar hafa orðið að gera. Hann
byrjaði með $25 um víkuna, sem
ritstjóri. “Illustriated News”. Ilann
fór strax að brjóta heilann am
hvernig bæta ætti hina langorðu og
og efnislitlu blaðamensku, þar
sém öllu ægir saman í graut og
hræru. Hann var sannfærður um,
að blaðamenskan gæti geflð af sér
miklu meiri peninga til útgefandans,
og lesandanum meiri fréttir auð og
fróðleik. Hann var strax jafnvígur
að skrifa, halda bækurnar og stýra
pressunni. Hann komst strax fram
fyrir þau annes, sem útásetningar
og öfund byggir. Hann sigldi djarft
fram um blaðamenskusæinn; tók
fólk fljótt eftir för hans, og sýndi
honum fagnaðarlæti.
Arfur hans var um $5,000.
Fann var sparsamur og fór vel með
laun sín, og safnaði þvi strax dálitlu
fé. Hann hugsaði um það vakinn
og soflnn að eiga blaðið sjálfur, sem
hann væri ritstjóri við. Afleiðingin
varð sú, að hann stofnaði blað, sen
að eins var vikublað í byrjun. Var
það aðalega miðað við hæfl verka-
lýösins og inillum stéttanna, og áður
en Alfred var 21 árs, hafðiblað hans
4 miliónir kaupenda um mánuðinn.
Eitt af einkunarorðum þess
blaðs var þetta: “Skriflð það eina
sem þjóðin vill lesa”.
Hann sagði einu sinni við blaða-
mann, sem var kunningi hans, og
leitaði ráða til hans um hvernig hann
ætti að fara að, svo fyrirtækið bæri
sig.
“Ó, sumir eru að fást við blaða-
mensku, en eru að káka með hugann
við heimspeki. Eða hugur þeirra er
við alt aðra atvinnu eða eftirsókn.
Þeir eru einkis virði fyrir blaða-
mensku. Ég sökti mér á kaf í einn
hyl, og það er blaðamenskan”.
I annað sinn sagði hann við
ungann mann, sem var að byrja
blað:
“Vinn þú eins og þér er unt,
og æf'ðu áhugann. Far þú varlega í
öllu sem þú hefir ekki eigin reynslu
í. Vertu aldrei hugdeigur að fylgja
skoðun þinni, en mældu ætíð út fyrir
fram þ»r brautir, sem þú ætlar þér
að sýna fólkinu leið eftir. Getir þú
þetta og fylgir þú þessu, þá heflr þú
alt sem þú þarft”.
Kr. Ásg. Benediktsson.
Hayti-búar.
Prófessor R. T. IIill, landkönn-
unarmaður Bandaríkjastjóanarinnar,
sem nýlega er kominn heim til Wash-
ington úr landkönnunarferð sinni á
Hayti eyjunum, ber sumum íbúum
hennar hryllilega Ijóta sögu. Hann
kveðs margoft hafa verið sjónarvott-
ur að fórnfæringum og blótum þess-
ara eyjarskeggja. Þeir færa fórnír
Hinum mikla gula höggormi. Högg-
ormur sá, sem þeir halda blótveizl
ur og færa fórnir, er ekki annað en
þar lendur höggormur, en átrúend-
urnir álíta hann nokkurskonar ígildi
erki höggormsins, sem gæddur á að
vera yfirnáttúrlegri þekkingu og
krafti, og sem að eins prestarnir og
hofgyðjurnrr hafl sairneyti við. Hof-
gyðjurnar vakta og sjá um helgi-
dóma og skrýn Obeah (hins erki-
máttuga) sem líka. er þektur undir
nafninu Ju-Ju Mumbo-Jumbo eða
Vandoux, sem alment er afbakað í
Voodoo.
Mannfórnir og dansareru höfuðat-
riði í voodooismus þessum. Það er satt
og áreiðanlegt að gula höggormin-
um er fórnað fjölda mörgum börn-
um í hverri árlegri blótveizlu. Og
það er algengt að mæðurnar ákveða
börn sín strax við fæðinguna til að
verða fórnfærð. Hinn djöfullegi á-
setningur er samt ekki f'ramkvæmd-
ur fyrir en börnin eru um tveggja
ára aldur. Samt geta prestarnir og
hofgyðjurnar bæði heiratað eins
margar blótveizlur og fórnfæringar
á ári og gert undantekningar á aldri
fórnarbarnanna eins og þeim sýnist.
Fórnfæringin er hryllilegri en hægt
er að lýsa henni. Et skortur er á
börnum og unglingum, þá svörtu-
geitinni fórnað til uppfyllingar. Þar
má eigi geit fórna sem hvítur blett-
ur flnst á. Einnig má fórna alhvít-.
um hönum, sem viðaukafórn, en
bezt er að fjaðrirnar snúi öfugt.
Þessir fórntrúendur eru með
allra lægstu mannflokkum, og sýna
hina elstu átrúnaði, og líkast því
nokkuð sumum villimannafÍ9kkum,
sem búa lengst inn í Afríku öræfum.
