Heimskringla - 06.06.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.06.1901, Blaðsíða 2
EIMSKRINGLA 6. JÚNÍ 1901. Qeimskringla. PUBLISHED BT The HeimskrÍDgla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar.$1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. feningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en f Winnipeg að eins teknar með affðllum B. L. Raldwinson, Kditor & Manager. Office : 547 Main Street. P.o. BOX 407. Doktorsleg rökfræði getur það tæpast heitið sem kemur fram í bréfi því frá Dr. Valtý Guð- mundssyni til ritst. Lðgbergs, sem þar birtist í síðasta blaði um orða- bökarmálið. Vér efum að vísu ekki að Dr. Valtý segi það satt að Geir Zoega sé að semja í s 1. • e n s k a orðabók, né heldur efumst vér um það að Dr. Jón Stefánsson í London sé að semja samskyns bók, það er ísl.-enska —í handbókarformi.— Hvaða form er það? En hinsvegar getum vér ekki skilið að hverju leyti þessar upplýsingar koma við málinu um samning á al-ísl.-íslenzkri orðabók, sem geti verið kenslubók fyrir hvern einasta íslending að læra sitt eigið móðurmál, þar sem isl. orðin eru glögglega útskýrð á ís- lenzku. Sú staðhæfing Doktorsins að ísl. kensludeild við einhvern hér- lendan háskóla verði ísl. tungu frá gleymsku meðal Vestur-Islendinga, finst oss vera eins hjákátlega barna- leg eins og hún er órökstudd. Þó mætti hér til vera nokkur ástæða ef það væri sýnt eða gæti 'orðið sýnt að menn sem læra móðurmál sitt á há- skólunura, væru nokkuð betur að sér í því—að námstímanum enduð- um—en ýmsir aðrir menn sem ekki hafa gengið skólaveginn, en þess eru dæmi á íslandi að óskólagengnir menn — sjálfmentaðir menn — eru jafn fróðir í móðurmáli sínu og þeir sem beztir eru þeirra er notið hafa háskólakenslu. Sannleikurinn er sá, að móðurmálkenslan á ekki að þurfa að vera háskólamál, það er alþýðu mál og hvert einasta ísl. barn á að geta gaft sem greiðastan og ódýrast- an aðgang að því námi. Allar sjálf- stæðar heims þjóðir, sem nokkra menningu bafa fengið, eiga slíkar orðabækur, og eru þær bæði full- komnar og svo ódýrar að hvert mannsbarn getur keypt þær. Og það ætti ekki að vera íslendingura ofvaxið að koma á fót slíkri bók. En þeir eru í því eins og sumu öðru, rúm 200 ár á eftir nútímamenningu eða nenningu mentaþjóðanna. En þótt vér gefum það eftir, að þeir sem stunda ísl.nám við skólana verði að jafnaði betur að sér í málinu en aðrir menn, þá má ekki tapa sjónar á því atriði að þeir eru svo undra fáir af fjöldanum, sem hafa ástæður til þess að ganga skólaveg, og al- þýðan verður jafn ófróð um málið eftir sem áður. Það er að jafnaði fyrir hálærðumönnunum eins og læknunum sein ekki skoða það í sín- um verkahring að koma í veg fyrir að fólk verði veikt. Málfræðing- arnir gera sér, oss vitanlega, harla lítið far um að útbreiða sína mál- fræðilegu þekkingn meðal alþýðunn- ar, enda era þeir ekki, eftir þúsund ára stúderun málsins, enn þá k.omnir lengra en það að rífast um það sín á milli hvort þetta eða hitt orðið skuli stafa með i eða y, o. s. frv. þrátt fyrir alt þeirra háskólanám og málfræðisþekkingu. Enda eru eng- ir menn til undir sólunni sem jafn- jnikíð krydda móðurmál sitt í ræðu og riti eins og lærðu mennirnir sumir hverjir. Enn annað er það í sam- bandi við þetta mál, að ef Vestur- íslendingar ætla sér að