Heimskringla - 21.03.1901, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA, 21. MAfíZ 1901.
Vér munum alda-myrkrid fyrst,
svo morgun framfaranna,
er bókament og laerdómslist
brá ljósi’ á hugi manna;
og ‘‘Fjölni'1, reisn vors föðurlands,
og fundinn þjóðarinnar,
og löggjöf vora og fjármál frjáls
einn fjórðung aldarinnar.
Það liðna, það sem var og vann,
er vorum tíma yfir;
því aldur deyðirengan mann,
sem á það verk. er lifir. —
Já, blessum öll hin hljóðu heit,
Sem hsill vors lands voru’ unnin,
hvern kraft, sem stnddi stað og sveit
og steina lagði’ í grunninn.
(Lag: Eldgamla ísafold.)
Ein hnfgur aldar sól,
oft veltur timans hjól,
komið er kvöld.
Rís önnur rík og frið,
roðar um fjallahlið
öflug, en björt og blíð
byrjandi öld.
IJmliðið aldarstrið
umbuni’ á nýrri tið
gæfunnar gjöld.
Berist oss björg á strönd,
blómgist öll sveitalönd.
Guðs náð með hverri hönd
hefjist sú ðld.
Of lengi’ í örbirgð stóð
einangruð. stjórnlaus þjóð,
kúguð og köld.
Einokun opni hramm.
Iðnaður, verzlun fram.
Fram ! Temdu fossins gamm,
framfara öld !
Sé eitthvað satt og rétt,
sigra því gerðu létt,
veittu þvi völd.
Auðgaðu anda manns,
örva*u vilja hans,
mannaðu menn vors lands,
menningar öld!
Brjó íslands bönd um þvert,
bann leystu af því hvert,
skírðu þess skjöld.
Lifgaðu’ alt lífsins vert,
launa hvað vel er gert.
Fyrir vort fólk þú sért
frelsisins öld.
Blessaðu’ alt búalið,
bát hvern og fiskisvið,
hérað og höld.
Hefji þá anðnuafl.
Upp! Yfir hrönn og skafl !
Lát snúast timans tafl,
tuttugasta’ öld.
ísfirðingar héldu samsæti og voru
þar samankomnir 150 manna úr kaup-
■taðnum. Þar voru íæður haldnar og
ýmsar skemtanir. Þar var sungið
þetta kvæði eftir Hannes Havstein:
Drottinn, sem veittir frægð og heill til
forna,
farsæld og manndáð vek oss endur-
/ borna.
Strjúk oss af augum nótt og harm þess
horfna,
hniginnar aldar tárin láttu þorna.
Dagur er risinn, öld af old er borin,
aldarsói ný er send að skapa vorin.
Ardegið kallar, áfram stefna sporin.
Enn er ei vorri framtið stakkur skorinn.
Aldar á morgni vöknum, til að vinna,
Vöknum og týgjumst, nóg er til að
sinna.
Hátt ber að stefna, von við traust að
tvinna,
takmark og heit og efndir saman þrinna.
Fjallkonan unga, yngst af Norðurlönd-
um,
óminn fær heyrt af j dáð frá systra
ströndum;
biður með þrá, sem ástmey örmum
þöndum,
eftir þeim svein, er leysi’ hana’ af
böndum.
Sólgeisla hár um herðar bjartar fellur,
hátt móti röðli fannhvítt, brjóstið
svellur.
Eldheitt f barmi æskublóðið vellur,
aldanna hrönn að fótum henni skellur.
Þróttinn hún finnur: öfl í æðum funa,
ólgandi fossa kynjamögnin duna.
Auðlindir sævar ótæmandi bruna.
Ónotuð frjógnótt beiskju vekur muna.
Veit ’ún að hún er ei af kotungskyni,
kann og að fóstra marga vaskn syni.
Mænir nú hljóð gegn ungrar aldar skini
—Á hún þar von á lengi þráðum vini?
Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi
upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að
arfi,
Öflin þín huldu geysast sterk að starfi,
steinurðir skreytir aftur gróðrarfarfi.
Sú kemur tið, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrr^ skóga.
Sé ég í anda knör og vagna knúða
krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn glaða’ og
prúða,
stjórufrjálsa þjóð með verzlun eigin
búða.
íslenzkir menn! Hvað öldin berá skildi,
enginn fær séð, hve feginn sem hanu
vildi.
Eitt er þó vist.hún geymir Hel og Hildi,
Hlífi þér, ættjörð, guð í sinni mildi.
Hitt er og víst, að áfram, áfram miðar.
Upp, fram til ljóssins ! Tímans lúður
kliðar,
Öldin oss vekur ei til værðarfriðar.
Ung er hún sjálf, og heimtar starf án
biðar.
Starfið er margt, en eitt er bræðraband
ið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið;
hvernig sem striðið þá og þá er blandið,
það er: að elska ©g byggja og treysta á
landið.
THE NATIONAL
Centrifugal Farm
Rjoma-skilvinda.
Bráðnauðsynlegar og arðberandi við
heimatilbúning smjörs, eða þegarrjóm-
inn er sendur tii smjðrgerðarbúa, eða
til sölu í bæi. Þessi rjómaskilvinna er
smíðuð með öllurn gagnlegustu umbót-
um og ágæti. sem miða til hentugrar
brúkunar dagsdaglega á bændabýlum.
Smiðisgerðin er frekar einföld. Anti-
fraction ball bearings. Þægileg og auð
veld fyrir uuglinga. Skilur rjómann
ágætlega úr mjólkinni. Hún er hand-
hæg og óbrotin þegar hún er þvegin,
þó þarf að þvo hana i hvert sinni, ein-
ungis tvö stykki innan í kúpunni. Hún
er eterk og endingavgóð og smiðuð úr
beztaefni, og yönduð að öliu leyti, og
eiguleg,
EK BÚIN TIL HJA
THE
Raymanfl
Mfg. Co. of Gaelph,
Meö einkasölu i Canada.
Ef þessi rjómaskilvinda
er óþekt i bygðum byððum
yðar, þá skritíð eftir vitnis-
burðum um hana til:
Jos. A. Merrick
Itox 518 Wiunipeg
umboðsmaðor i Manitoba
og Norðvesturlandinu og
British Columbía, sem nú
næstu daga hefir miklar
byrgðir af þessum rjóma-
skilvindum vorum í Win-
nipeg.
National vinda þessi er snúið með Vér búum líka til og selj-
handatii. Aðskilur 330—350 pd. á klukku- um góðar saumavélar.
tímanum.
Þá mun sá guð, er veitti frægð til forna,
fósturjörð vora reisa endurborna,
þá munu bætast harmasár þess horfna,
hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.
AIEXANDRA RJÓMA-SKILVINDUR
Winnipeg Coal Co.
BEZT AMERISKU HARD OG LIN
KOL
Aðal sölastaður:
HIQQFNS OQ MAY Sts.
eru þær beztu og sterkustu.
Alexandra rjómaskilvindan er sú bezta ódýrasta og
uaraniegasta skilvindra sem hægt er að fá. Fæst
nú sem stendur með alveg dæmalausum kostum
hvað víðkemur borgunarskilmálum sérstaklega. Ef
þið annars ætlið að kaupa, þá gerið það nú, ekki
er seinna vænna.
Vér erum að búa oss undir að selja enn þá meira af
þeim á næsta ári. Vér afgreiðum fljótt og skilvls-
laga allar pantanir, sem umboðsmaður yor Jlr.
(jinniinr Sveinaon tekur á móti, eða sendar
eru beint til vor.
■wiisrisri je»e <3r.
Canadian Pacific
RAILWAY-
Sú fljótasta og eina braut,
sem liggur frá hafi til hafs.