Samt styðjast þessar villílýðs fórn-
færingar við fórnfæringar þær, sem
prestarnir kendu fyrri á dögum.—Og
svo mi líka flnnar menjar og leyfar
af kukli og töfrum, sem kennilýðn r
þessara Obeah-átrúenda hafa um
hönd, á meðal hinna svo nefndu
Voodoo skottulækna hér á megin-
landínu. Þeir praktisera á meða 1
svertingja enn þá. Og sumir þjóð-
ernisdansar svertingja hér eru vafa-
laust komnir frá þessu villifólki á
Hayti, semenn dansar þá á blót-
veizluhátíðum sínum, ogsem erulög-
boðnir í blótsiðum Obeah.
Þe si mannfórna tilbeiðsla sýn-
ist hafa geymt betur á Hayti upp-
runa sinn og frumeinkenni heldur
en alstaðar annarstaðar, nema í in n-
lendum Afríku. Þetta Hayti lýð-
veldi er í sannleika hvorki meira né
minna en ofurlílill hluti af svert-
ingja meginlandinu þótt það standi
nærri ströndum Ameriku. Fólks-
talan er um eina milión, sem eru
leyfar og brot af fleiri hundruð villi-
mannaflokkum. Sumir fluttir þang-
að í þrælasölutíðinni, til þrælastaifa.
Þeir voru viltir þegar þeir komu, og
þeir eru viltir enn þann dag í dag.
Og fylgja sínum frumsiðum og á-
trúnaði óbreyttum.
Þessir Obaeh-trúarmenn, eru
nokkurskonar leynifélög, og verða
meðlimirnir að leysa rf hendi marg-
breytta siði og serimoníur, sem þeir
smálæra, áður en þeir eru reglulegir
mec limir þeirra. Mikið af serimon-
iunum og siðunum eru skrípadan sar
bendingar og kukl, alt eftir trumbu-
slætti, og eru sérstök lög eða (eða
öllu heldur lagleysur) fyrir hvað
eina. Hvar sem ferðamaður er
staddur í fjöllunum á Hayti, þá
heyrir hann trumbuslögin kveða við
í öllum áttum, en hann heflr ekki
minstu hugmynd um þýðingu þeirra.
En Obaeh trúarmenn þekkja þau
upp á sínar tíu flngur, og ;,vita ná-
kvæmlega þýðingu hvers einasta
lags. Þeir þekkja á laginu hvaða
tíðindi eru á ferðinni, og séu þau
góð og gleðirík, þá fara þeir að dansa.
Þeir eiga 300 til 400 mísmunandi
dansa.
Lögbók um blótsiði þeirra á-
kveður þýðinguna í hverjum dansi.
Sumir dansarnir t.a.m. eru dansaðir
þegar átrúendurnir eru að biðja Hinn
mikla gula höggorm um náð og
gæsku, aðrir þegar þeir biðja hann
um gæði og gróða, eða um lækn-
ingu sjúkdóma, o. s. frv. Oft dansa
þeir þangað til þeir eru máttvana
eða alveg ærir, Meðölin við þessum
danssjúkdómum, eru að drepa eitt-
hvert dýr og láta blóðið úr því í
krukku og blanda það með rommi,
og er hún síðan borin í kring, og
bergja sjúklingarnir óspart á þess-
um drykk. Síðan er kjötið af fórn-
ardýrinu láið upp í pott og soðið, og
etið með beztu list.
Trumburnar eru af ýmsu tagi
og allavega litar. Á hættu tímum
og refsinga, eru að eins brúkaðar
trumbur sem eru rauðar á lit.
Sumir háttstandandi embættis-
menn á Hayti hafa hafa tilheyrt þess-
um trúflokki. Og fyrir fáum árum
síðan var einn aí forsetum þe3sa lýð-
stjórnarrtkis meðlimur þessa flokks
og tók hlutdeild í blótveizlum og
mannfórnum. Finst það skrifað að
hann tók viðbjóðslegan og þrælmann
legan þátt í fórnfæringu ungbarna,
og laugaði sig í blóði þeirra, og lýsti
því yfir, að Obaeh ætti ekki hollari
tilbiðjenda en hann væri.
Katólsktrú er talin að nafninu
til þjóðtrúin á Hayti. En katólskir
prestar eru óeirnir þar, og þeir sem
eru þar lengi geggjast í trúnni.
Katólsku kyrkjurnar þar eru því oft
í eyði, og prestlausar, og því taka
Obaeh trúaamenn þær, og fremja 1
þeim blótsiði Voodoos. Og verður
svo úr þeim hið viðbjóðslegasta sam-
safn, af katólskum og kristindóms-
siðum (alt það versta úr þeim) og
Voodoo-ismus, sem alt er um hönd
haft í Obaeh musterinu, sem þá er
skreytt býlætum Mariu meyjar og
helgra manna líkneskjum. Og jafu-
vel eru mannblót framin á ölturum
þessa kyrkna.