bíða með ísl. námið þar til þeir eru búnir að koma upp háskóla sem því nafni megi nefnast, þá verða þeir að lík- indum flestir dauðir sem nú lifa. En samning orðabákar, sem gæti orðið hyriiingaisteinn undir íslenzkunám allra fslendinga austan og vestan hafs, ætti ekki að þurfa að dragast I mörg ár, ef kappsamlega er unnið að málefninu. Tilraun Vestur- íslendinga með stofnun háskólans, heflr til þessa borið svo undurlítinn árangur, að það er engin ástæða til að ætla að hann komist á fót um mörg ókomin ár enn þá, og heflr þó óspart verið betlað af ísl. alþýðu til þess fyrirtækis í síðastl 7—10 ár. En sannleikurinn er að ísl. alþýða er á móti háskólahugmyndinni af því hún veit að vér erum engir menn til að gera hann svo úr garði að hann yrði þjóðflokknum til sóma, þó ein- hver mynd yrði gerð á hann. En allir vita að bókarsaming þessi er ekki einasta þarfi og nauðsyn held- ur og lífea vel framkvæmanleg, og að með því er unnið það stórvirki sem aldrei hefir áður verið fram- kvæmt af ísl. þjóðinni, auk þess sem slík orðabók mundi styðja að því að verja málið hér vestra, og kenna ísl. það, ef þeir annars ætla að halda áfram að festa sér málið í minni. “FREYJA”. Það getur enginn um þetta litla blað, eina íslenzka kvennblaðið hér I Vesturheimi. Ég hef oft furð- að mig á því, slðan ég kom vestur um haf. Er það af því, að ritstjór- inn er kvenmaður? Erum við svo mikið upp úr því vaxtnir, karlmenn- irnir, að nefna þetta blað á nafn, af því að á því eru flngraför konu? Ég get vel ímyndað mér, að svo sé, því að ekki er kvenfrelsismálið og konu- virðingin komin lengra en svo hjá oss enn, fslendingunum, í þessu frjálsa landi, að við Ijáum fremur auga og eyra pólitiskum rifrildis- greinum karlmannanna en fögrum og siðbætandi greinum, hugsuðum af kvenmanns heila og skráðmm af kvenmanns höndum. Við eigum hér vestra ekki nema eitt kvennablað á íslenzkri tungu, blaðið “Freyju”, geflð út af konunni Margréti Benediktson, í Selkirk, sjálfmentaðri konu, en prýðisvel gáf- aðri og fram yfir allar vonir, ritfærri konu. Ég þori að fullyrða, að þetta blað hennar er talsvert betra og fjölbreyttara að efni, en ísl. kvennblöðin heima á Frómi, sem þó er stýrt og stjórnað af mentuðum konum. Málið á “Freyju er, auð- vitað, ekki alveg eins gott, en efnið langtum betra. Og svo er sá stóri kostur við “Freyju”, að hún lætursvo margar konur tala. bæði í bundnu og óbundnu máli, þar sem kvennablöðin heima hafa nálega ekki nema eina rödd og einn penna, sem sé ritstjórans, að minsta kosti oftast nær. Aðalhugs- un þessarar konu, ritstjóri “Freyju” er, að berjast fyrir frelsi kvenna og jafnrétti við karlmenn, og efst á borði, hjá henni er mannkærleikrinn, á öll- um stigum og í öllum myndum. Frelsi kvenna, jafnrétti og kærleikur er hennar eina prógram, samfara fölskvalausri trú á alt göfugt og fag- urt, alt háleitt og gott. Hún er ekki þröngsýn né dökksýn; hún vonar, að sá tími komi, að bæði konurnar og kærleikurinn geti sprengt at sér hlekkina í heiminum. Fyrir þetta málefni sitt vill hún berjast og láta blaðið sitt, “Freyju”, sýna hinni ísl- þjóð, að svo verði og h 1 j ó t i að verða, samkvæmt þeirri reglu, að guð muni gefa hverju góðu málefni sigur að lokum. Blað þetta heflr allmikla út- breiðslu hér í Ameríku meðal ís- lendinga, en ég vildi óska, að