Heimskringla


Heimskringla - 21.03.1901, Qupperneq 2

Heimskringla - 21.03.1901, Qupperneq 2
HEIMSKKINGLA 21. MAKZ 1901. PUBLISHKD BY The HeiiskrÍDgla News & Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm 4rið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle nm blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. 0. Money Order Eegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum R. Ij. Raldwinson, Editor & Manager. Office ; 547 Main Street. P.O BOX 407. Ilvað er almennings vilji? í ræðu fyrra miðvikudag lýsti forsætisráðherra Roblin því yfir að fýrrsta árs niðursetning á flutnings- gjatdi á hveiti, yrði 2c af hverjum 100 pundum, og 7|% á verzlunar- vörum, Hvað græða þá Manitoba- búar að eins fyrsta árið? Vér skul- nn fyrst taka hveitið át af fyrir sig. Árið 1899 fluttu Northern Paeiflc og C. P. K. félögin 2-9 míliónir bushel af hveiti fit fir fylkinu. Lækkun 2c af hundraði, er sama sem lc ög einn fimta af bnsh., og sfi lækkun á 29 miliónum bush., nemur $348,000 Það er það allra minsta ílagt að hveitið í Manitoba verði jafnt í ár— 1901—og það var 1899; miklar lík ur að það verði meira. En sé það gert jafnt, þá græða hveitibændur $348,000 á lækkuninni á fyrsta ári. Ætli það séu mörg per cent af bænd- um, sem greiddu atkvæði með því að járnbrautarfélögin fái þessar 348 þfisundir doll. fir vösum bænda? C. P. R. málgögnin segja auðvitað, að það ættu a 11 i r að gera, en Hkr. segir, að það geri enginn sem skyn ber á málið. Þessi stórgróði bænda er að eins einn tekjuliðurinn at nið- ursettu flutningsgjaldi. Auk þess niðursetta flutnings- gjalds á hveiti, er sjö og einn flmti per cent niðursett flutningsgjald á verzlunarvörum. Hvað græða Mani- tobabfiar mikið á þeirri niðurfærslu? Hon. Roblin gaf svo hljóand. yfirlit um það í ræðu sinni. Þegar flutn- ingsskýrslur N. P. og C, P. R. fél, eru rannsakaðar, þá gerir þessi sjö og einn flmti per cent niðurfærsla $661,000 á ári. Þessarar niðurfærslu njóta allir sem verzla, og allir þurfa eitthvað að kaupa af vörum. Flutningsgjalds niðurfærsla af vörum 661 þfis. doll. og 348 þfis doll. af hveiti nemur einni milión og níu þfis. á fvrsta ári. Er rétUra að þessi upphæð sé I vösum járnbrauta- félaganna—að meiru leyti í vasa C. P. R—eða Manitobabfia? Vér ætl- um að fylkisbúar séu betur komnir að sínum peningum Alt írafArið og gauragangurinn, Bem gerður heflr verið í þessu járn- brautarmáli stjórnarinnar, er sprottið af ýmsum ástæðam. Fyrsta ástæðan er sfi, að málið er alveg nýtt málefni—að fólkið ráði járnbrautum—og þess vegna undir- orpið ókunnugleika og vankekkingu frá hálfu fylkisbfia. Öll þau mál, og ekki síst stórmál eins og hér er um að ræða, sem fólk hefir enga reynslu i, eru að eins séð í anda. Það er þvl full ástæða til að deildar verði meiningar um þau á meðal manna, og einum sýnist þar voðamynd, sem annar sér ekki, Og þegar enn frem- Or þess er gætt að hér er að eiga við ríkasta félagið í landinu, sem hefir næga peninga til als og reynsluna fram yflr almenning í málinu, en spornar af öllum kröftum 4 mó i þessu járnbrautarmáli á bak við tjöldin, þá er ekki að furða þó mein- ingar verði deildar um