Það er vert að geta þess að
barnaþjófnaður er ekki ósjaldan
framinn á Hayti, einkum til fórnfær
inga. Og ekki er langt síðan að
kona sem var þar trúboði staðfesti að
hún þekti nokkur dæmi þess, að
mannakjöt væri selt á kjötmörkuð-
um í ýmsum bæjum.
Þessi staðhæflng er ekki senni-
leg, en þegar þess er gætt, að mann-
ætur á viltasta stigi eru til enn þá £
innlendum Afríku, og þessir Hayti-
búar standa á sama átrúnaðar stigi
eins og þeir, þá er ekki hægt að
rengja sðgu þessara trúboða.
Plinius sem uppi var nokkru
fyrir kristsburð getur um Voodoo-
ismus-inn á einum stað. Hann segir
að alkunnugt sé að þrælar í Róm og
á Ítalíu, sem fluttir hafl verið frá Af-
ríku þangað, hafi haft sinn eigin á-
trúnað, sem þeir höfðu um hönd þeg-
ar þeir fengu leyfi til þess. Þeir
héldu hræðilegustu blót — lifandi
manna fórnfæringar á nóttunni; og
aðal skilyrði blótsins var að hafa
höggerm við hendina. Hofgyðja
hafl ætíð þurft að vera þar, sem
þurfti að æra, og á meðan hún var í
því ástandi hafi hún flutt goðasvör.
K. Á. B.
Olíu-einveldið.
(Úr bréfi til ritstj. Heimskringlu).
Stofnfé þess var hundrað milí-
ónir, er samanstóð af hlutabréfum,
$100 hvert. Litlu ef'tir kosningam-
ar 1896, þegar þessi voða éinokun
vissi að vinur þeijra, hinn veðsetti
Vilhjálmur frá Canton, mundi verða
kallaður forseti Bandaríkjanna, fóru
hlutir félagsins að rísa í verði, þar
til í Febr. 1899, að hver hlutur var
talinn verður $439. Ári síðar, eða í
Febr. 1900, voru hlutir þe3sa félags
seldir fyrir $517, í Jan. 1901 voru
þeir virtir á $794 hver hlutur, og
síðast í Febr. þ. á. erverðmæti hvers
hlutar ákveðið $815. Ágóðinn, sem
skift var milli hluthafa ftrið 1900,
nam 48 milíónum á hundrað milíóna
innstæðu fé eða stofnfé, En svo ætl-
ar félagið að fleyja fáeinum skild-
ingum í hluthafana 15. Marz þ. á.
En ágóðinn er félagið fangar á
15 mánuðum í ágóða af hlutabréfum
sínum er 68 milíónir dollars af inn-
stæðufé því sem áður er nefnt—100
milíónum. Þetta er að eins sýnis-
horn af því er einokendur græða
undir lagaleysis vernd auðkýflnga -
stjórnarinnar í Washington. Olíu-
einveldið er ekki vitund verra en
aðrar einokanir, heldur er mór nær
að halda, aðí sumum tilfellum sé
það skárra; mér er nær a.ð hatda að
járn- og stál-einokunin, sem nú er að
sögn hið voldugasta einveldi í heim -
inum, muni vera miklu skaðlegra
fyrir alþýðu en ílestar aðrar einok-
anir, er nærst hafa á brjóstamjólk
þeirra Hanna, McKinley & Co. En
spursmálið er, hver hefir borgað olíu
einveldinu þessar 68 milíónir, er fé-
laginu^ þóknaðist að skifta ft milli
hluthafa sinna á 15 mánuðum? Mér
virðist það engum efa bundið, að
þessi voða ágóði hefir verið ranglega
tekinn frá þjóðinni.
Vinur minn Samson segir, að
ekkert rnuni liamlaBandaríkjastjórn-
inni írá að gera “skyldu sína“.
Samkvæmt hanseigin samvizku
(því ég efa alls ekki að hann hafi
greitt atkvæði sitt samkvæmt rödd
samvizku sinnar), er það skylda
stjórnarinnar að hlúa að þessum
ungu og óhörðnuðu einvelduun, en
hér er alvarlegt mál um að ræða,
því verður alls ekki svarað með ó-
rökstuddum illyrðum. Lincoln sagði
einu sinni: “Ég er miklu hræddari
við auðvaldið, sem myndast hetir og
heimtar sérstök hlunnindi, en ég er
við vopn eða óvini á orustuvellin-
um“.
Hver {getur neitað sannindum
þessarra orða, er alvarlega athugar
viðburðanna rás? Sumai þessar ein
okanir eru nú þegar orðnar svo
djarfar, að þær hlæjandi brjóta ríkis-
og þjóðarlög, og þeir, sem svarið
hafa að 'ögunum b6 hlýtt hlutdrægn
islaust, þora ekki að beita lögunom
við þessa iikiílögbrotsmenn, því þeir
vita að ef þeir styggja auðvaldið,