allar íd. konur, vildu líta svo á sóma sinn, að styrkja .blað þessarar konu og móður, og styðja að útbreiðslu þess í þessu landi, eftir mætti, svo að það mætti, uppbyggjandi, fræðandi, hressandi, sjást á hverju einasta heimili, þar sem dygðug og góð ís- Ienzk kona á heima. B.iarxi Þórarinsson. Vinsamleg leiðrétting. í síðasta blaði Lögbergs birtist grnn með fyrirsögriinni: “Orðabók- armálið”, og er aftan í hana hnýtt bréfkafia frá Dr, Valty Guðmunds- syni. Ég varð satt að segja stein- hissa þegar ég las þessa grein- Eg hafði altaf skilið flutningmenn þessa máls þannig að þeir vildu fá samda íslenzk-íslenzka orðaðók en ritstjóri Lögbergs og Dr. Valtýr tala um íslenzk-e n s k a orðabók. Ef ég hefi skilið rétt, þá er það, sem þeir tala um þetta mál alveg því óvið- komandi; því það hefir aldrei verið minst á slfka bók í Heimskringlu, en ef þeir skilja rétt. þá bið ég fyrir- gefningar á mínum misskilningi og verð á máli ritstjórans og Doktorsins, því ég álít þýðingarlaust og jafnvel heimskulegt að kosta $20,000 til út- gáfu íslenzk-enskrar orðabókar, en hinu fyrirtækinu væri ég mjög hlyntur; það þarf ekki annað en að benda á blöðin íslenzku hér vestra— og jafnvel heima líka—til þess að sanna það að sumir af betri mönnum sem kallaðir eru þyrfti stundum að líta í orðabók til þess að skilja þýð- ing sumra íslenzkra orða og skrifa þau rétt, mundi slík bók verða eitt öflugasta ráðið til þess að halda við íslenzkri tungu, ekki að eins meðal einstakra manna, er kynnu að nota sér mentun á hærri skólum — því þeir verða alt af tíltölulega fáir—heldur einnig á meðal alþýðumanna, og í það er meira varið að menta alþýðuna en einstaka menn að eins á hennar kostnað. Fyrirkomulag herra Hall- dórssonar í síðasta blaði Heimskr. líst mér vel á og nóg er til af mönnum heima á Fróni, sem trúandi væri til að leysa verkið vel af hendi. Et vér getum komið út þessari orðabók er trygging fengin að miklu leyti fyrir varðveizlu tungu vorrar að því er bókmálið snertir, og ef vér komum á fót íslendingafélaginu alment, þá er að miklu leyti lagður grundvöllur að viðhaldi þjóðræknis- tilfinningar, ættjarðarástar og tungu vorrar aðþvíer ræður snerti. Ég þykist viss um að ritstjórinn og doktorinn snúi þegar við blaðinu ef þeir komast að því að minn skiln- ingur á orðabókarmálinu sé réttur, nefnii. að hún eigi að verða íslenzk- í s 1 e n z k en ekki íslenzk- e n s k. Vilja þeir sem málið hafa flutt t. d. herra Halldórsson, svara þvi hvort minn skilningur eða þeirra sé réttur. Vinsamlegast. SlG. JÚL. JÓHANNESSON. Úr umheiminum. (Framh.) í öðrum verkstæðum sér hún þúsundir manna starfa að því að framleiða rafmagn til að hreyfa ýms- ar vélar og verkfæri og upplýsa jörð- ina í nætnrmyrkrunum, þeir sem að því starfa hafa orðið frægir og eru álitnir miklir—já óviðjafnanleg- ir meðal manna—og það dregur ekki úr frægð þeirra að nú brúka þeir rafaflfð til að drepa með bræður sína og félagsmenn. Hreyknir eru þeir mjög yfir verki sínu og syngja óendanlegt hól um sjálfa sig. Af vörum þeirra heyrast þessi orð: “Miklir menn erum vér jarðarbúar”. Á enn öðrum verkstæðum sér gyðjan fjölda manna sem virðast vera í djúpum þankabrotum, fyrir framan þá og alstaðar í kringum þá eru sýn- ishorn hugmynda þeirra, ýmsir smápartar tilheyrandi einni heild, sem ekki er enn þá