málið. Þetta mótvinnandi íélag getur fengið bæði einstaka menn og félög til mótspymu, með því að greiða þeim peninga, enda mun félagið ekki hafa legið á liði slnu í því efni, og nógir menn hafa verið á framboðsmarkaðinum til vinnu—eftir því sem upp fir kafinu kemur— bæði menn og blöð. Auk þessa félags, Canadian Pacific Railway félagsins, snúast sumir menn vegna einna eigin hags- muna, sem þrengjast þegar rýmkar um hag og sjálfstæði bændalýðsins, og mæla þess vegna á móti fram- gangi járnbrautarmálsins. Ofan á hvortveggja þetta bætist undirróðnr, og illkvittinn flokkadráttur í stjórn- málum landsins. Það er því ekki mót von þó skarkalinn og þysinn sé mikill og hávær. Það var sótt sfi fluga til C. P. R. um daginn, og var birt á Islenzku fyrir stuttu síðan, að ekki væru til menn í fylkinu, sem færir væru um að gera samninga við Northern Pacificog Canadian Northern félögin. Þetta er markleysa, vitleysa og þvað ur heimskra manna. Að koma með það sem ástæðu að fylkið eigi ekki— hali ekki—nógu hæfa menn nfi til að gera löglega samninga við járn brautarfélög, er sama og segja blátt áfram að fylkið eigi aldrei að eiga járnbrautir Þótt fylkið bíði, bíði í hundrað ár eða lengur, og láti járnbrautafélögin halda áfram að eiga brautirnar og okra fé fit fir almenningi, þá eykur það ekki þekkingu né reynslu fylk- isins á að annast og eiga brautirnar. Þetta er það sama og sagt hefði verið þá gufuvagninn var fundiun upp, að ekki væri tiltökumál að nota hann né byggja járnbraut, af því enginn hefði æfingu og þekkingu á að nota gufuvagna og járnbrautir. Þess vegna væri ekki til nokkurs hlutar, að reyna það brask,. Svona löguð- um röksemdum er árangurslaust að slá fit við hugsandi fólk í þessu Iandi. Sá sem gerir það sýnir að eins fáfræði sína, og þann vana að hafa alt eftir er hann heyrir haft íyrir sér, sem páfagaukurinn. Sá tími, kemur og hann er I nánd, að almenningur fær að sjá og þreifa á, að mest mótspyrna á móti þessu járnbrautarmáli byggist 4 öðr- um grundvelli en velvild og heill til almennings. Hfin byggist á stór- hagnaði auðmanna, og leigutóla- gjammi, sem ljá sig og leigja til allrar óhæfu, að viðlagðri vanþekk- ingu og pólitiskum flokkadrætti, sem virðir gagn almennings að litlu, þá smábitlinga og almennan óróa er hægt að vekja upp, gegn mótpart- inum. Cook og Laurier. Um kosningaleytið í haust var skýrt frá, að Laurier hefði boðið Mr. H. H. Cook, að láta hann fá sæti I efri deildinni, ef hann borgaði $10,000—segi og skrifa tíu þfisundir dollara.—Þótt H.kringla hafl ekki getið um þetta stórhneykslismál Lauriers síðan I vetur, þá hefir mál- ið ekki legið í þagnargildi. Hér- lend blöð hafa mikið talað um það fram og aftur, og heflr málið vakið hina mestu eftirtekt á meðal manna. Þegar Cook gaf þetta mál upp til al- menning, hljóp Laurier til og skrif- aði I blöðin og neitaði að nokkur sannleiki væri til I framburði Cooks. Hafa fleiri fylgiflskar Lauriers sagt að þessi staðhæfing Cooks sé ekki að marka, vegna þess að hann sé svo skapstór og óbilgjarn I málum. En svo liðu nokkrir mánuðir að Cook stóð við orð sín, og k raðst segja satt og rétt frá, og í ofanálag staðfestir hann