Vögnum er aldrei skift á leiðinni milli
TOfíONTO, MONTREAL og hafnbæj
anua VANCOUVEB og SEATTLE.
Farbegiavagnar búnir í Nvi-
asta sniði til
BOSTON. MONTBEAL. TORONTO,
VANCOUVEB og SEATTLE. rétt
eins góður og maður sé heima hjá sér.
Farbréf til, CALIFORNIA, CHINA,
JAPAN, ÁSTRALÍU og kringum
huöttinn.
Allarleiðbeiningar fást hjá næsta
umboðsmanni félagins, líka má skrifa
Wm. STITT eða C. E McHPERSON,
WINNIPEG.
R. A. LISTER & C° LTD
232 KING ST- WINNIPEG-
F. G. Hubbard.
Lögfræðingur o. s, frv.
Skrifstofur í Strang Block 365 Main St.
fslenzkur
málaflutningsmaður
Thomas H. Johnson
Barrister, solicitor eto.
WINNIPEG - - - - MANITOBA.
ALLAR TEGUNDIR AF
fíoom 7 Nanton Block, 430 Main Street,
Winnipeg Manitoba.
trlephone 1220 - - p. o. box 750
gólfteppum i
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÝJA
574 flain Str.
Telefón 1176.
Stanðinayian HoteL
Fæði $1.00 á dag.
718 JIhíii Str.
THE CRITERION.
Beztv vin og vindlar. Stærsttog bezts
Billiard Hall i bænum. Borðstofa
uppi á loftinu.
JohnWilkes,
eigandi
Wooiioe Restaarant
Stærsta Billiard Hall í
Norð vestrlandinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvð “Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
Lennon & Hebb,
Eigendur.
ShoeCo.14
5»(J JHain Mtreet.
■
hafa þá ódýrustu og bezta
barna-flóka-skó, sem fáanleg-
ir eru í þessum bæ.
Komið ojr skoðið þá og
spyrjið um veiðið.
T. hYÖJMS
490 Maia St. ■■ Wiuuipeg Man.
OKKAR MIKLA----
FATA=5aLA
HELDUR
ENN AFRAM
Vvið höfum ennþá fínlega og endingargóða 01/1 C /1
Tweed alfatnaði íyrir................. V ' U.UU
12 svarta worsted stutttreyju-
alfatnaði (square cut)...
$10.50
Þessa viku gefum við einnig helmingi meiri
“Trading Stamps” með öllum drengjafotum
Drengjabuxur á 25 og 50 cents.
10 dusin hvitar skyrtnr
25C. hver.
DEEQAN’S
55ÓMain Str.
flANITOBa.
Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu
annarstaðar.
íbúatalan f Manitoba er nú.............................. 250,000
Tala bænda í Manitoba er................................ 35,000
Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519
“ " “ 1894 “ “ 17,172.883
“ “ 1899 » “ 27,922,230
Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar................... 102,700
• Nautgripir.............. 280,075
Sauðfé.................... 35,000
Svín...................... 70,000
Afurðir af kúabúum í Macitoba 1899 voru.................. $470,559
Tilkostnaður við byggingar bænda i Manitoba 1899 var.... $1,402,300
Framförin i Manitoba er auðsæ af fóíksfjölguninni, af auknum
afurðum lan.lsins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vax-
andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxaadi velliðan
almennings,
f siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum......... 50,000
Upp i ekrur....................................................2,500,000
og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi Muti af ræktanlegu landi
í fylkinu.
Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er
enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg
uppvaxandi blómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir
karla og konur.
í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn.
f Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast.
í bæjunum TFInnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú
vera vfir 5,000 fslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba,
eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum
og British Columbia um 2,000 íslendingar.
Yfir 10 millionir ekrur af landi i Manitoba, sem enn þá
hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, ogkosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlönd i öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með
fram Manitoba og North TTestern járnbrautinni eru til aölu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til'
HÖN. R. P. ROBLIBÍ
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA.