fullger né full- hugsuð. Gyðjan skilur meining- una, hún sér að það eru loftför sem þeir eru að leitast við að til búa og brjóta heilann um. Tilgangur þeirra er að Ioftdrekar þessir taki af alt ferðalag á landi og vötnum, og verði hraðmeiri í förum en öll önnur ferða- og flutn’ngafæri sem þeir áð- ur hafa uppgötvað og reynt. Ástar- gvðjan sér að 1 álfunni fyrir handan hefir morðinginn dregið hníf sinn ur sliðrum og bíður rólegur og hlakk- andi eftir því að loftreiðin komist á fljótlega, svo að þeir sem með henni fara, og hann ætlar sér að ræna og drepa, komist í hendur honum sem fyrst. gjörvallur mannheimur hlakkar og blður óþreyjufullur yflr þessum uppgötvunar úrslitum, þeir gera sér í hugarlund hve dásamlegt og merki'egt .það yrði — hve óvið- jafnanlegt framfarastig, — að geta hatast í loftinu, elt hvern annan með bölvi og banaspjótum í loftinu, og drepið hvern annan í Ioftinu, hvo há tíðarlegt og dýrðlegt það yrði að sjá upphöggna og sundurtætta manna- búka hníga til jarðar á millum hræ- dýra merkurinnar, og á millum villimanna sem þá mundu vitstola verða—trúandi því að hinn “mikli andi” hefði sent þá þeim sem bend- ingu—og hlaupa í vötn og elfur og ofan fyrir hamra og fyrirfara sér. Blys ástargyðjunnar logar og tindr- ar með endurnýjaðri birtu og Ijóma, og dýrðarljóminn um höfuð hennar skín enn skærar en áður, hún er að leitast við að draga augu og athygli mannanna að geislabirtu sinni, en tilraunir hennar eru árangurslausar, enginn þeirra lítur upp frá verkinu, hugsjónir þeirra og hjörtu eru bund- in við hlutina í kringum þá sem þeir eru að búa til. Og áfram flýgur því fistargyðjan; áfram yflr hið sollna og syndumspilta mannkyn á jarðríki, og grætur sorgartárum af því hún fær engu til leiðar komið. Á einum stað sér hún mann berjandi konuna sína og dragandi hana á hárinu. Á öðrum stað er fjöldi manna eltandi nágranna sinn með blóðhundum. Á enn öðrum stað er mikill mannfjöldi samankominn og brennir bróðir sinn lifandi á báli með öskrum miklum og æðisgangi. Á öllum þessum stöð- um birtist hatursnornin og hinn draugslegi hlátur hennar og hvás höggormsins ómar um loftið og heflr töfrandi og djöfulleg áhrif á menn- ina. Ástargyðjan beinir fluginu frá vestri til austurs og lætur sig bera með hraða jarðarinnar inn í kvöld- hfimið, þar sér hún fagra og göfuga sjón. Það eru elskendur í faðmlög- um, á andlitum þeirra skín unaður og gleði, elskendurnir lyfta höfðunum og horfa upp til ástargyðjnnar með innilegu brosi og endurnýja faðmlög- ln og kossast með draumhýrum fcignuði og sælu. Þetta eru þær fyrstu mannverur sem hafa veitt gyðjunni eftirtekt á ferðinni um- hverfls jörðina, hún grætur nú kristalskærum gleðitárum og ásjóna hennar verður grátfögur og angur- blíð. Áfram líður lengra og lengra inn í náttmyrkrið sem sumstaðar er roflð með döpru endurskini frá mána jarðarinnar, hér breytir hún stefn- unni og flögrar um yrirborðið milli heimskautanna og virðir fyrir sér á- standið eftir þ\ í sem jörðin snýst, ljós aí ölium tegundum eru tendruð hér og hvar, sumstaðar er mann- fjöldi samakominn í hús og hallir í br ðurlegri sameiningu fullur ein- drægni og lífsgleði, það líkar Astar- gyðjunni svo nún klöknar við og henni vöknar um augu. Á öðrum stöðum sér hún eymd, kvalir og dauða, þá hryggist hún og andvarp- ar, á einum