með eiði framburð sinn. Tók þá Lauríer og fylgiflskar hans það ráð að þagna á þessu máli. Svo kom þingið saman, og tók til starfa. En einn góðan veður- dag nfi nýlega kom Sir MacKenzie Bowl með þá tillögu í efri málstof- unni, að áburður Mr. H. H. Cook á Laurier, um að hann háfl boðið Cook sæti I efri málstofunni ef hann vildi kaupa það fyrír $10,000, sé tekið og rannsakað samkvæmt lög- um. Ef samviska Lauriers er hrein og hvít í þessu máli, þá er ekki nema sanngjarnt að álíta að hann haði álitið þessa tillögu Sir MacKenzie Bowels æskilega fyrir sig, og það því fremur, sem stjórn hans gat valið menn I þessa rannsóknarnefnd. En þessu er ekki að heilsa, því stjórnin vill ekki samþykkja þessa aðferð í málinu. Svo þar sem ekki er um nema tvær hliðar að ræða 4 þessu ljóta máli,—að annaðhvort er Laurier s e k u r eða Cook er 1 y g- ari, þá lítur málið nfi hálfu verr fit fyrir Laurier en nokkru sinni áður, þar sem hann þorir ekki að það sé rannsakað með ljósi laganna. Mál þetta er nfi á báðar hliðar oþolandi, og til stórskammar fyrir þjóðina að svo komnu, O héðan af getur það ekki gengið neoaa einn vag,—ef gæta á sóma lands og lýðs,—og sá vegur er lagarannsókn, Það er ekki minsti efl á því að efri málstofan ætti að skipa rannsókn I þessu máli, hvað sem stjórnin segir, og það er vonandi að hfin sjái sóma ríkisins, þjóðarinnar og sín, í að stuðla að fremsta megni að því, að aannleikurinn verði fundinn I þessu máli, og það fyrri en síðar. Lestur. Svo heitir löng grein I “Fjall- konunni” nýkomin frá íslandi, eftir Georg Brandes, hinn mikla gagn- i ýnara og fagurfræðing Dana. Auð- vitað er greinin þýdd, og líklega þýdd orðrétt. Af því að greinin er fróðleg, og fjallar um það efni, sem allir læsir menn, hafa gott af að at- huga, þá vil ég reyna að draga nokk- uð af efninu út fir henni, svo lesendum H.kringlu geflst kostur á að lesa skoðun og þekkingu þessa mikla manns, því engin tök eru rfimsins vegna að birta hana alla I blaðinu. K. A. B. Höfundurinn byrjar á þvl að oít sé spurt í blöðum að því, hvaða hundrað bækur séu hentugastar I eitt bókasafn. Svörin séu: Biblían fyrst, og síðan ýmsir nafnkendir skáld- mæringar og rithöfundar að fornu og nýju.—Hann álítur það einfeldni að hugsa sér að völ sé á hundrað bók- um, sem öllum lesendum séu bestar. Smekkur lestrarfýsnarinnar sé svo mismunandi. Einum þykir það á- gætt sem öðrum þykir einkisvirði. Það sem lesaranum hafi þótt ágætt á unga aldri, þykir honum lítilsvirði síðar meir, eða sem honum þótti lítt nýtt ungum, þyki honum ágætt síðar. Hann segir að það sé nálega ekkert til, sem öllum og ávalt er gott að lesa. Af hundraði manna, sem kunna að lesa, lesa 90 blöðin að eins. Blaðalesturinn er minst þreytandi, því oftast er hlapið fram hjá þeim köflum, sem þurfl íhugunar við.— Flestir lesa án mikillar eftirtöku á efninu, minsta kosti gleymist þeim það strax. Suma sem le3a brestur réttan skilning á efninu, t. d.: þeir sem lesa fitlend blöð og bækur á er- lendu máli skilja eigi nema annað hvort orð og íietta aldrei upp orða- bók.