108 Lðgregluspæjarinn.
það, sem þér leitið að, háttvirtaungfrú?” Hún
hleypur til hans; gleðisvipur færist yfir andlit
hennar og hún kallar með fögnuði: “Já, ég
týndi því þegar illmennið réðst á mig”. Hún
réttir út hendurnar til þess að veita því mót-
töku; það leynir sér ekki að henni er ant um
það.
De Vtrney sér að “bréfverjan” (umslagið) er
gul; ekkert merki né frímerki á henni. Hann
reynir að lesa utanáskriftÍDa og sér hann að það
er hönd Hermanns. Hann þekti hana frá því
hann heimsótti hann á Manbenze götu nr. 55;
þar hafði hann séð hönd hans.
“Þetta er annað bréfið, sem hann skildi eft-
ir í búðinni”, hugsar hann.
Svo fær hann henni bréfið og lætur á engu
bera, en segir: “Eg sá þegar fanturinn réðst á
yður og ég vonaði að verða til þess að hjálpa
yður, en það var annar, sem varð hamingjusam-
ari en óg. Viljið þér þiggja það að ég fylgi yð-
ur heim til yðar fyrst hinn maðurínn er ekki
hérna til þess að gera það”.
Á meðan hann segir þetta, 'skoðar hún bréf-
ið nákvæmlega eÍDS og hún sé að fullvissa sig
um að það só það bréf er hún saknaði; því næst
stingur hún þvi í vasa sinn. Hún svarar de
Veraey á þessa leið: “Ég er yður mjög þakk-
lát, en ég held að þór ættuð ekki a* gera það”.
"Ég kann ekki við að yfirgefa yður varnar-
kusa; hver veit nema fanturinn kunni að koma
aftur og þá----
“Ef hann Ágúst gæzlumaður minn nær tðd-
wn á þrælnum, þá þarf lfklega hvorki ég né
LögJegluspæjarinn- 109
aðrir að hræðast hann lengur; hann verður þá
ekki hættulegur”. De Verney verður alveg
hissa. “Ágúst er------”.
“Gæzlumaður minn; þa ð er maðurinn, sem
þér sáuð lumbra á korparanum’’, segir hún hátt
og með ákafa. Svo heldur hún áfram: “Það er
ef til vill betra að hann sjái yður ekki hérna.
Hann ev ákaflega afbrýð------aðgætinn og á-
kafnr. Hann var einu sinni leikfimis- og i-
þróttakennari í Heidalberg”.
“Ó, þór eruð hræddar um mig !” segir de
Vemey hlægjandi. “Ég er viss um að mér tækst
að láta gæzlumann yðar skilja hvernig í öllu
liggur, og ég vonast til að ungfrúin etíst ekki
um einlægni mína”.
Hann segir þessi síðustu orð með viðkvæmni
og í þjðum málróm, því þar ;sem hann stendur
augliti til auglitis við ^fegurstu stúlkuna, sem
hann hefir séð á æfi sinni, berst hjarta hnns ótt
og titt.
“N—ne—nei”, svarar hún og dregur það við
sig. eins og hún væriefablandin, “Yður dettur
þó líklega ekki i hug að setja mig á bekk með
öðrum eins mönnum og þrælnum, sem réðst á
yður ?” Þetta segir hann með grensju.
“Nei!” svar hún. “Þér eruð ólíkur öllum
þeim, sem hafa gert á hlut.a minn; þeir eru marg
ir, þótt þeir hafi ekki farið eins fjandsamlega að
og þetta þrælmenni”. Hún lítur á de Verney
og skoðar hann frá toppi til táar. “Uei”, segir
hún, “ég sé það á búningi yðar að þér eruð
Bngiun óþokki”,
Nú lofar de iVerney hamingjuna fyrir að
112 Lögregluspæjarínn.
inu, gengur hann hratt heimleiðis. Hún
hleypur á eftir honum, rekur upp hljóð—þó ekki
hátt—tekur i handlegg hans og segir:
"Hvert ætlið þér að fara ?”