stað sér hún mann læð- ast að bróðir sínum sofandi og reka hníf í gegnuin hjarta hans. Nú ber fyrir þá staði jarðarinnar sem gyðj- an virti fyrir sér við dagsbirtuna. Það er anuar bragur yflr vigvöllun- uin hér í næturmyrkrunum, stríðs- mennirnir þreyttir og þjakaðir eftir dagsverk sitt fofa og hrjóta hátt, þeir veltast um í draumórum sínum og berja frá sér höndum og fótum bölv- andi, því þá dreymir að þeir séu enn að d?epa óvinina. Á meðal hinna hálfdauðu og dauðu vaða hræ- dýr merkurinnar sem hafa komið fram úr fylgnsnum sfnum i myrkr- inu til að drekka blóðið og rífa í sig hold mannanna. Þar eru líka mensk hrædýr sem rífa af þeim alt fémætt og bera á burt með sér. Mað- urinn sem dregið hefir konuna sína á hárinu daginn áður, liggur í saurnum úti á víðavangi yfirkominn af áhrifum Bakkusar ogósjálfbjarga; svínið, skítugasta skepna jarðar- innar labbar þar fram bjá, en hrín og drynur við þá sjón og fæltst á burt. Konan sem hann hafði svarið órjúfanlega ástareiða og umönnun— sama konan sem hann barði og misþyrmdi — situr uppi á heimili þeirra, marin, blóðrisa og styDjandi með grátandi ungbarn þeirra í fangi og leitast við að hugga það, en fær ekki aðgert því það grætur af sulti. Manníjöldinn sem hafði elt nábúa sinn með blóhundum, sefur nú í næði og dreymir um hugrekki sitt og sig- ur, en náunginn sem þeir höfðu eltt liggur hlekkjum bundinn f svartholi sem honum var kastað I og kvelst af þeim logandi undum sem blóðvargarnir særðu hann — varg- arnir sem nú eru á verði við svar- holsdyrnar svo hann ekki sleppi. (Niðurlag næst) “Frjálsar ástir“ 1 Er að áliti mínu ekki nákvæm þýð- i ng hjá yður, herra ritstj. Hkr. á orð- unum “Free love“, iádeilugrein enska klerksins Neil Herman’s, til íslendinga í Selkirk. Enskan mun, eftir anda greinarinnar, eiga að tákna lausung, ástabrall, fjöllyndi eðaeitthvað þvílíkt. Ég bendi hér til ritstj.-greinar í Hkr., No. 30 þ. á. Orðin “frjálsar ástir“ eru Ijóm- anaí falleg. Einhver þau fegurstu sem finnest í íslenzku máli. Ég ann þeim og svo mun margur landinn gera. Og þau þýða heldur ekkert ljótt, eftir ís- lenzkri málvenju, heldur þvert á móti. Piltur og stúlka t. d., sem unnast heitt hreint oginnilega, lifa í frjálsum,skýja- lausum ástaheimi, sem astamenn, eins og gamli Breiðfirðingur mundi kalla “Himnariki á vorri jörð“.2 Og, einmitt á meðan ástir þeirra eru frjálsar, —með- an ekkert hindrunarvald snertir þær— getur ekkert ilt eða óhreint komið ná- lægt þeim, En svo eru nú aðrar ástir til—því það er ógrynni af slíkum út- brotum í hjarta og eðli mannsins — og köllum vér eina tegund þeirra meinaást "ást í meinum". Þær ástir getur mað- ur sagt að séu ófrjálsar, því að þær stríða gegn flestra þjóða lagaskipun og á móti siðferðistilfinningu fjöldans. Það varðar t. d. við lög, að leggja of mjög ástalag sitt saman við annara maka, eins og Hkr. segir frá. Svo er og um persónur, of nánar að skyld- leika. Þvíumlíkt telst með siðspjöllum, enda koma þar fram ófrjálsarást- ir eða ringulreið. Ég skal svoekki eyða stærra rúmi til að tala um þetta, jafnvel þó mér falli mæta vel að ræða um ástir og ástalíf. Það er eitt hið langskemtileg- asta og skáldlegasta efni, sem til er í heiminum. Ég, sem só vona, herra rit- stjóri, að við verðum á eitt sáttir í þessu efní og að “frjálsar ástir" verði báðum okkur geðfeldar. En, að hinu skal nú heldur víkja, sem grein yðar gefur efai til: “Laus- lætis lifnaður sá, sem hneykslað hefir pristafélagið, og sem þeir saka oss um sem þjóðflokk, er mjög algengur á ís- landi. Þaðan höfum vér fengið að arf- töku þá hugsun, sem hefir leitt oss af- vega hér vestra. Á íslandi er slíkt al- gengt og hvorki blöð né yfirvöld hreyfa við þvi.....