—Þeir geta til hver meiningin I því sé—hafa ekki hálfan skilning. Þeir eru ekki vanir við að skilja meira. Einu sinni las kunningi minn upp kvæðið: “Guðinn og bajaderan” eftir Goethe, I kvenna- hóp á þann hátt, að hann byrjaði hverja vísu á seinustu línunni og las upp eftir. Alt féll í hendingar, og öllum sem heyrðu það þótti kvæðið áhrifamikið. Áheyrendurnir fengu einhverja hugsun fir kvæðinu, og meira en einhverja hugsun býst 4 heyrandinn ekki við að fá og kærir sig ekki um. Spurningarnar eru þessar þá um lestur er að ræða: Afhverju eigum við að le sa? Hvaðeigum við að lesa? Hvernig eigum við að lesa? Af hverju eigum við að lesa? hðfundurinn kveðst ekki vilja gera ofmikið fir þeirri þekkingu, sem lestur geti veitt. Hún sé oft neyð- arfirræði. Gagnlegri séu langferðir en fyrirferðamiklar ferðasögur. Hægra sé að þekkja manninn af starfinu en að rýna eftir honum gegn- um bækur. Myndir, málverk og teiknanir mestu listamanna, eru lærdómsríkari flestum bókum. Michel Angelo, Tizian, Velazques og Rembrandt hafa veitti dýpri þekk- ingu á mannlífinu, en heil bókasöfn. Ef sá sem les, hefir ekki þekkingu á mannlíflnu, þá heflr hann ekki gagn af að lesa skáldsögu. Hann er ekki fær um að dæma hvað er rétt og hvað er röng mynd af mannlífinu.— Þetta sést af því hvernig góðar bæk- ur eru oft dæmdar, “Svona hugsar eða breytir enginn maður”, segja einn og annar, sem þekkja að eins fátt, vita ekki og skilja ekki neitt af því sem fram hefír farið í mönnum í kringum þá. Alt er illa skrifað, illa hugsað og óeðlileg, sem ekki kemur heim við þeirra vit eða þekkingu,— en reynslusvið þeirraerísamanburði við mannlífið, eins og “gæsatjörn í samanburði við fithafið”. — Vér megum ekki halda að vér ððlumst vísdóm með því að gleypa I oss bæk- ur; til að eignast brot af vísdómi sem fólginn er I bókum þarf maður að hafa margt til brunns að bera.— Bækurnar hafa kosti fram yfir menn- ina. Þær koma hreyfingu á hugsun- ina, en mennirnir sjaldan. Þær þegja, ef þær eru ekki spurðar. Svo var- kárir eru menn sjaldan. Umgang- ast ekki þeir menn oss, sem oss er ami og leiðindi að? “í vinnustof- unni minni eru 7—8000 bækur, sem eru mér afdrei til óþæginda, en oft til ánægju”. Þær eru sjaldan eins inni»haldslausar oj mennirnir sem stundum má segja um eins og Gothe sagði: “Væru það bækur, vildi ég ekki lesa þær”. Vér eigum að lesa til að bæta annara manna þekkingu og reynslu, við vora eigin. Lesa til þess að myndir hins liðna skýrinst og glegg- ist fyrir oss, verði hreinsuð mynd Að lesa til dægrastyttinga er líka gagn fit af fyrir sig—,eftir tilbreyt- ingalausa áreynslu. Skemtilestur, ef hann skemtir, er ekki metandi að engu. Sumir halda því fram að við eigum að lesa til þess að verða betri menn og benda síðan á þær bækur og brýna fyrir mennum að lesa þær fremur öðrum, sem að því stuðla. Ég neita því að lestur getur betrað mann, en það er kcmið mest undir hvernig lesið er, og svara ég því síð- ar. Reyndar má segja að ekkert bæti mann minna en bækur þær og ræður, sem til þess eru gerðar. Það er einna leiðinlegast, þó ekki sé bætt, og ekkert er jafn langt frá allri list. Eins og ekki er hægt að ala upp börn með því að sneypa þau stöðugt, svo er ei hægt að ala menn upp á sífeld- um prédikunum. Dæmið getur haft siðbætandi