“Ég ætla náttúrlega að skila körfunum yð-
ar inn !” svarar hann lágt og starir framan í
hana. Hún er föl eins og nár. Honum sýnist
hún vera miklu eldri en áður—ef til vill 22 ára
eða meira. “Eg frakkneskur maður”, segir
hann. “og gæti ekki fengið það af mér, sam-
kvæmt kurteisisreglum Frakka, að láta yður
bera körfurnar heim, þótt það sé ekki lengra
en þetta”.
“Hvers vegna hafið þér þá ekki boðist til
þess að bera hana fyrir mig á sölutorginu ?”
“É—ég—ég vonast líka hálfpartinn eftir að
þér sýnið mér heimkynni yðar !” Hann gengur
nær dyrnnum; þær eru opnar.
“Þér megið ekki fara inn ! —’’
“Hann lætur sem hann heyri það ekki nógu
snemma. Hann gengur inn í dyrnar, lætur þar
körfuna og veitir húsinu nákvæma eftirtekt.
Stigi liggur upp á næsta loft; er stigagatið opið
og sést allgreinilega inn í gestastofuna. Eru
þar skrautlegri húsgögn en nokkrum manni
gæti dottið i hug að væri í garðyrkjumannshúsi.
Hann sér þar dýrt og fallegt hljóðfæri og svo
dýra og marga muni aðra, að hann fer eð efast
um að þarna búi blátt áfram alþýðufólk.
“Þér hafið einstaklega skemtilegt hús”, seg-
ir hann í því hann gengur út úr dyrunum p.ftur
og er svo að sjá sem hann veiti svip hennar ekki
eftirtekt. Hún hvíslar að honum lágt og varir
Lögregluspæjarinn, 105
engilíagra andlitið hennar er fölt eins og nár;
ef hún hefði haft eitthvað að vopni, mundi Mic-
robe ekki hafa þorað annað en flýja. “Dæma-
lanst langar hana , til að reka i mig hnifinn !”
hugsar hann. Svo snýr hann sér að Lonisu og
segir: “Svarið þér mór ekki náðuga ungfrú?
Það er þó ómögulegt annað en þér gerið það !
Ég sáyður hérna um kveldið í danssalnum. Þór
dansið ágætlega ve)!”
“Lygari!" segir Louisa—hún er kvennmað-
ur og getur ekki þagað lengur.
“Hvaða vitleysa ! Þér dansið framúrskar-
andi vel. Já, aðdáanlega; ég hefi dálítið vit á
þvi vona ég; ég dansa nokkurn veginn sjálfur,
þó ég segi frá. Sjáið þér ekki að ég er í dansföt-
unum minum ? Lofið mér að sýna yður hversu
góður dansari ég er !”
Hann stígur nokkur spor létt og laglega:
“Tra, la, la,. tra, la, la !” Nú er ég viss ,um að
þérneitiðmér ekki. « Dansinn byrjar klukkan
ellefu !---Ó, ó, ó ! Hver djöfullinn!”
Þetta siðasta hljóð lýsti bæði undrun og sárs
auka, því Louisa hafði gengið beint framan að
honum og gefið honum tvö rokna kjaftshögg—
hún gat, svei mér, verið nokkuð hörð viðkomu,
litla, hvíta höndin fallega !
“Sú er góð fyrir sinn hatt!” hugsar de
Verney. “Hún lætur ekki gera á hluta sinn án
þess að borga fyrir sig !”
"Ó, elsku ungfrú !” kallar Miciobe. “Þetta
blessað klapp með mjúku, fallegu höndunum
skal verða borgað með kossum !” Hann er rjúk-
andi reiður, dáist þó að hugrekki Louisu og er