“. Það er satt, ritstj., að á íslandi eru frjálsar ástir ekkert fágætar. Menn og konur koma sér alloft saman um að “aukast og margfaldast11, eins og drott inn bauð, og það er ekki æfinlega verið að spyria prestinn eítir hvort það sé nú layfílegt eða ekki. Þess vegna hafa margir góðir og gáfaðir landar orðið til í ‘'frílifis“-meinleysi, Reyndar ákveð- ur kyrkjan og biblían, sem kyrkjan er bygð á, svona af og til, að maðurinn skuli eiga eina eiginkonu og búa (dúsa) með henni. * Samt sem áður má finna þess hroðaleg dæmi, í hinni “vísu bók“, að fjörmenn þurftu fleiri konur. Dávelmegum vér muna gamlaSalómon konung; karlinn hafði eitthvað um 1000 konur að moða úr, og var þó vinur guðs. Davíð var kvennamaður mikill og fór ekki ætíð aðlögum. Engu að síður úir og grúir þessi “heilaga ritn- Ing“ af einlægum heimskulegum, hót- fyndnis setningum spádómsmaDna, svo sem: "nær þú lítur eina konu girndar- auga þáhefir þú allareiðu drýgt hór með henni í hjarta þínu”. og margt og margt þessu líkt. Það væri frekar vandskriðið milli skers ogbáru ef menn mættu ekki lofa auganu að hvíla i þægindum"á fagurri konu, jafnvel hvort heldur hún léki lausum taum eða væri öðrum fest. Gegn slíkum prédikunum ætti hver og einn að fara eftir lögmáli sjálfsviljans. Að binda sig, hneftum klafa, við setníngar þeirrar kyruju, sem bygð er á , afn-harðstjóralegum grundvelli, sýnist bara óðs manns æði. En þó skal það sagt, löndum vorum á Fróni til mak legs heiðurs, að hreinlifi eða skírlífi þeirra er langtum meiraheldur en bibl- 1. "Ást" set ég fyrir “elsku", sem er bótstaflega sömu merkingar. Höf. 2. Ástir barna til foreldra og foreldra til barna, eins systkina ástir eru auð- vitað allar eðlilegar og frjálsar. Höf. * Allar greinar kyrkjunnar, sem alt eru verzlunarpútur, þ.ykjast byggja boðorð sín á bibliun ti. Og hvað skeður svo viðvíkjanði hjónabandinu? Lúter- anar boða einkvæni, kaþólíkar—prest- arnir—mega e n g a konu eignast, “eða neina faðma snót”, Mormónar mega hafa tugi kvenna o. s. frv. Höf. iuherranna, að fráteknum Jesú af Na- zaret og ýmsum hans líkum. Þótt að nokkur börn getist og fæðist án þess að klerkar kræki foreldrum saman, þá eru oft mjög afsakanlegar ástæður til þess. Stundum eru persónurnar svo fá tækar að sveitastjórnirnar leyfa þeim ekki að ganga í "heilagt hjónaband", þótt þau elskist af öllu hjarta. Oft vill það og til. að foreldrar annarshvors hlutaðeiganda banna sambandið.en ‘frí- viljinn vill ekki getast upp, og ber þá stundum við, að “lausaleikskrakki" hoppar inn I heiminn þegar minst varir og—er það engin stórsynd. En svo er það nú og talsvert skoð- unarmál hve heiðarlegt þetta svokall- aða “heilaga hjónaband" er oft og tíð- um, t. a. m. þegar maður og kvinna sitja því nær aldrei á sáttshöfði. heldur er heimilish'fið: agg, reiði, þrætugirni, barsmíð, ulfúð og ódáða skammir, hver höndin vinnur á móti annari. Konan verður eins og norðanstormur og bónda garmurinn