áhrif á mann fit af fyrir sig, en siðkennandi bók er ekki dæmi. AUir þekkja boðorðin frá barnsaldri, sem kenna að vera ekki eigin- gjarn, ljfiga ekki, svíkja e k k i gera ekki öðrum mein, o. s. frv. “Vér þekkjum þau svo vel, að þau hafa engin áhrif 4 oss, enda þó þau séu sett fram I kvæði” — Að rit- höfundurinn bæti elsarann er ofætl- un. Þess eina verður kraflst af hon- um, að skrifa samvizkusamlega, og hafi kennara hæflleika til einhvers. Oss ber sjálfum að forðast bækur, er gera oss að verri mönnum. Þá kemur: Hvað eigum við að lesa?—Hvað lesum við? Blöð. Blaðalesturinn er nauðsynlegur á þessum tím, og til skemtunar. Hann færir oss þekk- ingu, þó á dreif. Blöðin tala við oss um Evrópu, Asiu, Afríku, Ameríku og Ástralíu.----- Okkur þykir vænt um að sjá vorar eigin skoðanir á prenti, þótt það séu hleypidómar lærðir af ná- unganum. Misendis lesendur mis- endis blaða þarfnast líka daglegra skamta afþvættingi og þvaðri um prívat líf manna. Þeir þurfa að sjá skammir I blöðunum.—Svo er fyrir Dönum, þó þeir séu orðlögð góð- menni,— ótrfilega illkvitnir í smá- munum.— Blaðalesendur eiga að gæta tvens. Að lesa eftirlætisblöð raeð gagnrýni, og láta sér ekki næja ein- tóman blaðalestur.—Ég bar á móti því-í byrjun að nokkrar tilteknar bækur væru beztar handa öllum. Biblían er álitin bezt allra bóka, sannar það bert að menn kunna ekki að lesa. Gamlatestamentið er sam- safn um 800 ára bil af fornhebresk- um bókmentum, ólíkt að uppruna, mísjafnt að gildi, misritaðar með af- bökuðum textum, rangfærð til höf- unda og torskilin, nema þeim sem hafa yfírgrips mikla söguþekkingu. Rit þau sem kend eru við Jeseía í Gamlatestamentinu hafa mikið að geyma af ágætum skáldskap forn- aldarinnar. Má sjá þar hreinasta réttlætislögmál, og trfiarbragða full- komnun (öOO—750 f. Kr.). Kron- ikubækurnar er safn af fölsuðum frásögnum söfn atburða eftir presta seinni tíma, og eru einxísvirði. Þetta er alþýðu manna alt feng- ið I löndum prótestanta sem sálubót- arrit, og heflr fólk fengið þar andlegt fóður. Davíð erkguðsmaður, þó var hann morðiniíi og föðurlandssvikar. Hann á að hafa ort sálma, sem hann á ekki einn stafL, og lesarinn skilur ekki helming af.—Lesturinn heflr hér skemt hagsunarhátt manna. Menn hafa lítið gaman að líta á hin “klassisku” rit. Það er af hend- ingu ef menn skilja þau.—Kynslóð- in á fyrst að læra að þekkja sinn tíma, og síðan eldri tímann.— Miðlungsmönnum er yfirleitt illa við nýjar hugsanir og nýja háttu. Meiri hluti fólksins stendur jafnan öndverður snildarmðnnunum, 4 með- an þeir lifa,—nema þeir verði mjög gamlir.— Þeir lifa og deyja lítt við- urkendir.—Hið góða ryður sér ætíð fyrst til rfims I míðlungsmfignum. Mest er þó af öllu komið undir því, að fáeinir menn sem þekkingu hafa og listarsmekk kveði upp fir lof um listritin verk, svo oddborgaraskap- urinn taki fælni,—hræðist að sér verði brugðið um heimsku eða sýnd- ur í spegli á sjónsviðiuu. Það er gott að velja sameigin- legan mentagrundvöll, og byrja hann með því að fá börnum í hendur beztu bækur t. d.: Ævintýri Róbinsons, Odysseifsdrápu; láti drengi og stfilkur lesa Walter Scott. Ungir menn ættu að kynna sér