venst á að elska alt annað en heimilið, svo sem spil, drykkjuskap ellegar farandfljóð. Því það mega menn vita. að kifin kona er verri en húsleki, eins og Salómon segir eða þá Sírak . En samkvæmt ríkislögunum og kúg- unarvaldi kyrkjunnar verður þó þetta husfélag að teljast gott og blessað í sam anburði við einkasamninga manns og konu um að búa saman og—margfald- ast. Hjónabönd munu tæplega slitna nema því að eins að annaðhvort eða bæði hafi gert sambúðina banvæna. Þá er og líka skynsamlegt og sjálfsagt að leysa upp samningana.að því ógleymdu að leitast sé við að sjá framtíð af- kvæma borgið þar sem þau eru til. Allir meðalvitrir menn sjá að það er eðlilegt að hinir sundruðu makar leiti fyrir sér að annari nýrri aðstoð og höf- um vér þess allmörg dæmi að seinni gangan, sem oftast erlausvið presta- pressu, verði langtum liðlegri en hin fyrri. Þá er að athuga tvíkvæni, fjölkvæni eða makaskifti á Fróni. Að þess hátt- ar eru harla litil brögð og gegnir furðu að slíkt sé gert að umtalsefni hér vestra Sem sagt er þettasvo fágætt á íslandi, að það er talið með stórtíðindum, ef að ráðskona, ekkja, eða ókvænts búanda fer að gildna eftir 10—2o ára þjónustu hja honum. Ég veit að eins eitt dæmi úr fornsögum, sem sýnir að bændur 2 á Suðurlandi höfðu skifti á jörðum, bui og gerðu þá kvennabýtti um leið. En þetta er svo óvanalegt, að önnur konan varð alveg hissa, svo að hún gekk út og hengdi sjajfa sig, eins og Júdas. gigurður Breiðfirðingur átti, að vi su, 2 konur í einu, í gáleysi, og urðu yfírvöldin á íslandi þá svo uppvæg, að Siggi hefði hlotið flengingu fyrir vikið, ef eigi hefði Vernharður prestur og aðr- ir frjálslyndir menn skotið saman fé í sektina sem koma mátti í stað vandar- ins Jörundur íslandskóngur gaf aðeins einam bónda. Hákoni. leyfi til að taka sér unga konu, með þeirri fyrri, sem var töluvert farin að eldast. Þetta er nu hér um bil alt, sem hægt er að telja upp af fjölkvæni úr sögu íslands frá fyrrí árum. Og um þær mundir sem S. Breið- fjörð slysaðist í tvíkvæni varar sýslu- maður, Slg. Pétursson, alvarlega við fjölkvæni, eins og sjá má af stökunni: ‘‘Hainingjan verndi hvern frá þvi hér um æfidaga" o. s. frv. Eg hefi fært dálitlar sannanir fyrir Því, að yfirvöldin á íslandi hafa ekki látið afskiftalaust það lítla sem út af hefir borið með einkvænis-hreinlífið. En svo vil ég einnig vísa til ' ‘Stóra- dóms“ og allra hinna ógnarlegu harm- kvæla, sem hann hlóð að mannskepn- um þeim, er yfirvöldunum þóttu mis- stíga sig á siðferðisbrautinni. Bann- færingar, ;brennur, sektir þungar og sárustu hýðingar voru iðuleg gjöld, jafnvel fyrit meinlausustu barneignir. Kyrkjanog klerkarnir stóðu þá trú- lega á verði og hentu á lofti hverja ör- litla yfirsjón í ástamálnm eða lugu upp kærum og létu miskunarlaust múta sér til þess að ganga ekki of nærri lífi manna. Hýðingar i þá daga voru svo þrælslegar, að lífi og heilsa sakborn- inga gat verið hin mesta hætta búin. Meðal annars bendir ein staka, sem ég kann. á þetta. “Það á að hýða Þorgrím tröll þungt og griðarlega. húðiu níðast at skal öll auðs- fyrir -hliðar meydómsspjöll. Sökum þess að íslendingar hafa frá landnámsdð verið lagaskarfar hinir mestu og enn fremur gengið ríkt eftir löghlýðni, þá hefir þjóðin vanist á og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.