Shakespeare og Gothe m. fl. Sumir halda að þeir þurfí ekki sjálfír að lesa, gæti náð efni bóka I gegnun aðra. Menn vilja hafa yfir- sjón um alt og gína yfir sem flestu, og halda að það sé undirstaða þekk- ingarinnar. Þeír lesa bækur sem byrja á sköpun heimsins, og enda á þessum tíma. Slíkar bækur ættu menn að lesa varlega. Enginn ein- stakur maður er fær um að skrifa þær, og hætt er við að þær heimski lesarann meira en þær fræða hann. Bók sem fræðir verður að hljóða um eitt eða annað land, um eitt eða annað stutt tímabil. Eftir þvl sem hfin tekur yfir styttri tima eftir því er hfin meira fræðandi venjulega. Gróði lesarans er ekki kominn undir að gína yfir löngu efni, heldur að bókarhöf. sé víðsýnn og fari meist- aralega með mikið efni. Náttúru- fræðingurinn getur farið svo með skoidýrið, að það gefi mönnum skilning á alheiminum. Á þann hátt fer afbragðsrithöfundur ætlð, líkindavís með efni sitt. Hann framleiðir, sýnir og skýrir efnið. Framh. Benjamin Harrison. Þann 13. þ. m. kl. 4.45 e. m. dó Benjamin Harrison, sem var for- seti Bandaríkjann frá 1889 til 1893. Hon. Benjamin Harrison var fæddur I North Bend, Óhio, 20. Ágfist 1833. Hann var sonarsouur W. H. Harrison forseta Bandarjkjanna, sem var níundi I röðinni. Hann fitskrif- aðist lögfræðingur frá háskólanum í Ohio 1854. Eftir það fékk hann virðingar og stöður hvað á fætur öðru. Árið 1862 gekk hann I sambandsher- inn, og bjálpaði til að auka og efla 70ustu herdeildina, og varð foringi hennar. Herdeild hans hafði það verk aðallega að verjajárnbrautir og annað þess háttar. Tveimum árum síðar tók hann þátt í herförinn frá ChattaDooga til Atlanta með hers- höfðingja Hooker. Nyrsta stórorust- an sem hann var í, var við Reseca, 14. Maí 1864. Síðan var hann í hverri orustinni á fætur annari. Hlaut hann virðing og hærri for- ingjastöður sí og æ, fyrir dugnað og hugrekki. Árið 1864 hætti hann samt hermensku, og gaf sig aftur við lögum. Hann tók þátt í fyrsta sinni I forsetakosningum árið 1868, en 1876 var hann fitnefndur af re- publikum fyrir ríkisstjóraembættið, og náði hann því. í kosningu Gar- fields tók hann öflugan þátt, og bauð Garfield honum að taka sæti I ráða- neitinu, en Harrison hafnaði því tilboði, en 4 Marz 1889 komst hann I efri málstofuna. Var hann þar I 6 ár. Bar þar mikið á honum og kom hann þar fram með ýms stór- mál, svo sem lagfæringu og umbæt- ur á sjóhernum, og et'tir á vinnu þeirra sem vinna fyrir hið opinbera- Árið 1888 var hann íforseta valinu, og vann Cleveland íþeirri kosningu, og tók við forsetastöðunni 4. Marz 1889. Hann sótti aftur á móti Cleve- land 1893 en tapaði, og vék fir for- sctasætinu 1893. Fór hann þá aftur heim til Indianapolis, þar sem heimili hans var, og dvaldi þar til dauðadags. Spurningar og svör. Sp.: Meðhvaða líffæri hugrsar maður- inn, með hjaJtanu eða heilanam? Sv.: Maðarinn hugsar með heilanum, og getur ekki hugsað með öðru líffæri. Hjartað hefir ekki annað hlutverk fyrir líkamann en veita blóðæðablóðinu mót- töku og þeyta því út um lungun svo það fái aftur nýtt lífsloft, tekur síðan aftur við því og þeytir þvi út um slag- æðar líkamans. Háræðar slagæðanna standa i sambandi við háræðar blóðæð- anna. Þegar blóðið er búið að fara eft- ir slagæðunum og kvíslast um háræðar þeirra, er það búið að gefa likam&num lífsloftið, og er þá orðið þrumgið kol- sýruloftið og flytzt aftur til hjartans gegnum blóðæðarnar og út frá því um lungun til að fá nýtt lífsloft, og síðan inn í hjartað og út um slagæðarnar á nýrri umferð. Þessar umferðir blóðs- ins eru kallaðar blóðrás, og hlutverk hjartans er að annast um hana, og ann- að ekki. Heilinn er aðal aðsetur skynsem- innar. Út frá honum og mænunni ganga tvenskonar taugakerfi, tilfinn- inga taugakerfi og hreifinga-taugakerfí. Tilfinninga taugakerfið stendur i sam- bandi við skilningarvitin, augun, eyr- un, nefið, tunguna og húð-tilfinning- una. Hreyfinga-taugakerfið stendur í sambandi við vöðvahreyfingarnar, svo svo sem þá við göngum, grípum, tölum o. s. frv: Sumar hreyfingar likamans eru samt ekki undir umráðum heilans. Við getum verið kyrrir og hreyft okkur án þess að ráðfæra okkur við heilann, og við getum ekki látið hjartað hætta 8Ínu ætlunarverk' með boðskap frá heil- anum. Heilinn hefir heldur ekki um- ráðyflr tilfianingakerfinu að öllu leyti. Tið getum ekki annað eu heyrt og séð. Að vísu með hreyfingataugakorfinu getum við lokað augunum svo við sjá- um ekki. Skilningarvitin safna efnum þekk - ingarinnar og þekking, er verkefni hugsananna. Augað og eyrað og til- finningin tíytur heilanum áhrifin utan að. Þannig fáum vér vitneskju um efnibóka og alt annað. En þau áhrif eru verkefni hugsuninnar. Þýtt úr fylgiblaði “Skandinavens“. K. A. B. Eg hefi þýtt ofanritaða grein þeim vinum mínum S. Sölvasyni eg Sig. Júl. Jóhannessyni og öðrura fleiri til leið- beiningar, i lesningu um byggingu mannlegs líkama. Kk. Áso. Bbnhdiktsso*. Aldamótafagnaður. Fyrsta og síðasta kvæðið í Alda- mótaljóðum Einars Benediktssonar hljóðar svo (miðkvæðið var leskvæði, recitativ): (Cantate). Lag: Þið þekkið fold raeð blíðri brá. Við aldahvarf, nú heyrum vér sem hljóm af fornum sögum og eins og svip vor andi sér af öllum landsins högum, af sókn þess frarn með sverð og kross, með ’siðmeuning og lögum. Og hátt skín bjarminn yfir ose frá íslands frægðar dögnra. Það ljós skín yfir aldahaf að yztum timans degi, í gegnum bölsins blakka kaf, sem blys á niðjans vegi. Það verndi oss, það yíki’ ei brott; í virðing heims það standi, að fornöld ber þess fagran vott, hvað felst í þessu landi. Það veki hjá oss kraft, sem knýr til kapps, til alls þess stærra, til starfs, sern telur tlmi nýr, til takmarks æðra’ og hærra, Hver þekkir rétt, hvert þjóðin kemst, þótt þúsund ár hún misti ? Oft seinastur var settur fremst og síðastur hinn fyrsti. _____ / Því lofi æskan alla tið, þá eiða hjörtun sverji, að æfi sinni öllum lýð til auðnu’ og gagns hún verji. Og blessum þessi hljóðu heit, sem heill vors lands eru unnin, hvert líf, sem græddi’ einn litina reífc og lagði’ einn stein í grunninn. Og fjöldinn undir mold og meið i minningunui vaki. Vor öld þá frægi, himinheið, sem hefst að fjallabaki. Þeir létta af oss ohi’ og neyd, þó enn oss meinin saki; þeir hrundn vorum hag á leáð raeð heillar aldar taki.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.